U p 8. psk þá rif tt tir ur
BBQ Ribeye Grillsamloka • • • • • • • • • • • • • • • •
2 stk Ribeye steikur 225gr. (Skåre) 4 stk hamborgarabrauð, stór ½ gúrka 3 msk ylliblómaedik frá Meyers 1 msk sykur 3 stk laukar 4 msk Hunt’s Hickory BBQ sósa 4 portobello sveppir 4 sneiðar feitur ostur (t.d Ísbúi) 2 stk heilsutómatar stórir, sneiddir 4 stór blöð Íssalat Filippo Berio ólífuolía Meyers eplaedik Japanskt mayonnaise Hunt’s sinnep salt og pipar
Grillað kartöflusalat
• 700 gr íslenskar kartöflur (helst Gullauga) • 3 msk Lehnsgaard sinnep, stærk • safi og börkur úr ½ sítrónu • 100 ml ólífuolía • 50 gr súrar gúrkur • 40 gr blaðlaukur, saxaður • 15 gr piparrót, rifin • 20 gr dill, saxað • gróft sjávarsalt og svartur pipar
Aðferð:
1. Skerið gúrkuna í þunnar sneiðar og setjið sykur, smá salt og ylliblómaedik saman við, látið standa í um 30 mín og hellið þá vökvanum af. 2. Afhýðið laukana, skerið til helminga, dressið með ólífuolíu og salti og grillið í 30 mín eða þar til þeir eru orðnir vel mjúkir í gegn (notið efri grindina á grillinu eftir fyrstu 10 mínúturnar). Skerið þá í þunna strimla og hrærið saman með BBQ sósunni. 3. Kryddið steikurnar með salti og pipar, grillið í 2 mínútur á hvorri hlið og látið svo hvíla í 4 mínútur. Skerið steikurnar í 5mm þykkar sneiðar. 4. Dressið portobello sveppina með olíu, salti og ögn eplaediki, grillið á ávalari hliðinni í 2 mínútur, snúið svo við og setjið ostinn ofan á og grillið þar til osturinn hefur bráðnað. 5. Skerið og grillið brauðin í stutta stund og setjið samlokuna saman í þessari röð frá botni. Majónes og BBQ lauksultan sett á brauðbotninn, leggið salatblað og tómatsneiðar þar ofan á, því næst kemur kjötið í sneiðum svo portobello sveppurinn og að lokum gúrkusneiðarnar. Að endingu fer smá sinnep í brauðlokið, það ofan á og þá er samlokan klár.
Aðferð:
1. Grillið kartöflurnar þar til þær eru orðnar mjúkar og skerið svo í jafnstóra bita. 2. Hrærið saman sítrónusafa, sinnepi og ólífuolíu. Smakkið til með salti og pipar. 3. Saxið létt yfir súru gúrkurnar og blandið svo öllu vel saman í skál og berið fram. Vín: Adobe Reserva Carmenere / Lífrænt ræktað Lýsing: Hér er kröftugt og bragðmikið vín, ilmur af kirsuberjum, kryddi, einkum svörtum pipar. Flauelsmjúk tannín með góðan þroska og gott jafnvægi. Með mat: Frábært vín með BBQ.