Page 1

ÍSÍ

Desember 2017

FRÉTTIR


Baráttan gegn ofbeldi Mikil umræða hefur átt sér stað um kynbundið ofbeldi í íslensku þjóðfélagi undanfarnar vikur. Sumir vilja meina að byltingu hafi verið hrundið af stað. Margt misjafnt komið upp á yfirborðið og ljóst er að víða er pottur brotinn, svo ekki sé meira sagt. Íþróttahreyfingin er þar ekki undanskilin enda stór og víðfem hreyfing sem endurspeglar allt þjóðfélagið. Það er ljóst að þöggun hefur átt sér stað innan okkar hreyfingar sem og annars staðar og vald verið misnotað. Eftir sitja fórnarlömb með sár á sálinni og laskaða sjálfsmynd. En þögnin hefur verið rofin og það er okkar allra að koma því til skila að ofbeldi verði hvergi liðið. Ekki heldur í íþróttahreyfingunni. Við berum öll ábyrgð á að verja börn og unglinga fyrir kynferðislegu áreiti og ofbeldi og hefur athygli íþróttahreyfingarinnar hingað til beinst að mestu að þeirri baráttu Með umræðunni um kynbundið ofbeldi sem fram hefur farið undanfarnar vikur og ekki síst í kjölfar máls úr íþróttahreyfingunni sem nýlega kom upp á yfirborðið og hlaut mikla umfjöllun í fjölmiðlum, hefur athyglin jafnframt beinst að ofbeldi gegn eldri iðkendum. Við berum einnig ábyrgð á að íþróttafélögin séu öruggur staður þar sem þjálfarar, sjálfboðaliðar, börn og unglingar geta hist og upplifað gleði og samheldni. Í íþróttahreyfingunni taka fleiri börn og unglingar þátt en í nokkurri annarri starfsemi hér á landi ef skólastarfið er undanskilið. Á Íþróttaþingi 2013 var leitt í lög ÍSÍ ákvæði sem bannar að ráða til starfa einstaklinga sem fengið hafa refsidóma vegna kynferðisbrota og á það jafnt við um launaða starfsmenn og sjálfboðaliða. Þetta ákvæði er vörn í baráttunni gegn þessum brotum en sú vörn er ekki fullkomin enda þekkjast slíkir afbrotamenn ekki af útlitinu og sakavottorð geta ekki um slík brot nema í 5 ár eftir að afplánun lýkur. Okkur í íþróttahreyfingunni er því vandi á höndum. Langmestur hluti þjálfara, stjórnenda, starfsmanna og sjálfboðaliða innan hreyfingarinnar eru starfi sínu vaxnir og vinna störf sín af miklum áhuga og af alúð. Þeir hafa valið að taka þátt í íþróttastarfi vegna ánægju sinnar við að vinna með börnum og unglingum og af áhuga fyrir íþróttum. Einstaklingar með óeðlilegar hvatir í garð barna og unglinga laðast hins vegar að umhverfi þar sem þau halda sig og þar eru

