Kjarasamningur KÍ vegna framhaldsskóla

Page 33

9

Afleysingar

9.1

Staðgenglar

9.1.1

Staðgengilsstarf í skemmri tíma

Aðilar eru um það sammála að ekki þurfi að jafnaði að fela starfsmanni sérstaklega að gegna starfi yfirmanns nema fjarvera yfirmanns vari lengur en 7 vinnudaga samfellt. 9.2

Launað staðgengilsstarf

9.2.1

Launað staðgengilstarf, hvenær greitt eftir flokki yfirmanns

Sé aðalstarf starfsmannsins launað sem staðgengilsstarf yfirmanns, ber starfsmanninum laun eftir flokki hans, gegni hann starfi yfirmanns lengur en 4 vikur samfellt eða hafi hann gegnt starfi yfirmanns lengur en 6 vikur á hverjum 12 mánuðum. Laun eftir flokki yfirmanns greiðast einungis frá lokum nefndra fjögurra eða sex vikna. 9.3 9.3.1

Aðrir staðgenglar Laun starfsmanns sem falið er að gegna starfi hærra launaðs starfsmanns

Starfsmaður sem ekki er í stöðu staðgengils yfirmanns en er falið að gegna störfum yfirmanns í forföllum hans eða störfum annars hærra launaðs starfsmanns, skal taka laun eftir launaflokki hins forfallaða starfsmanns þann tíma er hann gegnir starfi hans.

Gildistími frá 1. febrúar 2005 til 30. apríl 2008

23


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.