ÍSÍ Fréttir júní 2011

Page 1

ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS

6 TBL. 2011

JÚNÍ/JÚLÍ

ÓLYMPÍUDAGURINN 2011 Afmælisdagur Alþjóðaólympíunefndarinnar var þann 23. júní. Víða um heim var dagurinn haldinn hátíðlegur og meðal annars á Íslandi. Íþróttafélögin, Fjölnir, Þróttur, Haukar, Ármann, Skylmingafélag Reykjavíkur og ÍR voru meðal þeirra er héldu upp á daginn með fjölbreyttum hætti. Hjá mörgum af þessum félögum var krökkum boðið upp á íþróttasstöðvar og jafnvel hlaupið með Ólympíukyndil. Hér til hliðar má sjá mynd af ungum iðkanda hjá Haukum sem hljóp með kyndil í kyndilhlaupi Hauka. Einnig var almenningi boðið að kíkja í heimsókn hjá ÍR og í Laugardalinn þar sem fólki gafst kostur á að sjá bílasýningu frá Akstursíþróttanefnd ÍSÍ/LÍA, spreyta sig í krakkablaki, keilu, skylmingum, tennis og skotíþróttum. Rathlaupsfélagið Hekla var með kynningu á rathlaupi auk þess sem að danssýning fór fram við Laugardalslaug. Ólympíudagurinn er haldinn í samstarfi við íþróttahreyfinguna og Ólympíufjölskyldu ÍSÍ. Um kvöldið fór svo fram Miðnæturhlaup Powerade þar sem tóku rúmlega 1.500 manns þátt. Hlaupið er framkvæmt af Íþróttabandalagi Reykjavíkur og er í umsjón frjálsíþróttadeilda Fjölnis og Ármanns. Frekari upplýsingar um hlaupið eru á heimasíðunni www.marathon.is

SJÓVÁ KVENNAHLAUP ÍSÍ 2011

MEÐAL

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í tuttugasta og annað sinn laugardaginn 4. júní sl. Góð þátttaka var í hlaupinu. Um 15.000 konur tóku þátt á 84 stöðum út um allt land og á um 18 stöðum erlendis.

 Smáþjóðaleikar 2011

Um 5.000 konur hlupu í Garðabænum, 1.700 í Mosfellsbæ, sem er um 400 fleiri en í fyrra, 650 á Akureyri og um 400 konur erlendis. Boðið var upp á mismunandi vegalengdir allt frá 2 km upp í 20 km. Mikil og góð stemning var hjá þátttakendum þar sem ömmur, mömmur, dætur og vinkonur hreyfðu sig og skemmtu sér saman.

EFNIS:

 Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ  Ólympíudagurinn  Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

ÓLYMPÍUFJÖLSKYLDA ÍSÍ

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er útbreiddasti og fjölmennasti íþróttaviðburður sem haldinn er á Íslandi ár hvert.

SIDE-


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.