Page 1

ÍSÍ

Apríl 2019

FRÉTTIR


2


Ármann - Fyrirmyndarfélag ÍSÍ Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og Fyrirmyndarhérað ÍSÍ eru gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snúa að íþróttastarfi. Með því að taka upp gæðaviðurkenningu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög, -deildir eða -héruð sótt um viðurkenningu til ÍSÍ miðað við þær gæðakröfur sem ÍSÍ gerir. Standist þau þessar kröfur fá þau viðurkenningu á því frá ÍSÍ og geta kallað sig Fyrirmyndarfélag ÍSÍ, Fyrirmyndardeild ÍSÍ eða Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Glímufélagið Ármann er Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Eiður Ottó Bjarnason, íþróttafulltrúi Ármanns, mælir með því að öll félög taki þátt í þessu verkefni, en hann segir að verkferlar hjá Ármanni hafi orðið skýrari og auðveldara sé fyrir nýja aðila að koma og starfa innan félagsins eftir að félagið hlaut þessa gæðaviðurkenningu.

Hvers vegna sótti Ármann um viðurkenninguna Fyrirmyndarfélag ÍSÍ? Félagið sá frábært tækifæri til að endurskipuleggja starfið í heild. Við vildum lagfæra ýmsa verkferla hjá deildum og afmarka betur verksvið innan deilda svo starfið væri markvissara hjá öllum hópum sem koma að starfi félagsins. Hefur viðurkenningin haft jákvæðar breytingar í för með sér? Já, ekki spurning. Verkferlar og verkfærin sem við höfum eru miklu betri og skilvirkari fyrir alla sem starfa innan félagsins. Þegar nýjir aðilar koma til starfa eru handbækur deilda góður leiðarvísir inn í starfið. ÍSÍ hvetur íþróttahéruð, -félög og -deildir til að sækja um þessa viðurkenningu til ÍSÍ. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vefsíðu ÍSÍ.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


UMSS - Fyrirmyndarhérað ÍSÍ Á ársþingi Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) þann 19. mars sl. veitti ÍSÍ UMSS viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. UMSS er nú annað héraðið sem hlýtur þessa viðurkenningu. Sambandið hefur unnið að því að öðlast þessa gæðaviðurkenningu síðustu misseri og óskar ÍSÍ UMSS til hamingju með árangurinn sem náðst hefur eftir vinnuna að baki. Á myndinni er Ingibjörg Klara Helgadóttir formaður UMSS með viðurkenninguna frá ÍSÍ til UMSS sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ.

Samstarf Jafnréttisstofu og ÍSÍ Jafnréttisstofa hefur eftirlit með framkvæmd laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Eftirlitið felst m.a. í innköllun jafnréttisáætlana þar sem m.a. þarf að koma fram hvernig staðið er að forvörnum til að fyrirbyggja kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni.

Jafnréttisstofa höndum saman með það að markmiði að aðstoða og þá um leið auðvelda íþróttafélögum gerð jafnréttisáætlana. Afrakstur samstarfsins var jafnréttisáætlun sem Fyrirmyndarfélög ÍSÍ geta tekið upp og gert að sinni áætlun með samþykkt stjórnar og/eða aðalfundar. Einnig voru gerðar leiðbeiningar um gerð jafnréttisáætlana sem félögin geta nýtt Gæðaverkefnið Fyrirmyndarfélag ÍSÍ hvetur sér ef svo ber undir. Gögnin hafa verið kynnt fyrir íþrótta- og ungmennafélög til að huga vel að forystumönnum sambandsaðila ÍSÍ og þau send jafnréttismálum í sínu starfi. Þetta á meðal annars á Fyrirmyndarfélög ÍSÍ sem hafa brugðist vel við. við um aðstöðu, fjármagn og þjálfun en ein forsenda Jafnréttisáætlunina og leiðbeiningarnar má nálgast á þess að íþróttafélag geti talist Fyrirmyndarfélag ÍSÍ vefsíðu ÍSÍ undir Fræðsla. er að það sé með jafnréttisáætlun. Í kjölfar #MeToo umræðunnar hefur íþróttahreyfingin gripið til ýmissa Rétt er að benda á að öll íþrótta- og ungmennafélög aðgerða til að uppræta ofbeldi og tryggja öryggi geta nálgast þessa jafnréttisáætlun og gert að sinni iðkenda. Eitt af því er að endurskoða gæðaverkefnið áætlun, ekki bara Fyrirmyndarfélög ÍSÍ. Jafnréttisstofa Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. og ÍSÍ hvetja félögin til að nýta sér það. Einnig er rétt að benda á að Jafnréttisstofa sinnir, auk eftirlits, Í febrúar 2018 kallaði Jafnréttisstofa eftir jafnréttis- fræðslu og ráðgjöf í tengslum við jafnrétti kynjanna áætlunum frá Fyrirmyndarfélögum ÍSÍ þrátt fyrir og þar eru íþróttafélögin velkomin. að íþróttafélögum sé ekki skylt, samkvæmt lögum, að setja sér slíkar áætlanir. Markmiðið var að Jafnréttisstofa og ÍSÍ hvetja alla sambandsaðila ÍSÍ til minna íþróttafélögin á ábyrgð sína ekki síst í ljósi að tryggja öllum einstaklingum óháð kyni jafnan rétt #MeToo umræðunnar og upplýsinga sem þar komu til íþróttaiðkunar og öruggt umhverfi laust við áreitni fram. Í framhaldi af innköllun Jafnréttisstofu á og ofbeldi. jafnréttisáætlunum Fyrirmyndarfélaga ÍSÍ tóku ÍSÍ og 4


