Hugvit og Hönnun 4. tölublað, 6. árgangur

Page 1

Frítt eintak

4.tölublað, 6.árg. 2012 ● www.LandogSaga.is Skipulag & byggingar

Heimili & arkitektúr

Heilsa

Matur & vín

Hönnun & handverk

Listir & mENNING

Bílar & tæki

FerðIR & þjónusta

Gl sileg

íslensk hönnun

Sælkeramatur Gleði til munns og maga

Orkupóstar Hleðslutæki fyrir vistvæna bíla komnir til landsins

Yfirflugumferðarstjórinn Þórdís Sigurðardóttir

Viðtöl


2 HUGVIT OG HÖNNUN 4.TBL 2012

Hugvit og Hönnun er með nokkrum jólablæ að þessu sinni – eins og vera ber. Engu að síður höldum við stefnu okkar hvað varðar efnisflokka blaðsins. Viðtalið að þessu sinni er við yfirflugumferðarstjóra Isavia, Þórdísi Sigurðardóttur, sem stjórnar einu stærsta flugstjórnarsvæði í heimi, rekur sitt heimili með myndarbrag og syngur sig inn í jólin. Við fáum að vita allt um Evans orkupóstana til að hlaða rafmagnsbíla og eru nú loksins komnir til landsins. Einnig forvitnumst við um það hvaða tryggingarfélag er að koma til móts við eigendur vistvænna bifreiða. Matarumfjöllunin að þessu sinni er klárt og kvitt á sælkeralínunni. Ekkert hugsað um hitaeiningar og aðhald, heldur nautnir til munns og maga; fáum uppskriftir frá gæðakokkum og splæsum okkar eigin uppáhalds uppskriftum. Og auðvitað höfum við valið okkur jólavín. Við kynnum hönnun af öllu mögulegu tagi: Ljómandi fylgihluti, nýja íslenska skólínu, fallega hönnun í klassískum verslunum. Við erum trú þeirri ekki-stefnu okkar að fjalla ekki um peninga, ekki um pólitík og ekki um þessa fimmtíu frægu. Við kynnum til sögunnar skapandi einstaklinga, fólk í áhugaverðum störfum og þá sköpun sem snýr hjóli tímans áfram meðal þjóðarinnar, þótt þess sjáist sjaldnast merki í hinum hefðbundnu fjölmiðlum. Á þeim tíma sem liðinn er frá því kreppan brast á, hefur orðið mikil hugarfarsbreyting hér á landi. Það er sagt að neyðin kenni naktri konu að spinna og lötum manni að vinna – og það má vissulega færa rök fyrir því að kreppuni hafi fylgt andrými fyrir hinn skapandi einstakling sem þurft hefur að nota allt sitt hugvit til að komast af. Ef þjóðin kemst einhvern tímann út úr kreppunni, verður það vegna þessarar skapandi orku sem hún býr yfir og er viljug til að nýta.

Njótið aðventunnar og eigið gleðileg jól! Súsanna Svavarsdóttir ritstjóri

Vertu eldklár um jólin

Höldum brennanlegum efnum fjarri jólaljósum

Skúlagötu 21 · 101 Reykjavík · Sími: 591 6000 · mvs.is · mvs@mvs.is

Hugvit og Hönnun fjórða tölublað, tvöþúsund og tólf www.landogsaga.is útgáfufélag land & saga ehf. / útgefandi og framkvæmdastjóri einar þorsteinsson, einar@landogsaga.is / ritstjóri súsanna svavarsdóttir, susannasvava@landogsaga.is / hönnun sigrún pétursdóttir & svafar helgason / markaðs- & sölustjórn erna sigmundsdóttir, erna@icelandictimes.com / sala elín bára einarsdóttir, hrönn kristbjörnsdóttir, elín sigríður ármannsdóttir, delphine briois, anna margrét björnsdóttir, sigurlaug ragnarsdóttir / ljósmyndarar einar ólason, gabriel rutenberg, súsanna svavarsdóttir prentun landsprent / blaðamenn sigrún pétursdóttir, súsanna svavarsdóttir, vignir andri guðmundsson / próförk guðbrandur siglaugsson / myndbandagerð gabriel rutenberg / dreifing helgarútgáfa morgunblaðsins / forsíðumynd úr safni


4 HUGVIT OG HÖNNUN 4.TBL 2012

2. einfaldlega betri kostur

Jólagjafa-

hugmyndir

6.995

3.

1. 7.

3.995

frá

5.995

ILVA Flokkur 3. Ýmsar gerðir og stærðir 3.995,-

795

VILLAge Keramik hús m/perustæði. H20 cm 5.995,- H25 cm 6.995,-

spIgA 24 karata gullhúð. Hnífur, gaffall, matskeið 995,- Teskeið 795,-

2.995

6.

A ventuhorn fru Ernu .... 5.

Texti: Sigrún Pétursdóttir Ljósmyndir: úr safni

Í

skammdegi næstu daga má dunda sér við ýmislegt, enda jólin ekki langt undan og gott að minnast þess að hefðbundnir hlutir geta fengið á sig skemmtilega mynd ef ímyndunaraflinu er gefinn laus taumurinn. 1.Kransar eru nauðsynlegir um þetta leyti og vel hægt að setja slíka gripi saman úr því sem hendi er næst. 2.Kertin sem tákna aðventuna er einnig hægt að setja upp á margvíslegan hátt, en hér hefur frú Erna sett aðventukerti upp á haglegan og einfaldan hátt í stað hefðbundins krans og er útkoman afar smart. 3. Jólakertin geta verið með ýmsu móti og náttúran

4. 7.995

3.995

cHRIstmAs Jólatré m/glerperlum. H 35 cm 9.995,- H 30 cm 7.995,-

top gun Kanna m/byssuhandfangi L15,5 cm 3.995,-

14.995

7.995

4.995

9.900

KeLIm Púði, 60 x 60 cm. Ýmis mynstur 14.995,-

BucKet Borðlampi, svartur. Málmur. H 44 cm 7.995,-

BeAR Bangsi, sparibaukur. 3 teg. H 22 cm 4.995,-

HALLow Kollur, ýmsir litir. H 46 cm 9.900,-

4.995

1.995

7.995

BIRd Skrautfugl silfraður. 2 tegundir. 31 x 20 cm 4.995,-

cIty LIfe Áprentaður vasi. H27 cm 1.995,Áprentuð krús m/loki. H25 cm 2.995,-

KnIt Ábreiða 130 x 170 cm. 100% bómull. Ýmsir litir 7.995,-

endalaus brunnur hönnunar. 4. Annað dæmi um skemmtilega uppsetningu aðventukerta sem fá vel notið sín. 5. Hér hefur gamla trölladeigið fengið uppreisn æru, lakkað og puntað. 6.Piparkökudrengir eru mörgum kunnir og upplagt að skella í nokkra slíka. Uppskriftir að þessum elskum má ma. finna á vefsíðu Mörthu Stewart. 7.Jólastjörnur og annað upphengelsi er ákaflega gaman að föndra og þetta getur hver maður, vopnaður skærum lími og pappír.

Gleðileg jól.

25%

afsláttur af öllum jólaljósum Christmas jólastjarna LUNA. fram til Ø70 cm 12.995,- nÚ 9.745,Ø92 cm 16.995,- nÚ 12.745,jóla Ath. pera og perustæði selt sér. Bjóðum uppá vaxtalaust lán til 6 mánaða

sendum um allt land

Tilboð Heitt súkkulaði og vaffla með rjóma og sultu. Áður 1.070,-

nÚ 795,Christmas jólastjarna NEMO. Ø40 cm 12.995,- nÚ 9.745,Ø54 cm 17.995,- nÚ 13.495,Ath. pera og perustæði selt sér.

Christmas ljósasería, inni. 20 ljós 495,- nÚ 370,- 50 ljós 945,- nÚ 695,- 100 ljós 1.595,- nÚ 1.195,- 200 ljós 2.995,- nÚ 2.245,-

ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík s: 522 4500 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 www.ILVA.is

TILBOÐ


6 HUGVIT OG HÖNNUN 4.TBL 2012

Fagun sem gle ur auga Texti: Súsanna Svavarsdóttir Ljósmyndir: úr safni

EPAL hefur allt tíð stutt íslenska hönnuði og lagt sig fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu auk þess sem starfsemi EPAL hefur aukið skilning og áhuga Íslendinga á hönnun.

F

alleg hönnun og fágun er það sem fyrst kemur upp í hugann þegar minnst er á EPAL. Það er óhætt að segja að hver einasti munur í versluninni gleðji augað. Frá því verslunin var stofnuð fyrir hátt í fjörutíu árum, hefur markmið EPAL verið að auka skilning og virðingu Íslendinga á góðri hönnun og gæðavörum, meðal annars með því að bjóða viðskipavinum sínum þekktar hönnunarvörur frá Norðurlöndum og víðar. Þótt grunnurinn í EPAL sé klassísk hönnun eru eigendur verslunarinnar ávallt með augun opin fyrir nýjum hönnuðum – hvort heldur er íslenskum eða erlendum – sem uppfylla þá hönnunar- og gæðastaðla sem EPAL gerir kröfur um. Meðal hönnuða verslunarinnar eru skandinavísk fyrirtæki og hönnuðir sem hafa sannað sig í gegnum tíðna – hvort heldur er

í húsgagna- eða gjafavöruhönnun. Einnig ítalska hönnun sem fellur að þeirri línu sem EPAL hefur markað sér. EPAL hefur allt tíð stutt íslenska hönnuði og lagt sig fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu auk þess sem starfsemi EPAL hefur aukið skilning og áhuga Íslendinga á hönnun. „Það kemur fjöldi hönnuða til okkar í hverri viku með hugmyndir sínar og við metum hverju sinni, hvot þær passi inn í okkar hugmyndafræði,“ segir Kjartan Páll Eyjólfsson, framkvæmdastjóri. EPAL hefur dafnað vel og nú eru þrjár EPAL-verlsanir á Íslandi; höfuðstöðvarnar í Skeifunni, í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og nú síðast var opnuð verslun í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsinu við Reykjavíkurhöfn. Þar njóta hönnunarvörur EPAL sín vel í umhverfinu sem húsið skapar. www.epal.is

Dúnúlpur og mjúkir skór Texti: Súsanna Svavarsdóttir Ljósmyndir: úr safni

„Allt okkar starfsfólk er þjálfað til þess að geta veitt hvers konar upplýsingar um vörurnar okkar. Það hefur mikla reynslu og vöruþekkingu. Á seinustu árum höfum við séð þjónustustig lækka nokkuð í samfélaginu – og viljum spyrna fótum gegn því. Við viljum vera í fremstu röð hvað varðar gæði vörunnar og þjónustu fyrirtækisins.

