Page 1

FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA ÁRSSKÝRSLA 2013

Félag leikskólakennara ÁRSSKÝRSLA 2013


FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA ÁRSSKÝRSLA 2013

Efnisyfirlit FORMÁLI................................................................................................................................. 3 1. KAFLI: SKRIFSTOFA ....................................................................................................... 4 2. KAFLI: STJÓRN ................................................................................................................. 5 3. KAFLI: SAMNINGANEFND ........................................................................................... 10 4. KAFLI SKÓLAMÁLANEFND FL OG FSL................................................................... 12 5. KAFLI: KYNNINGARNEFND ........................................................................................ 14 6. KAFLI: VÍSINDASJÓÐUR .............................................................................................. 15 7. KAFLI: SVÆÐADEILDIR ............................................................................................... 16

2


FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA ÁRSSKÝRSLA 2013

FORMÁLI Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir starfsemi Félags leikskólakennara (FL) á árinu 2013. Í lok árs voru félagar í FL 2.188 þar af eru 2.121 konur eða 97% og 67 karlar eða 3%. Lítið hefur fjölgað í félaginu á milli ára. Félagið er annað fjölmennasta aðildarfélag Kennarasambands Íslands. Framundan er áframhaldandi vinna við að viðhalda því góða orðspori sem leikskólakennarastéttin hefur skapað sér. Áfram verður unnið að eflingu leikskólakennaranámsins og leikskólastigsins. Talsverð fækkun hefur verið í aðsókn í leikskólakennaranám og við þeirri þróun þarf að sporna. Leita þarf leiða til að fjölga leikskólakennurum af báðum kynjum og sýna fram á að leikskólakennarastarfið sé áhugavert ævistarf. Kjarasamningar eru lausir í apríl 2014 og mikil vinna framundan hjá samninganefnd félagsins. Félagið þarf áfram að vera vakandi og verja hagsmuni félagsmanna sinna. Stjórn FL þakkar öllum þeim sem starfa fyrir félagið og leggja á sig mikla vinnu. Trúnaðarmenn fá sérstakar þakkir fyrir þeirra óeigingjarna framlag til félagsins og félagsmanna.

3


FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA ÁRSSKÝRSLA 2013

1. KAFLI: SKRIFSTOFA Skrifstofa félagsins í Kennarahúsinu, Laufásvegi 81 er opin alla virka daga frá kl. 9:00 16:00. Starfsmaður skrifstofu er Haraldur F. Gíslason formaður og framkvæmdastjóri félagsins. Skrifstofu félagsins og annarra aðildarfélaga KÍ var lokað í þrjár vikur í júlí vegna sumarleyfa starfsmanna. Margir starfsmenn Kennarasambands Íslands sinna erindum frá félagsmönnum FL. Þar eru helstir Þröstur Brynjarsson og Sesselja Sigurðardóttir þjónustufulltrúar á félagssviði KÍ fyrir leik- og grunnskólastigið, Ingibjörg Úlfarsdóttir sérfræðingur í kjara og réttindamálum, Sigrún Harðardóttir, starfsmaður vísindasjóðs, María Norðdahl, starfsmaður sjúkrasjóðs og Hafdís Guðmundsdóttir, þjónustufulltrúi á félagssviði. Fjóla Ósk Gunnarsdóttir sér um félagatal en starfsmaður orlofssjóðs er Ragnheiður Ármannsdóttir. Hanna Dóra Þórisdóttir hætti á árinu sem starfsmaður orlofssjóðs en við hennar starfi tók Ólöf S. Björnsdóttir sem þjónustustjóri sjóða. Kristín Elfa Guðnadóttir hætti sem útgáfustjóri á árinu og við hennar starfi tók Aðalbjörn Sigurðsson. Einnig starfar á útgáfusviði Arndís Þorgeirsdóttir sem blaðamaður. Guðlaug Guðmundsdóttir hætti sem starfsmaður útgáfusviðs á árinu. Oddur Jakobsson er hagfræðingur KÍ. Lögfræðingur KÍ er Erna Guðmundsdóttir. Vef- og skjalastjóri er Ragnhildur Björnsdóttir. Arna Eggertsdóttir sem starfaði við skjalavörslu hætti á árinu. Dagmar Stefánsdóttir tók við af Valgeiri Gestssyni sem bókari KÍ á árinu. Ráðgjafar KÍ hjá Virk starfsendurhæfingarsjóði eru Kristbjörg Leifsdóttir, Guðleif Birna Leifsdóttir og Þóra Þorgeirsdóttir. Verkefni starfsmanna FL og KÍ eru margvísleg. Fyrirspurnir berast frá trúnaðarmönnum, öðrum félagsmönnum og utanaðkomandi aðilum um mörg mál. Flestir spyrja um réttinda- og kjaramál, túlkun samninga, ráðningamál og uppsagnir, um úthlutanir eða reglur sjóða, orlofstilboð, og einnig er spurt um fagleg málefni. Félagsmenn leita einnig eftir ráðgjöf og stuðningi, til dæmis í tengslum við samskipta- og starfsmannamál. Nefndir senda inn mál til úrvinnslu, heimasíða og Fésbókarsíða FL eru uppfærðar og auk þess er sinnt ýmiskonar erindrekstri um land allt.

4


FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA ÁRSSKÝRSLA 2013

2. KAFLI: STJÓRN STJÓRN Formaður: Varaformaður: Meðstjórnandi Gjaldkeri: Ritari: Varamaður: Varamaður:

Haraldur F. Gíslason Fjóla Þorvaldsdóttir Hanna Berglind Jónsdóttir Hallgerður Gunnarsdóttir Dýrleif Skjóldal Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir Laufey Heimisdóttir

Félagi leikskólakennara/KÍ Furugrund, Kópavogi Síðuseli, Akureyri Grandaborg, Reykjavík Álfaborg, Svalbarðsströnd Akraseli, Akranesi Óskalandi, Hveragerði

Á árinu hélt stjórn 8 hefðbundna stjórnarfundi auk tveggja samráðsfunda með formönnum svæðadeilda. Stjórnir FL og FSL héldu tvo sameiginlega fundi á árinu.

FULLTRÚAR FL Í STJÓRN OG NEFNDUM KÍ Í stjórn KÍ sitja Haraldur F. Gíslason og Hanna Berglind Jónsdóttir. Varamenn eru Fjóla Þorvaldsdóttir og Hallgerður Gunnarsdóttir. Í kjararáði sitja Haraldur F. Gíslason og Hulda Þorbjörg Stefánsdóttir. Eydís Eyþórsdóttir og Helga C. Reynisdóttir eru fulltrúar í stjórn orlofssjóðs KÍ og Guðbjörg Harpa Ingimundardóttir situr í framkvæmdastjórn skólamálaráðs og er einnig í stjórn vinnudeilusjóðs. Lóa Björk Hallsdóttir er í kjörstjórn KÍ. Skoðunarmaður reikninga KÍ er Heiður Þorsteinsdóttir. Gunnur Árnadóttir er í útgáfustjórn KÍ. Egill Óskarsson er í jafnréttisnefnd og Anna Metta Norðdahl er í siðaráði KÍ.

