Fréttabréf FT - 93. tbl., nóvember 2012

Page 1

Fréttabréf Félags tónlistarskólakennara

Afmælisársfundur Félags tónlistarskólakennara Ársfundur Félags tónlistarskólakennara verður haldinn laugardaginn 24. nóvember 2012 kl. 13:00 á Grand Hótel Reykjavík í salnum Gallerí. Samkvæmt lögum félagsins skulu ársfundir haldnir þau ár sem ekki er aðalfundur. Félag tónlistarskólakennara var stofnað 21. nóvember árið 1982 og fagnar því 30 ára afmæli á þessu ári. Starfsemi á afmælisári FT Á fundinum verður m.a. fjallað um starfsemi félagsins á liðnu ári auk þess sem farið verður yfir hvað er framundan í starfsemi félagsins og hvað verður gert í tilefni afmælisins. Rödd félagsmanna Kynnt verður samantekt úr hópaumræðum á svæðisþingum tónlistarskóla sl. haust þar sem „þjóðfundarformið“ var nýtt til að draga fram áherslur tónlistarkennara og stjórnenda undir yfirskriftinni „Hvað liggur þér á hjarta?“. Niðurstöðurnar nýtast sem leiðarljós og efniviður fyrir stéttina til að vinna úr með margvíslegum hætti. Það er von okkar að umræðurnar á svæðisþingunum og samantektin örvi frekari fagumræðu og sé gagnleg fyrir einstaka tónlistarskóla til að spegla sig við sem og fyrir einstaka kennara og stjórnendur. Samantektin endurspeglar rödd félagsmanna og því mjög mikilvæg fyrir Félag tónlistarskólakennara í margvíslegu starfi sínu á vettvangi fag- og kjaramála.

Drög að „manifesto“ - stefnumiðið skerpt Eitt af því sem ákveðið hefur verið að gera í tilefni af 30 ára afmæli félagsins er setja fram drög að „manifesto“ og skerpa á hugsjónum félagsins og áherslum við þessi tímamót. Útnefning heiðursfélaga FT Eitt af því sem félagið hefur tekið upp á afmælisárinu er að útnefna heiðursfélaga Félags tónlistarskólakennara. Nú þegar hefur félagið gert Halldór Haraldsson, píanóleikara, að heiðursfélaga en það var gert á sérstökum tónleikum sem haldnir voru honum til heiðurs í Salnum í Kópavogi 27. október sl. í tilefni af 75 ára afmælisári hans (sjá nánar á blaðsíðu 2). Á ársfundinum mun svo einn félagsmaður til bætast í hóp sérstakra heiðursfélaga Félags tónlistarskólakennara? Þrjátíu ára farsælu starfi fagnað í lok fundar! Í lok fundar verður þrjátíu ára farsælu starfi Félags tónlistarskólakennara fagnað með léttum veitingum. Þá mun Halldór Haraldsson, píanóleikari og nýkrýndur heiðursfélagi FT setjast við píanóið og leika af fingrum fram. Stjórn félagsins býður alla félagsmenn hjartanlega velkomna á fundinn. Eins og fram hefur komið í fundarboði eru félagsmenn beðnir um að tilkynna mætingu í síðasta lagi 22. nóvember vegna pantana á veitingum. Hlökkum til að sjá þig!

Dagskrá ársfundar má sjá á bls. 3

Trúnaðarmannafundur FT Fundur með trúnaðarmönnum Félags tónlistarskólakennara verður haldinn sama dag og á sama stað og afmælisársfundur FT þ.e. á Grand Hótel Reykjavík 24. nóvember. Fundurinn fer fram fyrir hádegi. Á fundinum mun Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur, halda fyrirlestur um „Samskipti og líðan á vinnustað“.

Fyrirlesturinn er opinn öllum félagsmönnum en hann er síðasti dagskrárliður trúnaðarmannafundarins og hefst kl. 11:10 og stendur til kl. 12:00. Þeir sem hafa áhuga á að sækja fyrirlesturinn og vera í hádegismat eru beðnir að senda tilkynningu þar um til skrifstofu félagsins á netfangið: sigrun@ki.is í síðasta lagi 22. nóvember. Dagskrá trúnaðarmannafundar má sjá á bls. 3

Nóvember 2012 · tölublað 93


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.