MBERI
ÚTDRÁTTUR
FYRIRTÆKIÐ IMBER VAR STOFNAÐ AF FIMM UNGUM FRUMKVÖÐLUM Í FRUMKVÖÐLAFRÆÐI Í VERZLUNARSKÓLA ÍSLANDS
FYRIRTÆKIÐ VAR STOFNAÐ VEGNA ÞÁTTTÖKU Í VERKEFNINU UNGIR FRUMKVÖÐLAR Á VEGUM
JUNIOR ACHIEVEMENT
VIÐSKIPTAHUGMYNDIN OKKAR ER AÐ SELJA ILMVATN, BLÖNDUÐ FRÁ GRUNNI
ILMVATNIÐ ER FRAMLEITT Á ÍSLANDI
SELD VORU 32 HLUTABRÉF TIL 19 HLUTHAFA FYRIR SAMTALS 64 000 KRÓNUR
NAFNIÐ IMBER KEMUR ÚR LATÍNU EN ÞAÐ MERKIR RIGNING
VARAN VERÐUR SELD Á SAMFÉLAGSMIÐLUM, VEFSÍÐU OG Á VÖRUMESSUNNI SEM VERÐUR HALDIN Á SMÁRALINDINNI
MARKHÓPURINN OKKAR ERU KONUR Á ÖLLUM ALDRI
VIÐ STEFNUM Á AÐ SELJA 50 EININGAR
STOFNKOSTNAÐURINN ER 8.747 KR.
FRAMLEIÐSLUKOSTNAÐURINN ER 118.650 KR.
ÁÆTLAÐ SÖLUVERÐ ER 5.000 KR./EIN.
NÚLLPUNKTUR STENDUR Í 3 EININGUM
VIÐSKIPTAHUGMYND OG FYRIRTÆKIÐ
Fyrirtækið Imber er ilmvatns fyrirtæki stofnað af fimm ungum frumkvöðlum í Verslunarskóla Íslands. Okkur fannst skortur af íslensku ilmvatni á markaðnum hérlendis. Því fannst okkur kjörið tækifæri að framleiða ekta íslenskt ilmvatn. Ilmvatnið er gert úr ýmis olíum til að ná fullkomni lykt sem allir geta notið. Ilmvatnið selst í 50 ml flöskum á 5.000 kr. stykkið. Ilmvatnið verður aðgengilegt á vefsíðum Imber og á samfélagsmiðlum fyrirtækisins.
MARKMIÐ FYRIRTÆKISINS
Markmið Imber er að koma á framfæri ilmvatni sem framleitt er af ungum konum fyrir konur. Ilmvatnið á að vera ferskt og fullkomið til daglegra nota. Umbúðir verða notendavænar og auðvelt að ferðast með á milli staða. Væntingar okkar er að koma vörunni á framfæri og kynna sem flesta fyrir Imber ilmvatninu. Framleiðslan er unnin á Íslandi og er ekki notast við prófanir á dýrum í framleiðsluferlinu. Stefnan er sett á að framleiða og selja 50 einingar í kjölfar kynningar á Vörumessu í Smáralind í apríl 2024.
Þegar árangri hefur verið verið náð með fyrstu vöru Imber sem er vara fyrir konur þá er markmiðið að stækka markhóp vörumerkisins og framleiða herrailm. Imber er sérstök vara fyrir þær sakir að hún á ekki í samkeppni við marga innlenda aðila og ímynd vörunnar byggir á okkur en ekki fyrir fram stöðluðum ímyndum eins og ákveðnu útliti eða jafnvel fyrirsætum.
STJÓRNSKIPULAG
Fyrirtækið Imber samanstendur af fimm stelpum í frumkvöðlafræði í Verslunarskóla Íslands. Við skiptum stöðum innan fyrirtækisins á milli okkar en hlutverkin eru framkvæmdastjóri, fjármálastjóri, markaðsstjóri, rekstrarstjóri og síðan hönnunar- og þróunarstjóri. Hér fyrir neðan má sjá stjórnskipulag og stöður hvers og eins starfsmanns innan fyrirtækisins Imber.