ÁRSFUNDUR Ársfundur Félags leikskólakennara var haldinn á Grand Hóteli í Reykjavík 12. mars. Á fundinum var fyrir utan hefðbundin ársfundarstörf fjallað um, kjaramál, skólamál og samþykkt að stofna nefnd sem hefur að markmiði fjölgun karlkennara í kennslu ungra barna.

SAMRÁÐSFUNDIR – FORMANNAFUNDIR Haldnir voru tveir samráðsfundir á árinu í Reykjavík, 17. janúar og 12. og 13. september á Sauðárkróki. Hefð er fyrir því að svæðadeildirnar skipti á milli sín að halda samráðsfundinn að hausti og í ár var röðin komin að 5. svæðadeild. Á haustfundinum var fjallað um hlutverk svæðadeilda, farið var ítarlega yfir stöðu samningamála við HÍ og HA vegna vettvangsnáms. Undirbúningur vegna kjarasamninga 2014 ræddur. Að síðustu sögðu formenn deilda frá deildarstarfinu. Á fundinum var einnig rætt um innhald trúnaðarmannanámskeiða ársins. Á fundinum 17. janúar var fjallað um karla í kennslu yngri barna, könnun á þörf á undirbúningstíma, Vinnudeilusjóð KÍ og stöðu lögverndunar starfsheitisins leikskólakennari.

5


FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA ÁRSSKÝRSLA 2013

DEILDARFUNDIR Í SVÆÐADEILDUM Haldnir voru 10 deildarfundir um kjaramál á tímabilinu október til desember. Fjallað var um kjarasamninga 2014 sem og vísbendingar um laun, launaþróun og launavæntingar. Eins var kallað eftir hugmyndum og áherslum félagsmanna fyrir næstu kjarasamninga.

TRÚNAÐARMANNANÁMSKEIÐ Haldin voru fimm trúnaðarmannanámskeið frá 4. október – 16. október. Hefðbundið nýliðanámskeið var haldið þar sem farið var yfir skipulag og þjónustu KÍ, hlutverk, ábyrgð og réttindi trúnaðarmanna. Kynning var á sjóðum KÍ og farið var yfir hefðbundið ferli kjarasamninga. Á námskeiðunum sem haldin voru fyrir alla trúnaðarmenn var fjallað um stöðu samningamála við HÍ og HA vegna vettvangsnáms og kjarasamninga 2014. Eins flutti Þorsteinn Joð Vilhjálmsson fyrirlestur um frumkvæði í starfi.

SAMRÁÐSNEFND UM LEIK- OG GRUNNSKÓLA Fulltrúi FL í Samráðsnefnd um leik- og grunnskóla er Haraldur F. Gíslason og Fjóla Þorvaldsdóttir er varamaður hans. Nefndin hélt tvo fundi á árinu þar sem meðal annars var rætt um eflingu leikskólastigsins, stöðu kennaramenntunar, þróun á innra og ytra mati í leikog grunnskólum, úttekt á framkvæmd sérfræðiþjónustu sveitarfélaga í leik- og grunnskólum og fleira.

ÚTGÁFUMÁL Meginútgáfa FL er sameiginleg með öðrum aðildarfélögum Kennarasambands Íslands. Greinar um fagmál og kjaramál félagsins birtust í Skólavörðunni og fjögurra síðna sérblaði sem gefið var út af KÍ og dreift með Fréttablaðinu. Fréttir og upplýsingar um ráðstefnur o.fl. voru birtar í Eplinu fréttabréfi KÍ og á vef KÍ/FL. Stefnt er að taka í notkun nýjan vef KÍ á árinu 2014

SAMSTARF FL OG FSL Skólamálanefnd, kynningarnefnd og stjórn Vísindasjóðs eru sameiginlegar og samkvæmt lögum FSL og FL eiga stjórnir félaganna að funda saman að lágmarki tvisvar á ári. Fyrri fundurinn var haldinn 6. júní 2013 og seinni fundurinn 5. desember 2013. 6. JÚNÍ 2013 Á fundinum var meðal annars rætt um eflingu leikskólastigsins, samningamál FL við HÍ og HA vegna vettvangsnáms og framtíðarsýn FL, FSL og SNS 5. DESEMBER 2013 Á fundinum var rætt um hvar öryggismörk liggja þegar tímabundin mannekla er í leikskólum.

6


FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA ÁRSSKÝRSLA 2013

Kynnt var skólaskýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga og farið var yfir stærð barnahópa og fermetrafjölda í tengslum við lög og reglugerðir. Einnig var farið í undirbúningsvinnu vegna framtíðarsýnar FL, FSL og SNS.

SAMEIGINLEG FRAMTÍÐARSÝN Bæði félög gerðu bókun í kjarasamningum 2011 um að gera sameiginlega framtíðarsýn. Búið er að gera samning við Capacent til að stýra verkinu og stefnt er á að halda 8 fundi í samvinnu við svæðadeildir FL og FSL á vordögum 2014.

EFLING LEIKSKÓLASTIGSINS Unnið hefur verið markvisst á árinu að öflugu kynningarátaki sem á að miðast við innritun í leikskólafræði vorið 2014. Ákveðið hefur verið að setja á fót virka heimasíðu sem svarar öllum þeim spurningum sem einstaklingur sem hefur áhuga á leikskólafæði þarf að vita. Einnig er áætlað að ráðast í auglýsingaherferð með það að markmiði að vekja áhuga og beina fólki inn á áðurnefnda heimasíðu. Áætlaður kostnaður kynningarátaks mun vera 12 milljónir. Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að leggja 6 miljónir í verkefnið, FL 1.5 milljónir og FSL um 500 þúsund.

VÍSINDASJÓÐUR Bæði félög bókuðu um það í kjarasamningi 2011 að endurskoða fyrirkomulag vísindasjóðs með það að markmiði að símenntun félagsmanna FL og FSL styðji sem best við framþróun í leikskólastarfi. FL og FSL óskuðu eftir upplýsingum um nýtingu sjóðsins frá stjórn Vísindasjóðs. Sameiginleg vinna með Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefur ekki hafist.

SAMSTARF VIÐ MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTI Áhersluatriði FL og síðar einnig FSL hafa verið þau sömu og hafa formenn heimsótt ráðherra og fylgt þeim eftir. Áhersluatriðin eru: 

Mikilvægi þess að lagfæra annmarka í lögum um menntun og ráðningu, en það snýr að því hvort má eða má ekki fastráða leiðbeinendur innan 2/3 hlutans eftir tveggja ára tímabundna ráðningu. Enn er ekki komin niðurstaða í þetta mál þó að ráðherra hafi lýst sig sammála um að það sé þversögn í lögunum sem verður að laga.

Mikilvægi þess að standa vörð um að menntunarkröfur leikskólakennara séu sambærilegar og annarra kennara.

7


FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA ÁRSSKÝRSLA 2013

Mikilvægi þess að fara saman í átak til þess að fjölga leikskólakennurum með því að vekja athygli á menntun og starfi og gera starfið eftirsóknarvert.

