Uppskriftir úr þætti 4 í Grillsumrinu Mikla

Page 1

U p 4. psk þá rif tt tir ur

Smokkfisksalat Grillaður smokkfiskur: • • • • • •

1 pk smokkfiskur frá Sælkerafisk 2 hvítlauksgeirar 1/2 chilli 30 gr engiferrót 1/2 dl Lehnsgaard chilliolía Salt

Aðferð: Skerið rendur á ská í smokkfiskinn án þess að skera í gegn og skerið síðan í 2 cm breiða strimla. Saxið hvítlauk, chilli og engifer fínt og setjið í skál með smokkfiski og chilliolíu. Blandið vel saman og leyfið að standa í 10 mín. Setjið smokkfiskinn á spjót og grillið á funheitu grillinu í 2-4 mín, saltið eftir smekk.

Dressing: • • • • •

1 dl fiskisósa deSIAM 3 stk lime (safi) 1 stk skarlottulaukur 1/2 chilli 1 hvítlauksgeiri

Aðferð: Saxið lauk, chilli og hvítlauk mjög smátt og fínt, kreistið safann yfir og blandið fiskisósu saman við.

Salat:

• 1 poki fallegt salat t.d. spínat eða klettasalat • 1/2 agúrka • 1/2 box mynta • 1/2 box kóríander • 50 gr Ültje salthnetur Aðferð:

Skerið agúrku í strimla og myljið salthnetur í mortéli eða matvinnsluvél. Setjið salat á disk ásamt agúrku, kryddjurtum og grilluðum smokkfisk. Setjið dressinguna yfir og muldar salthnetur að lokum. Vínþjóninn mælir með Vicars Choice Pinot Gris 2013 frá Nýja Sjálandi. Þetta er frábært matarvín sem passar mjög vel með asískum réttum. Vínið hefur bæði sýruna og kryddaða tóna sem samsvarar sér vel með Teriyaki sósunni. Þetta vín hlaut Gyllta Glasið 2014.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Uppskriftir úr þætti 4 í Grillsumrinu Mikla by INNNES - Issuu