2

íþróttafélög og íþróttasvæði engin undantekning. Á sama tíma og allt ofbeldi er fordæmt þá má það heldur ekki gerast að íþróttastarfið verði litað tortryggni. Það getur verið vandasamt að feta veg jafnvægis en við sem erum í fararbroddi hreyfingarinnar teljum að lausnin geti meðal annars falist í að ráðast að rót vandans með fræðslu, opinni og hreinskilinni umræðu og að við höldum öll vöku okkar í starfi hreyfingarinnar til að lágmarka áhættuna. ÍSÍ hefur gefið út gagnlegan bækling sem ber heitið Kynferðislegt ofbeldi í íþróttum – Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum og unglingum í íþróttum. Eins er aðgengilegt á vefsíðu ÍSÍ margvíslegt fræðsluefni sem hægt er að nota í þessu samhengi, svo sem hegðunarviðmið ÍSÍ, siðareglur, viðbragðsáætlun við óvæntum atburðum og eyðublað um samþykki um uppflettingu í sakaskrá. Haldinn hefur verið upplýsingafundur með starfsfólki Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og sérsambanda ÍSÍ, þar sem Hafdís Inga Hinriksdóttir starfsmaður Bjarkarhlíðar hélt fræðsluerindi um birtingarmyndir og forvarnir gegn kynferðislegu áreiti og ofbeldi í íþróttum. Við munum halda áfram að þróa forvarnir með sérsamböndunum en mismunandi íþróttagreinar geta kallað á mismunandi nálgun gagnvart ofbeldi af þessu tagi, einbeita okkur að því að bæta starf íþróttahreyfingarinnar og efla forvarnir, með alla aldurshópa í huga. Með sameiginlegu átaki getum við gert umhverfi íþróttahreyfingarinnar enn öruggara en það er í dag en til þess þurfum við að standa saman í baráttunni gegn hvers kyns ofbeldi og áreiti.

Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ


Líney Rut í stjórn EOC Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ var á dögunum kjörin í stjórn Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC), fyrst Íslendinga. Líney Rut var kjörin í stjórnina til næstu fjögurra ára. Stjórnin telur 16 manns í heildina; forseta, varaforseta, ritara og gjaldkera og 12 meðstjórnendur. Líney Rut varð sjötta efst í kjörinu um meðstjórnendur en 23 voru í framboði. Ein önnur kona verður í stjórn EOC næstu fjögur árin, Daina Gudzineviciute, forseti Ólympíunefndar Litháen. Líney Rut er vel þekkt innan EOC en hún hefur starfað í ýmsum nefndum og ráðum innan EOC og m.a. stýrt eftirlitsnefnd á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar.

Janez Kocijancic frá Slóveníu var kjörinn forseti EOC, Niels Nygaard frá Danmörku var kjörinn varaforseti, Raffaele Pagnozzi frá Ítalíu framkvæmdastjóri og Kikis Lazarides frá Kýpur var kjörinn gjaldkeri samtakanna. Það er stór sigur fyrir íþróttahreyfinguna á Íslandi að eiga nú fulltrúa í æðstu samtökum Ólympíuhreyfingarinnar í Evrópu.

Íþróttamaður ársins 28. desember Samtök íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands halda sameiginlegt hóf í tengslum við kjör Íþróttamanns ársins 2017. Hófið verður haldið þann 28. desember í Norðurljósasalnum í Hörpu og hefst kl. 18:00. Dagskráin samanstendur af afhendingu viðurkenninga ÍSÍ til íþróttakvenna og íþróttamanna sérgreina íþrótta og kjöri Samtaka íþróttafréttamanna um Íþróttamann ársins 2017. Afhending viðurkenninga íþróttafólks sérsambanda fer fram í beinni útsendingu á RÚV2 frá kl. 18:00. Bein útsending frá kjöri íþróttamanns ársins fer fram frá kl. 19:40 á RÚV. Íþróttamaður ársins er nú kjörinn í 62. sinn en þjálfari og lið ársins í sjötta sinn. Útnefnt verður í Heiðurshöll ÍSÍ. Heiðurshöll ÍSÍ er óáþreifanleg höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands, í ætt við Hall of Fame á erlendri grundu. Framkvæmdastjórn ÍSÍ útnefnir einstaklinga í Heiðurshöll ÍSÍ eftir reglugerð þar að lútandi og er Heiðursráð ÍSÍ ráðgefandi aðili varðandi tilnefningar. Með þessu verkefni vill ÍSÍ skapa vettvang til að setja á frekari stall framúrskarandi fólk og skapa minningar í máli og myndum af þeirra helstu afrekum. Heiðurshöll ÍSÍ má sjá á vefsíðu ÍSÍ hér.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Formannafundur ÍSÍ 2017

4

Árlegur Formannafundur ÍSÍ var haldinn þann 17. nóvember sl. í Laugardalshöll. Þetta var í fyrsta sinn sem framkvæmdastjórar sambandsaðila voru þátttakendur á fundinum. Ríflega 100 manns sóttu fundinn.

eftirfarandi í ljós: -Hlutur kvenna í stjórnum sérsambanda er 36%. -Hlutur kvenna í stjórnum íþróttahéraða er 48%. -Hlutur kvenna er í aðalstjórnum íþróttafélaga á landinu er 34,1 %.