Ólympíuleikar í Tókýó 2020 Næstu Ólympíuleikar fara fram í Tókýó 24. júlí til 9. ágúst 2020. Tókýó hefur áður haldið leikana, en það var árið 1964. Á leikunum munu 11.000 íþróttamenn keppa í 33 íþróttagreinum. Nýjar íþróttagreinar munu líta dagsins ljós á leikunum. Það eru karate, hjólabretti, íþróttklifur og brimbretti. Setningar- og lokahátíðarnar fara fram á Ólympíu-leikvanginum, þar sem keppni í frjálsíþróttum og knattspyrnu fer einnig fram. Aldrei áður hefur ríkt jafn mikið kynjajafnvægi og á þessum leikum, en á leikunum verða konur 49% keppenda. Skipuleggjendur leikanna leggja mikið upp úr umhverfisvitund, endurvinnslu og sjálfbærni og vilja hvetja Japani og gesti Ólympíuleikanna til þess að gera slíkt hið sama. Verðlaunapeningar leikanna eru t.d. gerðir úr endurnýttum málmi. Merki Ólympíuleikanna í Tókýó 2020 var valið úr tæplega 14.600 tillögum. Merki hönnuðarins Asao Tokolo frá Tókíó var valið. Merkið sýnir blátt munstur sem þekkt er í Japan undir nafninu „ichimatsu moyo“ og finna má allt frá Edo tímabilinu 1603-1868. Hver reitur í merkinu merkir ólíka menningu og þjóðerni þátttakenda og merkið á að senda skilaboð um samstöðu og einingu í fjölbreytileikanum. Lukkudýr Ólympíuleikanna 2020 eru Miraitowa og Someity, en þau hafa ferðast um Japan undanfarnar vikur til þess að vekja athygli á leikunum.

Andri, Líney og Halla ásamt Halldóri Elís Ólafssyni starfsmanni sendiráðs Íslands í Tókýó.

Vettvangsferð til Tókýó Dagana 17.-19. mars sl. sóttu Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ, Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri upplýsingfundi fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020. Á fundunum var farið í gegnum stöðu mála í öllum þáttum undirbúningsins og mannvirki voru skoðuð. Undirbúningur leikanna gengur samkvæmt áætlun og gott skipulag virðist vera um alla þætti hans. Byggingu Ólympíuþorpsins miðar vel en það verður staðsett á fallegum stað niður við sjó. Þríeykið fundaði einnig með Elínu Flygenring sendiherra Íslands í Tókýó og Halldóri Elís Ólafssyni starfsmanni sendiráðsins. Það hefur reynst dýrmætt að geta leitað til sendiráða Íslands á undanförnum leikum, svo sem í Peking og London, og ómetanlegt að fá hagnýtar upplýsingar frá þeim sem gagnast geta íslensku þátttakendunum.

Halla, Líney og Andri með Ólympíuþorpið í baksýn.

Skoðaðar voru aðstæður fyrir mögulegar æfingabúðir íslenska hópsins í nágrannasveitarfélögum Tókýóborgar, í tengslum við leikana, en íþróttafólkið mun þurfa tíma til að aðlagast níu klukkustunda tímamismun og miklum sumarhita. Ljóst er að áhugi fyrir Ólympíuleikunum í Tókýó er mikill, ekki síst hjá almenningi í Japan, og ætla má að viðburðir leikanna verði vel sóttir. Vefsíða leikanna ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ - 30 ára Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í þrítugasta sinn þann 15. júní 2019. Fyrsta Kvennahlaupið var haldið 30. júní árið 1990 í Garðabæ og var það haldið í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ. Segja má að viðburðurinn sé fyrir löngu orðinn ómissandi hjá konum á öllum aldri. Almennt er þátttaka í hlaupinu góð en síðastliðin ár hafa um 10.000 konur tekið þátt á yfir 80 stöðum um allt land og víða erlendis. Markmið Kvennahlaupsins hefur frá upphafi verið að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu. Allir taka þátt á sínum forsendum og lögð er áhersla á að hver komi í mark á sínum hraða. Þó svo að hlaupið hafi í upphafi verið til hvetja konur til hreyfingar eins og nafn þess gefur til kynna þá hafa karlmenn alltaf verið velkomnir í hlaupið. Öldrunarheimili víðsvegar um land hafa undanfarin ár boðið sínu heimilisfólki að taka þátt í Kvennahlaupinu. Mikil ánægja er meðal heimilisfólks

1994

með þetta framtak og kapp er lagt í að virkja alla til þátttöku. Í tilefni af afmælishlaupi Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ í sumar verður efnt til sérstakra hátíðarhalda á mörgum hlaupastöðum víðsvegar um landið. Þar að auki er hafin vinna heimildarþátts um 30 ára sögu hlaupsins sem verður frumsýndur fyrir hlaupið þann 15. júní. ÍSÍ hvetur fólk til að taka daginn frá og halda upp á afmælið með því að taka þátt í hlaupinu ásamt því að fagna sögu kvenna í hreyfingu og íþróttum undanfarin 30 ár. Vefsíða Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ Facebook síða Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ

1995 2000

1996 6

1997

1998


2001

2004

2005

2007 2009 2006

2011

2010

2015 2013

2016

2017

2018 ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Hagræðing úrslita í íþróttum Hagræðing úrslita íþróttakeppna merkir fyrirkomulag, gjörning eða aðgerðaleysi sem er af ásetningi og miðar að því að breyta úrslitum eða gangi íþróttakeppni með óviðeigandi hætti í því skyni að víkja alfarið eða að hluta til frá hinu ófyrirsjáanlega eðli fyrrnefndrar íþróttakeppni til þess aftur að ná fram óréttmætum ávinningi fyrir sjálfan sig eða aðra. ÍSÍ hefur ásamt systursamtökum sínum á Norðurlöndunum undirritað sameiginlega yfirlýsingu um

8

baráttu gegn hagræðingu úrslita í íþróttum. Þá hefur samningur Evrópuráðsins gegn hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum verið undirritaður fyrir Íslands hönd. Einnig hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið skipað samráðsvettvang til að gera tillögur að vinnulagi og skoða hvernig alþjóðasamningum verður best framfylgt. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu ÍSÍ undir Fræðsla.


Lífshlaupið 2019 Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþróttaog Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er, þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Lífshlaupið stendur fyrir: • Grunnskólakeppni fyrir 15 ára og yngri í tvær vikur í febrúar. • Framhaldsskólakeppni fyrir 16 ára og eldri í tvær vikur í febrúar. • Vinnustaðakeppni í þrjár vikur í febrúar. • Einstaklingskeppni þar sem allir geta tekið þátt og skráð sína daglegu hreyfingu allt árið. Lífshlaupið 2019 fór fram í tólfta sinn frá 6.–26. febrúar og var keppnin ræst við skemmtilega athöfn í Breiðholtsskóla. Garðar Svansson formaður Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, Lilja Alfreðsdóttir mennta – og menningarmálaráðherra, Dóra Björt Guðjónsdóttir forseti borgarstjórnar og Ásta Bjarney Elíasdóttir skólastjóri í Breiðholtsskóla ávörpuðu gesti og nemendur skólans. Að því loknu tóku gestir og nemendur þátt í skemmtilegri þrautabraut og hreyfingu en þar bar hæst armbeygjukeppni milli Lilju Alferðsdóttur og Eyþórs Guðnason íþróttakennara við Breiðholtsskóla sem fór fram við mikinn fögnuð nemenda.

Góð þátttaka var í Lífshlaupinu í ár. Skráðir voru 17.139 þátttakendur í 1.508 liðum og voru alls 15.643.106 hreyfimínútur skráðar. Þátttakendum í Lífshlaupinu fjölgaði milli ára en sjá má þróunina síðan 2016 m.t.t. fjölda virkra þátttakenda á myndinni hér fyrir neðan.

Það eru margir virkir þátttakendur í Lífshlaupinu ár hvert, allt frá grunnskólabörnum og upp úr. Það algengt að vinnustaðir og skólar geri ýmislegt skemmtilegt í tilefni af Lífshlaupinu og er ljóst að verkefnið virkar ekki bara sem heilsueflandi verkefni, heldur einnig sem hópefli fyrir vinnustaði og skóla. Fulltrúar frá vinnustöðum, grunn-, og framhaldsskólum tóku á móti sínum verðlaunum þann 1. mars sl. á verðlaunaafhendingu Lífshlaupsins 2019 sem fór fram í sal KSÍ við Laugardalsvöll. ÍSÍ óskar sigurvegurum til hamingju með árangurinn, þakkar fyrir frábæra þátttöku og hvetur alla til að halda áfram að hreyfa sig og nota vefsíðu Lífshlaupsins, www.lifshlaupid.is, til þess að halda utan um sína hreyfingu. ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Íþróttasamband fatlaðra - 40 ára Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) er 40 ára í ár. Sambandið var stofnað þann 17. maí árið 1979. Í tilefni 40 ára afmælisárs ÍF verða ýmis sérverkefni sem tengjast afmælisárinu. Unnið er að heimildarmynd um fyrstu ár ÍF og sérstöku afmælisriti Hvata, tímarits ÍF. Einnig verður sérstakt afmælismerki ÍF hannað ásamt nýju útliti á verðlaunapening Íslandsmóta ÍF. Sambandsþing ÍF verður haldið á afmælisdaginn, þann 17. maí 2019. Á vefsíðu ÍF má sjá viðtal við Magnús H. Ólafsson sem birtist í 2. tbl. Hvata árið 2018. Þar segir hann frá því hvernig það kom til að Íþróttasamband fatlaðra varð til. Hann svaraði auglýsingu frá ÍSÍ árið 1973 þar sem óskað var eftir einstaklingi til þess að ferðast erlendis á vegum sambandsins og kynna sér íþróttir fatlaðra. Markmiðið var að vinna upp kennsluefni fyrir íþróttir fatlaðra hérlendis. Magnús ferðaðist um Norðurlöndin og England árið 1974. Þetta sama ár er Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík stofnað ásamt félaginu Akur á Akureyri. Framan af voru aðallega boccia, borðtennis og sund í boði, en boccia, sund og frjálsar eru þrjár stærstu greinar fatlaðra á Íslandi í dag, þó vissulega hafi fleiri íþróttagreinar komið til sögunnar á þessum rúmu fjóru áratugum sem liðnir eru frá upphafinu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá fyrir hans tilstilli og margra annarra. Magnús er ekki í vafa um ágæti íþróttaiðkunar fatlaðra. Ekki aðeins í viðleitni til þess að verða

