Fréttabréf KFUM og KFUK desember 2012

Page 1

3. tölublað 2012

Fréttabréf KFUM og KFUK

Fjölbreytt og kröftugt æskulýðsstarf Æskulýðsstarfið okkar er þessa dagana að fara í jólafrí eftir ánægjulegt og kröftugt haustmisseri. Deildirnar eru fjölbreyttar en því miður hefur þeim fækkað lítillega frá fyrra ári og er þar fyrst og fremst um að kenna skorti á leiðtogum en við erum þegar farin að leita leiða til að bregðast við því ástandi og viljum efla leiðtogaþjálfun og stækka enn frekar þann frábæra hóp sjálfboðaliða sem heldur uppi æskulýðsstarfinu. Það er stórkostlegt tækifæri að fá að segja börnum og unglingum frá Jesú Kristi og miðla trú, von og kærleika. Við finnum það svo vel hversu þakklát börnin eru og í haust höfum við líka fengið tölvupósta og símtöl frá foreldrum sem hafa séð ástæðu til að þakka fyrir starfið. Ein móðir vitnaði um hvernig þátttaka dóttur hennar í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK hefði bjargað henni út úr vítahring eineltis

sem hafði viðgengist allt of lengi í skólanum. En eftir að dóttir hennar fór að sækja fundi breyttist eitthvað í vinahópnum og krakkarnir úr starfinu slógu skjaldborg utan um hana í skólanum og líðanin breyttist og móðirin var svo þakklát. Við vitum að við höfum mikilvægu hlutverki að gegna og í haust hafa hugleiðingarnar verið útlegging á einstökum bænum úr Faðir vorinu. Bænin sem Jesús kenndi okkur er annað og meira en þula sem við lærum utan að, hún er trúarjátning, syndajátning og bæn um styrk og handleiðslu inn í nýjan dag. Með þá bæn á vörum erum við betur undir það búin að njóta alls þess góða og um leið standa sterk þegar á móti blæs. Krakkarnir í vetur hafa verið öflugir og virkir og yngri deildum var boðið upp á fótboltamót en unglingadeildirnar fóru á miðnæturíþróttamót

í Vatnaskóg og fyrir norðan fór unglingadeildin og gisti á Hólavatni. Unglingadeildirnar eru líka víða farnar á fullt í fjáröflun til að safna fyrir Evrópuhátíð KFUM sem verður haldin í Prag í ágúst 2013, en þangað stefna hópar úr nokkrum unglingadeildum. Yfirskrift þeirrar hátíðar er „Elskum lífið“ og það er boðskapur sem á góðan samhljóm með öllu því fjölbreytta starfi sem við bjóðum. Þú getur eflaust lagt þessu góða starfi lið með einhverjum hætti, tekið virkan þátt, sagt öðrum frá eða lagt starfið fram fyrir Guð í bæn. Megi Guð blessa og leiða starf KFUM og KFUK. Jóhann Þorsteinsson Sviðsstjóri æskulýðssviðs

1


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.