__MAIN_TEXT__

Page 1

n o þ a ar

R U K Í V REYKJA

m

25 ára


EFNISYFIRLIT

Reykjavíkurmaraþon og Íþróttabandalag Reykjavíkur þakka samstarfsaðilum stuðning við Reykjavíkurmaraþon Glitnis

5 08 Þetta þótti skrítið fólk Knútur Óskarsson rifjar upp sögu Reykjavíkurmaraþonsins. 5 20 MARAÞON ERU Í BULLANDI TÍSKU Forsprakkar Félags Maraþonhlaupara segja frá þeim skemmtilega félagsskap. 5 22 HLAUPIÐ HVAR OG HVENÆR SEM ER Ragnhildur Steinunn, Hannes Smárason, Sigríður Arnardóttir og Steingrímur Snævarr segja frá reynslu sinni af hlaupum.

5 32 Afkastamesti maraþonhlaupari landsins Bryndís Svavarsdóttir hefur hlaupið 84 maraþon. 5 36 Ketill Arnar Hannesson Ketill hljóp sitt fyrsta maraþon á sjötugsafmælinu. 5 38 Fólkið í gulu vestunum Fólkið sem heldur maraþoninu á hlaupum. 5 40 Hvernig er best að undirbúa maraþonhlaup? Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur og hlaupari deilir reynslu sinni og þekkingu með lesendum.

5 45 Skokkhópum landsins fjölgar ört Hér segjum við frá þremur skokkhópum og því sem fer fram í slíkum félagsskap. 5 52 Takturinn sem telur skrefin Þorvaldur Bjarni, Rebekka í Mercedes Club og Óttarr Proppé eru meðal þeirra sem gefa okkur góðar hugmyndir að „playlistum“ í iPoddinn. 5 58 Hlaupið í Tíbet og Kína Bændaferðir fara með ævintýraþyrsta hlaupara á framandi slóðir.

W W W. I C E L A N D A I R . I S

ÚTGEFANDI Reykjavíkurmaraþon RITSTJÓRI Margrét Hugrún Gústavsdóttir HÖNNUNARSTJÓRI Bergdís Sigurðardóttir Ljósmyndir Heiða Helgadóttir og úr safni Blaðamenn Margrét Hugrún Gústavsdóttir og Sunna Dís Másdóttir Prófarkarlestur Magnús Teitsson Prentun Litróf


ŠuccbZX[X P[[c PQTbcP 7aThÌ]VWXccXaQTX]c€\PaZ5auQ¬aPbcPP]^cP[TVc d\WeTaÌV… Y…]dbcP^VPUb[P__PP]SaŠ\b[^Uc 5PVU…[ZbT\Vd[[cahVVXauaP]Vdau]¬VYd^VeT[[€P] X]]b¬[daTXcda…c¬\P]SXd__b_aTccPP]S[TVaPa^V [€ZP\[TVaPa^aZd

?a…UPdUa€cc€&SPVP EXQY…d\ |aUa€PPX[S€&SPVPcX[aTh]b[d ŠZT\da\T TbbPPdV[bX]VdcX[^ZZPa€7aThÌ]VdP Õ[UWTX\d\&#eX6[¬bXQ¬^VeXcˆZd\eT[u\…cX |a :h]]cd |a Y…]dbcd^ZZPaufffWaThÌ]VXb &SPVPVTbcPZ^acTaUhaXa ubT\TZZXWPUPZ^\Xuda€7aThÌ]Vd€6[¬bXQ¬6X[SXacX[ bT_cT\QTa!'

 5d[[Z^\ ]Xac¬ZYP bP[Xa

 BPd BP]PaXd\ ?X[PcTbbP[da6Pada\TWTXcd\_^ccd\9PabYuePa_^ccda4X\QP

^[Ì\XbP[Xa

]P

…cP ˆ5[Y ;TXaQ

]SXSYŠ

[¬ d]6 _b[ˆZ

aVX TaQT ]V b W QŠ]X V T [ X b

XcX] ET

UÌP VZP VP^

Õ[UWTX\Pa&# B€\X)# ## WaThÌ]V/WaThÌ]VXb fffWaThÌ]VXb

PP  bc


FRÁ FRAMKVÆMDASTJÓRA Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur og Reykjavíkurmaraþons

Til hamingju með afmælið!

25

ár er ekki langur tími í sögu íþróttasamtaka enda mörg íslensk félög orðin hundrað ára og eldri. Í sögu maraþonhlaupaviðburða er Reykjavíkurmaraþon þó með þeim eldri á heimsvísu. Íslenskir eldhugar með stuðningi Reykjavíkurborgar og fyrirtækja töldu að Reykjavík yrði að geta státað af slíkum viðburði eins og stærstu borgir hins vestræna heims. Þrátt fyrir erfið ár en kannski ekki síst vegna margra góðra og skemmtilegra ára þá hefur Reykjavíkurmaraþon verið haldið óslitið í 25 ár. Íþróttabandalag Reykjavíkur kom fyrst að rekstri og framkvæmd hlaupsins árið 2003. Með aukinni þátttöku í hlaupinu hafa umsvifin aukist talsvert en verkefnið er skemmtilegt og gefur aðildarfélögum okkar tækifæri á tekjum með vinnuframlagi félagsmanna sinna. Það er einmitt þetta vinnuframlag félaganna sem gerir það að verkum að hægt að er manna 350 störf á hlaupdegi og mörg handtökin dagana á undan. Einnig ber að þakka traustum samstarfsaðilum fyrir þeirra framlag. Saman vinnur þessi trausti hópur að framgangi hlaupsins og gerir allt sem í sínu valdi stendur til að gera daginn sem ánægjulegastan fyrir þátttakendur.
FRÁ BORGARSTJÓRA

Velkomin til þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni 2008

Ólafur F. Magnússon

Kjörorð Reykjavíkurmaraþonsins eru Allir sigra! Nú skynjum við betur en áður sjálft inntak þessara orða og boðskap þeirra. Það ríkir gleði og jákvæð kappsemi í hlaupinu og ekki þarf glöggan mann til að skynja og sjá að hlaupararnir líta á sig sem sigurvegara – allir sem einn. Og þeir eru sigurvegarar vissulega – allir með tölu. Reykjavíkurmaraþonið er nú haldið í 25. sinn sem er sigur í sjálfu sér því þegar farið var af stað vissu menn ekki hver afraksturinn yrði. Í dag er Reykjavíkurmaraþon hápunktur hlaupaársins hjá hlaupurum bæði innlendum og erlendum og hróður þess hefur farið víða. Um leið og það gefur hlaupurum tækifæri til að setja sér markmið, er það líka vettvangur þar sem við fylgjumst með þeim bestu og berum okkur saman við þá. Ungir sem aldnir setja sér markmið, hvort heldur það varðar vegalengd eða tíma, og þeir eru fjölmargir sem ná að skjóta sjálfum sér ref fyrir rass; ná markmiðum sínum og gott betur. Það myndast því einstök stemning í miðborg Reykjavíkur þegar hlauparar koma í mark, einn af öðrum. Reykjavíkurmaraþonið markar upphaf Menningarnætur Reykjavíkur sem er uppskeruhátíð íslensks menningarlífs í höfuðborginni og dregur hartnær hálfa þjóðina niður í miðbæ. Þegar eftirvænting vegfarenda eftir viðburðum kvöldsins blandast sigurgleði hlauparanna má segja að andrúmsloftið í miðborginni verði þrungið orku. Áheit í þágu góðra málefna eru nú þegar orðin umsvifamikill hluti í hlaupinu og eiga örugglega eftir að eflast og dafna enn frekar næstu árin. Forystusveitir, aðstandendur og vildarvinir góðgerðarfélaga hafa uppskorið ríkulega á þessari góðu búbót, sem áheitin vissulega eru, með því að kynna félögin og málstað þeirra, hvetja fólk til að hlaupa í sína þágu og hvetja almenning til að heita á „sína hlaupara“. Þannig verður til gagnkvæm hvatning og áskorun sem stuðlar að enn meiri áhuga fyrir Reykjavíkurmaraþoninu og enn meiri þátttöku. Þegar upp er staðið hagnast allir – allir sigra! Ég vil þakka öllum þeim sem að málum koma af hálfu Íþróttabandalags Reykjavíkur fyrir þeirra framlag og sömuleiðis færa Glitni bestu þakkir fyrir stuðning og framlag fyrirtækisins í því að efla heilbrigt borgarlíf. Borgaryfirvöld óska öllum hlaupurum velfarnaðar á hlaupabrautinni

FRÁ heilbrigðisráðherra

Góðir Íslendingar

Guðlaugur Þór ÞórðarsonTuttugu og fimm ár eru ekki langur tími fyrir þá sem eru komnir á miðjan aldur og margir muna eftir fyrsta Maraþonhlaupinu í Reykjavík þótt minna hafi farið fyrir því þá en nú. Í áranna rás hefur þessi viðburður vaxið og þátttakendum fjölgað jafnt og þétt. Aðstandendum Reykjavíkurmaraþons hefur tekist að gera hlaupið að mikilvægum þætti í lífi Reykvíkinga og fjölda annarra landsmanna á öllum aldri. Á seinni árum hefur Reykjavíkurmaraþonið fest sig enn frekar í sessi sem upphaf Menningarnætur. En Reykjavíkurmaraþon hefur víðtækari áhrif en að vera skemmtilegur atburður á Menningarnótt. Ef við lítum tuttugu og fimm ár aftur í tímann þá rifjast upp að það var ekki mjög algengt að fólk væri hlaupandi um stíga og gangstéttir borgarinnar og þeir sem slíkt iðkuðu voru jafnvel frekar litnir hornauga sem einhvers konar sérvitringar. Á síðari árum hefur orðið mikil breyting þar á í samræmi við hugarfarsbreytingu landsmanna og almennan skilning á mikilvægi hreyfingar fyrir almenna vellíðan og heilbrigði. Reykjavíkurmaraþonið blæs fólki enn frekar kappi í kinn, það axlar sín skinn og fer út að hlaupa, því það er enginn maður með mönnum nema taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni. Síðustu vikur og mánuði fyrir hlaupið sést fólk á hlaupum um alla Reykjavík og þeir sem ekki hlaupa láta lítið fyrir sér fara. Allir ætla í Reykjavíkurmaraþonið! Sem heilbrigðisráðherra fagna ég öllu þessu hlaupandi fólki og er meðvitaður um það hlutverk sem Reykjavíkurmaraþonið leikur í því að hvetja fólk til dáða. Holl hreyfing í íslensku útilofti er ein besta heilsubót sem um getur og því er Reykjavíkurmaraþonið mikilvægur hlekkur í því að efla lýðheilsu á Íslandi. Fyrir þetta hlýtur heilbrigðisráðherra að þakka. Ég óska Reykvíkingum og landsmönnum öllum til hamingju með árangursríka framkvæmd Reykjavíkurmaraþonsins og vona að þátttaka í hlaupinu eigi enn eftir að aukast, íslenskri þjóð til heilsubótar.


Maðurinn á bak við maraþonið / knútur óskarsson

,195

Þetta þótti skrítið fólk Það þarf kjark og talsverða áræðni til að leggja í það verkefni að skipuleggja viðburð sem telur fleiri hundruð og jafnvel þúsundir manna og kvenna sem hlaupa bæinn þveran og endilangan. Knútur Óskarsson býr yfir þessum eiginleikum en sé Reykjavíkurmaraþon rakið aftur endar allt á Knúti sem með réttu má kalla upphafsmann hlaupsins. Margrét Hugrún Gústavsdóttir blaðamaður gerði sér stefnumót við Knút sem fór létt með að rifja upp sögu Reykjavíkurmaraþonsins og alla þá samverkandi þætti sem hafa stuðlað að því að þetta hlaup er orðið með þekktustu íþróttaviðburðum ársins.


vað varð til þess að Reykjavíkurmaraþon var stofnað? „Þetta byrjaði allt árið 1983 en þá höfðum við félagi minn, Steinn Lárusson, staðið að skíðamaraþoninu Lava Loppet sem reyndar fauk og rigndi niður fyrstu tvö árin -það er 1982 og 1983. Úrval, ferðaskrifstofan sem við störfuðum hjá stóð að þessu ásamt Skíðasambandi Íslands og gestirnir voru aðallega norðurlandabúar sem fengu að kynnast dyntum í íslenskri veðráttu. Þetta var mín fyrsta reynsla af því að skipuleggja íþróttaviðburð,“ segir Knútur, en óhætt er að fullyrða að síðan þá hafi mikið vatn runnið til sjávar og Knútur búin að afla sér mikillar þekkingar á þessu sviði. „í Maí 1983 var ég staddur í Gautaborg í viðskiptaerindum auk þess að heimsækja bróður minn. Einn daginn fórum við í bæinn til að fá okkur kaffi en þegar þangað blasti við okkur gríðarlegur fólksfjöldi. Búið að loka öllum götum og bærinn undirlagður í hlaupurum. Þetta hafði ég aldrei séð áður en við komumst fljótlega að því að þarna fór fram hálfmaraþonhlaup. Meðal hlaupara voru frægir einstaklingar, til dæmis Grete Waitz og Ingimar Johans-son, sú fyrrnefnda hlaupadrottning í heimsklassa en Ingimar heimsmeistari í hnefaleikum. Þarna voru þau, ásamt fullt af fólki, að hlaupa fyrir einhvern góðan málsstað“. Þegar Knútur kom aftur til Íslands hafði hann tekið ákvörðun um að kanna hvort ekki væri hægt að hrinda álíka viðburði í framkvæmd í höfuðborg Íslands. Hann ræddi málið við Stein Lárusson og þeir ákváðu að næsta skref væri að fá fleiri aðila í samstarf. „Ég hafði samband við Flugleiðir, Reykjavíkurborg og Frjálsíþróttasamband Íslands og lagði til að við myndum skipuleggja svona maraþon í Reykjavík, fyrst og fremst til að laða ferðamenn til landsins, eða það var hvatinn sem rak mig áfram til að byrja með, verandi starfsmaður ferðaskrifstofu. Sjálfur var ég ekkert farin að hlaupa á þeim árum og það liðu satt best að segja nokkur ár þar til ég tók upp á því,“ viðurkennir Knútur og hlær. „Ég settist niður og skrifaði þessum aðilum bréf. Sá fyrsti sem kveikti á hugmyndinni var Markús Örn Antonsson þáverandi formaður íþróttamála hjá borginni og formaður útvarpsráðs. Mér er minnisstætt þegar hann kom á skrifstofuna mína sem þá var í Hafnarstræti. Við settumst þar niður og ræddum þetta mál í hálftíma eða klukkutíma og að fundi lokunum tókumst við í hendur og hann sagði ákveðið -Já, við skulum bara halda þetta. Klukkutíma síðar hringdi Ólafur Sigurðsson fréttamaður frá RÚV í mig og sagðist hafa frétt af því að það stæði til að halda alþjóðlegt maraþon

H

10

í Reykjavík. Ég játaði þessu og sama kvöld birtist ég á skjánum þar sem ég lýsti því opinberlega yfir að það stæði til að halda maraþon í höfuðborginni. Þá var ekki aftur snúið, það vissu allir af þessu, allir vildu vera með og við hófumst handa við undirbúninginn.“ Fljótlega varð þeim sem að maraþoninu stóðu ljóst að það væri nauðsynlegt að skipulag væri með besta hætti og því var farið í að skipa mönnum hlutverk. Í stjórn Reykjavíkurmaraþonsins voru valdir fulltrúar frá Úrvali, Flugleiðum, Reykjavíkurborg og Frjálsíþróttasambandinu. Síðar bættust Morgunblaðið og Henson í liðið og þessi stjórn hélst óbreytt næstu tíu árin.

og fólk var fljótt að taka eftir okkur,“ rifjar hann upp. „Þó að Reykjavíkurmaraþonið væri ekki jafn stórt og þau maraþon sem eru haldin úti í heimi gerðum við sömu kröfur til okkar hvað framkvæmdina varðar og gerðar voru erlendis. Við gengum líka í Alþjóðasamtök maraþonhlaupa sem þá voru nýstofnuð og þar gátum við tileinkað okkur alla nýjustu tækni í sambandi við mælingar og annað. Þannig tókst okkur frá upphafi að standa rétt að þessu og ég held að þetta metnaðarfulla viðhorf hafi orðið til þess að allt skipulag í kringum maraþonið varð og hefur æ síðan verið mjög farsælt.“

AÐ LÆRA AF REYNSLU ANNARRA Stjórnarmenn lögðu sig fram um að afla upplýsinga um önnur hlaup en þeir voru allir sammála um að í tilfelli sem þessu væri skynsamlegast að læra af mistökum og reynslu annarra.

