Íþróttaiðkun barna með einhverfu

Page 1

HOLLRÁÐ FYRIR ÞJÁLFARA

1. VERA VEL UPPLÝSTUR – RÆÐA VIÐ FORELDRA BARNSINS Gott er að ræða við foreldra barns á einhverfurófi um styrkleika og veikleika barnsins áður en til æfinga kemur. Nauðsynlegt er fyrir þann sem þjálfar barnið að fá upplýsingar um málþroska þess, hvernig barnið þolir skær ljós, snertingu, hávaða og hvernig best sé að verðlauna barnið. Einhverf börn hafa óvenjulega gott minni og takist vel til á fyrstu æfingu mun það skila sér í samstarfsfúsara barni á næstu æfingu. 2. HAFA AÐSTOÐ Í hópíþróttum er nauðsynlegt að hafa aðstoðarþjálfara tiltækan sem fylgist með barninu á æfingum. Hann þarf að vera tilbúinn til að stíga fram og aðstoða ef þörf er á. Með því fyrirkomulagi að hafa aðstoðarþjálfara eða hjálparmanneskju geta mörg einhverf börn hæglega tekið þátt í íþróttastarfi hjá hverfisfélaginu sínu og það er þeim ólýsanlega mikilvægt. Ekki má gleyma því að það er jafnframt þroskandi fyrir hin börnin í liðinu. 3. SKIPULEGGJA ÆFINGAR FYRIRFRAM Best er að skipuleggja fyrirfram allar æfingar sem kynna á einhverfu barni og teikna skýringarmyndir með þeim. Myndirnar gætu jafnvel hangið uppi á vegg og eða verið afhentar barninu við upphaf hverrar æfingar. Það má ekki gleymast hve myndrænar upplýsingar eru börnum með einhverfurófsröskun hjálplegar. Af myndum skilja börnin betur til hvers er ætlast af þeim. 4. ÚTBÚA PÁSUHORN Pásuhorn kemur sér vel ef barnið er þreytt eða úr jafnvægi. Það er mikið álag fyrir öll börn að vera í hávaða og ærslum í 40-60 mínútur. Best er að pásan sé fyrirfram skipulögð og lengd hennar fyrirfram ákveðin, svo hún taki ekki upp alla æfinguna. 5. SÝNA NÝJAR ÆFINGAR Áður en til nýrra æfinga kemur þarf að sýna þær og oft er best að hafa börn með einhverfurófsröskun ekki fremst í röðinni. Þau hafa þó ekki þol í mikla bið og því er best að láta þau vera meðal fyrstu fimm sem framkvæma hverja æfingu.

ÞJÁLFARI!

BARN MEÐ EINHVERFURÓFSRÖSKUN HEFUR BÆST Í HÓPINN ÞINN.


HVAÐ ER EINHVERFA? Einhverfa er meðfædd taugaþroskaröskun sem oftast greinist á barnsaldri. Það er einkennandi fyrir börn með einhverfu að þau:

• eiga í erfiðleikum í félagslegum samskiptum • hafa skerta færni í máli og tjáskiptum • sýna sérkennilega og áráttukennda hegðun

Til þess að fullnægja læknisfræðilegum greiningarskilmerkjum einhverfu þarf ákveðinn fjölda og styrk einkenna á þessum þremur sviðum. EINHVERFURÓFIÐ Einkenni einhverfu geta verið svo margvísleg að talað er um einhverfuróf. Einkennin eru gagntæk en spila saman á ólíkan hátt eftir einstaklingum. Hjá börnum með röskun á einhverfurófi eiga einkennin það þó sameiginlegt að hafa áhrif á aðlögunarfærni barnanna við allar aðstæður. Samkvæmt nýjustu rannsóknum er algengi einhverfurófsraskana hér á landi 1,2%. Nú til dags tölum við um einhverfurófsröskun og höfum lagt til hliðar greiningar eins og Asperger heilkenni, ódæmigerða/dæmigerða einhverfu og gagntækar þroskaraskanir. Þessi einföldun á greiningarflokkuninni veldur því þó að þeir sem að málum barnanna koma þurfa að fá upplýsingar um alvarleika einhverfurófsröskunarinnar til þess að sníða þjónustu að þörfum hvers og eins.

skal í framtíðinni. Ef þjálfarinn er meðvitaður um þetta þá eykst skilningur hans á ósveigjanleika barnanna og því hversu klár þau geta verið í ákveðnum atriðum meðan einföldustu hlutir eru þeim svo erfiðir. Það er mikilvægt að rökræða ekki við þau. Þau munu ekki sjá aðra hlið en sína og geta orðið mjög vansæl og óörugg þegar þau skilja ekki hvað þau gerðu rangt. Vissulega eru hópíþróttir þeim erfiðar en ávinningur þeirra í formi hróss, aukinnar getu til samskipta og að fá að upplifa að vera hluti af heild er ómetanlegur. Önnur börn í liðinu græða á því að kynnast margbreytileika lífsins og eru oftast full skilnings á því að taka þurfi tillit til barns með einhverfurófsröskun. Hér á eftir eru upplýsingar um atriði sem þjálfarar í hópíþróttum geta nýtt sér til þess að gera fyrstu æfingar barns með einhverfurófsröskun sem ánægjulegastar. Um er að ræða einskonar gátlista og er hann viðauki við framangreinda ritgerð. Fyrst koma upplýsingar um fimm almenn hollráð sem geta komið sér vel í öllum samskiptum við börn á einhverfurófi. Síðan koma fimm hollráð sem eru sérlega mikilvæg fyrir þjálfara slíkra barna og þeir ættu að hafa hugföst. Upplýsingalistinn er unninn með hjálp Ýrar Sigurðardóttur, sérfræðings í taugalækningum barna.

