ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS
5 TBL. 2011
MAÍ/JÚNÍ
VERÐMÆTIR FULLTRÚAR ERLENDIS Nýlega hófust Smáþjóðaleikarnir í Liechtenstein. Er þar um að ræða fjölgreinamót ríkja í Evrópu með færri en eina milljón íbúa, og eru þjóðirnar nú níu talsins eftir að Svartfjallaland fékk sjálfstæði og bættist í hópinn. Mótið er haldið annað hvert ár, undir verndarvæng Ólympíuhreyfingarinnar, og uppfyllir allar kröfur og hefðir ólympískra leika. Þrátt fyrir nafngiftina er hér um býsna stóran viðburð að ræða, og er þetta stærsta einstaka verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Að þessu sinni fer um það bil 140 manna hópur á vegum ÍSÍ og þeirra sérsambanda sem þátt taka í leikunum. Þrátt fyrir að vera fjarri því stærsta þjóðin hefur Ísland ávallt verið á meðal sigursælustu þjóðanna á leikunum. Auk þess að vera góður vettvangur fyrir okkar keppendur þá er hér jafnframt mikill menningarviðburður á ferð þar sem samskipti ríkjanna eru bæði mikil og góð. Íþróttamálaráðherrar þjóðanna hafa komið saman til fundar samhliða leikunum, og hefð er fyrir því að þjóðhöfðingjar ríkjanna sæki leikana heim. Það hefur verið full ástæða til að sýna
ÓLYMPÍUFJÖLSKYLDA ÍSÍ
SIDE-
MEÐAL
EFNIS:
Smáþjóðaleikar 2011 Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ Hjólað í vinnuna Nýir formenn Fræðsluviðburðir ÍSÍ
stolt yfir bæði árangri og framkomu íslenskra keppenda á þessum leikum – þeir hafa í senn verið landi og þjóð til sóma og góð landkynning almennt fyrir Ísland og íslenskt samfélag. Hið sama má raunar segja um fjöldann allan af íslenskum keppendum sem taka þátt í æfingum og keppni erlendis allt árið um kring í hinum ólíkustu íþróttagreinum – svo ekki sé minnst á þá einstaklinga sem hafa íþróttina að atvinnu sinni erlendis. Hvað skyldu þeir atvinnuleikmenn og þjálfarar sem Ísland á erlendis koma fram í mörgum viðtölum í fjölmiðlum í hverri viku? Hvað skyldi oft hafa verið vísað til Íslands eða „Íslendingsins― í þeim viðtölum? Hvað skyldu margir erlendir ferðamenn hafa komið til Íslands af þeirri ástæðu einni saman að kynnast af forvitni þessari stoltu smáþjóð sem hefur lagt íþróttasamfélaginu til svo hlutfallslega marga afreksmenn. Þá er ótalinn sá fjöldi erlendra gesta sem kemur – á eigin kostnað – beint eða óbeint til Íslands vegna viðburða
innan íþróttahreyfingarinnar, hvort sem um er að ræða æfingar, mótahald, einstaka leiki eða keppnir, ráðstefnur eða fundi. Vissulega væri fróðlegt að taka allar þessar upplýsingar saman, og þá fjárhagslegu hagsmuni sem þeim fylgja. Það eina sem segja má með nokkurri vissu er að þeir fjármunir eru margföld sú fjárhæð sem íslensk stjórnvöld leggja íþróttahreyfingunni til. Framlög rikisins til íþróttamála byggja á umgjörð og uppbyggingu starfseminnar, en hvergi er að finna skilgreinda fjármuni til að standa straum af því mikla landkynningarstarfi sem íþróttahreyfingin stendur fyrir. Hefur íþróttahreyfingin reyndar aldrei farið fram á slíkt – en ljóst má vera að við ákvörðun fjárhæða til íþróttastarfs er ekki annað en sanngjarnt að taka tillit til þeirra staðreynda sem felast í viðamiklu landkynningarstarfi og tekjumyndun fyrir íslenskt samfélag. Gleymum því ekki að Smáþjóðaleikarnir verða haldnir á Íslandi árið 2015. Ólafur E. Rafnsson forseti ÍSÍ