Fréttabréf FT - 85. tbl., október 2010

Page 1

Fréttabréf Félags tónlistarskólakennara

Ársfundur FT 2010 Skólastefna og kjarasamningamál Félag tónlistarskólakennara heldur ársfund félagsins föstudaginn 22. október 2010 frá kl. 10:00-14:30 í Kornhlöðunni á veitingastaðnum Lækjarbrekku, Bankastræti 2, 101 Reykjavík. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum. Farið verður yfir starfsemi og starfsáætlun félagsins og reikningar þess kynntir. Sérstök umfjöllunarefni á ársfundinum verða skólastefna félagsins og valin kjarasamningstengd atriði. Dagskrá: kl. 09:45 kl. 10:00

Morgunhressing Starfsemi og starfsáætlun FT Reikningar félagsins kynntir kl. 10:35 Umræður um skólastefnu FT Sem liður í endurskoðun á skólastefnu félagsins verður skólastefnan tekin til umræðu út frá nokkrum efnisatriðum sem verða kynnt stuttlega á fundinum: • Aðgerðaáætlun um þróun listfræðslu, frá annarri heimsráðstefnu UNESCO um listfræðslu, haldin í Seoul í maí 2010. • Markhópar tónlistarfræðslu. • Gæðaviðmið. kl. 12:00 Hádegisverður kl. 13:00 Umræður um valin kjaratengd atriði Um tíu ár eru liðin frá því að sú meginbreyting var gerð í kjarasamningum LN/FT/FÍH að dregið var úr miðstýringu og sjálfstæði skóla aukið. Tvö veigamikil atriði verða tekin til umfjöllunar á fundinum auk þess sem áherslur í komandi kjara-

samningum verða til umræðu: 1. Starfstími skóla/vinnutími kennara • Samkvæmt könnun FT 2008-2009 er munurinn á stysta og lengsta kennslutímabili í tónlistarskólum tæpir tveir mánuðir. • Samkvæmt könnun FT er munurinn á lægstu og hæstu kennsluskyldu á viku í tónlistarskólum tæpar 5 klst. Dregin verður upp mynd af starfstíma (kennslutímabili) tónlistarskóla eins og hann er í dag og farið verður yfir helstu viðmiðunarreglur sem gilda um skipulagningu starfstíma skóla. Rætt verður um kosti, galla og æskilega þróun þessu tengdu út frá sjónarhóli kennarans, nemandans og hagsmunum tónlistarskólakerfisins í heild. 2. Launapottar A og B Hvernig eru uppgefin dæmi í kjarasamningi um forsendur fyrir úthlutun úr potti að nýtast? Hvernig er framkvæmdin í kringum uppgefið verkferli að virka? Rætt verður um kosti, galla og æskilega þróun á launapotti út frá sjónarhóli kennara og skólastarfs. Áherslur í komandi kjarasamningum Umræður um áherslur tónlistarkennara og stjórnenda í komandi samningaviðræðum. kl. 14:30

Fundarslit

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum!

Samstarfssamningur FT og FÍH Stjórnir Félags tónlistarskólakennara og Félags íslenskra hljómlistarmanna hafa undanfarin misseri unnið að mati á möguleikum frekara eða breytts samstarfs milli félaganna undir stjórn Arnars Jónssonar, ráðgjafa hjá Capacent. Þann 8. október sl. undirrituðu stjórnir félaganna eftirfarandi samstarfssamning sem lið að auknu og skilvirkara samstarfi í þágu félagsmanna. Samstarfssamningur FÍH og FT Stjórnir FÍH og FT, hér á eftir nefndir samningsaðilar, gera með sér eftirfarandi samstarfssamning, í samræmi við sameiginlega

framtíðarsýn stjórna félaganna um aukið og bætt samstarf þeirra. Samningurinn varðar samstarf samningsaðila en hefur ekki áhrif á skyldur samningsaðila að öðru leyti samkvæmt lögum félaganna, landslögum eða öðrum samningum. 1. Markmið samstarfssamningsins Markmið samningsins er að samningsaðilar hafi eftirfarandi meginatriði að leiðarljósi í samstarfi sínu: • að hámarka faglegan og kjaralegan ávinning félagsmanna, Framhald á næstu síðu

Október 2010 · tölublað 85


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.