ALLIR GETA HLAUPIÐ Á Íslandi búa tiltölulega fáar sálir og þegar fyrsta Reykjavíkurmaraþonið var haldið voru ekki margir sem höfðu kynnst hlaupaíþróttinni eða skokki. „Oftast var þetta fólk sem hafði verið erlendis við nám eða annað og byrjaði að skokka þar. Svo komu þau með bakteríuna heim og héldu áfram að skokka sér til skemmtunar og heilsubótar en íslendingar voru ekki komnir lengra en svo að hlaupararnir urðu stundum fyrir aðkasti, voru litnir hornauga og bæði krakkar og fullorðnir hrópuðu stríðnisorð á eftir þeim. Það má segja að hlauparar hafi þótt miklir furðufuglar hér áður,“ segir Knútur og hlær. „Til að koma til móts við sem flesta og kynna hlaupaíþróttina fyrir íslendingum reyndum við að hafa viðburðinn fjölbreyttan og aðgengilegan fyrir alla. Með þetta í huga bjuggum við til skemmtiskokkið, en það orð snerum við úr enska hugtakinu „fun-run“. Við lögðum áherslu á að hlaup væru fyrir alla í fjölskyldunni. Pabba og mömmu, afa og ömmu... bara sem flesta. Við reyndum líka að fá fólk sem bjó í húsum við hlaupaleiðina til að koma út á götu og gera eitthvað skemmtilegt en það varð erfiður róður þar til fjöldi hlaupara jókst. Í dag er mjög vinsælt að taka þátt í maraþoninu, hvort sem það er á beinan eða óbeinan hátt.“

Framkvæmdastjórar Reykjavíkurmaraþons frá upphafi (talið frá vinstri): Knútur Óskarsson, Gunnar Páll Jóakimsson, Sigurður P Sigmundsson, Ágúst Þorsteinsson, Steinn Lárusson og Frímann Ari Ferndinandsson. Á myndina vantar Jakob Braga Hannesson.

„Ég hafði samband við Flugleiðir, Reykjavíkurborg og Frjálsíþróttasamband Íslands og lagði til að við myndum skipuleggja svona maraþon í Reykjavík, „London maraþonið hafði þá verið haldið tvisvar sinnum áður. Berlínarmaraþon hafði verið haldið nokkrum sinnum og ég var svo heppin að fá fund með fulltrúum þess. Þar fékk ég ómetanleg ráð um hvað þyrfti að tryggja að væri í lagi. Meðal annars lagði fulltrúi Berlínarmaraþons áherslu á að við hefðum prent- og ljósvakamiðla í liði með okkur og því var það mitt fyrsta verk við heimkomuna að hafa samband við stjórnendur nýstofnaðrar Rásar 2. Þorgeir Ástvaldsson var þá einn vinsælasti útvarpsmaðurinn og hann lagði sig fram um að kynna okkur sem best hann mátti. Við þetta myndaðist strax mikil stemmning í kringum maraþonið

Hvenær breyttist viðhorf fólks til hlaupara? Þegar fyrsta hlaupið var haldið árið 1984 voru tvöhundruð og áttatíu skráðir en tvöhundruð og fimmtíu mættu til að hlaupa. „Þetta var þá einn stærsti íþróttaviðburður sem hafði verið haldin á landinu. Þar af voru um 60 erlendir þátttakendur og samt þóttum við skrítna fólkið. En eftir því sem þátttaka varð meiri varð viðhorf fólks til hlauparanna minna litað af fordómum. Strax á þriðja ári varð gífurleg aukning í þessu. Þúsund menn og konur mættu til að taka þátt og því var hálf tilgangslaust að hafa á þessu neikvæðar skoðanir,“ segir Knútur og með sanni má segja að vel hafi tekist til að skapa jákvæða strauma


Hlaupið til góðs 7 Lengi höfðu aðstandendur Reykjavíkurmaraþons horft til annarra hlaupa, meðal annars þeirra sem fara fram í London og New York, varðandi söfnun áheita til góðra málefna í tengslum við maraþonhlaup. Það var svo í hlaupinu 2006 sem fyrsti vísir að þessu varð að veruleika þegar Glitnir ákvað að leggja tiltekna upphæð á hvern hlaupinn kílómeter starfsmanna sinna. Nokkur fyrirtæki fylgdu fordæmi Glitnis. Ári síðar bætti svo Glitnir um betur og hét á starfsmenn og viðskiptavini auk þess sem Reykjavíkurmaraþon tók á móti áheitum almennings á hlaupara - Alls söfnuðust 43 milljónir króna með þessum hætti! Ljóst er að þessi þáttur Reykjavíkurmaraþons er kominn til að vera og mun vonandi halda áfram að eflast og þar með hjálpa félagasamtökum sem vinna að góðum málefnum að bæta enn frekar aðstæður skjólstæðinga sinna.

11


RÆÐA KNÚTS í blaði sem gefið var út í tilefni af öðru Reykjavíkurmaraþoni árið 1985 Reykjavíkurmaraþon verður haldið í annað sinn 25 ágúst næstkomandi og er full ástæða til þess að óska þátttakendum og áhorfendum til hamingju með daginn. Í fyrra voru 76 skráðir í maraþonið 42.195 km þar af sex konur. Í hálfu maraþoni voru 74 skráðir til leiks þar af sautján konur. Í skemmtiskokkið skráðu sig 131. Samtals skráðu sig því til þátttöku 281 hlaupari og um 90% þeirra mættu til leiks. Voru þátttakendur frá átta löndum, flestir frá Íslandi, Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi en auk þess voru keppendur frá Svíþjóð, Finnlandi, Hollandi og Írlandi. Í ár virðist þáttakana ætla að verða meiri og er það mikið fagnaðarefni fyrir alla þá sem hafa lagt sitt af mörkum við að gera Reykjavíkurmaraþonið að eftirminnilegum og árvissum hátíðisdegi. Vil ég þakka öllum þeim er veitt hafa Reykjavíkurmaraþoni stuðning sinn, en það eru Reykjavíkurborg, Flugleiðir, Ferðaskrifstofan Úrval, Morgunblaðið, Rás 2 , Þýsk-Íslenska hf, Seiko, Henson, Reiðhjólaverslunin Örninn og margir fleiri. Síðast en ekki síst ber að þakka starfsfólki Reykjavíkurborgar og lögreglu ásamt Frjálsíþróttasambandi Íslands og hinum fjölmörgu sjálfboðaliðum er leggja sitt af mörkum er stóra stundin rennur upp. Í fyrra komu margir íbúar og gestir Reykjavíkur til að fylgjast með þeim stórkostlega viðburði er um það bil 70 hlauparar hlupu maraþon, en slíkt hefur ekki gerst áður á Íslandi. Hægt er að fullyrða að áhorfendur í ár verði vitni að enn stórkostlegra hlaupi nú en síðast. Vonandi sér nýtt maraþonmet dagsins ljós. Hina fjölmörgu áhorfendur vil ég biðja að íhuga þá tilfinningu er gegntekur maraþonhlauparann á síðasta kílómetranum er hann öðlast endurnýjaðan kraft og þrek við hvatningarhróp og fagnaðarlæti áhorfenda. Borgarbúar, það verður hátíð í borginni þann 25 ágúst, þrungin gleði og spennu sem engin má missa af.

12

í kringum þetta hlaup því fjöldi þeirra sem taka þátt hefur aukist gífurlega með hverju árinu frá því fyrsti hópurinn fór yfir marklínuna. Aðstandendur Reykjavíkurmaraþons halda áfram að koma til móts við hlaupara og aðlaga maraþonið að breyttum þörfum og aðstæðum. „Á tíu ára afmælinu bættum við tíu kílómetra hlaupi og þriggja kílómetra skokki á „matseðilinn“ og síðan hefur þetta orðið æ fjölbreyttara. Nú er meira að segja sérstakt Latabæjarhlaup fyrir yngstu borgarana.“ Hvað er erfiðast við að skipuleggja svona viðburð? „Veðrið,“ segir Knútur og er ekki lengi að hugsa sig um. „Veðrið spilar svo stóran þátt í því að allt gangi vel og að fólki langi til að taka þátt. Þetta er kostnaðarsöm framkvæmd og ef spáin er léleg þá eru alltaf færri þátttakendur. Íslendingar hafa litla fyrirhyggju í að skrá sig og gera það alltaf á síðustu stundu þannig að stundum vitum við ekki fyrr en síðustu vikuna sirka

„Oftast var þetta fólk sem hafði verið erlendis við nám eða annað og byrjaði að skokka þar. Svo komu þau með bakteríuna heim og héldu áfram að skokka sér til skemmtunar og heilsubótar en íslendingar voru ekki komnir lengra en svo að hlaupararnir urðu stundum fyrir aðkasti, voru litnir hornauga og bæði krakkar og fullorðnir hrópuðu stríðnisorð á eftir þeim.“

hversu margir hlaupa. Þannig erum við að panta fjölda verðlaunagripa fram á síðustu stundu með tilliti til ákveðins fjölda. Við höfum sannarlega þurft að vanda okkur í allri áætlunargerð og skipulagi á þessu, enda um stórvirki að ræða.“ SAMSTARF VIÐ GLITNI Á síðasta ári hlupu um tólf þúsund einstaklingar í Reykjavíkurmaraþoni og hefur þátttaka aldrei verið meiri. Segja má að samstarf við Glitni hafi skilað þessari virkni í þátttöku, en bankinn hefur óspart nýtt sér jákvæða ímynd hlaupsins í sínu markaðsstarfi. „Eftir að við hófum samstarf við Glitni fyrir þremur árum gerðum við þá breytingu að leigja út nafnið á hlaupinu en Glitnir varð fyrsta fyrirtækið til að taka þátt í þessu. Fyrst var nafnið tengt Íslandsbanka en svo var skipt um nafn núna heitir þetta Reykjavíkurmaraþon

Glitnis. Það verður svo með sama nafni næstu þrjú árin því við skrifuðum nýlega undir endurnýjaðan samning við bankann. Reykjavíkurmaraþon Glitnis er því þáttur í þeirri ímyndarsköpun sem þeir eru að leggja grunnin að á íslenskum markaði. Í kjölfarið hafa markaðsmenn fyrirtækisins auglýst hlaupið meira en nokkru sinni áður. Þetta setur meiri ábyrgð í okkar hendur um að láta ekkert mistakast. Við þurfum alltaf að vera á tánum og tilbúin að taka á móti breytingum,“ segir hann og ljóst er að hann leggur líf og sál í að Reykjavíkurmaraþon Glitnis gangi vel smurt og áfallalaust. Knútur er líka ánægður með þau áhrif sem samstarf þetta hefur haft á heilsuvitund landsmanna og þá sér í lagi starfsmenn bankans. „Eitt af því besta sem Glitnir hefur gert í þessu máli var að flétta hlaupin inn í starfsmannastefnu sína. Ekki nóg með að það bæti heilsu starfsmanna að hlaupa heldur eykur þetta líka á samheldni. Ég efast um að öðru álíka stóru fyrirtæki hafi tekist að virkja rúmlega helming allra starfsmanna sinna til að hlaupa í maraþoni eins og gerðist á síðasta ári. Þetta er alveg einstakt tilfelli held ég,“ segir hann. Hvað almennt samstarf varðar segir Knútur það hafa verið farsælt alveg frá upphafi. „Fagmennska og metnaður voru kjörorð þeirra sem stóðu að því að skipuleggja fyrsta Reykjavíkurmaraþonið og svona er þetta enn í dag. Frá upphafi höfum við vandað okkur við samningagerð, þeir voru og eru allir skriflegir og smá sem stór atriði eru skilgreind á skilmerkilegan máta –hversu miklir fjármunir eru lagðir fram og hversu mikil kynning fæst í staðinn. Við höfum líka verið heppin með samstarfsaðila enda komast stundum færri að en vilja. Flugleiðir og Barilla hafa til að mynda verið með okkur frá upphafi.“ BYRJAÐI SEINT AÐ HLAUPA SJÁLFUR Sjálfur fór Knútur fyrst að hlaupa þegar hann hafði starfað við að skipuleggja maraþon í nokkur ár. „Ég held að ég hafi byrjað 1987 eða 1988. Þá hafði ég ekki mikið skokkað en upp frá þessu hljóp ég alltaf hálft maraþon með mismiklum undirbúningi og árangri. Heilt maraþon hef ég þó aldrei hlaupið í Reykjavík en ég hef hlaupið í Boston, London, Kaupmannahöfn og New York. Það er bara of mikið að gera hjá mér á sumrin. Ég hef starfað við ferðaþjónustu í svo mörg ár að ég hef aldrei haft neinn tíma til að undirbúa mig fyrir hlaup í Reykjavíkurmaraþoni en það fer að breytast. Ég verð til dæmis ekki með í ár af því ég meiddur en ég stefni ótrauður á næsta sumar,“ segir Knútur Óskarsson ferðamálafrömuður, hlaupari og skipuleggjandi með meiru að lokum.


Reykjavíkurmaraþon hefur verið aðili að þessum samtökum frá 1986. Það þótti mikilvægt að hlaupið yrði strax aðili að þessum samtökum til að læra af öðrum hlaupum þannig að allt væri gert rétt frá upphafi. Fyrir utan að þiggja ýmisskonar stuðning í formi ráðgjafar og kynningar þá er braut sú sem hlaupin er í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis viðurkennd miðað við þann staðal sem AIMS gefur út fyrir alþjóðleg maraþonhlaup.

13


42,195

Miðnæturhlaupið: Hlaupið í kvöldsólinni á jónsmessu 23. júní.

Laugavegurinn: Það eru aðeins hörðustu hlaupararnir sem komast alla leið í Laugavegsmaraþoninu.

Laugavegur/Miðnæturhlaup Reykjavíkurmaraþon er upphaflega myndað um hlaupaviðburð í Reykjavík en í gegnum tíðina hafa aðstandendur Reykjavíkurmaraþons bætt við fleiri viðburðum bæði til að koma til móts við óskir um slíkt og á sama tíma er leitast við að renna styrkari stoðum undir reksturinn. Skúlaskeið var um tíma haldið í Viðey. Þetta hlaup var aðallega hugsað sem fjölskylduviðburður en keppt var í nokkrum styttri vegalengdum. Miðnæturhlaup á Jónsmessu hefur verið haldið síðan árið 1992 en hlaupið fer fram í Laugardalnum Önnur hlaup og er blanda af fjölskylduviðburði á vegum og keppnishlaupi. Boðið er upp á Reykjavíkur3 kílómetra skemmtiskokk og 5 og maraþons 10 kílómetra hlaup með tímatöku. Eftir hlaup er þátttakendum boðið í

14

sund, nú eða að velta sér í dögginni eins og tíðkast á Jónsmessunótt. Laugavegur ultramaraþon hefur verið haldið tólf sinnum. Hlaupin er hin kunna gönguleið á milli Landmannalauga og Þórsmerkur sem er um fimmtíu og fimm kílómetrar. Þetta er talsverð þrekraun en þeir sem búa sig vel undir hlaupið ættu að vera í góðum málum. Reyndar getur veður sett strik í reikninginn of mikill hiti er slæmur og rok, rigning og sandstormur hætta að virka hressandi þegar hlaupið er í fimm til níu klukkustundir upp og niður brekkur. Að loknu hlaupi er tekið á móti hlaupurum með nauðsynlegri næringu og þegar allir hafa jafnað sig að mestu er grillað og verðlaunin afhent. Það er alltaf sérstök og skemmtileg stemning í Laugavegshlaupi enda hafa vinsældir þess vaxið með ótrúlegum hraða undanfarin ár.


42,195 Frægir hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Frank Shorter Bandaríkjunum

7 Ólympíumeistari

Stefano Baldini

í maraþonhlaupi 1972 og einn fremsti langhlaupari heims allan áttunda áratuginn. Árangur hans á þessum árum er talinn hafa haft mikil áhrif á hlaupavakninguna sem hófst á þeim tíma í Bandaríkjunum. Hugh Jones Bretlandi

7 Fyrsti Bretinn til að

Grete Waitz

vinna London maraþon. Sigraði tvisvar í Stokkhólms maraþoninu. Hefur á síðari árum starfað fyrir AIMS, Alþjóðasamband maraþonhlaupa og einnig

Tært, kalt, ferskt

séð um mælingu á hlaupaleið Reykjavíkur maraþonsins. Grete Waitz Noregi

7 Heimsmeistari í maraþonhlaupi 1983, sigraði 9. sinnum í New York maraþonini og var fimm sinnum heimsmeistari í víðavangshlaupum. Hún er einn þekktasti maraþonhlaupari allra tíma og hefur unnið ötullega að útbreiðslu íþróttarinnar, sérstaklega á meðal kvenna. Fred Lebow Bandaríkjunum

7 Hann var einn af stofnendum New York

maraþonsins og formaður New York Road Runners Club í 20 ár. Hann átti stóran þátt í hlaupavakningunni í Bandaríkjunum með því að gera hlaupið að einum stærsta íþróttaviðburði landsins. Hann keppir sjálfur í maraþonhlaupum um allan heim, meðal annars í Reykjavík. Stefano Baldini Ítalíu

7 Ólympíumeistari í maraþonhlaupi 2004. Tvisvar Evrópumeistari í maraþonhlaupi og sigurvegari í mörgum alþjóðlegum maraþonhlaupum. Heimsmeistari í hálfmaraþon-

hlaupi og einn fremsti maraþonhlaupari heims í dag. Lesley Watson Bretlandi

7 Einn fremsti maraþonhlaupari Breta á fyrri hluta áttunda áratugarins og sigurvegari í fjölmörgum maraþonhlaupum í Bretlandi og víðar meðal annars. í Reykjavík. Hún var einnig í fararbroddi í ultramaraþonhlaupum á þessum tíma, sigraði til dæmis í hlaupinu frá London til Brighton (rúmlega 80 km) þegar fyrst var keppt í kvennaflokki 1980.

