Fréttir 2

Page 1

Lukkudýr leitar eftir nafni

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS Engjavegur 6 104 Reykjavík Sími: 514 4000 www.isi.is / isi@isi.is




Undanfarnar vikur hefur umfjöllun um Smáþjóðaleikana aukist töluvert í fjölmiðlum. Auglýsingar til að kynna sjálfboðaliðaverkefnið voru gerðar í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Tjarnargatan og voru birtar á samfélagsmiðlum ÍSÍ og Smáþjóðaleika og hjá RÚV. Auglýsingarnar voru þrjár talsins og var þema þeirra góð störf sjálfboðaliðans. Í kjölfar auglýsinganna jókst skráning á sjálfboðaliðum til muna. Einnig var umfjöllun um sjálfboðaliðaverkefnið í helstu blöðum og viðtal við verkefnastjóra sjálfboðaliða Brynju Guðjónsdóttur í Morgunblaðinu og í Föstudagsþættinum á sjónvarpsstöðinni N4. Brynja fór einnig tvisvar sinnum í viðtal hjá Sirrý á sunnudagsmorgni og bárust tugir skráninga eftir það. Ragna Ingólfsdóttir, kynningarfulltrúi ÍSÍ og Óskar Örn Guðbrandsson verkefnastjóri Smáþjóðaleika fóru einnig í fjölmörg útvarpsviðtöl sem skilaði fjölda skráninga. Nafnasamkeppni lukkudýrs leikanna fór í gang í lok janúar. Mikið hefur verið fjallað um lukkudýrið og leit þess að nafni í fjölmiðlum. Lukkudýrið var á forsíðunni í Barnablaði Morgunblaðsins í janúar og opnuviðtal var við lukkudýrið í miðju blaðinu. Þar segir lukkudýrið frá því hvernig það varð til í eldgosinu í Bárðarbungu og að það óski eftir nafni. Hlutverk lukkudýrsins á leikunum er að hvetja íþróttafólkið áfram og að skapa góða stemmningu. 4.—7. bekkingar landsins kepptust um að finna nafn á lukkudýrið. Nafnið verður tilkynnt þann 21. febrúar þegar að 100 dagar eru til leika.

Óskar í útvarpsþættinum Morgunútgáfan

Brynja og Ragna í útvarpsþættinum Síðdegisútvarpið

Ragna, lukkudýrið og Hilmar ritstjóri Barnablaðsins

Ragna í útvarpsþættinum Mannlegi þátturinn

Óskar og Ragna í Virkir Morgnar

Óskar í útvarpsþættinum Morgunútgáfan


Fyrrum badmintonkonan Elsa Nielsen er i hönnunarteymi Smáþjóðaleikanna ásamt fyrrum sundmanninum Loga Jes Kristjánssyni. Elsa og Logi eru bæði grafískir hönnuðir og voru bæði afreksíþróttafólk í sinni íþrótt. Elsa keppti á Ólympíuleikunum 1992 og 1996 og Logi á Ólympíuleikunum 1996. Elsa kom í heimsókn til ÍSÍ á dögunum og fékk að líta á fyrsta lukkudýrið sem búið hefur verið til. Hún sagði að hún og Logi hefðu upphaflega teiknað nokkur lukkudýr, en síðan tekið saman það besta sem þau höfðu og úr varð lukkudýr leikanna. Hún segir að verkefnin sem þau Logi fái séu öll mjög skemmtileg og að gaman sé að taka þátt í leikunum með þessum hætti. Elsa og Logi hanna einnig verðlaunapeninga leikanna ásamt öllu útliti leikanna.

Logi og Elsa ásamt lukkudýrinu

Elsa sér litla lukkudýrið í fyrsta sinn

Lítið lukkudýr

Elsa ánægð með lukkudýrið


Ert þú næsta stjarna? ÍSÍ hefur unnið að því að fá fólk til að skrá sig sem sjálfboðaliða á Smáþjóðaleikunum 2015. Um áramótin höfðu nokkur hundruð manns skráð sig, en um 1200 sjálfboðaliða þarf til starfa á leikunum. Ákveðið var að hrinda af stað auglýsingaherferð í janúar og leitað var til framleiðslufyrirtækisins Tjarnargatan. Nokkrar hugmyndir komu upp á borðið, en það sem öllum leist best á var að beina ljósinu að mikilvægi sjálfboðaliðans. Þegar að Tjarnargatan hafði lokið við handritsgerð hófust tökur. Fyrsti staðurinn sem tekið var upp á var innisundlaugin í Laugardalslaug. Heppnin var með tökuliði, því afreksfólk í sundi hafði nýlokið æfingu og var til taks í tökur. Einnig mættu á svæðið afrekssundkonur sem klæddust sundhettum frá mismunandi þjóðum og fengu svo nokkuð margar æfingar í að stinga sér til sunds. Foreldrar sundfólksins settust í stúkuna og hjálpuðu til við myndatökur í henni. Sjálfboðaliðinn Halldóra Grétarsdóttir stóð sig vel og raðaði brúsum á bakkann af stakri snilld. Næsti

