Page 1

2020

HATIDAR

RIT ORA TORS HÆSTIRÉTTUR 1 0 0 Á R A

HÁTÍÐARRIT ORATORS


Ábyrgðarmaður: Edda Hulda Ólafardóttir Ritstjórn: Aðalheiður Aðalsteinsdóttir, Ingigerður Bjarndís Írisar Ágústsdóttir, Kristrún Helga Valþórsdóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir og Sara Björg Kristjánsdóttir Hönnun og umbrot: Erla Sverrisdóttir Prentun: Prentun.is Upplag: 450


LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL KJARNAÐU ÞIG Í KRAUMA Í Krauma náttúrulaugum kemstu í beina snertingu við kjarna íslenskrar náttúru þegar þú baðar þig upp úr hreinu og tæru vatni úr Deildartunguhveri sem er kælt með vatni undan öxlum Oks. Láttu líða úr þér. Við erum til staðar allan ársins hring.

Fimm heitar laugar og ein köld umvefja þig með hreinleika sínum sem er tryggður með miklu vatnsrennsli og engum sótthreinsandi efnum. Njóttu þín í gufuböðunum og útisturtunum eða í hvíldarherberginu við snark úr arineldi og fullkomnaðu daginn með notalegri stund á veitingastaðnum okkar sem býður upp á dýrindis rétti úr fersku hráefni úr héraði.

kjarnaðu þig í krauma @krauma_baths kraumageothermal

+354 555 6066 // krauma.is Deildartunguhver, 320 Reykholt


ÖRUGGARI OG ÁHYGGJULAUSARI FRAMTÍÐ MEÐ LÍF- OG SJÚKDÓMATRYGGINGU KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á VIS.IS


Dagskrá árshátíðar Orators Gamla Bíó, sunnudaginn 16. febrúar Veislustjóri Helga Braga

Skemmtiatriði Páll Óskar Hljómsveit Bandmenn

Fordrykkur hefst kl. 18 við undirleik Jóns Ingimundarsonar píanóleikara Borðhald hefst kl. 19

Ávarp Eddu Huldu Ólafardóttur, skemmtanastýru Orators Ávarp Guðjóns Andra Jónssonar, formanns Orators

Ávarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, heiðursgests Minni Grágásar, Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Afhending heiðursskjala

Ávarp norrænna laganema

Árshátíðarmyndband Orators sýnt Dansleikur

5


HATIDARNEFND OATORS

Hátíðarnefnd Orators skipa, frá efstu röð til vinstri: Magnús

Geir

Björnsson,

Ernir

Guðmundsson,

Guðmundur

Skarphéðinsson,

Alex Þór Sigurðsson, Katrín Birna Kristensen, Dagbjört Ýr Kiesel, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Ingigerður Bjarndís Írisar Ágústsdóttir, Ólafur Björn Sverrisson, Guðný Ósk Þórðardóttir, Aðalheiður

Aðalsteinsdóttir,

Kristrún

Helga

Valþórsdóttir,

Atli

Már

Eyjólfsson,

Elísa Egilsdóttir, Marta María Halldórsdóttir, Björk Jónsdóttir, Kristín Alfa Arnórsdóttir, Edda Hulda Ólafardóttir og Sara Björg Kristjánsdóttir. Á myndina vantar Lilju Hrönn Önnudóttur Hrannarsdóttur og Þórð Inga Oddgeirsson.

7


Ávarp skemmtanastýru Edda Hulda Ólafardóttir

Kæru laganemar, Eftir langan og stormasaman janúarmánuð er febrúar loksins genginn í garð, stysti og skemmtilegasti mánuður ársins. Hjörtu laganema fyllast af von og tilhlökkun við tilhugsunina, því það styttist í stóra daginn sem allir hafa beðið með eftirvæntingu, hinn heilaga 16. febrúar. Árshátíðardagur okkar laganema og afmælisdagur Hæstaréttar. Laganemar hafa fagnað afmæli Hæstaréttar á þessum degi í rúm 65 ár eða fyrst á tíu ára lýðveldisafmæli Íslands. Í ár vill svo skemmtilega til að 16. febrúar er sunnudagur en ég get lofað ykkur því að þetta verður skemmtilegasta sunnudagskvöld ársins, ef ekki allra tíma. Á sama tíma og við laganemar fögnum deginum okkar í Gamla bíó, fagnar Hæstiréttur Íslands stórafmælinu sínu í Þjóðleikhúsinu, þar sem 100 ár eru liðin frá því hann tók til starfa, heil öld! Stór dagur fyrir laganema, fyrrum laganema og Ísland. Vil ég óska 8

Hæstarétti Íslands innilega til hamingju með daginn og góðrar skemmtunar. Árshátíð Orators er hápunktur skemmtanalífsins. Á henni verða til ógleymanlegar minningar sem fylgja manni út í lífið. Minningar um góðan mat, minningar um ræðuhöld, minningar um skemmtiatriði og síðast en ekki síst minningar um okkur laganema saman komna til að fagna deginum og skemmta okkur. Vinskapur myndast og ástir kvikna. Það kæmi mér ekki óvart ef margir myndu einmitt finna ástina þann 16. febrúar því dagskráin er fullkomin ástarblanda. Sunnudagskvöld, Gamla bíó, Páll Óskar og 100 ára afmæli Hæstaréttar. Er hægt að biðja um meir? Held ekki. Þetta er allavega fullkomin ástarsaga til að segja börnunum. Það er ekkert grín að plana árshátíð Orators en sem betur fer fékk ég frábæra hjálp frá stórkostlegu árshátíðarnefndinni minni. Hún hefur sannarlega lagt hart að sér við að gera þessa árshátið eins flotta og hægt er. Nefndin á hrós skilið fyrir störf sín og án þeirra hefði ég ekki getað þetta. Hægt er að sjá mynd af þessari mögnuðu nefnd á opnunni hér á undan. Stjórn Orators hefur að sama skapi veitt endalausa aðstoð og verið andlegur stuðningur í ferlinu. Einnig vil ég þakka öllum þeim sem styrktu árshátíðina, án þeirra væri þetta ekki hægt. Þúsund þakkir! Að lokum vil ég óska ykkur öllum laganemum innilega til hamingju með daginn. Njótið árshátíðarinnar í botn, þið eigið það skilið og reynið að skemmta ykkur fallega. Hlakka til að sjá ykkur í banastuði í Gamla bíó.


Gerðu tilraun í Arion appinu Núna getur þú sett þér markmið í sparnaði í appinu. Tíminn vinnur með þér – ef þú getur beðið.

arionbanki.is

Þægilegri bankaþjónusta Arion banka


Hátíðarkveðja frá forseta Lagadeildar Dr. Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor Ágætu laganemar. Hátíðisdagur laganema við Lagadeild Háskóla Íslands 16. febrúar á sér langa sögu, en sama dag fyrir réttum 100 árum fór fyrsta þinghaldið fram í Hæstirétti Íslands sem tók til starfa í ársbyrjun 1920. Í ár sem endranær gera laganemar hlé á námi sínu í febrúar til þess að taka þátt í fjölbreyttum og glæsilegum viðburðum í tengslum við afmæli réttarins. Ber þar vafalítið hæst glæsileg árshátíð laganema, móttaka erlendra laganema, fyrirlestrar og málþing. Þótt laganámið hafi gjörbreyst á síðustu árum er ljóst að gott og uppbyggilegt samtal nemenda og kennara um áframhaldandi þróun námsins er mikilvægt til að útskrifaðir lögfræðingar hafi þá þekkingu og færni sem að er stefnt með laganáminu. Einnig er rétt að hafa í huga að áskoranir samtímans eru sumar hverjar þess eðlis að þær kunna að hafa áhrif á inntak laganámsins. Samhliða þarf að tryggja að útskrifaðir lögfræðingar Lagadeildar hafi þá fræðilegu undirstöðu og færni sem geri þá í stakk búna til þess að stunda doktorsnám í lögfræði, hér á landi eða í útlöndum. 10

Á komandi árum mun eftirspurn eftir lögfræðingum sem lokið hafa doktorsprófi í lögum vafalítið aukast. Ef tekið er mið af þróuninni í nágrannalöndunum verður hún ekki bundin við akademísk störf því líklegt er að sóst verði eftir lögfræðingum með doktorspróf til þess að manna ákveðin embætti, þar með talin dómaraembætti við Hæstarétt Íslands. Jafnvel þótt deildin hafi boðið upp á skipulagt doktorsnám í meira en fimmtán ár er, enn sem komið er, takmarkaður áhugi meðal útskrifaðra lögfræðinga á doktorsnámi við deildina og það sama á við um doktorsnámið sem rekið er í samvinnu við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla. Þetta kemur í raun ekki á óvart, meðal annars þar sem það getur verið vandkvæðum bundið fyrir nýútskrifaða lögfræðinga að fjármagna doktorsnám. Svo gera megi doktorsnám við deildina meira aðlaðandi er það stefna deildarinnar að á hverjum tíma verði einn doktorsnemi fjármagnaður af deildinni og hefur sú stefnumörkun gengið eftir. Kæru laganemar, ykkar bíður björt framtíð í námi og starfi og ég óska ykkur innilega til hamingju með árshátíðardaginn 16. febrúar.


Við þekkjum lögin og skiljum áhrif þeirra á þinn rekstur Breið þekking á atvinnulífinu, víðsýni og alþjóðlegar tengingar gerir KPMG Lögmenn að réttum samstarfsaðila í krefjandi viðskiptaumhverfi. kpmglogmenn.is


Landsbankinn er efstur banka í ánægjuvoginni


Austurstræti 9, Efri Hæð

jungle.rvk


Hæstiréttur Íslands 100 ára Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra

Í

sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. öld var ein helsta krafan sú að æðsta dómsvaldið yrði flutt til landsins. Það var eðlilegt og rökrétt því krafan um sjálfstætt og óháð dómsvald er samofið kenningunni um þrískiptingu valdsins sem lá að baki frelsishreyfinga 18. og 19. alda á Vesturlöndum. Hæstiréttur Danmerkur var stofnaður 1849 þegar einveldið var lagt niður 14

með grundvallarlögunum og ávann sér fljótlega orð sem öflugur og traustur dómstóll. Forystumenn Íslendinga töldu þó að konungur færi áfram með dómsvald í íslenskum málum þar sem grundvallarlögin öðluðust aldrei gildi á Íslandi. Eftir að Íslendingar fengu stjórnarskrá 1874 var á hinn bóginn óumdeilt að Hæstiréttur Danmerkur færi með úrslitavald í íslenskum málum. Gilti sú skipan til ársins 1920 og þann tíma bjuggu Íslendingar því við þrjú dómstig.


Hæstiréttur Íslands var stofnaður á grundvelli sambandslaganna frá 1918 og er ein helsta táknmynd fullveldisins sem Íslendingar fengu á því ári. Þar kom efnislega fram að Hæstiréttur Danmerkur héldi stöðu sinni sem æðsti dómstóll í íslenskum dómsmálum uns Íslendingar tækju ákvörðun um að stofna eigin hæstarétt. Íslendingar biðu ekki boðanna. Frumvarp að lögum um Hæstarétt Íslands var samið í Kaupmannahöfn af Einari Arnórssyni, prófessor, vorið 1919 og var lagt fram á Alþingi strax um sumarið. Frumvarpið varð að lögum nr. 22/1919. Hæstiréttur tók til starfa 16. febrúar 1920. Með lögunum um Hæstarétt Íslands urðu mikil kaflaskipti. Úrslitadómsvald í íslenskum málum var flutt til landsins; áfrýjunardómstóllinn, Landsyfirréttur, var lagður niður og ákveðið var að málflutningur fyrir hinum nýja dómstóli skyldi vera munnlegur. Þótt mikil samstaða væri um stofnun réttarins og menn litu á hann sem mikilsverðan áfanga í sjálfstæðisbaráttunni, þá er greinilegt af umræðum á Alþingi og í fjölmiðlum þess tíma að margir landsmenn voru nokkuð uggandi um stöðu hans. Greina má áhyggjur af því að

dómstigin yrðu aðeins tvö og að hinn mikilvægi varnagli, Hæstiréttur Danmerkur, yrði ekki lengur til staðar. Hann hefði reynst traustur í ýmsum erfiðum málum. Stærsti kostur hans væri fjarlægðin frá mönnum og flokkadráttum á Íslandi. Dómendur dæmdu aðeins eftir lögunum og staðreyndum eins og þær væru settar fram af málsaðilum og millidómstiginu, hinum íslenska Landsyfirrétti. En, fjarlægðin var reyndar einnig stærsti ókosturinn við að hafa æðsta dómstól íslenskra mála í Kaupmannahöfn. Það var bæði tafsamt og kostnaðarsamt. Dómendur höfðu ekki vald á tungumálinu á dómskjölunum sem varð því að þýða yfir á dönsku. Þá voru samgöngur stirðar á milli Íslands og Danmerkur og gat komið fyrir að fimm til sex ár liðu frá dómi Landsyfirréttar til endanlegrar niðurstöðu Hæstaréttar. Staðreyndin var því sú, að mjög fáum málum var í raun skotið til Danmerkur. Þá naut Landsyfirréttur virðingar á meðal landsmanna. Síðasta mál frá Íslandi var dæmt í Landsyfirrétti 1. febrúar 1915. Dómur gekk í Hæstarétti Danmerkur 29. nóvember 1921. Var dómur Landsyfirréttar staðfestur. 15


