Ingvar lagði til að að áður en haldið yrði áfram í næsta lið í dagskrá sem eru ávörp gesta yrðu kosnir tveir þingforsetar til að taka við stjórn þingsins. Hann lagði til að fyrsti forseti yrði Sigríður Jónsdóttir og annar forseti verði Viðar Helgason. Tillaga Ingvars samþykkt með lófataki. Ingvar stígur úr pontu og Sigríður tekur við. Sigríður Jónsdóttir, þingforseti: „Formaður og ágætu þingfulltrúar. Ég þakka ykkur það traust sem þið sýnið mér enn einu sinni með því að treysta mér til að stýra þingi ÍBR. Áður en ég gef gestum færi á að ávarpa þingið vil ég leggja til að í kjörbréfanefnd verði kjörin Jónas Sigurðsson, Guðmundur Adolfsson og Sæunn Viggósdóttir.“ Tillagan var samþykkt með lófataki og nefndin beðin að starfa í stuttu þinghléi á eftir. Sigríður sagði að áður en formleg þingstörf myndu hefjast væri gestum boðið að ávarpa þingfulltrúa. Fyrstur hefur beðið um orðið forseti ÍSÍ, Lárus Blöndal. Lárus Blöndal ávarpar þingið: „Formaður ÍBR, Þingforseti, Borgarstjóri og aðrir góðir gestir. Ég ætla að taka undir það sem formaður ÍBR sagði hér áðan að samstarf ÍBR og ÍSÍ hefur verið mjög gott í gegnum árin og ýmsir snertifletir sem tengja samstarf okkar saman. Við getum til dæmis nefnt þetta verkefni sem er nú stærsta verkefni sem ÍSÍ hefur komið að í mótahaldi sem eru Smáþjóðaleikarnir sem eru núna í byrjun júní á þessu ári. Þar hefur ÍBR verið mikilvægur samstarfsaðili okkar og reyndar líka Reykjavíkurborg og ég verð að segja að bæði ÍBR og ekki síst Reykjavíkurborg hafa komið að þessu verkefni með miklum myndarbrag. Fyrst að borgarstjórinn er mættur vil ég taka það fram að við erum sérstaklega ánægð með hversu tilbúin Reykjavíkurborg hefur verið til að koma til móts við þær óskir sem hafa komið upp bæði í tengslum við mannvirki og tækjabúnað sem við höfum fengið afnot af frá borginni. Það skiptir svo miklu máli fyrir íþróttalífið að fá svona mót eins og Smáþjóðaleikanna því þetta verður líka til þess að mannvirkin og tækjabúnaðurinn eru tekin út af tækninefnd Smáþjóðaleikana og verður til þess þá að gripið er til ráðstafana til að færa þau upp til þeirra gæða sem krafist er á alþjóðlegum stórmótum. En þessir Smáþjóðaleikar eru, eins og ég sagði áðan, mjög stórt verkefni og stærsta verkefni í keppnishaldi sem ÍSÍ hefur tekið þátt í. Við erum til að mynda með um 1200 sjálfboðaliða okkur til aðstoðar við mótshaldið sem segir kannski sitt um umfangið. Við erum að fá til okkar hátt í 1000 erlenda keppendur og til viðbótar þeirra fylgdarfólk við höfum því tekið á leigu hótelrými, það eru 12 þúsund hótelnætur sem við munum nota þessa fyrstu viku í júní. Þetta er mót sem við ætlum að verða mjög stolt af og við hvetjum alla sem hér eru og þá sem hér eru mættir fyrir að sýna þessa móti fullan áhuga og gera þetta að svona móti sem Íslendingar munu muna eftir. Við viljum fá marga áhorfendur, ætlum að gera þetta að svona íþróttaveislu og vonumst til þess að þið verðið okkur innan handar við það og ég veit að ÍBR mun gera allt sem í þeirra valdi stendur til að svo verði. ÍBR er náttúrulega langstærsta íþróttahéraðið á landinu, það þarf ekkert að fara í grafgötur með það, og starfið sem hér er unnið er gríðarlega mikið. Mig langar sérstaklega að nefna RIG leikana sem hafa verið að eflast mjög á undanförnum árum og eru satt að segja orðnir þannig að ÍBR má vera mjög stolt af því að hafa komið þessu af stað. Það skiptir alveg gríðarlega miklu máli að svona öflug samtök eins og ÍBR taki einmitt svona ákvarðanir, að fara út í svona mótahald sem skiptir alveg gríðarlega miklu máli fyrir 7