FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA ÁRSSKÝRSLA 2013
kjarasamninganna 2013/2014. Hagfræðingur KÍ tók þátt í störfum beggja vinnuhópanna og leiddi vinnu hópsins um launupplýsingar. Rit með áliti vinnuhópanna, Í aðdraganda kjarasamninga, efnahagsumhverfi og launaþróun, kom út í október. Ákveðið hefur verið að framhald verði á þessari vinnu næstu árin.
VINNA VEGNA BÓKUNNAR 5 Í KJARASAMNINGI FL Bókun 5 hljóðar svo: Samningsaðilar eru sammála um samstarfsnefnd aðila óski eftir því við Vinnueftirlit ríkisins að gerð verði úttekt á vinnuaðstæðum í leikskólum, sérstaklega með tilliti til hljóðvistar og vinnuaðstæðna barna og fullorðinna, þ.m.t. vegna sérkennslu. Í góðri samvinnu við Klöru E. Finnbogadóttur sérfræðing hjá Skólamáladeild Sambandsins hefur Fjóla Þorvaldsdóttir varaformaður ásamt Hafdísi Guðmundsdóttur þjónustufulltrúa, Dr.Valdísi Jónsdóttur og Guðbjörgu Ragnarsdóttur varaformanni FG unnið s.l. tvö ár að því að vekja athygli á hávaða í skólum. Haldnar hafa verið ráðstefnur, málstofur, fjöldi samstarfsfunda við ýmsa aðila í samfélaginu, útbúið fræðsluefni, myndband og væntanlegur er myndarlegur leiðbeiningabæklingur fyrir skóla um það hvernig hægt er að draga úr hávaða í skólum og gæta að rödd kennarans. Vakin hefur verið athygli á nauðsyn þess að vernda rödd kennarans með ýmsum hætti m.a. á Degi raddarinnar 16. apríl ár hvert.
11