Þegar umræða í fjölmiðlum á þessum tíma er skoðuð má greina efasemdir um hinn nýja dómstól. Var fyrirkomulagið ekki bara ágætt eins og það var? Aðeins væri verið að bæta tveimur dómurum við þrjá dómara Landsyfirréttarins og breyta nafninu. Þetta yrði veikburða æðsti dómstóll og mjög vanbúinn í samanburði við Hæstarétt Danmerkur. Í Kaupmannahöfn væru mun fleiri öflugir lögfræðingar, lögmenn og dómarar, og öll efni til að búa réttinum nauðsynlega aðstöðu og búnað við hæfi. Þá var því hreyft m.a. af Kristjáni Jónssyni, síðasta dómstjóra Landsyfirréttar og fyrsta forseta Hæstaréttar Íslands, að munnlegur málflutningur við réttinn væri varhugaverður. Nær væri að halda hinum gamla sið að málflutningur væri skriflegur. Lárus H. Bjarnason, prófessor og varadómari í Landsyfirrétti, lýsti einnig miklum efasemdum um munnlega málfærslu í áliti við frumvarpið um Hæstarétt. Hann bar saman stöðuna að því leyti við aðstæður í Danmörku þar sem munnlegur málflutningur var reglan á æðsta dómstigi. Orðrétt sagði Lárus: „Þar er mikið úrval af málflutningsmönnum, svo full vissa er fyrir, að málflutningsmenn við hæstarétt séu eingöngu mikilhæfir menn bæði að viturleik, lagaþekkingu og vandvirkni. Hér á landi eru því ekki til staðar þau skilyrði fyrir munnlegri málfærslu sem þar.” 16

Vissulega verður því ekki í móti mælt að Hæstiréttur Íslands bjó við erfið skilyrði fyrstu áratugina. Dómurum var fækkað niður í þrjá í sparnaðarskyni aðeins örfáum árum eftir stofnun og urðu aftur fimm talsins um miðjan fimmta áratug síðustu aldar. Rétturinn bjó við þröngan húsakost á annarri hæð Hegningarhússins við Skólavörðustíg í rúman aldarfjórðung og þar var alls ófullnægjandi aðstaða fyrir dómara og málflytjendur og mjög fátæklegur bókakostur. Samt ávann rétturinn sér álit og virðingu landsmanna þegar fram liðu stundir. Ótti lærðra manna við munnlegan málflutning reyndist ástæðulaus. Hæstiréttur flutti í nýtt dómhús við Lindargötu árið 1949 og þar var hann staðsettur til ársins 1995. Þegar við fögnum 100 ára afmæli Hæstaréttar Íslands 16. febrúar 2020 hefur sú meginbreyting orðið á stöðu hans að dómstigin eru aftur orðin þrjú í íslensku réttarkerfi líkt og þau voru fyrir stofnun hans. Dómstigin eru, héraðsdómstólar, Landsréttur og Hæstiréttur. Nýr áfrýjunardómstóll, Landsréttur, tók til starfa 1. janúar 2018 en lögin um hann voru sett í tíð Ólafar Nordal, innanríkisráðherra. Þó að hugmyndin um þriðja dómstigið skyti upp kollinum öðru hvoru í gegnum tíðina þá náði hún aldrei fram að ganga fyrr en á árunum eftir efnahagshrunið 2008. Þá var álagið orðið slíkt á réttinum að fjölga varð dómurum tímabundið. Voru þeir tólf talsins þegar málaþunginn var


hvað mestur. Mikið var rætt um nauðsyn millidómstigs á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra, mælti t.d. fyrir frumvarpi þar að lútandi á árinu 1976 og aftur árið 1978. Fyrirhuguðu millidómstigi var gefið nafnið „Lögrétta” en ekkert varð úr þeim áformum. Frá stofnun hefur Hæstiréttur sinnt hlutverki hefðbundins áfrýjunardómstóls og því dæmt í málum sem ekki hefðu komið til meðferðar æðstu dómstóla annars staðar á Norðurlöndum. Með stofnun Landsréttar og strangari kröfum um áfrýjun til Hæstaréttar hefur miklu álagi verið létt af réttinum og honum gert betur fært að sinna hlutverki sem stefnumarkandi dómstóll. Hann er þá loksins orðinn æðsti dómstóll þjóðarinnar að aðalstarfi! Annað markmið með stofnun Landsréttar var að bregðast við veikleika í íslensku dómskerfi er sneri að endurskoðun dóma á áfrýjunarstigi vegna meginreglunnar um beina og milliliðalausa sönnunarfærslu. Ekki verður hjá því komist að víkja nokkrum orðum að því hve seint og illa hefur reynst að tryggja konum og körlum jafna stöðu meðal dómenda í Hæstarétti Íslands. Dómurinn hafði starfað í meira en 65 ár áður en fyrsta konan var skipuð dómari við réttinn, en það var Guðrún Erlendsdóttir árið 1986. Nú, 34 árum síðar, á hundrað ára afmæli réttarins, eru aðeins tveir

dómarar af sjö konur. Frá upphafi telst mér til að 51 dómari hafi verið skipaðir við réttinn og af þeim hafi aðeins fimm verið konur. Þetta er óásættanlegt. Það hlýtur að vera metnaðarmál allra Íslendinga að breyting verði á í þessu efni og fullt jafnræði verði tryggt á milli kynjanna hvað varðar dómaraskipun við æðsta dómstól þjóðarinnar. Þegar skyggnst er um öxl og staða réttarkerfisins virt í ljósi þeirrar sögu sem hér hefur verið rakin að nokkru þá blasir við sá mikli aðstöðumunur sem er hjá æðsta dómstól landsins í samanburði við aðstæður réttarins fyrir hundrað árum. Ég átti þess nýlega kost að skoða glæsileg húsakynni Hæstaréttar Íslands í dómhúsinu við Arnarhól í fylgd Þorgeirs Örlygssonar, forseta réttarins, en hornstein að húsinu lagði Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra, á 75 ára afmæli réttarins 16. febrúar 1995. Hvergi var til sparað við byggingu hússins. Mér varð í heimsókn minni, þegar ég skoðaði hús Hæstaréttar í fylgd forseta réttarins, hugsað til hinna fyrstu dómenda við réttinn og málflytjendanna og aðbúnað þeirra fyrir hartnær hundrað árum. Við hljótum að vera þeim þakklát sem mörkuðu upphafið og unnu þrekvirki við erfiðar aðstæður og þröng efni. En, þegar umbúnaðurinn hefur tekið slíkum stakkaskiptum sem raun ber vitni hljóta þá ekki 17


kröfurnar einnig að vaxa til dómara og málflytjenda um „viturleik, lagaþekkingu og vandvirkni” svo vitnað sé til áðurgreindra orða Lárusar H. Bjarnasonar? Innlendri lagamenntun hefur fleygt fram, lagadeildirnarnar eru orðnar fjórar og æ fleiri lögfræðingar afla sér framhaldsmenntunar erlendis. Útlitið hlýtur því að teljast bjart á þessu sviði þegar horft er til framtíðar. Hæstiréttur Íslands er sem fyrr táknmynd fullveldis þjóðarinnar en hann er um leið táknmynd réttaröryggis, frelsis og friðhelgi borgaranna.


Allt – Múrverk ehf Sjáum um allt múrverk, flísalagnir, steypu, slípanir, steiningar og fl. Sími: 8918135 , gylfime@simnet.is

PANTONE

PANTONE Black C

PANTONE 7621 C

CMYK%

Cyan = 0 / Magenta = 0 / Yellow = 0 / Black = 100

Cyan = 0 / Magenta = 98 / Yellow = 91 / Black = 30

GRÁSKALI

Black = 100%

Black = 80%

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra

SVART/HVÍTT

Suðurlandsbraut 4, 3. hæð, 108 Reykjavík Sími 414 4100 · Fax 414 4101 · www.law.is


LIT ehf.

Ingi Tryggvason lรถgmaรฐur


Lykillinn að góðri framtíð er að hugsa um hana strax

Opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða ∫ Meiri ávinningur réttinda

∫ Jákvæð tryggingafræðileg staða

∫ Hagstæð sjóðfélagalán

∫ Ábyrg fjárfestingastefna

∫ Sjóðfélagalýðræði

∫ Val um sparnaðarleiðir

LÍFSVERK lífeyrissjóður ¬ Engjateigi 9 ¬ 105 Reykjavík ¬ www.lifsverk.is


FRAMTÍÐIN ER ÓKANNAÐ SVÆÐI Við vísum veginn

LEX LÖGMANNSSTOFA Borgartúni 26 105 Reykjavík

Austurvegur 6 800 Selfoss

Sími 590 2600 lex@lex.is www.lex.is


Hæstiréttur 100 ára: Jafnrétti og fjölbreytni við skipun dómara Auður Tinna Aðalbjarnardóttir og Claudie Ashonie Wilson,

lögmenn á Rétti – Aðalsteinsson & Partners

N

ú í febrúar hefur Hæstiréttur verið starfræktur í 100 ár og markar það mikilvæg tímamót í íslenskri réttarsögu og sjálfstæðissögu Íslands almennt. Við þessi þáttaskil er gott færi á að rifja upp að rétturinn hefur þó lengi verið gagnrýndur fyrir að endurspegla ekki fjölbreytta samsetningu íslensks samfélags. Í því samhengi hefur oftast verið minnst á jafnrétti kynjanna en í dag eru fimm karlar og tvær konur hæstaréttardómarar. Athyglivert er að Ingveldur Einarsdóttir, sem hlaut skipun við réttinn í desember síðastliðnum er aðeins fimmta konan til að ná þeim árangri. Þá hefur einnig vakið eftirtekt að núverandi dómarar eru aðeins á þrettán ára aldursbili og mótast reynsluheimur þeirra nokkuð af því. Í september 2015 sóttu undirritaðar málþing á vegum Orators undir yfirskriftinni „Er Hæstiréttur undanþeginn jafnréttislögum? Jafnrétti kynjanna í Hæstarétti“, sem haldið var í tilefni af skipun nýs dómara sama haust og umræðum um einsleitni réttarins.1 Dómari sem var meðal frummælenda málþingsins lét þau orð falla að gott væri að stuðla að fjölbreytni í Hæstarétti en það yrði einnig að hafa í huga að um mjög einsleitan hóp 24

sé að ræða, þ.e. lögfræðistéttina. Við þetta sneri um helmingur fundargesta sér við, horfði á aðra okkar og varð eins og spurningarmerki í framan. Staðreyndin er sú að fyrir 100 árum hefðu ummæli dómarans hugsanlega staðist, en í dag einkennist stéttin ekki eingöngu af einstaklingum af sama kynferði, trúarbrögðum, skoðunum, þjóðernisuppruna, kynþætti, litarhætti, efnahag, ætterni og stöðu að öðru leyti – svo orðalag jafnræðisákvæðis stjórnarskrárinnar sé fengið að láni. Fjölbreytileiki meðal lögfræðinga er þónokkur og mun aðeins aukast, ef mið er tekið af fréttum um fjölgun innflytjenda hérlendis, um lækkandi hlutfall landsmanna sem tilheyra þjóðkirkjunni, um aukinn efnahagslegan ójöfnuð o.s.frv. Með hliðsjón af þessu má velta upp spurningunni: Hvernig væri Hæstiréttur samsettur ef hann endurspeglaði íslenskt samfélag 100 árum frá stofnun sinni? 2 Í fyrsta lagi liggur fyrir að við réttinn myndu starfa fjórir karlar og þrjár konur, eða öfugt, með vísan til þess að kynjahlutföll


landsmanna eru nánast jöfn. Í þessu samhengi ráðherrum tveggja af núverandi ríkisstjórnarmá bendaá að kynjahlutfall dómara er flokkum, þ.e. ráðherrum Sjálfstæðisflokksins og jafnara á neðri dómstigum og er Héraðsdómur Vinstri grænna. Reykjavíkur þar fremstur með jafnt hlutfall Í fjórða lagi væri einn hæstaréttardómaranna meðal 22 dómara. Áhugavert væri að kanna hvort innflytjandi en eftir mikla fjölgun undanfarin ár kvenkyns dómarar finni fyrir sama glerþaki við tilheyrir sjöundi hver landsmaður þeim hópi. framgang í starfi og kvenkyns lögmenn í úttekt Líklegast er að dómarinn væri að pólskum Lögmannablaðsins frá árinu 2014 þar sem uppruna þar sem um 38% innflytjenda hérlendis meðal annars kom fram að aðeins væru eru það. 14,5% eigenda á tíu stærstu lögmannsstofum Í fimmta lagi hefði einn dómaranna upplifað landsins konur, þrátt fyrir að hlutfall kvenna í að vera undir fátæktarmörkum með þeirri lögmennsku væri (og sé enn) um 30%. Við þetta sneri innsýn sem það veitir. Í öðru lagi myndu sennilega fimm Hvað stöðu varðar má í sjötum helmingur dómarar tilheyra þjóðkirkjunni. fundargesta sér ta lagi nefna að sé litið Einn dómari stæði utan trúfélaga og til heimsmeðaltals Alþjóðavið, horfði á annar myndi tilheyra minna trúfélagi hei lbr igðismá lastof nunar innar eins og kaþólsku kirkjunni sem er á 21. aðra okkar og myndi einn dómaranna vera með varð eins og öldinni orðinn næst stærsti trúareinhverskonar fötlun. söfnuður landsins. Ekki hefur komið spurningarmerki Á gamansömum nótum má loks í framan. opinberlega fram að hæstaréttardómarar benda á að líkt og u.þ.b. sjöundi hafi hingað til tilheyrt öðru trúfélagi en landsmaður hefði einhver einn úr hópi þjóðkirkjunni. dómaranna einhverju sinni leyst Rubik‘s Sem dæmi um skoðanir má í þriðja lagi kubbinn, einn væri að berjast við að halda nefna að einn Hæstaréttardómari myndi kjósa áramótaheit sitt, þrír hefðu neytt hressilegs Sjálfstæðisflokkinn, annar Samfylkinguna, þriðji magns áfengis einhvern tímann á undanförnu Miðflokkinn, fjórði Vinstri græn, fimmti Pírata, ári, tveir hefðu verið bitnir af lúsmýi síðasta sjötti Viðreisn og sá sjöundi loks Framsóknar- sumar og einn léti sig dreyma um sigur Daða flokkinn. Án þess að undirritaðar ætli að Freys í Söngvakeppninni síðar í mánuðinum eftir fullyrða um stjórnmálaskoðanir núverandi að hafa kosið hann árið 2017. dómara (annað en það að gaman væri að heyra Framangreint er aðeins hugsuð tilraun en fær af því ef eitthvert þeirra er Pírati) má benda á lesandann vonandi til þess að átta sig á því að að dómararnir sjö hafa aðeins verið skipaðir af Hæstiréttur er í dag ekki eins fjölbreytt skipaður

‘‘

25


og vonast mætti til. Undirritaðar taka í því samhengi undir með röksemdum kollega síns Ragnars Aðalsteinssonar frá framangreindu málþingi, þar sem hann lagði áherslu á að fjölskipaðir dómstólar þurfi að endurspegla samfélag sitt þ.e. „að bakgrunnur dómaranna sé sem breytilegastur þannig að líklegt sé að þeir eða einhver þeirra hafi nægan skilning á þeim margvíslegu vandamálum sem aðilar dómsmála eiga við að etja.“ Með þeim hætti hafa dómarar skilning á og innsýn í þær aðstæður sem leitað er lausna á hverju sinni og almenningur ber ríkara traust til dómstólanna sem stofnana.