afreksmaður heldur líka fyrir almennt hreysti. Hann segist vilja sjá rólegt og tryggt áframhald íþrótta fatlaðra í sömu mynd, aukna útbreiðslu og að stefnt sé að því að ná til fleiri sem eiga í erfiðleikum vegna einangrunar og eineltis. Viðtalið má sjá á vefsíðu ÍF.

Stór hópur Íslendinga á Special Olympics Heimsleikar Special Olympics fóru fram í Abu Dhabi og Dubai þann 14. - 21. mars sl. Íslendingar tóku þátt í 10 íþróttagreinum; fimleikum, knattspyrnu, badminton, boccia, frjálsíþróttum, golfi, keilu, lyftingum og sundi. 90 aðstandendur fóru utan til að fylgjast með leikunum. Gengi íslensku keppendanna var frábært og mikil ánægja var með ferðina. Á myndinni má sjá hluta af hópnum á setningarhátíð Special Olympics kvöldið 14. mars 2019.

10


Nýir tímar fyrir afreksfólk ÍF Nýtt blað var brotið í sögu íþrótta fatlaðra á Íslandi þann 7. mars 2019 þegar Íþróttasamband fatlaðra gerði samninga við fimmtán aðila úr afrekshópi sambandsins. Í fyrsta sinn er afreksfólk ÍF með virkan samning við sambandið og um leið er þetta metupphæð sem sambandið setur í afreksíþróttafólkið sitt og verkefni þess eða rétt tæpar 25 milljónir króna. Í afreksstefnu sambandsins er eitt af meginmarkmiðunum að eiga alltaf fulltrúa á stórmótum sem geta gert atlögu að verðlaunapalli. Frá stofnun sambandsins árið 1979 hefur íþróttafólk úr röðum fatlaðra unnið til 98 verðlauna á Ólympíumótum og borið hróður landsins víða fyrir vikið.

Samningar voru gerðir við eftirtalið íþróttafólk: Úr frjálsíþróttum; Helgi Sveinsson, Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, Patrekur Andrés Axelsson, Hulda Sigurjónsdóttir, Stefanía Daney Guðmundsdóttir, Jón Margeir Sverrisson. Úr sundi; Róbert Ísak Jónsson, Már Gunnarsson, Sonja Sigurðardóttir, Thelma Björg Björnsdóttir, Hjörtur Már Ingvarsson og Guðfinnur Karlsson. Einnig voru gerðir samningar við skíðamanninn Hilmar Snær Örvarsson, bogfimimanninn Þorstein Halldórsson og handahjólreiðakonuna Örnu Sigríði Albertsdóttur. Vefsíða ÍF

Myndin er tekin við undirritun samninga ÍF við afreksfólks ÍF. Á myndinni eru, ásamt afreksfólkinu, Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF og Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs ÍF. Á myndina vantar Örnu Sigríði Albertsdóttur.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Heimsókn frá Írlandi Mikil aukning hefur orðið á heimsóknum frá erlendum íþróttasamtökum til ÍSÍ og berast óskir reglulega til skrifstofu ÍSÍ um kynningu á starfsemi ÍSÍ, helstu verkefnum ÍSÍ og skipulagi íþróttahreyfingarinnar. Fulltrúar frá Sport Ireland heimsóttu höfuðstöðvar ÍSÍ á dögunum. Þau Benny Cullen og Colleen Devine funduðu með framkvæmdastjóra, skrifstofustjóra og sviðsstjóra Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og fengu kynningu á því helsta í starfi sambandsins. Sport Ireland er íþróttasambandið í Írlandi en Ólympíunefnd Írlands er ekki þar innanborðs. Þau Benny og Colleen sýndu Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ, sérstakan áhuga enda búa þau ekki yfir svo öflugu skráningarkerfi iðkenda og félagsmanna á Írlandi. Á fundum með erlendum aðilum þá vekur Felix-kerfið alltaf mikla athygli og sá einstaki gagnagrunnur sem safnast hefur allt frá árinu 1994 um samsetningu íþróttahreyfingarinnar hér á landi.

Líney Rut, Colleen, Benny, Halla og Andri.

Betra félag Á vefsíðu ÍSÍ má finna Betra félag, en þar má sjá ýmsar upplýsingar er varða skipulagslega þætti íþróttafélags, sérsambands og héraðssambands. Á haustdögum 2017 komu út fjögur stutt grafísk myndbönd undir merkjum Betra félags en það verkefni er unnið í samstarfi við UMFÍ. Myndböndin eru fræðslumyndbönd í félagsmálum en í þeim er lögð áhersla á undirbúning og boðun funda, hlutverk fundarstjóra og ritara, dagskrá fundar og ólíkt fundarform. Unnið er að því að safna gögnum á einn stað sem gagnast geta félögum í rekstri sínum, undir merkjum Betra félags. Á vefsíðu ÍSÍ, undir Fræðsla má sjá öll myndböndin sem gerð voru í tengslum við verkefnið.

