Uppskriftir úr þætti 3 í Grillsumrinu Mikla

Page 1

U p 3. psk þá rif tt tir ur

Bláskel í bjór • • • • • •

1 poki bláskel frá Sælkerafisk 2 stk skarllottulaukur, saxaður 1 flaska Hoegaarden bjór 2 stk hvítlauksgeirar, saxaðir 1/2 búnt steinselja 1 sítróna

Aðferð: Hitið pott á grillinu með smá olíu og brúnið létt lauk og hvítlauk, bætið bláskel út í og hrærið. Setjið hálfan bjór út í og fáið upp suðu. Takið af hitanum og setjið saxaða steinselju yfir. Berið fram með grillaðri sítrónu.

Skelfiskur í umslagi Kryddsmjör: • • • • • •

250 gr smjör 4 hvítlauksgeirar 25 gr steinselja 20 gr skessujurt 20 gr hvönn salt og pipar

Aðferð: Setjið allt í matvinnsluvél og blandið vel saman. Einnig má nota mortél en þá er byrjað á að merja hvítlaukinn, síðan jurtirnar og smjörið í lokin. Ath. það má nota hvaða kryddjurtir sem er t.d. basil, dill og graslauk.

Skelfiskur: • • • • • • • •

1 pakki risarækja frá Sælkerafisk 1 pakki hörpuskel frá Sælkerafisk 1 pakki skelflettur humar frá Sælkerafisk 2 stk lime 2 stk vorlaukur, saxaður smá steinselja, söxuð kryddsmjör (sjá uppskrift) smjörpappír

Aðferð: Skiptið skelfisknum jafnt á þrjár smjörpappírsarkir, ca 40x50 cm og setjið 2-3 matskeiðar af kryddsmjörinu á hverja og eina. Bætið vorlauknum og smá limesafa yfir og lokið með því að snúa upp á pappírinn. Setjið á heitt grillið í 1-2 mín og færið svo upp á efri grind eða lækkið alveg hitann á grillinu og eldið í ca 3 mín til viðbótar eða þar til smjörið er farið að malla vel. Opnið pokana stráið saxaðri steinselju yfir og berið fram með limebátum.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.