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ ávarpaði fundinn við fundarsetningu. Hann minntist á að 1. nóvember sl. voru 20 ár liðin frá sameiningu Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands en sameining samtakanna var flókin og ekki átakalaus. Hann sagði engan vafa liggja á að ákvörðunin um að sameina þessi samtök hafi verið hárrétt. Verulegt hagræði hafi orðið af sameiningunni og afl og kraftur íþróttahreyfingarinnar aukist til muna. Lárus minntist á þá miklu ábyrgð sem íþróttahreyfingin ber í því að verja börn og unglinga fyrir kynferðislegu ofbeldi og einnig í því að íþróttafélög verði áfram öruggur staður þar sem þjálfarar, sjálfboðaliðar, börn og unglingar geta hist og upplifað gleði og samheldni. Hann ræddi einnig mikilvægi jafnréttis í hreyfingunni með tilliti til lögbundins hlutverks ÍSÍ að berjast gegn hvers kyns mismunun. Lárus sagði allar einingar íþróttahreyfingarinnar geta haft áhrif á þessi mál og minnti fundargesti á að halda vöku sinni við að skapa og viðhalda jafnrétti í íþróttum sem og í stjórnum og ráðum. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sett það markmið að fyrir árið 2020 verði a.m.k. 30% stjórnarmanna í öllum stjórnum innan IOC konur. Fyrir Formannafundinn tók skrifstofa ÍSÍ saman tölfræði úr Felix um kynjaskiptingu í stjórnum ýmissa eininga íþróttahreyfingarinnar og kom

Lárus sagði það gleðilegt að hreyfingin á Íslandi uppfyllti markmið Alþjóðaólympíuhreyfingarinnar í ofangreindum starfseiningum íþróttahreyfingarinnar strax árið 2017 en stefnt skuli hærra. Hann hvatti alla fundargesti til að vera vakandi fyrir málaflokknum og vinna saman að jafnrétti í hreyfingunni. Hann sagði jafnrétti kynjanna vera baráttumál allra, ekki einungis kvenna. Framkvæmdastjórn lagði fjögur mál fyrir Formannafund til kynningar og umræðu. Þorvaldur Ingimundarson heilindafulltrúi KSÍ kynnti stöðu mála í baráttunni gegn hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum, Vigfús Þorsteinsson formaður stýrihóps ÍSÍ og UMFÍ um Felix upplýsti fundinn um stöðuna á nýja Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ, Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ fór yfir helstu verkefni Afrekssjóðs ÍSÍ, þær breytingar sem orðið hafa á regluverkinu og þá vinnu sem framundan er vegna úthlutana úr sjóðnum og Ragnhildur Skúladóttir sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ kynnti verkefni ÍSÍ og UMFÍ sem ber heitið Betra félag. Myndir frá Formannafundinum má sjá á myndasíðu ÍSÍ hér.