S

portís, ein stærsta sportvöruheildsala landsins, flutti í september síðastliðnum í Mörkina 6 í Reykjavík. Fyrirtækið hefur umboð fyrir nokkur af helstu vörumerkjum heims, t.d. Casall, Teva, Asics, Canada Goose, Eastpak, Ketch, Seafolly, Sigg og Kangool. Markmið fyrirtækisins í upphafi var að flytja inn og dreifa aðeins sportmerkjum en hefur á síðustu árum bætt við sig umboðum fyrir annars konar vörur að auki, aðallega útivistarvörum. Skúli Jóhann Björnsson, framkvæmdastjóri og eigandi segir Sportís leggja áherslu á vönduð vörumerki. Meðal þess útivistarfatnaðar sem verslunin í Mörkinni býður upp á er mikið úrval af hinum frægu Canada Goose dúnúlpum. Auk þess annan útivistarfatnað sem hentar íslenskum aðstæðum einkar vel. Asics hlaupaskórnir eru vinsælustu hlaupaskórnir á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Þeir eru útfærðir til að vera hin fullkomna lausn fyrir hlaupara, með gelpúðum undir hælum og tábergi. Skúli segir Asics skóna í sífelldri þróun enda hafi þessir japönsku framleiðendur heilu íþróttavellina til þess eins að þróa vörulínur sínar. Sportís var stofnað árið 1983 og er því með elstu heildverslunum á sínu sviði hér á landi. Síðar komu Skúli og kona hans Cintamani á laggirnar en seldu það og flutti með Sportís í Mörkina. „Við leggjum mikla áherslu á vöruþekkingu og góða þjónustu við viðskiptavini okkar,“ segir hann. „Allt okkar starfsfólk er

Gefðu hlýju í jólagjöf! 100% kanadísk gæði alvöru dúnúlpur!

þjálfað til þess að geta veitt hvers konar upplýsingar um vörurnar okkar. Það hefur mikla reynslu og vöruþekkingu. Á seinustu árum höfum við séð þjónustustig lækka nokkuð í samfélaginu – og viljum spyrna fótum gegn því. Við viljum vera í fremstu röð hvað varðar gæði vörunnar og þjónustu fyrirtækisins. Við viljum að viðskiptavinir okkar fari glaðir út og komi aftur glaðir næst þegar þá vanhagar um vöru sem við höfum upp á að bjóða.“ Og það er óhætt að mæla með gjafabréfi frá Sportís í jólapakkann hjá íþrótta- og útivistarfólkinu. www.sportis.is

SPORTÍS OPNUNARTÍMI: MÁN - FÖS.: 10-18. LAU.: 12-16. MÖRKIN 6

108 REYKJAVÍK

S:520-1000

SPORTIS.IS


Skeifunni 8 og kringlunni sími 588 0640

Hjarta silfur

casa@casa.is • www.casa.is

lítið kr. 2.450 kr. 2.990,

kr .3.990,-

Casa er MEÐ ÚRVAL JÓLAGJAFA Í ÁR

kr. 6.450

Vantsglös kr. 2.490 Vatnskarafla kr. 7.890

Skál 21 cm kr .4.950 Skál 26 cm kr .6.950 Aðventukrans Gull kr.22.950 Silfur kr. 16.550

Bangsabaukur stór kr. 4.990,Bangsabaukur lítill kr. 2.490

kr. 7.290 kr. 5.250

kr. 1.990

KR. 12.350 Kökudiskur 19 cm kr. 2.350 kr. 21.500

kr. 2.990 kr. 3.650

kr. 5.590

kr. 2.990

kr. 2.990


10 HUGVIT OG HÖNNUN 4.TBL 2012

Nu vilja allir dansa me ! Texti og ljósmyndir: Sigrún Pétursdóttir

R

Nú geta lesendur hvar sem er í heiminum, sótt sér lesefni á vefsíðunni www.asutgafan.is en þar má finna 200 rafbækur auk þess sem 5 nýjar koma í hverjum mánuði. Bæði gamlar og nýjar útgáfur eru fáanlegar gegn vægu gjaldi en ákveðið hefur verið að gefa nokkrar eldri og vel valdar rafbækur til niðurhals – ókeypis !

ósa Vestfjörð Guðmundsdóttir er mörgum kunn sem drottning ástarsagnanna en hún hefur staðið pliktina við útgáfu þeirra í bráðum þrjátíu ár. Í samtali komst blaðamaður að því að Rósa er með samning við Harlequin Enterprise, stórveldi í bókaútgáfu og fær þaðan senda sextíu titla mánaðarlega sem hún rennir sjálf í gegnum og velur úr þeim fimm stykki sem eru hvað álitlegust. Í prentun fara svo fjórar bækur og eitt tímarit í hverjum mánuði, 2000 eintök af hverjum titli sem Rósa og Kári maður hennar keyra út í verslanir enda persónuleg þjónusta við viðskiptavini þeim ofarlega í huga.

Nú vilja allir dansa með þegar kemur að rafbókum Rafbækur eru á hinn bóginn að verða vinsælli með hverjum deginum og eru rafbækur Rauðu ástarsagnanna þar ekki undanskildar. Nú geta lesendur hvar sem er í heiminum, sótt sér lesefni á vefsíðunni www.asutgafan.is en þar má finna 200 rafbækur auk þess sem 5 nýjar koma í hverjum mánuði. Bæði gamlar og nýjar útgáfur eru fáanlegar gegn vægu gjaldi en ákveðið hefur verið að gefa nokkrar eldri og vel valdar rafbækur til niðurhals – ókeypis - svo nú eru komnar 6 fríar rafbækur sem fólk getur prufað að hala niður! Lesendahópurinn er ótrúlega breiður. Karlmenn til dæmis, eru hrifnir af þeim bókum sem hægt er að nálgast á vefsíðu rauðu ástarsagnana, þá sérstaklega úr flokknum ást og afbrot - enda hreinræktaðar spennusögur, hentugar í I-padinn!

Þær enda líka allar vel segir Rósa að lokum glettin á svip. Það fer ekki út bók sem endar ekki vel.

www.asutgafan.is Alþjóðleg viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í framleiðslu í rúmum og springdýnum.

fyrir vel sofandi fólk Texti: Súsanna Svavarsdóttir Ljósmyndir: úr safni

RB rúm hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir hönnun sína, meðal annars alþjóðlegu verðlaunin á International Quality Crown Awards í London fyrir vandaða framleiðslu og markaðssetningu. Þetta eru stór verðlaun og aðeins eitt fyrirtæki í hverri grein hlýtur þau ár hvert. Ekki er hægt að sækja um að verða tilnefnd heldur verður einhver að tilnefna fyrirtæki sem skarar fram úr.

ÍSLENSK HÖNNUN

S

ælurúm, brúðarrúm, ein­stak­­lings­­rúm og fermingarrúm eru meðal þeirra valkosta sem bjóðast í RB rúmum – einu þekktasta og virtasta fyrirtæki landsins. Stofnað árið 1943 og því tæpra sjötíu ára gamalt, hefur R.Brúm tryggt heilu kynslóðunum góðan nætursvefn. Að ekki sé talað um gesti allra þeirra hótela og gistiheimla sem bjóða upp á RB rúm. Þekktast er fyrirtækið fyrir RB springdýnurnar en þær hafa verið framleiddar hér á landi í 66 ár. Hægt er að velja um fjórar tegundir af springdýnum: RB venjulegar; Ull-deluxe; Superdeluxe og Grand-deluxe. Fjórir stífleikar eru í boði á allar þessar fjórar tegundir; mjúk, medíum, stíf og extrastíf, allt eftir óskum hvers og eins. Fyrirtækið getur breytt stífleika springdýnanna og er eina þjónustufyrirtækið á sínu sviði sem býður endurhönnun á springdýnum eftir áralanga notkun. RB rúm framleiðir einnig sérhannaðar sjúkradýnur. Springdýnurnar frá RB rúmum eru og hafa verið í fjöldamörgum rúmum ánægðra og vel sofandi Íslendinga í gegnum árin. Einstaklingsrúmin fást í mörgum stærðum. Reyndar býður fyrirtækið upp á þá afbragðs þjónustu að hanna rúmið eftir óskum og hugmyndum viðskiptavinarins. RB rúm hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir hönnun sína, meðal annars alþjóðlegu verðlaunin á International Quality Crown Awards í London fyrir vandaða framleiðslu og markaðssetningu. Þetta eru stór verðlaun og aðeins eitt fyrirtæki í hverri grein hlýtur þau ár hvert. Ekki er hægt að sækja um að verða tilnefnd heldur verður einhver að tilnefna fyrirtæki sem skarar fram úr.

í áraraðir hefur ragnar Björnsson ehf. framleitt rúm af öllum stærðum og gerðum, allt eftir óskum viðskiptavina. við ráðleggjum fólki að hafa tvær dýnur í öllum hjónarúmum og tengja dýnurnar saman með rennilásum. Mismunandi stífleika er hægt að velja allt eftir þyngd þeirra sem á

Hjá RB rúmum er mikið lagt upp úr góðri þjónustu. Markmiðið er að viðskiptavinurinn fái þar bæði sterkari og endingarbetri vöru en fæst annars staðar. Inni í þeirri þjónustu er endurnýjun á RB springdýnum – en afar sjaldgæft er að slíkar dýnur séu hannaðar fyrir endurnýjun. Auk rúmanna, sérhæfa RB rúm sig í hönnun á bólstruðum rúmgöflum, náttborðum og fleiri fylgihlutum, til dæmis fallegum og vönduðum sængurfatnaði og rúmteppum. Einnig er þar boðið upp á viðhald á springdýnum og eldri húsgögnum.

www.rbrum.is

dýnunum hvíla. Þú velur rétta hæð á rúmið þitt og stígur létt framúr. Mikið úrval af öllum tegundum rúma. hafið samband við sölumenn okkar fyrir frekari upplýsingar.

Opið alla virka Daga frá 8 - 18 Og á laugarDöguM frá 10 - 14

rB rÚM

Dalshraun 8

220 hafnarfirði

www.rBruM.is

síMi 555 0397


1975–2012

Luna Ba-01

Hreiður

G.Á húsgögn Við tökum málin þín í okkar hendur Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og fljóta og góða þjónustu. Ef þig vantar falleg húsgögn fyrir heimilið eða fyrirtækið þá eigum við réttu húsgögnin fyrir þig.