STOFNENDUR
ÞÓRUNN KLARA SÍMONARDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI
Þórunn Klara Símonardóttir er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Helsta verkefni Þórunnar er að hafa yfirsýn yfir fyrirtækið og að passa að allt gangi samkvæmt áætlun. Framkvæmdastjóri tekur ábyrgð af þeim ákvörðunum sem eru teknar fyrir hönd fyrirtækisins. Hún sér um að verkefnum sé skilað á réttum tíma, að samskipti starfsmanna séu til fyrirmyndar og að allir s af mörkum.
að samskipti starfsmanna séu til fyrirmyndar og að allir séu að leggja sitt af mörkum.
KAMILLA RÚN ANTONSDÓTTIR REKSTRARSTJÓRI
Kamilla Rún Antonsdóttir er rekstrarstjóri fyrirtækisins. Hlutverk rekstrarstjóra er að þróa söluáætlanir og stýrir viðskiptasamböndum til að tryggja að reksturinn sé skilvirkur, hagkvæmur og samræmist markað fyrirtækisins. Kamilla hefur yfirumsjón með allri sölu og sér um að taka við pöntunum. Hún er helsti tengiliður viðskiptavina við fyrirtækið.
yfirumsjón með allri sölu og sér um að taka við pöntunum. Hún er helsti tengiliður viðskiptavina við fyrirtækið.
S NDUR
STEFANÍA DILJÁ EDILONSDÓTTIR
FJÁRMÁLASTJÓRI
SELMA ÞORGEIRSDÓTTIR
MARKAÐSSTJÓRI
Stefanía Diljá Edilonsdóttir er fjármálastjóri fyrirtækisins. Hún hefur umsjón með öllum fjármálum fyrirtækisins. Hún passar upp á að reksturinn sé arðbær og að fjármunum fyrirtækisins sé ráðstafað á hagkvæman hátt. Hennar helstu verkefni er að sjá um bókhald og að hafa yfirsýn með fjármagni sem kemur inn og út úr fyrirtækinu. Einnig heldur hún utan um hlutabréf og skráir niður alla hluthafa fyrirtækisins.
með fjármagni sem kemur inn og út úr fyrirtækinu. Einnig heldur hún utan um hlutabréf og skráir niður alla hluthafa fyrirtækisins.
Selma Þorgeirsdóttir er markaðsstjóri fyrirtækisins. Hún sér um öll markaðsmál og ber ábyrgð á samfélagsmiðlum fyrirtækisins. Selma sýnir frá framleiðsluferlinu og býr til markaðsefni sem verður birt á vefsíðu fyrirtækisins og samfélagsmiðlum. Hún einblínir á markaðshóp fyrirtækisins og býr til markaðsefni sem henni finnst tilheyra þeim hópi.
markaðshóp fyrirtækisins og býr til markaðsefni sem henni finnst tilheyra þeim hópi.
EMELIA MIKAELSDÓTTIR
HÖNNUNAR OG ÞRÓUNARSTJÓRI
Emelía Mikaelsdóttir er hönnunar og þróunarstjóri fyrirtækisins. Allt sem tengist hönnun og útliti, sér Emelía um. Hvort sem það er vörumerki, auglýsingar eða umbúðir. Hún sér um að allt sé stílhreint og að varan sé seljanleg á markaði. Hún sér einnig um að fylgjast með þróun markaðarins og að varan sé í takt við kröfur markaðarins og viðskiptavina.