Verkefni Almenningsíþróttasviðs 2018

Lykiltölur úr starfsskýrslum 2017 ÍSÍ hefur getið út samantekt um tölfræði íþróttahreyfingarinnar sem má finna á vefsíðu ÍSÍ. Um er að ræða helstu lykiltölur um iðkun ársins 2016 og byggja þær á starfsskýrsluskilum íþróttafélaga innan ÍSÍ á árinu 2017.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Afrekssjóður ÍSÍ Nýtt vinnulag var tekið upp hjá Afrekssjóði ÍSÍ á árinu 2017 og mótast það af nýrri reglugerð sem sett var af Framkvæmdastjórn ÍSÍ í maí sl. og tekur mið af vinnu vinnuhóps sem hafði það hlutverk að endurskoða starfsreglur sjóðsins. Meðal þess sem kom fram í skýrslu vinnuhópsins var að efla þyrfti sjálfstæði Afrekssjóðs ÍSÍ og gera hann sýnilegri auk þess sem að mikilvægt var talið að birta þyrfti ítarlegar upplýsingar um starfsemi sjóðsins á heimasíðu ÍSÍ. Í reglugerð sjóðsins segir m.a. að sjóðurinn skuli halda úti aðgreindu vefsvæði á heimasíðu ÍSÍ þar sem meðal annars skulu koma fram upplýsingar um styrkveitingar, reglur og leiðbeiningar vegna umsókna, auglýsingar sjóðsins varðandi styrki, stjórn sjóðsins, niðurstöður úthlutana, tölfræðilegar upplýsingar, skýrslur varðandi framkvæmd styrktra verkefna, ársreikninga sjóðsins og skýrslur um starfsemi hans. Nú hefur slíkt svæði verið tekið í notkun á heimasíðu ÍSÍ og má þar finna ýmsar upplýsingar um sjóðinn, s.s. samantekt á styrkveitingum síðustu ár, núverandi starfsreglur o.fl. Enn er þó verið að yfirfara gögn og gera klár til birtingar á heimasíðunni og munu frekari upplýsingar verða settar inn þegar þau eru klár. Í upphafi ársins 2017 var ákveðið að veita um 150 m.kr. til sérsambanda og bíða með að úthluta 100 m.kr. þangað til búið væri að móta nýjan ramma fyrir framtíðarúthlutanir sjóðsins. Á haustmánuðum var því úthlutað 100 m.kr. til viðbótar eftir nýjum reglum Afrekssjóðs ÍSÍ þar sem flokkun sérsambanda í afreksflokka hefur

6

mikil áhrif á styrkupphæðir. Ákveðið var að skipta því viðbótarframlagi þannig að 70% framlagsins færi til sérsambanda í A-flokki, 27% til sambanda í B-flokki og 3% til sambanda í C-flokki. ÍSÍ mun efla samvinnu og eftirlit í tengslum við styrkveitingar til sérsambanda ÍSÍ. Þannig mun Afreks- og Ólympíusvið ÍSÍ vinna náið með sérsamböndum í tengslum við áætlanagerð, stefnumótun, skipulag á verkefnum og gagnavinnslu vegna umsókna til Afrekssjóðs ÍSÍ. Lögð er krafa á að afreksstefna sérsambands uppfylli skilgreindar kröfur ÍSÍ og að kostnaður vegna afreksstarfs sé vel skilgreindur í reikningum sérsambanda. Stjórn Afrekssjóðs ÍSÍ vinnur að mótun úthlutunarramma vegna næstu ára sem mun gefa sérsamböndum ítarlegri upplýsingar en áður um hvers má vænta í styrkveitingum og hvaða áherslur þurfa að vera fyrir hendi hjá sambandinu til að njóta styrkja sjóðsins. Á síðustu vikum hafa starfsmenn ÍSÍ átti fundi með flestum sérsamböndum þar sem nýtt vinnulag hefur verið kynnt og hefur það hlotið góðar viðtökur. Markmið sjóðsins er að hjálpa til við að Íslendingar eigi hverju sinni afreksfólk í íþróttum er skipi sér á bekk með þeim bestu í heiminum og að stöðugt hækki afreksstig íslenskra íþrótta. Þannig styrkir sjóðurinn sérsambönd ÍSÍ til þess að þau geti bætt enn frekar það afreksumhverfi sem er til staðar. Með auknu framlagi ríkisins gefast nú tækifæri til að lyfta öflugu afreksíþróttastarfi enn hærra.