Perla

Geitir

Stóll á mynd: Rania

Ármúla 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn.is | www.gahusgogn.is

Sindrastóllinn


14 HUGVIT OG HÖNNUN 4.TBL 2012

HUGVIT OG HÖNNUN 4.TBL 2012 15

Erfitt valferli Staðan hefur vissulega breyst. Í dag eru rúmlega 30% flugumferðarstjóra konur. Það er þó ekki hlaupið í þetta starf, erfitt að komast í námið og enn erfiðara að komast í gegnum það. Það hefur ekkert breyst þótt nú fari allt nám íslenskra flugumferðarstjóra fram á Íslandi. Þegar Þórdís er spurð hvað sé svona erfitt segir hún: „Það eru margir sem sækja um og inntökuprófin eru erfið. Þegar ég hóf nám fannst mér valferlið mjög erfitt. Við fórum í gegnum bókleg próf og verkleg streitupróf, almennt viðtal og sálfræðiviðtal. Af stórum hópi umsækjenda, stóðu örfáir eftir. Í dag fer grunnnámið fram hjá einkaskólum og þú þarft að ljúka námi þaðan áður en þú getur sótt um að komast í námið hjá Isavia. Þá þarftu að fara í gegnum svipað valferli og ég fór í gegnum. Flugstjórnarmiðstöðin tekur að meðaltali inn fjóra nýja nema í flugumferðarstjórn á ári. Þótt krakkarnir klári grunnnámið, er því ekkert á vísan að róa.“ Þórdís talar um almenn viðtöl og sálfræðiviðtöl. Hvað þarf flugumferðastjóri að hafa til að bera, annað en góða námshæfileika? „Flugumferðarstjóri þarf að hafa góða skipulagshæfileika sem hann notar upp að vissu marki vegna þess að hann þarf líka að vera sveigjanlegur. Hann þarf að vera ábyrgðarfullur. Hann þarf að geta þolað mikið sem lítið álag; hann þarf að geta haldið vöku sinni þótt álag sé lítið og hann þarf að halda einbeitingu, snerpu og hafa hæfni til að forgangsraða þegar umferð er mikil. Flugumferðarstjóri þarf að vera samviskusamur og kunna að fara eftir reglum. Hann þarf að vera í góðu andlegu og líkamlegu ásigkomulagi til að takast á við starfið sitt og hann þarf að geta tekist á við það, hvernig sem honum líður.“

Miklar kröfur – aldrei þakkir

Texti: Súsanna Svavarsdóttir Ljósmyndir: Einar Ólason

Íslenska flugstjórnarsvæðið er eitt stærsta flugstjórnarsvæði í heimi, nær frá norður heimskautinu í norðri til Skotlands í suðri, frá vesturströnd Noregs í austri, alla leið yfir að vesturströnd Grænlands í vestri. Í gegnum þetta svæði fer stór hluti flugumferðar á milli Evrópu og N-Ameríku - og í auknum mæli umferð milli mið-Austurlanda og N-Ameríku. Yfirstjórn svæðisins er í höndum Þórdísar Sigurðar­dóttur flugumferðar­stjóra og deildar­­stjóra Flugstjórnar­ miðstöðvar Isavia ohf og hefur verið það frá því í febrúar 2008. Þau eru ekki mörg árin síðan starf flugumferðarstjóra var eingöngu í höndum karlmanna. Þegar Þórdís hóf nám, 1986, voru aðeins þrjár konur starfandi í faginu hér. Þórdís segir tilviljun hafa ráðið því að hún valdi sér þennan starfsvettvang. „Ég sá þjálfunina auglýsta og á þeim tíma fór námið fram í Kanada. Á þessum tíma, þótt stutt sé síðan, voru ferðalög erlendis ekkert algeng. Ég hafði bara farið í stúdentsferðalag til Ibiza og mig langaði til að ferðast. Svo er ég ákaflega praktísk. Þetta er vel launað starf. Ég vissi sáralítið um starfið en var með sjálfstraustið alveg í botni. Ég hafði ofurtrú á því að ég myndi rúlla þessu upp en svo var þetta ekki auðvelt. Ég þurfti að hafa dálítið fyrir þessu.“ Þegar Þórdís kom heim eftir námið og hóf störf sem nemi í Flug­stjórnar­miðstöðinni, segist hún ekki hafa fundið neitt fyrir því að vera kona. „Ég var svo ung og með svo mikið sjálfstraust að það hvarflaði aldrei að mér að það skipti máli. Ég var rétt tvítug og þegar ég mætti fyrsta daginn sem nemi, hélt varðstjórinn að ég væri dóttir einhvers starfsmannsins. Það var ekki fyrr en ég var búin að sitja dágóða stund að spjalla við aðra starfsmenn sem hann áttaði sig á því að ég væri nýi neminn hans. Hins vegar hafði ekki verið gert ráð fyrir báðum kynjum í flugstjórnarmiðstöðinni. Þar var ekkert kvennaklósett og aðeins eitt mjög lítið hvíldarherbergi með tveimur samliggjandi rúmum. Fyrir utan þrjá flug­umferðar­stjóra vann einn flug­gagna­fræðingur í flugstjórnar­miðstöðinni og konan sem sá um ræstingarnar. Þetta var allur kvennaskarinn í flugstjórnar­miðstöðinni.“

„Flugumferðarstjórn er þjónustustarf. Hann þarf því að vera sveigjanlegur, viljugur og útsjónarsamur – og svo skemmir ekki að hann sé skemmtilegur. Hann þarf að vera ákaflega samvinnuþýður vegna þess að starfið snýst um þjónustu og samvinnu við aðra; við flugmenn, við flugumferðarstjóra sem eru með honum á vakt, stjórnendur í flugþjónustu, fluggagnafræðinga, flugumferðarstjóra í öðrum löndum – og svo þarf hann að ákveða bestu og hagkvæmustu leiðina fyrir hverja einustu vél sem kemur inn á kortið hjá honum. Það sem er kannski sérstakt við starf flugumferðarstjóra, er að þótt þú sért öflugur flugumferðarstjóri og sért að vinna mjög gott starf, er u sárafáir sem taka eftir því. Þú ert nánast sá eini sem tekur eftir því. Hvatningin í starfi þarf því að koma innan frá. En ef þú klúðrar einhverju, vita allir af því. Þú þarft að taka skammirnar en færð aldrei þakkirnar.“

Náminu lýkur aldrei Þótt námi sé formlega lokið, er þó ekki ævistarfið endilega tryggt. Flug­umferðar­ stjórn er mjög lifandi starf og tekur sífellt breytingum. „Það er stöðugt verið að breyta vinnureglum og tækjabúnaði, nýjar flugvélategundir verða til, það er verið að breyta loftrými eða reglum og svona mætti lengi telja. Til þess að viðhalda áritun þurfa flugumferðarstjórar að fara í síþjálfun, a.m.k árlega, og þeir þurfa að starfa ákveðið margar klukkustundir í vinnustöðu á þriggja mánaða tímabili. Þeir þurfa að standast hæfnismat reglulega, fara í læknisskoðun á eins til tveggja ára fresti, eftir aldri. Þeir þurfa að standast tungumálapróf. Á hverju ári getur hver sem er misst skírteinið sitt. Þú þarft ekki annað en fara í fæðingarorlof í hálft ár. Þá ertu búin að missa áritun úr gildi. Jafnvel þótt þú farir bara í þriggja mánaða fæðingarorlof. Þegar þú kemur aftur til baka, þarftu að fara í endurþjálfun, mislanga eftir því hvað þú hefur verið lengi í burtu. Starfinu fylgir í rauninni stöðug þjálfun; þjálfun til réttinda, til að viðhalda réttindum, til að endurnýja réttindi, tileinka þér nýja tækni og vinnuaðferðir – og einhver þarf síðan að hafa eftirlit með því að allir fái rétta þjálfun þegar þeir þurfa á henni að halda. Og þar er röðin komin að mér. Hluti af mínu starfi er að sjá til þess að starfsmenn mínir séu hæfir til að framkvæma þá þjónustu sem krafist er af þeim og hafi tæki og aðbúnað til að sinna starfi sínu vel.

Starf flugumferðarstjóra er mjög sérhæft. Með þessari sérhæfingu ertu fastur. Þú getur aðeins starfað á örfáum stöðum á landinu, í flugstjórnarmiðstöðinni, eða í turninum í Keflavík, Reykjavík eða Akureyri. Þótt þetta sé frábært starf, ertu samt búin að njörva þig dálítið niður. Ef þú vilt fá tilbreytingu, þá er helst að líta til verkefna sem lúta að faginu, t.d. þjálfun, rannsóknavinnu og þróunarvinnu og þar eru miklir möguleikar. Þótt það hafi verið tilviljun að ég færi í þetta, hitti ég á rétta starfið – sem ég tel hafa verið ótrúlegan happdrættisvinning.“

Auðvelt að laga að fjölskyldulífi Þórdís er gift Hilmari Sigurðssyni viðskiptafræðingi og eiga þau þrjú börn, 22, 20 og 13 ára. „Þegar ég fór í fæðingarorlof árið 1990 hafði flugumferðarstjóri aldrei farið í fæðingarorlof,“ segir Þórdís. „Þetta var dálítið mál. Það hafði enginn verið ófrískur þarna. Það voru engar reglur um það hvað mætti vinna lengi fram eftir á meðgöngunni og sumir smeykir að vinna mikla umferð með mér. Nú eru komnar reglur um það að kona má ekki vinna lengur en að 34. viku meðgöngu.“ Þegar börnin voru lítil vann Þórdís vaktavinnu og segir það hafa komið vel út. Síðan flutti hún sig yfir í þjálfunardeild og fór í dagvinnu þegar krakkarnir byrjuðu í grunnskóla. „Það hentaði fjölskyldulífinu betur á þeim tíma en ég saknaði vaktavinnunnar,“ segir hún. „Ég vil alltaf læra meira og ná lengra, ná árangri – þannig að þegar ég er búin að einu, verð ég að fara í næsta. Þegar ég hafði verið flugumferðarstjóri á vöktum í tíu ár, var kominn tími á mig til að læra meira, gera eitthvað nýtt. Ég starfaði í þjálfunardeild í tíu ár sem gaf mér mjög mikið. Eftir þann tíma, fékk ég tækifæri til að fara aftur inn í flugstjórnarmiðstöð sem vaktstjóri og þar starfaði ég í þrjú ár, áður en ég fékk deildarstjórastöðuna sem ég er í núna.“