Starfsskýrsluskil 15. apríl Búið er að opna fyrir skil á starfsskýrslum í Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ. Samkvæmt 8. grein laga ÍSÍ þá þurfa allir sambandsaðilar ÍSÍ að skila inn starfsskýrslu til ÍSÍ fyrir 15. apríl ár hvert í gegnum Felix kerfið. Þeir sambandsaðilar sem ekki hafa enn haldið sína aðalfundi, geta sótt um frest til að skila ársreikningshluta skýrslunnar fram yfir 12

aðalfund viðkomandi. Umsókn um frest þarf að senda skriflega á netfangið isi@isi.is, með afriti til viðkomandi íþróttahéraðs. Nánari upplýsingar varðandi starfsskýrsluskil veitir Elías Atlason, verkefnastjóri Felix. Netfangið hans er elias@isi.is og sími 514 4000.


GDPR fyrir íþróttahreyfinguna Ný persónuverndarlöggjöf (GDPR) hefur tekið gildi á Íslandi. Með tilkomu hennar eru lagðar nýjar skyldur og kröfur á félagasamtök og fyrirtæki og er íþróttahreyfingin ekki þar undanskilin. Gerð er krafa um að öll sérsambönd, íþróttahéruð og aðildarfélög haldi skrá (vinnsluskrá) um alla vinnslu persónuupplýsinga innan viðkomandi einingar og einnig þarf að vinna áhættumat og úrbótaáætlun, ef nauðsyn er talin. Gerð er krafa um að allir ábyrgðaraðilar setji sér gilda Persónuverndarstefnu eða fræðslu til einstaklinga með öðru móti, sem unnið er eftir. ÍSÍ hefur, í samstarfi við Advice/Advania, unnið leiðbeiningarpakka fyrir íþróttahreyfinguna vegna nýrra laga um persónuvernd (GDPR), þar sem tekið er á flestum þeim hlutum sem sérsambönd ÍSÍ, íþróttahéruð og íþrótta- og ungmennafélög þurfa að huga að í kjölfar breytinga á persónuverndarlöggjöfinni.

Til að fylgja málinu eftir þá hefur ÍSÍ staðið fyrir fræðslu- og kynningarfundum fyrir íþróttahreyfinguna í öllum landsfjórðungum sem Anna Þórdís Rafnsdóttir stjórnendaráðgjafi Advice/ Advania og/eða Elías Atlason verkefnastjóri ÍSÍ stýra. Stefnt er á að klára allar kynningar fyrir Íþróttaþing ÍSÍ sem haldið verður í byrjun maí 2019. Sett hefur verið upp vinnusvæði (Teams) fyrir ábyrgðaraðila héraðssambanda/sérsambanda og íþróttafélaga þar sem ábyrgðaraðilar geta tengst og sett inn spurningar varðandi verkefni. Svör við spurningunum má síðan sjá á vinnusvæðinu. Ef ábyrðaraðila vantar upplýsingar til að tengjast þessu vinnusvæði þá er hægt að hafa samband við Elías. Tengiliður verkefnis er Elías Atlason á skrifstofu ÍSÍ. Sími á skrifstofu er 514 4000 en einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið elias@isi.is.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar var haldin í fjórtánda sinn, að þessu sinni í Sarajevó og Austur-Sarajevó í Bosníu-Hersegóvínu frá 9.-16. febrúar 2019. Keppnisgreinar á leikunum voru alpagreinar, skíðaskotfimi, skíðaganga, íshokkí, skautahlaup, listskautar, krulla og snjóbrettagreinar. Keppendur hátíðarinnar komu frá 46 Evrópuþjóðum og voru yfir eitt þúsund talsins. Íslendingar áttu 12 keppendur á hátíðinni, en auk þess fóru út þjálfarar og flokksstjórar, dómari, sjúkraþjálfari og aðalfararstjóri. Baldur Vilhelmsson, keppandi á snjóbretti, var hársbreidd frá því að komast á verðlaunapall með árangri sínum, en hann náði 4. sæti í snjóbrettakeppninni (big air). Þetta er besti árangur sem náðst hefur hjá Íslendingum á þessum leikum. Setningarhátíðin kvöldið 9. febrúar var stórglæsileg. Aron Máni Sverrisson, keppandi í alpagreinum, var fánaberi Íslands. Á fyrsta keppnisdegi hafði veður þónokkur áhrif á keppnina, svo sem tafir á nokkrum keppnisstöðum og krefjandi aðstæður á öðrum. Fanney Rún Stefánsdóttir og Kolfinna Íris Rúnarsdóttir kepptu í 7,5km skíðagöngu. Fanney

