Page 1

Fréttabréf Félags tónlistarskólakennara

Nótan – uppskeruhátíð tónlistarskóla haldin í þriðja sinn Fyrirkomulag Nótunnar – uppskeruhátíðar tónlistarskóla, sem nú er haldin í þriðja sinn í samstarfi FT, STS og FÍH, v verður með sama sniði árið 2012 og áður. Skipulag og grunnhugsun hátíðarinnar byggir á því að þátttakendur séu frá öllu landinu, á öllum aldri og efnisskráin endurspegli ólík viðfangsefni á öllum stigum tónlistarnámsins. Sem fyrr fer uppskeruhátíðin fram í þremur hlutum: Fyrsti hlutinn fer fram inn í tónlistarskólunum og felur í sér forval/tilnefningar á atriðum til þátttöku á svæðisbundna hluta hátíðarinnar. Skólar geta unnið úr hugmyndinni hver með sínu sniði og leiðir geta verið ólíkar á milli ára. Sem dæmi um leiðir sem hafa verið farnar:  Uppskeruhátíðir einstakra skóla  Sérstakir valtónleikar innan hvers skóla  Keppni innan einstakra skóla  Kennarahópurinn velur atriði Þau atriði sem hver skóli velur/tilnefnir verða á efnisskrá svæðisbundinna tónleika sem er annar hluti uppskeruhátíðar

tónlistarskóla. Svæðisbundnir tónleikar verða haldnir á þeim fjórum svæðum sem tilgreind eru hér á eftir. Stað- og dagsetningar svæðisbundnu tónleika Nótunnar Svæðisbundnir tónleikar Nótunnar fara fram á eftirfarandi stöðum:  Reykjavík - laugardaginn 10. mars í sal FÍH  Vesturland og Vestfirðir - laugardaginn 10. mars í Tónlistarskólanum á Akranesi  Norður- og Austurland - laugardaginn 10. mars (staðsetning óstaðfest)  Höfuðborgarsvæðið utan Reykjavíkur, Suðurland og Suðurnes - sunnudaginn 11. mars í Salnum í Kópavogi Lokatónleikarnir í Eldborg Þau atriði sem fá sérstakar viðurkenningar á svæðisbundnu tónleikunum, það er verðlaunagripinn Nótuna, öðlast þátttökurétt á tónleikum á landsvísu sem er þriðji hluti uppskeruhátíðarinnar. Lokatónleikarnir fara að þessu sinni fram í Eldborg í Hörpu sunnudaginn 18. mars 2012.

Frá aðalfundi Félags tónlistarskólakennara Aðalfundur Félags tónlistarskólakennara var haldinn 12. nóvember síðast liðinn á Grand Hótel Reykjavík.

óeigingjarnt starf í þágu félagsins og vel unnin störf sem varaformaður undanfarin ár.

Í samræmi við lög félagsins um aðalfundarstörf hóf formaður félagsins fundinn með því að fara yfir skýrslu stjórnar fyrir kjörtímabilið 2008-2011. Skýrsluna má finna á vefsíðu félagsins www.ki.is undir linknum fundargerðir hjá FT. Jón Sigurðsson, gjaldkeri félagsins, kynnti því næst og lagði fram ársreikninga félagsins.

Eftirfarandi skipa nýja stjórn FT:

Nokkrar breytingar urðu á stjórn félagsins. Jón Sigurðsson, fyrrum gjaldkeri, og Vigdís Klara Aradóttir úr varastjórn létu af störfum og færir félagið þeim bestu þakkir fyrir vel unnin störf og skemmtilegt samstarf. Árni Sigurbjarnarson, fyrrum varaformaður félagsins, færðist úr aðalstjórn yfir í varastjórn. Félagið færir honum sömuleiðis bestu þakkir fyrir mjög svo

