Fréttabréf FT - 84. tbl., september 2010

Page 1

Fréttabréf Félags tónlistarskólakennara

Staðan í samningamálum Haustið 2010 Til að varpa ljósi á stöðuna í samningamálum fylgja hér punktar um ferlið frá gerð stöðugleikasáttmálans til dagsins í dag. •

Stöðugleikasáttmáli var undirritaður 25. júní 2009 af forsætisráðherra, fulltrúum heildarsamtaka launafólks, Samtaka atvinnulífsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Markmið sáttmálans fólust í því að stuðla að endurreisn efnahagslífsins í landinu.

Kennarasamband Íslands lagði áherslu á að verja velferðarkerfið, skólakerfið og samningsbundin kjör félagsmanna.

Samkvæmt sáttmálanum var gert ráð fyrir framlengingu kjarasamninga til loka nóvember mánaðar 2010.

Í viðræðum um sáttmálann var lögð áhersla á að styrkja stöðu þeirra tekjulægstu og einungis þeir sem hefðu laun undir um 210-220 þúsund kr. á mánuði áttu að fá launahækkanir.

• •

Þessu viðmiði var ekki fylgt af ríkinu og kjarasamningar fela í sér hækkanir á laun allt að 310.000 kr. á mánuði. Síðasti kjarasamningur Félags tónlistarskólakennara við Launanefnd sveitarfélaga hafði gildistímann 1. desember 2008 til 31. ágúst 2009. Ekki hefur verið gengið frá nýjum kjarasamningi. Þann 29. apríl 2010 vísuðu samninganefndir Félags tónlistarskólakennara, Félags grunnskólakennara, Félags leikskólakennara og Skólastjórafélags Íslands kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Meginkröfur félaganna eru að gengið verði frá kjarasamningi við félögin á svipuðum nótum og lagðar voru til grundvallar við gerð kjarasamninga ríkisins við Kennarasamband Íslands vegna framhaldsskóla. Fjórir fundir hafa verið haldnir undir verkstjórn ríkissáttasemjara: 10. maí, 21. maí, 7. júní og 12. ágúst.

Samningar annarra stéttarfélaga eru að losna - næsta samningstímabil að hefjast (nóvember). Á vettvangi þeirra sem áttu aðild að stöðugleikasáttmálanum er nú rætt um einhvers konar framhald eða aðgerðaáætlun. Við lítum svo á að það sé forsenda fyrir aðkomu að samfloti inn í framtíðina, að gengið verði frá kjarasamningum þess tímabils sem er að renna út (sept. 2009 til nóv. 2010) á sömu nótum og gert var fyrir framhaldsskólann. Ef framhald verður á samfloti munum við ekki vera aðilar að samkomulagi sem einungis hækkar lægstu laun. Við munum fylgja okkar stefnu um að menntun skuli metin til launa. Í blaðinu: • Frá erindi Jóhanns Inga Gunnarssonar, sálfræðings, „Góður liðsandi - mikilvægi starfsgleði og góðs starfsanda” á trúnaðarmannanámskeiði FT vorið 2010. • Um skatta-, lífeyris- og fæðingarorlofsmál. • Nýtt námsefni í píanóleik og í tónfræði. • Tónlist fyrir alla - áhugaverð verkefni í Evrópu um samstarf tónlistarskóla og grunnskóla. • Dagskrá svæðisþinga tónlistarskóla haustið 2010.

September 2010 · tölublað 84


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.