Hústónlist hefur tekist að festa sig í sessi á Íslandi – þá sérstaklega á skemmtistöðum Reykjavíkur. Hústónlist er taktföst danstónlist sem er bein afleiða frá diskótónlistinni. Hönnun hefur alltaf verið stór partur af þessari tónlistarstefnu, t.a.m. með veggspjöldum, dreifimiðum og plötuumslögum. Í Húsverkier hústónlistarsögunni skipt í nokkur tímabil og voru viðtöl tekin við plötusnúða sem voru starfandi á einhverjum af þessum tímabilum, jafnvel öllum. Í verkinu er litið til einkenna hústónlistarinnar og hugarfarinu „gera allt sjálfur“ gerð góð skil. Bókin Húsverk er fjöldaframleidd í ljósritunarvél með handstimplaðri kápu. Plöturnar eru skonar í vínyl, handstimplaðar með silkiþrykktu umslagi, allt í takmörkuðu upplagi.