 Sigrún Grendal, formaður, Félag tónlistarskólakennara og Tónlistarskóla Kópavogs.  Jón Hrólfur Sigurjónsson, varaformaður, Tónlistarsafn Íslands, Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar.  Júlíana Rún Indriðadóttir, gjaldkeri, Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar.  Þórarinn Stefánsson, ritari, Tónlistarskólanum á Akureyri og Tónlistarskóla Eyjafjarðar.  Elín Anna Ísaksdóttir, meðstjórnandi, Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Framhald á bls. 3

Janúar 2012 · tölublað 91


Nótan - uppskeruhátíð tónlistarskóla (framhald) Samstarfssamningur Nótunnar og Tónlistarsjóðs Hörpu Að frumkvæði stjórnar Tónlistarsjóðs Hörpu var þann 21. september sl. gengið frá samkomulagi um samstarf á milli Tónlistarsjóðsins og Nótunnar til næstu þriggja ára. Í samkomulaginu felst að lokatónleikar Nótunnar fara fram í Eldborg. Skipuleggjendur Nótunnar munu að auki hafa anddyri Hörpu til umráða og svæðið fyrir framan Eldborgarsalinn að þessu sinni. Húsið mun leggja til starfsfólk þess auk þess sem Nótan verður kynnt á þess vegum. Nótan árlegur viðburður á RUV Eins og flestum er kunnugt um gerði RUV sjónvarpsþátt um Nótuna 2011. Síðast liðið sumar var haldinn fundur með Sigrúnu Stefánsdóttur,

dagskrárstjóra RUV, um áframhaldandi aðkomu sjónvarpsins að Nótunni. Á fundinum kom fram að RUV er jákvætt gagnvart því að gera sjónvarpsþátt sem þennan að árlegum viðburði.

Fjöldi atriða á lokatónleikum Fjöldi atriða sem fá verðlaunagripi og öðlast um leið þátttökurétt á lokatónleikunum skiptast á svæði skv. eftirfarandi:

Viðurkenningar / framúrskarandi atriði fær farandgrip Form viðurkenninga verður að mestu með sama sniði og áður. Allir þátttakendur í öðrum og þriðja hluta Nótunnar fá viðurkenningu fyrir þátttöku. Valnefnd á hverjum tónleikum veitir níu framúrskarandi atriðum viðurkenningarskjöl þar sem þátttökuflokkur er tilgreindur, þ.e. grunn-, mið- eða framhaldsnám, og viðurkenningarflokkur, þ.e. einleiks-/einsöngsatriði, samleiks-/samsöngsatriði eða frumsamið tónverk /eða frumlegt atriði.

   

Undirbúningshópar / yfirstjórn Undirbúningshópar munu skipuleggja fyrirkomulag og umgjörð svæðisbundnu tónleikanna og má sjá skipan þeirra hér: Norður- og Austurland Hjörleifur Örn Jónsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri Kaldo Kiis, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar Einar Bragi Bragason, skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar Reykjavík Guðrún Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar Íris Erlingsdóttir, tónlistarkennari í Söngskólanum í Reykjavík Snorri Örn Snorrason, aðstoðarskólastjóri FÍH Höfuðborgarsvæðið utan Reykjavíkur, Suðurland og Suðurnes László Czenek, skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga Össur Geirsson, skólastjóri Skólahljómsveitar Kópavogs Eyþór Ingi Kolbeins, skólastjóri Tónlistarskólans í Garði Vesturland og Vestfirðir Jóhanna Guðmundsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Stykkishólms Sigríður Havsteen Elliðadóttir, tónlistarkennari við Tónlistarskólann á Akranesi Gunnar Ringsted, tónlistarkennari við Tónlistarskóla Borgarfjarðar og Tónlistarskólann á Akranesi Yfirstjórn Nótunnar 2012 Guðrún Guðmundsdóttir, Tónskóla Sigursveins Hjörleifur Jónsson, Tónlistarskólanum á Akureyri Jóhanna Guðmundsdóttir, Tónlistarskóla Stykkishólms Jón Hrólfur Sigurjónsson, Tónskóla Sigursveins Sigrún Grendal, FT og Tónlistarskóla Kópavogs Sigurður Flosason, Tónlistarskóla FÍH Snorri Örn Snorrason, Tónlistarskóla FÍH Össur Geirsson, Skólahljómsveit Kópavogs

