Fréttabréf febrúar

Page 1

Á R G A N G UR 1 T Ö L UB L A Ð 2

JCI Reykjavík- febrúar 6. mars 2013

Febrúar- frábær og frískandi!! Ofurhópeflisdagur JCI Reykjavík hélt hópefli laugardaginn 16. Febrúar, þar sem að keppnisskapið var í hámarki. Dagurinn byrjaði á dúndur dagskrá þar sem að Kristín Grétars stóð í leiðtogahorninu og leiddi

Efni í blaðinu

okkur í gegnum ýmsar þrautir og fróðleik. Við komumst að því hvaða persóna úr FRIENDS við erum, við fengum örfyrirlestur í markmiðasetningu og einnig var okkur falið það verkefni að

Annað fréttabréf ársins

tekna hvaða ofurhetja okkur langar að vera. Margar þrusuflottar ofurhetjur litu þarna dagsins

1

Febrúar- frábær og frískandi

ljós og listahæfileikar hópsins var þríst til hins ýtrasta.

2

Viðtal við senator

3

Skipurit JCI

4

Viðtal við nýliða

4

Framundan hjá JCI Reykjavík

Síðan fékk Hellusundið heimilislegt yfirbragð og heimagert lasagna og ýmis meðlæti voru borinn á borð. Eftir ánægjulegan kvöldverð var keppnisandinn kominn í hámark, því að nú var markmiðið að rústa mér í Fíasko, þar sem að ég hafði komið með þá yfirlýsingu fyrir kvöldið að ég tapaði ekki í spilum. En mér var svo aldeilis rústað og lenti mitt lið í síðasta sæti. Milli stríða voru bornar fram kökur og kaffi þar sem að Kristín Lúðviks sýndi snilldartakta í muffinsgerð. Hellusundið var síðan opnað fyrir alla JCI félaga um níu leitið, þar sem að við horfðum á Gunnar Nelson rústa andstæðingi sínum, og síðan var spilað langt fram eftir kvöldi.

Fimmtudagsfræðslan Margrét Reynisdóttir kíkti til okkar 7 febrúar og hélt fyrirlestur sem bar heitið “ 8 lyklar að árángursríkum tölvupóstasamskiptum” og er hann unnin úr samnefndri bók hennar. Það skiptir miklu máli að bera sig rétt fram og vanda sig við gerð tölvupósta.

Fleira sem gert var í Janúar fólst í Ræðunámskeiðskvöldum, spilakvöldi, fundum í nefndum og þátttöku í nýliðaþjálfun

Góðir punktar frá henni voru meðal annars: Ef að þú ert í vafa um að miskilningur geti átt sér stað þegar móttakandi les póstinn þá er vissara að taka upp tólið og hringja í viðkomandi. Það er gott að passa leturgerð og ekki flækja of marga broskalla og önnur merki inn í textann. Fyrirsögn á að vera skýr, hún skal vera í mesta lagi 5 – 7 orð og koma nákvæmlega inn á erindi póstsins. Þegar um fundi er að ræða er gott að hafa dagsetningu í fyrirsögninni. Þetta getur flýtt fyrir svari, og þegar leita þarf í pósthólfinu seinna meir. Ef að þú færð póst sem að tekur undir 2 min að svara, svaraðu þá strax. Gott er að venja sig á að póstur sem að berst fyrir hádegi skal svarað samdægus en ef hann kemur eftir hádegi má svara daginn eftir. Einnig er gott að vera með tilbúið staðlað form sem að hægt er að nýta þegar tíminn er naumur. Alltaf muna að ávarpa viðtakanda í byrjun póstar og einnig passa að undirskrift þín sé greinagóð þar sem að kemur fram nafn og hvernig er hægt að nálgast þig á sem skjótastan hátt. Faglegur póstur er tákn um gæði.

Ingibjörg Magnúsdóttir varaforseti tók saman


BLS 2

JCI REYKJAVÍK

Senator mánaðarins – Þorsteinn Fr. Sigurðsson Hulda Sigfúsdóttir benti á Þorstein Fr. Sigurðsson í síðasta tölublaði og hér birtist smá viðtal sem við áttum við hann á dögunum. Þorsteinn var öflugur liðsmaður í JCI á árum áður og hefur alltaf stutt félagið þegar á þarf að halda.

Fullt nafn? Þorsteinn Fr. Sigurðsson Hvenær byrjaðir þú í JCI? 1979 Stjörnumerki? Krabbi Uppáhaldslitur? Fjólublár Hvað gerir þú í dag? Er framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu STARF – vinnumiðlun og ráðgjöf ehf.

„-þú upplifir og innbyrðir í félagsstarfinu í samræmi við ástundan þína og framlag“