NORRÆNT SAMSTARF Sem aðildarfélag KÍ er FL aðili að Norrænum samtökum kennara; Nordiske lærerorganisationers samråd (NLS). Í samtökunum eru ríflega 600.000 kennarar. FL á tvo fulltrúa í stjórn leikskóladeildar NLS, þær Fjólu Þorvaldsdóttur varaformann og Sveinlaugu Sigurðardóttur fulltrúa skólamálanefndar. Aðalskrifstofa NLS er í Finnlandi, en löndin skiptast á um að sinna formennsku, fundahöldum og fleiru. Framkvæmdastjóri NLS er Anders Rusk. Haldinn var einn fundur í leikskóladeild í Kaupmannahöfn 23. og 24. maí 2013, en Danir báru ábyrgð á fundahaldi ársins. Á fundinum fór fram umræða um „Ny nordisk skole“ (Nýja norræna skólann), en það var þema samstarfsins árið 2013. Þó nokkrar umræður áttu sér stað um ýmis málefni sem tengjast leikskólum. m.a. hugmyndafræði þeirra, virðingu fyrir leikskólanum í samfélaginu, virðingu fyrir leiknum sem námsleið, viðhorfum ráðamanna, menntun leikskólakennara, starfslýsingar, foreldrasamstarf, mat á skólastarfi, sérþarfir barna, námskrár, kröfur o.fl. Hægt er að lesa nánar um fundinn á heimasíðu FL.

ANNAÐ ERLENT SAMSTARF Formaður FL Haraldur F. Gíslason var fulltrúi félagsins á ECCERA 2013 sem haldinn var í Tallin í september. Ráðstefnan fjallaði um fjölgun karlmanna í kennslu yngri barna. Einnig var Haraldur fulltrúi FL á fundi samstarfsnefndar norrænu kennarasamtakanna í Nýborg. KÍ er aðili að Education International (EI) sem eru alþjóðasamtök kennara og telja félagar um 30 milljónir. EI er málsvari þeirra sem starfa við menntastofnanir hvarvetna í heiminum hvort heldur þeir eru kennarar eða aðrir starfsmenn menntastofnana á öllum skólastigum.

SAMSTARFSNEFND UM SÍMENNTUN/FAGRÁÐ Í framhaldi af skýrslu undirbúningshóps að stofnun samstarfsnefndar um símenntun kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum var mynduð samstarfsnefnd um símenntun. Fulltrúar KÍ í nefndinni eru Haraldur F. Gíslason fyrir FL, Elna Katrín Jónsdóttir fyrir FF. Elna er einnig fulltrúi KÍ í stýrihópi, Guðbjörg Ragnarsdóttir fyrir FG, Svanhildur María Óskarsdóttir fyrir SÍ og Sigrún Grendal fyrir FT. Hlutverk og markmið Menntamálaráðherra stofnaði fagráð út frá tillögum nefndarinnar. Í fagráðinu eiga sæti allir hagsmunaaðilar.

8


FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA ÁRSSKÝRSLA 2013

Fagráðið er sameiginlegur vettvangur hagsmunaaðila sem greinir þarfir skólasamfélagsins, miðlar upplýsingum og setur fram hugmyndir um stefnu varðandi símenntun/starfsþróun kennara. Fagráð tryggir að hagsmunaðilar hafi samráð um áherslur í símenntun/starfsþróun kennarastéttarinnar. Ráðið verður leiðandi í umræðu um þróun og stefnumótun um símenntun/starfsþróun og setur fram stefnu sína og hugmyndir að nýjum áherslum og leiðum. Ráðið leitar upplýsinga um helstu strauma og stefnur varðandi símenntun/starfsþróun sem víðast og miðlar upplýsingum um það til skólasamfélagsins til dæmis á ráðstefnum, fræðslufundum og málþingum. Fagráð aflar upplýsinga um þörf fyrir símenntun til dæmis með samræðu hagsmunaaðila og miðlar framboði á símenntun/starfsþróun kennara á upplýsingaveitu. Á vegum fagráðs geta vinnuhópar starfað að ákveðnum málefnum. Ráðið getur tengst sambærilegum aðilum erlendis sem vinna að svipuðum málefnum. Auglýst hefur verið eftir starfsmanni til að halda utan um verkefni fagráðsins.

9


FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA ÁRSSKÝRSLA 2013

3. KAFLI: SAMNINGANEFND Í SAMNINGANEFND ERU AUK STJÓRNAR FL Heiðar Örn Kristjánsson, Hamravöllum Hafnarfirði Helga Charlotte Reynisdóttir, Leikskóla Seltjarnarness Seltjarnarnesi Hulda Þorbjörg Stefánsdóttir, Klömbrum Reykjavík Torfhildur Sigurðardóttir, Núpi Kópavogi Jóna Rósa Stefánsdóttir, Hæðarbóli Garðabæ

FUNDIR Samninganefnd hélt 5 fundi á árinu. Á fundunum var fjallað um ýmis mál sem tengjast beint og óbeint kjaramálum félagsins. Samninganefnd hélt meðal annars tveggja daga vinnufund á Flúðum í mars þar sem unnið var markvisst að undirbúningi kjarasamninga 2014. Haldnir voru kjarafundir í öllum svæðadeildum þar sem kallað var eftir hugmyndum og áherslum félagsmanna. Þórdís Guðný Magnúsdóttir og Svanhildur Dóra Björgvinsdóttir breyttu um starfsvettvang á árinu og létu því af störfum í samninganefnd. Jóna Rósa Stefánsdóttir tók því sæti sem aðalmaður.

KJARARÁÐ KÍ Kjararáð KÍ saman stendur af fulltrúum allra aðildarfélaga sambandsins og er formaður ráðsins formaður KÍ. Fulltrúar FL í kjararáði eru Haraldur F. Gíslason og Hulda Þorbjörg Stefánsdóttir. Kjararáð hélt einn fund á árinu. Á kjararáðsfundum eru tekin fyrir ýmis málefni er tengjast kjaramálum. Aðildarfélögin flytja einnig fréttir af kjaramálum sem tengjast félögunum.

SAMSTARFSNEFND FL OG SNS Hlutverk nefndarinnar er að fjalla um mál er upp koma á milli samninga og koma á sáttum í ágreiningsmálum sem kunna að rísa vegna kjarasamnings. Nefndin hefur einnig það hlutverk að vinna úr bókunum. Samstarfsnefnd hélt fimm fundi á árinu. Fulltrúar FL í samstarfsnefnd eru Haraldur F. Gíslason, Fjóla Þorvaldsdóttir og Torfhildur Sigurðardóttir.

SAMSTARFSNEFND UM LAUNAUPPLÝSINGAR OG EFNAHAGSFORSENDUR KJARASAMNINGA (SALEK) Í júní 2013 var stofnuð að norrænni fyrirmynd samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga (SALEK). Stofnendur voru stærstu aðilar á íslenskum vinnumarkaði, KÍ, BHM, BSRB, ASÍ, SA, fjármála- og efnahagsráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Markmiðið með starfi nefndarinnar er að bæta þekkingu og vinnubrögð við undirbúning kjarasamninga og auka skilvirkni við gerð þeirra. Nefndin stofnaði tvo vinnuhópa; annan um launaupplýsingar, hinn um efnahagsforsendur

10


FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA ÁRSSKÝRSLA 2013

kjarasamninganna 2013/2014. Hagfræðingur KÍ tók þátt í störfum beggja vinnuhópanna og leiddi vinnu hópsins um launupplýsingar. Rit með áliti vinnuhópanna, Í aðdraganda kjarasamninga, efnahagsumhverfi og launaþróun, kom út í október. Ákveðið hefur verið að framhald verði á þessari vinnu næstu árin.

