ÍSÍ Fréttir mars 2011

Page 1

ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS

3. TBL. 2011

MARS

VERUM UPPBYGGILEG Í íþróttum er reynt að starfa eftir ákveðnum gildum – sem í senn eru samfélagslega mikilvæg og hafa reynst vænleg til íþróttalegs árangurs. Meðal þessa er að læra að taka tapi, og raunar ekki síður hvernig á að höndla sigur. Afreksmaður í íþróttum er tæknilega vel þjálfaður og þarf að hafa persónuleika til að fara með sína hæfileika. Virðing fyrir andstæðingum jafnt sem eigin hæfileikum og takmörkum er nauðsynlegur þáttur til að ná árangri.

Ábyrgðin er mikil. Skjólstæðingarnir eru að stóru leyti æska landsins – framtíð þjóðarinnar. Íslensk íþróttahreyfing er – og á að vera – í fararbroddi jákvæðrar uppbyggingar samfélagsins. Afreksfólkið okkar er fyrirmynd hins uppbyggilega hugarfars sem íslenskt samfélag þarf á að halda. Það er okkar hlutverk að koma því á framfæri við æsku landsins, og landsmenn alla. Þetta hlutverk íþróttahreyfingarinnar hefur líklega aldrei verið jafn mikilvægt og einmitt nú.

Keppni í íþróttum kallar meira en margt annað fram tilfinningar á borð við reiði og gleði. Það er okkur eðlislægt, hvort heldur við erum þátttakendur eða áhorfendur. Þessar tilfinningar þurfa ekki að vera óeðlilegar eða varhugaverðar – málið snýst fremur um það hvernig menn höndla þær til árangurs. Þar kemur til stórt hlutverk leikstjórnenda og þjálfara, auk hugarfars viðkomandi íþróttamanns.

Stöndum saman – sendum uppbyggileg skilaboð til samfélagsins.

Vel má vera að keppandi sem missir einbeitingu vegna reiði, og sóar orku sinni í að nöldra yfir dómgæslu allan leikinn, fái útrás fyrir tilfinningar sínar – og vel má vera að hann hafi eitthvað til síns máls um réttmæti sinnar reiði. En íþróttalegi árangurinn verður einfaldlega ekki sá sami. Hér er mikilvægt að forgangsraða rétt. Það er einkenni afreksíþróttafólks að halda yfirvegun og einbeitingu – og það er einkenni klókra þjálfara að virkja tilfinningar sinna leikmanna til árangurs. Þessi orð eru hér sett fram ekki síst í samhengi við vaxandi neikvæða umræðu í íslensku samfélagi í kjölfar efnhagshruns. Ekki skal gert lítið úr því að margir hafa haft tilefni til reiði – en samhengið hér er hvort stundum sé ekki nóg komið – hvort ekki sé skynsamlegra að líta til framtíðar og uppbyggingar árangurs. Hvort ekki sé ráð að draga lærdóm af okkar afreksíþróttafólki og yfirvinna mótlætið – hversu réttlætanleg sem reiðin að baki því kann annars að vera. Virkja tilfinningarnar frekar til að

ná markmiðum til framtíðar en að rífa niður vegna fortíðar. Það getur vissulega verið nauðsynlegt að líta annað slagið í baksýnisspegilinn til þess að skilja hvaðan við erum að koma til að ákvarða hvaða leið er farin til framtíðar. En þar sem við getum ekki breytt atburðarrás fortíðar er varhugavert að dvelja of lengi við liðna tíð umfram þann lærdóm sem við drögum af mistökum. Afreksíþróttafólk sem nær ekki að yfirstíga tap síðasta tímabils mun ekki ná sigrum á því næsta. Síðasta tímabil er liðið hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Það gilda sambærileg lögmál á sviði stjórnunarstiga íþróttahreyfingarinnar. Hvar sem við erum stödd í pýramídanum, frá leikmanni til þjálfara, frá þjálfara til stjórnar félags, frá félagi til sérsambands eða íþróttahéraðs, eða þaðan til Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Á öllum þessum stigum þurfum við að gæta vel að því að beina orkunni að uppbyggingu til framtíðar – setja niður allar óþarfa deilur, hlúa hvert að öðru og virkja okkar félagsmenn með jákvæðum hætti til árangurs á öllum sviðum. Ef við lítum til hugarfars afreksíþróttamannsins og þjálfarans – að ná fram því besta úr hverjum þátttakanda og stefna einbeitt að þeim markmiðum sem við setjum okkur – þá mun okkur farnast vel.

Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ

MEÐAL

EFNIS:

 Miðasala London 2012  Lífshlaupið 2011  Íþróttaþing 2011

ÓLYMPÍUFJÖLSKYLDA ÍSÍ

SIDE-


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
ÍSÍ Fréttir mars 2011 by Íthrótta- og Ólympíusamband Íslands - Issuu