Hátíðarrit Orators 2020

Page 17

hvað mestur. Mikið var rætt um nauðsyn millidómstigs á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra, mælti t.d. fyrir frumvarpi þar að lútandi á árinu 1976 og aftur árið 1978. Fyrirhuguðu millidómstigi var gefið nafnið „Lögrétta” en ekkert varð úr þeim áformum. Frá stofnun hefur Hæstiréttur sinnt hlutverki hefðbundins áfrýjunardómstóls og því dæmt í málum sem ekki hefðu komið til meðferðar æðstu dómstóla annars staðar á Norðurlöndum. Með stofnun Landsréttar og strangari kröfum um áfrýjun til Hæstaréttar hefur miklu álagi verið létt af réttinum og honum gert betur fært að sinna hlutverki sem stefnumarkandi dómstóll. Hann er þá loksins orðinn æðsti dómstóll þjóðarinnar að aðalstarfi! Annað markmið með stofnun Landsréttar var að bregðast við veikleika í íslensku dómskerfi er sneri að endurskoðun dóma á áfrýjunarstigi vegna meginreglunnar um beina og milliliðalausa sönnunarfærslu. Ekki verður hjá því komist að víkja nokkrum orðum að því hve seint og illa hefur reynst að tryggja konum og körlum jafna stöðu meðal dómenda í Hæstarétti Íslands. Dómurinn hafði starfað í meira en 65 ár áður en fyrsta konan var skipuð dómari við réttinn, en það var Guðrún Erlendsdóttir árið 1986. Nú, 34 árum síðar, á hundrað ára afmæli réttarins, eru aðeins tveir

dómarar af sjö konur. Frá upphafi telst mér til að 51 dómari hafi verið skipaðir við réttinn og af þeim hafi aðeins fimm verið konur. Þetta er óásættanlegt. Það hlýtur að vera metnaðarmál allra Íslendinga að breyting verði á í þessu efni og fullt jafnræði verði tryggt á milli kynjanna hvað varðar dómaraskipun við æðsta dómstól þjóðarinnar. Þegar skyggnst er um öxl og staða réttarkerfisins virt í ljósi þeirrar sögu sem hér hefur verið rakin að nokkru þá blasir við sá mikli aðstöðumunur sem er hjá æðsta dómstól landsins í samanburði við aðstæður réttarins fyrir hundrað árum. Ég átti þess nýlega kost að skoða glæsileg húsakynni Hæstaréttar Íslands í dómhúsinu við Arnarhól í fylgd Þorgeirs Örlygssonar, forseta réttarins, en hornstein að húsinu lagði Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra, á 75 ára afmæli réttarins 16. febrúar 1995. Hvergi var til sparað við byggingu hússins. Mér varð í heimsókn minni, þegar ég skoðaði hús Hæstaréttar í fylgd forseta réttarins, hugsað til hinna fyrstu dómenda við réttinn og málflytjendanna og aðbúnað þeirra fyrir hartnær hundrað árum. Við hljótum að vera þeim þakklát sem mörkuðu upphafið og unnu þrekvirki við erfiðar aðstæður og þröng efni. En, þegar umbúnaðurinn hefur tekið slíkum stakkaskiptum sem raun ber vitni hljóta þá ekki 17


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.