UMSE fyrsta Fyrirmyndarhérað ÍSÍ Ungmennasamband Eyjafjarðar fékk í nóvember afhenta viðurkenninguna Fyrirmyndarhérað ÍSÍ, fyrst allra íþróttahéraða. Afhendingin fór fram í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla í Eyjafirði að viðstöddum iðkendum, forsvarsmönnum sambandsins og aðildarfélaga þess, forsvarsmönnum frá viðkomandi sveitarfélögum og öðrum gestum. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ afhenti Bjarnveigu Ingvadóttur formanni UMSE viðurkenninguna og fór yfir tilurð og sögu verkefnisins í stuttu máli. Á Íþróttaþingi árið 2015 var samþykkt tillaga um að setja á laggirnar gæðaviðurkenningu til íþróttahéraða, líkt og íþróttafélög og -deildir hafa getað sótt um í verkefninu Fyrirmyndarfélag/deild ÍSÍ. Til að hljóta viðurkenninguna Fyrirmyndarhérað ÍSÍ þarf að uppfylla ákveðnar kröfur til nokkurra aðalþátta í starfsemi íþróttahéraðsins. Þáttunum er skipt í fjóra yfirflokka sem eru; skipulag íþróttahéraðsins, starfsumhverfi, fjármálastjórn og samskipti við aðildarfélög. Á meðal undir-þátta má nefna samninga við sveitarfélög í íþróttahéraðinu þar sem hlutverk hvors aðila um sig er skilgreint. UMSE sýndi verkefninu strax mikinn áhuga, undir forystu Þorsteins Marinóssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra sambandsins. Í tengslum við verkefnið hefur UMSE útbúið handbók um starfsemi íþróttahéraðsins og er gert ráð fyrir að þeir sem koma að starfsemi héraðsins

kynni sér efni handbókarinnar svo að allir rói í sömu átt. Umsókn UMSE var samþykkt af framkvæmdastjórn ÍSÍ 21. september sl. Viðurkenningin gildir til fjögurra ára í senn og þarf þá að sækja um endurnýjun hennar. Meðfylgjandi mynd er tekin við afhendingu viðurkenningarinnar: Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri skrifstofu ÍSÍ á Akureyri, Ásdís Sigurðardóttir nýráðinn framkvæmdastjóri UMSE, Bjarnveig Ingvadóttir formaður UMSE, Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Þorsteinn Marinósson fráfarandi framkvæmdastjóri UMSE og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ. ÍSÍ óskar Ungmennasambandi Eyjafjarðar innilega til hamingju með að vera komið með gæðastimpilinn Fyrirmyndarhérað ÍSÍ - fyrsta allra íþróttahéraða innan vébanda ÍSÍ.

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið í 29. sinn þann 2. júní 2018. Undirbúningur fyrir hlaupið er þegar hafinn og á dögunum var undirritaður samstarfssamningur við Henson Sports hf. um kaup á bolum og Margt smátt ehf. um kaup á verðlaunapeningum. Litur hlaupsins í ár og á bolunum verður fána blár með vísan í bláa litinn í íslenska fánanum og til að undirstrika frábæran árangur knattspyrnulandsliðsins að hafa afrekað það að komast á HM í fyrsta skipti.

