ÍSÍ Fréttir apríl 2011

Page 1

ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS

4. TBL. 2011

APRÍL

Setningarávarp 70. Íþróttaþings ÍSÍ 2011 Meðal efnis:

Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, mennta og menningamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, Formaður UMFÍ, Helga Guðjónsdóttir, ágætu þingmenn, Heiðursfélagar ÍSÍ, góðir þingfulltrúar og aðrir gestir,

 Íþróttaþing 2011  Lagabreytingar  Samþykktar tillögur

Ég býð ykkur velkomin til Íþróttaþings.

 Hjólað í vinnuna 2011

Við höldum nú Íþróttaþing í annað sinn síðan hrun varð í íslensku efnahagslífi á haustmánuðum 2008. Þetta hefur verið tímabil fjárhagslegra þrenginga, óvissu og skerðingar ýmissa lífsgæða sem við höfðum fram að þeim tíma talið sjálfsögð. Íslensk íþróttahreyfing er beinn þolandi þessa ástands – og sú fjárfesting forvarna og mannauðs sem byggst hefur upp á aldarlangri starfsemi hreyfingarinnar hefur laskast. Á sama tíma er aðdáunarvert að fylgjast með æðruleysi og aðlögun ykkar sem starfa í grasrót íþróttahreyfingarinnar. Þótt vissulega gæti reiði gagnvart skilningsleysi stjórnvalda hefur hreyfingin einbeitt sér að því að gæta að sínum félagsmönnum – og hlúð að kjarna grasrótarstarfsins. Hið pýramídalagaða stjórnkerfi íþróttahreyfingarinnar er sá styrkur sem heldur starfseminni saman. Mikilvægt er fyrir okkur að rjúfa ekki þá samstöðu, og gæta vel að því að þótt við störfum í einum hluta pýramídans þá eru aðrir hlutar hans nauðsynlegir. Afreksfólkið okkar dregur vagninn sem fyrirmyndir fyrir æsku landsins – og varpar kastljósi athygli á árangur ástundunar skipulegs íþróttastarfs. En með sama hætti þá falla íþróttastjörnur

 Smáþjóðaleikar 2011  Tölfræði 2009  Afreksstefna ÍSÍ

ekki af himnum ofan – heldur eru þær uppskera umfangsmikils starfs í neðri hluta pýramídans – grasrót hreyfingarinnar. Þetta er varhugavert að slíta í sundur – en ógnir steðja að því jafnvægi sem ríkt hefur. Aukið fjármagn innan atvinnuíþrótta erlendis hefur að nokkru raskað því jafnvægi. Mikilvægt er að fjármagn skili sér inn í íþróttahreyfinguna, en renni ekki í gegnum hana til hagsmunaaðila sem hafa jafnvel ekki íþróttastarfsemi sem aðalmarkmið. Í því samhengi má nefna ólöglega veðmálastarfsemi og viðskiptalegt eignarhald á íþróttafélögum. Ef ekki verður spyrnt við fótum kunna að opnast dyr fyrir skipulagða glæpastarfsemi – sem gjarnan er fylgifiskur fjármunamyndunar. Þessi ógn kann að verða til staðar hér á landi sem erlendis ef ekki verður brugðist við.

Við ættum að hafa lært að virða ekki að vettugi blikkandi aðvörunarljós. Við þurfum að huga að fjárhagslegri ábyrgð með þeim hætti að ungmennaog uppbyggingarstarf framtíðar verði aldrei veðsett eða skuldsett. Við megum ekki láta kapphlaup um markaðsstarfsemi leiða til þess að íþróttaeiningar eyði fjármunum

ÓLYMPÍUFJÖLSKYLDA ÍSÍ

SIDE-


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.