VINNA VEGNA BÓKUNNAR 5 Í KJARASAMNINGI FL Bókun 5 hljóðar svo: Samningsaðilar eru sammála um samstarfsnefnd aðila óski eftir því við Vinnueftirlit ríkisins að gerð verði úttekt á vinnuaðstæðum í leikskólum, sérstaklega með tilliti til hljóðvistar og vinnuaðstæðna barna og fullorðinna, þ.m.t. vegna sérkennslu. Í góðri samvinnu við Klöru E. Finnbogadóttur sérfræðing hjá Skólamáladeild Sambandsins hefur Fjóla Þorvaldsdóttir varaformaður ásamt Hafdísi Guðmundsdóttur þjónustufulltrúa, Dr.Valdísi Jónsdóttur og Guðbjörgu Ragnarsdóttur varaformanni FG unnið s.l. tvö ár að því að vekja athygli á hávaða í skólum. Haldnar hafa verið ráðstefnur, málstofur, fjöldi samstarfsfunda við ýmsa aðila í samfélaginu, útbúið fræðsluefni, myndband og væntanlegur er myndarlegur leiðbeiningabæklingur fyrir skóla um það hvernig hægt er að draga úr hávaða í skólum og gæta að rödd kennarans. Vakin hefur verið athygli á nauðsyn þess að vernda rödd kennarans með ýmsum hætti m.a. á Degi raddarinnar 16. apríl ár hvert.

11


FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA ÁRSSKÝRSLA 2013

4. KAFLI SKÓLAMÁLANEFND FL og FSL Í SKÓLAMÁLANEFND ERU: FSL: Hulda Jóhannsdóttir formaður, Króki Grindavík. FL: Guðbjörg Harpa Ingimundardóttir, varaformaður, Geislabaugi Reykjavík. FL: Sigríður Fossdal ritari, Tröllaborgum Akureyri. FSL: Anna Ragna Árnadóttir meðstjórnandi, Krógabóli Akureyri. FL: Sveinlaug Sigurðardóttir meðstjórnandi, Ökrum Garðabæ Tengiliðir við stjórnir FL og FSL FSL: Sigrún Sigurðardóttir FSL. FL: Fjóla Þorvaldsdóttir FL.

BREYTINGAR Í NEFNDINNI Á haustdögum var ákveðið að varaformenn stjórna FL og FSL myndu sitja fundi nefndarinnar til að efla samtal og samstarf þeirra á milli.

FUNDIR Níu fundir voru haldnir í skólamálanefnd á árinu. Formaður og varaformaður sóttu fundi í framkvæmdastjórn skólamálaráðs KÍ sem sameiginleg rödd leikskólastigsins, samráðsfundi stjórna FL og FSL undir yfirstkriftinni „Tvö félög - ein rödd“ og ýmsa aðra fundi sem fjölluðu um skólamál og eru skipulaðir af KÍ. Fulltrúar í skólamálanefnd sóttu tvo fundi skólamálaráðs á árinu.

NEFNDARSTÖRF 

Meðal málefna sem nefndin tók fyrir voru hávaðamengun, handleiðsla kennara og stjórnenda og aðgengi þeirra að henni, nýtt leikskólakennaranám, undirbúningstímar kennara, endurskoðun starfslýsinga, framtíðarsýn leikskólans, starfsþróun, heildtæka skólastefnu ásamt fleiri dægurmálum. Einnig hefur nefndin fylgst með og/eða tekið þátt í hinum ýmsu nefndum og starfshópum á vegum KÍ með ýmsum hætti s.s. með þátttöku nefndarmanna og samræðum á skólanefndarfundum. Helstu málefni hafa verið efling leikskólastigsins, fjölgun karlmanna í stéttinni, starfsþróun og símenntun og vettvangsnám.

Nefndin hélt málþingið „Kennarar á tímamótum“ 28. febrúar í Háskóla Íslands í samstarfi við Rannung, sem tókst í alla staði frábærlega. Í undirbúningsnefnd voru Hulda Jóhannsdóttir og Sveinlaug Sigurðardóttir frá skólamálanefnd, Jóhanna Einarsdóttir og Ásdís Olga Sigurðardóttir frá Rannung. Almenn ánægja var með

12


FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA ÁRSSKÝRSLA 2013

fyrirlesara, fyrirkomulag og framkvæmd málþingsins. Rætt var um mikilvægi þess að halda umræðunni á lofti með líðan og hagsmuni leikskólakennara í huga. 

Sveinlaug Sigurðardóttir var fulltrúi nefndarinnar í leikskóladeild Norrænu kennarasamtakanna (NLS) og Hulda Jóhannsdóttir sótti fund stjórnenda í sömu samtökum.

SKÓLAMÁLARÁÐ Formenn skólamálanefnda allra aðildarfélaga innan KÍ mynda framkvæmdastjórn Skólamálaráðs KÍ. Í tilfelli skólamálanefndar leikskólastigsins sitja bæði formaður og varaformaður skólamálanefndar í framkvæmdastjórn. Níu fundir voru haldnir í framkvæmdastjórninni og tveir fundir í sameinuðu skólamálaráði allra aðildarfélaga innan KÍ. Tiltekin málefni hafa verið sett í brennidepil og þau rædd í öllum nefndunum með það fyrir augum að móta, kynna og framkvæma eftir föngum stefnu KÍ.

13


FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA ÁRSSKÝRSLA 2013

5. KAFLI: KYNNINGARNEFND Kynningarnefnd er sameiginleg nefnd FL og FSL. Nefndin hittist á haustdögum og ákvað að veita aftur Orðsporið eins og gert hafi verið á Degi leikskólans þá um vorið. Torfhildur Sigurðardóttir sagði af sér formennsku í nefndinni og tók Katrín Lilja Ævarsdóttir þá við. Í október 2013 óskaði Kynningarnefnd eftir tilnefningum vegna Orðsporsins 2014 en félagsmenn í báðum félögum sem gátu sent inn tilnefningar og bárust alls 28. Í lok janúar 2014 hittist þeir sem tilnefndir voru í dómnefnd og fóru yfir tilnefningarnar. Í nefndinni voru formaður Kynningarnefndar Katrín Lilja Ævarsdóttir, formaður FL Haraldur F. Gíslason, formaður FSL Ingibjörg Kristleifsdóttir, fulltrúi SÍS Klara E. Finnbogadóttir og Hrefna Sigurjónsdóttir frá Heimili og skóla. Fulltrúar Skólamálanefndar FL og FSL og mennta- og menningarmálaráðuneytisins mættu ekki til fundar. Völdu þessir aðilar þann sem hlaut Orðsporið 2014 en það var verkefnið Okkar mál og er meginmarkmið verkefnisins að auka samstarf skóla í Fellahverfi og stofnana í Breiðholti með það að leiðarljósi að efla félagslegan jöfnuð, námsárangur og vellíðan barna í hverfinu. Fékk Kynningarnefnd Jón Gnarr borgarstjóra til að veita Orðsporið. Styrkti mennta- og menningarmálaráðuneytið nefndina fyrir útlögðum kostnaði. Nefndin hittist aftur í mars og fór yfir stöðu mála, hvaða fór vel og hvað mætti gera betur. Viðurkenningin fékk meiri umfjöllun í ár en á síðasta ári og var t.d viðtal við tvo fulltrúa „Okkar máls“ í viðtali hjá Síðdegisútvarp RÚV þann sama dag.