Vatn er undirstaða lífsins. Einungis 1% af vatni á jörðinni er ferskvatn aðgengilegt mönnum og dýrum til neyslu. Íslendingar njóta þeirra forréttinda að geta neytt ómengaðs vatns nær takmarkalaust. Orkuveita Reykjavíkur starfrækir stærstu vatnsveitu landsins og þjónar um helmingi Íslendinga. Gott vatn er gulls ígildi, njóttu þess að

ÍSLENSKA / SIA.IS / ORK 42920 06/08

skrúfa frá.

• Vatnsveitan verður 100 ára á næsta ári.

16

www.or.is


GEL

r SK贸

8

200 S iN 谩rS

, ANO Y A K


fætur Skór ...eru grundvallaratriði í þessu

tilliti og til þess að koma í veg fyrir álagsmeiðsli þurfa skórnir fyrst og fremst að passa vel. Best er að kaupa skó seinni part dags því fæturnir þrútna örlítið yfir daginn. Gæta skal vel að því að þeir séu nógu stórir - tærnar eiga ekki að nuddast fram í skóinn og athugið að það þarf að máta fleiri pör til að finna það par sem passar best.

breytist í eitthvað allt annað. Því þarf að huga vel að húðinni og sjá til þess að hún haldist heil. Mörgum reynist vel að nota húðplástra (second skin) á viðkvæm svæði áður en farið er í hlaup til að fyrirbyggja að nudd eða sár myndist. Ýmsir bera líka feit krem á fætur sína fyrir hlaup en til eru sérstök fótakrem sem mynda himnu á húðina og draga mjög úr núningi.

Innlegg ...í skóna þurfa einnig að

Táneglur ...þarf að klippa reglu-

passa við fætur viðkomandi. Það geta verið þau innlegg sem fylgja skónum eða sérsmíðuð innlegg sem gerð eru sérstaklega fyrir hvern og einn og þarf þá að gæta þess að nóg pláss sé fyrir þau í skónum. Innlegg koma í veg fyrir óeðlilegt álag á fæturna, rétta skekkjur og draga úr sliti á stoðkerfi líkamans en fótaaðgerðafræðingar búa til stoðhlífar sem rétta skekkjur á tánum og draga úr óeðlilegu álagi.

Sokkar ...þurfa að draga sem mest

úr nuddi á húðina. Sokkar sem hleypa raka í gegnum sig og eru sérlega þykkir yfir tær, hæl og il eru hentugir meðan hrukkur, misfellur og grófir saumar nudda og geta skaðað húðina. Aldrei hlaupa berfætt í skónum því það er ávísun á sár og óþægindi.

Húðin ...er viðkvæm gagnvart núningi og blöðrur geta myndast á smástundu. Þá er fljótt í að ánægjulegt hlaup

lega. Þvert fyrir og ekki of stutt og svo þarf að pússa hornin svo þau stingist ekki í húðina eða vaxi niður. Álagið á neglurnar er mikið við hlaup og þær geta orðið fyrir miklu hnjaski, til dæmis getur blætt undir þær og þær jafnvel losnað og því er um að gera að huga vel að þeim.

SÉRFRÆÐIRÁÐGJÖF Það er heillaráð fyrir alla hlaupara að fara til fótaaðgerðafræðings til að fá góða meðferð og ráðleggingar varðandi umhirðu fótanna til að halda þeim heilbrigðum, enda eru heilbrigðir og hraustir fætur undirstaða þess að hægt sé að stunda þessa íþrótt. FIF tók um árabil þátt í undirbúningi Reykjavíkurmaraþons en félagar skoðuðu þá fætur keppenda og gáfu góð ráð í sambandi við umönnun þeirra. Samvinna þessi var mjög ánægjuleg og margir hlauparar komu og fengu skoðun og ráðleggingar.

Fólk sem stundar hlaup þarf að hugsa vel um fæturna TEXTI: Sólrún Ó. Siguroddsdóttir, formaður Félags íslenskra fótaaðgerðafræðinga

Góðir fætur komast beint í mark Fæturnir eru undirstaða líkamans í orðsins fyllstu merkingu og í daglegu amstri getur álagið á þá verið mikið. Þegar fólk fer að hlaupa eykst álagið margfalt og því er nauðsynlegt að hugsa vel um fæturna svo ekkert fari úrskeiðis og ánægjan af hreyfingunni verði eins og til er ætlast. 18


H†ÂjbaV&( H†b^**(&%'% %e^Âb{c"[Žh#&&"&-!aVj\VgY#&'"&+

19


KYNNING / FÖTIN SKIPTA MÁLI

Jakki: 10.990

Hlauparar vita að flíkurnar sem þeir klæðast skipta miklu máli. Þau verða að passa, vera þægileg, létt og anda vel. Ef ekki er rétt staðið að fatavali geta flíkur hlauparans valdið honum meiðslum. Vanda skal valið svo að hlauparinn njóti þess að hlaupa án þess að hafa áhyggjur af óþægindum sem föt kunna valda honum. Supernova hlaupalínan frá Adidas hefur verið þróuð svo að þetta sé hægt en í henni er notast við Formotion tækni í bæði skóm og fötum sem gerir það að verkum að þau aðlagast hreyfingum hlauparans og tryggja að hann líti vel út og að honum líði vel, hvort sem verið er að hlaupa maraþon eða koma líkamanum í form.

BOLUR: 4.990

BUXUR: 6.990

SUPERNOVA HLAUPALÍNAN FRÁ Adidas

20

SKÓR: 15.990


ÖRUGGIR FÆTUR Á HLAUPUM, SKOKKI EÐA GÖNGU Hjá Flexor færðu alhliða þjónustu við val á réttum búnaði og bjóðum við úrval af skóm frá Asics, Nike, Mizuno og Ecco til íþróttaiðkunar, ásamt spelkum og innleggjum frá Össuri. Ef þú finnur fyrir óþægindum í baki, mjöðmum, hnjám eða iljum, færð sinadrátt í kálfa, þreytuverk eða pirring í fætur, ráðleggjum við þér að panta tíma í göngugreiningu hjá okkur.

Hjá Flexor færðu: · Göngugreiningu

· Hitahlífar

· Stuðningshlífar

· Ráðgjöf

· Stafgöngustafi

· Innlegg

· Vitargo fæðubótarefni

· Íþróttaskó

· Húðvörur frá Gamla Apótekinu

· Gönguskó · Barnaskó

Gegn framvísun miðans er veittur 15% afsláttur af skóm, hitahlífum, Vitargo fæðubótarefnum og húðvörum frá Gamla Apótekinu. Gildir til 22. ágúst 2008

Suðurlandsbraut 34, Reykjavík · Sími 517 3900 Hafnarstræti 95, Akureyri · Sími 460 3460


fm

Maraþon eru í BULLANDI tísku „Frá og með mars 1998 höfum við haldið tvö maraþon á ári og boðið upp á hálft þon í leiðinni og stundum sveitakeppni. Við höfum prófað ýmsar leiðir á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu en keppnisleiðin okkar liggur núna frá Elliðaárdal út á Ægisíðu og til baka aftur í lykkju. Þetta er umferðarlaus leið, öll á göngustígum“, útskýrir Gísli Ásgeirsson, aðalritari félagsins. „Á okkar vegum hafa rúmlega hundrað manns hlaupið sitt fyrsta maraþon,“ segir hann stoltur. „Og við spörum fólki sem hefði annars þurft að fara til útlanda til að komast í löglegt keppnishlaup stórfé. Auðvitað er það samt mikið ævintýri að bregða sér út fyrir landsteinana og taka þátt í hlaupi á erlendri grund en eins og sjá má á maraþonskránni sem við höldum úti á vefnum eru hlaupin mörg sem Íslendingar fjölmenna í, en á síðunni má sjá langan lista af þeim sem hafa hlaupið heil maraþon í gegnum tíðina þó að ekki sé hann alfarið tæmandi. Samkvæmt maraþonskránni hafa nú yfir eitt þúsund Íslendingar lokið maraþoni.“ Íslenskum hlaupurum býðst að taka þátt í alls fjórum maraþonum hér á landi; Reykjavíkurmaraþoni, Mývatnsmaraþoni og keppnunum tveimur sem Félag maraþonhlaupara stendur fyrir á ári hverju. „Það er alveg ágætt fyrir ekki stærri þjóð,“ segir Pétur Helgason, formaður Félags maraþonhlaupara, sem segir þörfina fyrir fleiri hlaup en Reykjavíkurmaraþonið hafa verið mikla áður en hlaupaferðir út fyrir landsteinana urðu jafn algengar og þær eru í dag. „Þannig ferðir fóru ekki að taka flugið fyrr en upp úr svona 1990. Eftir aldamótin hafa þær orðið mjög stór þáttur í hlaupaflórunni. Á tímabili veltum við því fyrir okkur hvort það væri kannski ekki lengur þörf á því að bjóða upp á þessi vor- og haustmaraþon. Það komu strax fram mjög ákveðin svör við því. Fólk vill ekki að þessu sé hætt. Það er ákveðinn kjarni sem hleypur þau reglulega og margir hreinlega sem æfingahlaup,“ útskýrir Pétur en að meðaltali ljúka um 30 til 40 hlauparar maraþoni í hverri keppni á vegum félagsins en um 70 til 90 hálfu maraþoni. Pétur segir nánast hægt að líta á félagið sem uppeldisstöð fyrir maraþonhlaupara. „Fólk kemur oft til okkar til að prófa þetta í fyrsta skipti. Þá sér það að það getur þetta, öðlast sjálfstraust og fer svo í Reykjavíkurmaraþonið. Þetta er líka svo vinsælt núna. Áður fyrr var litið á hlaupara sem einhverja vitleysinga; að það væri bara ekki í lagi með fólk að vilja hlaupa svona Hlaupadagbókin er nýjasti langt. En núna þykirðu netvettvangur hlaupara, varla maður með sundmanna og hjólreiðagarpa. mönnum nema þú www.hlaup.com getir sett maraþon á Heimasíða FM ferilskrána þína,“ segir www.malbein.net/blog Pétur og hlær við. Maraþonskráin „Það er í bullandi tísku http://www.geosoft.dk/ að hlaupa maraþon og VidarAtletik/FM/ ég get ekki séð annað en að framtíð félagsins og maraþonhlaupa sé björt.“

22

AÐ OFAN: Frá Marsmaraþoni Félags maraþonhlaupara. Gísli Ásgeirsson að hlaupa Laugaveginn árið 2004. Pétur Helgason glaður á góðri stund.

Félag maraþonhlaupara var stofnað árið 1997. Tilgangur þess var að sjá íslenskum hlaupagörpum fyrir fleiri möguleikum til maraþonhlaupa hér á landi. Félagið hefur nú staðið fyrir maraþonum á vori og hausti í á tíunda ár.


Viltu fá upplýsingar um hraða, tíma, vegalengd og kaloríur sem þú hefur brennt á meðan þú hleypur? Með Nike+ getur þú fengið allar þessar upplýsingar um leið og þú hlustar á uppáhalds tónlistina þína. Nemi í Nike hlaupaskónum þínum fylgist með hverju skrefi sem þú tekur og skilar upplýsingunum í iPodinn þinn.

Kynntu þér NIKE+ á næsta sölustað og upplifðu hlaupin þín á nýjan og skemmtilegri hátt Kíktu á nikeplus.com og kynntu þér málið


hlaupið HVAR OG HVENÆR SEM ER Uppköst, endorfín, andlegheit, hugarró, karnivöl og kvikmyndahús eru á meðal þess sem bar á góma í spjalli við fjóra landsþekkta einstaklinga um hlaupaferil þeirra – en þetta fólk er hvert öðru ólíkara og það sama má segja um reynslu þess af hlaupum.

Þetta var náttúrlega svo lítið bæjarfélag að fólk mundi alveg eftir litlu stelpunni sem hafði verið ælandi á hliðarlínunni árinu áður og kom svo pínulítil og vann allar stóru stelpurnar.

Að springa úr metnaði Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sjónvarpskona, segir hlaupin vera hluta af líkamsræktinni sinni. Hún var hins vegar metnaðarfull með eindæmum þegar hún lagði þau fyrir sig í fyrsta skiptið. „Ég var alveg rosalega spennt fyrir fyrsta Landsbankahlaupinu sem ég mátti taka þátt í sem var víðavangshlaup fyrir krakka. Mig minnir að aldurstakmarkið hafi verið tíu, tólf ár. Ég skráði mig í hlaupið og var með svo mikið keppnisskap að ég ætlaði mér ekkert minna en að vinna þó að ég væri að hlaupa með eldri krökkum líka. Ég var að springa úr metnaði. Hljóp og hljóp og sprengdi mig svo algjörlega á fyrstu metrunum. Ég ældi eins og múkki við hliðarlínuna svo að pabbi og vinur hans þurftu að koma að aðstoða mig. Þetta var alveg ótrúlegt svekkelsi. Ég vann náttúrlega ekki ég ældi svo mikið,“ segir Ragnhildur Steinunn og hlær. „Daginn eftir var ég svo harðákveðin í því að vinna bara næsta hlaup svo ég fór strax út að æfa mig. Ég hef verið tíu, tólf ára og skil ekkert hvaðan ég fékk þennan metnað. Eftir þrotlausar æfingar

vann ég svo hlaupið ári síðar. Ég á ennþá startnúmerið mitt og mynd af mér alveg eldrauðri í framan með peninginn. Þetta var í Keflavík, sem er náttúrlega svo lítið bæjarfélag að fólk mundi alveg eftir litlu stelpunni sem hafði verið ælandi á hliðarlínunni árinu áður – og kom svo pínulítil og vann allar stóru stelpurnar,“ segir Ragnhildur Steinunn kát. „Ég hef reyndar gert þetta einu sinni síðan, þegar ég var að taka tímann á mér í sundi. Þá sprengdi ég mig svo mikið að ég kastaði upp. Ég á það greinilega til að halda að ég sé betri en ég er,“ bætir hún við. Í dag eru hlaupin liður í almennri líkamsrækt Ragnhildar Steinunnar. „Ég hef alltaf reynt að taka þátt í Kvennahlaupinu en ég er ekki mikill langhlaupari. Ég ætla mér hins vegar alltaf að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu en svo er það alltaf brostið á áður en maður veit af.

25


Ég hafði heyrt mikið um þennan fræga vegg og alltaf haldið að þetta væri eitthvert grín, en hann er raunverulega til. Þetta er skrýtin tilfinning og varla hægt að lýsa þessu.

Karnival alla leiðina Hannes Smárason athafnamaður, hefur stundað hlaup síðustu tuttugu árin eða svo. Þó að hann vilji meina að það hægist á honum með árunum hyggur hann á maraþonhlaup í Berlín og New York í framtíðinni, en þar hljóp hann einmitt sitt fyrsta maraþon í fyrra.

26

„Hlaupaferill minn byrjaði á fótbolta. Fyrir fimmtán, tuttugu árum byrjaði ég svo að stunda hlaup. Þá fór ég í nokkur götuhlaup, til dæmis Krabbameinshlaupið og Reykjavíkurmaraþonið og hef verið í því síðan,“ segir Hannes. „Ég hef verið að hlaupa býsna lengi en því miður hefur hægst á manni með árunum frekar en að hraðinn hafi aukist – því miður,“ segir hann og hlær. „Þegar ég var að byrja í kringum tvítugt gat ég farið tíu kílómetra á þrjátíu og sjö mínútum en núna er það komið hátt í fimmtíu. En þetta er nú meira til að halda sér í formi hvort sem er,“ segir Hannes sem hljóp sitt fyrsta maraþon í samfloti við hóp frá FL Group í nóvember í fyrra þegar stefnan var sett á New York. „Ég fór í hnéaðgerð í maí sama ár. Þegar menn eldast fara hnén að gefa sig en þetta var allt í lagi. Svo hljóp ég fyrsta maraþonið mitt í nóvember og

það var alveg frábært. Það er með því skemmtilegra sem ég hef gert að hlaupa New York maraþonið. Ég hefði eiginlega ekki „Þetta er eiginlega eins og karnival alla leiðina. Það er fullt af fólki, maður hleypur í gegnum hverfi þar sem hvert hverfi hefur sín sérkenni og það er spiluð mismunandi tónlist á ólíkum stöðum. Ég mæli hiklaust með því við fólk sem er að byrja að hlaupa sitt fyrsta maraþon að fara á einhvern svona skemmtilegan stað og eiga þá góðar minningar úr fyrsta hlaupinu. Maður fer þá kannski í fleiri,“ segir Hannes. Þó að hlaupið hafi gengið vel kveðst Hannes þó loks hafa uppgötvað að hinn margumræddi veggur sem hlauparar eiga til að skella á í langhlaupum væri raunverulegur. „Já, ég fann hann í New York,“ segir hann og hlær. „Það var ekki fyrr en á kílómetra 34 eða 35 sem ég lenti á honum. Ég hafði heyrt mikið um þennan fræga vegg og alltaf haldið að þetta væri eitthvert grín en hann er raunverulega til. Þetta er skrýtin tilfinning og varla hægt að lýsa þessu. Ég var ekkert móður eða þreyttur þannig séð en líkaminn var bara búinn að fá nóg og vildi ekki hlaupa meira. Það var bara ekkert eftir. Þá fer maður að hlaupa og ganga til skiptis þar til þetta er búið. Ég komst á leiðarenda svo það er fínt,“ segir Hannes. Eftir þessa góðu reynslu af New York hefur Hannes sett stefnuna á fleiri maraþon. „Mig langar að prófa að fara til Berlínar en ég veit ekki hvort ég næ því í ár. Svo langar mig að fara í New York maraþonið aftur því það er svo frábær skemmtun að hlaupa þar,“ segir hann. Hér heima skokkar Hannes yfirleitt eingöngu í samfloti við iPodinn sinn. „Þetta er svona eins og að fara í bíó og fá smá frí frá lífinu. Maður setur lífið á pásu og hleypur. Það er kannski helst sú tilfinning sem maður sækist eftir með þessu,“ segir hann.