ÍÞRÓTTAIÐKUN EINHVERFRA BARNA Íþróttaiðkun er góð reynsla fyrir öll börn. Hún veitir tækifæri til félagslegs samspils og hvetur börn til að taka tillit til annarra. Þetta er oft erfitt fyrir börn með einhverfu, en eins og með margt þá skapar æfingin meistarann. Íþróttaiðkun eykur getu barnsins til að þola mótlæti eins og þegar illa gengur í leik. Slíkt þroskar barnið og það lendir í aðstæðum við íþróttaiðkun sem erfitt er að skapa annarsstaðar.

1. VALKOSTIR Gott er að bjóða upp á val. Til dæmis: „Hvort viltu skjóta boltanum eða vera í marki?“ Ekki er þörf á að bjóða upp á fleiri hluti en tvo í einu og í raun er það svo að eftir því sem valkostum fjölgar, þeim mun meiri hætta er á að barnið komist úr jafnvægi. 2. DREIFING HUGANS Gott er að ræða við barnið um áhugamál þess ef þörf er á að beina huga þess frá því sem það hengir sig í, til dæmis að vilja ekki færa sig úr stað. Einnig má dreifa huga barnsins með því að láta það telja upp áhugaverða hluti (nokkrar ofurhetjur). Gott er að hafa í vasanum myndir sem tengjast áhugamálum barnsins og geta tekið þær fram á erfiðum augnablikum. 3. UMBUN Það sem öðrum börnum finnst góð umbun kann að slá börn með einhverfu út af laginu. Því ber að varast að spá fyrir hvaða umbun hentar hverju barni. Best er að ræða við foreldra eða forráðamenn barnsins og fá hjá þeim upplýsingar um hvernig best sé að umbuna barninu. Hafa ber hugfast að umbuna hverja tilraun barnsins, jafnvel þegar hún tekst ekki. Það ýtir undir að barnið vilji halda áfram að reyna.

Hluti af rannsóknarniðurstöðum lokaritgerðar, sem þessi bæklingur byggist á, er sá að börn með einhverfu hafa mikinn áhuga á íþróttum og þótt mörg þeirra eigi möguleika á að stunda þá íþrótt sem þau hafa áhuga á þá sé það sjaldan með sínu hverfisliði. Miðað við reynslusögur foreldra í rannsókninni sést að íþróttafélög þurfa að fræða þjálfara sína betur um börn með sérþarfir þannig að ef þjálfari fær slíkt barn í hóp til sín þá sé hann undirbúinn og viti hvernig er best að bregðast við þörfum barnsins og jafnvel hegðun sem getur verið frábrugðin hegðun annarra barna. Foreldrarnir töldu mikilvægt að þjálfarar barna sinna væru vel undirbúnir, þekktu til einhverfurófsins og kynnu að koma fram við börn með einhverfurófsröskun. EINHVERF BÖRN OG HÓPÍÞRÓTTIR Við mat á þörfum barna með einhverfu er ráðlegt að taka tillit til þess að skert félags- og samskiptafærni er oft orsökin fyrir þeim vandamálum sem koma upp. Börn með einhverfurófsröskun eiga erfitt með að skilja að aðrir sjái hlutina frá öðru sjónarhorni en þau sjálf. Þau sjá minnstu smáatriði en greina ekki heildarmyndina. Þau eiga í erfiðleikum með að sjá hlutina fyrir sér, hvort heldur þegar verið er að rifja upp eldri atvik eða lýsa einhverju sem gerast

ALMENN HOLLRÁÐ

4. AUÐVELT VERKEFNI FYRST Þegar fá skal barn með einhverfurófsröskun til samstarfs er gott að biðja það fyrst að gera eitthvað sem vitað er að því finnst auðvelt að gera. Síðan má halda áfram og tengja við nýtt eða erfiðara verkefni. Barnið er þá vel stemmt í byrjun og líklegra til að vilja halda áfram að spreyta sig.

Efni þessa bæklings er sótt í lokaritgerð til BSc-gráðu í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík vorið 2014 Heiti ritgerðar: Íþróttaiðkun barna með einhverfu á Íslandi Höfundur: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Leiðbeinandi: Hafrún Kristjánsdóttir

5. SJÓNRÆNAR VÍSBENDINGAR Mörg börn á einhverfurófi hafa skertan málþroska og þau geta átt í erfiðleikum með gagnkvæmni í mállegum samskiptum. Þá er mikilvægt að nota frekar myndrænar skýringar en útskýringar í mæltu máli. Sjónræn hjálpargögn geta gert gæfumuninn til að gera daglegar athafnir skiljanlegar fyrir einhverfu barni.