Rún var í 66. sæti og Kolfinna Íris í 63. sæti. 78 keppendur tóku þátt í göngunni. Í 10km göngu pilta kepptu þeir Jakob Daníelsson og Egill Bjarni Gíslason. Jakob varð í 65. sæti og Egill Bjarni í 68. sæti. Í svigi stúlkna keppti Guðfinna Eir Þorleifsdóttir. Í fyrri ferðinni skíðaði hún á 57,88 sekúndum en féll úr keppni í seinni ferðinni. Aðstæður voru mjög erfiðar og margir keppendur sem heltust úr lestinni. Fjórir íslenskir strákar kepptu á snjóbretti (slope style). Þátttakendur fengu tvær tilraunir og gilti sú betri. Baldur Vilhelmsson varð efstur í sínum riðli undankeppninnar. Kolbeinn Þór Finnsson lenti í 16. sæti í sama riðli. Bjarki Arnarsson var í 14. sæti í sínum riðli og Birkir Þór Arason í 15. sæti í sama riðli. Baldur var einn af tólf sem kepptu til úrslita daginn eftir í greininni, fékk 62.75 stig og varð í 10. sæti í úrslitunum. Á öðrum keppnisdegi keppti Andri Gunnar Axelsson í stórsvigi, en lauk ekki fyrri ferð. Aron Máni Sverrisson lenti í 43. sæti í stórsvigi. Jakob og Egill kepptu í 7,5 km skíðagöngu og lenti Jakob í 62. sæti en Egill í 80. sæti. Kolfinna Íris og Fanney Rún kepptu í 5 km skíðagöngu og lenti Kolfinna í 62. sæti og Fanney í 67. sæti.

Bjarki, Baldur, Birkir, Kolbeinn og Einar Rafn flokksstjóri og þjálfari 14


Á þriðja keppnisdegi keppti Guðfinna Eir í svigi og var í 60. sæti. Marta María Jóhannsdóttir keppti á listskautum og var í 24. sæti. Í snjóbrettakeppninni (big air) kepptu Baldur, Birkir, Bjarki og Kolbeinn. Í forkeppninni voru tveir riðlar. Bjarki og Birkir voru í 16. og 17. sæti í sínum riðli. Kolbeinn var í 21. sæti hins riðilsins, þar varð Baldur sigurvegari. Sex efstu úr hvorum riðli komust áfram. Í úrslitunum varð Baldur í fjórða sæti með 165 stig aðeins 4,25 stigum frá verðlaunasæti. Í stórsvigi drengja kepptu þeir Andri Gunnar og Aron Máni. Aron Máni varð í sæti 58. af þeim 77. sem luku keppni í greininni. Andri Gunnar féll úr leik í seinni umferð. Marta María keppti á listskautum (frjálsar

Á myndinni má sjá Fanneyju og Kolfinnu með þjálfurum sínum Vadim Gusev og Tormod Vatten

æfingar) og varð í 21. sæti. Egill, Jakob, Kolfinna Íris og Fanney Rún kepptu öll í sprettgöngu. Kolfinna Íris var í 60. sæti og Fanney Rún í sæti 65. af þeim 78 stúlkum sem luku keppni í undanriðlum sprettgöngunnar. Hjá drengjunum luku 90 drengir keppni. Egill var í 69. sæti og Jakob í sæti 74. Á síðasta keppnisdegi tóku skíðagöngukrakkarnir þátt í blandaðri boðgöngu 4x5km. Íslensku keppendurnir enduðu í 18. sæti af þeim 24 sem tóku þátt. Í lok dags fór svo fram lokaathöfn leikanna í Austur-Sarajevó. Verðlaun voru veitt þeim sem hlutu verðlaun á síðasta keppnisdeginum. Í lok dagskrár var gestgjöfum næstu leika afhentur fáni leikanna. Leikarnir árið 2021 fara fram í Voukatti í Finnlandi.

Jakob og Egill skíðagöngukappar ásamt fylgdarliði

Marta og Darja þjálfari hennar

Andri og Aron Máni

Aron Máni fánaberi Íslands

Guðfinna Eir

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Evrópuleikar 2019 Næstu Evrópuleikar fara fram í Minsk í HvítaRússlandi 21.-30. júní 2019. Gert er ráð fyrir 6000 íþróttamönnum frá 50 löndum, en keppt er í greinum 15 alþjóðasambanda. Ísland átti 19 keppendur á Evrópuleikunum í Bakú 2015. Keppnisaðstaðan í Minsk er glæsileg, þar á meðal eru hinn nýuppgerði Dinamo leikvangur og íþróttahöllin

Minsk Arena. Verið er að fjölga íbúðarbyggingum á háskólasvæðinu þar sem þátttakendur munu gista og þá eru víða um borgina keppnismannvirki sem eru nú þegar tilbúin fyrir keppni næsta árs. Vefsíða Evrópuleikanna. Keppnismannvirki leikanna.

Smáþjóðaleikar 2019 Næstu Smáþjóðaleikar fara fram í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní 2019. Svartfjallaland tók þátt í fyrsta sinn á Smáþjóðaleikunum árið 2011 og er nú í fyrsta sinn gestgjafi leikanna. Keppnisgreinar á leikunum eru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, bowls, blak og strandblak. Allir þátttakendur á leikunum munu gista á sama hótelinu í strandbænum Budva sem liggur að Adríahafinu. Íslendingar hafa verið afar sigursælir á Smáþjóðaleikum í gegnum tíðina og alla jafna er stór hópur fólks sem tekur þátt í leikunum fyrir Íslands hönd.