Virðulega Alþingi, dómsmálaráðherra, dómnefnd um umsækjendur um embætti dómara og síðast en ekki síst umsækjendur framtíðarinnar. Fjölbreytileiki dómstóla er af hinu góða. Þess er óskandi er að ekki þurfi önnur hundrað ár til svo að Hæstiréttur sýni fram á það. 1

Gaman er að geta þess að fundarstjóri málþingsins var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þáverandi funda- og menningar málastjóri Orators og núverandi dómsmálaráðherra. Má því leiða líkur að því að kynjajafnrétti sé þeim ráðherra sem fer með skipunarvald í íslenskum dómstólum hugleikið. 2 Í eftirfarandi umfjöllun er notast við nýjustu tölur Hagstofunnar um kynjahlutföll, trúfélagaskráningu lögráða einstaklinga og hlutföll innflytjenda á Íslandi, nýjustu fylgiskannanir MMR og Gallup og nýjustu skýrslu Rauða krossins um fáttækt á Íslandi. Varðandi síðasta liðinn var efni sótt til ýmissa frétta.

2


Stærsta efnisveita með íslenskt sjónvarpsefni Vandað íslenskt sjónvarpsefni, nýjustu erlendu þáttaraðirnar, barnaefni með íslensku tali og hátt í þúsund kvikmyndir.

Tryggðu þér áskrift

stod2.is 1817

Verð aðeins

3.990 kr./mán.


DOMINOS.IS | DOMINO’S APP | 58 12345


Veislu- og fundarsalir Ă­ hjarta borgarinnar

Restaurant Reykjavik, Vesturgata 2, 101 ReykjavĂ­k, + 354 5523030, restaurant@restaurantreykjavik.is


Áhrif upplýsingaóreiðu á opin lýðræðissamfélög Einar Hugi Bjarnason

hæstaréttarlögmaður og formaður fjölmiðlanefndar

Í

tæknivæddu nútímasamfélagi, þar sem unnt er að dreifa miklu magni upplýsinga á ljóshraða á netinu, reynist oft erfitt að greina muninn á réttum og röngum upplýsingum. Annars vegar upplýsingum sem ætlað er að upplýsa og fræða almenning og hins vegar röngum upplýsingum sem dreift er í þeim tilgangi að valda skaða og sundrung og grafa undan lýðræðinu. Slíkar upplýsingar hafa stundum verið kallaðar „falsfréttir“. Hugtakið falsfréttir nær þó ekki að lýsa fyrirbærinu fullkomlega og er því nú oftar talað um „upplýsingaóreiðu“ (e. disinformation) sem er víðtækara hugtak. Ástæða þess að notast er við hugtakið „upplýsingaóreiða“ í stað „falsfrétta“ er einnig sú að fjölmiðlar hafa í auknum mæli þurft að þola að stjórnmálamenn misnoti hugtakið „falsfréttir“ til að draga athyglina frá þeirri réttmætu gagnrýni sem í fréttunum kann að felast. Aðferðafræðin er ekki ný af nálinni því nasistar í Þýskalandi notuðu hugtakið „Lügenpresse“ (lygamiðlar) yfir þá fjölmiðla sem voguðu sér að gagnrýna þá. Fjölmiðlar eru oft nefndir hliðverðir upplýsinga. Þeirra hlutverk er að tryggja að almenningur fái réttar og áreiðanlegar upplýsingar og geti myndað sér skoðun út frá 30

þeim. Lengi vel stýrðu hefðbundnir fjölmiðlar upplýsingaflæðinu til almennings en sú heimsmynd gjörbreyttist með tilkomu samfélagsmiðla og gervigreindar. Netið hefur ekki aðeins aukið magn og fjölbreytni frétta og upplýsinga, heldur hefur það einnig breytt því hvernig almenningur aflar sér upplýsinga og miðlar þeim áfram. Sífellt fleiri nálgast fréttir á samfélagsmiðlum á borð við Facebook og Twitter, auk þess sem margir nýta leitarvélar eins og Google til að leita að fréttum og upplýsingum. Á sama tíma hefur upplýsingaóreiða færst í aukana á slíkum miðlum, þar sem ný tækni, sem byggir á gervigreind og umfangsmikilli söfnun persónuupplýsinga, er nýtt til að dreifa röngum upplýsingum á ógnarhraða og hafa þannig áhrif á skoðanir almennings. Eflaust sáu fæstir fyrir þær miklu samfélagsbreytingar sem hröð þróun upplýsingatækni síðustu ára hefur haft í för með sér. Hefðbundin landamæri gilda ekki um netið þar sem myndir, texti og myndbönd flæða á milli fjölmargra tölvuneta sem tengd eru saman á heimsvísu. Samfélagsmiðlar og gervigreind eru nú grundvöllur þess að unnt er að sníða upplýsingar að einstaklingum eða hópum fólks og miðla efni af


meiri hraða og nákvæmni en áður hefur þekkst. Þrátt fyrir þessar miklu breytingar hafa hefðbundnir fjölmiðlar ennþá ríku hlutverki að gegna og segja má að hlutverk þeirra hafi sjaldan verið mikilvægara en á tímum samfélagsmiðla og upplýsingaóreiðu.

Rangar upplýsingar dreifast hraðar Í fræðilegri umfjöllun hefur hugtakið upplýsingaóreiða verið flokkað í þrennt. Í fyrsta lagi tekur hugtakið til þess þegar röngum upplýsingum er deilt en er ekki ætlað að valda skaða (e. mis-information). Í öðru lagi á það við um rangar upplýsingar sem deilt er og ætlað er að valda skaða (e. dis-information). Í þriðja lagi getur upplýsingaóreiða tekið til þess að réttum upplýsingum sé deilt og ætlað að valda skaða (e. mal-information). Dæmi um hið síðastnefnda er þegar persónulegum tölvupóstum, sem ekki eru ætlaðir til opinberrar birtingar, er miðlað til almennings. Upplýsingaóreiða skýtur helst upp kollinum þegar um umdeild samfélagsleg málefni er að ræða. Það sem einkennir hana eru stutt og hnitmiðuð skilaboð sem hreyfa tilfinningalega við fólki, höfða til þess með sjónrænum hætti og fela í sér áhrifamikla frásögn. Slík skilaboð og frásagnir dreifast hraðar á samfélagsmiðlum en hlutlaus og lágstemmd skilaboð. Markmiðið með upplýsingaóreiðu er að dreifa

áróðri eða hafa villandi áhrif á samfélagslega umræðu. Hún hefur áhrif á möguleika fólks til að afla sér réttra upplýsinga t.a.m. um stefnu og ákvarðanir stjórnvalda og annað sem varðar hagsmuni almennings. Upplýsingaóreiða hefur þannig neikvæð áhrif á upplýsta umræðu um samfélagsleg málefni. Þá stuðlar hún að sundrung í samfélagslegri umræðu og getur aukið spennu á milli ólíkra þjóðfélagshópa. Síðast en ekki síst grefur upplýsingaóreiða undan kosningakerfum og getur haft alvarleg áhrif á þjóðaröryggi. Vandasamt getur verið að bregðast við ógnunum af slíku tagi þar sem yfirleitt er lögð áhersla á að fela hvaðan upplýsingarnar koma. Upplýsingaóreiða er þannig skýrt dæmi um það þegar tækniframfarir eru skrefi á undan aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við áskorunum.

Skýrar reglur um fjölmiðla - ekki um samfélagsmiðla Í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins er kveðið á um grundvallarréttindi borgaranna. Í henni er að finna þau gildi sem liggja opnu lýðræðissamfélagi til grundvallar. Ein mikilvægasta reglan sem þar er að finna er rétturinn til að taka við og miðla upplýsingum, hugmyndum og skoðunum. Heimilt er að takmarka tjáningarfrelsið með lögum ef slíkt er talið nauðsynlegt í 31


lýðræðissamfélögum, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, til dæmis ef dreifing upplýsinga er talin ógna þjóðaröryggi eða lýðheilsu þjóðarinnar. Hefðbundnum fjölmiðlum, þ.e. fréttamiðlum sem miðlað er í sjónvarpi, útvarpi, í dagblöðum og vefmiðlum, er ætlað að gæta að reglum um hlutlægni og nákvæmni í samræmi við vinnubrögð í faglegri blaða- og fréttamennsku. Hér á landi er slíkar reglur að finna í 26. gr. laga um fjölmiðla nr. Á meðan skýrar 38 / 2011 og í 4. mgr. 3. gr. laga reglur gilda um um Ríkisútvarpið störf hefðbundinna nr. 23/2013. Störf fjölmiðla gilda blaðamanna hér á engin sérlög um landi taka einnig mið af siðareglum samfélagsmiðla Blaðamannafélags hér á landi. Íslands, auk þess sem algengt er að ritstjórnir fjölmiðla setji sér eigin siða- og vinnureglur. Á meðan skýrar rglur gilda um störf hefðbundinna fjölmiðla gilda engin sérlög um samfélagsmiðla hér á landi. Í ljósi skaðlegra áhrifa upplýsingaóreiðu á lýðræði og upplýsingarétt almennings hafa nágrannaríki okkar mörg hver tekið þessi mál til gagngerrar skoðunar á síðustu árum og gert tilraunir til að stemma stigu við dreifingu falskra og rangra upplýsinga á samfélagsmiðlum.

32

Aðgerðir Evrópusambandsins Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hvatti til aðgerða í ríkjum sambandsins fyrir þingkosningarnar árið 2019. Þá setti hún fram verkáætlun til að draga úr áhrifum upplýsingaóreiðu í álfunni og vernda grundvallargildi lýðræðissamfélaga. Í henni er lögð megináhersla á fjóra þætti. Í fyrsta lagi að finna leiðir til að greina og upplýsa um upplýsingaóreiðu, í öðru lagi að styrkja samvinnu ríkja EES og samhæfa aðgerðir, í þriðja lagi að auka samstarf milli stjórnvalda og samfélagsmiðla til að vinna gegn upplýsingaóreiðu og upplýsa almenning um hættuna sem stafar af upplýsingaóreiðu og í fjórða lagi að stuðla að auknu viðnámi þjóða við upplýsingaóreiðu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins beitti sér einnig fyrir því að Facebook, Google og Twitter gerðu ráðstafanir vegna upplýsingaóreiðu í aðdraganda kosninga til Evrópuþingsins 2019 og væru reiðubúin að grípa til aðgerða ef á þyrfti að halda. Framkvæmdastjórnin hefur á síðustu mánuðum metið hvernig tekist hefur til í aðildarríkjum sambandsins eftir Evrópuþingskosningarnar og er upplýsinga að vænta innan tíðar. Evrópusambandið hefur einnig sett reglur til að draga úr upplýsingaóreiðu, sem stærstu samfélagsmiðlarnir, auglýsendur og samtök auglýsenda hafa skuldbundið sig til að fylgja.


Reglurnar taka til eftirfarandi fimm sviða; a) að koma í veg fyrir fjárhagslegan hvata til að miðla röngum og misvísandi skilaboðum, b) stuðla að auknu gagnsæi varðandi kaupendur auglýsinga á samfélagsmiðlum, c) vinna gegn falsnotendum og yrkjum, d) upplýsa notendur og gera þeim kleift að kvarta undan röngum og misvísandi skilaboðum, e) hvetja rannsakendur til að fylgjast með dreifingu slíkra skilaboða. Ýmis ríki Evrópu hafa talið of mikið í húfi til að unnt sé bíða eftir samræmdum aðgerðum Evrópusambandsins á þessu sviði. Árið 2017 tóku gildi lög í Þýskalandi sem ætlað var að vinna gegn hatursáróðri og upplýsingaóreiðu og síðla árs 2018 var samþykkt löggjöf gegn dreifingu falsfrétta í Frakklandi.