Nafn Kennitala Heimilisfang Fjöldi bréfa
Stella Skúladóttir 020365-3749 Bæjargil 13 2 Hlutabréf
Þorgeir Pétursson 130265-3169 Bæjargil 13 2 Hlutabréf
Jóhanna Kristín Ólafsdóttir 140676-4629 Þingholtsstræti 22a 2 Hlutabréf
Símon Adolf Haraldsson 040673-4328 Krosseyrarvegur 11 2 Hlutabréf
Birna Markúsdóttir 230981-4587 Krosseyrarvegur 11 2 Hlutabréf
Anton Líndal Ingvason 230278-3189 Bæjargil 45 2 Hlutabréf
Guðrún Lilja Lýðsdóttir 200585-4549 Bæjargil 45 2 Hlutabréf
Mikael Sigursteinsson 160170-6039 Lyngmóar 8 2 Hlutabréf
Guðbjörg Ketilsdóttir 080473-3119 Laxatunga 86 2 Hlutabréf
Kristján Mikaelsson 280201-3670 Lyngmóar 8 2 hlutabréf
Sigurbjörn Ægir Sigurbjörnsson
Hildigunnur Davíðsdóttir
Óli Hjörtur Ólafsson 011078-4519 Baldursgata 30 1 Hlutabréf
Selma Þorgeirsdóttir
Emelía Mikaelsdóttir
Kamilla
Stefanía
Þórunn
Bæjargil 13 1 Hlutabréf
86 2 Hlutabréf
MARKAÐSMÁL, SÖLUMÁL OG SAMKEPPNI
Ilmvatnið er við hæfi við allar aðstæður og kemur í þægilegri flösku sem auðvelt er að ferðast með á milli staða. Ilmvatnið er blandað af starfsmönnum fyrirtækisins og er einblínt á að uppskriftin henti fyrir allar húðtegundir. Í ferlinu prófum við blöndurnar á húðina okkar þar sem við eru fimm stelpur með ólíka húð. Það er nauðsynlegt að blandan valdi ekki ertingu eða útbrotum á húð viðskiptavina.
Ferlið við framleiðslu ilmvatnsins mun fara fram í vottuðu eldhúsi þar sem við fáum tækifæri á að prófa okkur áfram og betrumbæta uppskriftirnar. Við reynum að prófa sem flestar uppskriftir til að finna drauma blönduna. Það getur verið erfitt að finna blöndu sem öllum þykir góð þar sem smekkur manna er misjafnt. Ilmurinn sem við notumst við er vanilluilmur, sem er ein af vinsælustu ilmum á markaðnum.
Markmiðið okkar er að hafa blönduna létta og ferska. Þegar að ilmvötn eru of þung geta þau valdið höfuðverk og ógleði, okkur langar að koma í veg fyrir það. Okkur finnst mikilvægt að fyrirtækið okkar verði með góða þjónustu. Það verður auðvelt að hafa samband við okkur ef það vakna upp spurningar eða gagnrýni Við verðum fljótar að bregðast við ef eitthvað kemur upp á.
SAMKEPPNI
Erlend fyrirtæki eiga nánast ilmvatnsmarkaðinn hérlendis. Mikið er um innflutning á erlendum ilmvötnum og eru þau til sölu í flestum snyrtivörudeildum landsins. Lítið er um íslensk ilmvötn en hlutdeild þeirra hefur farið vaxandi undanfarið. Helstu samkeppnisaðilar Imber eru stórir erlendir framleiðendur sem hafa verið lengi á markaðinum Til að ná athygli kaupenda þá miðar markaðssetning við að Imber er íslenskt ilmvatnsfyrirtæki og framleiðsla fer fram hér á Íslandi.
VÆNTALEGIR VIÐSKIPTAVINIR
Markaðshópur fyrirtækisins eru konur á öllum aldri en líklegir viðskiptavinir samkvæmt markaðsrannsókn eru konur á aldrinum 18-25 ára. Auglýsingar verða miðaðar við eigin notkun kvenna á ilmvatninu og til þess að stækka markaðshópinn verður ilmurinn jafnframt auglýstur sem tilvalin gjöf fyrir þann sem væntanlegum viðskiptavini þykir vænt um. Til þess að ná til þessa markaðshópa munum við auglýsa vöruna á samfélagsmiðlum.
VERÐ OG VERÐSTEFNA
Áætlað söluverð á vörunni er 5.000 kr. Gerð var markaðskönnun í febrúar 2024 sem um 200 konur á öllum aldri svöruðu. Tilgangur hennar var að fá fram hugmynd um eftirspurn eftir vörunni og greiðsluvilja. Flestir þátttakendur voru tilbúnir til þess að greiða á bilinu 4.000 kr. til 6.000 kr.
