Fréttabréf FT - 83. tbl., maí 2010

Page 1

Fréttabréf Félags tónlistarskólakennara

Svæðisþing tónlistarskóla haldin í áttunda skipti haustið 2010 Svæðisþing tónlistarskóla verða haldin í áttunda sinn í haust og eins og í fyrra verða þau haldin á sex stöðum: • • • •

• •

Föstudagur 27. ágúst – Austurland (Egilsstaðir) Fimmtudagur 9. september – Norðurland (Akureyri) Föstudagur 10. september – Vestfirðir (Ísafjörður) Fimmtudagur 16. september – Suðurland og Suðurnes (Reykjanesbær) Fimmtudagur 23. september – Vesturland (Borgarnes) Föstudagur 24. september – Höfuðborgarsvæðið

Sem fyrr verða tekin fyrir fagleg málefni sem eru ofarlega á baugi hjá stéttinni og fylgja hér drög að dagskrá: 1. Nótan - uppskeruhátíð tónlistarskóla Hvernig tókst til 2010? / Fyrirkomulag Nótunnar 2011. 2. Staða tónlistarskóla í dag Staða tónlistarskóla verður skoðuð og rædd út frá eftirfarandi sjónarhornum: Niðurskurði (fjárframlög sveitarfélaga til tónlistarskóla árin 2008-2010), sameiningum skólastofnana (hver er sérstaða tónlistarskóla innan skólakerfisins sem fagstofnana) og fagmennsku (mikilvægi starfsgleði og góðs starfsanda á krefjandi tímum). Innlegg og umræður.

3. Valdir kaflar úr eftirfarandi skýrslum verða teknir til umfjöllunar og brotnir til mergjar: •

Rannsókn menntamálaráðuneytisins/Anne Bamford. „Úttekt á stöðu listfræðslu á Íslandi“ (skýrslan verður aðgengileg á íslensku í vor). Könnun FT „Greining á kerfi tónlistarskóla á Íslandi“ (verður sett á netið í vor). Mismunandi skólalíkön skoðuð út frá þjónustu-, kostnaðar- og virknistuðlum, skiptingu í námsáfanga, kennslugreinum, aldri nemenda o.fl.

4. Tillögur að meistaranámi í hljóðfæra- og söngkennslu Þann 21. september 2009 skipaði rektor Listaháskóla Íslands, Hjálmar H. Ragnarsson, vinnuhóp til að gera tillögur um námsbraut á meistarastigi í hljóðfæra- og söngkennslu við skólann. Vinnuhópurinn skilaði af sér greinargerð og tillögum 15. janúar síðastliðinn. Kynning og umræður. Svæðisþingin eru haldin í samstarfi Félags tónlistarskólakennara (FT), Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Samtaka tónlistarskólastjóra (STS). Nánari upplýsingar verða sendar til tónlistarskóla og félagsmanna þegar nær dregur.

NÓTAN uppskeruhátíð tónlistarskóla Yfirstjórn uppskeruhátíðar tónlistarskóla, skipuð tveimur fulltrúum frá Samtökum tónlistarskólastjóra (STS), Félagi tónlistarskólakennara (FT) og Félagi íslenskra hljómlistarmanna (FÍH), hélt fund þann 21. apríl þar sem farið var yfir framkvæmd uppskeruhátíðarinnar 2010 með það fyrir sjónum að draga lærdóm af og betrumbæta. Fundinn sátu fulltrúar úr undirbúningshópum vegna svæðisbundna hluta uppskeruhátíðarinnar, yfirstjórn og stjórnum STS, FT og FÍH. Framhald á næstu síðu

Lokatónleikar Nótunnar 2010 í Langholtskirkju 27. mars. Á myndinni eru þeir tónlistarnemendur sem hlutu viðurkenningar á lokatónleikum Nótunnar 2010 auk nokkurra aðstandenda hátíðarinnar og góðra gesta.

Maí 2010 · tölublað 83


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.