Þýsk löggjöf um hatursáróður og upplýsingaóreiðu Í Þýskalandi hafa verið sett lög um samfélagsmiðla (þ. Gesetz zur Verbesserung der Rechtsdurchsetzung in sozialen Netzwerken, NetzDG), sem gilda um samfélagsmiðla sem hafa fleiri en tvær milljónir notenda í Þýskalandi. Undir lögin falla því allir stærstu samfélagsmiðlarnir líkt og Facebook, YouTube og Instagram. Samkvæmt lögunum þurfa samfélagsmiðlar, sem fá yfir 100 kvartanir á ári vegna ólögmæts efnis, að gefa út skýrslur á hálfs árs fresti varðandi afgreiðslu þeirra. Með ólögmætu efni er

átt við efni sem nánar er skilgreint í tilgreindum ákvæðum þýsku hegningarlaganna. Þar á meðal eru móðganir, ærumeiðingar og fullyrðingar sem ekki er hægt að færa sönnur á, þ.m.t. falsfréttir, efni sem sýnir ofbeldi, barnaklám o.fl. Í skýrslunum þarf m.a. að koma fram til hvaða ráðstafana samfélagsmiðlarnir hafa gripið til að fjarlægja ólögmætt efni, við hvaða mælikvarða er stuðst við mat því á hvort efni telst ólögmætt og nákvæm útlistun á fjölda kvartana og innihaldi þeirra. Þá þurfa miðlarnir að upplýsa um hversu mikið efni hafi verið fjarlægt og af hverju, hversu langan tíma hafi tekið að bregðast við o.fl. Lögin gera ráð fyrir að ferlið í kringum afgreiðslu kvartana sé skilvirkt og gagnsætt. Þannig þarf að vera auðvelt fyrir notendur að leggja fram kvörtun og tilkynna þarf um afdrif kvörtunar með rökstuddum hætti innan þröngra tímamarka, allt frá 24 klukkustundum til sjö sólarhringa eftir eðli mála. Brot gegn ákvæðum laganna, svo sem ófullnægjandi skýrslugjöf, varða sektum, allt að fimm milljónum evra. Í dæmaskyni má nefna að Facebook hefur nú þegar verið sektað um nokkrar milljónir evra. Rétt er að láta þess getið að fyrirtækið hefur borið því við að lögin standist ekki stjórnarskrá og að það muni láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum.

33


Frönsk löggjöf um falsfréttir Í Frakklandi eru í gildi ýmis lög sem ætlað er að stemma stigu við falsfréttum. Samkvæmt frönsku lögunum um prentfrelsi frá 1881 má banna dreifingu falsfrétta sem geta ógnað almannafriði. Auk þess er að finna í frönsku kosningalögunum ákvæði sem bannar dreifingu falsfrétta er geta haft áhrif á úrslit kosninga. Nýlega voru svo samþykkt lög í Frakklandi sem gilda sérstaklega um útbreiðslu falsfrétta á netinu í miklu magni fyrir kosningar (f. Les enjeux de la loi contre la manipulation de l’information). Lögin skylda stærri netmiðla til að fylgja ákveðnum reglum þremur mánuðum fyrir kosningar til að koma í veg fyrir útbreiðslu falsfrétta. Reglurnar kveða m.a. á um að upplýsa verði hverjir standi að baki kostuðu efni og hversu mikið þeir hafi greitt. Í lögunum er einnig að finna heimild til sérstaks lögbanns sem dómari má grípa til innan þriggja mánaða fyrir kosningar til að hindra útbreiðslu falskra eða misvísandi upplýsinga á netinu. Hver sem á hagsmuna að gæta getur farið fram á lögbann og þarf dómari að taka afstöðu til þess innan 48 klukkustunda frá því að beiðni kemur fram. Franska fjölmiðlaeftirlitið getur einnig komið í veg fyrir útsendingar sjónvarpsstöðva, sem er stjórnað af eða eru undir áhrifum annars ríkis, þremur mánuðum fyrir kosningar ef talið er að um vísvitandi dreifingu falskra upplýsinga sé að ræða. Samkvæmt lögunum þurfa stærri 34

netmiðlar að innleiða ráðstafanir til að koma í veg fyrir útbreiðslu falskra upplýsinga. Notendur eiga auk þess að geta tilkynnt auðveldlega um slíkar upplýsingar. Jafnframt þurfa miðlarnir að gefa árlega skýrslu til franska fjölmiðlaeftirlitsins um þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til.

Löggjöf og úrræði á Norðurlöndum Svíþjóð er eina Norðurlandaþjóðin sem sett hefur sérlög um samfélagsmiðla (s. Lag om ansvar för elektroniska anslagstavlor nr. 112/1998). Lögin gilda um rafræna miðlun upplýsinga af öllu tagi og skylda þjónustuaðila, sem halda úti samfélagsmiðlum á netinu, að koma í veg fyrir miðlun ólögmætra upplýsinga með því að fjarlægja þær af miðlum sínum. Til ólögmætra upplýsinga teljast m.a. hótanir, upplýsingar sem fela í sér friðhelgisbrot, hatursáróður gegn þjóðarbrotum, barnaklám og ólögmætar ofbeldislýsingar. Þá geta skilaboð sem hvetja til hryðjuverka og annarrar refsiverðrar háttsemi varðað viðurlögum samkvæmt öðrum lögum. Í dæmaskyni má nefna lög nr. 299/2010 um sakarábyrgð vegna liðssöfnunar, þjálfunar og hvatningar til hryðjuverka og annarra sérlega hættulegra glæpa (s. Lag om straff för offentlig uppmaning, rekrytering och utbildning avseende terroristbrott och annan särskilt allvarlig brottslighet).


Aðrar Norðurlandaþjóðir hafa ekki sett heildarlög um samfélagsmiðla. Um miðlun upplýsinga á slíkum miðlum gilda því hin almennu ákvæði stjórnarskrár, persónuverndarlaga, hegningarlaga, höfundalaga og eftir atvikum annarra laga. Þá er rétt að geta þess að með lögum nr. 139/2018, sem tóku gildi 1. janúar 2019, voru gerðar breytingar á lögum nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda um upplýsingaskyldu þeirra. Í lagabreytingunni fólst m.a. að heimilt er að sekta stjórnmálasamtök, kjörna fulltrúa þeirra og frambjóðendur, ef þeir taka þátt í að fjármagna eða birta efni eða auglýsingar í tengslum við stjórnmálabaráttu, án þess að fram komi við birtingu að efni sé birt að tilstuðlan eða með þátttöku þeirra. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 139/2018 kemur fram að um sé að ræða nýmæli í lögum sem ætlað sé að sporna við nafnlausum kosningaáróðri sem nokkuð hafi borið á í kosningum síðustu ára, einkum á samfélagsmiðlum.

andstætt viðteknum gildum í lýðræðislegu samfélagi. Þessi umræða er að mörgu leyti skiljanleg en á hinn bóginn er mikilvægt að hafa í huga að ef upplýsingaóreiða er látin viðgangast getur það leitt til þess að traust og tiltrú almennings á stjórnvöldum, lýðræðislegri stjórnskipan og samfélagsgildum minnki. Slík þróun er almennt talin skapa hættu fyrir opin lýðræðisríki. Á Íslandi hafa engin sérlög um samfélagsmiðla verið sett og greinarhöfundi er ekki kunnugt um að umræða um slíka lagasetningu hafi farið fram hér á landi að nokkru marki. Æskilegt er að slík umræða fari fram, þ.m.t. um nauðsyn sérstakrar lagasetningar á þessu sviði. Í þeirri umræðu er mikilvægt að horfa til þeirra erlendu fyrirmynda sem raktar hafa verið í þessari grein. Þegar metið er hversu langt á að ganga til að bregðast við upplýsingaóreiðu og falsfréttum hlýtur hið stjórnarskrárvarða tjáningarfrelsi að vera grunnstefið og ljóst að löggjöfin má ekki vera þannig úr garði gerð að unnt verði að misnota hana til allsherjar ritskoðunar á netinu.

Að lokum Aðgerðir Þjóðverja og Frakka til að stemma stigu við hatursáróðri og falsfréttum hafa sætt gagnrýni og verið af sumum taldar ógna tjáningar- og upplýsingafrelsi almennings, meðal annars vegna þess að rík hætta sé á því að fleiri upplýsingum verði eytt en nauðsynlegt er sem sé 35


Netfang: mglogmenn@mglogmenn.is


Hæstiréttur í heila öld Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra

S

amkvæmt Festaþætti Grágásar, lögbókar fyrþjóðveldisins, var heimilt að pína ólétta, ógifta konu til sagna um faðernið ef hún vildi ekki greina frá því sjálfviljug. Þó var slíkum pyntingum þau takmörk sett að: „...hvarki verðe at orkumbl ne ilit.“ Samkvæmt Grágás tíðkuðust enn fremur aðrar sönnunarreglur í faðernismálum en samkvæmt núgildandi 38

barnalögum þar sem notast er m.a. við DNA rannsóknir og pater-est regluna. Sönnunarreglur á þjóðveldisöld voru annars vegar búakviður, þ.e. hvað nágrannar töldu vera satt og rétt, og hins vegar ketiltak og járnburður. Í því fólst að karlar skyldu bera rauðglóandi járnstykki um tiltekna vegalengd en konur dýfa hendi ofan í ketil með sjóðandi vatni. Gróandi sár réði úrslitum um það hvort sönnun hefði tekist í málinu. Slíkar sönnunarreglur voru hins vegar ekki séríslenskt fyrirbæri heldur áttu þær sér hliðstæður í Evrópu. Eftir kirkjuþingið í Lateran


sem haldið var árið 1215 lögðust álíka reglur smám saman niður í Evrópu og aðrar réttarfarsreglur um sönnun – og ekki endilega geðslegri eða mannúðlegri– komu til.

Lög og grunngildi samfélagsins Með nokkurri einföldun má segja að lög endurspegli grunngildi og reglur samfélaga á hverjum og einum tíma. Grunngildin lýðræði, réttarríki, mannréttindi og mannhelgi eru grundvöllur íslensks samfélags og lögfest í stjórnarskránni. Útfærsla grunngilda birtist síðan í lögum frá Alþingi, reglum, athöfnum og ákvörðunum stjórnvalda og að síðustu í úrlausnum dómstóla. Við eigum það stundum til að líta svo á að þróun réttarríkisins, lýðræðis og mannréttinda hafi verið línulegt ferli eða að við höfum nálgast einhvers konar endastöð hér og nú. Í sumum málaflokkum á það við. Í Festaþætti Grágásar, sem minnst var á hér að framan, segir meðal annars að ef konur viðhafa siði karla svo sem með því að ganga í karlmannsfötum og svo ef karlar viðhafa siði kvenna varði það

varði það fjörbaugsgarð. Þetta endurspeglaði hugmyndir og gildi aldarfarsins, hugmyndir sem hafa fylgt okkur lengi síðan. En slíkar hugmyndir eiga lítinn sem engan hljómgrunn lengur. Í því sambandi má nefna að Alþingi samþykkti á síðasta löggjafarþingi lög nr. 80/2019 um kynrænt sjálfræði til þess að tryggja rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. En réttlætið fer ekki alltaf eftir línulegum ferlum. Á Þjóðveldisöld var dauðarefsing ekki fyrir hendi í íslenskum lögum, þótt menn hafi vissulega getað drepið hver annan án aðkomu löggjafar- og framkvæmdavalds. Með Stóradómi tók ríkið sér hins vegar lagalegt hlutverk böðuls og kostaði sú lagasetning á þriðja hundrað manns lífið, ekki síst kvenna. Aflífanir – rétt eins og ketilburður og járntak – voru kynjaðar. Karlar voru hálshöggnir, einkum fyrir þjófnað og morð, konum var drekkt, sér í lagi fyrir dulsmál og blóðskömm. Minna hefur verið fjallað um stéttabreytur sem kunna að hafa stýrt því hverjir hlutu dóma og hverjir ekki og hvað taldist glæpur og hvað ekki. Þótt slíkt kunni að þykja augljóst, þá er umfjöllunin eigi að 39


við taka tillit til þessara hlutverka og um leið að gæta að því að taka sér ekki hlutverk eða vald sem tilheyrir öðrum með réttu. Á stundum Fyrrnefnd dæmi eru áminning um að réttindi hefur staðið styr til lengri eða skemmri tíma koma ekki af sjálfu sér og að afturfarir eru, því um dóma Hæstaréttar þar sem reynt hefur á miður, órjúfanlegur hluti af sögunni. Án slíkrar valdmörk eða athafnir stjórnvalda eða viðbrögð áminningar kann okkur að hætta til að líta á löggjafans eða stjórnvalda við slíkum dómum – mannréttindi sem gefinn hlut sem ekki þarfnist sem eðlilegt er – enda slíkar athafnir ekki hafnar frekari umræðu. yfir gagnrýni fremur en önnur mannanna verk. síður holl til að skilja hvaðan komum og þá um leið hver við erum.

Hlutverk og traust til dómstóla

Heil öld er langur tími í sögu dómstóls og langur tími í sögu þjóðar. Sé litið á ljósmyndir frá upphafsárum réttarins, og þær bornar saman við dómsali dagsins í dag, má þó segja að ef til vill hafi orðið minni breytingar inni í dómsölum en víða annars staðar í samfélaginu. Dómarar Hæstaréttar og lögmenn sem flytja mál fyrir réttinum klæðast enn sams konar skikkjum og í fyrsta málflutningnum hinn 16. febrúar 1920 og þótt innréttingar séu breyttar þá hefur uppröðunin haldist sambærileg. Vissulega hafa störf dómstóla breyst með breyttri tækni eins og annars staðar í samfélaginu. Um margt er hér eflaust um hæfilega íhaldssemi að ræða. Hraðar breytingar eru ekki endilega æskilegar með tilliti til dómstóla. En þó þurfa dómskerfi eins og önnur kerfi að vera tilbúin til að taka breytingum og fylgja tímanum.