Reykjavík 7 Vesturland og Vestfirðir 3 Norður- og Austurland 7 Höfuðborgarsvæðið utan Reykjavíkur, Suðurland og Suðurnes 8

Farandgripur Á lokatónleikunum fá níu atriði viðurkenningarskjöl eins og að framan greinir en þar að auki verður einu framúrskarandi atriði veittur farandgripur sem varðveitast skal í viðkomandi tónlistarskóla á milli hátíða.

Ályktun gegn niðurskurði Á aðalfundi Félags tónlistarskólakennara þann 12. nóvember sl. var eftirfarandi ályktun gegn niðurskurði í tónlistarskólum samþykkt. Í kjölfar fundarins var ályktunin send til allra sveitar- / bæjarstjórna í landinu.

„Aðalfundur Félags tónlistarskólakennara haldinn laugardaginn 12. nóvember 2011 á Grand Hótel Reykjavík lýsir yfir þungum áhyggjum af þróun tónlistarfræðslu í landinu vegna mikils niðurskurðar í tónlistarskólum allt frá árinu 2008 og varar eindregið við frekari niðurskurði. Undanfarin ár hafa sveitarfélög gengið hart fram í niðurskurði á starfsemi tónlistarskóla sem hefur birst í skertri þjónustu við nemendur. Nú er svo komið að verulega þrengir að möguleikum skóla til að uppfylla skilyrði skv. lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla þar sem kveðið er á um að hverjum nemanda skuli veitt kennsla í aðalnámsgrein eina stund á viku og að auki séu a.m.k. tvær aukanámsgreinar kenndar í hóptímum. Því er sérstaklega beint til sveitarfélaga að virða og standa vörð um þær leiðréttingar sem gerðar voru í síðustu kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag tónlistarskólakennara og Félag íslenskra hljómlistarmanna. Aðalfundurinn hvetur sveitarfélög til að skerða ekki frekar möguleika tónlistarskóla til að uppfylla ákvæði laga og aðalnámskrár tónlistarskóla. Þess í stað eru sveitarfélög hvött til að líta til þeirra framsæknu tækifæra sem felast m.a. í víðtækum möguleikum tónlistarfræðslu við að framfylgja nýrri menntastefnu sem byggir á sex skilgreindum grunnþáttum menntunar og rík áhersla er lögð á sveigjanleika og skólaþróun. Tónlistarskólar hafa stóru samfélagslegu hlutverki að gegna á sviði menntunar, lista og menningar. Sveitarfélög eru hvött til að standa með tónlistarskólunum sínum og styðja þannig við mennsku samfélagsins.“


Frá aðalfundi Félags tónlistarskólakennara (framhald) Á aðalfundi Félags tónlistarskólakennara voru þrír fulltrúar kjörnir í varastjórn félagsins en hana skipa:  Árni Sigurbjarnarson, Tónlistarskóla Húsavíkur,  Vilberg Viggósson, Tónskólanum Do Re Mí og  Vilborg Jónsdóttir, Skólahljómsveit Austurbæjar og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Samninganefnd FT Á aðalfundi félagsins skal kjósa þrjá fulltrúa sem ásamt stjórn félagsins mynda átta manna samninganefnd. Engar breytingar urðu á þeim þremur fulltrúum sem kosnir eru sérstaklega en þeir eru:  Anna Hugadóttir, Tónlistarskóla Reykjanesbæjar,  Guðbjörg Sigurjónsdóttir, Söngskóla Sigurðar Demetz og  Ólafur Flosason, Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Á fundinum var sameiginleg skólastefna KÍ lögð fram til kynningar sem og sameiginleg kjarastefna KÍ. Bæði skjölin má finna á vefsíðu félagsins undir aðalfundir. Í dagskrá fundarins var síðan sérstaklega boðið upp umfjöllun um Prófanefnd tónlistarskóla. Útgangspunktur umfjöllunarinnar var tillaga stjórnar fagráðs félagsins að aðalfundarályktun auk greinargerðar þar sem útlistaðar eru betrumbætur sem stjórnin telur æskilegt að gerðar verði á kerfinu í því skini að kerfið þjóni tilgangi sínum sem best. Tvær ályktanir voru samþykktar á fundinum, önnur var um málefni Prófanefndar tónlistarskóla og hin gegn niðurskurði í tónlistarskólum. Ályktanirnar eru birtar í rauðu kössunum hér í opnu.

