Fréttabréf KFUM og KFUK september 2013

Page 1

2. tölublað 2013

Fréttabréf KFUM og KFUK

Haustið markar upphaf spennandi æskulýðsstarfs KFUM og KFUK Nú þegar haustið gengur í garð hefur deildastarf KFUM og KFUK göngu sína af fullum krafti eftir gott sumarfrí. Starfað verður í fjölmörgum deildum víðs vegar um landið undir stjórn dyggra og dýrmætra sjálfboðaliða. Deildirnar eru skipulagðar með ýmsu móti, boðið er upp á yngri deildir (YD) fyrir stelpur og stráka á aldrinum 9-12 ára og unglingadeildir (UD) fyrir stelpur og stráka á aldrinum 13-16 ára, millideildir fyrir 11-13 ára stráka og stelpur í Keflavík og Ten Sing - starf í Reykjavík.

Starfið mun hefjast vikuna 16. – 20. september. Markmið KFUM og KFUK er að vekja trú á Jesú Krist með því að mæta börnunum sem sækja starfið og um leið að sýna þeim að þau eru dýrmæt sköpun Guðs. Lögð er áhersla á að starfið felist í uppbyggilegum frístundum og eru margvísleg verkefni í boði sem gleðja og bæta. Öllum þátttakendum er mætt af virðingu og umhyggju. Nú eru starfsmenn æskulýðssviðs í óðaönn að undirbúa veturinn og gengur vel að manna deildir en enn er þó rými fyrir sjálfboðaliða og

er áhugasömum bent á að hafa samband við æskulýðsfulltrúa KFUM og KFUK á netfangið petra@kfum.is eða í síma 588-8899. Það er mikill auður sem býr í ykkur kæra félagsfólk og hægt er að taka þátt í starfinu með margvíslegum hætti eins og t.d. með því að taka að sér forstöðu, koma og vera stuðningur í deildum, koma í heimsókn og kenna eitthvað sem þið eru snillingar í, segja frá margvíslegri reynslu, kenna söngva, föndur, matargerð, nýja leiki og svo margt margt fleira. Petra Eiríksdóttir, æskulýðsfulltrúi 1


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.