Uppskriftir úr þætti 2 í Grillsumrinu Mikla

Page 1

U p 2. psk þá rif tt tir ur

Tígrisrækjur í rauðu karrý • • • •

16 stk risarækjur (Sælkerafiskur) 1 msk Mild Curry Paste (Patak‘s) 1 msk ólífuolía (Filippo Berio) ½ límóna

Aðferð: Leggið spjót í bleyti í 30 mín. Hrærið saman karrý og olíu og veltið rækjunum upp úr mixinu. Setjið þvínæst rækjurnar á spjót og grillið á heitu grilli í 30 sekúndur á hvorri hlið. Saltið og piprið eftir smekk og kreistið svo ferskan safa úr ½ límónu yfir.

Rauðkáls „coleslaw“ • • • • •

¼ haus rauðkál 1 stk grænt epli 2 cm bútur af piparrót 2 msk grísk jógúrt Safi úr einni límónu.

Aðferð: Rífið rauðkálið með mandólín járni í strimla en það má líka skera örþunnt með hníf. Rífið eplin í rifhúsi saman við og blandið saman. Hrærið jógúrtinu og lime safanum saman og rífið svo piparrótina með fínu rifjárni yfir, smakkið til með salti og pipar. Blandið saman og berið fram.

Grillaður banani með heslihnetum og ástaraldin • • • • • • •

4 stk bananar 3 msk Nusco heslihnetusúkkulaði 80 gr Geisha heslihnetumolar frá Fazer 180 gr rjómi 20 gr ristaðar heslihnetuflögur 20 gr ristaðar kókosflögur 2 stk ástaraldin

Aðferð: Grillið bananana í 4 mínútur á hvorri hlið eða þar til þeir eru orðnir vel dökkir, takið af og leyfið að kólna ögn. Bræðið súkkulaðið og molana í 80 gr af rjómanum en restin af rjómanum er þeytt létt. Skerið rauf langsum í bananana og opnið sárið vel, hellið súkkulaðisósunni ofan í. Setjið því næst rjóman þar ofan á og bætið svo við heslihnetu- og kókosflögum. Að lokum skerið þið ástaraldinin í tvennt og skúpið hálfum ávöxt ofan á hvern og einn banana.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.