14


FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA ÁRSSKÝRSLA 2013

6. KAFLI: VÍSINDASJÓÐUR Stjórn sjóðsins skipa Anna Kristmundsdóttir formaður frá FL, Heiðbjört Gunnólfsdóttir frá FSL og Gunnar Eydal og Lúðvík Hjalti Jónsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Starfsmenn sjóðsins eru Sigrún Harðardóttir og María Norðdahl. Þröstur Brynjarsson þjónustufulltrúi KÍ situr fundi stjórnar sjóðsins, undirbýr þá og vinnur úr erindum. Sjóðurinn skiptist í 3. deildir:  A-deild: Almennir styrkir og styrkir til kynnisferða skóla.  B-deild: Styrkir til framhaldsnáms.  C-deild: Þróunarstyrkir og styrkir til námskeiðs- og ráðstefnuhalds. Árið 2013 veitti sjóðurinn styrki fyrir samtals kr. sem skiptust þannig: 2013

Vísindasjóður FL og FSL

Afgreidd

Einstaklingsstyrkur

1.764 89.175.971

Ferðastyrkur v. ECTS ein innanlands

33

690.000

Loknar ECTS ein í framhaldsnámi - Ísland

184

18.840.000

Loknar ECTS ein í framhaldsnámi erlendis

1

225.000

Skólaheimsókn/kynnisferð innan Evrópu

226

22.600.000

Skólaheimsókn/kynnisferð innanlands

94

2.376.656

Skólaheimsókn/kynnisferð utan Evrópu

132

17.130.000

Þróunarstyrkur - greiðslur

2

650.000

Þróunarstyrkur - umsókn

3

2.016.061

Samtals

2.439 153.703.688

15


FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA ÁRSSKÝRSLA 2013

7. KAFLI: SVÆÐADEILDIR 1. SVÆÐADEILD - REYKJAVÍK Fjöldi félaga:719 STJÓRN Formaður: Varaformaður: Gjaldkeri: Ritari: Meðstjórnandi: Varamaður:

Stella Marteinsdóttir, deildastjóri í leikskólanum Hofi. Andrea Sigurjónsdóttir, deildastjóri í leikskólanum Stakkaborg. Linda Björg Birgisdóttir, deildastjóri í leikskólanum Dvergasteini. Linda Ósk Sigurðardóttir, deildastjóri í leikskólanum Hlíð. Sigrún Unnur Einarsdóttir, deildastjóri í leikskólanum Furuskógi. Helga Ingimarsdóttir, leikskólakennari í leikskólanum Tjörn.

Andrea Sigurjónsdóttir varaformaður situr sem áheyrnafulltrúi fyrir starfsmenn í leikskólum í Skóla- og frístundaráði. Á árinu voru haldnir fimm stjórnarfundir, tveir samþjöppunarfundir, trúnaðarmannanámskeið, dansleikur fyrir félagsmenn og jólafundur trúnaðarmanna. „SAMÞJÖPPUNARFUNDIR“ Stjórn deildarinnar hefur haft áhyggjur vegna slælegrar þátttöku félagsmanna í störfum deildarinnar og var ákveðið að halda svo kallaða „Samþjöppun“ í hverju hverfi fyrir sig. Þannig vonaðist stjórnin til þess að hægt væri að auka virkni félagsmanna. Tveir síðustu fundirnir voru haldnir í Miðborg og Hlíðum 20. febrúar og í Vesturbænum 20. mars. Á þessum kvöldum hefur verið boðið uppá fræðslufyrirlestra og skemmtiefni. Þetta hafa verið mjög skemmtileg kvöld og á þeim hefur skapast góð stemning en því miður hefur mæting verið léleg. Stjórnin hefur ákveðið að þessir fundir verið ekki haldnir aftur vegna áhugaleysi félagsmanna. HAUSTFAGNAÐUR 1. DEILDAR Haldinn var haustfagnaður 27. september að Hlíðarenda í Vodafonehöllinni í samvinnu við meistaraflokk Valskvenna í handbolta. Öllu starfsfólki leikskóla á Íslandi var boðið að koma á ball. Mætingin í ár var ekki eins góð og í fyrra en ballið verður haldið á næsta ári. TRÚNAÐARMENN Árlegt trúnaðarmannanámskeið var haldið í Gerðubergi 15. október og var fræðandi og skemmtilegt. Fjallað var m.a. um kjarasamning FL og Sambands ísl. sveitarfélaga og trúnaðarmenn gátu komið með hvað það er sem þeir vilja að verði lögð áhersla á í komandi kjarasamningum. Jólamorgunmatur trúnaðarmanna var haldinn 29. nóvember í safnaðarheimili Fríkirkjunnar, Léttsveit Reykjavíkur kom og söng nokkur lög. 16


FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA ÁRSSKÝRSLA 2013

ANNAÐ SEM GERT VAR Á ÁRINU Stella Marteinsdóttir formaður sat samráðsfundi 17. janúar í Reykjavík og 12.-13. september á Sauðárkróki. Kjarafundur var haldinn í Breiðfirðingabúð 28. október.

17


FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA ÁRSSKÝRSLA 2013

2. SVÆÐADEILD - KÓPAVOGUR, GARÐABÆR, MOSFELLSBÆR,SELTJARNARNES, HAFNARFJÖRÐUR, ÁLFTANES OG KJÓS Fjöldi félaga: 733 STJÓRN Formaður: Varaformaður og ritari: Gjaldkeri: Meðstjórnandi:

Sigríður Jónsdóttir. Egill Óskarsson. Guðrún Helga Kristjánsdóttir Ragnhildur Ólafsdóttir

STJÓRNARFUNDIR Haldnir voru tveir stjórnarfundir 30. janúar og 19. september. SAMRÁÐSFUNDIR FL Samráðsfundur var haldinn í janúar í Kennarahúsinu í Reykjavík. 12. og 13. september 2012 var haldinn samráðsfundur á Sauðárkróki. Þar var fjallað um hvað væri framundan hjá KÍ, kjaramál og trúnaðarmannanámskeið. Skoðaður var leikskóli bæjarins. Farið var í óvissuferð um bæinn þar sem margt var skoðað. TRÚNAÐARMANNANÁMSKEIÐ Trúnaðarmannanámskeið 2. og 3. deildar var haldið í Íþróttamiðstöðinni að Jaðarbökkum Akranesi. KJARAMÁLAFUNDUR Kjarafundur var haldinn í Hofsstaðaskóla í Garðabæ 28. október 2013. MENNINGARFERÐ Menningarferð FL og FSL var haldin þann 8. nóvember 2013. Seltjarnarnes var heimótt. Þar var vel tekið á móti félagsmönnum í Valhúsaskóla. Eftir það var haldið til veislu á Hótel Sögu í Reykjavík. Fjölmenn og skemmtileg ferð eins og ávallt.