Sports Tracker

Fylgstu með þér ...

N78

sjáðu árangurinn

Nokia Sports Tracker er forrit sem hægt er að setja upp á fjölda Nokia síma. Nokia Sports Tracker skráir upplýsingar um útiveru, hvort sem maður er á göngu, að skokka, hjóla, á línuskautum, hestbaki eða í einhverri annarri virkni utanhúss. Þær upplýsingar eru meðal annars vegalengd, meðalhraði, hámarkshraði, hæð yfir sjávarmáli og tímalengd. Einnig skráir forritið myndrænt leiðina sem farin er og birtir línurit yfir hana sem sýnir t.d. mismunandi hraða eftir staðsetningu o.s.frv. Allar þessar upplýsingar er svo hægt að yfirfæra á heimasíðu Sports Tracker en þar birtir forritið leiðina, sem farin var á Google Earth-korti ásamt öllum fyrrgreindum upplýsingum.

N82

PI PAR • SÍA • 81406

Nákvæm tölfræði yfir leiðina, eins og vegalengd, meðalhraði, mesti og minnsti hraði, skrefatalning o.fl.

N95

Sjáðu leiðina á Google Maps gervihnattamynd.

Sjáðu hraðann í samanburði við hæðarbreytingu.

Skiptu úr gervihnattamynd yfir í nákvæmt götukort.

Skiptu hlaupinu upp í áfanga og sjáðu tölfræðina. Sjáðu myndir sem teknar voru á leiðinni.

E66

gögnin símanum Til þess að geta yyfirfært fær ærtt gö gögn gnin nin in úúrr sí síma símanu m nuum u http://nokiasportstracker. yfir á vefsíðuna þþarff fara fa á http://nokiasp p portstracker. nokia.com oog sto st stofna to a þar aðgang.

Ármúli 26 • Sími 522 3000 • www.hataekni.is

E71


Þetta er svo ótrúlega fallegur dagur og alls konar fólk með í hlaupinu. Það sýnir manni að hreyfing er fyrir alla og að það fer bara hver og einn á sínum hraða.

Alveg upptendruð Sigríður Arnardóttir fjölmiðlakona hefur skokkað í yfir áratug. Henni finnst best að hlusta á uppbyggilegt eða fræðandi efni á hlaupunum.

28

„Lengi vel hljóp ég með góðri nágrannakonu minni. Við brenndum okkur hins vegar á því til að byrja með að við skokkuðum of hratt. Þá var þetta spurning um að ná að næsta ljósastaur sem er náttúrlega ekki rétt aðferð. Sem betur fer hljóp maðurinn hennar svo einu sinni með okkur og náði að stoppa okkur af í þessu. Hann kenndi mér það sem ég hef notað æ síðan, sem er að því hægar sem maður byrjar þeim mun lengur getur maður hlaupið. Í dag er helsti hlaupafélagi minn hins vegar útvarpið og einhver góð lög eða góðir þættir. Ég er svo mikið fyrir að nýta tímann. að mér finnst mjög gott að skokka og hlusta á CNN eða eitthvað uppbyggilegt og fræðast á hlaupunum.

Stundum þarf maður hins vegar á góðri tónlist að halda til að koma sér af stað,“ segir Sirrý. „Ég tek tarnir í því að skokka og þess vegna finnst mér svo gott að hafa Reykjavíkurmaraþonið svona til að halda mér við efnið. Stundum er maður í góðu formi og stundum ekki en ég reyni að minnsta kosti að vera í það góðu formi að geta tekið þátt því þetta er svo skemmtilegur dagur að ég get ekki hugsað mér að missa af honum. Stundum hef ég skokkað þrjá kílómetra með litlu barni og stundum hlaupið tíu. Þetta er ágætis mælistika í hversu góðu formi maður er. Hvort maður er til dæmis að hlaupa á tíma eða bara að hugsa um að komast í mark. Ég man eftir því að í eitt sinn þegar ég var að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu var mér litið til vinstri og þar sá ég Siv Friðleifsdóttur, þá fögru konu, skokka við hlið á mér og mér á hægri hönd var Svanur, trésmiður á Selfossi, í mjög öflugum tæknivæddum hjólastól. Það var bongótrommuleikur í Lækjargötunni og Guðmundur Steingrímsson spilaði á harmonikku. Þetta er svo ótrúlega fallegur dagur og alls konar fólk með í hlaupinu. Það sýnir manni að hreyfing er fyrir alla og að það fer bara hver og einn á sínum hraða. Einhvern tíma eftir svona fallegt hlaup fór ég í brúðkaupsveislu um kvöldið og var alveg upptendruð eins og maður verður af því að taka þátt og komast í mark. Fólk fór að spyrja á hverju ég væri eiginlega. Ég var bara á endorfíni eftir hlaupið og sagði frá því. Ári síðar hitti ég svo konu og fór að spyrja hana af hverju hún væri svona óskaplega falleg og flott og liti svona vel út og þá sagði hún: „Nú, manstu ekki eftir brúðkaupinu? Þú smitaðir mig af hlaupaáhuga. Ég tók þig á orðinu, byrjaði að æfa mig og var að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurhlaupinu!“ Þetta er svo smitandi,“ segir Sirrý og hlær.


Þú getur hlaupið hvar sem er, hvenær sem er og með hverjum sem er. Þú getur hlaupið hægt, þú getur hlaupið hratt, þú getur hlaupið stutt, þú getur hlaupið langt, þú getur hlaupið upp og þú getur hlaupið niður.

Hleypur í hugleiðslu Steingrímur Sævarr Ólafsson fréttastjóri Stöðvar 2 segist aldrei hugsa skýrar en þegar hann gerir annað af tvennu: að hlaupa eða vaska upp.

30

„Ég byrjaði að hlaupa aldamótaárið. Þeir voru stuttir sprettirnir til að byrja með en ég fann fljótlega tvennt: að mér fannst þetta gaman og að þetta er einhver albesta, hollasta og ódýrasta hreyfing sem hægt er að stunda,“ segir Steingrímur en fram að því hafði hann helst lagt leið sína í líkamsræktarstöðvar og „hangið í einhverjum græjum“ eða stundað innanhússfótbolta og þess konar íþróttir. „Hlaup eru svo ofboðslega þægileg. Þú getur hlaupið hvar sem er, hvenær sem er og með hverjum sem er. Þú getur hlaupið hægt, þú getur hlaupið hratt, þú getur hlaupið stutt, þú getur hlaupið langt, þú getur hlaupið upp og þú getur hlaupið niður. Það eru allar útgáfur til sem þú finnur ekki í hverju sem er.“

Ári eftir að Steingrímur fór að hlaupa reglulega skráði hann sig í fyrsta skipti í keppnishlaup og hljóp tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu sama ár. „Síðan hef ég keppt reglulega. Ég missti reyndar af Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra en ég ætla að taka þátt í ár. Ég fer í tíu kílómetrana sem mér finnst alveg yndisleg vegalengd. Þá hleypur maður nokkuð greitt og reynir vel á sig en það tekur ekki allan daginn og svo getur maður líka tekið þátt í Menningarnóttinni af því að maður er ekki alveg búinn á því,“ segir hann brosandi. Steingrímur hleypur iðulega í samfloti við félaga sinn. „Við hlaupum svona tvisvar, þrisvar í viku þegar við náum saman á tíma. Svo hlaupum við saman í þessum keppnishlaupum. Við eigum alveg eins hlaupabúninga svo við erum auðþekkjanlegir,“ segir hann hlæjandi. „Í fyrra uppgötvaði ég svo hlaupahóp Glitnis. Ég hef reynt að hlaupa aðeins með þeim en tíminn er aðeins að stríða mér. Þar er hlaupið hálf sex en ég er yfirleitt í vinnunni til rúmlega sjö,“ segir Steingrímur sem kann vel að meta þann stuðning sem hlýst af því að hlaupa í samfloti við aðra. „Ég hleyp stundum einn með iPodinn en mér finnst langbest að hlaupa í hópi. Það er alltaf hvatning. Ýmist dregur maður félagann áfram eða félaginn dregur mann áfram.“ Hlaupin eru Steingrími þó meira en eingöngu líkamsrækt þar sem hann segir skokkið henta vel til að rækta hugann. „Ég hugsa skýrast þegar ég geri annað af tvennu, vaska upp eða hleyp. Það myndast eitthvert hugarástand, einhver ró hjá manni. Ég hef oft fengið fínustu hugmyndir eða fundið lausnir á vandamálum á hlaupum. Þá hef ég stundum þurft að taka sprettinn heim til að skrifa það niður áður en ég gleymi því. Hugarrækt er líka líkamsrækt,“ segir Steingrímur brosandi.


Láttu þér líða vel

Á NordicaSpa er lögð áhersla á gæði og persónulega þjónustu. Viðskiptavinir NordicaSpa fá gott aðhald og er vel hugsað um hvern og einn þar sem allir meðlimir fá leiðsögn hjá þjálfara í tækjaslanum í hvert skipti sem komið er í heilsuræktina. Í upphafi eru viðskiptavinir NordicaSpa heilsufarsmældir, þjálfarinn fer yfir stöðumat og setur upp æfingakerfi fyrir viðkomandi. Þjálfararnir

aðstoða viðskiptavini við æfingar – stilla tæki og leiðbeina samkvæmt æfingaáætlun hvers og eins og aðstoða einnig við teygjur ef óskað er eftir því. NordicaSpa býður einnig upp á fjölbreytta hóptíma og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Að æfingu lokinni er gott að fara í heitu pottana í heilsulindinni og fá slakandi herðanudd hjá nuddurunum. Þar getur fólk látið þreytu dagsins líða úr sér og komið

Hilton Reykjavík Nordica Suðurlandsbraut 2 Sími 444 5090 nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is

endurnært út. Í heilsulindinni eru tveir nuddpottar, slökunarlaug og tvær vatnsgufur með ilmi. Úti á veröndinni er einnig heitur pottur, sauna og sólbaðsaðstaða. Gestir fá einnig handklæði í hvert skipti. Nánari upplýsingar um hóptímaskrá, opnunartíma ofl. á www.nordicaspa.is.


30+


Gætum ekki án þess verið

Ævar og Berglind í hlaupaferð yfir Fimmvörðuháls.

Ævar Sveinsson er 39 ára og starfar sem framkvæmdarstjóri en Berglind Steinarsdóttir er þrítug og starfar sem snyrtifræðingur. Þau eru bæði ástríðufullir hlauparar sem hafa gert hlaupin að föstum liði tilverunnar og hlaupa mörgum sinnum í viku. Hvenær og hvernig hófst áhugi ykkar á hlaupum og skokki? Ævar Ég byrjaði að hlaupa árið 1997 með Mörtu Ernst í Þokkabót og hef verið á hlaupum síðan. Berglind Ég tók þátt í ÍR hlaupinu með Ævari árið 1998 og við höfum haft hlaup sem tómstundargaman síðan. Hafið þið bæði hlaupið maraþon? Ævar Ég hef hlaupið maraþon níu sinnum og sex sinnum hef ég tekið þátt í Laugavegshlaupinu. Berglind Ég hef hlaupið maraþon tvisvar og einu sinni farið Laugaveginn. Hvernig æfið þið og hversu oft? Ævar Ég reyni að fylgja plani Lauga-skokks sem er eftirfarandi; Sprettir á mánudögum, þrettán kílómetra tempó á miðvikudögum, millilangt á fimmtudögum sem er átján kílómetrar og á laugardögum hlaupum við tuttugu og þrjá eða fleiri kílómetra. Hina dagana tek ég léttar æfingar og svo eru maraþons prógrömmin öðruvísi en þau taka um það bil tólf vikur. Berglind Ég er morgunhaninn í fjölskyldunni. Vakna klukkan sex og nýt þess að hlaupa um Reykjavík þegar borgin er að vakna. Venjuleg hlaupavika hjá mér er svona fjörtíu til fimmtíu kílómetrar nema ég sé að æfa fyrir eitthvað sérstakt hlaup þá lengist þetta um nokkra kílómetra. Hvað er það besta við að hlaupa? Ævar Góð líðan og góður félagsskapur. Berglind Tíminn sem maður er einn með sjálfum sér er dýrmætur og mér finnst gaman að kljást við sjálfa mig. Það gerir lífið auðveldara ef maður setur sér markmið og reynir að fara eftir þeim. Svo höfum við eignast frábæra vini í gegnum þetta tómstundargaman og það er vissulega ómetanlegt. Eruð þið mikið búinn að hlaupa í ár? Ævar Markmiðin í ár voru og eru að fara Laugaveginn, sem ég gerði og komst í gegn á 5:48. Svo stefnum við Reykjavíkurmaraþon og haustmaraþon í Mílanó á Ítalíu. Þannig að ég hef haldið öllum æfingum inni og reynt að slaka ekki á. Berglind Þetta ár ákvað ég að hlaupa einungis ánægjunnar vegna svo ég hef ekki sett mér nein brjáluð markið. Bara nægilega mörg svo ég haldist í góðu formi og geti farið í maraþon prógramm þegar mig langar til. En ég hef þó lagt áherslu á hraðaaukningu og stefni á haustmaraþon með Ævari. Hlustið þið á tónlist við hlaupin? Ævar Nei, ekki þegar ég hleyp úti en ég nota stundum tónlist þegar ég hleyp á bretti. Berglind Þegar ég er að hlaupa inni í Laugum þá nota ég tónlist annars ekki. Það fer reyndar alveg eftir því hvernig æfingu ég er að taka og hvernig ég er stemmd. Er einhver sérstök leið í borginni skemmtilegri en önnur? Ævar Fossvogshringurinn, þrettán kílómetra tempó er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Þessi æfing er alltaf krefjandi hvort sem maður er í góðu formi eða ekki og ég get notað hana til að komast að því í hvernig formi ég er. Berglind Við erum svo heppin hér á Íslandi að hafa allar þessar brekkur, ár, vötn og ferska loft svo það er eiginlega erfitt að gera upp á milli, en Elliðadalurinn hefur þó alltaf vissan sjarma. Þekkið þið einhverjar óvenjulegar hlaupaleiðir sem gaman er að segja frá? Ævar Mér finnst gaman að fara Elliðavatnshringinn í snjónum, snemma á sunnudagsmorgnum yfir vetrartímann. Berglind Þegar Ævar átti afmæli langaði mig að gefa honum afmælisgjöf sem hann myndi muna eftir. Þessi afmælisgjöf var hlaupaferð yfir Fimmvörðuháls. Við tjölduðum í Þórsmök og gengum svo yfir daginn eftir. Þetta var og verður eftirminnileg hlaupaferð fyrir okkur. Stundið þið aðra líkamsrækt með hlaupum? Ævar Já, ég stunda gufuböð, geri maga og bakæfingar og fer í hina og þessa leiki. Berglind Það gefst nú ekki mikill tími í að stunda mikið meira en hlaup, en auðvitað geri ég líka léttar styrktaræfingar með. Stundum kemur það svo fyrir að ég næ í jóga DVD spólunna sem ég keypti fyrir nokkrum árum og smelli henni í tækið. Að lokum. Hafið þið smitað aðra með þessu? Ævar Ég tala um hlaup við nánast alla sem ég hitti og oft á tíðum hafa þeir haft samband við mig síðar til að fá ráðleggingar um hlaupaprógrömm og fleira þannig að ég verð að svara þessu játandi. -Og auðvitað smitaði ég Berglindi. Berglind Þegar það er gaman þá vilja aðrir taka þátt í fjörinu og þannig er það bara. Svo óneitanlega hef ég smitað fólk til að fara að hlaupa eða stunda æfingar. Málið er bara að gera það sem manni finnst skemmtilegt -þá langar mann að gera meira. 33


