Fréttabréf FT - 98. tbl., nóvember 2013

Page 1

Fréttabréf Félags tónlistarskólakennara

„Tónlist er fyrir alla“ Á þrjátíu ára afmælisársfundi Félags tónlistarskólakennara, fyrir rétt um ári síðan, voru kynnt drög að stefnuyfirlýsingu FT. Félaginu þótti vel við hæfi að skerpa á sýn og áherslum þess í tilefni tímamótanna. Stefnan hefur nú verið gefin út í bæklingi undir heitinu „Tónlist er fyrir alla“ og var m.a. dreift á svæðisþingum tónlistarskóla nú í haust.

Vinnan við gerð stefnunnar, sú rýni og samræða sem á sér stað, er ekki síður mikilvæg í svona ferli en stefnan sjálf. Stefnan byggist á niðurstöðum tveggja alheimsráðstefna um listfræðslu á vegum UNESCO: Vegvísi fyrir listfræðslu (Lissabon 2006) og Seoul Agenda, Goals for the Development of Arts Education (Seoul 2012). Auk þess er stefnan unnin með hliðsjón af Bonn yfirlýsingunni (2012), þar sem framangreindar niðurstöður eru aðlagaðar að evrópskum veruleika. Stefnan er útfærsla FT á sameiginlegri skólastefnu Kennnarasambands Íslands. Vinnuferlið við gerð stefnunnar hafði áhrif á þá sýn félagsins hver brýnustu hagsmunamál stéttarinnar eru um þessar mundir og hvert stefnumiðið þarf að vera í vinnunni framundan svo áframhald megi verða á eflingu tónlistarfræðslu í þágu menntunar, menningar og samfélagsmála í landinu. Það er ekki laust við að sú tilfinning geri vart við sig að tónlistarskólakerfið sé í einhvers konar tómarúmi eða jafnvel á nokkurs konar tímamótum. Það eitt er víst að halda þarf vel á spilunum í þessari stöðu!

Brýnustu

hagsmunamál

á sviði tónlistarfræðslu

Yfirskrift svæðisþinga tónlistarskóla haustið 2013 var „Brýnustu hagsmunamál á sviði tónlistarfræðslu um þessar mundir“ og voru veigamikil mál tekin til umræðu: Lög um tónlistarskóla, fimm ára kennaramenntun, lögverndun starfsheitis/starfsréttinda og endurskoðun aðalnámskrár tónlistarskóla. Málefnin eiga það sammerkt að stefnumiðið er sú sýn á gildi tónlistarskóla og tónlistarfræðslu sem komið er inn á í smá hugleiðingu hér á eftir undir yfirskriftinni „Tónlistarskólar eru uppspretta tækifæra“. Í umfjöllun og samræðu á svæðisþingum tónlistarskóla var komið inn á hver staðan væri og hver væru næstu skref horft til málefnanna sem tilgreind eru að framan. Hér á innsíðu er dregið saman það helsta frá þingunum undir hverju málefni.

Bæklingurinn verður nýttur við að koma málefnum stéttarinnar og fagsins á framfæri.

Tónlistarskólar eru uppspretta tækifæra Umræða um menntamál á okkar tímum endurspeglast nokkuð af því að stutt er liðið frá aldamótum en þá er gjarnan horft til þeirra þarfa og tækifæra sem nýir og breyttir tímar kalla eftir. Um leið og horft er fram á veginn er einnig litið til baka og mat lagt á þann árangur og áherslur sem einkennt hafa liðinn tíma. Vitundarvakning hefur orðið um allan heim varðandi mikilvægi listnáms og það að aðferðum lista sé beitt í ríkara mæli í menntakerfinu. Ný menntastefna mennta– og menningarmála-

ráðuneytisins endurspeglar að mörgu leyti þessi viðhorf og því fagnar Félag tónlistarskólakennara. Það er meðbyr með listgreinum sem sýnir sig í auknum skilningi á gildi lista og aðferðum listfræðslu. Gæði menntakerfa eru mest þar sem listum og menningu er gert hátt undir höfði og sérþekking úti í samfélaginu er virkjuð, samkvæmt skýrslum frá UNESCO.

Nóvember 2013 · tölublað 98

Framhald á næstu blaðsíðu


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.