18


FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA ÁRSSKÝRSLA 2013

3. SVÆÐADEILD - VESTURLAND Fjöldi félaga: 124 STJÓRN Anna Helga Sigfúsdóttir, formaður. Kolbrún Hlíf Gunnarsdóttir, gjaldkeri. Valdís Sigurðardóttir, ritari. Þórhildur Ýr Jóhannesdóttir, varamaður. Í maí urðu stjórnarskipti og í stað Ingu Rutar og Önnu komu Valdís Sigurðardóttir og Kolbrún Hlíf Guðmundsdóttir og Þórhildur Ýr Jóhannesdóttir tók við formennsku. Í ágúst urðu aftur stjórnarskipti þegar Anna Helga Sigfúsdóttir kom í stjórn og tók við formennsku af Þórhildi Ýr Jóhannesdóttur. Í september var stofnuð Fésbókarsíða 3. deildar. Á síðunni eru viðburðir auglýstir og umræður eru milli félaga. Þann 14.október var trúnaðarmannanámskeið haldið í samvinnu við 2. deild á Akranesi. Haraldur F. Gíslason fræddi fundarmenn um kjaramál og komandi kjarasamningsvinnu. Fleiri mál tengd félaginu og leikskólastarfi. Eftir hádegismat kom Þorsteinn J. Vilhjálmsson og fjallaði um starfsgleði og ástríðu í starfi. Frá 3. deild komu 6 félagar og 34 frá 2. deild. Skipuð var kjörstjórn vegna kosninga í nýja stjórn 3. deildar á árinu 2014 og sitja í kjörstjórn Sæunn Ósk Kjartansdóttir Uglukletti, Ástríður Guðmundsdóttir Andabæ og Svanhildur Margrét Ólafsdóttir, Klettaborg. Á stjórnarfundi í nóvember var ákveðið að kaupa litla jólagjöf handa trúnaðarmönnum í deildinni til að þakka þeim vel unnin störf á árinu. Gjafirnar voru svo afhentar í desember og vöktu þær gleði hjá trúnaðarmönnum.

19


FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA ÁRSSKÝRSLA 2013

4. SVÆÐADEILD - VESTFIRÐIR, UTAN A-BARÐASTRANDARSÝSLU OG STRANDABYGGÐAR Fjöldi félaga: 41 STJÓRN Kolbrún Fjóla Arnarsdóttir, formaður. Arna Ýr Kristinsdóttir, gjaldkeri. Jóhanna Ása Einarsdóttir, ritari. Ný stjórn tók við í ágúst og hana skipa: Kolbrún Fjóla Arnarsdóttir formaður, Arna Ýr Kristinsdóttir gjaldkeri og Jóhanna Ása Einarsdóttir ritari. Að hausti hélt stjórnin þrjá stjórnarfundi og notaði þá til að koma sér inn í störfin og ná áttum. Í október var haldinn haustfagnaður. Tveir aðilar komu frá Félagi leikskólakennara og kynntu stöðuna í kjaramálum og fleira, fundurinn var haldin á Hótel Ísafirði og var vel sóttur. Í desember var haldið smurbrauðskvöld á Hótel Ísafirði, þar sem félagsmenn hittust og áttu notalega stund saman.

20


FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA ÁRSSKÝRSLA 2013

5. SVÆÐADEILD - NORÐURLAND VESTRA AÐ FJALLABYGGÐ ÁSAMT STRANDABYGGÐ Fjöldi félaga: 55 STJÓRN Ragna Fanney Gunnarsdóttir, formaður. Eyrún Berta Guðmundsdóttir, gjaldkeri. Elín Berglind Guðmundardóttir, ritari. Kolbrún Jónsdóttir, varamaður. Sesselja Guðmundsdóttir, varamaður. STJÓRNARFUNDIR Stjórnarfundir voru sex. Rætt var m.a um fjárhagsáætlun, vordeildarfund, skipulagningu, frágang haustþings, og skipulagningu trúnaðarmannanámskeiðs. DEILDARFUNDIR Sameiginlegur vordeildarfundur 5. deildar FL og FSL þann 7. júní 2013 í leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga. Fimmtán félagsmenn mættu. Stjórnin keypti sumarblóm handa félagsmönnum. Umræður um kjaramál o.fl. Eftir fundinn skoðuðu félagsmenn Grettisból á Laugarbakka sem var reist til heiðurs kappanum Gretti sterka. Dagurinn endaði á sameiginlegum kvöldverði á Gauksmýri í boði 5. deildar og komu allir skólar með skemmtiatriði. ÁRSFUNDUR FL Ritari 5 deildar mætti fyrir hönd deildarinnar á ársfund FL 2013 12. apríl á Grand Hótel Reykjavík. SAMRÁÐSFUNDIR FORMANNA OG STJÓRNAR FL Samráðsfundir formanna og stjórnar FL voru tveir á árinu. Fyrsti fundurinn var 17. janúar í Reykjavík og seinni fundurinn var 12.-13. september á Sauðárkróki. Á fundunum voru ýmiss málefni rædd, t.d. kjaramál og hvað væri á döfinni á árinu. Svæðadeildir kynntu starfið í deildunum. Leikskólann Ársalir var heimsóttur. Leikskólinn er 9 deilda leikskóli með tvær starfsstöðvar. Einnig var minjasafnið heimsótt. AÐ STANDA MEÐ KENNURUM - FRÆÐSLUFUNDIR KÍ FEBRÚAR 2013 Fundurinn var haldinn á Sauðárkróki miðvikudaginn 27. febrúar, kl. 17:15 - 19:15. HAUSTÞING Haustþingið var að þessu sinni haldið á Akureyri í Íþróttahöllinni, Brekkuskóla og Menntaskólanum þann 4. október.