Jólahefðir bundnar fjölskyldu og vinum Á hlýlegu og fallegu heimili Þórdísar er ljóst að jólin eru að koma. Alls staðar loga kertaljós og jólaskrautið er byrjað að koma upp úr kössunum. Þórdís segist vera mikið jólabarn, þótt hún skreyti ekki svo mikið. „Mér finnst jólin mjög skemmtileg. Reyndar finnst mér tímabilið nóvember til mars, þessi hávetur, alveg yndislegur tími. Ekki síst vegna þess að það verður allt svo kósí, þó eru hlutir í föstum skorðum og manni verður mikið úr verki. Desembermánuður er alltaf undirlagður í að fara út að borða, hitta vini og kunningja, pakka inn jólagjöfum, fara að versla – og mér finnst mjög gaman að versla. Þegar Þórdís er spurð um jólahefðir fjölskyldunnar, segir hún þær vera nokkrar. „Við fægjum alltaf silfur. Ég, maðurinn minn og mamma. Við fáum okkur smákökur og kakó og ég er jafnvel að baka á meðan. Þetta er mjög skemmtileg samverustund og kemur okkur alltaf í jólaskap. Við höldum líka alltaf þá hefð að fara í miðbæinn á Þorláksmessu, öll fjölskyldan. Þar hittum við vinafólk okkar með sínar fjölskyldur, ráfum um og fáum okkur að borða. Og að sjálfsögðu þarf alltaf að vera eitthvað eftir af jólagjafalistanum sem hægt er að redda á Laugaveginum. Tengdamamma gefur mér líka jólarósina á hverju ári og hún á sinn fasta samastað. Um jólin hittumst við hjá foreldrum mínum, stórfjölskyldan og þá er spilað Trivial – og það er spilað í fúlustu alvöru. Síðan hittum við nánasta vinahóp á milli jóla og nýárs – um 25 manns og aftur er spilað, eitthvað sem krakkarnir velja. Það getur verið nýjasta jólaspilið – eða bara eitthvað gamalt og gott.“ Og ein er sú jólahefð sem Þórdís segir hlakka mikið til á hverju ári. Hún er í Selkórnum sem er með árlega jólatónleika, auk þess að syngja við eina messu fyrir jólin. „Fyrri hluti desember er alltaf undirlagðir í tónleikahaldi og þegar því lýkur sér kórinn um aðventukvöld fyrir eldri borgara á Seltjarnarnesi. Þá fer ég í kvenfélagskonugírinn svo um munar, baka kökur og tertur og brauðrétti sem ég fer með til eldri borgaranna. Síðan skemmtum við okkur með þeim við söng og leik og það er alveg óskaplega gaman.“ Það má því segja að yfirflugumferðarstjórinn syngi sig inn í jólin við kertaljós og kökur.


16 HUGVIT OG HÖNNUN 4.TBL 2012

Ljómandi fylgihlutir frá Tíra

Í

Texti: Súsanna Svavarsdóttir Ljósmyndir: Gabriel Rutenberg

Listakonan Alice Olivia Clarke hefur hannað ljómandi fylgihluti sem eru svo fallegir að enginn þarf að hika við að hengja þá á sig til að vera sýnilegur í myrkrinu. Hún hefur meðal annars hannað prjónabönd á handleggi og ökkla og hekluð blóm til að hengja í barminn.

öllu því myrkri sem við búum við á veturna, reynist erfitt að fá okkur til að nota endurskinsmerki. Við hengjum þau á úlpur barnanna okkar, töskurnar þeirra og hjólin og hleypum þeim ekki út fyrr en þau endurskína í bak og fyrir. Sjálf förum við svartklædd og endurskinslaus út í myrkrið afþví við viljum ekki vera púkó með eitthvert plastdrasl hangandi utan á okkur. En hugvitið lætur ekki að sér hæða. Listakonan Alice Olivia Clarke hefur hannað ljómandi fylgihluti sem eru svo fallegir að enginn þarf að hika við að hengja þá á sig til að vera sýnilegur í myrkrinu. Hún hefur hannað prjónabönd á handleggi og ökkla, hekluð blóm til að hengja í barminn, bönd til að hengja á veski, töskur, vasa, hettur og virkilega flottar prjónaðar hálsfestar með hnöppum á endunum. Hönnunin hefur hlotið heitið Tíra – Ljómandi Fylgihlutir. Efnið í skartinu eru lopi og endurskinsþráður. Þegar Alice er spurð hvað hafi verið kveikjan að skartinu, segir hún: „Hugmyndin kviknaði fyrir fjórum árum þegar ég var næstum búin að keyra niður mann í myrkrinu. Hann var svartklæddur að ganga um illa upplýsta götu. Þegar ég svo kom í miðbæinn og leit í kringum mig, rann upp fyrir mér að það væru bara allir svartklæddir. Og það var enginn með endurskinsmerki nema börn og eldra fólk. Ég fór að velta fyrir mér hvernig ég gæti verið sýnilegri í skammdeginu. Ég vildi vera með fallegt prjónað eða heklað skart á jakkanum mínum. Ég var alveg viss um að hægt væri að hanna fallega fylgihluti sem konur vildu bera. Fyrst kom blómið. Ég og tengdamóðir mín vorum til að byrja með bara tvær í framleiðslunni en síðan hef ég bætt við tveimur handverkskonum. Lopinn var alveg tilvalið garn til að vinna með og við heklum endurskinsþráðinn með lopaþræðinum. Ég vildi að hann endurkastaði birtunni alla leið, ekki bara á yfirborðinu. Það má segja að þetta hafi orðið að eins konar fjölskylduiðnaði vegna þess að maðurinn minn hannaði lógóið og pakkningarnar og dóttir okkar gerði allar teikningarnar sem eru á pakkningunum.“

Næst komu böndin sem hægt er að vefja um fótleggi, eða handleggi, um hálsklútinn, trefilinn, veskið eða bakpokann. Alice fékk Glófa til að prjóna böndin og inni í þeim er endurskinsspjald, auk þess sem þau eru prjónuð úr lopa og endurskinsþræði. Á endunum er endurskinsleður. Á eftir böndunum komu svo fallegu hálsfestarnar. Alice segist hafa gert þær nógu langar til að hægt sé að nota þær yfir hvaða jakka, úlpur og kápur sem er. Hnappana og hólkana, sem eru úr endurunnu efni, flytur hún inn. „Það er ekki hægt að fá þá hér,“ segir hún og bætir við. „Það er stefna Tíra að vera með allt íslenskt sem hægt er að fá og styðjast við íslenskar hefðir. Þegar við hönnuðum t.d. hólkana sem eru búnir til úr endurunnu gúmmíi, var stuðst við form skúfhólkanna sem eru á upphaflega íslenska búningnum. Þannig blöndum við saman því hefðbundna og nútímalega, sem er líka stefna okkar.“ Nýjasta afurðin frá Tíra er marglit hálsfesti með endurskinsþræði. Þar vinnur Alice út frá litum íslensku fuglanna; lóu, spóa, óðinshana og maríuerlu. Einlitu festarnar fást í flestum þeim litum sem lopinn er framleiddur úr. Þótt Alice hafi eytt lunganu úr síðustu fjórum árum í ljómandi fylgihlutina, er hún þó þekktust fyrir mósaíkverk sín. Verk hennar er að finna á vegg Bókasafns Hafnarfjarðar, í veitingahúsinu sem áður hét Óliver, veitingahúsinu Vegamótum, Dýraspítalanum í Grafarvogi og nú er hún að ljúka við verk í Safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Það verk hefur hún unnið á s.l. þremur árum með næstum þrjú hundruð fermingarbörnum. Hvert barn gerir eitt lauf, en sjálf gerði Alice trjástofninn sem er kross. Í dag opnar hún svo hönnunarmarkað í vinnustofu sinni í Dvergshúsi á horni Lækjargötu og Brekkustígs í Hafnarfirði. „Þetta er rúmgott húsnæði og ég hef boðið tíu til tólf öðrum hönnuðum að vera með mér. Við verðum með jólabasar frá eitt til sex á laugardögum fram að jólum og á staðnum verður lifandi tónlist á milli hálf fjögur og fimm. Svo verður auðvitað heitt kakó og kaffi á könnunni.

www.aok.is

Kraum er leiðandi í íslenskri hönnun með vörur frá 200 hönnuðum. Verið velkomin! Jólaopnun frá og með 13. desember, opið til 22:00 Opið virka daga

9:00 - 18:00

Laugardaga

10:00 - 17:00

Sunnudaga

12:00 - 17:00

Kraum, Aðalstræti 10 • Sími 517 7797 • kraum@kraum.is • www.kraum.is Kraum er einnig á Kjarvalstöðum, Hafnarhúsinu og Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ


18 HUGVIT OG HÖNNUN 4.TBL 2012

Bourgie

lamparnir eru

komnir

Vörur úr mokkafatalínu Siggu Heimis, iðnhönnuðar.

Heitt í skammdeginu Texti: Sigrún Pétursdóttir Ljósmyndir: úr safni

F

syrirtækið Glófa sem framleiðir merkið Varma ættu flestir að kannast við enda margir sem hafa yljað sér með aðstoð þessa stærsta framleiðanda prjónavöru á Íslandi. Helstu framleiðsluvörur fyrirtækisins eru sokkar, vettlingar, húfur, hárbönd, treflar og sjöl, ásamt alls kyns flíkum úr íslenskri ull, einkum slám, peysum og kápum. Hárbönd með áttablaða rósamynstri og húfur úr ýfðri ull ættu margir að þekkja en einnig býður Glófi vörur úr íslensku lambskinni. Vorið 2012 var ný mokkavörulína sett á markaðinn, hönnuð af Siggu Heimis iðnhönnuði. Sigga lagði áherslu á að leyfa hráefninu og staðlaðri hönnun að njóta sín en kom m.a. með nýja og skemmtilega útfærslu á vörur eins og höfuðföt og lúffur. Einnig hannaði hún ver sem smeygja má utan um sessur gömlu eldhúskollanna, sem margir eiga í fórum sínum, og kemur sú hugmynd sérstaklega vel út. Kollana má til dæmis finna hjá Epal og í ATMO húsinu. Þess má geta að mokkavörur þykja

Bourgie lampar Hönnuður: Ferruccio Laviani Skeifunni 8 og kringlunni sími 588 0640 casa@casa.is • www.casa.is

Glær Svartur Off white Silfur Gull (þarf að sérpanta)

45.000 45.000 59.900 69.900 139.900

afskaplega smart erlendis og hönnuðir eins og Karl Lagerfeld hafa unnið flíkur úr þessu náttúruvæna og hlýja skinni. Annar hönnuður Laufey Jónasdóttir, er í samstarfi við Glófa, og er prjónalínan Blik afrakstur samstarfs þeirra, bæði fallega grafísk og stílhrein. Blik samanstendur af sextán vélprjónuðum flíkum og aukahlutum undir áhrifum frá þjóðsögunni um Þóruhólma sem fjallar í stórum dráttum um mann sem sat að fiskidrætti og krækti sér í hafstúlku. Glófi leggur áherslu á að þróa og nýta íslenska ull í hágæða íslenska vöru og vera trú uppruna sínum, enda gæði íslensku ullarinnar og mokkaskinnsins einstök.

www.varma.is


20 HUGVIT OG HÖNNUN 4.TBL 2012

NÝ SKÓLÍNA ÍSLENSK HÖNNUN Væntanleg í verslanir 6. des.

