Laugavegur Ultra marathon 2010
Laugavegshlaupið 2010
The Laugavegur Ultra Marathon took place on the 17th of July. Many runners think this is the most enjoyable run in Iceland, exceptionally beautiful and very demanding route. This year 279 runners ran the race and in the Ultra Marathon every finisher is a winner. The race route is called Laugavegur and is in the highlands of Iceland.
Þann 17. júlí síðastliðinn var Laugavegshlaupið haldið í fjórtánda sinn. Í ár voru 279 keppendur sem hlupu þessa 55 kílómetra ægifögru leið sem liggur frá Landmannalaugum yfir í Þórsmörk. Hlaupið hefur stækkað mikið að umfangi undanfarin ár og nýr hópur þátttakenda bæst í hóp eldri langhlaupara sem margir hverjir hafa hlaupið Laugaveginn ár eftir ár. Það vita þeir sem reynt hafa að Laugavegurinn er blanda af ævintýri og alvöru sem gaman er að fara vel undirbúinn og í góðu formi og því gleðiefni að svo margir hafi getu og áhuga á að reyna slíka þolraun. Erlendir keppendur voru um þriðjungur hlaupara og sérstaklega gaman að sjá hve heillaðir þeir voru af magnaðri náttúru leiðarinnar.
The runners have to climb mountains, cross rivers and run in the snow. The distance is 55 km (34 miles) and stretches between two glaciers from Landmannalaugar to Thorsmörk. Every one who has completed the Laugavegur Ultra Marathon knows that the race is a real adventure and that the fun of taking part depends on being fit and well prepared. Helen Ólafsdóttir was the first woman to finish in a record time of 5:21:12 and Þorlákur Jónsson was the first man, his time 4:48:01.
Að mörgu er að hyggja þegar slíkt hálendishlaup er skipulagt og hefur undirbúningur staðið yfir allt frá því í janúar þegar skráning hófst. Eldgos og öskufall skaut skipuleggendum skelk í bringu um tíma en allt fór vel og aðstæður til hlaups voru vonum framar. Skrifstofa Reykjavíkurmaraþons kann stórum hópi sjálfboðaliða og samstarfsaðilum hlaupsins bestu þakkir fyrir frábært framlag enda voru keppendur mjög ánægðir með hlýjar og góðar móttökur hvar sem þeir komu. Yfir hundrað manns störfuðu við hlaupið í ár og sinntu ýmsum störfum. Gott fólk úr hlaupahópi Frískra flóamanna gaf keppendum drykki og næringu á leiðinni, við endamarkið í Húsadal vann hópur fólks við uppsetningu tjalda, tímatöku, móttöku þreyttra en ánægðra keppenda og vaskir menn grilluðu fyrir alla. Læknir og hjúkrunarfræðingur stóðu einnig vaktina en sem betur fer var þeirra helsta hlutverk að huga að sárum fótum. Veðrið var með besta móti, hlýtt og stillt og sólin skein. Tímamörk eru ströng og þurftu keppendur að standast þau til að mega ljúka hlaupi. Í ár voru 12 manns sem ekki luku keppni. Mjög góðir tímar náðust í hlaupinu í ár. Sigurvegari í karlaflokki var Þorlákur Jónsson, á tímanum 4:48:01 og í öðru sæti var Helgi Júlíusson á 4:49:43. Í kvennaflokki sigraði Helen Ólafsdóttir. Helen sló 10 ára gamalt brautarmet þegar hún kom í mark á tímanum 5:21:12 en Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, sem hlaut 2. sætið sló einnig metið er hún kom í mark á 5:28:10. Gamla metið átti Bryndís Erntsdóttir en það var 5:31:15.
23