U p 7. psk þá rif tt tir ur
Vín: Willm Riesling Reserve 2013 Með mat: Yndislegt, fíngert og ferskt þurrt riesling – elegant matarvín með fiski og skelfiski. Verðlaun: Gyllta Glasið 2014
Grillað skelfisksalat með mjúkum geitaosti og greipvinaigrette
Ilmandi epli með kanil rjómaostakremi og daimkúlum
• • • • • • • • • • • •
• • • • • • • •
forréttur f. 4.
8 stk stór hörpuskel frá Sælkerafisk 8 stk stórir humarhalar 1 stk pera 2 stilkar grænt sellerí 100 gr mjúkur geitaostur 1 stk rautt greip 1 stk skalottlaukur, fínt saxaður 1/4 stk chili, fínt saxað 1 stk sítróna 1 dl Filippo Berio ólífuolía extra virgin 1 pottur vatnakarsi frá Lambhaga salt
eftirréttur f. 4.
4 stk epli (t.d. Honey crunch eða Pink lady) 4 kanilstangir 150gr púðursykur 3 msk smjör (mjúkt) 100 gr sýrður rjómi 36% 100 gr Philadelphia rjómaostur, natural safi úr ½ sítrónu Daim kúlur
Aðferð:
Skrælið peruna, skerið til helminga og svo hvorn helming í fjóra báta. Skerið sellerístilka í 5 cm langa bita og skerið síðan í örþunna strimla með mandólín rifjárni. Setjið smá ólífuolíu og salt á hörpuskel, humar og perur og grillið perurnar vel þar til þið fáið fallegar grillrendur. Takið því næst skelfiskinn og grillið hann í stutta stund. Setjið humar og hörpuskel á diskinn ásamt perubátum, geitaost bitum, sellerí strimlum og nokkrum vatnakarsastilkum.
Greip vinaigrette:
Setjið ólífuolíu í skál, rífið börkinn af hálfu greip og hálfri sítrónu út í með rifjárni og kreistið einnig safann. Setjið saxaðan skallottlauk og chili út í og pískið, smakkað til með salti. Setjið dressinguna yfir og berið svo fram.
Aðferð:
Takið kjarnann innan úr eplunum með eplakjarnhreinsi en ekki fara alla leið í gegn, skiljið botninn heilann eftir og mokið fræjunum uppúr i gegnum toppinn. Skerið smjörpappír í ferninga 20x20cm og álpappír í 25x25 cm ferninga. Leggið bökunarpappírinn ofan á álpappírinn og eplin þar á miðjuna. Hrærið saman smjöri og púðursykri og troðið því vel í miðjuna á eplunum og stingið svo kanilstöng þar ofan í svo hún standi lóðrétt upp. Pakkið eplununum inn í pappírinn og látið kanilstöngina standa uppúr eins og stromp. Setjið eplin á grillið og látið hitna vel í gegn í u.þ.b. 12-15 mín. Hrærið saman sýrðum rjóma, rjómaosti og sítrónusafa þar til áferðin er orðin silkimjúk. Takið kanilstöngina úr eplinu og setjið kremið þar ofan á, toppið svo með daimkúlum og berið fram.