Breytilegur einingarkostnaður við framleiðsluferlið er í kringum 2.152 kr. en þá er um að ræða hráefniskostnað og umbúðir. Fastur kostnaður við framleiðsluferlið er 8.742 kr. en þar undir fellur skráningarkostnaður í félag Ungra Frumkvöðla auk kostnaðar við fyrstu flöskuna. Álagning er 100% ofan á kostnaðarverð vörunnar. Þess ber að geta að vinnuframlag okkar sem að hugmyndinni koma er mikið og gerum við ráð fyrir að álagningin nái yfir það.
KYNNING OG DREIFING
Varan verður fyrst auglýst á samfélagsmiðlum, mest á Instagram, Facebook og Tik Tok. Markmiðið er að hafa grípandi auglýsingar sem kveikir áhuga á vörunni og fær áhugasama til að vilja afla sér frekari upplýsinga um vöruna. Með auglýsingum á samfélagsmiðlum fær Imber aðgengi að væntanlegum viðskiptavinum og verður hlekkur á auglýsingunni sem flytur áhugasama yfir á vefsíðu fyrirtækisins. Þar verða frekari upplýsingar um vöruna aðgengilegar og hægt að versla vöruna.
Kynning á vörunni mun einnig fara fram á Vörumessunni sem verður haldin í apríl 2024 í Smáralind. Þar munum við stofnendur fyrirtækisins kynna vöruna og svara spurningum frá áhugasömum.
Við erum góður hópur sem vinnur vel saman. Við blöndum ilmvatnið frá grunni og getum því alveg ákveðið hráefnin í vörunni. Blandan er framleidd innanlands og við höfum fulla yfirsýn yfir framleiðsluferlið. Ilmvatnið er eiturefnalaust og hentar því líka fyrir þá sem eru með viðkvæma húð. Margir ilmvatnsframleiðendur prófa vörurnar sínar á dýrum. Það á ekki við í okkar tilfelli. Engin skaðleg efni eru notuð í framleiðslunni. Það eru fá íslensk fyrirtæki sem framleiða ilmvatn hér á landi og er samkeppni lítil við íslensk fyrirtæki.
VEIKLEIKAR
Það er erfitt að komast inn á markaðinn þar sem það er til mikið af erlendum stórum ilmvatnsfyrirtækjum. Samkeppnin verður því einkum við stór erlend fyrirtæki. Þau eru öll með ákveðna ímynd en kauphegðun fólks er oft á þann veg að fólk verslar frekar ímyndina heldur en vöruna sjálfa. Það getur verið erfitt að búa til ilm sem hentar öllum og tímafrekt er að finna hina fullkomnu blöndu. Við pöntum einnig flöskuna erlendis frá sem telur inn í kolefnisfótspor við framleiðsluferlið og getur tafið afhendingu.
ÓGNIR
Varan þarf að vera tilbúin á réttum tíma og passa þarf vandlega að ekkert eintak sé gallað. Vandasamt getur verið að ná athygli fólks í markaðssetningu. Við þurfum að ná að auglýsa vöruna þannig að réttur markaðshópur fær vitneskju um vöruna.
TÆKIFÆRI
Við erum ungar konur í frumkvöðlastarfsemi með vöru sem ekki er með mikla samkeppni í innlendri framleiðslu. Vörumessan í Smáralind opnar á kynningarstarf um Imber, stofnendur þess og vöruna okkar.
