Frettabref Mars

Page 1

Á R G A N G UR 1 T Ö L UB L A Ð 3

JCI Reykjavík- mars 2. apríl 2013

Mars- metinn afar mikilvægur!! Félagsfundur 18. Mars Félagar JCI Reykjavíkur voru kallaðir saman á félagsfund um miðjan mánuðinn. Þar var farið yfir það

Efni í blaðinu

sem búið er af árinu og það sem er framundan að einhverju leyti kynnt. Sextán félagar mættu sem þykir afar gott og var mikil stemmning á fólki. Nína stýrði fundinum fyrir okkur og Kristín Guðmunds

Þriðja fréttabréf ársins

ritaði hann. Í lokin var svo höfuð, herðar, hné og tær tekið með glæsibrag svona rétt til að koma

1

Mars- metinn afar mikilvægur

blóðinu á hreyfingu eftir mikla setu.

2

Viðtal við senator

3

Skipurit JCI- Esjan

4

Viðtal við nýliða

þar eru 12 mjög efnilegir ræðumenn / konur á ferð.

4

Framundan hjá JCI Reykjavík

Á föstudaginn munu þau etja kapp í ræðukeppni – og hvetjum við auðvitað alla félaga til að mæta.

Ræða 1 Reykjavíkinn stóð einnig að ræðunámskeiði 1 eitt sem að var að klárast, og má með sönnu segja að

Quelf spilakvöld Kallað var saman í party með Quelf þema þann 8. Mars. Spilað var Quelf frameftir nóttu og var víst margt um manninn. Þarna var eitthvað um að fólk var sett í skammarkrókinn og einnig fréttist af vatnshellingum með skrítinni eftirfylgni. Quelf er klárlega spil sem er komið til að vera hjá JCI. Forkeppni Mælskukeppnarinnar

Mars fór að miklu leyti í að félagar undirbjuggu sig undir ræðu- og mælskukeppnir. Hvarvetna mátti sjá fólk vera að skrifa eða þylja fyrir munni sér allskyns setningar

Í ár var ákveðið að taka upp mælskukeppnina að nýju eftir nokkura ára hvíld. Þá býðst þeim félögum að taka þátt sem hafa áhuga á að verða góðir framsögumenn. Áhersla er lögð á góða ræðu og að flutningur sé með eindæmum góður. Þetta er ekki ræðukeppni og það eru ekki lið. Umræðuefnið þetta skiptið var “Dare to act”. Forkeppni fyrir aðal mælskukeppnina var æsispennandi og tóku þar fimm félagar JCI Reykjavíkur þátt – og slógum við því þar met á meðal félaga því að hjá hinum voru mest 4 sem tóku þátt í forkeppnunum. Heiða bar sigur úr bítum og Ingibjörg krækti sér í annað sæti. Á sjálfri Mælskukeppnini stóðu þær sig báðar frábærlega vel. Heiða lenti í 2. sæti, og Ingibjörg í því 4. Pílukasthópurinn Með inngöngu Ingibjargar í JCI tók píluáhuginn við sér. Ingibjörg hefur kept í pílu undanfarin ár og nú er hún búin að stofna píluhóp innan JCI. Hann hittist á hverjum sunnudegi á milli 17:00 og 19:00


BLS 2

JCI REYKJAVÍK

Senator mánaðarins – Lára B. Pétursdóttir Þorsteinn Fr. Sigurðsson sem síðast var senator mánaðarins benti á Láru B. Pétursdóttur sem á árum áður var afar öflugur félagi JCI Reykjavíkur. Hún var eitt árið forseti Reykjavíkur og hefur einnig verið í forsvari fyrir senatora. Við gefum Láru orðið. Fullt nafn? Lára B. Pétursdóttir Hvenær byrjaðir þú í JCI? 1982 Stjörnumerki? - Krabbi Uppáhaldslitur? - Enginn sérstakur en fallegur er Indigo blár

„- margir hverjir eru afar góðir vinir manns í dag og enn aðrir góðir kunningjar og alltaf er hægt að leita til JC félaga“