50+

Þ

afkastamesti maraþonhlaupari landsins Bryndís Svavarsdóttir er fimmtíu og eins árs guðfræðinemi sem hefur getið sér það til frægðar að hafa hlaupið flest maraþon allra Íslendinga. Hún byrjaði að hlaupa þrjátíu og fimm ára gömul árið 1991 og upphaflega markmiðið var að komast í form en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og Bryndís farið yfir margar marklínur. 34


að má segja að maraþon séu hennar líf og yndi í dag en hún fer að meðaltali tvisvar til þrisvar sinnum á ári út fyrir landsteinana og stefnir nú á að klára öll ríki Bandaríkjanna. En hvernig kom það til að Bryndís byrjaði að hlaupa? „Það var árið 1991 sem ég byrjaði á þessu. Þá var ég 36 ára, hafði eignast fjögur börn og var hætt að reykja og því höfðu nokkur óæskileg kíló bæst á kroppinn. Kíló sem gjarna máttu fjúka. Ég sá mynd af hópi fólks sem var að hlaupa frá Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði og mér datt í hug að þetta myndi henta mér svo ég mætti bara í næsta tíma og byrjaði bara. Fyrst um sinn voru þetta ekki nema tveir, þrír kílómetrar sem ég hljóp að meðaltali þrisvar í viku en fljótlega lengdust þó ferðirnar. Ég skal viðurkenna að þetta var svolítið átak, enda hafði ég aldrei á ævinni hlaupið áður en ekkert sem ég myndi kalla óyfirstíganlegt. Hvenær fórstu svo að lengja ferðirnar? „Strax fyrsta haustið hljóp ég tíu kílómetra í Brúarhlaupinu á Selfossi og hálft maraþon ári síðar í Reykjavíkurmaraþoni. En heilt maraþon hljóp ég fjórum árum síðar í Stokkhólmi 1995. Það var talsvert átak, sérstaklega þar sem ég hljóp þetta með brest í lærlegg en hafði ekki hugmynd um að þar væri brestur enda höfðu læknar reynt að sannfæra mig um að það væri eitthvað að mér í hnénu. Mánuði síðar fór ég í myndatöku og þá kom í ljós að tíu sentimetrar á lærlegg voru í méli. Ég var þó fljót að jafna mig á því og hljóp annað maraþon strax um haustið í Dublin þar sem ég var búin að kaupa mig inn í það en passaði upp á fótinn með því að ganga og hlaupa á víxl.“

Hvað hefurðu farið til margra landa til að hlaupa maraþon? „Ég hef ekki talið löndin ennþá en ég hef hlaupið áttatíu og fjögur maraþon og með ultra-maraþonum bætast níu við þar sem ég hljóp Laugaveginn fyrstu níu árin.“ Hvaða maraþon standa svo mest upp úr? „Ég myndi segja að mesta eftirvæntingin hafi verið í mér fyrir að fara til Honolulu en það voru um leið talsverð vonbrigði því leiðin var ekki nógu skemmtileg. Þetta var eins og að hlaupa fram og aftur eftir Keflavíkurveginum og horfa út í hraun. Langar leiðir fram og til baka finnast mér ekki skemmtilegar því mér finnst svo gaman að sjá fjölbreytni í umhverfinu meðan ég er á ferðinni. Annað minnisstætt maraþon hljóp ég í Salt Lake City. Þar fór hitinn upp í 41 gráðu og leiðin lá af fjalli og niður í bæ. Leiðin var svo erfið að það stóðu konur í brekkunni og dreifðu verkjalyfjum til hlauparanna. Þessu mætti hæglega líkja við þátt af Survivor,“ segir Bryndís og hlær. „Mest framandi staður sem ég hef hlaupið á myndi vera Green River í Wyoming í Bandaríkjunum en þar hljóp ég í fyrra. Við vorum svo hátt yfir sjávarmáli að innfæddir áttu í mesta basli með að ná andanum og svo var hitinn svo gífurlegur að ég brann sem aldrei fyrr. Þegar við svo komum að drykkjarstöðinni var ekkert vatn að fá svo það munaði minnstu að maður næði ekki að klára þetta en það tókst þó á endanum.“ Af reynslusögum Bryndísar má draga þá ályktun að maraþon geti flokkast sem hættuleg íþrótt sé ekki rétt staðið að málum. „Þrisvar sinnum hef ég hlaupið þar sem ungir

Hún byrjaði að hlaupa þrjátíu og fimm ára gömul árið 1991 og upphaflega markmiðið var að komast í form, en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og Bryndís farið yfir margar marklínur.


menn hafa komist á mark á frábærum tímum en dáið þegar þeir komu inn fyrir marklínuna. Fyrst varð ég vitni að þessu þegar ég hljóp í Chicago árið 2000, það sama gerðist á O.C. maraþoninu í fyrra og nú síðast í febrúar í Little Rock í Arkansas. Mennirnir sem um ræðir voru á aldrinum tuttugu og þriggja til þrjátíu ára og komust inn á þremur klukkustundum en létust því miður skömmu síðar. Þetta segir manni að það skiptir ekki öllu að komast inn á sem stystum tíma heldur er skynsamlegra að hlusta á líkamann og fara eftir því sem hann segir manni, það er að segja ef mann langar að komast heim til sín að hlaupi loknu.“ Ertu með einhver sérstök markmið hvað varðar maraþonhlaup fyrir utan landsteinana? „Já, sannarlega hef ég það. Ég stefni á að hlaupa maraþon í öllum ríkjum Bandaríkjanna og ef ég hefði byrjað að telja fyrr þá væri ég kominn með hærri tölu en núna eru þau tuttugu og fimm. Ég hef nefnilega hlaupið oftar en einu sinni í sumum þeirra. Með því að hlaupa alltaf í nýju ríki gefst mér kostur á að sjá svo margt og mikið enda eru Bandaríkin

36

gríðarlega stórt og fjölbreytt land. Það er ekki hægt að líkja þessu við það að hlaupa alltaf í borgum. Ég hef meðal annars séð forsetahöggmyndirnar í Mount Rushmore og tekið þátt í maraþoninu sem var haldið í Grand Canyon. Þetta finnst mér hreint ómetanlega skemmtilegt og ætla því að halda áfram þar til ég er komin með öll fimmtíu ríkin á kortið hjá mér.“ Besta tímann sinn hljóp Bryndís á Mývatni en það voru 4:24:14 og nokkuð oft hefur hún náð tímum þar í kring. „Ég var til dæmis tveimur mínútum undir þessu í Reykjavíkurmaraþoni en það hef ég hlaupið tíu sinnum í grímubúningi! Það var alltaf verið að reyna að búa til karnivalstemningu í Reykjavíkurmaraþoni og stundum var ég sú eina sem sýndi lit og mætti í búningi. Það voru kannski nokkrir í skemmtiskokkinu í þremur kílómetrum sem komu í búningum en ég myndi ekki segja að það væri neitt sambærilegt við það að hlaupa heilt maraþon í grímubúningi sem engill, randafluga, hestur, hirðfífl eða risaeðla og þetta gerði ég, gömul kerlingin!“ segir þessi kraftmikli og ævintýragjarni guðfræðinemi að lokum.

Bryndís hefur hlaupið marþon frá Mývatni til Nýju Mexíkó og heldur nákvæma skrá yfir öll hlaupin sem hún hefur tekið þátt í.


The Big Five

Marathon Ævintýraleg maraþonferð til

15. - 24. júní 2009

Suður-Afríku

The Big Five Marathon í Suður-Afríku er öðruvísi og ótrúlega spennandi maraþonferð, þar sem ævintýragjarnir maraþonhlauparar fá tækifæri til að hlaupa í þjóðgarði innan um hin villtu dýr Afríku. Nafn ferðarinnar vísar til hinna 5 stóru dýra Afríku: fílsins, nashyrningsins, vísundarins, ljónsins og hlébarðans. Þetta verður í fimmta skipti sem maraþonið er haldið og er hægt að taka þátt í hálfu eða heilu maraþoni. Í ferðinni er farið í safaríferðir um þjóðgarðinn, þar sem hægt er að skoða hin villtu dýr í miklu návígi og fyrir utan þau fimm fræknu má nefna flóðhesta, gíraffa, margar antilóputegundir, villisvín, bavíana og fleiri. Einnig er nefnt. Það er því einnig nóg um að vera fyrir þá sem ekki ætla sér að hlaupa. Kynningarfundur fyrir ferðina verður haldinn í september.

Nánari upplýsingar í síma 570 2790 eða www.baendaferdir.is A L L I R G E TA B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R

www.baendaferdir.is

s: 570 2790

Spör ehf. - Ragnheiður I. Ágústsdóttir

hægt að fara í siglingu, ferð á fjórhjólum, hestaferð og þyrluflug svo eitthvað sé


70+

hlaup, jóga og lyftingar Þegar Ketill Arnar Hannesson var rétt rúmlega fimmtugur lenti hann í alvarlegum veikindum. Hluti af heilunarferlinu fólst í hreyfingu og þar af leiddi að Ketill skráði sig á skokknámskeið sem hann segir hafa breytt lífi sínu til hins betra.

Þ

ó að hlauparar séu ólíkir og engin stöðluð mynd til af þeim er víst að þeir eru ekki margir sem stíga sín fyrstu skref á hlaupabrautinni þegar þeir eru komnir yfir fimmtugt. Það gerði Ketill Arnar Hannesson. „Ég hafði ekkert hlaupið áður nema kannski hjá Ungmennafélaginu þegar ég var að alast upp. Það var samt voðalega lítið. Við systkinin vorum svona að leika okkur í hástökki, stangarstökki og kúluvarpi. Systir mín var reyndar hlaupari. Hún tók þátt í Íslandsmóti í kringum 1955 og náði öðru sætinu,“ segir Ketill og bætir því við að eiginlegur hlaupaferill hans hafi ekki komið til af góðri ástæðu. „Ég fékk slæma veiki sem kallast sjálfsofnæmi. Þetta er mjög skrýtinn sjúkdómur þar sem líkaminn eiginlega snýst gegn sjálfum sér. Ég fór að taka inn steralyf og var sagt að þau orsökuðu það sem kallað er „moonface“ þar sem maður bólgnar upp í andlitinu af vökvasöfnun og mér var sagt að eina leiðin til að koma í veg fyrir það væri að byrja að hreyfa mig. Þá var ég svo heppinn að ÍR auglýsti námskeið í skokki og ég dreif mig á það. Þá fann ég hvað þetta var skemmtilegt og hef eiginlega verið á hlaupum síðan,“ segir Ketill og kímir. Nokkru síðar tók sjúkdómurinn sig aftur upp. „Ég held að það áfall hefði orðið meira ef ég hefði ekki verið kominn í svona góða þjálfun. Það er engin spurning að hlaupin löguðu þetta ásamt lyfjunum. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta gekk vel,“ segir hann. Í dag er Ketill sjötíu og eins árs og hefur fært sig frá ÍR yfir í Hádegisskokk í Laugardalnum sem er í umsjá Báru dóttur Ketils og eiginmanns hennar. „Ég fór á eftirlaun í fyrra og fór þá að hlaupa í hádeginu inni í Laugardal. Það hentaði mér betur. Bæði út af tímanum og svo af því að ég var byrjaður að æfa í Laugum. Ég fer í jóga og lyfti í tækjunum þar. Ég er með þetta allt saman núna,“ segir hann og hlær við. Þó að hlaupasagan sé óðum að lengjast segir

38

Í fyrra hélt Ketill upp á sjötugsafmælið sitt með því að hlaupa maraþon í Kaupmannahöfn.

Ketill það enn koma fyrir að hann eigi erfitt með að taka fyrstu skrefin. „Maður þarf stundum að sparka sér svolítið af stað. Sérstaklega á veturna þegar það er dimmt og kalt,“ segir hann. „En maður finnur hvað þetta seinkar öldrun. Mér finnst eiginlega ótrúlegt hvað maður getur þjálfað sig þegar maður er orðinn svona gamall,“ segir Ketill. „Mér er ekki farið að fara aftur að neinu verulegu marki að mér finnst. Ég held mér í horfinu.“ Í fyrra gaf Ketill sér það í sjötugsafmælisgjöf að halda til Kaupmannahafnar með fjölskyldunni og spreyta sig á maraþoni þar í borg. Áður hafði hann hlaupið eitt slíkt hér heima en dreymdi alltaf um maraþon á erlendri grund. „Þetta varð að fjölskylduferð til Kaupmannahafnar. Mig langaði voðalega að hlaupa þar og það varð alveg frábært. Það er svo mikil stemning í kringum þetta og líf á götunum. Ég og tengdasonur minn hlupum og það var náttúrlega mjög skemmtilegt að hafa fjölskylduna til að taka á móti manni í markinu,“ segir Ketill og bætir því við að hlaupaáhuginn í fjölskyldunni hafi smitast út frá konu hans, Auði Ástu Jónasdóttur. „Í raun og veru smitaði hún okkur öll og ýtti mér af stað líka. Þá fór dóttir okkar að hlaupa með góðum árangri og smitaði tengdason minn sem var reyndar og er mikill íþróttamaður. Þau stofnuðu síðan Hádegisskokkið,“ útskýrir Ketill og bætir við að Auður hlaupi þó ekki lengur eftir að hafa meiðst. Ketill lét ekki staðar numið við Kaupmannahöfn, heldur hélt hann til Gautaborgar fyrr á þessu ári þar sem hann hljóp hálft maraþon. „Mér finnst gaman að hafa farið út í bæði heilt og hálft maraþon,“ segir Ketill, sem kveðst þó ekki viss hvort hann hyggi á frekari landvinninga erlendis. „Þeir eru farnir að fara til Kína og hlaupa á múrnum en það er nú ekki á dagskrá hjá mér. Framhaldið fer bara eftir því hvernig heilsan verður,“ segir þessi fríski maður að lokum.


„Ég fór á eftirlaun í fyrra og fór þá að hlaupa í hádeginu inni í Laugardal. Það hentaði mér betur, bæði út af tímanum og svo af því að ég var byrjaður að æfa í Laugum. Ég fer í jóga og lyfti í tækjunum þar.“

Ketill Arnar Hannesson byrjaði að hlaupa eftir að hann varð fimmtugur. Hann segir hlaupin halda sér ungum.

39


Fólkið í gulu vestunum

40


Til að viðburður eins og Reykjavíkurmaraþon verði að veruleika tán erlendir sjálfboðaliðar mætt hingað á ári hverju. Þetta er fólk þarf vinnuframlag mikils fjölda fólks og sá hópur þarf að vera vel á vegum SEEDS en það eru alþjóðleg samtök sem skipuleggja undirbúin og samstilltur í alla staði. Að undirbúa slíkan viðburð þátttöku einstaklinga í sjálfboðaliðaverkefnum um allan heim. tekur eitt ár en um leið og hlaupinu lýkur er farið í að undirbúa Þetta fólk kemur hingað til Íslands til að vinna sjálfboðavinnu í það næsta. Þá er farið yfir hvað gera þarf betur að ári liðnu. hálfan mánuð og kynnist landi og þjóð um leið. Íþróttafélögin Framkvæmdaaðili Reykjavíkurmaraþons Glitnis er Íþróttabandaleggja til stærstan hluta starfsmanna. lag Reykjavíkur sem í daglegu tali er kallað ÍBR. Reykjavíkurmaraþon greiðir félögunum fyrir þeirra framlag ÍBR er aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) en starfsmennirnir vinna í sjálfboðavinnu fyrir sitt félag. Þeir og gegnir það hlutverki regnhlífarsamtaka sextíu og sex aðildfjármunir sem safnast með þessum hætti eru gjarna nýttir til arfélaga, íþróttafélaganna í Reykjavík. Starf ÍBR felst í því að sérstakra verkefna, til dæmis æfingaferða erlendis. Frá upphafi gæta hagsmuna þessara félaga og hafa umsjón með ýmsum hafa frjálsíþróttadeildir séð Reykjavíkurmaraþoni fyrir stærstum þeim málum sem snerta þau sameiginlega svo sem skiptingu hluta starfsmanna og þar hefur safnast saman mikil þekking tíma í íþróttamannvirkjum borgarinnar og að útdeila styrkjum frá sem nýtist vel varðandi ýmsa þætti hlaupsins -enda maraþon Reykjavíkurborg og ÍSÍ. Þá kemur ÍBR að stefnumótun íþróttakeppnisgrein í frjálsum íþróttum. Með aukinni þátttöku í hlaupmála og útbreiðslu íþrótta í borginni í samráði við inu hefur þurft að bæta við fleiri starfsmönnum sem hafa félögin og Reykjavíkurborg. Starfsmenn ÍBR skipta þá komið til aðstoðar úr ýmsum öðrum íþróttagreinum. með sér ábyrgð varðandi ýmsa þætti ReykjavíkÁ þessum tímamótum er við hæfi að þakka öllum urmaraþons og vinna að þeim á milli hlaupa þeim sjálfboðaliðum sem leggja lóð sín á vogarskálen síðustu dagana fyrir hlaup er nauðsynlegt arnar hverju sinni til að gera Reykjavíkurmarþon SJÁLFBOÐALIÐAR að kalla til tugi og hundruði sjálfboðaliða til að skemmtilegum viðburði. Þetta er fólkið í gulu gerAmaraþonið aðstoðar. Þar hafa íþróttafélögin verið dugleg vestunum. Fólkið með vatnsglösin. Fólkið sem að veruleika að leggja til mannskap en eins hafa um fimmgerir maraþonið að veruleika.