Framkvæmdaraðilar hlaupsins vítt og breytt um allt land fengu nýverið sendan lítinn jólaglaðning sem þakklætisvott fyrir þeirra framlag til hlaupsins í ár. Það er Beiersdorf Rvk., dreifingaraðili Nivea á Íslandi sem leggur til gjafirnar.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Smáþjóðaleikar 2019 Næstu Smáþjóðaleikar fara fram í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní 2019. Svartfjallaland tók þátt í fyrsta sinn á Smáþjóðaleikunum árið 2011 og er nú í fyrsta sinn gestgjafi leikanna. Keppnisgreinar á leikunum eru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, boules, blak og strandblak. Allir þátttakendur á leikunum munu gista á sama hótelinu í strandbænum Budva sem liggur að Adríahafinu. Hugmyndina um íþróttakeppni smáþjóða Evrópu má rekja aftur til ársins 1981. Það var útbreidd skoðun að íþróttakeppni þar sem smáþjóðir öttu kappi saman gæti orðið til þess að efla anda og hugsjón ólympíuhreyfingarinnar og treysta jafnframt vináttubönd þjóðanna. Þátttökurétt eiga þjóðir með íbúatölu undir einni milljón. Þessar þjóðir eru: Andorra, Ísland, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó, San Marínó og Svartfjallaland. Smáþjóðaleikarnir fara fram á tveggja ára fresti í einu af löndunum níu. Með leikunum í San Marínó árið 2017 hófst þriðja umferð leikanna.

Íslenskir íþróttamenn hafa verið sigursælir í gegnum tíðina á Smáþjóðaleikum. Ef litið er til heildartöflu yfir verðlaun á leikunum eru Íslendingar efstir á blaði, en Íslendingar hafa unnið til 1204 verðlauna á Smáþjóðaleikum og flestra gullverðlauna eða 479. Kýpur á fleiri verðlaun samtals eða 1220, en efsta sæti töflunnar fer eftir fjölda gullverðlauna. Vefsíða Smáþjóðaleikanna 2019 er montenegro2019.me.

Góð heimsókn frá Grænlandi Stjórn og framkvæmdastjóri Íþróttasambands Grænlands heimsóttu höfuðstöðvar ÍSÍ á dögunum. Hópurinn var staddur á Íslandi í vinnuferð stjórnar og heimsóttu þau meðal annars í ferðinni Umf. Selfoss þar sem þau fengu kynningu á skipulagi og starfi félagsins og samstarfi þess við viðkomandi sveitarfélag. Að lokinni ferð þeirra til Selfoss funduðu þau með Höllu Kjartansdóttur skrifstofustjóra ÍSÍ og Andra Stefánssyni sviðsstjóra Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ þar sem farið var yfir það helsta í starfi ÍSÍ ásamt því að rædd voru ýmis íþróttatengd málefni, að ósk gestanna. Stjórn Íþróttasambands Grænlands (GIF) hefur áhuga á að efla enn frekar samstarfið á milli GIF og ÍSÍ og í þessari heimsókn voru ræddar ýmsar hugmyndir varðandi aukin samskipti á milli samtakanna.

8

Á meðfylgjandi mynd eru Carsten Olsen framkvæmdastjóri, Bolethe Steenskov meðstjórnandi, Nuka Kleemann formaður, Ole Kielmann meðstjórnandi, Finn Meinel varaformaður og John Thorsen meðstjórnandi.


Lyfjaeftirlit ÍSÍ - #MyMoment Lyfjaeftirliti ÍSÍ og Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni (WADA) er umhugað um að keppni íþróttafólks sé á jafnréttisgrunni og enginn hafi hag af misnotkun árangursbætandi efna. Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin hefur gefið út gagnvirkan tölvuleik sem prófar kunnáttu íþróttafólks í lyfjamálum. Leikurinn er til að mynda hluti af fræðslu um lyfjamál á Ólympíuleikum og fleiri stórmótum. Leikurinn er á íslensku. Leikinn má spila með því að ýta hér. Nýlega var opnuð vefsíða sem ber heitið My-Moment. Um er að ræða átak tileinkað íþróttafólki sem ekki hefur haft rangt við á sínum íþróttaferli og eiga rétt á sínu augnabliki í íþróttaheiminum, hvort sem er á æfingum, í keppni eða á verðlaunapalli. Hreint íþróttafólk vill hreina keppni. Mikilvægt er fyrir íþróttaheiminn að standa vörð um þessi augnablik íþróttafólks og berjast gegn lyfjamisnotkun í íþróttum. Vefsíða herferðarinnar My-Moment er my-moment.org. #MyMoment Rétt er að minna á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar WADA. Listinn tók gildi 1. janúar 2017 og þar má sjá hvaða efni og aðferðir eru bannaðar bæði í keppni og utan

