Fréttabréf Félags tónlistarskólakennara
Kjarasamningurinn snýst um starfskjör og faglega þróun Starfskjör kennara geta haft mikil áhrif á þróun faglegs starfs í tónlistarskólum og það er hluti af fagmennsku kennara að berjast fyrir bættum kjörum í hvívetna. Kennarar og stjórnendur þurfa að vera vel meðvitaðir um breytingar í þeirra starfsumhverfi og hvaða áhrif þær kunna að hafa bæði á starfskjör og faglega þróun.
Forsendur eldri kjarasamnings tónlistarkennara brostnar
Undanfarin ár hafa miklar breytingar verið að eiga sér stað í starfsemi tónlistarskóla. Þar má fyrst nefna starfstímann sem hefur verið að styttast og þjappast saman jafnt og þétt. Flestir þekkja þróunina í Reykjavík og ákvörðun Reykjavíkurborgar um 32 kennsluvikur í tónlistarskólum borgarinnar sem lengdi vinnuviku tónlistarkennara í 50 klst. Síðan fór vikufjöldinn niður í 30 vikur og vinnuvika tónlistarkennara var orðin 53 klst. sem kallar á tæplega 11 klst. vinnudag!
Starfshlutfall kennara hefur farið lækkandi samhliða fækkun kennsluvikna en nemendum í umsjónarhópi kennara hefur stórlega fjölgað vegna þessarar samþjöppunar á kennslutíma og einnig sökum styttingar á kennslustundum nemenda og aukinnar samkennslu/hópkennslu.
Samþjöppun kennslutímabils kallar á aukinn nemendafjölda í umsjón kennara!
Nýjum kjarasamningi er ætlað að leiðrétta starfskjör kennara sem hafa tekið á sig auknar byrgðar, í tengslum við fækkun kennsluvikna og styttingu kennslutíma nemenda, án þess að fá greitt fyrir.
Samþjöppun kennslutímabils felur í sér hækkun á vikulegri kennsluskyldu sem þýðir aukinn nemendafjöldi í umsjón kennara. Aukinn nemendafjöldi útheimtir aukna vinnu við t.d.:
Af þessu leiðir að kennarar eru nú með mun fleiri nemendur en gengið hefur verið út frá við gerð kjarasamninga. Í kjarasamningum er kveðið á um að tónlistarskólar skuli aðlaga starfstíma sinn að starfstíma grunnskóla á sama svæði og ef því væri fylgt fæli það í sér 19-20 klst. kennsluskyldu á viku.
Nýjum kjarasamningi er ætlað að leiðrétta starfskjör kennara
Undirbúning kennslu, gerð einstaklingskennsluáætlana, verkefnaval, undirbúning vegna tónleika, prófa, samleiks, skýrslugerðir og umsagnir, foreldrasamstarf o.fl.
Stytting kennslustunda/skert þjónusta við nemendur kallar á aukinn nemendafjölda í umsjón kennara! Í ofan á lag hefur þjónusta við nemendur verið skert á undanförnum árum og dæmi eru um að kennslutímar hafi verið styttir allt niður í 20 mínútur á viku. Styttri kennslustundir kalla á aukinn nemendafjölda í umsjón kennara sem aftur útheimtir aukna vinnu samanber upptalningu að framan.
Frá undirritun kjarasamnings aðfararnótt 31. maí sl. Á myndinni eru Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar SÍS og Sigrún Grendal, formaður FT.
Ágúst 2011 · tölublað 89