U
p 1. psk þá rif tt tir ur
Cous cous salat • 1 poki (700 gr) Rose Poultry úrbeinuð kjúklingalæri • 4 msk Pataks Tandoori paste • 4 msk ólífuolía (Filippo Berio) • salt og pipar
• • • • • • •
Aðferð: Setjið Tandoori paste, ólífuolíu, smá salt og pipar á kjúklinginn og blandið vel saman. Látið marinerast í 30 mín eða lengur (gott er að marinera yfir nótt). Setjið kjúklingalærin á sjóðandi heitt grillið í ca 4 mín á hvorri hlið, færið á efri grind í 3-4 mínútur. Takið kjúklinginn af grillinu og setjið í eldfast mót og látið hvíla í 5 mín, berið fram ásamt meðlætinu.
Aðferð: Setjið cous cous í skál. Sjóðið vatn, kjúklingakraft og mango chutney í potti, hellið svo vatninu yfir cous cous og hrærið með písk, setjið lok eða plastfilmu á skálina og látið standa í 5 mín. Bætið sítrónusafa út í cous cous og hrærið aftur með písk, setjið saxaðan vorlauk og saxað chilli yfir og berið fram. Smakkið til með salti og pipar.
Kjúklingalæri Tandoori
100 gr cous cous 300 ml vatn 3 msk Pataks mango chutney 2 tsk Oscar kjúklingakraftur 1/2 rauður chilli 1 stk vorlaukur safi úr 1/2 sítrónu
Alphart Neuburger Hausberg 2013 er frábært vín með indverskum mat. Vínið er skarpt og kryddað sem vegur vel á móti kryddinu í réttinum, ásamt ferskum suðrænum ávexti sem fer vel með sætunni í meðlætinu (mango chutney + hunang). Þetta vín fékk Gyllta Glasið 2014.