Fréttabréf Félags tónlistarskólakennara
Kjaramál Kjaraviðræður, niðurskurður og starfstími skóla Undirritun viðræðuáætlunar Félag tónlistarskólakennara og Félag íslenskra hljómlistarmanna undirrituðu viðræðuáætlun við Samband íslenskra sveitarfélaga þann 2. desember sl.vegna kjarasamningsviðræðna aðila. Á næsta fundi sem boðaður er 16. desember munu samningsaðilar kynna og fara yfir sín áhersluatriði en stefnt er að því að gera kjarasamning fyrir 30. janúar 2011. Úr ályktun KÍ Á sameiginlegum fundi stjórna og samninganefnda félaga innan Kennarasambands Íslands þann 3. desember sl. kom fram að sambandið mun ekki taka þátt í heildarsamfloti um gerð kjarasamninga. Í ályktun frá fundinum segir að Kennarasamband Íslands sé þrátt fyrir þá afstöðu sína tilbúið til samvinnu um afmarkaða þætti sem miðar að því að finna þær forsendur sem kjarasamningar gætu byggt á. Þá telur Kennarasambandið engar forsendur fyrir því að gera kjarasamninga til lengri tíma en eins árs. „Nægir hér að nefna óvissu um fjárlög næstu ára, óvissu um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga og ekki síst óvissu um þróun verðlags á næstu misserum. Þá er starfsöryggi margra í uppnámi vegna óvissu um framtíð skóla þar sem áform eru uppi um sameiningu og /eða niðurlagningu þeirra.“ Fréttir af niðurskurði Tónlistarskólar hafa ekki farið varhluta af niðurskurði undanfarin misseri og er mikilvægt fyrir stéttina og starfsemi tón-
listarskóla að standa vaktina og halda ótrauð fram rökum gegn niðurskurði og leita leiða til að standa sem best vörð um tónlistarfræðslu og störf tónlistarkennara. Á svæðisþingum tónlistarskóla síðast liðið haust var m.a. farið yfir breytingar á fjárframlögum sveitarfélaga til tónlistarskóla á tímabilinu 2008-2010. Mismunandi skýringar geta legið að baki breytingum á fjárframlögum á milli ára en þegar upplýsingar frá skólum hafa verið yfirfarnar og tillit tekið til athugasemda sem komu fram í umræðum á svæðisþingum má ætla að niðurskurður í skólum fyrir utan Reykjavík hafi verið um 9% að meðaltali á þessu tímabili á móti um 20% í Reykjavík (að teknu tilliti til launahækkana á tímabilinu). Félaginu berast upplýsingar um fyrirhugaðan niðurskurð á næsta ári og mikilvægt er að allir leggist á árarnar og spyrni við fótum á hverjum stað. Kjaramálaumræða á ársfundi FT og á haustþingi STS Starfstími skóla/vinnutími kennara Um tíu ár eru liðin frá því að sú meginbreyting var gerð í kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga (LN) og FT/FÍH að dregið var úr miðstýringu og sjálfstæði skóla var aukið. Á ársfundi FT sem og á haustþingi STS fór formaður FT sérstaklega yfir tvö veigamikil atriði sem bæði snerta breytingarnar árið 2001, þ.e. svokallaðan „launapott“ og starfstíma skóla/ vinnutíma kennara, sem hér verður ræddur frekar. Framhald í opnu
Nótan 2011 Yfirstjórn Nótunnar, uppskeruhátíðar tónlistarskóla, hefur sent eftirfarandi upplýsingar frá sér vegna fyrirkomulags Nótunnar 2011. Stjórnir á hverju svæði munu ákveða dagsetningar og staðsetningar svæðisbundinna tónleika og verða upplýsingar þar að lútandi sendar út til skólanna. Fyrirkomulag Skipulag og grunnhugsun hátíðarinnar byggir á því að þátttakendur séu frá öllu landinu, á öllum aldri og efnisskráin endur-
spegli ólík viðfangsefni á öllum stigum tónlistarnámsins. Uppskeruhátíð tónlistarskóla fer fram í þremur hlutum: 1. Innan hvers skóla / forval Fyrsti hluti uppskeruhátíðarinnar fer fram inn í tónlistarskólunum og felur í sér forval/tilnefningar á atriðum til þátttöku á svæðisbundna hluta hátíðarinnar. Hverjum skóla er í sjálfsvald sett hvort og hvernig hugmyndin er nýtt í skólastarfinu og hvernig er staðið að fyrrgreindu vali á atriðum. Framhald í opnu
desember 2010 · tölublað 86