ÍSÍ Fréttir vetur 2012

Page 1

1. TBL. 2012

ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS

Sjálfboðaliðavefur ÍSÍ Starfsemi íþróttahreyfingarinnar byggist að stórum hluta á vinnu sjálfboðaliða. Fjöldi fólks leggur íþróttahreyfingunni lið með því að sitja í nefndum, ráðum eða vinnuhópum, taka þátt í foreldrastarfi eða aðstoða við framkvæmd móta eða kappleikja. ÍSÍ hefur á haustmánuðum unnið að gerð vefs sem hefur það að markmið að skapa vettvang fyrir sjálfboðaliða til að

halda utan um sitt framlag hvort sem það er unnið í þágu íþróttahéraða, sérsambanda, félagsliða eða ÍSÍ. Einnig er markmiðið að fá yfirsýn yfir það fjölbreytta starf sem sjálfboðaliðar vinna innan íþróttahreyfingarinnar. Sjálfboðaliðavefurinn hefur fengið heitið „Allir sem einn“ og er stefnt að því að setja hann í loftið á næstu vikum.

Meðal efnis:  100 ára afmæli ÍSÍ  Vetrarólympíuleikar ungmenna  Ólympíuleikar – London 2012  Afreksstyrkir ÍSÍ  Alþjóðlegir fundir  Lífshlaup framhaldsskóla  Hjólað í vinnuna  Forvarnaverkefni  Lyfjaeftirlit ÍSÍ

ÍSÍ á Facebook

 Íþróttabókin

Á afmælisárinu stofnaði ÍSÍ síðu á samfélagsmiðlinum Facebook. Í sumar var farið af stað með leik á síðunni í samvinnu við Ólympíufjölskyldu ÍSÍ þar sem hægt var að vinna tveggja daga ferð til London sem og miða fyrir tvo á 8 liða úrslit í handknattleik. Þar spiluðu Íslendingar sögulegan leik á móti Ungverjalandi.

ÓLYMPÍUFJÖLSKYLDA ÍSÍ

SIDE-

Vinningshafinn var dreginn út í beinni útsendingu í útvarpinu og óhætt er að segja að frábær þátttaka var í leiknum enda til mikils að vinna. Í vikunni sem leikurinn fór fram bættust um níu þúsund vinir við facebooksíðu ÍSÍ og voru þegar mest var yfir 10 þúsund vinir.

Ánægjuvogin ÍSÍ og UMFÍ fengu Rannsókn og greiningu til að greina ítarlegar upplýsingar úr rannsókninni Ungt fólk er varða íþróttahreyfinguna og íþróttahéruð landsins. Bæði mennta– og menningarmálaráðuneytið og Íþróttasjóður ríkisins styrktu verkefnið en markmið þess var að kanna viðhorf ungs fólks til íþróttahreyfingarinnar. Spurningar um hvers kyns viðhorf ungmenna innan og utan íþrótta- og ungmennahreyfingarinnar voru lagðar fyrir nemendur í 8.-10. bekk og greindar eftir íþróttagreinum og íþróttahéruðum. Niðurstöðurnar voru mjög jákvæðar, iðkendur eru flestir mjög ánægðir með veru sína í íþróttahreyfingunni og þá þjónustu sem þeir hljóta þar. Þá kom einnig fram ótvírætt það forvarnargildi sem iðkun íþrótta hefur í för með sér.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.