Fréttabréf FT - 92. tbl., ágúst 2012

Page 1

Fréttabréf Félags tónlistarskólakennara

Svæðisþing tónlistarskóla í tíunda sinn – mikilvægur vettvangur fagumræðu – Svæðisþing tónlistarskóla fara nú fram í tíunda sinn. Svæðisþingin eru mikilvægur samræðu- og samráðsvettvangur fyrir stétt tónlistarkennara og stjórnenda. Þar gefst tækifæri til að taka fyrir þau mál sem brenna á hverju sinni og efla þannig okkar fagvitund og fagmennsku. Um leið vinnum við að því höfuðmarkmiði að efla tónlistarkennslu og styrkja stöðu tónlistarskóla í samfélaginu. Hér á eftir má sjá hvar og hvenær svæðisþing tónlistarskóla fara fram haustið 2012 en flest þinganna eru skipulögð á sama tíma og haustþing grunnskóla á sama svæði. Svæðisþing tónlistarskóla á Vestfjörðum Föstudaginn 7. september Hótel Ísafjörður, Silfurtorgi 2

Efnisatriðin sem tekin verða fyrir á svæðisþingunum að þessu sinni eru kynnt á innsíðum fréttabréfsins. Svæðisþing tónlistarskóla á Austurlandi Föstudaginn 14. september Hótel Héraði, Miðvangi 5-7, Egilsstöðum Svæðisþing tónlistarskóla á Norðurlandi Fimmtudagur 20. september Menningarhúsið Hof, Strandgötu 12, Akureyri Svæðisþing tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu Föstudaginn 21. september Tónlistarskóli FÍH, Rauðagerði 27, Reykjavík Svæðisþing tónlistarskóla á Suðurlandi og Suðurnesjum Fimmtudaginn 4. október Hljómahöllin, Reykjanesbæ Svæðisþing tónlistarskóla á Vesturlandi Föstudaginn 5. október Hótel Stykkishólmur, Borgarbraut 8

Um skipulag starfstíma tónlistarskóla Þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist um skipulag starfstíma tónlistarskóla og er eftirfarandi birt til upprifjunar og áminningar: Samkvæmt kjarasamningi grunnskólakennara er starfstími grunnskóla 185 dagar eða 37 vikur. (Starfstíminn samanstendur af 180 nemendadögum og 5 undirbúningsdögum kennara). Til að framfylgja ákvæði í kjarasamningi tónlistarskólakennara um aðlögun starfstíma tónlistarskóla að starfstíma grunnskóla á sama svæði þannig að frávik nemi ekki meira en tveimur vikum getur starfstími tónlistarskóla að lágmarki verið 175 dagar eða 35 vikur. Inn í þessa 175 daga telja bæði kennsludagar og starfsdagar (umbreyttir kennsludagar í starfsdaga) í tónlistarskólum.

Í kjarasamningi tónlistarskólakennara eru starfsdagar inn á starfstíma skóla ekki skilgreindir sérstaklega en tónlistarskólum er heimilt að umbreyta kennsludögum í vinnudaga kennara sbr. t.d. svæðisþing tónlistarskóla, Dagur tónlistarskólanna, Nótan, kynnisferðir/skólaheimsóknir, námskeiðsdagar, hátíðir í bæjarfélögum o.fl. Miðað við 175 daga / 35 vikur er vinnuskylda tónlistarkennara í fullu starfi 45,3 klst. á viku. Það er ekki raunhæft að ætla kennurum að skila lengri vinnuviku fyrir fullt starf en sem þessu nemur. Starfsdagar fyrir og eftir kennslutímabil eru 8 bæði í tónlistarskólum og grunnskólum. Þeir eru ekki taldir hér með.

Ágúst 2012 · tölublað 92


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.