Ný íslensk skólína kynnt í Hagkaupum Texti: Súsanna Svavarsdóttir Ljósmynd: aðsendar

Sigrún Lilja segir verkefnið fyrir Hagkaup hafa verið mjög skemmtilegt. „Það var gaman að vinna með þeim, samstarfið hefur gengið vel og ég er mjög spennt að hleypa línunni af stokkunum í dag,“ Tískusýningin hefst klukkan 15.30 í dag á neðri hæð Smáralindar.

N

ý íslensk skólína, Sigrún Lilja for 101, verður kynnt í Smáralindinni í dag, laugardaginn 1. desember. Skólínan er hönnuð sérstaklega fyrir Hagkaup af frumkvöðlinum Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur, sem einnig er framkvæmdastjóri Gyðju. „Ég var fengin til að hanna nýja skólínu fyrir Hagkaup,“ segir Sigrún, „línu sem er innblásin af nýjustu stefnum og straumum í skótískunni.“ Verkefnið hefur verið í farvatninu í heilt ár. „Verðið á skónum í línunni er mjög gott“ segir Sigrún og bætir við: „Með þessu samstarfi að fá íslenskan hönnuð til liðs við sig til að hanna skólínu langaði forsvarsmenn Hagkaupa að bjóða upp á vöru sem er innblásin af því nýjasta sem er að gerast í skóheiminum. Til að hleypa skólínunni af stokkunum var ákveðið að leita að andliti línunnar og auglýst var opin áhenyrarprufa og skipuð var dómnefnd. Í henni sátu Sigrún Lilja, Sigríður Gröndal innkaupastjóri Hagkaupa, María Guðvarðardóttir

vörumerkjastjóri MAC og Smashbox og Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður. Dómnefndin var ekki að leita að hefðbundnu andliti eða ákveðnu útlit, heldur voru aðrar áherslur mikilvægari. „Það sem við vorum að leita að var athafnir, metnaður, markmið og gjörðir, ásamt almennu heilbrigði og geislandi útliti. Við vildum stúlku með bein í nefinu. Fyrir valinu varð 23 ára stúlka frá Kólumbíu, Maria Jimenez. Hún heillaði okkur gersamlega. Hún hefur búið á Íslandi í sjö ár – og talar bæði íslensku og ensku. Þegar hún kom til landsins talaði hún hvorugt. Það sem okkur fannst standa upp úr var að hún hefur unnið mikið að góðgerðarmálum. Hún hefur fjórum sinnum farið erlendis og verið að vinna sem sjálfboðaliði í mánuð í senn. Síðastliðið sumar fór hún til Kólumbíu með verkefni sem heitir Veraldarvinir og vann þar í mánuð við að koma vændiskonum af götunnu og í nám. Það verkefni er ennþá í gangi. Í öðru lagi, er þetta gullfalleg stúlka sem geislar af. Það sem okkur þótti ekki síst

varða er að hún er að stefna á að verða svokölluð Plus-size fyrirsæta. Hún er konum mjög gott fordæmi, sönnun þess að fyrirsætur þurfa ekki að vera sjúklega grannar til að geta unnið. Hún var nákvæmlega það sem við leituðum að. Hún er metnaðargjörn, ákveðin og staðföst í því markmiði sínu að ná árangri. Í kjölfar Veraldarvina-verkefnisins í Kólumbíu er Maria að fara að setja upp tískusýningu hér á Íslandi með Plussize konum til að safna peningum fyrir verkefnið þar.“ Sigrún Lilja segir verkefnið fyrir Hagkaup hafa verið mjög skemmtilegt. „Það var gaman að vinna með þeim, samstarfið hefur gengið vel og ég er mjög spennt að hleypa línunni af stokkunum í dag,“ Tískusýningin hefst klukkan 15.30 í dag á neðri hæð Smáralindar og Maria Jimenes verður þá kynnt fyrir gestum og gangandi – og inni í Hagkaupum kl. 16:00 verður flokkur Sigrúnar Lilju að kynna nýju skólínuna.

www.gydja.is

SÉRHÖNNUÐ AF SIGRÚNU LILJU GUÐJÓNSDÓTTUR FYRIR HAGKAUP


22 HUGVIT OG HÖNNUN 4.TBL 2012

Bráðum koma blessuð jólin Ef eitthvað er óþarfi, þá er það að stressa sig fyrir jólin. Það er vissulega í mörg horn að líta – en því betur sem við skipuleggjum okkur, því auðveldara verður að komast í gegnum desembermánuð. Flestir standa frammi fyrir fimm verkefnum: Gjafainnkaupum, bakstri, þrifum, skreytingum og ákveða/kaupa jólamatinn. Ákveddu:

Höfuðhandklæðin frá Sif eru saumuð úr gæðabómull. Létt og þægileg í notkun og henta jafnt síðu sem stuttu hári og dömum á öllum aldri.

1. Hversu miklu þú ætlar að eyða í jólagjafir. 2. Hversu margar jólagjafir þú ætlar að kaupa. 3. Hvenær þú ætlar að kaupa þær. 4. Matseðilinn fyrir öll jólin. 5. Hversu miklu þú ætlar að eyða í mat og drykk 6. Hvenær þú ætlar að kaupa inn, þannig að þú náir því í einni ferð. 7. Hvenær þú ætlar að baka eða gera laufabrauð. 8. Hvenær þú ætlar að þrífa. 9. Hvenær þú ætlar að skreyta.

Fáanleg í 10 litum

Merktu inn á dagatalið og stattu við planið. Þá veistu hvaða daga þú hefur til að hitta vini og kunningja, fara í bæjarráp – og haltu Þorláksmessu lausri til að fara í bæinn til að brosa og gleðjast með samborgurum þínum. Nánar um Sif höfuðhandklæði á facebook

Full búð

af flottum fötum fyrir flottar konur Stærðir 40-58

Komdu öðrum gleðilega á óvart Það er hægt að gera það með ýmsum hætti, venjulegum og óvenjulegum. Færðu einverjum sem á það skilið smáglaðning, þótt ekki sé nema sultukrukka, paté eða góður ostur. Líttu inn til aldraðra ættingja til að athuga hvort þá vanhagar um eitthvað, til dæmis smá aðstoð við hreingerningar. Þú átt aðeins það sem þú gefur og gjafir sem endurspegla umhyggju og alúð gefandans eru alltaf bestar.

Hafðu það einfalt

Verslunin Belladonna er á Facebook

belladonna

Þú þarft stundum að geta sagt nei, jafnvel við góðum hlutum ef þeir stangast á við markmið þín um góð og uppbyggjandi jól. Þú þarft að setja mörk og vita hvað þú vilt þegar svo margt er í boði. Það er betra að velja færri athafnir og gera þær vel en að gera allt í stressi og látum. Breyttu ekki öllu í einu. Veldu eitthvað eitt eða tvennt sem þú vilt breyta fyrir þessi jól og sjáðu hvernig gengur. Með tímanum er hægt að breyta fleiru.

Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is

Gefðu frá hjartanu

Fallega jólaskeiðin frá Ernu Jólaskeiðin 2012 er hönnuð af Sóleyju Þórisdóttur. Skeiðin er smíðuð á Íslandi úr ósviknu silfri.

Verð: 18.500.- stgr.

ERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.is

Silfurmunir og skartgripir síðan 1924

Þegar þú ákveður jólagjafirnar skaltu reyna að finna eitthvað sem höfðar til viðtakandans og gefðu þér tíma til þess að velta því fyrir þér. Finndu hjálparstarf og góðgerðarsamtök sem þú vilt sérstaklega styðja fyrir þessi jól og gefðu ákveðið framlag. Það þarf ekki að vera stórt, en getur skipt miklu máli fyrir samtökin sem taka við þeim. Síðan er hægt að skrifa framlagið á jólakort eða kaupa til þess sérstaklega gerð gjafabréf, setja í umslag og setja undir – eða á – jólatréð til að minna fjölskylduna á að gleði jólanna felst í því að gleðja aðra. Farðu á eina tónleika í desembermánuði – eða á jólaleiksýningu einhvers leikhúsanna.

Dekraðu við þig og þína Ekki gleyma að hugsa um sjálfa þig og njóta þess að vera til. Splæstu á þig góðu nuddi, slökun, hand/fótsnyrtingu, breyttu um klippingu ef þú ert leið á sjálfri þér. Það eitt nægir oft til að lyfta andanum. Hittu vinina til að gera laufabrauð, föndraðu og bakaðu með börnunum og kysstu jólasveininn þinn við jólatréð í stofunni þegar börnin eru farin að sofa. Einbeittu þér að því að hugsa um kosti maka þíns. Jákvæðar hugsanir gera jólamánuðinn mun skemmtilegri. www.tru.is/pistlar/2008/12/tiu-leidir


24 HUGVIT OG HÖNNUN 4.TBL 2012

HUGVIT OG HÖNNUN 4.TBL 2012 25

Ómengað andrúmsloft á Þorláksmessu

Mini-hlaðborð og hádegistilboð

V

Þ

Rauðkál Fyrir u.þ.b 12 manns 1 haus rauðkál 1 stk grænt epli 200 gr sykur 150 ml borðedik 100 ml sólberjasaft

Kryddpoki( kaffísía) 1 stk kanilstöng 2 stk negull 8 einiber 2 lárviðarlauf Börkur af einni appelsínu. Grisja og garn Fjarlægið kjarnann úr rauðkálinu og skerið það niður í þunnar ræmur. Skrælið og skerið eplið í teninga. Setjið kryddin og appelsínubörkinn í grisju eða kaffipoka, hann virkar líka og bindið fyrir. Setjið allt saman í pott og stillið eldavélina á miðlungshita. Suðan kemur rólega upp og ágætt er að hræra reglulega á meðan. Þegar suðan kemur upp er gott að lækka hitann og láta malla í klukkustund lengur ef þér finnst það mega vera mýkra. Kælið rauðkálið í safanum og sigtið þegar það hefur kólnað.