41


VEL UNDIRBÚINN OG BEINT Í MARK Leiðbeiningar um líkamlegan og andlegan undirbúning fyrir heilt og hálft maraþon TEXTI: Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur, næringarráðgjafi, íþróttanæringarfræðingur og hlaupari til margra ára

42


Hollt mataræði allan ársins hring Hlauparar og íþróttafólk almennt ætti að leggja áherslu á kolvetni í sínu fæðuvali. Dæmi um kolvetnaríkar fæðutegundir eru kartöflur, hrísgrjón, pasta, kúskús og fjölbreytt kornmeti. Einnig haframjöl og morgunkorn, ávextir og brauðmeti. Best er að velja brúnt pasta, hýðishrísgrjón og gróft brauð þar sem þú sérð korn og fræ í miklu magni. Ástæðan er sú að grófmeti er ríkara af upphaflegum næringarefnum og trefjum sem eru mikilvæg hollustuefni, auk þess sem bragðið er mun betra. Samhliða kolvetnunum er mikilvægt að borða næg prótein; það er fisk, magurt kjöt, kjúkling og egg og sem næst fimm skömmtum af ávöxtum og grænmeti á hverjum degi. Gott er að hafa magrar mjólkurvörur og osta á matseðlinum til þess að fá mikilvægt kalk fyrir beinin og vöðvana. Best er að borða fisk tvisvar til fjórum sinnum í viku og taka lýsi eða lýsisperlur daglega. Með þessu móti má fá jafnvægi og fjölbreytni í mataræðið samhliða því að fá næg vítamín, steinefni og trefjar á degi hverjum úr fæðunni sjálfri.

Kolvetnahleðslan dagana fyrir hlaup Fyrir heilt og hálft maraþon er nauðsynlegt að taka kolvetnahleðslu þrjá til fjóra síðustu dagana fyrir. Þá er neyslan á kolvetnaríkri fæðu aukin og kolvetnadrykkjar (carbo load) neytt samhliða því að draga úr æfingaálagi eins og áður segir. Gott er að drekka vel af vatni með kolvetnaríkum fæðutegundum þar sem kolvetnin hlaðast inn í vöðvana og draga með sér um tvö til þrjú grömm af vatni með hverju grammi af kolvetnum sem geymast í líkamanum. Þessi kolvetni brenna svo upp í líkamanum við áreynslu, vatnið notast við brunann og skolast út með svita. Kolvetnahleðslan getur valdið vissri þyngdaraukningu vegna aukins magns af kolvetnum inni í vöðvum en einnig vegna vökvasöfnunarinnar sem áður er lýst.

Kolvetni og drykkir Við blöndun á kolvetnadrykknum (íþróttadrykkjum) er mikilvægt að fylgja nákvæmlega ráðleggingum um hlutföll vatns og dufts, aðallega til þess að drykkurinn verði ekki of sterkur. Of sterkur drykkur veldur frekar magakrampa og óþægindum samanborið við drykk í réttum hlutföllum. Varðandi magnið af

7 Eftirfarandi leiðbeiningar og hugleiðingar eru aðallega hugsaðar fyrir undirbúninginn fyrir hálft og heilt maraþon. Margt á þó einnig við um undirbúning fyrir 10 km hlaup þó svo að mikil kolvetnahleðsla sé almennt ekki nauðsynleg fyrir þá vegalengd. Hins vegar gildir það sama og um lengri hlaup að allur undirbúningur þarf að vera markviss og þar á meðal skipulag á máltíðum sem ættu að vera mjög kolvetnaríkar að minnsta kosti þrjá síðustu dagana fyrir átökin, samhliða minnkuðu æfingaálagi, nægri hvíld og hæfilegum svefni. 7 Rannsóknir hafa sýnt að afrekshlaupari sem hleypur maraþon á 2:45 klst. fær um 97% orkunnar sem hann þarf til þess úr kolvetnum en um 3% úr fitu. 7 Sá eða sú sem hleypur hægar, eða á 3:45 klst., brennir hins vegar 68% kolvetnum og um 32% fitu.

Kolvetnadrykkir og orkudrykkir eru ekki það sama, og mikilvægt er að rugla þessu tvennu ekki saman. Kolvetnadrykkirnir hafa æskilega samsetningu kolvetna og steinefna og henta því hlaupurum vel. Orkudrykkirnir eru á hinn bóginn of sætir, ekki með æskilegustu tegundina af kolvetnum og innihalda ekki nauðsynleg sölt. kolvetnadrykknum sem drekka skal yfir þessa þrjá til fjóra daga þá er ágætt að hafa til viðmiðunar, um það bil einn og hálfur lítri dreift jafnt yfir daginn eða sem svarar 120-130 ml/ klst. Venjulegt vatnsglas er um tvöhundruð millilítrar. Gott er að miða við alls sjö til tíu grömm af kolvetnum á hvert kíló líkamsþyngdar á dag (fæða og drykkur), síðustu 36-48 klukkustundirnar fyrir hlaupið. Kolvetnadrykkir og orkudrykkir eru ekki það sama, og mikilvægt er að rugla þessu tvennu ekki saman. Kolvetnadrykkirnir hafa æskilega samsetningu kolvetna og steinefna og henta því hlaupurum vel. Orkudrykkirnir eru á hinn bóginn of sætir, ekki með æskilegustu tegundina af kolvetnum og innihalda ekki nauðsynleg sölt. Kolvetnadrykkir og gel eru í raun sykurríkar vörur og því er nauðsynlegt að hugsa vel um tannheilsuna, drekka vatn samhliða þeim til að skola munninn á milli. Þegar þú kaupir kolvetnaduftið, kauptu þá gelbréfin í leiðinni svo þau séu örugglega til staðar.

Kolvetnaneysla í hlaupinu Eftirfarandi eru ráðleggingar sem henta flestum en enn og aftur, ef þú hefur notað aðra aðferð í gegnum tíðina sem hefur virkað vel þá er engin þörf að breyta því. Fara skal af stað með það að markmiði að taka gel á um 30 mínútna fresti og drekka vatn með því. Ef þú hefur ekki hafa lyst á gelinu, drekktu þá kolvetnadrykk á næstu drykkjarstöð. Það gæti verið gott að taka með þér vatn ef þú skyldir þurfa á því að halda ef drykkjarstöð er ekki á næsta leiti þegar kemur að gel-inntöku. Ekki ætti að þurfa að hafa kolvetnadrykk meðferðis í hlaupinu þar sem þeir eru í boði á hverri drykkjarstöð.

43


7 Nú hefur þú æft

Kvöldið áður Skipulagið kvöldið fyrir hlaupið getur verið jafn mikilvægt og keppnisdagurinn sjálfur. Þetta er stundin sem þú tekur til allt sem þú ætlar að hafa með þér í hlaupið. Einnig tryggir þú hér að líkaminn sé fullur af orku og nægum vökva fyrir átökin sem fram undan eru. Gættu þess að borða reglulega þennan dag og lenda ekki í því að vera komin í orkuskuld um kvöldmatarleytið og borða kannski miklu meira en vanalega. Pastaveislan er af mörgum talin nauðsynlegur hluti af lokaundirbúningnum og á það bæði við um líkama og sál. Það að sækja keppnisgögnin, kaupa kannski sokkapar og hitta hlaupafélagana er hluti af því að koma sér í „gírinn“ og ná rétta hugarástandinu, sem einmitt fleytir mörgum langt þegar á hólminn er komið.

stíft í marga mánuði og loks finnst þér þú vera klár í sjálft hlaupið. Kannski veistu ekki við hverju er að búast en með því að hafa þessa þætti í huga er mjög líklegt að fyrsta reynsla þín verði ánægjuleg.

Gættu þess að borða aðeins þann mat sem þú ert vanur/vön að borða! Ekki prófa eitthvað nýtt! Það er góð aðferð að prófa sig áfram með mismunandi útfærslum á máltíðum samhliða æfingum og keppnislíkum æfingum og endurtaka á keppnisdegi og það gerir hver hlaupari á undirbúningstímabilinu.

7 Mundu að æfing-

ar fyrir löng hlaup eru „langhlaup“. Ef þú hefur ekki hlaupið mikið síðustu vikurnar fyrir Reykjavíkurmaraþon Glitnis, eða hvaða keppnishlaup sem er, þá borgar sig alls ekki að að reyna að bæta það upp síðustu dagana fyrir. Hvíldin er nefnilega mjög mikilvæg.

hækka blóðsykurinn og koma líkamanum í gang eftir nóttina auk þess sem máltíðin hefur áhrif á andlegu hliðina og einbeitingu í hlaupinu sjálfu. Síðasta máltíðin á ávallt að vera létt . Gott er að miða við að borða þremur til fjórum klukkutímum fyrir hlaupið en á þeim tíma ætti létt og kolvetnarík máltíð, sem einnig er trefjasnauð og fitusnauð, að vera orðin fullmelt. Dæmi um slíkt er ristað heilhveitibrauð eða beygla með sultu eða marmelaði, banani eða morgunkorn. Dæmi um trefjaríka fæðu Græjutékk! Taktu til fötin og skóna sem þú ætlar að er All-Bran, Branklæðast og allan annan búnað sem þú telur Flakes, haframjöl, þig þurfa; númerið, skeiðklukkuna eða múslí, rúsínur 7 Dæmi um létt undirbúningsplan síð„garminn“ og vatnsflöskuna. Númerið og rúgbrauð. er aðgöngumiðinn þinn og trygging Forðastu steiktustu vikuna fyrir heilt og hálft maraþon. fyrir því að þú fáir réttan tíma og röð an mat og feitan, í mark. Pakkaðu einnig niður í tösku slíkt meltist hægar Mánudagur 6-7 km rólegt öðru sem þú þarfnast eins og auka en kolvetnin auk Þriðjudagur 6 km rólegt sokkum, auka bol, litlu handklæði, þess sem kolvetnin skila þér þeirri Miðvikudagur 5 km rólegt smá næringu, til dæmis banana orku sem þú þarft til að hlaupa hratt! Fimmtudagur Hvíld eða orkustöng, nokkrum krónum og Gættu þess að borða aðeins þann mat Föstudagur 3 km rólegt vindheldum jakka. Varðandi skó og sem þú ert vanur/vön að borða! Ekki Laugardagur Keppni allan fatnað gildir að vera ekki í neinu prófa eitthvað nýtt! Það er góð aðferð Sunnudagur 30 mín ganga nýju því föt, sokkar og skór sem ekki að prófa sig áfram með mismunandi hafa verið „hlaupin“ til geta valdið útfærslum á máltíðum samhliða óþægindum, blöðrum og nuddsárum. æfingum og keppnislíkum æfingum Bolir geta til dæmis valdið því að geirog endurtaka á keppnisdegi og það vörtur á karlmönnum nuddast og það er mjög gerir hver hlaupari á undirbúningstímabilinu. sársaukafullt. Sá matur sem þú ert vanastur eða vönust og fer vel í þig er sá matur sem þú átt helst að 7 Mundu að teygja borða fyrir hlaupið. Stress fyrir hlaupið hægir á eftir hvert hlaup, meltingunni og því er gott að miða við að borða eftir keppnina og Síðasta máltíðin fyrir átökin þremur til fjórum klukkustundum fyrir og draga Mundu að máltíðirnar sem þú borðaðir síðustu þannig úr líkum á hlaupasting og öðrum óþæggönguna á sunnudagana fyrir hlaupið eru þær sem mestu máli indum í maga. Mörgum þykir gott að borða deginum. Þannig skipta fyrir orkuna í hlaupinu sjálfu og þessar léttan morgunmat fjórum tímum fyrir startið og verður þú í betra máltíðir ættu að vera kolvetnaríkar. Tilgangtaka síðan gel og vatn hálftíma áður en hlaupið formi eftir átökin. urinn með morgunmatnum á hlaupdegi er er af stað. Fínt væri að æfa þetta fyrirkomulag ekki að sjá um að gefa þér alla orkuna fyrir í síðustu tveimur langhlaupum sem tekin eru hlaupið heldur að hindra hungurtilfinningu, fyrir stóra daginn.

44


UNDIRBÚNINGUR FYRIR MARAÞON / SAMANTEKT

Vökvi

Svefn

upphitun

7 Ágætt er að miða við að drekka

7 Ágætt viðmið er að fara á fætur ekki

7 Mikilvægt er að taka létta upphitun

rólega um eitt stórt glas af vatni hverja klukkustund frá því að þú vaknar og fram að hlaupinu. Í heildina ætti þetta að vera um einn og hálfur lítri. Ef þú drekkur meira fyrir langhlaupsæfingar heldur þú þínu striki með það. Varðandi aðra drykki er ágætt að nota íþróttadrykki og gel (og vatn) ef þú ert vanur/vön því, annars er líklega öruggast að drekka bara vatn fyrir hlaupið. Sumir drekka appelsínusafa en fara ætti varlega í það þar sem safinn er mjög súr, enn og aftur, nema það sé eitthvað sem þú hefur alltaf gert og lætur þér líða vel í hlaupinu. Eplasafi, blandaður 50-50 safi-vatn er ekki vitlaus hugmynd þar sem safinn er ekki súr og fer vel í maga.

síðar en þremur tímum fyrir hlaup. Þá er að fá sér að borða og undirbúa sig andlega. Ekki reyna að troða inn auka klukkustund og halda að þannig hafir þú meiri orku í hlaupinu. Ef þú telur að svefnleysi verði vandamál, byrjaðu þá að undirbúa þig viku fyrir hlaup. Farðu fyrr að sofa og reyndu að hvílast betur. Oft er það þannig að erfitt er að sofna kvöldið fyrir hlaup og þá er mjög mikilvægt að „panikka“ ekki og muna að þessi nótt skiptir ekki öllu heldur næturnar á undan.

fyrir hlaupið þrátt fyrir að þú sért að fara í heilt eða hálft maraþon. Upphitunin hitar og liðkar líkamann og hjálpar þér að losna við stírurnar úr augunum og minnka fiðringinn í maganum. Létt upphitun þýðir um það bil tíu til fimmtán mínútur af léttu skokki eða göngu eða bæði og léttum teygjum á helstu vöðvahópum sem eru framan og aftan á lærum, kálfar, brjóstvöðvar og axlir.

Spenna 7 Stress, spenna eða fiðringur í maga er algengur fyrir keppni og það er í raun mjög eðlilegt og jákvætt upp að vissu marki. Viss spenna eykur getuna í hlaupinu og skilar betri árangri.

46

Mæting 7 Gott er að temja sér að mæta á hlaupstað um einni klukkustund fyrir hlaupið. Það kemur í veg fyrir tímaskort. Oft er mikill fjöldi saman kominn, svæðin í kringum startið eru oft stúkuð af og erfitt að finna bílastæði. Einnig þarftu að gera ráð fyrir tíma til að fara á snyrtinguna jafnvel oftar en einu sinni og það tekur sinn tíma.

Á ráslínu 7 Svo framarlega sem þú ert ekki í hópi með þeim allra bestu í hlaupinu er farsælast að taka sér stöðu aðeins fyrir aftan ráslínuna því þau sem eru fremst þurfa að fara hratt af stað til að verða ekki troðin undir. Athugaðu að það er varhugavert að fara of hratt af stað. Líkaminn getur þá súrnað upp vegna mjólkursýrumyndunar og þú hægir á þér annað hvort strax eða þegar líður á hlaupið. Markmiðið er að klára hlaupið og allt umfram það er bónus!


ÁSGEIR JÓNSSON er einn fremsti afreksmaður okkar Íslendinga. Hann hefur klifið hæstu fjallstinda þriggja heimsálfa en stefnir á hæstu tinda allra sjö. Hann hefur tekið þátt í tveimur IRONMAN keppnum og stefnir á þá þriðju. Þeir sem taka þátt í þessari krefjandi keppni þurfa að hafa óbilandi trú á sjálfum sér og vera í frábæru formi.

„Í fitusýrum er að finna undirstöðefni sem eru okkur lífsnauðsynleg á sama hátt og prótín, vítamín, steinefni o.fl. Í raun má segja að þessar lykilfitusýrur gegni aðalhlutverki í því að smyrja liðamótin, sem er mjög eftirsóknarvert þegar fólk er að æfa enda má segja að líkaminn sé eins og bílvél, kolvetni er eldsneytið og fitusýrur smurningin. Einnig hafa þessar fitusýrur góð áhrif á hjarta og æðakerfi“

Gríptu bæklinginn „Það sem skiptir máli“ í næstu verslun og kynntu þér ráðleggingar Ásgeirs.


sKOKKHÓPAR

Fyrir suma snúast hlaup um friðsæla einveru og tækifæri til að tæma hugann. Öðrum finnst sá öflugi félagsskapur sem hlýst af því að tilheyra skokkhópi ómissandi. Fjölmargir slíkir hópar eru starfræktir um allt land en forsvarsmenn Lauga, Flóamanna og Setjarnarness skokkhópanna eru sammála því að mikill stuðningur og skemmtun felist í því að hlaupa í góðum félagsskap.