Slagorð leikanna að þessu sinni er “Be fair by nature”, en Svartfjallaland er hluti af áætluninni „Grænir leikar“ sem styrkt er af Ólympíusamhjálpinni, þar sem markmiðið er að koma á fót sjálfbærum íþróttaviðburði. Áætlunin samanstendur af því að setja fram ákveðna umhverfisstaðla sem tengjast skipulagningu íþróttaviðburða ásamt menntun og kynningu á umhverfismálum. Vefsíða leikanna.

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar 2019

16

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í Bakú í Azerbaijan 21.-27. júlí 2019 og er ætluð þátttakendum á aldrinum 14-18 ára. Mun þetta vera í fimmtánda skiptið sem Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram að sumri til.

Myllumerki hátíðarinnar í ár er #ReadyToShine. Annað slagorð sem jafnframt er notað í tengslum við hátíðina er „One spirit, whole Europe!“ Því slagorði er ætlað að benda á samheldni álfunnar og þeirra þjóða sem taka þátt í anda Ólympíuhátíðarinnar.

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar er að mörgu leyti eins og smækkuð útgáfa af Ólympíuleikum. Keppnisgreinar á hátíðinni eru frjálsíþróttir, körfuknattleikur, hjólreiðar, fimleikar, handbolti, júdó, sund, tennis og blak. Að þessu sinni verður einnig keppt í glímu. Keppendur koma frá 50 Evrópuþjóðum og eru þátttakendur um 3.600 talsins. Íslendingar munu eiga sína fulltrúa íþróttafólks á hátíðinni, auk flokksstjóra, þjálfara, dómara og fararstjórnar.

Vefsíða hátíðarinnar.


Heiðranir í mars 2019

ÍSÍ sæmdi fjóra einstaklinga heiðursmerkjum ÍSÍ á ársþingi KKÍ. Jóhanna M.Hjartardóttir og Hilmar Júlíusson fengu Silfurmerki ÍSÍ og þeir Páll Kolbeinsson og Hannes S. Jónsson Gullmerki ÍSÍ. Hafsteinn Pálsson, ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ, afhenti viðurkenningarnar.

Á ársþingi UMSS sæmdi ÍSÍ Viggó Jónsson Gullmerki ÍSÍ, en Viggó hefur unnið afar mikið og fórnfúst starf í tengslum við íþróttir í héraði til fjölda ára. Ingi Þór Ágústsson, úr framkvæmdastjórn ÍSÍ, afhenti Viggó viðurkenninguna.

ÍSÍ sæmdi Gígju Gunnarsdóttur, ritara stjórnar ÍBR og Ingvar Sverrisson, formann ÍBR, Gullmerki ÍSÍ á 49. þingi ÍBR. Hafsteinn Pálsson afhenti Gígju og Ingvari Gullmerki ÍSÍ.

María Valdimarsdóttir var sæmd Silfurmerki ÍSÍ og þeir frændur Gunnar Svanlaugsson og Ríkharður Hrafnkelsson voru sæmdir Gullmerki ÍSÍ á 79. þingi HSH.

Valgerður Auðunsdóttir (t.v.), Umf. Skeiðamanna, var sæmd Heiðurskrossi ÍSÍ og Guðmunda Ólafsdóttir, (t.h.) Umf. Þjótanda, var sæmd Silfurmerki ÍSÍ á þingi HSK í mars. Hafsteinn Pálsson afhendi þeim viðurkenningarnar.

Jón Friðrik Benónýsson (t.v.) var sæmdur Gullmerki ÍSÍ og Kristján Stefánsson var sæmdur Silfurmerki ÍSÍ á þingi HSÞ. Viðar Sigurjónsson, starfsmaður ÍSÍ, afhenti þeim viðurkenningarnar. ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Guðmundur Gíslason látinn Guðmundur Gíslason, fyrrverandi starfsmaður ÍSÍ, lést 22. janúar síðastliðinn eftir baráttu við krabbamein. Guðmundur var menntaður íþróttakennari og starfaði sem slíkur á Eskifirði á árunum 1980-1984 og var svo starfsmaður UMFÍ árin 19841987 þar sem hann ritstýrði Skinfaxa. Guðmundur starfaði á skrifstofu ÍSÍ á tímabilinu 1991-1997 og var mikið í tengslum við íþróttahreyfinguna um allt land í starfi sínu þar, bæði sem umsjónarmaður ÍSÍ-frétta og í gegnum innheimtu kennsluskýrslna til ÍSÍ sem nú kallast starfsskýrslur. Guðmundur var ötull starfsmaður lyfjaeftirlits um árabil og var alltaf reiðubúinn að hendast af stað til að prófa íþróttafólk þegar á þurfti að halda, stundum með skömmum eða engum fyrirvara. Guðmundur starfaði bæði við Heimsmeistarakeppnina í handknattleik árið 1995 og Smáþjóðaleikana sem haldnir voru á Íslandi árið 1997 og þar reyndi á útsjónarsemi hans á ýmsum sviðum við undirbúning og framkvæmd viðburðanna. Guðmundur var greiðvikinn, ráðagóður, velviljaður og góður félagi sem hafði einlægan áhuga á

Mótlæti styrkir okkur Í mars hélt Dwight Phillips margverðlaunaður langstökkvari fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík. Það var fjölmennt á fyrirlestrinum og ljóst að mikill áhugi er fyrir því að heyra hvernig margfaldur heimsog Ólympíumeistari fór að því að ná eins langt og hann gerði. Phillips fór yfir þær aðferðir sem hann beitti á sínum ferli, m.a. að hafa alltaf trú á sjálfum sér sama hvað aðrir segja, að vinna í markmiðum sínum dag og nótt og aldrei að láta mótlætið stoppa sig. Að loknum fyrirlestrinum svaraði hann spurningum frá viðstöddum. Fyrirlesturinn var á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Háskólans í Reykjavík. Dwight hélt einnig þriggja daga námskeið fyrir Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) ásamt Silju Úlfarsdóttur frjálsíþróttakonu. Námskeiðið var ætlað frjálsíþróttafólki og frjálsíþróttaþjálfurum og samanstóð af fyrirlestrum og æfingum.