Í þrískiptingu ríkisvaldsins eins og hún birtist í íslenskri stjórnskipan hefur dómsvaldið meðal annars það hlutverk að skera úr um stjórnskipulegt gildi almennra laga og embættistakmörk yfirvalda. Til viðbótar hefur dómsvaldið það hlutverk að kveða á um sakfellingu eða sýknu í sakamálum og þá að leysa úr ágreiningi milli borgaranna. Í stjórnarskránni segir að dómendur skuli í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Í réttarsögunni er að finna dæmi um það þegar löggjafinn eða framkvæmdarvaldið hafa brugðist við dómum Hæstaréttar með því að fella lög úr gildi, breyta lögum, setja ný lög eða þá að stjórnvöld hafa breytt fyrri framkvæmd sinni. Slík víxlverkan er óhjákvæmileg og stundum nauðsynleg í ljósi þeirra hlutverkabundnu skiptingar ríkisvalds sem stjórnskipanin Hæstiréttur hafði starfað í hátt í sjötíu ár þegar mælir fyrir um. Hver armur ríkisvaldsins hefur fyrsta konan var skipuð hæstaréttardómari. sínu hlutverki að gegna og verður að virða og Síðan leið hálfur annar áratugur áður en önnur 40


kona var skipuð. Enn er tekist á um kynjahlutfall innan dómstóla og samspil laga um dómstóla við jafnréttislög. Í þessu samhengi er vert að minnast þess að forgangsreglu jafnréttislaga var slegið fastri með dómi Hæstaréttar árið 1993, þar sem rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að þágildandi jafnréttislög yrðu þýðingarlítil nema meginreglur laganna yrðu skýrðar svo að konu skyldi veita starf ef hún væri jafnt að því komin hvað varðar menntun og annað og karl ef á starfssviðinu væru fáar konur fyrir.

tekjur og meiri menntun er það líklegra til að treysta dómstólum. Í þessu eru mikilvægar vísbendingar sem snerta sameiginlegt verkefni okkar allra til næstu ára, þ.e. að auka traust á dómskerfinu. Að sama skapi er mikilvægt að fólki sé það ekki fjárhagslega ofviða að leita til dómstólanna sé réttur á því brotinn. Reglur um gjafsókn eiga að þjóna því hlutverki að draga úr líkum á þessu en velta má fyrir sér hvort ástæða væri til þess að einfalda málsmeðferð í tilteknum málaflokkum fyrir dómstólunum líkt og gert hefur verið til að mynda annars staðar á Norðurlöndum þegar um er að ræða fjárkröfur undir tiltekinni fjárhæð. Einnig mætti skoða þann möguleika að stofna deildir innan héraðsdómstóla sem myndu fjalla um lægri fjárkröfur.

Samkvæmt tölum frá Evrópuráðinu (2016) er Ísland eftirbátur annarra landa hvað varðar hlutfall kvenna í dómarastöðum, einkum á æðsta dómstigi. Þetta er áhugavert í ljósi þess að Ísland er almennt í fremstu röð í kynjajafnréttismálum á heimsvísu. Því má spyrja hvers vegna þróunin hafi verið með öðrum hætti innan Eitt af stóru viðfangsefnum undanfarinna dómstólanna. áratuga hefur verið að takast á við þann samfélagslega vanda sem endurspeglast í Kynjahlutfall í dómarastöðum varðar ekki aðeins kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Málsásýnd dómskerfisins og jafnrétti innan þess. meðferð innan réttarkerfisins hefur verið mikilAðkoma fólks að réttarkerfinu er ólík eftir vægur hluti af þeirri skoðun. Kynferðisbrotakafli kyni. Konur og karlar koma oft inn í réttarsal í almennra hegningarlaga hefur sætt róttækri ólíkum hlutverkum, úr ólíkum aðstæðum og endurskoðun, sem má segja að standi enn yfir, og hafa ólíka sögu að segja. Samkvæmt mælingum viðamikil vinna hefur átt sér stað við að Gallup eru konur ólíklegri til að treysta dóms- greina styrkleika og veikleika í málsmeðferð. kerfinu en karlar, og konur telja sig einnig Þessi skoðun hefur þegar skilað umtalsverðum þekkja minna til starfsemi dómstóla. Það vekur breytingum, þar á meðal á viðmóti og rannsókn líka athygli að eftir því sem fólk er með hærri lögreglu og á verklagi ákæruvaldsins. Nú stendur 41


jafnframt yfir endurskoðun á réttarstöðu brotaþola kynferðisbrota en nefnd á vegum forsætisráðuneytisins hefur skilað mikilvægum úrbótartillögum sem nú eru til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu. Miða tillögurnar að því að styrkja stöðu brotaþola og er litið til þróunar þessara mála á Norðurlöndunum, sem og til bæði innlendra og erlendra rannsókna á upplifun brotaþola af því að sækja rétt sinn. Tillögurnar eru vitanlega útfærðar með hliðsjón af réttaröryggi sakaðra manna og því hvergi stefnt í hættu. Þessar breytingar eru mikilvægur þáttur í þeirri vegferð að tryggja að réttarkerfið nái betur utan um kynferðisbrot og annað kynbundið ofbeldi. Leiðarljósið er að traust ríki í samfélaginu um að fólk, ekki síst konur í þessu sambandi, geti leitað réttar síns og snúið frá því ferli með reisn, óháð niðurstöðu máls.

Fækkun og fjölgun dómstiga Með tilkomu Hæstaréttar fyrir heilli öld var Landsyfirréttur lagður niður. Dómstigum fækkaði við það úr þremur í tvö. Með stofnun Landsréttar var meðal annars leitast við að auka réttaröryggi borgaranna með því að tryggja milliliðalausa sönnunarfærslu til samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar. Þótt styr hafi staðið um skipan dómara í Landsrétt þá er ljóst að tilkoma hans hefur eflt dómskerfið. Stofnun Dómstólasýslunnar hefur einnig reynst 42

farsælt skref til að styrkja stjórnsýslu dómstólanna og stuðla að samræmdri framkvæmd milli dómstiganna þriggja. Enn er að mótast reynsla af nýju fyrirkomulagi og framkvæmd laga um dómstóla frá árinu 2016. Stofnun nýs dómstigs vekur einnig spurningar og dregur fram ný úrlausnarefni. Í nýrri skýrslu sem Páll Hreinsson vann fyrir forsætisráðuneytið er fjallað um hið flókna net sjálfstæðra úrskurðarnefnda. Í sumum málum eru úrskurðaraðilarnir orðnir æði margir, að ekki sé talað um þegar einnig er hægt að leita til alþjóðadómstóla ef allt annað þrýtur. Í skýrslu Páls er fjallað um ýmis sjónarmið sem þarf að taka afstöðu til áður en ákveðið er að setja á fót sjálfstæðar úrskurðarnefndir. Við þetta má bæta að oft hefur verið rætt um hvort útfæra mætti leiðir til að fá úr því skorið hvort nýsett lög eða aðild að alþjóðasamningum standist stjórnarskrá. Dómstólar geta vissulega fjallað um slíkt samræmi en einungis ef á reynir í stjórnarskrá. Dómstólar geta vissulega fjallað um slíkt samræmi en einungis ef á reynir í hefðbundnu dómsmáli þar sem aðilar eiga lögvarinna hagsmuna að gæta. Á næstu árum mætti skoða hvort það væri til bóta ef hægt væri að bera slíkt undir Hæstarétt án tiltekins réttarágreinings.


Háskólar og dómstólar Stofnun Hæstaréttar árið 1920 var mikilvægur þáttur í sjálfstæðisbaráttu Íslands enda færðist þá endanlegt dómsvald, sem verið hafði hjá konungi og síðar Hæstarétti í Kaupmannahöfn frá einveldistökunni árið 1662, aftur til landsins. Í hlut Hæstaréttar kom þá það mikilvæga hlutverk að skera úr um og móta íslenska dómaframkvæmd á 20. öldinni, þ.m.t. að skera úr ágreiningi um stjórnskipulegt gildi almennra laga og embættistakmörk yfirvalda. Ekki verður efast um að stofnun Lagaskólans 1908 og stofnun Hæstaréttar hafði veruleg áhrif á íslenska lögfræði og lagasetningu. Í því samhengi er vert að minnast þess að meðal hlutverka háskólasamfélagsins er að

fjalla um úrlausnir dómstóla og veita þeim aðhald með rannsóknum, greiningu og umræðu. Orator hefur með fræðastarfi sínu og þá ekki síst með útgáfu tímaritsins Úlfljóts allt frá árinu 1947 lagt drjúgan skerf til þessa mikilvæga verkefnis. Þá hafa á undanförnum áratugum aðrar lagadeildir orðið til í öðrum háskólum sem einnig hefur aukið fjölbreytni rannsókna og umræðu um álitamál á þessu sviði. Verkefni 21. aldarinnar eru önnur en um leið þau sömu: Að efla og verja réttaröryggi almennings. Þetta er sameiginlegt viðfangsefni allra stoða ríkisvaldsins. Um leið og ég færi Hæstarétti mínar bestu kveðjur á aldarafmælinu, óska ég þess að okkur öllum farnist þetta verkefni vel úr hendi.


Andri Andrason hdl. Andri Árnason hrl. Bjarni Aðalgeirsson hdl. Edda Andradóttir hrl., LL.M. Finnur Magnússon hrl., LL.M. Halldór Jónsson hrl. Lárus L. Blöndal hrl. Sigurbjörn Magnússon hrl. Simon David Knight Stefán A. Svensson hrl., LL.M. Vífill Harðarson hrl., LL.M.

Andri Árnason hrl. Halldór Jónsson hrl. Lárus L. Blöndal hrl. Páll Ásgrímsson hdl., LL.M. Sigurbjörn Magnússon hrl. Stefán A. Svensson hrl., LL.M. Vífill Harðarson hdl., LL.M.

Andri Árnason hrl. Halldór Jónsson hrl. Lárus L. Blöndal hrl. Páll Ásgrímsson hdl., LL.M. Sigurbjörn Magnússon hrl. Stefán A. Svensson hrl., LL.M. Vífill Harðarson hdl., LL.M.

Borgartúni 26 IS 105 Reykjavík +354 580 4400 www.juris.is


YEOMAN SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 22B SÍMI 519 8889 HILDURYEOMAN.COM


Handstöður

Lærðu að standa á höndum

Movement Frelsi í eigin líkama

Einkatímar Verkjaútrýming Æfingamarkmið

primal.is

Wim Hof Kuldi - Öndun Staðfesta

Ertu að plana skemmtun fyrir stóran

hóp? Hjá okkur er langmesta fjörið!

Hafðu samband og fáðu tilboð fyrir

þinn hóp.

INFO@BUGGYADVENTURES.IS


American_Orator_200x100.pdf

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

2

03/02/2020

13:34

Partý á hverju kvöldi. Lifandi tónlist. Boltinn í beinni. 50 tegundir af bjór. Rif - Borgarar - Vængir

K

HAPPY HOUR 4PM - 7PM

LIFANDI TÓNLIST

S AUSTURSTRAETI 8 • REYKJAVIK


Aukin velferð barna og fjölskyldna Sóley Ragnarsdóttir

Lögfræðingur og aðstoðarmaður félags- og barnamálaráðherra

V

ið upphaf laganáms taldi undirrituð, eflaust líkt og margir, að velferð barna væri ekki eitthvað sem þyrfti lögfræðing til að útfæra. Frekar ljósmæður, lækna, kennara, sálfræðinga og aðrar slíkar fagstéttir. Meira að segja þegar kemur að ágreiningsmálum varðandi málefni sem tengjast börnum og er úrskurðað um hjá sýslumönnum og dómstólum, þ.e. umgengni og forsjá, færum við lögfræðingar málin að miklu leyti í hendur annarra stétta. Grunnurinn að öllu þessu er þó að sjálfsögðu löggjöfin sem ofangreint byggir á. Fjölmargir lagabálkar eru til er lúta að velferð barna. Þar tróna á toppnum barnaverndarlög og barnalög þó aðrir lagabálkar séu ekki síður mikilvægir og snúa að því hvernig skuli hátta þjónustu við börn allt frá fæðingu (jafnvel fyrr) til átján ára aldurs í það minnsta. Í þessari grein væri vissulega hægt að fjalla um og greina þá löggjöf sem nú er til staðar, en þar sem fyrirhugaðar eru töluverðar breytingar á henni er betra að fjalla um þær. Fyrir vikið verður grein þessi ekki hreinræktuð lögfræðileg grein með greiningum á ákveðnum hlutum lagaumhverfisins sem að börnum snýr, heldur almennari yfirferð yfir þá mynd sem verið er að teikna upp gegnum framtíðarlöggjöf, verði 48

hún samþykkt. Það eru væntalega allir sammála um það að gamla máltækið sem segir að lengi búi að fyrstu gerð feli í sér mikla speki. Nýverið hefur verið lögð á það áhersla, t.a.m. í Norðurlandasamstarfi, að fyrstu þúsund dagarnir í lífi einstaklings skipti höfuðmáli þegar kemur að því hvernig hann verði sem fullorðinn. Það er að segja að fyrstu þrjú ár í lífi fólks séu þau allra mikilvægustu til þess að byggja grunn undir allt sem síðar komi á lífsleiðinni. Ísland fer með formennsku í þessu verkefni sem var hrundið af stað í upphafi síðasta árs. Þá sýna rannsóknir einnig að áföll og/eða álag í æsku geti markað einstaklinga alla ævi og haft gríðarleg áhrif á andlega heilsu fólks síðar á ævinni. Greinarhöfundur hefur fengið tækifæri síðustu ár til þess að eiga samtöl við margt fólk, fólk sem hefur lent í ýmsu á sinni ævi. Eftir óvísindalega könnun hefur komið upp úr krafsinu að flestir þeirra sem hafa t.a.m. hlotið ítrekaða fangelsisdóma eða átt við fíkn að stríða, hafa orðið fyrir einhverju í æsku eða glímt við einhvers konar vanda vegna hegðunar eða náms sem ekki hefur verið tekið nægilega eða rétt á. Við höfum einnig upplýsingar um það að hlutfallslega mesta aukning


