Uppskriftir úr þætti 5 í Grillsumrinu Mikla

Page 1

U p 5. psk þá rif tt tir ur

Vínið sem við mælum með Nauta Tacco réttinum er Cune Crianza sem er frábært matarvín. Vínið hefur góðan kraft en einnig fínleika sem passar vel með þessum rétti.

Kóreskt Nauta Taco Nautalund og marinering: • • • • • • • •

800-1000 gr. nautalund 4 msk sykur 2 msk soya sósa frá Blue Dragon 1 msk maukað chilli frá Blue Dragon 1 msk sesamolía frá Enso safi úr 1 límónu salt og pipar 4-6 tortillur

Aðferð:

Verkið sinar af nautalundinni og komið fyrir í skál eða fati. Hrærið saman sykri, soya, chilli mauki, sesamolíu og límónusafa og hellið yfir kjötið, látið marinerast í a.m.k. 30 mín. Grillið lundina í 1 mín á hverri hlið á heitu grillinu, setjið svo upp á efri grind og látið vöðvann eldast þar í rólegheitum áfram þar til það er fulleldað, muna bara að snúa því reglulega. Gott er að nota kjarnhitamæli og viljum við ná kjarnhitanum upp í 55°c áður en kjötið er tekið af grillinu og hvílt í 10 mín.

Grillað kál: • • • • • •

1 stk kínakál 3 msk hrísgrjónaedik frá Blue Dragon 6 msk red chili sósa frá deSiam 2 msk hvítlauksolía frá Lehnsgaard 3 msk fiskisósa frá deSiam 4 msk límónusafi ferskur

Marinerað grænmeti:

• • • • • • •

1 meðalstór gulrót 20 sykurbaunir 1 rauðlaukur safi úr 2 límónum 1 tsk ylliblómaedik frá Meyers 1 msk sesamolía frá Blue Dragon salt

Aðferð:

Skerið gulræturnar og rauðlaukinn næfurþunnt á mandólínjárni, skerið baunirnar svo í fína strimla. Bætið ediki og límónusafa saman við og látið standa í 30 mín áður en borið fram. Kryddið með ögn af salti við framreiðslu. Þegar allt er tilbúið er tortillunum aðeins skellt á grillið og þær eru tilbúnar um leið og það eru komnar grillrendur á þær. Þegar trotillurnar eru tilbúnar er kjöti, káli og grænmeti bætt á tortilluna og henni svo rúðllað upp. Þessi réttur er borinn fram með tortillum, ferskum salatblöðum, söxuðum vorlauk, pickluðu engifer og jafnvel chili fyrir þá sem vilja enn meiri hita í réttinn.

Aðferð: Skerið kálhausinn í tvennt, sáldrið ögn af salti og hrísgrjónaediki í sárin og svo vel af red chili sósu. Grillið kálið í 10-15mín og snúið reglulega. Þegar kálið er orðið vel grillað að utan og mjúkt að innan, þá skal taka það af og skera í grófa bita og setja í skál. Bætið út á kálið fiskisósunni og límónusafa, hrærið saman og smakkið til, e.t.v. má bæta við ögn meira af hrísgrjónaediki í lokin ef þurfa þykir.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.