48

Skokkhópur Lauga S

kokkhópurinn í Laugum hefur stækkað svo mikið frá því að hann tók fyrst til starfa að meðlimir komast nú ekki lengur saman í dekur í Laugar Spa. Leiðbeinandi hópsins, Pétur Ingi Frantzson, segir alla velkomna á æfingar. Skokkhópurinn er svo að segja jafngamall líkamsræktarstöðinni sem hann dregur nafn sitt af og er sprottinn úr samruna tveggja hópa í Reykjavík. Þeir voru Skokkhópur Námsflokka Reykjavíkur sem Pétur Ingi hafði þjálfað um árabil og hópur úr líkamsræktarstöðinni Hreyfingu. Skömmu síðar slóst Langhlauparafélagið svo í hópinn.


Hér fara nýliðar á sinni fyrstu æfingu með skokkhópi Lauga.

Pétur Ingi Frantzson, leiðbeinandi hópsins, segir meðlimi nú í kringum hundrað. „Kjarninn er hins vegar kannski svona fjörutíu manns sem er fastur allt árið. Það eru margir sem koma bara yfir sumarið. Aðrir sem koma kannski í tvo mánuði hverfa og snúa aftur. Það er allur gangur á því,“ segir hann. Hópurinn hefur fjórar fastar æfingar í viku en sú fimmta bætist við yfir sumartímann þegar hlaupið er um grænar grundir í Heiðmörkinni. Flestir félagar mæta á um þrjár æfingar í viku nema þegar stór hlaup eru framundan. „Þegar maraþonhlaup eða Laugavegurinn er að nálgast fer fólk að mæta á allar æfingarnar,“ segir Pétur og bætir því við að margir úr hópnum taki þátt í maraþonum víðs vegar um heim. „Það fóru fimmtán manns frá okkur í Bostonmaraþon á árinu og hátt í þrjátíu héldu til Tíbet í sömu erindagjörðum svo það er alltaf eitthvað í gangi. Það fara líka mjög margir úr okkar röðum í Reykjavíkurmaraþonið og ég er mjög ósáttur ef ég er ekki með helmingi fleiri en næsti skokkhópur,“ segir Pétur og hlær. „Eins vil ég alltaf vera með tuttugu prósent af keppendum á Laugaveginum. Það er að vísu orðið erfiðara núna eftir að keppendum var fjölgað í 260,“ bætir hann við. Félagsstarfið er ekki heldur látið sitja á hakanum í Laugardalnum. „Það er heilmikið um að vera hjá okkur. Hér áður fyrr fórum við alltaf í spa-ið í Laugum einu sinni í mánuði og héldum þá smá fund en nú erum við svo mörg að við komumst ekki öll í einu.

Við reynum að fara í hollum í staðinn,“ segir hann kíminn. Þá hafa liðsmenn úr skokkhópi Lauga séð um pastaveislu degi fyrir Reykjavíkurmaraþonið. „Þá sjáum við um að gefa öllum keppendunum pasta að borða til að bæta í kolvetnaforðann. Það eru helst þeir sem eru meiddir eða nýbúnir í hlaupi og þurfa því að taka því rólega sem vinna við þetta. Makar hlauparanna eru líka mjög duglegir að mæta. Hinir sem ætla að hlaupa koma samt líka og eru í svona tvo, þrjá tíma þó að þeir megi það ekki. Þeir hlusta ekkert á mig,“ segir Pétur brosandi. Með pastaveislunni safnar hópurinn fé sem yfirleitt er lagt í árlegan haustfagnað. Þar að auki heldur hópurinn yfirleitt „auðra-gatna-gleði“ á vorin auk þess sem nokkrar konur úr röðum hans halda úti saumaklúbbi yfir vetrarmánuðina. „Við karlarnir megum ekki koma nálægt því og vitum lítið hvað þar fer fram,“ segir Pétur hlæjandi. Eins og skilja má af fjöldanum er mikil breidd í skokkhópnum og Pétur segir alla velkomna á æfingar. Þeir þurfi heldur ekki að óttast að erfitt geti reynst að kynnast skokkfélögunum. „Við pössum okkur á því að taka nýliðana sem eru að koma á fyrstu æfinguna sína strax inn í hópinn. Þeir eru bara nýir á fyrstu æfingunni“.

49


Frískir Flóamenn þekkja mikilvægi þess að teygja vel eftir æfingu.

Frískir Flóamenn S kokkhópurinn Frískir Flóamenn er starfræktur á Selfossi. Þar er hlaupið í tveimur hópum, eftir því hversu hratt félagar vilja geysast um göturnar. Anna María Óladóttir hafði frumkvæði að stofnun hóps fyrir minna reynda hlaupara en hann fagnar tíu ára afmæli á næsta ári. Anna María veit kvenna best hversu mikinn stuðning hlaupafélagar geta veitt. Hún kom á laggirnar skokkhópi fyrir níu árum þegar hún var sjálf að stíga fyrstu skrefin á hlaupaferlinum. „Ég var að reyna að byrja sjálf og var farin að komast á milli ljósastaura,“ segir hún hlæjandi. „Ég vissi að fullt af fólki var að reyna að koma sér af stað og ég tók mig bara til og hringdi út um allan bæ. Svo fór að við stofnuðum þennan hóp,“ útskýrir Anna María. Önnur deild Frískra Flóamanna hafði þá verið starfrækt í nokkur ár en var að mestu skipuð reyndari hlaupurum. Anna María segir það skipta sköpum að hafa stuðning heils hóps á bak við sig. „Það drífur mann af stað og í hreinskilni sagt þarf maður stundum virkilega á því að halda,“ segir hún brosandi. „Hins vegar hefur maður alltaf val um að fara einn. Stundum henta tímasetningarnar fólki

50

ekki og þá hleypur það bara sjálft á öðrum tíma. Þegar það vill fá félagsskapinn mætir það á æfingu. Það er engin skylda í þessu bara fastur tími sem allir vita af,“ segir Anna María. Margir meðlimir hópsins munu fagna tíu ára hlaupaafmæli á næsta ári því þeir eru ófáir sem hafa verið með frá upphafi. „Fólk kemur hins vegar og fer eins og því hentar. Núna erum við um fjörutíu talsins þó það mæti auðvitað ekki alltaf allir á æfingar. Stundum erum við þrjátíu sem leggjum af stað en stundum á milli tíu og tuttugu,“ útskýrir Anna María. Með árunum hafa einhverjir fært sig upp í reyndari hópinn sem hleypur á sömu kvöldum en leggur klukkutíma fyrr af stað. Flóamennirnir frísku hlaupa þrisvar í viku; á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum auk laugardagsmorgna. Frískir Flóamenn hafa haft þjálfara undanfarna tvo vetur og Anna María segir ætlunina að halda því áfram þar sem það geri öllum gott. „Það er mjög gott að fá þjálfara til að fá smá tilbreytingu í hlaupin. Fólk hefur kannski verið að hlaupa mjög svipað en með breyttum áherslum nær maður kannski að bæta sig mun meira,“ útskýrir

Anna María sem segir stóran hluta hópsins stefna á Reykjavíkurmaraþon. „Við fórum margar í hálft maraþon í fyrra og held að við verðum enn fleiri í ár. Svo fór ein úr hópnum Laugaveginn í sumar og ég held að einhver ætli í maraþon á Ítalíu í október,“ segir hún. Félagsstarfið hjá Frískum Flóamönnum er ekki heldur af lakara taginu. Dagsferðir og þorrapizzur eru meðal þess sem meðlimir taka þátt í yfir árið. „Í hvert skipti sem við gerum okkur einhvern dagamun eru báðir hóparnir saman. Við erum farin að þekkjast vel og höfum orðið mjög náin með árunum. Það er yfirleitt alltaf byrjað á hlaupi. Við höfum til dæmis Þorrahlaup. Þá hlaupa allir einhvern góðan hring saman og svo förum við og fáum okkur þorrapizzu,“ segir hún kímin. „Það eru bæði venjulegar pizzur og svo pizzur með þorramat fyrir þá alhörðustu,“ útskýrir hún. Þá hefur verið farið í dagsferðir í Grímsnesið og hlaupið eftir fjörunni til Þorlákshafnar svo eitthvað sé nefnt. Hvernig fagna skal tíu ára afmælinu á næsta ári á þó enn eftir að koma í ljós. „Við gerum eflaust eitthvað mjög skemmtilegt,“ segir Anna María brosandi.


=b[ocZ_hk W aWkfWbejjŒc_W5   Njóttu þess að vera í fríinu með áskrift að Lottó! Farðu strax á næsta sölustað eða á www.lotto.is og skráðu þínar tölur.


Fræðslufundir, blómakaffi og árlegar jöklaferðir eru meðal þess sem félagar klúbbsins gera saman.

Trimmklúbbur Seltjarnarness S tofnandi Trimmklúbbs Seltjarnarness, eða TKS, heitir Margrét Jónsdóttir en núverandi formaður hans er Friðbjörn Sigurðsson. „Klúbburinn er rétt um tuttugu og fjögurra eða fimm ára gamall og Margrét er kölluð móðir hans. Hún kemur annað slagið í heimsókn til okkar en hleypur reyndar ekki með okkur lengur,“ segir formaðurinn Friðbjörn. Félagar í TKS eru hundrað og tólf talsins og sumir hafa hlaupið götur Seltjarnarness árum saman. „Það eru að meira að segja einhverjir sem hafa verið alveg frá upphafi. Þessi breidd í aldri er eitt af einkennum klúbbsins,“ segir Friðbjörn. Breiddin á ekki eingöngu við aldurshópana heldur leggur hópurinn einnig mikið upp úr því að ná til sem flestra óháð getu og afköstum. „Sumir fara þetta nánast gangandi og skokka bara smá og á hinum endanum erum við með fína maraþonhlaupara. Þetta heitir trimmklúbbur og við höfum túlkað það sem svo að við séum þess vegna ekki hreinræktaður hlaupaklúbbur. Á síðustu árum hefur komið stafagöngufólk í upphitun til okkar og við prófuðum líka að koma á laggirnar hjóladeild. Það

52

er nefnilega þannig að það eru töluverð afföll í hlaupahópum. Hlaup sem íþrótt eru þess eðlis að fólk getur fengið í hné eða ökkla og þarf þá að fara sér hægar. Þeir sem vilja halda áfram að trimma en eru kannski ekki alveg í formi til þess geta þá haldið áfram að vera með,“ útskýrir Friðbjörn. Félagar í TKS hlaupa alla jafna þrisvar í viku; á mánudags- og miðvikudagskvöldum og á laugardagsmorgnum. Æfingar eru með mismunandi áherslum þar sem mánudagskvöldum er varið í langhlaup en miðvikudagar helgast brekkunum á Nesinu. Yfir vetrarmánuðina eru æfingarnar á laugardagsmorgnum svo færðar inn fyrir dyr í World Class á Seltjarnarnesi. Æfingar eru í traustum höndum tveggja þjálfara TKS, þeirra Steinunnar Hannesdóttur og Þórhöllu Andrésdóttur. „Það skiptir gríðarlega miklu máli að hafa góða þjálfara og við erum svo heppin að Seltjarnarnesbær styrkir okkur um þá,“ segir Friðbjörn. Skokkarar af Seltjarnarnesi hafa verið iðnir við hlaup í Reykjavíkurmaraþoninu. „Það fara margir frá okkur í hlaup þó að það séu ekki mjög margir sem ætla í heilt maraþon. Það virðist líka vera mjög vin-

sælt að fara í maraþon út fyrir landsteinana og ég veit um fimm eða sex hlaupara frá okkur sem ætla í maraþon í Berlín í lok september,“ segir Friðbjörn. Félagslífið í kringum TKS er blómlegt mjög og raunar svo öflugt að Friðbjörn segir það nánast nauðsynlegt að minnka við sig vinnu til að geta sinnt því af fullum krafti. Hópurinn stendur til dæmis fyrir árlegu Neshlaupi á vorin, hittist í morgunmat af og til yfir veturinn, efnir til fræðslufunda og býður til hjóladaga einu sinni á ári auk þess sem innan hans er starfandi blómakaffisdeild sem syngur og leikur á gítar á blómastofu á Seltjarnarnesi á laugardögum. Þá er líka hefð fyrir árlegum vor- og sumarferðum hópsins. „Sumarferðin er venjulega svona fimm til sex daga bakpokaferð þar sem fjölskyldurnar fá að koma með. Það mæta auðvitað aldrei allir en þetta er góður hópur. Ég held að við höfum verið um sextíu í ár,“ segir Friðbjörn. „Í vorferðunum förum við hins vegar á jökul. Við veljum þá ferðir sem við myndum ekki ráða við upp á eigin spýtur og höfum fengið leiðsögumenn hjá Fjallaleiðsögumönnum síðastliðin fjögur ár... Þetta er heilmikið starf,“ bætir hann brosandi við.


Gott fyrir alla íþróttamenn! Endurnýjar Endurbætir Endurbyggir

Rannsóknir á úthaldi og getu íþróttafólks hafa leitt í ljós að nærri tvöfalt áhrifaríkara er að neyta Gatorade en vatns eða kolvetna eingöngu. Gatorade inniheldur efni sem koma í staðinn fyrir þau sem tapast þegar þú svitnar. Gatorade inniheldur kolvetni sem hjálpa þér að berjast gegn þreytu og einblína á líkamlegt og andlegt ástand þitt.


TAKTURINN SEM TELUR SKREFIN

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson 5tónlistarmaður Þetta eru mest gobbidí-gobbidí lög en líka uppáhaldslög. Það er mikilvægt til að halda út sársaukann sem fylgir klukkustundarlöngu skokki. Sjálfur kýs ég hámark þrjátíu mínútur svona svo maður hætti ekki að dúa um eins og gormur vegna kalkmyndunar í liðum.

54

Run in the Morning Sun 5 Lady & Bird 4 07.00 Fiðlukonsert 5 Philip Glass 4 30.00 Bonanza Theme Song 5 Jay Livingstone og Ray Evans 4 2.10 Á Sprengisandi 5 Póker 4 3.00 Chariots of Fire Theme 5 Vangelis 4 3.33 Stick’ Em Up 5 Quarashi 4 3.49 Station to Station 5 David Bowie 4 10.14 Immigrant Song 5 Led Zeppelin 4 2.25


Fyrst var það vasadiskóið. Svo kom ferðageislaspilarinn en nú er það MP3-spilarinn sem heldur hlauparanum á góðri ferð svo lengi sem viðkomandi kýs að skokka við tónlist - og það gera flestir. Við fengum nokkra af vinsælustu tónlistarmönnum landsins til að setja saman lagalista sem ættu að koma þér alla leið og gott betur. Hver listi miðast við að hlaupið sé í sextíu mínútur. Njótið vel.

Védís Hervör Árnadóttir 5söngkona Hérna eru kraftmiklar laglínur. Eldra og nýtt í bland. Gott grúv og almenn gæði - fullkomin blanda til að hlaupa við! There’s No Other Way 5 Blur 4 3.24 Under My Thumb 5 Rolling Stones 4 3.44 You Keep Me Hanging On 5 The Supremes 4 2.41 Hey Ya 5 Outkast 4 4.09 Mysterious Ways 5 U2 4 4.04 Pump up the Jam 5 Technotronic 4 3.17 Tighten up 5 Archie Bell and The Drells 4 2.45 There She Goes Again 5 Velvet Underground 4 2.31 Sunshine of Your Love 5 Cream 4 3.06 Sísí 5 Grýlurnar 4 2.33 Hold You 5 Gus Gus 4 7.29 More Than a Feeling 5 Boston 4 4.45 I Wanna Be Sedated 5 The Ramones 4 2.32 I Feel Love 5 Donna Summer 4 5.53 Love Will Tear Us Apart 5 Joy Division 4 3.26 Just Can’t Get Enough 5 Depeche Mode 4 3.44 Ramble On 5 Led Zeppelin 4 4.35 Rhythm Is a Dancer 5 Snap 4 4.32

55


Anna Rakel Róbertsdóttir 5 plötusnúður Þegar ég fer út að skokka finnst mér gott að hlusta á fjölbreyttan lagalista og er þess vegna dugleg að skipta um og bæta við lögum til þess að halda mér við efnið. Þessa dagana lítur hann svona út. Mikil nostalgía og mikill kynþokki í gangi! That Girl 5 Stevie Wonder 4 5.15 Never 5 Keisha Cole ft. EVE 4 4.04 I’ll Be Good 5 Angela Winbush & Renee 4 5.19 Cool 5 Snoop Dogg 4 4.01 Keep Giving Your Love to Me 5 Beyonce 4 3.11 Dance Like There’s No Tomorrow 5 Paula Abdul & Randy Jackson 4 3.35 I Need a Boss 5 Shareefa ft. Ludacris 4 3.53 Mysterious 5 Jentina 4 3.17 Moss 5 Gus Gus 4 7.18 Let Me Know 5 Róisín Murphy 4 5.09 You’ve Got the Love 5 The Source ft. Candi Stanton 4 3.33 Why Did You Do It 5 Stretch 4 3.31 My 1st Song 5 Jay Z 4 4.42 Make You Dance 5 Flii Stylz 4 3.43 Rolling Down My Face 5 Amerie 4 3.34

56


Birgir Ísleifur Gunnarsson 5 söngvari Motion Boys Þegar maður skokkar er mikilvægt að maður hafi eitthvað í eyrunum sem drífur mann áfram, hvort sem það er einhvers konar ótti, eins og lagið Bogus Man lýsir ágætlega, eða hamslaus, kærulaus gleði þeirra Happy Mondays manna. Ég kann þó betur við óttann. Ég get hlaupið endalaust ef mér finnst eins og einhver sé að elta mig.