GÓÐUR MANNAUÐUR
GERT FRÁ GRUNNI
ENGIN DÝR SKÖÐUÐ
FRAMLEITT INNANLANDS
EKKI MÖRG ÍSLENSK ILMVATNSFYRIRTÆKI
ÍSLENSK HÖNNUN
STYRKLEIKAR VEIKLEIKAR ÓGNIR TÆKIÆRI
VÖRUMESSA Í SMÁRALIND AUGLÝSINGAR
SELJA VÖRU Á VEFSÍÐU
ERLEND SAMKEPPNI
ERFITT AÐ FINNA HINN FULLKOMNA ILM
BIÐIN
ERLENDAR UMBÚÐIR
VARAN VERÐI EKKI TILBÚIN Í TÆKA TÍÐ ÓVISSA
VARAN SKILI EKKI ÞEIM HAGNAÐI SEM VIÐ VONUMST EFTIR
STÓR FYRIRTÆKI Á SAMA MARKAÐI
Vegan Cruelty-free
FRAMKVÆMDAÁÆTLUN
JANÚAR
FEBRÚAR
Hugmyndavinna hófst strax í byrjun janúar og komum við okkur beint af stað. Við vorum ákveðnar í að framleiða vöru og nokkrar hugmyndir komu til greina. Hópnum leist best á þá hugmynd að framleiða ilmvatn. Ákvörðun um nafn fyrirtækisins tók smá tíma því við vildum hafa nafn sem væri bæði einstakt en líka seljanlegt. Við komumst að þeirri niðurstöðu að nefna fyrirtækið Imber. Við sem eigendur ákváðum í sameiningu hvaða starfsheiti henta okkar í samræmi við áhugamál og styrkleika.
Í byrjun febrúar settum við fram markaðsrannsókn til þess að kanna áhuga fyrir vörunni. Við sömdum spurningar sem við töldum vera nauðsynlegar til þess að kanna áhuga viðskiptavina við íslensku ilmvatni. Við settum upp skýrslu með niðurstöðum rannsóknarinnar og tóku 200 konur þátt. Niðurstöðurnar gáfu okkur hugmynd um meðaltals notkun kvenna á daglegri notkun ilmvatns, hvort áhugi væri fyrir vörunni og hvaða verð markaðshópurinn væri tilbúinn að borga fyrir vöruna. Sala á hlutabréfum fór af stað og fyrsta fjármagn kom inn í fyrirtækið. Við skráðum fyrirtækið okkar hjá Ungum Frumkvöðlum. Prufueintak á ilmvatnsflöskunni var pantað erlendis frá og blöndun hófst.
MARS
APRÍL
Við fengum prufueintakið í byrjun mars og leist okkur vel á það. Næstu skref voru að áætla hvað við þurftum margar umbúðir og að panta þær. Við héldum áfram að blanda fleiri vökva og sjá hvaða uppskrift væri best. Hannaðir voru límmiðar fyrir flöskuna og pöntuðum við þá. Uppbygging á vefsíðu byrjaði með myndum og upplýsingum um ilmvatnið. Einnig stofnuðum við Instagram síðu og byrjuðum að velta fyrir okkur hvernig við viljum auglýsa vöruna.
Markmiðið í apríl er að vera komnar með fullmótaða vöru í hendurnar. Mesta vinnan í apríl fer í uppsetningu á sölubás okkar í Smáralind fyrir Vörumessuna. Markmiðið er að auglýsa básinn vel og fá sem flesta til að mæta. Við viljum einnig hafa möguleikann fyrir þá sem vilja kaupa ilmvatnið á aðra vegu að þau geti keypt það á vefsíðunni okkar eða í gegnum Instagram.
FRAMKVÆMDAÁÆTLUNTÍMALÍNA
HÓPUR KEMUR FYRST SAMAN VARA ÁKVEÐIN
HLUTVERK INNAN FYRIRTÆKIS SKIPUÐ
MARKAÐSRANNSÓKN
NAFN ÁKVEÐIÐ
SALA HLUTABRÉFA
SKRÁNING FYRIRÆKIS
PRUFUEINTAK PANTAÐ
FYRSTU ILMVATNSBLÖNDURNAR
SAMFÉLAGSMIÐLAR STOFNAÐIR
VIÐSKIPTAÁÆTLUN
UMBÚÐIR PANTAÐAR
LÍMMIÐAR PANTAÐIR
MYNDIR TEKNAR
UPPSETNING VEFSÍÐU
FINNA LOKA UPPSKRIFT
LOKAVARA KOMIN Í HÚS
UNDIRBÚNINGUR Á SÖLUBÁSI
VÖRUMESSA
HEIMASÍÐA
ÁKVARÐA
KOSTNAÐARATHUGUN
Kostnaður á einingu 2.142 kr.
Söluverð á einingu 5.000 kr.
Hagnaður á einingu 2.858 kr.