í röðum þeirra sem þiggja örorkuífeyrisgreiðslur er meðal fólks með geðræn vandamál. Fangar glíma einnig hlutfallslega fleiri en annar almenningur við geðrænan vanda af einhverjum toga. Allt þetta leiðir okkur að því að við þurfum að gera betur í málefnum barna. Við þurfum að bjóða upp á fleiri og betri lausnir fyrir börn og ungmenni, helst að koma í veg fyrir að vandamál verði til en í það minnsta að þau stækki og verði jafnvel það stór að Við þurfum að bjóða þau verði nánast upp á fleiri og betri óyfirstíganleg. Það lausnir fyrir börn og er of seint að bregðast ungmenni, helst að við þegar vandi er koma í veg fyrir að orðinn yfirþyrmandi. vandamál verði til en Í mörgum tilfellum í það minnsta að þau er nokkuð auðvelt að stækki og verði jafnvel afstýra flækjum í lífi það stór að þau verði fólks ef gripið er nánast óyfirstíganleg. nægilega snemma inn í. Snemmtæk íhlutun er þannig lykilatriði í þjónustu við börn og ungmenni. Til þess að hafa heimildir til þess að bregðast við þarf lagastoð. Til þess að vita hvenær, hver og hvernig á að bregðast við þarf lagastoð. Einnig til þess að upplýsingaflæði sé fullnægjandi og persónuvernd tryggð. Svo mætti lengi telja. Lagabreytingar í þessum málaflokki þarfnast samvinnu margra. Það eru fjölmargir lagabálkar

sem varða börn og ungmenni sem heyra undir fleiri en einn og fleiri en tvo ráðherra og ráðuneyti. Það er vandasamt að sameina lagabálkana í eitt samfellt kerfi sem þó er skynsamlegt til þess að ná utan um alla þjónustu og gera hana heildstæðari. Í þeim tilgangi er fyrirhugað að gera töluverðar lagabreytingar. Grundvöllur hinnar nýju löggjafar er samþætting velferðarþjónustu við börn og ungmenni, sama hver innir þjónustuna af hendi. Markmiðið er að brjóta niður múra sem myndast milli mismunandi kerfa sem lýsa sér á margvíslegan hátt, t.d. flæða upplýsingar ekki nægilega vel á milli, samvinna mismunandi kerfa er ekki alltaf eins og best verður á kosið, o.s.frv. Ofangreind löggjöf mun skilgreina þrjú þjónustustig, skilgreina hver beri ábyrgð í hvaða tilfelli fyrir sig og hvaða stigi þjónustan tilheyrir hverju sinni. Fyrsta þjónustustigið er það stig sem öll börn verða á, þau hafa öll aðgang að þjónustu á því stigi. Þjónusta á þessu stigi verður stórefld, horft til forvarna og fyrirbyggjandi aðgerða og gerð krafa um samstarf meðal þjónustuveitenda með hagsmuni barna í forgrunni. Sum börn þurfa markvissari stuðning, líkt og veittur verður á öðru þjónustustigi. Þar verður veitt sérhæfðari og fjölbreytilegri þjónusta. Á þriðja stigi verður veitt mjög sérhæfð þjónusta við flóknum og fjölþættum vanda eða mikilli umönnunarþörf. Á öllum stigum hafa börnsinn tengilið sem 49


heldur utan um mál og virkar sem samhæfingaraðili. Börn og fjölskyldur eiga einungis að þurfa að ræða við þann aðila, ekki alla þjónustuveitendur, en fjölskyldur hafa hingað til kvartað undan skorti á slíkri samhæfingu. Tengiliðurinn væri staðsettur í nærumhverfi barnsins, t.d. í grunnskóla þegar um er að ræða sex til sextán ára börn. Löggjöfin mun kalla á að þjónustuveitendur vinni saman á sama vettvangi í þágu barns, eigi í reglulegu samráði og séu upplýstir um það sem í gangi er hverju sinni. Erfiðleikar barns eru nefnilega sjaldan bundnir við eitt kerfi. Félagslegur vandi á heimili getur t.d. komið fram sem hegðunarvandi í skóla eða annars staðar. Allir þjónustuveitendur þurfa því að vinna sama með þarfir hvers einstaks barns í forgrunni hverju sinni. Um allflesta um allan heim er til ógrynni upplýsinga. Til að mynda innan skólakerfis, heilbrigðiskerfis, félagslegs kerfis og hjá lögreglu. Notkun slíkra upplýsinga til aðstoðar fólki býður upp á mikla möguleika, en ávallt verður að huga að reglum um persónuvernd. Samhliða vinnu við breytingar á löggjöf eru félagsmálaráðuneytið, Kópavogsbær og Unicef á Íslandi í samstarfi sem miðar að því að koma í notkun svokölluðu mælaborði um velferð barna, sem gera á það að möguleika að hafa mælanlegar niðurstöður um ýmislegt er varðar velferð. Þar má nefna andlega og líkamlega 50

heilsu, framgang í námi, félagslegar aðstæður, o.s.frv. Inn í mælaborðið yrðu skráðar upplýsingar frá aðilum innan hinna mismunandi kerfa, upplýsingunum komið á samræmt form, með það að markmiði að þær sýni heildarmynd af velferð barna. Verkefnið er komið vel á veg og hefur þegar unnið til verðlauna. o.s.frv. Inn í mælaborðið yrðu skráðar upplýsingar frá aðilum innan hinna mismunandi kerfa, upplýsingunum komið á samræmt form, með það að markmiði að þær sýni heildarmynd af velferð barna. Verkefnið er komið vel á veg og hefur þegar unnið til verðlauna. Þegar mælaborðið verður komið í mörg, eða öll, sveitarfélög verður hægt að nýta það til þess að auka velferð íbúa og ekki síst sem hagstjórnartæki. Með mælaborðinu væri t.a.m. mögulegt að mæla hvaða áhrif aðgerðir hafa á velferð og þar af leiðandi væru komnar forsendur til þess að taka ákvarðanir um fjármagn sem veitt er til aðgerðanna. Sveitarfélag gæti komist að því að börn á aldrinum tíu til fjórtán ára glími við mikinn kvíða sem hafi aukist milli ára. Sveitarfélagið færi þá í mótvægisaðgerðir. Með mælaborðinu væri hægt að fylgjast með áhrifum aðgerðanna. Ef þær hafa ekki nein áhrif á kvíðann, eða ef hann fer jafnvel enn vaxandi, sér sveitarfélagið í hendi sér að fjármagn til þeirra aðgerða væri betur nýtt til annarra aðgerða. Jafnframt gætu


mælingar sýnt að aðgerðirnar skili góðum árangri og myndu þá önnur sveitarfélög væntanlega vilja taka þær upp, en aðgerðirnar væru þá gagnreyndar. Hingað til hefur ekki verið hægt að fylgjast með því hvaða árangri hinar og þessar opinberu aðgerðir eru að skila og að mörgu leyti óvíst hvort fjármagn sem opinberir aðilar veita í þessar aðgerðir séu að skila árangri. Ofangreindum aðgerðum öllum fylgir einnig verkefnið um barnvæn sveitarfélög og Barnvænt Ísland. Verkefnið er á vegum félagsmálaráðuneytisins og Unicef á Íslandi og markmiðið er að á endanum hafi öll sveitarfélög á Íslandi farið yfir sína starfsemi með tilliti til barna. Þar er ekki síst mikilvægt að kanna hvernig megi auka þátttöku barna í starfseminni en þátttaka barna er eitt af grundvallaratriðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem því miður hefur enn ekki tekist að gera að sjálfsögðum hlut. Á Íslandi hefur núverandi ríkisstjórn hins vegar samþykkt að þátttaka barna skuli sett í framkvæmd, af alvöru. Það þýðir til dæmis að í því ferli sem fer á undan því að lagafrumvarp er lagt fram þurfi að taka mið af áhrifum þess á börn. Þá þyrfti að fá, og taka til greina, álit barna/ungmenna á efni frumvarpsins. Með þessum sama hætti eru flest frumvörp unnin. Ef t.d. frumvarp er í vinnslu sem varðar þjóðkirkjuna myndi sú stofnun hafa tækifæri til þess að veita álit. Þá má nefna að lagafrumvörp

eru rýnd með tilliti til ákveðinna þátta eins og til dæmis byggða- og jafnréttissjónarmiða meðan þau eru í smíðum. Með þessu framtaki er verið að færa raddir og hagsmuni barna og ungmenna í þennan farveg. Eins og lesa má af þessari grein eru töluverðar breytingar í farvatninu á löggjöf sem varðar börn og ungmenni. Hryggjarstykkið í þeim breytingum er löggjöfin sem fjallað var um, sem samþættir þjónustu við börn í þremur þjónustustigum. Með henni er það leitt í lög að öllum þjónustuveitendum barna beri skyldu til að vinna saman að hagsmunum barnsins á einum og sama vettvangnum. Að allir þjónustuveitendur hafi og leggi fram nauðsynlegar upplýsingar og að skýrt verði hver beri ábyrgð á hverju, hverju sinni. Bundnar eru miklar vonir við að þegar innleiðingu þessa nýja kerfis lýkur verði hægt að segja að komið hafi verið til móts við helstu umkvörtunarefni þeirra sem nýta þjónustu af því tagi sem um er fjallað.

51


20% AFSLATTUR AF LUKKUHJOLINU mánudaga til fimmtudaga

FRÁBÆR TILBOÐ FYRIR HÁSKÓLANEMA til miðnættis alla daga

BOLTINN Í BEINNI Á 5 RISASKJÁM

LIFANDI TÓNLIST ÖLL KVÖLD frá 22:00 virka daga & 21:00 um helgar

Austurstræti 12 | 101 Reykjavík | Iceland | tel: +345 578 0400 | enskibarinn.is


Ekki ráfa um ræktina og gera bara eitthvað Fjarþjálfun.is


Eyðimerkurganga laganemans Bjarki Fjalar Guðjónsson fyrsta árs laganemi Það eru forréttindi að hljóta góða menntun. Við sem verjum hvað mestum hluta tíma okkar í að kvarta yfir erfiðleikum og basli eyðimerkurgöngunnar sem blasir við hverjum laganema mættum hafa þetta hugfast. Þrátt fyrir að vera nánast mannskemmandi upplifun er fyrsta önnin í náminu hér við deild stórmerkileg í sjálfri sér. Vinabönd myndast og þau eru treyst, mörg hver fyrir lífstíð. Það er enda gott og blessað að vera vel menntaður lögfræðingur en það er ekki síður nauðsynlegt, jafnvel nauðsynlegra, að vera vel tengdur í þeirri góðu stétt. ​Við laganemar erum svo lukkuleg að hafa okkar ástkæru lesstofu til umráða, en þar gefst okkur kostur á að leggja stund á hin göfugu fræði í sama rými og margir fremstu fræðimanna samtímans. Á lesstofunni hittum við fyrsta árs nemarnir fyrir eldri nemendur sem upp til hópa voru boðnir og búnir til að aðstoða og leiðbeina í gegnum frumskóg óræðra fræða. Þá þeir voru ekki uppteknir við að agnúast yfir því að varla væri þverfótað fyrir fyrsta árs nemum, sem gengju illa um í þokkabót.

Leiðsagnar var þó ekki eingöngu þörf á sviði fræðanna, heldur tók strax á fyrsta degi við engu síður umfangsmikið verkefni, hið öfluga félagsstarf sem Orator starfrækir. Haldnir eru margvíslegir viðburðir, til að mynda kokteilar, íþróttamót og hvers kyns skemmtanir sem ætlað er að hrista hópinn saman. Á margrómuðum kokteilum Orators gefst síðan ungum, grandalausum laganemum færi á því að spyrja þrautreynt fagfólk, jafnt í einkageiranum sem og hinum opinbera, spjörunum úr og kynnast með því móti þeim óteljandi möguleikum sem laganámið býður upp á. Þá má einnig nýta tækifærið og sletta ærlega úr klaufunum. Undirritaður getur þó vottað af fenginni reynslu að meðalhófs ber að gæta við hið síðastnefnda, ef árangur í námi er hafður til hliðsjónar. Undirritaður er þess fullviss að hann talar fyrir hönd þorra fyrsta árs nema þegar hann lýsir ánægju sinni af félagslífinu hér við deild og kann stjórn Orators góðar þakkir fyrir störf sín. Ágætu lesendur, laganemar jafnt og aðrir, sem kunnugt er ber árshátíð okkar laganema upp á afmæli Hæstaréttar ár hvert. Að þessu sinni er tilefnið venju fremur hátíðlegt, enda fögnum við nú hundrað ára afmæli þess merka dómstóls. Að öðrum hundrað árum liðnum kunna margir, sem nú eru rétt að hefja vegferð sína á sviði lögfræði, að hafa skipað sér sess meðal fremstu fræðimanna og forkólfa okkar göfugu stéttar. Kæru laganemar, gleðilega hátíð.

