ÍSÍ Fréttir janúar 2010

Page 1

ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS

ÍSÍ FRÉTTIR 1. TBL. 2011

JANÚAR

AUKIÐ UPPLÝSINGASTREYMI Ég vona, ágæti lesandi, að þú kunnir að meta þetta formlega fréttabréf Íþróttaog Ólympíusambands Íslands.

 Íþróttamenn og íþróttakonur sérsambanda og séríþróttanefnda ÍSÍ árið 2010  Dagsetningar almenningsíþróttaviðburða ÍSÍ 2011  Dagsetningar alþjóðlegra leika 2011

Er þetta framtak hluti af átaki sem ÍSÍ hefur staðið fyrir til að efla upplýsingastreymi hreyfingarinnar bæði til almennings og aðila innan okkar eigin vébanda, í þeirri von að með því aukist þekking á störfum og málefnum ÍSÍ og sambandsaðila.

Nauðsynlegt er að ímynd íþróttahreyfingarinnar byggist á nægum upplýsingum og þar með réttum forsendum. Það er okkar hlutverk að bæta úr því. Er það von mín að þetta framtak verði mikilvægur hlekkur í að auka upplýsingastreymi og samskipti innan sem utan hreyfingarinnar.

EFNIS:

 Íþróttamaður ársins 2010

Ætlun er að senda slíkar samantektir reglulega til aðila sem eiga hagsmuna að gæta eða hafa áhuga á málefnum íþróttahreyfingarinnar, og nýta meðal annars í því skyni alla nútímamiðla.

Á hverjum einasta degi ársins er nefnilega býsna mikið starf unnið í þessari langstærstu fjöldahreyfingu landsins, en því miður virðist almenn umfjöllun í mörgum tilvikum byggja á misskilningi og skorti á réttum upplýsingum.

MEÐAL

 Nýjungar í Felix

Allar ábendingar um úrbætur og efnistök munu vissulega verða vel þegnar af okkar starfsfólki. Ég óska ykkur öllum farsæls íþróttaárs 2011, og hlakka til að eiga við ykkur frekari samskipti.

Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ

ÓLYMPÍUFJÖLSKYLDA ÍSÍ

ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS 2010 Á dögunum var tilkynnt um kjör á Íþróttamanni ársins 2010. Það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa fyrir valinu. Handknattleiksmaðurinn Alexander Petersson varð fyrir valinu og er hann vel að þeim titli kominn. Í öðru sæti var Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður og í því þriðja Íris Mist Magnúsdóttir hópfimleikakona. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar þeim til hamingju með áfangann sem og íþróttamönnum og konum sérsambanda og séríþróttanefnda ÍSÍ sem heiðruð voru þann 5. janúar s.l. Upplýsingar um þennan glæsilega hóp má finna hér í blaðinu, en myndir frá hófinu og upptalning á afrekum íþróttamanna er á heimasíðu ÍSÍ.

SIDE-


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
ÍSÍ Fréttir janúar 2010 by Íthrótta- og Ólympíusamband Íslands - Issuu