Núllpunktur 3 einingar
Fastur kostnaður = 8.747 kr.
Breytilegur kostnaður = 2.142 kr./ein.
Fastur kostnaður framleiðslunnar er 8.747 kr. Áætlað söluverð á einingu er 5.000 kr. en þar sem fastur kostnaður er ekki mikill þarf einungis sölu á 3 einingum til þess að ná núllpunkti við framleiðslu.
FJÁRHAGSÁÆTLUN
Stofnkostnaður
Skráningargjald
Prufuumbúðir
Samtals
8 000 kr
747 kr.
8 747 kr
Stofnkostnaður í fyrirtækinu okkar er frekar lár því fasti kostnaðurinn er lítill. Fyrirtækið var skráð hjá Ungum Frumkvöðlum fyrir 8.000 kr. og er það stærsti fasti kostnaðurinn okkar. Áður en við hófum framleiðslu keyptum við prufueintak af umbúðunum fyrir ilmvatnið á 747 kr. Okkur Leyst vel á prufueintakið og munum við því panta fleiri alveg eins flöskur. Hráefnin sem keypt voru til blöndunar á ilminum verða notaðar í framleiðslu á ilmvatnsvökvanum sjálfum og telst því ekki til fasts kostnaðar.
Kostnaður við uppsetningu á kynningarbás höfum við fjármagnað með styrjum og stuðningi fyrirtækja. Við fáum drykki, léttar veitingar og skreytingar í formi styrkja gegn auglýsingum á samfélagsmiðlum Imber. Áformað er að sýna frá framleiðsluferli ilmvatnsins á Vörumessunni en við höfum fengið lánaðan búnað til þess, okkur að kostnaðarlausu.
FJÁRHAGSÁÆTLUN
KOSTNAÐUR
Markmið Imber er að selja að minnsta kosti 50 ilmvatnsflöskur. Framleiðslukostnaður á einingu er 2 142 kr Fasti kostnaðurinn er 8.747 kr. og kostnaður við framleiðslu á 50 einingum er 118.650 kr. Í þeim kostnaði er hráefni, umbúðir, límmiðar og borðar á flöskurnar. Heildarkostnaður við framleiðsluna er því 127.397 kr. Ef umframeftirspurn er eftir vörunni þá er jaðarkostnaður lítill þar sem hráefniskostnaður er ekki stór hluti af kostnaðarverði vörunnar.
BREYTILEGUR KOSTNAÐUR (MIÐAÐ VIÐ 50
KOSTNAÐARATHUGUN
Tekjur
Áætluð sala miðar við 50 seldar einingar á 5.000 kr. er samtals 250.000 kr. Sala á hlutabréfum er ennþá í gangi en í augnablikinu erum við komnar með um 64.000 kr.
TEKJUR (MIÐAÐ VIÐ 50 SELDAR EININGAR) VERÐ
Sala
Samtals
Hlutabréf
HEILDARÁÆTLUN (MIÐAÐ VIÐ 50 EININGAR)
Heildarkostnaður
Heildartekjur
Hagnaður
250 000 kr
250.000 kr.
64.000 kr.
VERÐ
127 397 kr
250.000 kr.
122 603 kr
FRAMTÍÐ FYRIRTÆKISINS
SLÆM FRAMTÍÐ
Eins og áður kom fram þarf ekki að selja margar einingar til þess að fyrirtækið komist í núllpunkt. Við þurfum því ekki að áætla meira en að 3 einingar seljist til að komast úr skuld. Markmiðið er samt að selja 50 einingar og mun fyrirtækinu aðeins ganga illa ef við ofmetum eftirspurnina. Það er að segja, ef við pöntum 50 einingar af umbúðum en 0 eintök
BJÖRT FRAMTÍÐ
Framleiddar 50 einingar en aðeins 20 seldar
Kostnaður
Tekjur
127.397 kr.
100.000 kr.