Ályktun um málefni Prófanefndar „Aðalfundur Félags tónlistarskólakennara haldinn laugardaginn 12. nóvember 2011 á Grand Hótel Reykjavík beinir því til Prófanefndar tónlistarskóla og fulltrúaráðs Prófanefndarinnar að prófakerfið verði tekið til endurskoðunar hið fyrsta og gerðar verði á því nauðsynlegar endurbætur svo kerfið megi þjóna tilgangi sínum sem best. Aðalfundurinn hvetur Prófanefndina til að taka meðfylgjandi greinargerð til ítarlegrar skoðunar og leggja til grundvallar nauðsynlegri endurskoðun. Greinargerðin byggir á niðurstöðum rannsóknar Elínar Önnu Ísaksdóttur, tónlistarskólakennara, á reynslunni af prófakerfi Prófanefndar tónlistarskóla, umræðum og viðbrögðum félagsmanna á sex svæðisþingum tónlistarskóla sl. haust og fyrri umræðum um Prófanefnd á svæðisþingum tónlistarskóla.“ Í kjölfar aðalfundarins var ályktunin og greinargerðin sem henni fylgir send Prófanefnd tónlistarskóla og óskað var eftir fundi til að fylgja málinu úr hlaði. Greinargerðina má finna á vefsíðu félagsins undir aðalfundir.

Í skýrslu stjórnar kom fram að verkefnin á kjörtímabilinu voru margvísleg bæði á sviði kjaramála og fagmála. Tvennir kjarasamningar voru gerðir á tímabilinu, upplýsinga var aflað um niðurskurð í tónlistarskólum í kjölfar hrunsins, nokkur bréf voru send til sveitarstjórna í tengslum við niðurskurð, félagið kom að undirbúningi og skipulagningu mótmælafundarins „Samstaða um framhald tónlistarskólanna“ og félagið lagði til upplýsingar og kom á framfæri sínum sjónarmiðum í aðdraganda samkomulags ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms. Á faglega sviðinu voru svæðisþing tónlistarskóla, Nótan – uppskeruhátíð tónlistarskóla og „Greining á kerfi tónlistarskóla á Íslandi“ meðal fyrirferðarmestu verkefna en einnig má nefna ráðstefnuna „Tónlistin og lífið“ sem haldin var í Hörpu í tilefni af opnun Tónlistar- og ráðstefnuhússins, árlega fundi/námskeið fyrir trúnaðarmenn og útgáfu fréttabréfs félagsins. Samstarf við ýmsa hagsmunaaðila var umfangsmikið á tímabilinu s.s. við mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Listaháskóla Íslands, FÍH og STS. Einnig var félagið virkt í erlendu samstarfi en Ísland fór með formennsku í norrænum samtökum tónlistaruppalenda árin 2008-2010. Hér á eftir eru tekin dæmi um vinnu félagsins í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið til að veita örlitla innsýn í starfið: Samstarfsnefnd tónlistarfræðslunnar - Félagið á fulltrúa í samstarfsnefnd tónlistarfræðslunnar en þar voru megin viðfangsefni þessi: Viðræður ríkis og sveitarfélaga um kostnaðarskiptingu tónlistarnáms, drög að frumvarpi til laga um tónlistarskóla og endurskoðun á aðalnámskrá tónlistarskóla. Nefnd um endurskoðun á lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla - Nefnd um endurskoðun á lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla var endurskipuð 13. des. 2010. Drög að frumvarpi til laga um tónlistarskóla voru á lokastigi síðast liðið vor en vonir standa til að frumvarpið verði lagt fram á þessu skólaári. Úttekt mennta- og menningarmálaráðuneytis á listfræðslu á Íslandi - FT átti frumkvæðið að því að mennta- og menningarmálaráðuneytið fékk próf. Anne Bamford, forstöðumann rannsóknardeildar „The University of the Arts“ í London, til að gera úttekt á listfræðslu á Íslandi veturinn 20082009. Jón Hrólfur Sigurjónsson var ráðinn verkefnisstjóri við gerð úttektarinnar auk þess sem formaður og varaformaður félagsins voru í miklu samstarfi við ráðuneytið við undirbúning og framkvæmd úttektarinnar. Félagið hefur þrýst á um að niðurstöðurnar verði nýttar til að þróa listfræðslu og til að styrkja stöðu tónlistarskóla og tónlistarfræðslu innan kerfis menntunar og menningar. Rýnihópur í listum - Félagið átti fulltrúa í „Rýnihópi í listum“ en verkefni hópsins var að gera drög að ramma um hæfniviðmið fyrir listgreinar á framhaldsskólastigi í tengslum við innleiðingu samræmds viðmiðaramma um nám á Íslandi. Tónlistarnám tengt hæfniþrepum og metið til framhaldsskólaeininga - Að beiðni ráðuneytisins vann formaður félagsins að tengingu og mati tónlistarnáms á hæfniþrep og til framhaldsskólaeininga.


Frá starfsmenntunarsjóði tónlistarskólakennara Umfang úthlutana 2008-2011 Í skýrslu stjórnar á aðalfundi Félags tónlistarskólakennara var komið inn á starfsemi Starfsmenntunarsjóðs tónlistarskólakennara. Í skýrslu frá Páli Eyjólfssyni, fulltrúa FT í stjórn Starfsmenntunarsjóðsins, má sjá umfang úthlutana úr sjóðnum á tímabilinu 2008-2011.

fimm

til

tólf

mánuði.

 Skólaárið 2010-2011 fengu fimm tónlistarskólakennarar námslaun í tólf mánuði.  Skólaárið 2011-2012 fengu fjórir tónlistarskólakennarar námslaun í fjóra til tólf mánuði. B – deild: Námskeið Hámarksstyrkur vegna b-deildar er 300.000 kr. Hægt er að fá hámarksstyrk þriðja hvert ár og eins er hægt að dreifa honum yfir þriggja ára tímabil.

Styrkir Styrkir úr sjóðnum skiptast eftirfarandi: A - deild: Námslaun. B - deild: Styrkir til námskeiða innanlands og erlendis. C - deild: Styrkir vegna námsefnisgerðar og þróunarverkefna. D - deild: Styrkir vegna kynnisferða / hópferða.

 Árið 2008 fengu 141 tónlistarkennari úthlutað úr b-deild sjóðsins.  Árið 2009 fengu 166 tónlistarkennarar úthlutað úr b-deild sjóðsins.

A – deild: Námslaun Styrkir vegna a-deildar, þ.e. námslauna, er úthlutað einu sinni á ári. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar ár hvert. Öllum umsóknum er svarað í síðasta lagi 15. apríl sama ár. Úthlutanir vegna námslauna voru eftirfarandi:  Skólaárið 2008-2009 fengu fimm tónlistarskólakennarar námslaun í sex til tólf mánuði.  Skólaárið 2009-2010 fengu fimm tónlistarskólakennarar námslaun í