Ljósmyndir: Gabriel Rutenberg

ið bjóðum upp á jólaveislur fyrir hópa, bæði í hádegi og á kvöldin, segir Eyþór Rúnarsson matreiðslumeistari á Nauthóli. „Hvað varðar traffík inn af götunni keyrum við hins vegar þann matseðil sem við erum alltaf með. Hann einkennist af léttum, ferskum og góðum mat.“ Eyþór segir Jólaveislurnar mjög vinsælar og vel sóttar af bæði smáum og stór um hópum – e n d a m a t s e ð i l l i n n s é r l e g a g i r n i l e g u r. Á forréttadiski er hreindýarborgari, danskt hænsnasalat og rauðspretta. Milliréttir koma á borðið á fati sem inniheldur möndlu- og kryddhjúpaða bleikju, grafinn lax, karrýsíld, hangikjötssalat, laufabrauð og rúgbrauð. Aðalréttir koma einnig beint á borðið með kalkúnabringu, purusteik, nauta rib-eye, grænmeti, sósum og salati. Á eftirréttahlaðborðinu eru síðan Ris a la Mande, pekanpæ, tiramisu, súkkulaðimús og ávaxtasalat, ásamt kirsuberjasósu og karamellusósu. Jólaveislurnar verða í boði fram að jólum „og síðan ætlum við að bjóða upp á ómengað andrúmsloft á Þorláksmessu. Hér verður engin skata – heldur háklassa danskt smurbrauð,“ segir Eyþór. Aðspurður um eigin jólahefðir, segir hann: „Ég er alinn upp við rjúpur, konan mín við hamborgarahrygg á aðfangadag. Málamiðlunin er önd. Eplasalatið borða ég alltaf á jólunum. Fasti, ófrávíkjanlegi liðurinn eru svo mömmukökurnar frá mömmu. Það eru engin jól án þeirra.

Eplasalat Fyrir ca 4-6 manns 140 gr sýrður rjómi 140 gr léttmajónes 50 gr flórsykur 2 msk Grand Mariner 3 stk græn epli 4 stk sellerístilkar Vínber og ristaðar valhnetur til skreytingar

Aðferð: soðið uppá mjólk og sykri. Matarlími bætt útí og látið kólna. Blandið jógúrtinu saman við. Ef ísvél er til þá er betra að frysta grunninn og bæta svo kirsuberjunum og tobleroninu út í eftir á. En ef ísvél er ekki til, þá er hægt að setja blönduna inn á frysti í skál og hræra reglulega og þegar komið er frost í hana þá er öllu bætt út í.

Með jólaveislur um allan bæ

J

½ dl. koníak 3 msk. matarolía Úrbeinið rjúpuna, látið hana í skál ásamt kryddi, koníaki og olíu. Látið standa í kæli yfir nótt. Saltið og piprið og steikið á pönnu, létt ca. 1 mín. Látið í ofn í 10 mín. við 180 C hita. Kælið bringurnar og skerið í sneiðar. Skógarberjasósan er lögð á diskinn og bringan ofan á. Skreytt eftir þörfum. Þetta er mjög góður forréttur. Þar sem ekki fengu allir rjúpu fyrir jólin þá má nota grágæs eða heiðagæs (helst unga) í stað rjúpu í uppskriftina. Einnig er gott að nota bláberjasultu eða aðra góða sósu með rjúpunum í stað skógarberjasósunnar.

Skógarberjasósa Skógarber látin í pott ásamt sérríi, púðursykri og 2 dl. af vatni. Látið suðuna koma upp, þykkið með maizenamjöli.

ATH!

Koníakslegnar rjúpnabringur með skógar­berja­sósu 2 stk. rjúpnabringur 1 tsk. timían ½ tsk. rósmarín

Toblerone og kirsuberjaís 400ml Jógúrt 250ml. Mjólk 200gr. Sykur 1stk. Matarlímblað 150gr. Frosin kirsuber söxuð 150gr. Tobleron, saxað

Hendið öllu nema eplunum og selleríinu í skál og pískið vel. Skrælið og skerið eplin í fallega teninga, Þvoið selleríið og skerið það niður í skífur. Setjið eplin og selleríið út í lögin og blandið vel saman. Setjið í huggulega skál og skreytið með valhnetunum. og vínberjunum, ekki spara vínberin.

ón Örn Jóhannesson mateiðslumeistari hjá Múlakaffi segir hápunkt jólamánaðarins þar á bæ vera Þorláksmessu. „Þá erum við með skötuveislu hér í húsinu, auk þess að senda slíkar veislur um allan bæ. Þetta er stóri dagurinn í jólaupptaktinum hjá okkur. Við seljum þúsund skammta hér á staðnum - og sendum annað eins í fyrirtæki úti um allan bæ.“ Múlakaffi býður alla jafna ekki upp á jólahlaðborð á staðnum. Brugðið verður út af venjunni, fimmtudagana sjötta og þrettánda desember en þá verður boðið upp á jólakræsingar fyrir einungis 2900 krónur. „Við höldum okkar hefbundna heimilismat í Múlanum en erum með jólahlaðborð í fyrirtækjum í sölum víða á höfuðborgarsvæðinu. Við erum á þeytingi um allan bæ alla aðventuna, þar sem við bjóðum upp á hlaðborð fyrir tuttugu manns og upp úr.“ Í hlaðborðunum sem send eru til fyrirtækja og hópa er meðal annars, hangikjöt, tvær steikur þar sem er val um purusteik eða kalkún, jólaskinku eða lamb. “Síðan erum við á fullu í hangikjötsveislu allan mánuðinn.

ráinn Freyr Vigfússon matreiðslumeistari segir Kolabrautina bjóða jólamatseðil sem er minihlaðborð. „Borðið fær fimm forrétti, mismunandi (family style), velur einn aðalrétt af fjórum og síðan koma fjórir eftirréttir saman á diski fyrir hvern gest. Þú færð hlaðborðsfílinginn en færð að velja líka. Við keyrðum svipaðan jólamatseðil í fyrra sem vakti það mikla lukku að við ákváðum að vera ekkert að breyta þeirri formúlu þótt við breyttum réttunum. Kolabrautin býður mini-hlaðborðið sitt öll kvöld. Verðið er 8.900 frá fimmtudögum til sunnudaga, en 7.900 frá mánudegi til miðvikudags. Á forréttaseðlinum er meðal annars, humar og smokk­ fiskur, gæs og lundi, jólasalat, hreindýrasúpa og hámeri. Í aðalrétt er boðið upp á lax, risotto, kalkún og naut. Á eftirréttadiskinum er jólasúkkulaði Kolabrautarinnar, ávaxta-ris-a-la-mande, brauðið hans Toni og kirsuberja- og toblerone-ís. „Á mánudaginn byrjum við svo með jólahádegismatseðil,“ segir Þráinn. „Þá tökum við nokkra rétti af jólaseðlinum á einn disk. Það má segja að jólamaturinn sé settur í aðalréttarútgáfu. Þetta er matarmikill diskur sem mun kosta á bilinu tvö til þrjú þúsund krónur.

Þessi uppskrift kemur frá Andrési Helga Hallgrímssyni framkvæmdastjóra Múlakaffis. Hann bað lesendur fyrir alla muni að tala skýrt þegar þeir færu út í búð að leita að skógarberjum. Sjálfur talar Andrés mjög hratt. Þegar hann eldaði þennan rétt fyrst og fór út í Nóatún að kaupa skógarber, leiddi starfsmaðurinn hann að skóáburði.

Ljóst og dökkt súkkulaðigel 200gr. Ljóst Súkkulaði/ dökkt súkkulaði 250gr. Rjómi 90gr. Sykur 1msk. Maizena mjöl 6stk. Matarlím Aðferð: Uppskriftin er sú sama fyrir dökka og ljósa, fer eftir súkkulaðinu. Þarf bara að gera hana þá tvisvar. Súkkulaði er brætt. Rjómi, sykur, maizena er sett í pott og soðið upp á því. Bætt útí matarlími og hrærið. Rjómablöndunni hellt yfir súkkulaðið og sprullað með töfrasprota. Hellt í þunnu lagi yfir kökuna og kælt í kæli.

Súkkulaðikaka 250gr. Smjör 250gr. Súkkulaði 250gr. Sykur 125ml. Eggjarauður 275ml. Eggjahvítur þeyttar upp 3msk. Kakóduft Aðferð: smjör og súkkulaði er blandað saman, sykur og eggjarauður léttþeytt. Sykrinum og rauðunum er svo blandað saman við súkkulaðið ásamt kakóinu. Eggjahvíturnar eru þeyttar þar til stífar. Blandað saman og sett á bökunarplötu. Bakað á 150°C í 15mín.

Hreindýrasúpa 0,5kg. Nautahakk 0,5kg. Hreindýrahakk 1stk. Laukur 100gr. Þurrkaðir villisveppir (lagðir í bleyti) 1stk. Anisstjarna 20gr. Kardimommur þurrkaðar

20gr. Rósmarín þurrkað 20gr. Timijan þurrkað 15gr. Fennel fræ 5gr. Einiber þurrkuð 2l. nautasoð 50%, kjúllasoð 50% / eða vatn og kraftar 750ml. rjómi 250ml. Portvín Að auki, balsamico edik, salt, pipar, sítrónusafi, hunang, hvítlaukur og truffluolía. Aðferð: þurrkryddin eru duftuð í blender eða kaffikvörn. Laukur er skorinn í fína teninga. Hakkið er steikt vel í víðum potti. Lauk bætt út í ásamt portvíninu og soðið niður um helming. Þurrkryddunum bætt úti ásamt soði, rjóma, og söxuðum villisveppum. Sjóðið uppá súpunni og kryddið til með balsamico ediki, salti, pipar, hunangi, hvítlauksrifjum, sítrónusafa og truffluolíu.


