ÍSÍ Fréttir apríl 2013

Page 1

1. TBL. 2013

ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS

Setningarávarp 71. Íþróttaþings ÍSÍ 2013 Ágætu þingmenn,

meðlima sinna og samfélagsins sem við höfum kosið að nefna „efnahagsreikning mannauðs“.

Heiðursfélagar ÍSÍ, formaður Ungmennafélags Íslands,

Munum við hleypa því átaki formlega af stokkunum á morgun.

Góðir þingfulltrúar og aðrir gestir, Ég býð ykkur velkomin til Íþróttaþings. Við höldum nú Íþróttaþing í viðburðarríks 100 ára afmælisárs.

kjölfar

ÍSÍ hefur átt góða samfylgd með íslenskri þjóð þessa aldarvegferð, hefur axlað samfélagslega ábyrgð og vaxið í að verða stærsta fjöldahreyfing landsins með tugþúsundir sjálfboðaliða sem á hverjum degi vinna samtökunum og þjóð sinni mikið gagn. ÍSÍ leggur rækt við þessa miklu sjálfboðaliðastarfsemi og hefur á undanförnum árum þróað kerfi sem miðar að því að skrásetja sjálfboðaliðastarfið – að gera íþróttafélögum og sambandsaðilum kleyft að sjá með áþreifanlegum hætti umfang sjálfboðaliðastarfseminnar – að gera þeim kleyft að veita sínum sjálfboðaliðum viðurkenningar – og opna möguleika á að skila sérstökum reikningsskilum til

ÓLYMPÍUFJÖLSKYLDA ÍSÍ

SIDE-

Ég hygg að þrátt fyrir að stöðugt sé hamrað á umfangi sjálfboðaliðastarfseminnar þá geri fáir sér í reynd grein fyrir því hversu umfangsmikil hún er – hversu samfélagslega verðmæt – og hversu mikil margföldunaráhrif hún hefur á hverja krónu sem til starfseminnar er veitt. Með sama hætti er mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að þessi starfsemi er engan veginn sjálfgefin – og getur á stuttum tíma hrunið til grunna ef ekki er hlúð að þessari auðlind með viðeigandi hætti. Endurteknar vísindalegar rannsóknir staðfesta að skipuleg iðkun ungmenna á íþróttum er besta forvörn sem völ er á gagnvart vágestum áfengis, tóbaks og fíkniefna – og bætir jafnframt árangur þeirra í námi. Þetta þekkjum við öll – þetta viðurkennum við öll. Á fundi sem íþróttahreyfingin hélt með forystumönnum stjórnmálaflokka í tengslum við gerð fjárlaga í nóvember voru þessar niðurstöður mjög almennt viðurkenndar, en þar kom meðal annars fram – vissulega heiðarlegt – sjónarmið fulltrúa eins flokksins, þ.e. að þrátt fyrir að viðkomandi væri fullkomlega sammála þessum sjónarmiðum þá væri „dýrt að vera fátækur“. Hér vil ég taka einfalda samlíkingu af bifeiðaárekstri. Menn geta í grunnatriðum valið um þrjár leiðir til að ráðstafa fé til þess málaflokks. Í fyrsta lagi að koma í veg fyrir árekstur með fræðslu, gildismati og áhrifum á lögmæta hegðun. Í öðru lagi geta menn lagt áherslu á viðbragðsáætlun, regluverk, refsingar og eftirlit sem gilda um slysavettvanginn...eða í þriðja lagi ákveðið að ráðstafa fjármunum til læknisþjónustu, endurhæfingar og bifreiðaviðgerða. Eflaust verður aldrei hægt að draga skýrar línur þar sem einn þátturinn útilokar hina – en hinsvegar er afar mikilvægt ef sýnt er fram á að forvarnarþátturinn sé í senn sá 1

ódýrasti og áhrifamesti þá hljóti vilji að standa til þeirrar leiðar – svo ekki sé minnst á að tekið sé tillit til þjáninga fórnarlamba og óbeins skaða samfélagsins. Íslenskt samfélag glímir við mikinn vanda í formi stóraukins kostnaðar heilbrigðiskerfis við lífsstílssjúkdóma sem best verður unnið gegn með hollri hreyfingu og heilbrigðum lífsháttum. Óumdeilt er að eitt stærsta afl í þeirri baráttu er starfsemi íþróttahreyfingarinnar. Því hlýtur sú spurning að vera áleitin hvers vegna stjórnvöld hafa ekki óskað eftir umfangsmiklum sáttmála á þessu sviði við íþróttahreyfinguna. Svarið liggur ekki í augum uppi – og hlýtur að vera dýpra en að það sé „dýrt að vera fátækur“. Eflaust má setja þetta í samhengi við þá staðreynd að áþreifanlegur árangur tekur ef til vill lengri tíma en eitt kjörtímabil Alþingis – og því ekki vel fallið til skammtímavinsælda – en önnur skýring kann einfaldlega að vera sú að íþróttahreyfingin sinnir þessu starfi hvort sem hún nýtur stuðnings eða ekki. Þessi fórnfýsi er án efa sá bakgrunnur sem kom svo berlega í ljós við efnahagshrunið fyrir tæpum fimm árum síðan – að fórnfús og þolinmóð íslensk íþróttahreyfing byggði á afar veikum fjárhagslegum grunni – sem leiddi til þess að niðurskurður og forsendur fjárlagagerðar ríkisvaldsins bitnaði margfalt


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.