54


WOOL STRETCH JAKKAFร–T verรฐ

29990,-


Ávarp alþjóðaritara Erna Aradóttir, alþjóðaritari Orators Nordisk Uke, Nordisk Vecka, KV-viikko, Norrænar vikur, Nordisk Uge – fimm tungumál, fimm lönd, eitt concept. Norræn vika er blanda af efnislegum þáttum og hátíðarhöldum af bestu gerð. Vika þar sem þú hittir fullt af nýju fólki, kynnist mörgu því mjög vel og kemst í samband við tengiliði yfir landamærin. Þessar norrænu vikur eiga sér langa sögu. Þetta byrjaði allt í kringum 1820 með stúdentaskiptum á milli Danmerkur og Svíþjóðar. Samstarfið fór stækkandi og við bættust laganemar frá Háskólanum í Osló, Finnlandi og loks bættist Orator við árið 1953. Hafa þessi stúdentaskipti nú þróast yfir í það samstarf sem við þekkjum í dag sem Nordiska Sekretariatet og samanstendur af 11 nemendafélögum í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Íslandi. Það var árið 2017 sem ég kynntist norrænu vikunum fyrst. Þá var ég beðin um að aðstoða þáverandi nefnd um að gera og græja á vikunni, og vitið þið hvað? Það var ekki aftur snúið. Síðan þá hef ég farið á 13 norrænar vikur. Ég hef kynnst svo ótrúlega mörgu skemmtilegu fólki, eignast vini fyrir lífstíð, setið ótrúlega flotta fyrirlestra og 56

fengið að heimsækja hinar ýmsu stofnanir í skemmtilegustu borgum Norðurlandanna. Norræna vika Orators þetta árið verður engin undantekning en hún er haldin dagana 12. – 17. febrúar. Þema vikunnar er tjáningarfrelsi og munum við bjóða gestunum okkar á fyrirlestra því tengdu, heimsóknir til Forseta Íslands, Hæstarétt og Alþingi ásamt því að fara með þau gullna hringinn og skálaferð í Bláfjöllum. Að lokum verður hið formlega en stjórnlausa borðhald, sittning, á sínum stað og kveðjustundin sillis einnig. Gestina munið þið sjá á árshátíðinni þann 16. febrúar n.k. og er hægt að þekkja þá á „kling“ hljóðinu í medalíunum og hvítu servíettu eyrunum (púns-eyru). Norræna vikan er að sjálfsögðu öllum opin og hvet ég ykkur sem hafið áhuga að koma og taka þátt, þó það sé ekki nema bara í einum viðburði, og ekki síður til að fara út og upplifa norrænar borgir á allt annan hátt en ef þið væruð í fríi. Á norrænum vikum lifa hina ýmsu hefðir sem þið hafið eflaust heyrt eitthvað um. Av med byxorna, medalíur, Haalarit og Brændevin i flasken. En afhverju þessar undarlegu hefðir? Jú það að standa fyrir framan hópinn með vínrauða heilgallann þinn á hælunum, 13 medalíur á barminum að syngja lag um brennivín er ótrúlega frelsandi og gerir okkur enn nánari hvort öðru heldur en í hefðbundnum aðstæðum. Að sjálfsögðu eru þetta bara hefðir og enginn er þvingaður til að gera nokkurn skapaðan hlut, fólk gerir einungis það sem því líður vel með að


gera. Margar hefðir hafa þó dáið út, en á tímabili var svokallað „Souvenir agreement“ en í því fólst að nemendafélögin fengu „lánaðar“ eigur annarra nemendafélaga á viðburðum. Hver hefur ekki heyrt söguna af því þegar Noregur stal okkar háttvirtu Grágás á sínum tíma. Þessi hefð hefur þó verið afnumin þar sem hún átti það til að fara úr böndunum. Skemmtið ykkur ótrúlega vel í kvöld – Vi ses i Norden!

Háskólabúðin Eggertsgötu er opin frá

7–24 alla daga HÁSKÓLABÚÐIN


Dómsvald á heimavelli í heila öld Lilja Alfreðsdóttir

mennta- og menningarmálaráðherra

Í

Stjórnskipun Íslands eftir Ólaf Jóhannesson, fyrrverandi forsætisráðherra og prófessor, er ríki skilgreint sem; „mannlegt samfélag, er hefur varanleg yfirráð yfir tilteknu landsvæði, býr við lögbundið skipulag og lýtur stjórn, er sækir vald sitt til samfélagsins sjálfs en eigi annarra ríkja, enda fari sú stjórn með æðsta vald í landinu, óháð valdhöfum annarra ríkja, að öðru en því, er leiðir af reglum þjóðréttar.“ Við endurreisn þjóðríkisins var Íslendingum afar mikilvægt að landið væri stjórnarfarslega sjálfstætt. Með lögum nr. 22 frá 1919 tóku Íslendingar æðsta dómsvald þjóðarinnar í sínar hendur og Hæstiréttur Íslands tók til starfa 16. febrúar 1920. Með því voru öll skilyrði þjóðríkis uppfyllt.

Öflugt laganám grunnstoð öflugs réttarkerfisins Laganemar hafa lengi litið á 16. febrúar sem hátíðisdag, enda markaði hann heimkomu íslenska dómsvaldsins. Hann er oft nefndur dagur laganema, en í þetta sinn er hann sérlega merkilegur í ljósi aldarafmælis Hæstaréttar.

58

Hér á landi tók Lagaskólinn til starfa árið 1908, eftir rúmlega hálfrar aldar baráttu Íslendinga fyrir því að lagakennsla flyttist frá Danmörku til Íslands. Í Lagaskólanum störfuðu þrír kennarar og strax í upphafi biðu þeirra krefjandi verkefni. Ekki aðeins þurfti að koma kennslu á laggirnar, heldur einnig skrifa frá grunni íslenskar lögfræðibækur. Á fyrsta áratug laganáms á Íslandi komu út níu kennslubækur í lögfræði. Lagaskólinn starfaði í þrjú ár en enginn brautskráðist þó frá skólanum þar sem nemendur gengu inn í Lagadeild Háskóla Íslands við stofnun hans árið 1911. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og er óhætt að segja að lögfræðimenntun hafi gjörbreyst með árunum. Þá hefur fjölbreytni í laganámi aukist, með tilkomu nýrra háskóla og samkeppni skóla á milli sem bjóða upp á framsækið og áhugavert laganám. Lagadeild Háskólans í Reykjavík var stofnuð 2002, Háskólinn á Akureyri hefur boðið upp á nám til meistaraprófs í lögfræði frá árinu 2003 og svo hefur viðskiptalögfræði verið kennd við Háskólann á Bifröst frá 2001. Ég fagna þessum fjölbreytileika, enda er mikilvægt að


nemendur hafi val og jöfn tækifæri til náms. Draumar eru að rætast Með samkeppni á þessum markaði er einnig betur komið til móts við þarfir nemenda. Jöfn tækifæri til náms er ein af grunnforsendum réttláts samfélags. Frumvarp um Menntasjóð Á liðnu ári útskrifuðust tæplega 230 námsmanna er nú í höndum þingsins og það einstaklingar frá lagadeildum háskólanna. felur í sér grundvallarbreytingu á stuðningi við Sérsviðin voru mörg; heimskautaréttur, námsmenn. viðskiptalögfræði, auðlindaréttur og alþjóðlegur umhverfisréttur – svo fátt eitt sé nefnt. Það er Frumvarpið miðar að því að jafna stuðning og afar ánægjulegt að sjá nýútskrifaða lögfræðinga dreifingu styrkja ríkisins til námsmanna sem hasla sér völl í íslensku réttarkerfi, atvinnulífi og taka námslán. Sérstaklega er hugað að hópum samfélagi. Stjórnarráð Íslands hefur einnig notið sem búa við krefjandi aðstæður, s.s. einstæðum góðs af, því áhugaverð störf innan ráðuneytanna foreldrum, fjölskyldufólki og námsmönnum utan hafa kallað marga unga lögfræðinga til starfa. höfuðborgarsvæðisins. Grundvallarbreytingin frá núverandi kerfi felst í námsstyrk, sem nemendur hljóta við námslok. Þá verður höfuðstóll láns lækkaður um 30%, sem gjörbreytir skuldastöðu námsmanns að loknu námi og auðveldar endurgreiðslur. Þá munu foreldrar í námi eiga rétt á fjárstuðningi vegna barna á framfæri, í stað viðbótarlána sem bera vexti í áratugi. Í þessu felst mikil kjarabót fyrir námsmenn. Þá verður heimilt að veita Réttarkerfið okkar og íslenskt laganám styður tímabundnar ívilnanir við endurgreiðslu einnig við og stuðlar að vexti móðurmálsins. námslána, t.d. vegna lánþega sem stunda Þegar Lagaskólinn var settur 1908 skorti íslenska ákveðnar tegundir náms og þeirra sem búa og tungu mörg meginhugtök lögfræðinnar. Nú starfa í brothættum byggðum. rétt fyrir áramót var aftur á móti rafrænu lögfræðiorðasafni hleypt af stokkunum og gert Með því að búa til sérstaka hvata er stuðlað aðgengilegt á vefsíðu Árnastofnunar. Það mun án annars vegar að aukinni sérfræðiþekkingu vítt og efa nýtast komandi kynslóðum. breitt um landið og fjölgun á framhaldsmenntuðu 59


fólki og hins vegar að aukinni fjölbreytni. Norðmenn hafa tekið upp sams konar hvatakerfi í sinni löggjöf, sem hafa reynst vel á svæðum sem búa við skort á sérfræðimenntuðu fólki. Það sama ætti að gerast hér, enda ekki vanþörf á. Grundvallarbreyting á opinberum stuðningi við námsmenn er tímabær. Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur starfað í yfir fimmtíu og átta ár, og er í góðu ásigkomulagi. Sú staða skapar kjöraðstæður til kerfisbreytinga, sem námsmenn hefur lengi dreymt um. Þeir hafa um áratuga skeið barist fyrir betri kjörum, auknum réttindum og jöfnum tækifærum til náms. Á undanförnum árum hafa þeir jafnframt kallað eftir bættu námslánakerfi

og auknum fjárhagslegum stuðningi við nám sitt frá hinu opinbera. Með fyrirhugaðri breytingu viljum við auka gagnsæi, fyrirsjáanleika og skipta gæðum með réttlátari hætti milli námsmanna. Með stofnun Hæstaréttar fyrir hundrað árum voru mörkuð tímamót. Dómsvald fluttist heim og rétturinn hefur haldið vel á því í heila öld. Skrefin sem þá voru stigin skildu eftir sig gæfuspor og urðu haldreipi í samfélagsþróun sem er um margt einstök. Fátæk þjóð varð rík og auðnaðist að nýta meðbyrinn til hagsbóta fyrir allan almenning. Aukin velsæld og réttlæti haldast í hendur og okkur ber að skapa aðstæður, þar sem fólk fær jöfn tækifæri til að rækta hæfileika sína. Í þeirri vegferð er jákvætt hugarfar þjóðarinnar besta veganestið.


„Ungur nemur gamall temur“ Alda Hrönn Jóhannsdóttir

formaður stéttarfélags lögfræðinga

K

Kæru laganemar, innilega til hamingju með daginn! Mér er það einnig ljúft og skylt að óska þjóðinni allri til hamingju með 100 ára afmæli Hæstaréttar Íslands. Með stofnun réttarins má með sanni segja að stigið hafi verið gríðarstórt framfaraskref fyrir landið okkar og lýðræðið. Einmitt á þeim tímamótum er mikilvægt og gott að líta yfir farinn veg og velta fyrir sér þróun lögfræðinnar, laganámsins og samfélagsins alls. Hefur lögfræði og laganám þróast á þessum 100 árum og ef svo er, hvernig hefur það þróast með tilliti til þróunar og þroska samfélagsins? Að mínu mati er svarið við fyrri spurningunni augljóslega jákvætt, þ.e. að lögfræðin og laganámið hafi sannarlega þróast síðustu 100 ár og sem betur fer. En þá er það síðari spurningin, hvort lögfræðin og laganámið hafi þróast með tilliti til þróunar og þroska í samfélaginu. Af hverju spyr ég þeirrar spurningar? Jú, það er vegna þess að afar mikilvægt er að fagið, lögfræðin, taki mið af samfélaginu hverju sinni en meira og minna öll lögfræðileg vinna felst í að taka ákvarðanir og vinna að, fyrir og með hagsmuni fólks. Það er skrýtið til þess að hugsa að það séu nítján ár síðan ég útskrifaðist frá lagadeild 62

Háskóla Íslands með cand. jur. próf. Ég hugsa til háskólaáranna með mikilli hlýju. Á þeim tíma sem ég hóf laganámið var aðeins einn skóli sem kenndi lögfræði, Háskóli Íslands. Með tilkomu laganáms við Háskólann í Reykjavík breyttist námið talsvert og færðist í nútímalegra horf en áður var. Ég fann því vel fyrir breytingu námsins til hins betra. Síðan hafa fleiri háskólar stofnað lagadeildir og mikið vatn runnið til sjávar í faginu sjálfu. Ég hef starfað við fagið frá útskrift, að mestu innan lögreglu, en einnig verið formaður Stéttarfélags lögfræðinga frá árinu 2008. Ég hef því nánast allan minn starfsferil starfað í almannaþjónustu. Eins og ég nefndi fyrr í greininni þá felst vinna okkar lögfræðinganna meira og minna í því að taka ákvarðanir í þágu fólks og fara með hagsmuni þess, oftast, því miður þegar í harðbakkann slær og fólk sér ekki annan valkost en að kalla til aðstoðar sérfræðinga. Oft er fólkið sem leitar til lögfræðinga eða lögfræðingar fást við, ekki í sínu besta formi og á erfiðum stundum í sínu lífi. Lögfræðin er grein innan félagsvísindasviðs. En hvað eru félagsvísindi? Á vef Wikipedia er hugtakið félagsvísindi


skilgreint á eftirfarandi hátt: Félagsvísindi er flokkur vísindagreina sem fást við rannsóknir á samfélagi manna. Innan félagsvísinda eru þannig jafnan taldar greinar á borð við félagsfræði og mannfræði og eftir atvikum aðrar greinar eins og stjórnmálafræði, kynjafræði, sálfræði, lögfræði, viðskiptafræði, hagfræði, sagnfræði, landfræði og samskiptafræði. Stundum eru þessar síðarnefndu greinar þó taldar til annarra flokka eins og hugvísinda (t.d. sagnfræði) eða heilbrigðisvísinda (t.d. sálfræði). Félagsvísindi eru því regnhlífarhugtak yfir ýmsar greinar sem ekki teljast til náttúruvísinda og eiga það sameiginlegt að fjalla um manninn og mannleg samfélög.