21


FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA ÁRSSKÝRSLA 2013

Í boði voru hinar ýmsu málstofur og tveir fyrirlestrar. Ráðstefnan er samstarfsverkefni SÍMEY, Akureyrarbæjar, BKNE, MA, VMA, Skólastjórafélagsins, Félags stjórnenda leikskóla, Skólaþróunarsviðs kennsludeildar HA og 6. deildar Félags leikskólakennara. Ráðstefnan var ætluð starfsfólki í skólum og aðilum framhaldsfræðslunnar. Ráðstefnustjóri var Jón Már Héðinsson. TRÚNAÐARMANNANÁMSKEIÐ Námskeið fyrir 5., 6. og 7. deild var haldið á Akureyri 11. október. Haraldur F. Gíslason formaður FL kom og ræddi við okkur og fór m.a yfir kjaramál. Þorsteinn J. Vilhjálmsson kom og hélt fyrir fyrirlestur. Í fyrirlestrinum ræddi hann um frumkvæði og lagðir út frá spurningunum: Hvað get ég gert betur í mínum aðstæðum eins og þær eru? Hverju get ég breytt og hvað get ég lagt að mörkum? ALMENNIR KJARAFUNDIR VEGNA UNDIRBÚNINGS KJARASAMNINGA 2014 Félag leikskólakennara boðaði til almennra kjarafunda sem lið í undirbúningi fyrir kjarasamninga 2014. Fundurinn í 5. deild var haldinn 22. október á Mælifelli, Sauðárkróki, kl. 17:15. KÍ TIL FORYSTU 14. NÓVEMBER 2013 Á SAUÐÁRKRÓKI Haraldur F. Gíslason formaður Félags leikskólakennara og Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður Félags framhaldsskólakennara komu og stýrðu umræðum og voru með fyrirlestra. Þeir sem mættu voru trúnaðar- og stjórnarmenn frá öllum skólastigum. Það er mikilvægt að kennarar ræði saman þvert á skólastig því það ýtir undir skilning og virðingu á störfum hvers annars.

22


FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA ÁRSSKÝRSLA 2013

6. SVÆÐADEILD FL - NORÐURLAND EYSTRA Fjöldi félaga: 261 STJÓRN Helga María Þórarinsdóttir, formaður. Svanhildur D. Björgvinsdóttir, meðstjórnandi og gjaldkeri. Lét af störfum í ágúst 2013. Aðalheiður Hreiðarsdóttir meðstjórnandi, ritari og gjaldkeri frá september 2013. STJÓRNARFUNDIR Stjórnin hélt 5 fundi á árinu 2013. Á stjórnarfundum var verið að undirbúa og skipuleggja ýmislegt, svo og ræða kjör, aðbúnað og aðstæður í leikskólastarfi. Í byrjun árs þá vann stjórnin ársskýrslu, fjárhags- og starfsáætlun. Þá undirbjuggu stjórnarmenn trúnaðarmannafundi svo og uppákomur, sumt í samstarfi við 6. deildarstjórn FSL. Stjórnin var í ágætu tölvuog símasambandi við félagsmenn, sérstaklega trúnaðarmenn. Einnig leitaðist stjórn 6. deildar við að setja fréttir og fundi inná netið, svo og að fylgjast vel með leikskólamálum. HELSTU UPPÁKOMUR OG FUNDIR Á ÁRINU Fundir með stjórn FL og formönnum svæðadeilda í janúar, apríl og september. Í janúar og september fór formaður 6. deildar á fundi til skrafs og ráðagerða með formönnum svæðadeilda og stjórn FL. Fyrri samráðsfundurinn var í Reykjavík og sá seinni á Sauðarkróki. Einnig var ársfundur FL í apríl þar sem farið var yfir skýrslu stjórnar, starfsáætlun og hlýtt á áhugaverða fyrirlestra um leikskólamál. Dagur leikskólans 6. febrúar Í febrúar tók deildin þátt í að gera Dag leikskólans sýnilegan, meðal annars með því að pósta á fjölmiðla hvað leikskólar á svæðinu gerðu til að halda uppá daginn. Deildin fékk leikskólakennara til að skrifa í svæðisblaðið Vikudag - „Utan girðingar“ hét greinin eftir Sonju Kro, deildarstjóra í leikskólanum Krógabóli, Akureyri. Trúnaðarmannaspjall 25. febrúar Trúnaðarmenn á svæðinu mætu á léttan og fróðlegan fund í febrúar. Hildur Eir Bolladóttir var með stutt erindi og svo var nægur tími til að spjalla. Hildur ræddi um starfsánægju þar sem hún meðal annars ræddi um að skapandi hugsun væri forsenda starfsánægju. Einnig ræddi hún um mikilvægi þess að viðhalda starfsgleðinni með því að gera eitthvað nýtt og taka að sér ögrandi verkefni. Hún ræddi einnig um að við þyrftum öll að orða vilja okkar og þrár skýrt. 18 kennarar mættu.

23


FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA ÁRSSKÝRSLA 2013

Bingó á Akureyri 26. mars Í mars mættu félagsmenn í árlegt páskabingó deildarinnar á Græna hattinn og skemmtu kennarar sér konunglega, alltaf fullkomin einbeitning og mikill keppnisandi á þessari samkomu félagsmanna FL og FSL. 40 kennarar mættu. Erindi á kosningafundi um skólamál 17. apríl Formaður 6. deildar hélt erindi um stöðu og horfur í málefnum leikskólastigsins í Menningarhúsinu Hofi fyrir alþingiskosningar. Erindi fluttu fulltrúar af öllum skólastigunum svo og fulltrúi Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar. Líflegar umræður sköpuðust á fundinum þrátt fyrir að mæting hafi verið dræm. Ráðstefna 4. október Formaður 6. deildar sat í undirbúningsnefnd fyrir stóra ráðsstefnu og vann á ráðstefnunni. Um 1400 manns mætti af öllum skólastigum. Tilgangur ráðstefnunnar var að tengja saman skólafólk af ólíkum skólastigum og stuðla að upplýsandi samræðu þeirra á milli, samfélaginu til heilla. Heiti ráðstefnunnar var "Lærdómssamfélagið, samstarf og samræða allra skólastiga". Ráðstefnan er haldin á vegum Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar, Akureyrarbæjar, aðildarfélaga KÍ á Norðurlandi, Miðstöðvar skólaþróunar HA, og framhaldsskólanna á Akureyri. Hópurinn hefur staðið að ráðstefnuhaldi á Akureyri um menntamál frá árinu 2006. Menningarferð 4. október Menningarferð kennara og stjórnenda var farin um Akureyri að þessu sinni. Leikskólinn Naustatjörn var heimsóttur svo og grunnskólinn Naustaskóli. Hópurinn var sammála um að kynningarnar á bæði leik- og grunnskólanum voru bæði fræðandi og skemmtilegar. Síðan fór hópurinn í keilukeppni í Keiluhöllinni. Að lokum borðaði hópurinn saman á Jaðri, sem er veitingastaður við gólfvöllinn á Akureyri. 60 kennarar mættu. Trúnaðarmannanámskeið 11. október Í október var haldið trúnaðarmannanámskeið fyrir trúnaðarmenn í 5. deild, 6. deild og 7. deild. Haraldur Gíslason formaður FL kom og ræddi við trúnaðarmannahópinn um félagsmál og fleira fyrir hádegið. Þorsteinn J. flutti síðan erindi eftir hádegið um frumkvæði - hvað get ég gert betur í mínum aðstæðum. 30 mættu á fundinn, þar af 18 kennarar frá 6. deild. Kjarafundur 21. október Haraldur Gíslason, Fjóla Þorvaldsdóttir og Oddur Jakobsson hagfræðingur KÍ komu norður yfir heiðar til að ræða við félagsmenn um launaþróun og kjaramál. 40 kennarar mættu.

