Fréttabréf FT - 94. tbl., janúar 2013

Page 1

Fréttabréf Félags tónlistarskólakennara

Tillaga að frumvarpi til laga um tónlistarskóla komin í hendur ráðherra Formaður nefndar um endurskoðun laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985 afhenti Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, tillögu að frumvarpi til laga um tónlistarskóla þann 23. janúar sl. Frumvarpstillagan var sett í opið samráðsferli á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins þann 25. janúar. Frestur til að skila inn athugasemdum við frumvarpsdrögin er til 6. febrúar. Innsendar athugasemdir verða hafðar til hliðsjónar við undirbúning endanlegs frumvarps sem ráðherra mun leggja fyrir Alþingi. Nefnd um endurskoðun á lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985 var upphaflega skipuð 1. mars 2004 en vegna deilna um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga lauk nefndin aldrei störfum. Stjórn FT þrýsti reglulega á um að nefndin yrði kölluð saman að nýju og var nefndin endurskipuð 13. desember 2010. Formaður FT átti sæti á báðum nefndum. Stjórn FT fagnar því að nú standi fyrir dyrum að leggja fram frumvarp að heildstæðri löggjöf um starfsemi tónlistarskóla. Margt í tillögunum er til þess fallið að styrkja starfsemi tónlistarskóla og efla tónlistarfræðslu. Lög um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla ná einungis til stofnunar og reksturs tónlistarskóla en félagið hefur horft til þess í störfum sínum að ný heildarlöggjöf fyrir tónlistarskóla verði bakhjarl við starfsemi tónlistarskóla með mun víðtækari hætti. Félagið sendi frá sér athugasemdir í fjórtán liðum um það sem

betur mætti fara í frumvarpsdrögunum fyrir skil til ráðherra. Stjórn fagráðs tónlistarskóla í FT hefur krufið til mergjar með hvaða hætti mætti laga þá annmarka sem við teljum enn vera á frumvarpsdrögunum. Í frumvarpsdrögunum er samkomulag ríkis og sveitarfélaga frá 13. maí 2011 lögfest. Veigamestu athugasemdir félagsins snúa að því að í frumvarpsdrögunum tekst ekki að sníða af þá annmarka sem hafa komið í ljós við framkvæmd samkomulags ríkis og sveitarfélaga undanfarin misseri. Ekki er tryggt í drögunum að eitt meginmarkmið samkomulagsins nái fram að ganga þ.e. um jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms, sem er „forsenda fyrir greiðsluþátttöku ríkisins“. Með samkomulaginu „var sveitarfélögum ætlað að tryggja að nemendur sem uppfylltu inntökuskilyrði tónlistarskóla og reglur um námsframvindu gætu stundað hljóðfæranám í framhaldsnámi og söngnám í mið- og framhaldsnámi án tillits til búsetu“. Ekki er nægjanlega skýrt kveðið á um skyldur sveitarfélaga þar að lútandi í frumvarpsdrögunum. Þá gerir félagið athugasemdir við þá aðferðafræði sem úthlutunarreglur vegna samkomulagsins eru grundvallaðar á. Félagið mun fylgja eftir athugasemdum sínum með það að leiðarljósi að markmiðum fyrrgreinds samkomulags verði náð og að rekstarskilyrði tónlistarskóla, í tengslum við útfærslu samkomulagsins, verði bætt frá því sem nú er víða. Framhald á næstu blaðsíðu

Félag tónlistarskólakennara þakkar fyrir samstarfið á liðnu ári og óskar félagsmönnum sínum farsældar og gleði á nýju ári! VIVA LA MUSICA! Janúar 2013 · tölublað 94


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Fréttabréf FT - 94. tbl., janúar 2013 by Kennarasamband Íslands - Issuu