26 HUGVIT OG HÖNNUN 4.TBL 2012

Eftirrettir matargatsins...

JÓLATILBOÐ Þú finnur gjafirnar hjá okkur

Texti: Nautnabelgurinn Súsanna Svavarsdóttir Ljósmyndir: úr safni

Baileys bananatrifli

Heslihnetu tiramisu

3 dl rjómi 7msk Baileys líkjör 6 brownies grófmuldar smákökur – eða 250 g af súkulaðiköku 3 bananar (sneiddir) 500 g vanillutrifli (rjómi, fræ úr einni vanillustöng) 6 msk karamellusósa 25 g rifið súkkulaði.

250 ml expresso kaffi (sterkt), eða instant expressoduft, 8 tsk leystar upp í 250 ml af vatni. 250 ml heslihnetulíkjör

Bræðið smjörið í litlum potti. Myljið kexið niður og setjið í matvinnsluvél. Hellið smjörinu saman við á meðan matvinnsluvélin er að vinna og þeytið saman þangað til allt er vel blandað. Setjið blönduna í form með lausum botni. Pressið vel i botn og hliðar og passið að hvergi séu sprungur á botnfyllingunni. Kælið í 30 mín. Karamellufylling: 115 g smjör 115 g púðursykur 3 dl. möndlumjólk

Kaffikanna - sýður vatnið

Mjólkurflóari

Handþeytari

Blandari

Eggjasuðutæki

Brauðrist

Eldhúsvog

Ketill

Vöfflujárn

Brauðvél

Ávaxtapressa

Espresso kaffivél

Frábær kaup í smátækjum

Maple Pecan baka Deigið: ½ bolli smjör (mjúkt) ¼ bolli sykur 1 eggjarauða salt á hnífsoddi 1 ¼ bolli hveiti

Hitið ofninn í 190°. Hrærið egg og púðursykur vel saman. Bætið maple og korn sýrópinu út í, sem og bráðnu smjörinu og saltinu og hrærið vel saman. Bætið pecan hnetunum saman við og hellið yfir kælt deigið. Bakið í ca. 40 mínútur, eða þangað til bakan hefur fengið gullna áferð. Kælið. Geymist best við stofuhita.

Hágæða pottar, pönnur, hnífar og eldhúsáhöld

KAFFIVÉLAR RT

LI

IFIED Y

Þeytið rjómann og skásaxið fjóra banana í sneiðar sem þið dreifið yfir karamellufyllinguna. Sneiðið fimmta bananann og setjið í skál með sítrónusafanum (það kemur í veg fyrir að hann verði brúnn þegar bakan stendur á borðinu í einhvern tíma). Hellið rjómanum yfir, raðið bananasneiðum ofan á og dreifið súkkulaðimylsnunni yfir.

Fissler. Perfect every time.

B

Bananafylling: 450 ml. rjómi 5 þroskaðir bananar 1 tsk sitrónusafi 25 g dökk súkkulaði, grófrifið.

Fyllingin: 3 stór egg ½ bolli ljós púðursykur ½ bolli hreint maple sýróp ½ bolli dökkt kornsýróp ¼ bolli smjör (brætt) hnífsoddur af salti 1 ½ bolli gróft saxaðar pecan hnetur

Raklette grill

A

Þeytið smjörið í skál þangað til það er orðið kremað og slétt. Þeytið eggjarauðu og salt saman við. Bætið þá hveitinu út í og hrærið allt vel saman. Fletjið deigið út með kökukeflinu og komið því fyrir í bökuformi með lausum botni. Pressið deigið vel að hliðunum og í botninn. Stingið göt í bökubotninn með gaffli. Stingið í frysti í hálftíma áður en þið bætið fyllingunni út í.

Dósaopnari

IT

Bræðið smjörið og hrærið sykurinn saman við. Eldið á lágum hita og hrærið stöðugt í þangað til sykurinn hefur bráðnað og blandan er orðin kremkennd (engin olíubrák á yfirborðinu). Hrærið möndlumjólkinni rólega saman við og og haldið áfram að hræra á meðan karamellublandan hitnar. Hitið í 3 mínútur og hrærið stöðugt þar til fyllingin er orðin karamellubrún og kremuð. Hellið henni þá varlega yfir bökubotninn og sléttið yfirborðið. Látið kólna í a.m.k. 1 klst (má vera allt að 8 tíma) áður en þið setjið bananafyllinguna út á.

Vélin fæst í mörgum litum - Verð frá kr. 82.990

RS

Í botninn: 75 g smjör 300 g súkkulað-hafrakex (t.d. Hobnobs)

Blandið kaffinu og líkjörnum saman í könnu og látið kólna. Stífþeytið eggjahvíturnar í skál – og eggjarauðurnar, ásamt sykrinum og líkjörnum, í annarri skál. Bætið mascarpone ostinum út í eggjarauðublönduna og þeytið þangað til kremið er orðið slétt og mjúkt. Hrærið stífþeyttu eggjahvíturnar varlega saman við. Hellið nú helmingnum af kaffi/líkjörsblöndunni í djúpa, breiða skál. Myljið makrónur yfir þannig að botninn sé allur þakinn og makrónurnar gegnsósa af líkjörnum. Hellið helmingnum af ostablöndunni yfir. Hellið restinni af kaffiblöndunni yfir þannig að hún þeki megnið af ostablöndunni og myljið restina af makrónunum yfir – og síðan restinni af ostablöndunni. Breiðið sellófanplast yfir skálina og geymið í ísskáp yfir nótt. Þegar kemur að því að bera eftirréttinn fram, er plastið fjarlægt. Blandið saman ristuðu heslihnetunum og kakóduftinu og dreifið yfir kökuna. Síðan má sigta kakódufti sem eftir er, yfir allt saman.

fimm stykkja áhaldasett ásamt matreiðslubók á íslensku.

A N TA S T

E

Banana/karamelludraumur

Artisan hrærivélum fylgir

Fyllingin: 2 egg 75 g strásykur 60 ml heslihnetulíkjör 500 g mascarpone ostur 30 makrónukökur eða –fingur 100 g ristaðar grófmuldar heslihnetur 3 tsk kakóduft

CE

Sérlega fljótlegur og gómsætur eftirréttur fyrir sex. Þeytið rjómann og hrærið eina tsk af Baileys líkjör út í. Skiptið kökumulningnum í sex glös og bætið einni tsk af Baileys yfir mylsnuna. Bætið bananasneiðunum út í. Hellið fyrst vanillutriflinu yfir og síðan Baileys rjómanum. Sprautið karamellusósunni yfir og skreytið með rifnu súkkulaðinu.

Öllum

Mest seldu sjálfvirku kaffivélarnar á Íslandi um árabil

Saeco Intelia

Saeco Xsmall • Sjálfvirk kaffivél • Ketill úr ryðfríu stáli • Kvörn úr keramík • Panarello flóunarstútur • Baunahólf: 170 gr

• Vatnstankur: 1 líter • Korgskúffa: 8 bollar • Þrýstingur: 15 bör • Til heimilisnotkunar • 1400 wött

VERÐ 69.990

Komið við og skoðið úrvalið fyrir jólin!

• Sjálfvirk kaffivél • Ketill úr ryðfríu stáli • Kvörn úr keramík • Panarello flóunarstútur • Baunahólf: 300g

Saeco Syntia • Vatnstankur: 1,5 lítrar • Korgskúffa: 10 bollar • Þrýstingur: 15 bör • Til heimilisnotkunar • 1400 wött

VERÐ 79.990

• Sjálfvirk stafræn kaffivél • 2 katlar úr ryðfríu stáli • Kvörn úr keramík • Sjálfvirk flóunarkanna • Baunahólf: 250g

• Vatnstankur: 1,2 lítrar • Korgskúffa: 8 bollar • Þrýstingur: 15 bör • Til heimilisnotkunar • 1400 wött

VERÐ 129.990


28 HUGVIT OG HÖNNUN 4.TBL 2012

UM JÓLIN

MIKLU MEIRA EN GAMLA GÓÐA POPPIÐ

Best er að leyfa víninu að anda í smástund eftir að það er tekið upp, eða hella því yfir á karöflu. Fyrir bragðið verður það enn ljúffengara. Það eru einmitt sólberin og kirsuberin sem gera þetta vín alveg sérlega ljúffengt með allri villibráð – og þar með lambinu okkar sem lifir á fjallagróðri sumarlangt.

C

antina Zaccagnini Montepulciano D´Abruzzo er vín sem kemur verulega á óvart. Í Vínbúðunum oft kallað „trévínið“ vegna þess að trjágrein úr vínviði hangir um háls flöskunnar, og hver einasta vínviðartrjágrein er handgerð af konum í þorpinu þar sem vínið er framleitt. Cantina er100% úr Montepulciano þrúgunni og kemur frá Abruzzo á Íalíu, héraði sem er austur af Róm og þetta er vín sem svo sannarlega er óhætt að mæla með með jólamatnum. Það er ekki laust við að verðið veki tortryggni en það kostar aðeins 2.290 krónur í Vínbúðunum – og maður getur allt eins átt von á því að hér sé á ferðinni einhver ósæmileg blanda. En svo er þó ekki. Hér er á ferðinni ákaflega ljúffengt vín. Kirsuberjarautt, með

meðalfyllingu. Það er þurrt, sýran fersk, miðlungs tannin og bragðið blandað kirsuberjum, sólberjum, jörð og kryddi. Best er að leyfa víninu að anda í smástund eftir að það er tekið upp, eða hella því yfir á karöflu. Fyrir bragðið verður það enn ljúffengara. Það eru einmitt sólberin og kirsuberin sem gera þetta vín alveg sérlega ljúffengt með allri villibráð – og þar með lambinu okkar sem lifir á fjallagróðri sumarlangt. Samt er vínið hæfilega milt til að passa með reyktu kjöti og nógu fyllt til að passa með nautakjöti. Berin gera það líka að verkum að það er ljúffengt með ostum. Það er kannski helst til fyllt til að neyta þess með fiskréttum (fyrir þá sem drekka rauðvín með sjávarréttum, ef þeim sýnist), en með www.atvr.is brauði og góðum olíum – ekki spurning.

Á kjötið, grænmetið, Bragð- og lyktarlaus, hentar í alla steikingu. fiskinn og frábær í Einnig góð fyrir húðina. Bearnaise.

Ómissandi með paté og villibráð.