24


FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA ÁRSSKÝRSLA 2013

KÍ til forystu 13. nóvember Stjórn 6. deildar mætti á góðan fund hjá KÍ á Hótel KEA ásamt trúnaðarmönnum allra skólastiga. Þetta var fræðslufundur fyrir þá sem sinna trúnaðarstörfum fyrir aðildarfélög KÍ. Dagur íslenskrar tungu 13. nóvember Haldið var upp á Dag íslenskrar tungu á Græna hattinum og það var mikið fjör. Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi hélt upp fjörinu að þessu sinni. 40 kennarar mættu. Að ári mun leikskólinn Krummakot halda utan um Dag íslenskrar tungu. Jólafréttablað Sent var út jólafréttablað til félagsmanna í byrjun desember.

25


FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA ÁRSSKÝRSLA 2013

7. SVÆÐADEILD - AUSTURLAND Fjöldi félaga: 90 STJÓRN Hjördís Ingvadóttir, formaður Þórey Birna Jónsdóttir, ritari Þórdís Benediktsdóttir, gjaldkeri Svandís Jónsdóttir og Madlena Petrova varamenn. STJÓRNARFUNDIR Sex stjórnarfundir voru haldnir, þann 14. febrúar, 4. apríl sem var einnig samráðsfundur trúnaðarmanna, 24. apríl, 28. maí, 27. ágúst, 18. september og 4. október. Auk stjórnarfunda voru töluverð samskipti á netinu þar sem ýmis mál voru leyst. Formaður fór á samráðsfund í janúar. DEILDARFUNDIR Félagar hittust á Seyðisfirði þann 3. maí í svokallaðri menningarferð og borðuðu saman og fóru á bíómyndina Jagten. Seinni deildar var þann 4. október þar sem boðið var upp á Ipad námsskeið sem Fjóla Þorvaldsdóttir sá um. FÉLAGSFUNDUR Þann 23. október var haldinn félagsfundur þar sem Haraldur Gíslason formaður FL, Fjóla Þorvaldsdóttir, varaformaður FL og Oddur Jakobsson hagfræðingur KÍ héldu fyrirlestra. Á fundinn mættu 20 félagsmenn. ANNAÐ Stjórn 7. deildar kom að skipulagningu trúnaðarmannanámskeiðs sem haldið var á Akureyri í október í samvinnu við Harald formann FL og Helgu formann 6. deildar. Námskeiðið var fyrir alla trúnaðarmenn og formenn svæðadeilda og mættu 6 trúnaðarmenn og formaður 7. deildar, þar af voru tveir nýliðar sem sóttu auk þess nýliðanámskeið í Reykjavík. Samráðsfundur trúnaðarmanna og stjórnar var haldinn 4. apríl á Egilsstöðum. Jólakveðja var send á félagsmenn, bréf var sent á alla bæjar- og sveitarstjóra í deildinni og leitað svara við því hvernig staðið væri að auglýsingum starfa. Hætt var við óvissuferð, blásin var af deildarhittingur sem halda átti á Vopnafirði í tilefni af degi íslenskrar tungu vegna ónægrar þátttöku.

26


FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA ÁRSSKÝRSLA 2013

8. SVÆÐADEILD - SUÐURLAND OG VESTMANNAEYJAR Fjöldi félaga: 171 STJÓRN Steinunn Hrefna Magnúsdóttir, formaður. Soffía Guðrún Kjartansdóttir, gjaldkeri. Þóranna M. Sigurbergsdóttir, ritari. STJÓRNARFUNDIR Stjórnarfundir voru alls 7. Á stjórnarfundum voru rædd málefni sem bárust deildinni og þau afgreidd í samræmi við inntak og tilefni í þágu deildarinnar og félagsins. SAMRÁÐSFUNDUR Í janúar var fundur formanna svæðadeilda haldinn í Kennarahúsi í Reykjavík og mætti Steinunn Hrefna Magnúsdóttir formaður á hann. AÐALFUNDUR Var haldinn í mars og var farið yfir árið og að starfið framundan. ANNAÐ 

6 febrúar var dagur leikskólans haldinn hátíðlegur. Frábær dagur um allt Suðurland.

Í mars héldu Suðurlandsdeildir FL, FSL og FG sameiginlegan fyrirlestur í Sunnulækjarskóla. Steinunn Inga Stefánsdóttir hélt erindi um liðsheild og hópefli.

Trúnaðarmannakaffi var haldið á Kaffi Krús á Selfossi.

Vorferð var farin í maí. Leikskólinn í Vík í Mýrdal var heimsóttur.

Í september var fundur formanna svæðadeildanna á Sauðárkróki.

Í október var haustþing leikskóla á Suðurlandi haldið á Hótel Selfoss. Þátttakendur voru um 340.

Í október var haldið trúnaðarmannanámskeið 8. svæðadeildar í Tryggvaskála. Fjórtán trúnaðarmenn mættu.

Í desember var haldinn deildarfundur á Jötunheimum á Selfossi. Sautján félagsmenn mættu.

27


FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA ÁRSSKÝRSLA 2013

9. SVÆÐADEILD - SUÐURNES Fjöldi félaga: 120 STJÓRN Margrét Kolbeinsdóttir, formaður. Heiða Ingólfsdóttir, ritari. Ragna Kristín Árnadóttir, gjaldkeri. STJÓRNARFUNDIR Stjórnarfundir voru sjö árið 2013. Þrír fyrstu fundir ársins voru vegna skipulagsdeildarfundar sem haldin var 27. febrúar 2013. Einn fundur var í mars þar sem farið var yfir upplýsingar og skráningar síðasta deildarfundar. Stjórn stofnaði facebooksíðu við mikinn fögnuð félagsmanna. Stjórn endurnýjaði möppur og annað fyrir formann og gjaldkera. Þrír síðustu fundir ársins fóru í skipulagningu sameiginlegs starfsdags allra leikskóla á Suðurnesjum sem áætlaður er í ágúst n.k. Nú er unnið náið með leikskólafulltrúa og formanni FSL. Mikið og gott samstarf hefur verið við leikskólastjóra á svæðinu. DEILDARFUNDIR Fræðslufundur haldinn í leikskólanum Akri 27. febrúar 2013. Áhersla lögð á grunnþættir menntunar. LÆSI, SJÁLFBÆRNI, LÝÐRÆÐI, JAFNRÉTTI, HEILBRIGÐI OG VELLÍÐAN OG SKÖPUN Félagsmenn fjölmenntu á fundinn og skráðu sig í hópa. Byrjað var að fá sér að borða og spjalla síðan var farið í hópavinnu og hugstormun. Mjög vel heppnað kvöld. Stjórnin lagðist síðan yfir niðurstöður úr hópunum og settu á facebooksíðu deildarinnar þar sem smá umræður urðu. KJARAFUNDUR Haraldur Freyr Gíslason formaður FL, Fjóla Þorvaldsdóttir varaformaður FL og Oddur S. Jakobsson kynnti stöðu kjaramála, fín mæting félagsmanna. TRÚNAÐARMANNANÁMSKEIÐ Þann 15. október fóru allir trúnaðarmenn 9. deildar á trúnaðarmannanámskeið í Gerðubergi.

28

Ársskýrsla Félags leikskólakennara 2013  
Ársskýrsla Félags leikskólakennara 2013