The Magnificent Seven 5 The Clash 4 5.33 Seconds 5 Human League 4 4.59 New Gold Dream (81-82-83-84) 5 Simple Minds 4 4.45 Kinky Afro 5 Happy Mondays 4 4.00 The Bogus Man 5 Roxy Music 4 9.21 Fashion 5 David Bowie 4 3.26 Dance (Pt. 1) 5 The Rolling Stones 4 4.23

Born Under Punches (The Heat Goes On) 5 Talking Heads 4 5.49 I Know 5 Blur 4 3.32 Fall in Love with Me 5 Iggy Pop 4 6.31 Mambo Sun 5 T. Rex 4 3.42 Never Stop (Discotheque) 5 Echo & the Bunnymen 4 4.45

57


Rebekka Kolbeinsdóttir 5 söngkona Merzedes Club Ég vel ekki endilega bara partílög þegar ég fer út að skokka eða í ræktina. Ég vil líka skemmtileg og góð lög sem koma mér í gott skap og huganum á flug. Svo stilli ég bara á shuffle og dett í gírinn.

58

In Particular 5 Blonde Redhead 4 6.05 Mother of Pearl 5 Roxy Music 4 6.52 Eple 5 Röyksopp 4 3.36 Pump up the Jam 5 Technotronic ft. Felly 4 3.17 Is It Love 5 Dr. Mister & Mr. Handsome 4 3.50 Let’s Push Things Forward 5 The Streets 4 3.51 The Bad Touch 5 Bloodhound Gang 4 4.20

One Step Too Far 5 Faithless ft. Dido 4 3.26 Jolene 5 Dolly Parton 4 2.41 (Ghost) Riders In The Sky 5 Johnny Cash 4 3.43 Smooth Criminal 5 Michael Jackson 4 4.19 Where Is My Mind 5 Pixies 4 3.53 Pass the Dutchie 5 Bob Marley 4 3.25 Five Years 5 David Bowie 4 4.43


Óttarr Proppé 5 söngvari Dr. Spock Í upphafi er gott að hafa lögin jákvæð og hress til að koma manni í rétta gírinn. Þegar sársaukinn tekur við er gott að heyra skrýtin og fjölbreytt lög og þegar fer að síga á seinni hlutann hjálpa vélrænar endurtekningar til þess að hvetja mann til þess að klára. Loks er gott að ljúka verkinu með hressum og drífandi lögum. Þessi listi er fínn í hlaup en ég hef komist að því að hann hentar ekki síður þegar fægja skal silfur. Take a Chance on Me 5 ABBA 4 4:05 I Was Made for Lovin’ You 5 Kiss 4 4:31 Fire 5 The Ohio Players 4 4:36 Iran 5 Flock of Seagulls 4 4:58 World Destruction 5 Time Zone featuring John Lydon & Afrika Bambaataa 4 5:33 Uska Dara: a Turkish Tale 5 Eartha Kitt 4 3:08 If I’m in Luck I Might Get Picked up 5 Betty Davis 4 5:00 O verdadeiro conceito de um preconceito 5 Cidadao instigado 4 6:14 First Class ‘77 5 Fantastic Plastic Machine 4 6:44 Tour de France (Long Distance Version 2) 5 Kraftwerk 4 7:46 My Baby’s Taking Me Home 5 The Sparks 4 4:41 Set the Controls for the Heart of the Pelvis 5 Barry Adamson 4 5:38 Getting Funky Round Here 5 Black Nasty 4 2:43 Leben Heisst Leben 5 Laibach 4 5:28 Ace of Spades 5 Motorhead 4 2:46

59


bændaferðir

hlaupið Á FRAMANDI SLÓÐUM Bændaferðir koma hlaupurum á Kínamúrinn og Tíbethásléttuna

Á

síðustu árum hafa ófáir Íslendingar haldið austur og vestur um haf með hlaupaskó í farteskinu til að reyna sig á götum borga eins og Berlínar, Kaupmannahafnar og Boston. Bændaferðir bjóða þeim ævintýragjörnustu hins vegar upp á hlaup á slóðum sem tæplega geta talist annað en afar framandi. Bændaferðir buðu í ár upp á maraþonferð á framandi slóðir í annað skiptið. Ferðirnar falla undir flokkinn Hreyfiferðir og hafa hlotið framúrskarandi undirtektir. „Þegar við byrjuðum á þessu fyrir þremur árum buðum við upp á maraþonferð til Kína. Það var samt heldur óhefðbundið maraþon því það var hlaupið á Kínamúrnum,“ útskýrir Hugrún Hannesdóttir, sölustjóri utanlandsdeildar hjá Bændaferðum. „Þetta var mjög erfitt því að múrinn er erfiður yfirferðar og þar er mikið af tröppum sem þar að auki eru í misjafnri hæð. Hlaupið byrjaði á múrnum. Svo lá hringurinn út í sveit og síðan aftur upp á múrinn. Það var rosalega erfiður kafli því fólk var auðvitað orðið mjög þreytt,“ segir hún. Í júlí í ár lá leiðin hins vegar á Tíbethásléttuna í Indlandi þar sem keppendur spreyttu sig á maraþoni í 3.600 metra hæð.

60


61


„Fyrir Íslendinga sem eru aldir upp í svona hundrað metra hæð er það náttúrlega heilmikil áskorun. Þessi hlaup eru gjörólík öllu öðru,“ segir Hugrún. Hlaupararnir fara út Hópurinn dvaldist á svæðinu í um viku fyrir fyrir þau þægindamörk hlaupið til að laga sig að hæðinni. „Þetta er mjög spennandi svæði því á tíbetsku hásléttsem við erum vön unni hefur menning Tíbeta eiginlega haldið hérna heima, eða á sér best. Margir Tíbetar flúðu þangað þegar stöðum eins og KaupKínverjar réðust inn í Tíbet,“ útskýrir Hugrún.

mannahöfn og Berlín.

Blessun frá Búddamunkum

Á aðlögunartímanum sat hlaupahópurinn ekki auðum höndum því farið var á hestbak og í siglingu, gönguferðir og hlaup. „Áður en að maraþoninu sjálfu kom var svo farið í morgunhlaup til að fólk gæti fundið hvernig því gengi að aðlagast hæðinni. Það var hægt að fara í læknisskoðun á eftir og ákveða svo út frá því hvort fólk héldi sig við vegalengdina sem það hafði í huga eða stytti hana eitthvað. Það er ekki hægt að vita fyrir fram hvernig líkaminn muni bregðast við hæðarmismuninum. Fólk þarf ekki heldur að hlaupa heilt maraþon, það getur líka bara farið í tíu kílómetrana. Eins geta hjón farið saman og hlaupið mismunandi vegalengdir,“ segir Hugrún. Á maraþondeginum sjálfum bættist svo enn í upplifun ferðalanga því dagurinn hefst á því að allir keppendur í maraþoninu fá blessun frá Búddamunkum af svæðinu. Þá er blásið í löng horn til að ræsa hlaupara. „Fólk fer í svona ferðir til að upplifa eitthvað nýtt og fara út fyrir það sem við gerum í venjulegu maraþoni. Hlaupararnir fara út fyrir þau þægindamörk sem við erum vön hérna heima, eða á stöðum eins og Kaupmannahöfn og Berlín,“ segir Hugrún. Spennandi ferðir í bígerð

Hlaupaferðir á erlendri grundu virðast verða vinsælli með ári hverju eins og Hugrún hefur sjálf orðið vör við. „Ég þekki nokkra sem hafa gefið sér það í fimmtugsafmælisgjöf að hlaupa Bostonmaraþonið sem er hálfgert mekka margra hlaupara. Þá þarf fólk að ná ákveðnum lágmarkstíma árinu áður. Fólk er að setja sér skemmtileg markmið og gera spennandi hluti. Þegar það er búið að hlaupa í Kaupmannahöfn og Berlín langar það svo kannski í eitthvað nýtt og öðruvísi. Okkar ferðir eru í rauninni til að mæta þörfum þess hóps,“ útskýrir Hugrún. Bændaferðir leggja áherslu á að hafa hópana í hlaupaferðirnar ekki of stóra. „Það fóru þrjátíu og fimm til Tíbet. Við viljum frekar að hópurinn sé ekki of stór svo að það myndist dálítil hópstemning. Það er líka mikill undirbúningur að baki. Við höldum nokkra fundi fyrir ferðina. Meðal annars með fararstjóra og svo hlaupaþjálfara sem getur svarað spurningum og komið með leiðbeiningar fyrir þá sem það vilja,“ útskýrir Hugrún. Hún segir undirtektir við hlaupaferðunum hafa verið afar góðar, enda fylltust báðar ferðirnar á svipstundu. Hugrún segir það alveg ljóst að Bændaferðir muni halda áfram að bjóða ævintýraþyrstum hlaupurum upp á slíkar upplifunarferðir. „Það er engin spurning að við munum halda áfram. Við munum bjóða upp á mjög spennandi ferð á næsta ári þó að ég geti ekki ljóstrað neinu upp um hana núna og það er klárt mál að við höldum áfram á þeirri braut,“ segir hún.

Í júlí í ár fór hópur hlaupara á Tíbethásléttuna í Indlandi þar sem keppendur spreyttu sig á maraþoni í 3.600 metra hæð.

62


Komdu á netpósthúsið www.postur.is Finna sendingu Hér getur þú með einföldum hætti fundið út hvar sendingin þín er. Hægt er að finna sendingar jafnt innanlands sem utan.

Netsamtal við þjónustufulltrúa Netsamtal við þjónustufulltrúa er liður í aukinni þjónustu okkar. Þjónustufulltrúar liðsinna þér með ráðgjöf og veita þér upplýsingar um þjónustu Póstsins.

Breyta heimilisfangi Við áframsendum almennan bréfapóst fyrir þá sem eru að flytja, bæði innanlands og erlendis. Almennar sendingar sem eru stílaðar á gamla heimilisfangið eru þá sendar áfram á nýja heimilisfangið.

Biðpóstur í fríinu

HVÍTA HÚSIÐ / SÍA – 08–0945

Við geymum almennar bréfasendingar fyrir þig meðan þú ert í fríi eða áframsendum til þín á umbeðið pósthús.


4x BOÐHLAUP Nafn: Margrét Valdimarsdóttir Aldur: 34 Hjúskaparstaða: Í sambúð Starf: Félagsfræðingur, starfa meðal

1

annars hjá Lýðheilsustöð.

Allt súrefnið fyllir mann af orku og vellíðan sem er ekki hægt að fá með því að vera innandyra. Svo eru hlaup eru líka mjög ódýr leið til að halda sér í formi. Stefnirðu á maraþon? Já, já...

Hvenær byrjaðir þú að hlaupa: Fyrir

GEFUR KEFLIÐ Á?

fjórum árum, þá aftur eftir að hafa ekkert hlaupið í svona tíu ár. Af hverju: Ég fékk leið á líkamsræktarstöðvunum. Hvað hleypurðu oft? Tvisvar til fimm sinnum í viku. Kostir þess að hlaupa? Það jafnast í raun ekkert á við það að hlaupa utandyra.

...Lilju Ágústu Guðmundsdóttur

Nafn: Lilja Ágústa Guðmundsdóttir Aldur: 60 Hjúskaparstaða: Í sambúð Starf: Kennari Hvenær byrjaðir þú að hlaupa: Fyrir tíu

góðan félagsskap gegnum þetta, svo er hægt að hlaupa hvar og hvenær sem er. Svo má bæta því við að þessu fylgir lítill tilkostnaður enda ekkert annað en góðir hlaupaskór sem maður þarf. Stefnirðu á maraþon? Ég hef tvisvar sinnum hlaupið heilt maraþon á síðustu níu mánuðum. Í Berlín og Kaupmannahöfn. Svo er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér.

árum. Af hverju: Til hressingar. Hvað hleypurðu oft? Þrisvar til fimm

sinnum í viku. Kostir þess að hlaupa? Það eru mikil

2

3

lífsgæði að geta hlaupið, ótrúlega góð tilfinning sem fylgir því að geta sett á sig skóna, hlaupið beint af augum og látið hugann reika. Ég hef líka komist í mjög

GEFUR KEFLIÐ Á?

Nafn: Jóhanna Eggertsdóttir Aldur: 43 Hjúskaparstaða: Gift Starf: Framhaldsskólakennari Hvenær byrjaðir þú að hlaupa: Fyrir

hvíld frá amstri dagsins og í kringum þetta er góður vinahópur sem mér finnst alltaf gaman að hitta, svo ekki sé minnst á það að hlaupið heldur manni í formi. Stefnirðu á maraþon? Ég hef þegar hlaupið þrjú maraþon - eitt á ári. Fyrsta var í London, annað í Berlín og þriðja núna á þessu ári í Kaupmannahöfn. Ég er að velta því fyrir mér að hlaupa núna heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu, aðallega vegna þess að það varð svo fljótt uppselt í Laugavegshlaupið núna í sumar.

þrettán árum, eftir að ég eignaðist fyrsta barnið mitt. Af hverju: Mér fannst kominn tími til að hreyfa mig. Langaði til að losa mig við aukakílóin eftir meðgönguna. Hvað hleypurðu oft? Ég hleyp fjórum til fimm sinnum í viku - eftir því hvað stendur til í hlaupunum. Kostir þess að hlaupa? Þetta er mikil Nafn: Unnur María Ólafsdóttir Aldur: 51 Hjúskaparstaða: Gift Starf: Skrifstofumaður Hvenær byrjaðir þú að hlaupa: Árið

2002 Af hverju: Ég smitaðist af eiginmanni

4 64

mínum sem byrjaði í líkamsrækt 2000 og byrjaði svo að hlaupa ári síðar 2001. Hvað hleypurðu oft? Að jafnaði þrisvar til fjórum sinnum í viku. Kostir þess að hlaupa? Mér líður vel af því að hlaupa og svo eru það hlaupafélagarnir. Þeir eru stórkostlegir.

....Jóhönnu Eggertsdóttur

GEFUR KEFLIÐ Á?

....Unni Maríu Ólafsdóttur Stefnirðu á maraþon? Ég var að hlaupa

mitt fjórða maraþon í Kaupmannahöfn nú í maí á þessu ári svo ég þarf víst ekki að stefna á það lengur. KOMNAR Í MARK!


EKKI LENDA Á VEGGNUM Vökvatapið sem líkaminn verður fyrir við hlaup getur

Vatn, þrúgusykur og steinefni, efni sem líkaminn losar

haft neikvæð áhrif á frammistöðu þína.

sig við þegar erfið þjálfun er stunduð, eru hluti af innihaldi Powerade. Þar sem Powerade er í jafnvægi við

Powerade eykur úthaldið og réttir við vökvajafnvægið þegar þú hleypur. Powerade bætir ekki bara upp vökvatap, heldur inniheldur það einnig efni sem binda vökva og hamla því vökvatapi.

líkamsvökvann á líkaminn auðvelt með að nota þessi efni.


POWERADE ER STOLTUR STYRKTARAÐILI REYKJAVÍKURMARAÞONSINS Powerade drykkjarstöðvar verða á 10 stöðum á þeim leiðum sem hlaupnar verða og geta hlauparar þar gripið með sér Powerade og vatn til að halda sér gangandi. Því er fyrir því séð að veita hlaupurum þá orku og vökvun sem líkaminn þarfnast á meðan hlaupið er.

Frísklegt suðrænt ávaxtabragð sem slekkur þorsta þinn þegar hlaupið er hafið.

POWERADE CITRUS CHARGE Létt og hressandi sítrónubragð sem heldur þér við efnið.

POWERADE ORANGE Ljúffengt og svalandi appelsínubragð í hita hlaupsins.

Powerade er opinber íþróttadrykkur Ólympíuleikanna í Peking 2008.

‘Powerade’ and the ‘Powerade’ graphics are registered trademarks of The Coca-Cola Company. © 2006 The Coca-Cola Company.

POWERADE MOUNTAIN BLAST


Profile for Íþróttabandalag Reykjavíkur

2008 Reykjavíkurmaraþon-aukablað  

Blað Reykjavíkurmaraþons sem gefið var út í tilefni af 25 ára afmæli þess 2008.

2008 Reykjavíkurmaraþon-aukablað  

Blað Reykjavíkurmaraþons sem gefið var út í tilefni af 25 ára afmæli þess 2008.

Advertisement