keppni og hvaða efni eru bönnuð í ákveðnum íþróttagreinum. Bannlisti WADA er uppfærður árlega, en á hverju ári fer hann í gegnum ákveðið ferli sem tekur níu mánuði, þar sem allt sem tengist efnum og aðferðum er skoðað. Listinn er síðan birtur þremur mánuðum áður en hann tekur gildi til þess að íþróttafólk geti kynnt sér listann og gert viðeigandi ráðstafanir. Búið er að birta listann sem tekur gildi 1. janúar 2018. Vefsíða WADA er wada-ama.org. ÍSÍ hvetur alla sem hlut eiga að máli að kynna sér bannlista WADA 2017 á vefsíðu Lyfjaeftirlits ÍSÍ, lyfjaeftirlit.is.

Norrænn fundur um þjálfaramenntun Norrænn fundur um þjálfaramenntun og þróun hennar var haldinn í Helsinki dagana 31. október og 1. nóvember sl. Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri er fulltrúi ÍSÍ í norrænni nefnd um þetta mikilvæga málefni ásamt fulltrúum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands og hefur nefndin komið saman árlega í mörg ár. Auk meðlima nefndarinnar sátu hluta fundarins 25 aðrir aðilar sem komu ýmist frá finnsku Ólympíunefndinni eða hinum ýmsu sérsamböndum. Fundurinn var góður í alla staði og margt athyglisvert til umræðu og skoðunar hvað varðar þróun og ágæti menntunar íþróttaþjálfara. Gæði í íþróttaþjálfun, rannsóknir, gildi, þróun, menntakerfi og námsleiðir ásamt

deilingu þekkingar og reynslu var meðal þess sem rætt var á fundinum. Næsti fundur verður haldinn í Svíþjóð á næsta ári.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Setningarhátíð og lokahátíð Vetrarólympíuleikanna 2018 fara fram á PyeongChang Olympic Stadium.

Vetrarólympíuleikarnir í PyeongChang 2018 Næstu Vetrarólympíuleikar fara fram í PyeongChang í Suður-Kóreu 9.-25. febrúar 2018. Verður það í annað sinn sem Suður-Kórea heldur Ólympíuleika, en Sumarólympíuleikarnir 1988 fóru fram í Seoul. Íbúar í Suður-Kóreu eru um 50 milljónir, en stærsta borgin er Seoul þar sem um 10 milljón íbúar búa. PyeongChang er í um 180 km fjarlægð austur af Seoul. Pyeongchang er sýsla í Gangwon héraði og þar búa um 45 þúsund manns. Áður hafði svæðið sóst eftir að halda leikana 2010 og 2014. Öll mannvirki í PyeongChang eru tilbúin og Suður-Kóreumenn spenntir fyrir því að halda leikana eftir tæpa tvo mánuði. Lukkudýr leikanna er Soohorang, en það er hvítur tígur sem sjá má á mynd hér að ofan. Löngum hefur verið haldið upp á hvíta tígurinn í Suður-Kóreu, en hvíti tígurinn er talinn verndardýr landsins. Sooho þýðir vernd á kóresku og á að tákna þá vernd og öryggi sem þátttakendur Vetrarólympíuleikanna 2018 eiga að upplifa á leikunum. Rang stendur fyrir tígur, en er einnig síðasta orðið í heiti á þjóðlagi Gangwon héraðs, þar sem leikarnir verða haldnir. Soohorang, hvíti tígurinn, býr yfir mikilli ástríðu og eldmóði og verður stór hluti af þessum leikum. Er þetta í þriðja sinn sem Vetrarólympíuleikar eru haldnir í Asíu og í fyrsta sinn utan Japan. Áður hafa Vetrarólympíuleikar farið fram í 1972 í Sapporo í Japan og aftur 1998 í Nagano. Þessa dagana er íslenskt íþróttafólk að vinna að því að ná tilsettum árangri til að tryggja sér keppnisrétt á leikunum. Íslendingar munu eiga fulltrúa á leikunum, en hverjir það verða kemur í ljós á næstu tveimur vikum. Vefsíða leikanna er pyeongchang2018.com. 10