Tap -27.397 kr.
mun fyrirtækinu aðeins ganga illa ef við ofmetum eftirspurnina. Það er að segja, ef við pöntum 50 einingar af umbúðum en náum síðan aðeins að selja 20 eintök ef ilmvatnið myndi ganga vel í sölu væri framtíðar draumur að framleiða fleiri ilmvatnstegundir ásamt því að framleiða herrailmi
Öll fyrirtæki óska eftir bjarti framtíð. Í okkar tilfelli væri það að eftirspurnin væri meiri en þessi 50 eintök sem við áætlum til sölu. Við teljum að 100 einingar seldar væri mjög björt framtíð fyrir fyrirtækið. Einnig ef ilmvatnið myndi ganga vel í sölu væri framtíðar draumur að framleiða fleiri ilmvatnstegundir ásamt því að framleiða herrailmi.
RAUNHÆF FRAMTÍÐ
Raunhæf framtíð í okkar augum er að selja það magn sem við erum búnar að áætla. Okkur finnst 50 einingar raunhæft magn og eitthvað sem við sjáum fyrir okkur að sé eftirspurn eftir.
Framleiddar og seldar 100 einingar
Kostnaður
Tekjur
Hagnaður
246.047 kr.
610 000 kr
363.953 kr.
Kostnaður
Framleitt og selt 50 einingar
127.397 kr.
Tekjur
Hagnaður
310.000 kr.
122.603 kr.
LÁNSFJÁRÞÖRF OG EIGIN FJÁRMÖGNUN
Fyrsta fjármögnun fyrirtækisins var sala hlutabréfa Þegar þessi viðskiptaáætlun er gerð erum við búnar að selja bréf til 19 hluthafa, að stofnendum meðtöldum Um er að ræða 32 hlutabréf og nafnverð hvers bréf er 2.000 kr. Samtals var því sala á hlutabréfum að andvirði 64.000 kr. Ráðstöfun þess fjármagns mun fara í innkaup á hráefnum fyrir ilmvatnið og umbúðir eins og glerflöskur, límmiða og borða sem notaðir verða til skreytingar á flöskunum. Einnig gæti hluti af fjármagninu nýst í auglýsingar og markaðssetningu. Þegar varan er fullkláruð munum við fjármagna fyrirtækið með sölu á ilmvatninu. Salan mun fara fram á Vörumessunni í Smáralind í Apríl en einnig á netinu í gegnum vefsíðu og Instagram.
EFTIRLIT OG LYKILTÖLUR
Við 50 einingar
Til þess að allt gangi vel er mikilvægt að hafa ítarlegt eftirlit með fjármagni og sölu vörunnar. Mikilvægt er að fylgjast með öllu inn- og útstreymi fjármagns. Stefanía Diljá, fjármálastjóri, mun hafa eftirlit með öllum kostnaðarreikningum. Mikilvægt er að reikningar séu greiddir á réttum tíma og að enginn óréttmætur kostnaður sé greiddur. Selma, markaðsstjóri, ber ábyrgð á að varan sé auglýst vel einkum á samfélagsmiðlum og fær hún allt auglýsingaefni frá Emelíu, hönnunarstjóra, sem útvegar myndir og auglýsingar til að birta. K
Emelíu, hönnunarstjóra, sem útvegar myndir og auglýsingar til að birta. Kamilla Rún, rekstrarstjóri, mun fylgjast með eftirspurn eftir vörunni og ber ábyrgð á að að framleiðsla sé í takt við eftirspurn.
Þórunn Klara, framkvæmdastjóri, ber ábyrgð á daglegum rekstri. Hún mun vinna jafnt og þétt að því að allt gangi eins vel og það getur og mun takast á við vandamál sem koma upp eins fljótt og hægt er.
UNDIRSKRIFT STOFNENDA
EMELÍA MIKAELSDÓTTIR - HÖNNUNAR OG ÞRÓUNARSTJÓRI
KAMILLA RÚN ANTONSDÓTTIR - REKSTRARSTJÓRI
SELMA ÞORGEIRSDÓTTIR - MARKAÐSSTJÓRI
STEFANÍA DILJÁ EDILONSDÓTTIR - FJÁRMÁLASTJÓRI
ÞÓRUNN KLARA SÍMONARDÓTTIR - FRAMKVÆMDASTJÓRI