Hvað gerir þú í dag? Framkvæmdastjóri og eigandi Congress Reykjavík, ráðstefnuþjónusta ehf. Hvað situr eftir úr reynslu þinni af JCI? Skipulögð vinnubrögð, margbreytileiki, takast á við nýja hluti, mannleg samskipti, "JC pólitíkin", kynni af mörgum ólíkum einstaklingum sem margir hverjir eru afar góðir vinir manns í dag og enn aðrir góðir kunningjar og alltaf er hægt að leita til JC félaga. Telur þú að samfélagið njóti góðs af félagasamtökum líkt og JCI? Af hverju? Já öll samfélög njóta góðs af samtökum sem hafa það að markmiði að bæta einstaklinginn svo hann verði betri þjóðfélagsþegn og þannig er JC að mínu mati. Finnst þér JCI hafa breyst mikið síðan þú byrjaðir í félaginu? Já JC hefur breyst, og það er bara eðlilegt, þjóðfélagið hefur breyst eðlilega mikið á s.l. 30 árum. Í dag er svo margt í boði sem ekki var þá og í dag er ekki sama eftirspurn eða þörf á samtökum eins og JC eins og var þá. Það endurspeglar bara fjölda félaga í dag m.v. þegar ég byrjaði. Ertu með einhverjar ráðleggingar til nýrra JCI í félaga? Nýta sér til hins ítrasta það sem JC hefur uppá að bjóða, það gerir manni ekkert nema gott. Skoraðu á næsta senator JCI Reykjavíkur í viðtal.. Martu Sigurðardóttir

Falleg JCI kakaala Stína

Félagsfundur JCI Reykjavíkurfjölmenni

Spenntir ræðumenn bíða eftir að komast í púltið


JCI REYKJAVÍK

BLS 3

Skipuritið- Stjórn Esjunnar

Að gera listi !

Stefnt er á að kynna til sögunnar smá hluta af skipuritinu í hverju tölublaði og í þetta skiptið

Syngja

kynnum við stjórn JCI Esju.

Brostu til ókunnugra Lærðu stöðugt Taktu eftir góðheitum Borðaðu ís Vonaðu Þakkaðu fyrir þitt Hlæðu Kærleikur Meiri Kærleikur

Guðbjörg Ágústsdóttir er forseti Esjunnar. Hún er búin að vera meðlimur í JCI hátt í tvö ár og var í fyrra formaður markaðsteymis JCI og skilaði þar af sér afbragðsstarfi. Hún er ljósmyndari að atvinnu og hún tekur ekkert nema ofur flottar myndir. Hún er rosalega hrifin af páskakanínum og gengur alltaf í kjólum.

Guðbjörg Ágústsdóttir Harpa Grétarsdóttir er ritari Esjunnar. Hún er búin að vera félagi í JCI í eitt og hálft ár. Hún var í markaðsteymi JCI í fyrra og er í framhaldsnámi í Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hún vinnur við bókhald hjá IOD ehf. Harpa þykist vera utan af landi en fluttist í raun tveggja mánaða gömul til Reykjavíkur.

Margrét Helga Gunnarsdóttir er gjaldkeri Esjunnar. Hún er búin að vera starfandi í JCI síðan árið 2011 og hefur komið að mörgum viðburðum og teymum. Hún er að klára BA gráðu í lögfræði í vor og stefnir á meira nám seinna meir. Margrét er öflugur bingóstjóri og hefur verið í Lúðrasveit.

Harpa Grétarsdóttir

Fanney Þórisdóttir er meðstjórnandi í JCI Esju. Hún er búin að vera starfandi í félaginu í u.þ.b. eitt og hálft ár. Fanney vinnur á sumrin fyrir vestan á Melrakkasetrinu og sinnir kvöldskóla hérna í borginni. Hún er mikill unnandi hlaupa hvers konar og er búin að koma flestum JCI meðlimum í maraþonhlaup. Margrét Helga Gunnarsdóttir Fanney Þórisdóttir