Ólympíuleikar ungmenna í Buenos Aires Ólympíuleikar ungmenna (The Youth Olympic Games, YOG) eru ætlaðir fyrir ungt afreksfólk í íþróttum á aldrinum 15 til 18 ára. Keppt er í mörgum greinum og skiptast leikarnir í sumarleika og vetrarleika eins og Ólympíuleikar fullorðinna. Árið 2007 var ákveðið að koma á fót Ólympíuleikum ungmenna og fóru fyrstu leikarnir fram árið 2010 í Singapore. Leikarnir 2014 fóru fram í Nanjing í Kína og náði U15 ára landslið drengja í knattspyrnu þeim eftirtektarverða árangri að tryggja sér bronsverðlaun á leikunum. Þann 6. október 2018 hefjast Ólympíuleikar ungmenna í borginni Buenos Aires í Argentínu. Standa leikarnir yfir í tólf daga og fer lokahátíðin fram þann 18. október. Fjöldi íþróttafólks á leikunum er 3998 og 875 dómarar. 206 lönd taka þátt og keppt verður í 32 íþróttagreinum. Ísland mun eiga þátttakendur og ungan sendiherra á leikunum. Þorpið sem þátttakendur dvelja í á meðan á leikunum stendur er á Lugano svæðinu, sem áður var svæði borgargarðsins. Á svæðinu verður 31 bygging, þær hæstu um átta hæða. Íbúðirnar eru tveggja til þriggja herbergja og munu eftir leikana verða leigðar út. Eftir leikana verður svæðinu síðan breytt í nýjan og opinn garð en með þessu er verið að skapa nýtt framúrstefnulegt hverfi fyrir íbúa Lugano. Vefsíða leikanna er buenosaires2018.com.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Ólympíufjölskylda ÍSÍ

Samfélagsmiðlar ÍSÍ Vefsíða

Myndasíða

Facebook

Instagram

Vimeo

Issuu

Æskan og íþróttir Sumaríþróttahátíð ÍSÍ fór fram árið 1990 og var langstærsta íþróttamót sem farið hafði fram á Íslandi. Um 27.000 manns tóku þátt í hátíðinni, en starfsfólk var um 1000. Um 70 íþróttamannvirki voru nýtt og 21 sérsamband tók þátt. Setningarhátíðin fór fram á Laugardalsvelli. Tilgangurinn með íþróttahátíðinni var að sýna almenningi og stjórnvöldum þá uppbyggingu sem hafði átt sér stað og þýðingu íþróttastarfs fyrir æsku landsins.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Íþróttamiðstöðin í Laugardal Engjavegur 6 104 Reykjavík Sími: 514 4000 Netfang: isi@isi.is

ÍSÍ fréttir 4. tbl. 2017

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) varð til við sameiningu Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands árið 1997. ÍSÍ er landssamband héraðssambanda/íþróttabandalaga og sérsambanda og er einu heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. ÍSÍ er æðsti aðili frjálsrar íþróttastarfsemi í landinu samkvæmt íþróttalögum. Félagsaðildir í íþróttahreyfingunni eru rúmlega 280 þúsund og fjöldi virkra iðkenda er um 99 þúsund.

Ábyrgðarmaður: Lárus L. Blöndal

Ritstjóri: Ragna Ingólfsdóttir ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS

ÍSÍ fréttir desember 2017  
ÍSÍ fréttir desember 2017  
Advertisement