Fréttabréf FT - 82. tbl., mars 2010

Page 1

Fréttabréf Félags tónlistarskólakennara

Svæðisbundnir tónleikar haldnir á fjórum stöðum út um land laugardaginn 13. mars Laugardaginn 13. mars fara fram svæðisbundnir tónleikar á fjórum stöðum út um land þar sem nemendur á öllum aldri og námsstigum, frá skólum vítt og breitt af svæðunum, bjóða upp á mjög svo fjölbreyttar efnisskrár. Tónlistarskólar hafa hver með sínum hætti valið atriði inn á svæðisbundnu tónleikana og sem dæmi um leiðir sem farnar hafa verið má nefna margvíslegt tónleikahald, sérstaka valtónleika, keppnir og tilnefningar stjórnenda og kennara innan skólanna. Ákveðinn fjöldi atriða af svæðisbundnu tónleikunum

mun mynda efnisskrá lokatónleika uppskeruhátíðar tónlistarskóla sem fram fara laugardaginn 27. mars í Langholtskirkju í Reykjavík. Fjöldi atriða frá hverju svæði tekur mið af fjölda nemenda og tónlistarskóla á svæðunum. Frá Vesturlandi og Vestfjörðum geta komið þrjú atriði, frá Norður- og Austurlandi átta, frá Suðurlandi og Suðurnesjum fjögur og frá höfuðborgarsvæðinu geta komið 12 atriði. Hér á eftir eru upplýsingar um alla svæðisbundnu tónleika uppskeruhátíðarinnar.

Tónlistarskólar á Vesturlandi og Vestfjörðum halda saman

Tónlistarskólar á Norður- og Austurlandi halda saman

tónleika í Hólmavíkurkirkju á Hólmavík. Kynnir á tón-

tónleika í Ketilhúsinu á Akureyri. Kynnir á tónleikunum

leikunum er Sigurður Jónsson (Diddi fiðla).

er Gunnar Gíslason, fræðslustjóri á Akureyri.

14:00 Fyrri hluti tónleika 14:50 Hlé (kaffisala) 15:20 Seinni hluti tónleika 16:10 Stutt hlé 16:30 Lokaathöfn - afhending viðurkenninga Valnefnd: Bjarni Guðráðsson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Soffía Vagnsdóttir.

14:00 Fyrri hluti tónleika 15:00 Hlé (kaffisala) 15:30 Seinni hluti tónleika 16:30 Stutt hlé 17:00 Lokaathöfn - afhending viðurkenninga Valnefnd: Magna Guðmundsdóttir, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Valmar Väljaots.

Tónlistarskólar á Suðurlandi og Suðurnesjum halda saman

Tónlistarskólar á höfuðborgarsvæðinu halda saman tón-

tónleika í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn. Kynnir á tónleikunum

leika í sal FÍH Rauðagerði 27, 108 Reykjavík. Kynnir á

er Barbara Guðnadóttir, menningarfulltrúi í Ölfusi.

tónleikunum er Guðrún Gunnarsdóttir, söngkona.

13:00 Fyrri hluti tónleika 13:50 Hlé (kaffisala í ráðhúsinu) 14:20 Seinni hluti tónleika 15:10 Stutt hlé 15:30 Lokaathöfn - afhending viðurkenninga Valnefnd: Björgvin Þ. Valdimarsson, Hilmar Örn Agnarsson og Kjartan Már Kjartansson.

12:30 Tónleikar I 14:00 Tónleikar II 15:30 Tónleikar III 16:45 Lokaathöfn - afhending viðurkenninga Valnefnd: Einar Jóhannesson, Sigurður Flosason og Una Sveinbjarnardóttir.

Mars 2010 · tölublað 82


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Fréttabréf FT - 82. tbl., mars 2010 by Kennarasamband Íslands - Issuu