18

íþróttahreyfingunni og hennar fjölbreytilega starfi. Hann hafði gott auga fyrir uppsetningu á prentuðu efni og var úrræðagóður þegar upp komu vandamál í umhverfi sem ekki var eins vel tækjum og tækni búið og er í dag. Guðmundur bjó síðustu tvo áratugina í Grundarfirði og sinnti þar ýmsum félagsmálum fyrir Umf. Grundarfjarðar og Golfklúbbinn Vestarr. Hann hafði meðal annars umsjón með getraunastarfi ungmennafélagsins. ÍSÍ sæmdi Guðmund Silfurmerki ÍSÍ á ársþingi Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu árið 2012, fyrir störf hans í þágu íþróttahreyfingarinnar. Guð blessi minningu Guðmundar Gíslasonar.


Svefn og íþróttir Í mars fór fram hádegisfundur um svefn og íþróttir í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Dr. Erlingur Jóhannesson fjallaði um mikilvægi svefns og hvað á sér stað í líkamanum á meðan við sofum. Hann fjallaði m.a. um líkamsklukkuna og hormónið melatónín sem sér um að okkur syfjar á kvöldin og við séum vel vakandi á daginn. Dr. Sigríður Lára Guðmundsdóttir kynnti niðurstöður rannsókna á svefnvenjum ungra íslenskra sundmanna. Niðurstöðurnar sýna að ungir íslenskir sundmenn sofa alltof lítið að meðaltali og sérstaklega þegar að það eru morgunæfingar. Hrafnhildur Lúthersdóttir afrekskona í sundi talaði um sína reynslu af morgunæfingum í sundi og agann sem hún þurfti að hafa til að fara snemma að sofa. Á meðfylgjandi mynd má sjá fyrirlesarana. Fundurinn var haldinn

í samstarfi ÍSÍ og deildar heilsueflingar, íþrótta og tómstunda innan menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Vel var mætt á fundinn, en hann var einnig sýndur á fésbókarsíðu ÍSÍ.

Ekki harka af þér höfuðhögg! Höfuðhögg getur haft alvarlegar afleiðingar. Um það eru mörg dæmi í knattspyrnu og fleiri íþróttum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Knattspyrnusamband Íslands hafa í samstarfi unnið fræðslumyndbönd tengd þessu mikilvæga viðfangsefni. Annars vegar er um að ræða grafísk myndbönd með mikilvægum upplýsingum, m.a. um fyrstu viðbrögð, og hins vegar viðtalsmyndbönd þar sem knattspyrnufólkið Heiðrún Sara Guðmundsdóttir og Elfar Árni Aðalsteinsson deila reynslusögum (Viðtalsmyndböndin má sjá á samfélagsmiðlum KSÍ). Fyrstu myndböndin hafa þegar verið birt á samfélagsmiðlum ÍSÍ og KSÍ. #höfuðhögg #heilahristingur

Hjólað í vinnuna 8. - 28. maí Hjólað í vinnuna fer fram 8. - 28. maí nk. Frá árinu 2003 hefur ÍSÍ staðið fyrir verkefninu til að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum. Starfsfólk vinnustaða hefur tekið vel við sér því þátttakan hefur margfaldast síðan að verkefnið fór af stað. Í lok verkefnisins eru veitt verðlaun í þremur flokkum, fyrir hlutfall daga, heildarfjölda kílómetra og hlutfall kílómetra. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Hjólað í vinnuna, www.hjoladivinnuna.is

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Ólympíufjölskylda ÍSÍ

Samfélagsmiðlar ÍSÍ Vefsíða

Myndasíða

Facebook

Instagram

Vimeo

Issuu

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Íþróttamiðstöðin í Laugardal Engjavegur 6 104 Reykjavík Sími: 514 4000 Netfang: isi@isi.is

ÍSÍ fréttir 1. tbl. 2019

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) varð til við sameiningu Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands árið 1997. ÍSÍ er landssamband héraðssambanda/íþróttabandalaga og sérsambanda og er einu heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. ÍSÍ er æðsti aðili frjálsrar íþróttastarfsemi í landinu samkvæmt íþróttalögum. Félagsaðildir í íþróttahreyfingunni eru tæplega 345.000 og fjöldi virkra iðkenda er tæplega 100 þúsund.

Ábyrgðarmaður: Lárus L. Blöndal

Ritstjóri: Ragna Ingólfsdóttir ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS

Profile for Íthrótta- og Ólympíusamband Íslands

ÍSÍ fréttir - Apríl 2019  

Advertisement