Uppskriftir úr þætti 7 í Grillsumrinu Mikla

Page 1

U p 7. psk þá rif tt tir ur

Vín: Willm Riesling Reserve 2013 Með mat: Yndislegt, fíngert og ferskt þurrt riesling – elegant matarvín með fiski og skelfiski. Verðlaun: Gyllta Glasið 2014

Grillað skelfisksalat með mjúkum geitaosti og greipvinaigrette

Ilmandi epli með kanil rjómaostakremi og daimkúlum

• • • • • • • • • • • •

• • • • • • • •

forréttur f. 4.

8 stk stór hörpuskel frá Sælkerafisk 8 stk stórir humarhalar 1 stk pera 2 stilkar grænt sellerí 100 gr mjúkur geitaostur 1 stk rautt greip 1 stk skalottlaukur, fínt saxaður 1/4 stk chili, fínt saxað 1 stk sítróna 1 dl Filippo Berio ólífuolía extra virgin 1 pottur vatnakarsi frá Lambhaga salt

eftirréttur f. 4.

4 stk epli (t.d. Honey crunch eða Pink lady) 4 kanilstangir 150gr púðursykur 3 msk smjör (mjúkt) 100 gr sýrður rjómi 36% 100 gr Philadelphia rjómaostur, natural safi úr ½ sítrónu Daim kúlur

Aðferð:

Skrælið peruna, skerið til helminga og svo hvorn helming í fjóra báta. Skerið sellerístilka í 5 cm langa bita og skerið síðan í örþunna strimla með mandólín rifjárni. Setjið smá ólífuolíu og salt á hörpuskel, humar og perur og grillið perurnar vel þar til þið fáið fallegar grillrendur. Takið því næst skelfiskinn og grillið hann í stutta stund. Setjið humar og hörpuskel á diskinn ásamt perubátum, geitaost bitum, sellerí strimlum og nokkrum vatnakarsastilkum.

Greip vinaigrette:

Setjið ólífuolíu í skál, rífið börkinn af hálfu greip og hálfri sítrónu út í með rifjárni og kreistið einnig safann. Setjið saxaðan skallottlauk og chili út í og pískið, smakkað til með salti. Setjið dressinguna yfir og berið svo fram.

Aðferð:

Takið kjarnann innan úr eplunum með eplakjarnhreinsi en ekki fara alla leið í gegn, skiljið botninn heilann eftir og mokið fræjunum uppúr i gegnum toppinn. Skerið smjörpappír í ferninga 20x20cm og álpappír í 25x25 cm ferninga. Leggið bökunarpappírinn ofan á álpappírinn og eplin þar á miðjuna. Hrærið saman smjöri og púðursykri og troðið því vel í miðjuna á eplunum og stingið svo kanilstöng þar ofan í svo hún standi lóðrétt upp. Pakkið eplununum inn í pappírinn og látið kanilstöngina standa uppúr eins og stromp. Setjið eplin á grillið og látið hitna vel í gegn í u.þ.b. 12-15 mín. Hrærið saman sýrðum rjóma, rjómaosti og sítrónusafa þar til áferðin er orðin silkimjúk. Takið kanilstöngina úr eplinu og setjið kremið þar ofan á, toppið svo með daimkúlum og berið fram.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.