staður

sem

tekið

var

upp

á

Laugardalshöll, en þá hjálpuðu körfuboltastrákar úr meistaraflokki til, sem og starfsmenn ÍSÍ, Örvar, Birgir, Ragna, Brynja og Óskar. Sá síðastnefndi átti síðan stóran leiksigur sem þjálfari í auglýsingunni sjálfri, en minna sást í hina. Vel var tekið á því í leiknum sjálfum og áttu Örvar og Biggi ekkert í meistaraflokksstrákana, en gaman þótti þeim þó að spreyta sig. Þriðji og síðasti tökustaður var á Café Easy. Þar fór Rósa Eyjólfs sjálfboðaliði á kostum. Í þeirri auglýsingu var öllu starfsfólki ÍSÍ safnað saman og hver og einn lék sitt hlutverk í auglýsingunni. Mikla athygli vöktu Birgir og Ragnhildur, en sú sem stal senunni var Sigríður Inga, sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs, sem fékk ekki kaffið sitt strax. Það sem stóð upp úr eftir tökur með Tjarnargötunni var leiksigur Óskars, sú staðreynd að Birgir var eini sem lék í öllum auglýsingum og gott samstarf við Tjarnargötuna. Auglýsingarnar fengu mikið áhorf og skráningar sjálfboðaliða jukust til muna eftir herferðina.

var

Auglýsingagerð með Tjarnargötu


Verkefnastjóri Smáþjóðaleikanna 2015 Óskar Örn Guðbrandsson er verkefnastjóri Smáþjóðaleikanna 2015. Óskar hefur nú unnið hjá ÍSÍ í þrjú ár og þar af séð um undirbúning leikanna í tvö ár. Hann er mikill íþróttamaður, en einnig á fjölskyldan hug hans allan. Óskar er maðurinn á bak við tjöldin. Á hverju er byrjað þegar að um svona stórt verkefni er að ræða? Fyrst er að taka frá hótelherbergi, ganga úr skugga um að mannvirkin séu laus, manna hinar ýmsu stöður, fá sérsambönd íþróttanna sem taka þátt í leikunum í lið, safna samstarfsaðilum, ráðfæra sig við þátttökuþjóðirnar og svo mætti lengi telja. Hvernig hefur undirbúningi vegnað? Starfsfólk ÍSÍ og fleiri fóru til Lúxemborgar árið 2013 til að taka út leikana og öðlast þekkingu á því hvernig halda á slíka leika. Sú reynsla nýtist nú vel. Ísland hélt Smáþjóðaleika árið 1997 og mikið af því starfsfólki sem vann þá við leikana er enn til staðar í íþróttamiðstöðinni í Óskar Örn Guðbrandsson Laugardalnum þannig að einnig er hægt að leita til þeirra. Þó hefur margt breyst síðan 1997, t.d. hvað Fæðingardagur: varðar tækni. Þá var starfsfólk í því að prenta út úrslit 29/01/1973 dagsins að næturlagi á meðan á leikunum stóð, en í dag Starf: Verkefnastjóri fara öll úrslit beint inn á heimasíðu leikanna. Smáþjóðaleika 2015 og Hvað er í gangi núna? verkefnastjóri tölvumála ÍSÍ. Núna eru einungis tæpir fjórir mánuðir í setningarathöfn leikanna, þann 1. júní, og nóg af verkefnum að snúast í. Við erum t.d. að skoða öll mannvirkin sem notuð verða, hvernig við stillum þeim upp á meðan á leikunum stendur. Við erum að vinna í heimasíðunni og ákveða hvað verður í gangi á henni fram að leikum og á leikunum sjálfum, það er verið að safna sjálfboðaliðum, en án þeirra yrðu engir leikar. Hvað er framundan? Í mars verður fundur fyrir fararstjóra hverrar þjóðar og fylgdarmenn þeirra. Við erum að skipuleggja þann fund. Farið verður með þá í öll íþróttamannvirki og hótel og öll aðstaða skoðuð. Síðan er bara að halda áfram að klára öll þessi mál sem þarf að klára fyrir leika. Hvað svo? Vikan eftir leika verður strembin, en þá þarf að ganga frá öllu. Það þarf auðvitað mannskap í það verkefni. Síðan tekur „venjulegt“ líf við, en það verður örugglega ákveðið spennufall að klára þetta verkefni, það hefur verið hluti af okkur öllum svo lengi.