BLS 4

JCI REYKJAVÍK

Nýliði mánaðarins Nýliði mánaðarins er að þessu sinni Ásgeir Sigurðsson. Ásgeir gekk inn fyrir áramótin 20122013 og hefur verið duglegur að mæta á viðburði og uppákomur. Hann hefur tekið að sér óformlegt hlutverk ljósmyndara JCI Reykjavíkur og er einnig með sæti í fréttabréfsnefnd. 1. Hvað heitirðu og hvað gerirðu þegar þú ert ekki með JCI félögum? Ég heiti Ásgeir Sigurðsson. Þegar ég er ekki með JCI félögum dvel ég í fylgsni mínu og upphugsa mögulegar leiðir til að öðlast heimsyfirráð. 2. Hvernig myndi mamma þín lýsa þér í tveimur setningum? Þegar Ásgeir var lítill: hann er eins og sápustykki – getur aldrei verið kyrr. Ef Ásgeir er boðinn í mat þýðir ekkert að leggja á borð fyrir hann – þá er bókað mál að hann kemur ekki, eða a.m.k. of seint. 3. Hvað ertu búinn að vera lengi í JCI og hvað var það sem vakti áhuga þinn á félaginu? Ég mætti á kynningarfundi í október og gekk til liðs við félagið nokkru síðar. Það sem vakti áhuga minn var að hitta áhugavert fólk og kynnast nýjum hlutum. 4. Hvert í heiminum langar þig mest til að koma og af hverju? Úff, það eru svo margir staðir sem ég myndi vilja heimsækja einhvern tímann. Nærtækustu dæmin myndu þó vera Færeyjar (þar sem skrítna íslenskan er töluð) og Grænland (þar sem gra.., meina ísinn er).

„hann er eins og sápustykki – getur aldrei verið kyrr.“

5. Í hvaða stjörnumerki ertu og finnst þér þú líkjast almennum lýsingum á eiginleikum þess? Ég er bogmaður. Sumar lýsingarnar passa vel (t.d. hef ég gaman af ferðalögum), en aðrar ekki eins vel (er t.d. lítið fyrir íþróttir). 6. Hvað finnst þér standa upp úr í starfi JCI? Fjölbreytnin. 7. Hvað mætti bæta? Það er lítið um lausar og sprungnar hellur í Hellusundinu - hef a.m.k. ekki rekist á neinar ennþá. 8. Að hverju stefnirðu með þátttöku þinni í JCI félaginu? Hitta og kynnast skemmtilegu fólki og verða fróðari um hin ýmsu mál sem tekin eru fyrir á kynningum. Jafnvel að ná að gera eitthvað gagn. .

Framundan hjá JCI Reykjavík- áfram apríl ! 12Framundan April – Pubquiz hjá JCI Reykjavík- allir velkomnir!! Hin alræmdi Pub quiz verður á sínum stað í ár og verður hann haldinn 12 april að þessu sinni. Í fyrra var hart barist á milli félaga og er alls óvíst að Esjan haldi titlinum sem Pub quiz meistarar ársins, svo mikill hugur er í fólki. Allir að taka kvöldið frá! 18 April – Atvinnuleit 101 Silja Jóhannesdóttir er ráðgjafi við ráðningar hjá Capacent sem er með stærstu ráðningardeild á landinu. Hún gefur góð ráð varðandi ferilskrár, kynningarbréf og atvinnuviðtöl. Frítt fyrir meðlimi JCI! Gestir eru velkomnir og er aðgangseyrir fyrir þá 500 kr. 23 April – Félagsfundur Dagsetning enn óljós – Hugræn atferlismeðferð (HAM) Lilja Rún Tumadóttir sem hefur lokið Bs í sálfræði hjá HÍ og búin með eins árs nám í HAM mun leiða okkur í gegnum aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar. Hún mun kynna fyrir okkur hvað getur valdið og viðhaldið vandanum, við skoðum grunnlíkan HAM og meðferðaformin, og síðast en ekki síst munum við kíkja í verkfærakistuna. Frítt fyrir meðlimi JCI! Gestir eru velkomnir og er aðgangseyrir fyrir þá 500 kr.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.