Hvað situr eftir úr reynslu þinni af JCI? Skemmtilegar og ánægjulegar minningar og afar viðamikið tengslanet vina og kunningja Telur þú að samfélagið njóti góðs af félagasamtökum eins og JCI? Ég er ekki í nokkrum vafa um það. Allur heilbrigður félagsskapur er af hinu góða og þar sem saman kemur hópur fólks sem vill þroska sig og efla í góðum félagsskap er gott að vera - og í leiðinni bætir það sitt nánasta umhverfi. Af hverju? Það er endalaus eftirspurn eftir fólki með reynslu af félagsstarfi til þátttöku í margvíslegum samfélagsverkefnum og félagasamtökum, í stjórnmálalífinu sem og í atvinnulífinu. Finnst þér JCI hafa breyst mikið síðan þú byrjaðir í félaginu? Ég verð að viðurkenna að ég hef aðeins fylgst með JC úr fjarlægð undanfarin ár og þekki þannig ekki hið daglega starf. Eftir sem áður er ég ekki í nokkrum vafa um að breytingarnar hafa orðið umtalsverðar frá því að ég var í starfinu af lífi og sál og flest allar frístundir snérust um starfið í JC. Á það bæði við um þátttöku mína í starfinu hér heima auk þess er ég starfaði með JC í bandaríkjunum í nokkur ár. Ertu með einhverjar ráðleggingar til nýrra JCI félaga? Ekki reikna með að þú verðir mataður með teskeið af reynslu og speki – þú upplifir og innbyrðir í félagsstarfinu í samræmi við ástundun þína og framlag. Og hafið hugfast að félagsstarfið í JC er ekkert annað en endurspeglun þeirra einstaklinga sem eru í starfinu hverju sinni. Hvaða senator JCI Reykjavíkur viltu skora á í næsta viðtal: Láru B. Pétursdóttur

Myndir frá Hópeflinustuðið var geigvænlegt .


JCI REYKJAVÍK

BLS 3

Skipurit JCI – útskýringar og kynning Gullkorn mánaðarins: A team obviously is made of individuals with diverse opinions, often conflicting. The focus clearly is attainment of common goals. Therefore, it is vital to set aside personal points of view, be aware of organizational goals and work towards achieving targets together

Stefnt er á að kynna til sögunnar smá hluta af skipuritinu í hverju tölublaði og nú byrjum við á Landsstjórn JCI Íslands. Fyrst má sjá skipuritsmynd og þar á eftir smá kynningu á fólkinu.

Einar Valmundsson er landsforseti árið 2013. Hann var áður forseti JCI Reykjavíkur. Hann hefur gaman af vinnunni sinni sem er verkefnastjórn á Vélaverkstæði Hjalta. Einnig er hann mikill áhugamaður um formfestu og reglur ásamt því að vera helsti stuðningsmaður JCI nælunnar.

Guðlaug Birna Björnsdóttir er ritari landsstjórnar. Hún er búin að vera í okkur ár í JCI og skipulagði meðal annars allt nýliðaferli frá hausti og til loka árs síðasta ár. Hún er í þróun á hugbúnaði og er einnig afbragðs brjóstsykursgerðarmaður.

Hrólfur Sigurðsson er gjaldkeri landsstjórnar og vinnur líka sem sérfræðingur hjá Matís. Hann er einn af þremur bræðrum JCI og samtökin væru talsvert fátækari ef foreldrar þeirra hefðu ekki lagt sitt af mörkum með þessu framlagi.

Kjartan Hanson er varaforseti. Hann er metnaðargjarn og stefndi á heimsyfirráð ásamt Sigurði sem líka er varaforseti í valdatíð þeirra í JCI Esju. Fyrir utan það plan er hann afar frambærilegur ungur drengur sem búinn er að vera lengi í JCI og nú á dögunum lauk háskólanámi í fjármálahagfræði. Sigurður Sigurðsson er hinn hlutinn af tvíeykinu sem stefndi á heimsyfirráð og er einnig einn af bræðrunum þremur. Hann var innritaður við fæðingu í JCI af eldri bræðrum og hefur verið ötull meðlimur síðan hann náði lögræðisaldri. Hann er mikill samfélagsmiðill en vinnur dagsdaglega við að skemmta börnum.


BLS 4

JCI REYKJAVÍK

Nýliði mánaðarins Kristín Lúðvíksdóttir er mjög öflugur félagi. Hún hefur verið dugleg að mæta á nýliðakvöld og er nú þegar í þremur nefndum, bæði á vegum JCI Reykjavíkur og JCI Íslands.

Hvað heitirðu og hvað gerirðu þegar þú ert ekki með JCI félögum? Það er fátt hægt að gera án JCI félaga - hehe. Annars er það hreyfing af öllum toga og fjölskyldan. Hvernig myndi mamma þín lýsa þér í tveimur setningum? Er eins mikill dugnaðarforkur og letidýr. Er eins hávær og hún er hávaxin. Hvað ertu búin að vera lengi í JCI og hvað var það sem vakti áhuga þinn varðandi félagið? Í rúma 3 mánuði, minnir mig. Datt hreyfingin í hug þegar ég sá að ég þurfti að efla mitt persónulega tengslanet.

„Er eins hávær og hún er hávaxin.“

Hvert í heiminum langar þig mest til að fara og af hverju? Til Páskaeyja - því enn í dag þekki ég engan sem hefur komið þangað. Hvaða dýr myndirðu vilja vera og af hverju? Gíraffi - svo hár og tignarlegur. Hvað finnst þér standa upp úr í starfi JCI? Góð samvinna meðal félaga. Hvað mætti bæta? Fleiri klukkutíma í sólarhringinn og meiri umfjöllum um hreyfinguna í samfélaginu. Að hverju stefnirðu með þátttöku þinni í JCI félaginu? Að verða besta eintak af sjálfri mér, og auðvitað friði á jörðu.

Framundan hjá JCI Reykjavík- allir velkomnir!! Hvað: Partý á vegum JCI Reykjavíkur Hvar: Hellusundi 3 Hvenær: 8. mars, klukkan 20:00 Hvað: Félagsfundur Hvar: Hellusundi 3 Hvenær: 18. mars, klukkan 19:30 Hvað: Fyrirlestur um hugræna atferlismeðferð Hvar: Hellusundi 3 Hvenær: 20. mars, klukkan 20:00


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.