Þar sem ég hef talsvert sérhæft mig í málefnum er varða heimilisofbeldi og mansal og unnið að þróun starfa lögreglu í þeim málaflokkum þá hefur mér verið afar hugleikin hegðun fólks og samfélagsins alls. Þar sem fræðigreinin lögfræði er ekki raunvísindi getum við ekki leitað svara við lögfræðilegum spurningum eins og þær séu einföld reikningsdæmi. Ákvarðanir lögfræðinga eiga vitaskuld að byggjast á lögum hverju sinni. Lögin taka svo breytingum í tímans rás, sem betur fer, stundum í takt við breytingar í samfélaginu en stundum seinna. Það er mín skoðun að almennt eigi löggjafinn að vera að

hluta til íhaldssamur og ekki ana að breytingum en hins vegar þarf umræðan ávallt að vera til staðar um það sem betur má fara, um það hvort einhver lög séu barns síns tíma, því lögin eru jú mannanna verk og þeim má breyta. Við ákvarðanatöku hverju sinni hafa lögfræðingar oft á tíðum talsvert mat byggt á ramma laga hverju sinni. En hvernig metum við aðstæður, löggerninga, mál o.s.frv.? Á hverju grundvallast mat okkar? Það eru gríðarlega margir þættir sem koma til við matið hverju sinni. Svo örfáir þættir séu nefndir þá grundvallast mat

einstaklings hverju sinni á þekkingu hans á viðfangsefninu, félagslegum bakgrunni, gildum hans, lífsskoðunum og mörgum fleiri þáttum. Með vísan til framangreinds er það að mínu mati afar nauðsynlegt að lögfræðingar þrói með sér 63


nægilegan þroska og þekkingu á mannlegu eðli og ríka samskiptafærni því þessir þættir skipta miklu við það mat sem lögfræðingar hafa innan ramma laganna og hafa áhrif á hlutlægni þeirra. Að greina sig frá viðfangsefninu og meta atvik á hlutlægan hátt skiptir miklu máli, sér í lagi í almannaþjónustu. En þá kemur einmitt spurningin upp um hvort lögfræðin og laganámið sé að taka mið af þróun og þroska samfélagsins, sér í lagi í aðdraganda og við innreið fjórðu iðnbyltingarinnar. Er í laganáminu nægilega hugað að persónuþroska, þekkingu á mannlegu eðli og samskiptafærni? Ég ætla ekki að svara þeirri spurningu í þessari grein en tel vert að veita því eftirtekt og skoða vel, hvort rými sé til þróunar. Til laganema sem senn hefjið ykkar starfsferil; Með hliðsjón af öllu því sem ég hef nefnt hér að framan finnst mér áhugavert að velta fyrir sér máltækinu „ungur nemur, gamall temur“ og hvort það hugtak sé ef til vill barns síns tíma. Þegar Hæstiréttur Íslands var stofnaður tvöfaldaðist öll þekking mannkyns á 100 ára fresti. Við lifum á tímum þar sem öll þekking mannsins tvöfaldast á þrettán mánaða fresti og talið að tvöföldun þekkingar muni eiga sér stað á tólf klukkustunda fresti fyrir árið 2040. Þeir sem hafa rutt braut lýðræðis og framfara eiga miklar þakkir skildar. Höfum samt hugfast, sérstaklega með tilliti til framfara í þekkingu, þróun og þroska samfélaga og mannkynsins alls, að þá eru

þið sem yngri eruð oft alls ekki síður til þess fallin að ryðja braut framtíðarinnar og megið gæta að því að þið séuð ekki „tamin“ um of af þeim „gömlu“. Ef ég get ráðlagt ykkur eitthvað þá er það að fylgja innsæi ykkar og sannfæringu og viðhafa gagnrýna hugsun, bæði í námi og starfi. Hafið hugfast að við erum oftast að fást við fólk og hagsmuni fólks sem á mikið undir, oft á þeirra erfiðustu stundum. Ykkar er framtíðin og gangi ykkur ætíð sem allra best.


Við erum alls staðar!

REYKJAVÍK Suðurlandsbraut 52 mán. - lau. 11:00 - 20:00 sunnudaga. 13:00 - 18:00

AKUREYRI Gránufélagsgata 4 mán. - lau. 11:00 - 20:00 sunnudaga. 13:00 - 17:00

REYÐARFJÖRÐUR Búðareyri 28 mán. - lau. 14:00 - 19:00 sunnudaga. 14:00 - 18:00

SAUÐÁRKRÓKUR Kaupvangstorg 1 mán. - föst. 11:00 - 19:00 Lokað um helgar

FRÍ HEIMSENDING EF VERSLAÐ FYRIR 5000 KR EÐA MEIRA.


TABULA GRATULATORIA

Dagur Fannar Jóhannesson Varaformaður Orators

Kristrún Vala Kristinsdóttir Alþjóðaritari Orators emeritus

Edda Hulda Ólafardóttir Skemmtanastýra Orators

Lísbet Sigurðardóttir Funda- og menningarmálastjóri Orators emeritus

Erna Aradóttir Alþjóðaritari Orators

Sóldís Rós Símonardóttir Skemmtanastýra Orators emeritus

Guðjón Andri Jónsson Formaður Orators

Thelma Christel Kristjánsdóttir Ritstýra Úlfljóts emeritus

Gunnar Smári Þorsteinsson Ritstjóri Úlfljóts

Thelma Hlíf Þórsdóttir Formaður Orators emeritus

Gunnar Trausti Eyjólfsson Gjaldkeri Orators

William Fr Huntingdon-Williams Ritstjóri Úlfljóts emeritus

Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Funda- og menningarmálastjóri Orators

Aðalheiður Aðalsteinsdóttir Laganemi

Árni Freyr Sigurðsson Gjaldkeri Orators emeritus

Alex Þór Sigurðsson Laganemi

Brynjar Páll Jóhannesson Varaformaður Orators emeritus

Atli Már Eyjólfsson Laganemi

Brynjólfur Sigurðsson Varaformaður Orators emeritus

Bjarni Rósar Laganemi

Elvar Austri Þorsteinsson Gjaldkeri Orators emeritus

Björk Jónsdóttir Laganemi

Fjölnir Daði Georgsson Funda- og menningarmálastjóri Orators emeritus

Dagbjört Ýr Kiesel Laganemi

Hanna Björt Kristjánsdóttir Alþjóðaritari Orators emeritus

Elísa Egilsdóttir Laganemi

Jóhannes Tómasson Ritstjóri Úlfljóts emeritus

Ernir Guðmundsson Laganemi

67


TABULA GRATULATORIA

Guðmundur Skarphéðinsson Laganemi

Gunnar Gíslason Lögspekingur

Guðný Ósk Þórðardóttir Laganemi

Aðalheiður Jóhannsdóttir Prófessor við HÍ

Ingigerður Bjarndís Írisar Ágústsdóttir Laganemi

Ása Ólafsdóttir Prófessor við HÍ

Katrín Birna Kristensen Laganemi

Björg Thorarensen Prófessor við HÍ

Kristín Alfa Arnórsdóttir Laganemi

Brynhildur G. Flóvenz Dósent við HÍ

Kristrún Helga Valþórsdóttir Laganemi

Eyvindur G. Gunnarsson Prófessor við HÍ

Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir Laganemi

Hrefna Friðriksdóttir Prófessor við HÍ

Magnea Gná Jóhannsdóttir Laganemi

Kristín Benediktsdóttir Dósent við HÍ

Magnús Geir Björnsson Laganemi

Trausti Fannar Valsson Dósent við HÍ

Marta María Halldórsdóttir Laganemi

Benedikt Bogason Hæstaréttardómari

Ólafur Björn Sverrisson Laganemi

Helgi Ingólfur Jónsson Hæstaréttardómari

Sara Björg Kristjánsdóttir Laganemi

Karl Axelsson Hæstaréttardómari

Þórður Ingi Oddgeirsson Laganemi

Ólafur Börkur Þorvaldsson Hæstaréttardómari

Ægir Örn Arnarson Laganemi

Árni Freyr Árnason ADVEL lögmenn

68


TABULA GRATULATORIA

Guðmundur Siemsen ADVEL lögmenn

Gestur Gunnarsson Draupnir lögmannsþjónusta

Kristinn Hallgrímsson ADVEL lögmenn

Erna K. Blöndal Félagsmálaráðuneytið

Óskar Norðmann ADVEL lögmenn

Guðmundur Ómar Hafsteinsson Fortis

Ragnar Guðmundsson ADVEL lögmenn

Halldór Hrannar Halldórsson Fortis

Sigurður Valgeir Guðjónsson ADVEL lögmenn

Sif Thorlacius Fortis

Stefán Þór Ingimarsson ADVEL lögmenn

Kristján B. Thorlacius Fortis

Bjarki H. Diego BBA//Fjeldco

Aðalbjörg Guðmundsdóttir Heilbrigðisráðuneytið

Einar Brynjarsson BBA//Fjeldco

María Sæmundsdóttir Heilbrigðisráðuneytið

Hafliði K. Lárusson BBA//Fjeldco

Rögnvaldur G. Gunnarsson Heilbrigðisráðuneytið

Halldór Karl Halldórsson BBA//Fjeldco

Sigurður Kári Árnason Heilbrigðisráðuneytið

Sigvaldi Fannar Jónsson BBA//Fjeldco

Sævar B. Kjartansson Heilbrigðisráðuneytið

Stefán Björn Stefánsson BBA//Fjeldco

Gestur Jónsson Mörkin Lögmannstofa

Sölvi Sölvasson BBA//Fjeldco

Gunnar Jónsson Mörkin Lögmannstofa

Þórir Júlíusson BBA//Fjeldco

Ragnar H. Hall Mörkin Lögmannstofa

69


TABULA GRATULATORIA

Árnína St. Kristjánsdóttir Nasdaq

Björgvin Halldór Björnsson Lögfræðistofa Reykjavíkur

Magnús Kristinn Ásgeirsson Nasdaq

Tómas Jónsson Lögfræðistofa Reykjavíkur

Andri Andrason Juris

Guðrún H. Brynleifsdóttir Lögfræðistofa Reykjavíkur

Edda Andradóttir Juris

Hildur S. Pálmadóttir Aðstoðarsaksóknari hjá LRH

Pétur Már Jónsson Kollekta

Hulda Elsa Björgvinsdóttir Sviðsstjóri hjá LRH

Einar Jónsson Kvasir Lögmenn

Kristín Jónsdóttir Aðstoðarsaksóknari hjá LRH

Gunnar Viðar LEX

Hilmar Magnússon Lögskil

Helgi Þór Þorsteinsson LEX

Betzy Ósk Hilmarsdóttir Lögskil

Heiðar Ásberg Atlason LOGOS

Bjarki Þór Sveinsson MAGNA lögmenn

Hjördís Halldórsdóttir LOGOS

Daníel Isebarn Ágústsson MAGNA lögmenn

Ólafur Eiríksson LOGOS

Einar Farestveit MAGNA lögmenn

Ólafur Arinbjörn Sigurðsson LOGOS

Flóki Ásgeirsson MAGNA lögmenn

Guðjón Ármann Jónsson Lögborg

Gunnar Ingi Jóhannsson MAGNA lögmenn

Jón Ármann Guðjónsson Lögborg

Kristín Ólafsdóttir MAGNA lögmenn

70


Páll Rúnar Mikael Kristjánsson MAGNA lögmenn Þórður Bogason MAGNA lögmenn Fanney Rós Þorsteinsdóttir Ríkislögmaður Ólafur Helgi Árnason Ríkislögmaður Soffía Jónsdóttir Ríkislögmaður Hákon Zimsen Seðlabankinn

sTYRKTARLIN-

TABULA GRATULATORIA

Kristín Ólafsdóttir MAGNA lögmenn

Gildi lífeyrissjóður Héraðsdómur Reykjaness Héraðsdómur Vesturlands Jónatansson & Co Lagahvoll Lögmannsstofan LOG Nordik lögfræðiþjónusta Sjúkraþjálfun Reykjavíkur Stéttarfélag lögfræðinga Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra Sýslumaðurinn á Vestfjörðum

Ragnar Árni Sigurðarson Seðlabankinn

Sýslumaðurinn á Vesturlandi

Viktor H. Hólmgeirsson Vörður

71


Opiรฐ

Virka daga 08:30-18:00 laugardaga 11:00-13:00

Hringbraut 119 - s: 562 7740 - Erum รก Facebook


Heima er best. Hjá okkur hugsar þú um þig og þína meðan við sjáum um húsumsjónina og viðhaldið. Er nýja heimilið þitt kannski hjá okkur?

heimavellir.is


Making our world more productive

AGA er Linde.

IÐNAÐARSVIÐ | VERKFRÆÐISVIÐ | HEILBRIGÐISSVIÐ Linde á íslandi er hluti af Linde Group, leiðandi fyrirtæki á heims­ vísu á sviði iðnaðargastegunda.

Verkfræðisvið okkar er leiðandi í byggingu heildarlausna fyrir iðnað.

Linde Gas ehf. Breiðhöfða 11, 110 Reykjavík Sími 577 3000, Netfang sala.is@linde.com , www.linde-gas.is

Hæfur samstarfsaðili á sviði lyfjagastegunda og meðferða.


Óskum höfundum til hamingju með nýútkomin rit!

Ása Ólafsdóttir

Trausti Fannar Valsson

Páll Hreinsson

Þorgeir Örlygsson

Eyvindur G. Gunnarsson

Karl Axelsson

Stefán Már Stefánsson

Víðir Smári Petersen


Í fremstu röð í hundrað og þrettán ár. Við sérhæfum okkur í þjónustu við íslenskt og alþjóðlegt viðskiptalíf og erum jafnframt sú lögmannsstofa á Íslandi sem á sér lengsta sögu. Heiðarleiki, fagmennska og metnaður er sá grunnur sem velgengni okkar byggir á.

Efstaleiti 5 · 103 Reykjavík · 540 0300 · logos.is · logos@logos.is

76

Profile for Ingigerður Bjarndís Írisar Ágústsdóttir

Hátíðarrit Orators 2020  

Hátíðarrit Orators 2020  

Advertisement

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded