Fréttabréf FT - 91. tbl., janúar 2012

Page 1

Fréttabréf Félags tónlistarskólakennara

Nótan – uppskeruhátíð tónlistarskóla haldin í þriðja sinn Fyrirkomulag Nótunnar – uppskeruhátíðar tónlistarskóla, sem nú er haldin í þriðja sinn í samstarfi FT, STS og FÍH, v verður með sama sniði árið 2012 og áður. Skipulag og grunnhugsun hátíðarinnar byggir á því að þátttakendur séu frá öllu landinu, á öllum aldri og efnisskráin endurspegli ólík viðfangsefni á öllum stigum tónlistarnámsins. Sem fyrr fer uppskeruhátíðin fram í þremur hlutum: Fyrsti hlutinn fer fram inn í tónlistarskólunum og felur í sér forval/tilnefningar á atriðum til þátttöku á svæðisbundna hluta hátíðarinnar. Skólar geta unnið úr hugmyndinni hver með sínu sniði og leiðir geta verið ólíkar á milli ára. Sem dæmi um leiðir sem hafa verið farnar:  Uppskeruhátíðir einstakra skóla  Sérstakir valtónleikar innan hvers skóla  Keppni innan einstakra skóla  Kennarahópurinn velur atriði Þau atriði sem hver skóli velur/tilnefnir verða á efnisskrá svæðisbundinna tónleika sem er annar hluti uppskeruhátíðar

tónlistarskóla. Svæðisbundnir tónleikar verða haldnir á þeim fjórum svæðum sem tilgreind eru hér á eftir. Stað- og dagsetningar svæðisbundnu tónleika Nótunnar Svæðisbundnir tónleikar Nótunnar fara fram á eftirfarandi stöðum:  Reykjavík - laugardaginn 10. mars í sal FÍH  Vesturland og Vestfirðir - laugardaginn 10. mars í Tónlistarskólanum á Akranesi  Norður- og Austurland - laugardaginn 10. mars (staðsetning óstaðfest)  Höfuðborgarsvæðið utan Reykjavíkur, Suðurland og Suðurnes - sunnudaginn 11. mars í Salnum í Kópavogi Lokatónleikarnir í Eldborg Þau atriði sem fá sérstakar viðurkenningar á svæðisbundnu tónleikunum, það er verðlaunagripinn Nótuna, öðlast þátttökurétt á tónleikum á landsvísu sem er þriðji hluti uppskeruhátíðarinnar. Lokatónleikarnir fara að þessu sinni fram í Eldborg í Hörpu sunnudaginn 18. mars 2012.

Frá aðalfundi Félags tónlistarskólakennara Aðalfundur Félags tónlistarskólakennara var haldinn 12. nóvember síðast liðinn á Grand Hótel Reykjavík.

óeigingjarnt starf í þágu félagsins og vel unnin störf sem varaformaður undanfarin ár.

Í samræmi við lög félagsins um aðalfundarstörf hóf formaður félagsins fundinn með því að fara yfir skýrslu stjórnar fyrir kjörtímabilið 2008-2011. Skýrsluna má finna á vefsíðu félagsins www.ki.is undir linknum fundargerðir hjá FT. Jón Sigurðsson, gjaldkeri félagsins, kynnti því næst og lagði fram ársreikninga félagsins.

Eftirfarandi skipa nýja stjórn FT:

Nokkrar breytingar urðu á stjórn félagsins. Jón Sigurðsson, fyrrum gjaldkeri, og Vigdís Klara Aradóttir úr varastjórn létu af störfum og færir félagið þeim bestu þakkir fyrir vel unnin störf og skemmtilegt samstarf. Árni Sigurbjarnarson, fyrrum varaformaður félagsins, færðist úr aðalstjórn yfir í varastjórn. Félagið færir honum sömuleiðis bestu þakkir fyrir mjög svo

 Sigrún Grendal, formaður, Félag tónlistarskólakennara og Tónlistarskóla Kópavogs.  Jón Hrólfur Sigurjónsson, varaformaður, Tónlistarsafn Íslands, Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar.  Júlíana Rún Indriðadóttir, gjaldkeri, Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar.  Þórarinn Stefánsson, ritari, Tónlistarskólanum á Akureyri og Tónlistarskóla Eyjafjarðar.  Elín Anna Ísaksdóttir, meðstjórnandi, Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Framhald á bls. 3

Janúar 2012 · tölublað 91


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.