Íþróttaferillinn minn: Ég æfði sund í tólf ár með Sundfélagi Akraness. Var fyrst valinn í unglingalandslið í sundi 15 ára (1988) og tók þátt í ýmsum verkefnum landsliða þar til ég hætti að æfa 1996/1997. Keppti m.a. á þrennum Smáþjóðaleikum (1991, 1993, 1995). Stundaði einnig golf sem unglingur en það þurfti að víkja fyrir sundæfingunum. Áhugamál: Fjölskyldan fær allan minn tíma utan vinnutíma. Smátt og smátt eru áhugamál barnanna að taka við þar sem mikill tími fer í að fylgja þeim í keppnir og á æfingar. Annars er stefnan tekin á að bæta golfinu á verkefnalistann en það verður að bíða betri tíma. Uppáhaldsíþróttaminningin mín: Þátttaka í Smáþjóðaleikum hefur verið mér ótrúlega dýrmæt reynsla, en ætli það standi samt ekki upp úr þegar ég setti mitt fyrsta Íslandsmet í drengjaflokki á móti í gömlu sundhöllinni í Hafnarfirði 31. desember 1987, á síðasta degi í þeim flokki. Uppáhaldsíþróttaminningin: Þrír bikarmeistaratitlar Sundfélags Akraness á árunum 1989 til 1991 eru alltaf ofarlega í huga mér. Það voru forréttindi að vera hluti af því liði sem samanstóð af stórkostlega hæfileikaríku og skemmtilegu fólki. Á árunum þar á eftir varð til eitt besta knattspyrnulið sögunnar á Íslandi þar sem Skagamenn unnu titla á hverju ári til 1995. Þetta voru sannkölluð gullár á Akranesi.


Störf sjálfboðaliða skipa mikilvægan sess í verkefni af þeirri stærð sem Smáþjóðaleikarnir eru, en áætlað er að um 1200 sjálfboðaliðar muni starfa á leikunum. Skráning sjálfboðaliða fer vel af stað. Nú hafa yfir 800 manns skráð sig í hin ýmsu verkefni sem í boði eru, en sjálfboðaliðastörfin eru fjölbreytt og reyna á mismunandi hæfileika og kunnáttu. Allir ættu að geta fundið verkefni við sitt hæfi. Verkefnin eru m.a. í veitingamiðstöð, við setningar- og lokahátíð, við verðlaunaafhendingar, þjónusta við fjölmiðla, fylgdarmenn liða, viðvera á þjónustuborðum sem eru staðsett á hótelum, á flugvelli, í keppnismannvirkjum og á aðalskrifstofu, samgöngur og við heilbrigðisþjónustu. Brynja Guðjónsdóttir er verkefnastjóri sjálfboðaliða. Hún hefur unnið í íþróttahreyfingunni alla sína ævi og starfað síðustu ár í Íþróttabandalagi Reykjavíkur. ÍBR var viljugt til að lána hana til ÍSÍ tímabundið til að vinna að sjálfboðaliðaverkefni Smáþjóðaleikanna. Hún ætlar að svara því hvað er búið að gera í tengslum við sjálfboðaliðaverkefnið, hvað er í gangi núna og hvað er framundan. Hvernig hefur sjálfboðaliðaverkefninu vegnað? Mjög vel. Í byrjun voru valin slagorð og þekktir íþróttamenn til að kynna verkefnið. Broddi Kristjánsson og Helga Margrét voru spennt fyrir að skrá sig sem fyrstu sjálfboðaliðana þegar að skráningarkerfið opnaði 3. október og slagorðið „Býr kraftur í þér?“ var valið. ÍSÍ og ZO-ON mynduðu samstarf, en ÍSÍ útvegar sjálfboðaliðum fatnað frá ZO-ON. Unnið var vel að því að kynna verkefnið með því að hengja upp veggspjöld

í íþróttamannvirki og dreifa kynningarmiðum á valda staði, fara í útvarps-, blaða– og sjónvarpsviðtöl. Einnig voru gerðar þrjár sjálfboðaliðaauglýsingar með framleiðslufyrirtækinu Tjarnargatan, sem voru sýndar á samfélagsmiðlum ÍSÍ og á RÚV. Hvað er í gangi núna? Núna eru auglýsingarnar enn lifandi og vonandi horfa sem flestir á þær. Markmiðið með þeim er að virkja fólk til þátttöku og vonandi náum við 1200 sjálfboðaliðum. Síðan er verið að undirbúa lok skráningarkerfisins, sem lokar þann 25. febrúar. Hvað er framundan? Í mars verður hlutverkum og vöktum úthlutað til sjálfboðaliða. Í apríl fer fram fatamátun og þjálfun sjálfboðaliða um land allt. Í maí verður afhentur fatnaður, aðgangsskírteini og gjafir frá samstarfsaðilum. Í júní hefst síðan veislan.

Einungis þrjár vikur eru þangað til skráningarkerfi sjálfboðaliða lokar, þann 25. febrúar. ÍSÍ hvetur alla til að skrá sig fyrir þann tíma. ÍSÍ útvegar sjálfboðaliðum glæsilegan fatnað frá ZO-ON sem þeir klæðast við störf sín á Smáþjóðaleikunum og fá síðan til eignar. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu leikanna www.iceland2015.is




Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.