 Árið 2010 fengu 146 tónlistarkennarar úthlutað úr b-deild sjóðsins.  Í október 2011 höfðu 94 tónlistarkennarar fengið úthlutað úr bdeild sjóðsins. C – deild: Námsefnisgerð og þróunarverkefni Umsóknir eru afgreiddar einu sinni á ári og verða umsóknir að hafa borist fyrir 15. október ár hvert. Umsóknir eru afgreiddar fyrir 15. desember sama ár og hámarksstyrkur er 700.000. Umsóknir fá jákvæða eða neikvæða afgreiðslu en ekki er endanlega gengið

frá umsóknunum fyrr en verkefnin eru sannarlega hafin.  Árið 2008 fengu þrjú verkefni jákvæða afgreiðslu.  Árið 2009 fengu nítján verkefni jákvæða afgreiðslu.  Árið 2010 fengu tíu verkefni jákvæða afgreiðslu.  Árið 2011 liggja fyrir átta umsóknir um námsefnisgerð. Athyglisvert er að sjá hve margir sóttu um styrk vegna námsefnisgerðar og/eða þróunarverkefna á árinu 2009 því guðsvolaða ári! D – deild: Kynnisferðir / hópferðir Félagsmenn geta sótt um styrk til námsog kynnisferða þriðja hvert ár og nemur upphæð hvers styrks 100.000 kr.  Árið 2008 fengu 64 tónlistarskólakennarar styrk úr d-deild sjóðsins.  Árið 2009 fékk 1 tónlistarskólakennari styrk úr d-deild sjóðsins.  Árið 2010 fengu 55 tónlistarskólakennarar styrk úr d-deild sjóðsins.  Í október 2011 höfðu 83 tónlistarskólakennarar fengið styrk úr d-deild sjóðsins. Eins og sést að ofan þá duttu hópferðir nánast alveg niður á árinu 2009 sökum efnahagsástandsins.

— Kjaramál — —- Lenging á uppsagnarfresti —Bent er á að í síðustu kjarasamningum var uppsagnarfrestur lengdur hjá starfsmönnum sem hafa náð tilteknum starfs- og lífaldri og gildir nú eftirfarandi (sbr. gr. 9.4 í kjarasamningi): Gagnkvæmur uppsagnarfrestur skal vera þrír mánuðir að loknum reynslutíma. Reynslutími er fjórir mánuðir en heimilt er í undantekningartilvikum að semja um 5 mánaða reynslutíma. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur reynslutíma er einn mánuður. Félag tónlistarskólakennara Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Heimasíða á www.ki.is.

á

Sé starfsmanni sagt upp eftir a.m.k. 10 ára samfellt starf hjá skóla/skólum sveitarfélags, er uppsagnarfrestur 4 mánuðir ef starfsmaður er orðinn 55 ára, 5 mánuðir ef hann er orðinn 60 ára og 6 mánuðir þegar hann er orðinn 63 ára. Starfsmaður getur hins vegar sagt upp starfi sínu með þriggja mánaða fyrirvara. —- Auglýsing starfa —-

þó ef um er að ræða tímabundna ráðningu sem ætlað er að standa skemur en til 2ja ára eða störf stundakennara. Veita skal a.m.k. 14 daga umsóknarfrest frá birtingu auglýsingar. Miða skal við að auglýsing birtist með þeim hætti að auðvelt sé að afla sér vitneskju um hið lausa starf.

Bent er á að samkvæmt grein 9.1 í kjarasamningi er skylt að auglýsa laus störf í tónlistarskólum. Undantekning er

Í tilfellum deildarstjóra er heimilt að auglýsa laus störf eingöngu innan skóla.

Skrifstofa félagsins er opin milli kl. 9.00 og 13.00 alla virka daga. Sími: 595-1111 og fax: 595-1112. Netfang: ft@ki.is.

Ábyrgð og umsjón fréttabréfsins: Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarskólakennara

Fréttabréf FT - 91. tbl., janúar 2012  
Fréttabréf FT - 91. tbl., janúar 2012