Skoða þú verk Guðs - í náunga þínum
Bæn
Góði Guð, viltu hjálpa mér að elska náunga minn og koma fram við aðra af kærleika og miskun nsemi. Viltu hjálpa mér að sjá tækifæ rin til að blessa annað fólk.
Ritningarvers tengd efninu 1. Lesið saman Gullnu regluna í Matt 7:12. Hvernig væri að lifa ef allir færu eftir þessari reglu.
Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Því að þetta er lögmálið og spámennirnir.
2. Hvað segir Jesús um þá sem eru miskunnsamir? Hvað merkir að miskunna? Matt 5:7 Síðan kom levíti (aðstoðarmaður prests) sömu leið, sá manninn, en hann gekk líka fram hjá. Þá var ferðamaðurinn trúlega búinn að missa alla von um að einhver kæmi honum til hjálpar. [Glæra 7] En stuttu seinna átti Samverji nokkur leið þar um. (Og þið vitið að Gyðingar vildu ekki umgangast Samverja, þeir vildu helst ekki tala við þá.) En Samverjinn sá manninn liggjandi á götunni og kenndi í brjósti um hann. [Glæra 8] Hann gekk til hans, batt um sár hans. [Glæra 9] Hann lyfti honum upp á asna sinn og fór með hann til gistihússins sem var þar næst. [Glæra 10] Þar hugsaði hann um hann og sá til þess að hann gæti hvílst, hann fengið að borða og honum myndi batna. Daginn eftir þurfti Samverjinn að halda sína leið, en hann bað eiganda gistihússins að hugsa vel um manninn og sagðist sjálfur ætla að borga. [Glæra 11] Eftir að Jesús hafði sagt þessa sögu spurði hann manninn hver hefði reynst náungi þeim sem féll í hendur ræningjunum. Maðurinn svaraði að það hefði verið sá sem miskunnaði sig yfir hann og kom honum á gistihúsið. Þá sagði Jesús honum að fara og gera eins.
Sælir eru miskunnsamir því að þeim mun miskunnað verða.
3. Hvert segir Jesús að sé mikilvægasta boðorðið (tvöfalda kærleiksboðorðið)? Matt 22:34-40
Þegar farísear heyrðu að Jesús hafði gert saddúkea orðlausa komu þeir saman. Og einn þeirra, sem var lögvitringur, vildi reyna hann og spurði: „Meistari, hvert er hið æðsta boðorð í lögmálinu?“
Jesús svaraði honum: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er hliðstætt þessu: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir.“
4. Hvernig kemur kærleikurinn fram við aðra? 1. Kor 13:4-7
Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki.
Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.
Við ættum að sýna öllum kærleika og koma fram við alla eins og við vildum að væri gert við okkur. Þá þurfum við að sýna öllum kærleika og miskunnsemi, sama hverjir það eru.
Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.
Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni en samgleðst sannleikanum.
Hvað gerðum við ef við sæjum Grétu Salóme grátandi og liggjandi í gangstéttinni á Ingólfstorgi? Hvað gerðum við ef við hittum Gylfa Þór Sigurðsson úti á stoppistöð og hann ætti ekki pening í strætó? Hvað gerðum við ef leiðinlegasti krakkinn í hinum bekknum lægi grátandi á gangstéttinni? Hvað gerðum við ef útigangskona bæði okkur að lána sér fyrir strætómiða?
Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.
9