Í ostaveisluna.

Góð með ostum og á kjúklinginn.

Ráðandi - auglýsingastofa ehf

Texti: Súsanna Svavarsdóttir Ljósmyndir: Gabriel Rutenberg / úr safni

Í sultugerðina.

WWW.MAXI.IS

Fyrir öll húsráðin ... ... og þrifin.

Settu þinn lit á sósuna.

Í búðinginn, ísinn og baksturinn.

Nú erum við í góðum málum ...

ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA


30 HUGVIT OG HÖNNUN 4.TBL 2012

Algert Gúmmulaði !

Áratugur öfga

Texti: Súsanna Svavarsdóttir Ljósmyndir: úr safni ¼ tsk múskat ¼ tsk paprika ¼ tsk timian

Ísland í aldanna rás 2001–2010 fjallar á líflegan hátt um atburði einhverra æsilegustu ára í sögu

Hreinsið kjúklingalifrina og skerið í teninga. Svissið á pönnunni í tvær mínútur, ásamt lauk og sveppum. Kryddið með salti og pipar. Látið kólna. Hrærið saman svínahakk, egg og krydd. Bætið lifrarblöndunni út í og bragðið til með salti og pipar. Setjið í smurt bökunarform, breiðið smjörpappir yfir og bakið við 180°í ca. 15 mínútur.

Kjúklinga-confit

lands og þjóðar. Rifjaðu upp áratug öfganna!

Patéið er gott eitt og sér með salati og brauði – og auðvitað flott á hlaðborðið.

6 kjúklingaleggir ½ tsk cumin ½ tsk kóríander (malaður) ½ tsk kanill ½ tsk allrahanda ½ tsk engifer (malaður) ¼ tsk rifinn múskat 1/8 tsk nellika ¼ tsk timian 1 kramið lárviðarlauf 8 msk. salt rif úr heilum hvítlauk 1 ½ kg smjör 1. Blandið saman kryddum og hluta af saltinu og nuddið vel inn í kjúklingaleggina. Setjið þá í fat, stráið salti yfir og geymið í kæli yfir nótt. 2. Skolið saltið af og þurrkið leggina vel. Setjið þá í ofnfastan bakka, ásamt hvítlauksrifjunum. 3. Bræðið smjörið og látið kólna aðeins áður en því er hellt yfir hvítlaukinn og kjúklingaleggina þannig að þeir séu alveg þaktir. 4. Bakið í ofni við 135° hita í 2-2 ½ tíma. Kælið síðan leggina áður en þeir eru settir í geymsluílátin. 5. Hellið smjöri yfir leggina og látið fljóta ca. 2 cm yfir þá. Geymið á köldum, dimmum stað. Kjúklinga-confit er gott sem hluti af hlaðborði, sem foréttur (jafnvel léttsteiktur) með ofbökuðu grænmeti og góðri sósu, eða sem aðalréttur ásamt kartöflumús, ólívum og grilluðum kirsuberjatómötum.

Burleigh matar og kaffistell - mörg munstur Handsmíðuð piparkvörn kr: 8800,-

Nóra

Opið: má-fö. 12:30-18 , laugardaga til jóla 12-16 Dalvegi 16a. Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201, www.nora.is

www.forlagid.is

Risarækjur sem rokka 2 kg. risarækjur

Kóríandersalsa: Einn pakki af ferskum kóríander 2 chili (fræhreinsaðir) 1 skallotlaukar 2 msk. fínrifinn engifer 4 hvítlauksrif Setjið risarækjurnar í eldfast mót. Saxið kóríander, skallotlauk og chili mjög smátt og hrærið saman við engifer og pressaðan hvítlauk. Veltið rækjunum upp úr þessari salsablöndu og bakið í forhituðum ofni við 175 í 10 mínútur – HÁMARK.

Ótæmandi brunnur fróðleiks og skemmtunar sem öll fjölskyldan sækir í – aftur og aftur.

Kjúklingalifrarpaté 300 g kjúklingalifur 250 g sveppir (skornir í skífur) 1 laukur 10 g smjör Salt og pipar 200 g svínahakk 1 egg

B æt t u þe s sa R i gl æ sil egu BÓk í sa f n ið!

Forlagsfréttir2012.indb 64

5.11.2012 12:32


32 HUGVIT OG HÖNNUN 4.TBL 2012

Goms tar gjafaoskjur Texti: Súsanna Svavarsdóttir Ljósmynd: aðsend

Gjafaöskjurnar komu á markað síðastliðið sumar og slógu algerlega í gegn hjá ferðamönnum sem voru fljótir að kaupa fyrstu birgðirnar upp til agna á mettíma – sem og Íslendingum sem vildu senda fjölskyldu og vinum erlendis smá glaðning.

Í

sland Treasures ehf er með nokkuð óvenjulega minjagripalínu. Um er að ræða gjafaöskjur, eða sælgætis-minjagripi sem bera heitið „Íslensk Lundaegg,“ egg úr mjólkursúkkulaði með mjúkum lakkrís í miðjunni. Einnig „Íslensku Norðurljósin,“ sem eru handgerðir konfektmolar fylltir með norðurljósagrænni piparmyntu. Þriðja gerðin er „Íslensk Hraunglóð,“ íslensk rjómakaramella sem er húðuð stökkri, rauðri skel og að lokum „Íslenskar Hraunvölur,“ íslensk lakkrískaramella með eilitlu súkkulaði og húðuð stökkri, svartri skel. Gjafaöskjurnar komu á markað síðastliðið sumar og slógu algerlega í gegn hjá ferðamönnum sem voru fljótir

þú Kemst þaNgað

að kaupa fyrstu birgðirnar upp til agna á mettíma – sem og Íslendingum sem vildu senda fjölskyldu og vinum erlendis smá glaðning. Ísland Treasures lét hanna litlar gjafaöskjur fyrir minjagripina og eru þær einkar vel fallnar til gjafa á hvers kyns ráðstefnum, viðskiptafundum, íþróttamótum og til að taka með sér á kynningar á Íslandi erlendis. Öskjurnar eru skemmtilega skreyttar, auk þess að hafa vasa þar sem þú getur stungið nafnspjaldi þínu áður en þú afhendir viðskiptafélögum þessa einstöku og eftirminnilegu gjöf, hvort heldur sem þú ert hér heima, eða erlendis.

með oKKur!

Njóttu þess að ferðast á eiNfaldaN hátt. áætlunarferðir flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. Kauptu miða núna á www.flugrutan.is

alltaf laus sæti.

www.islandtreasures.biz

frí þráðlaus nettenging í öllum bílum Kynnisferða

Texti: Vignir Andri Guðmundsson Ljósmynd: úr safni Almanökin eru meðal annars skreytt einstökum myndum Hauks Snorra­sonar ljós­ myndara úr íslenskri náttúru, en Pétur segir að útgáfan reyni stöðugt að koma fram með nýjungar.

Þ

egar vinir eða fjölskylda búa erlendis er fátt betra en að minna á gamla góða Ísland með því að hafa það fyrir framan sig á degi hverjum. Snerruútgáfan hefur nú gefið út dagatöl með íslenskum náttúrulífsmyndum síðan árið 1983 en þau hafa ratað út um allan heim. Pétur Hjálmtýsson, eigandi Snerra­ú tgáfunnar, segir að hann þekki dæmi þess að fólk hafi komið til Íslands gagngert til að heimsækja

alla þá tólf staði sem dagatölin sýna, enda séu fyrir hvern mánuð glæsileg náttúrulífsmynd og upplýsingar á fjölda tungumála. Fyrirtæki hafa verið dugleg að kaupa sérmerkt almanök og senda erlendum viðskiptamönnum sínum, margir biðja um þau áfram eftir að hafa farið á eftirlaun. Almanökin eru meðal annars skreytt einstökum myndum Hauks Snorra­ sonar ljós­myndara úr íslenskri náttúru,

en Pétur segir að útgáfan reyni stöðugt að koma fram með nýjungar og nefnir n ý­ú t k o m i ð N o r ð u r l j ó s a d a g a t a l , sem sé reyndar svo vinsælt að það er að verða uppselt. Spilastokkar útgáfunnar segir Pétur vekja mikla lukku, en þeir eru fáanlegir merktir með íslensku jólasveinunum, hvalategundum, íslensku sauðkindinni og auðvitað norðurljósunum. www.snerra.is

EXPO • www.expo.is • REX3299

Þrír áratugir náttúrulífsmynda Skannaðu strikamerkið með snjallsímanum þínum

BSÍ - Umferðarmiðstöðin 101 Reykjavík 580 5400 main@re.is • www.re.is

R O


34 HUGVIT OG HÖNNUN 4.TBL 2012

HUGVIT OG HÖNNUN 4.TBL 2012 35

Við sjáumst í 10-11 Fáðu þér eitthvað fljótlegt og gott í matinn eða gríptu það helsta fyrir heimilið í næstu verslun 10-11.

Jólainnkaup í góðu húsi Texti: Súsanna Svavarsdóttir Ljósmyndir: Gabríel Rutenberg

G

læsibær er sérlega aðlaðandi og hentug verslunarmiðstöð. Allar verslanir og veitingahús á sömu hæð – fyrir utan Útilíf sem er í rúllustigafjarlægð í kjallara verslunarbyggingarinnar. Samsetning verslananna er afar fjölbreytt. Þar má finna fataverslanir, barnafataverslanir, barnafylgihlutaverslun, blóma- og skrautmunabúð, úra- og skartgripabúð, snyrtivöruverslun, gleraugnaverslun, verslun með leikföng og skotveiðivörur, sportverslun, útivistarverslun og gjafavöruverslun. Það er því óhætt að fullyrða

að í þessari einu miðstöð er hægt að kaupa flestar jólagjafir handa fjölskyldu og vinum. Aðgengi að húsinu er til fyrirmyndar, bæði hægt að leggja úti og inni. Í verslunarhúsinu er lágt til lofts og því ekki hætta á glymjandi hávaða. Andrúmsloftið er afar notalegt. Það sem gerir Glæsibæ þó ákjósanlegan stað til að gera jólainnkaupin eru hin fjölbreyttu heilsu- og þjónustufyrirtæki. Þar er hægt að slaka á, fara í nudd eða heilandi meðferð í Heilsuhöndinni eða Heilsuhvoli. Nú eða bara setjast á hárgreiðslustofuna Kultura og láta laga á sér hárið fyrir jólin.

Einnig að fá sér gómsætt sushi á Tokyo eða vænan málsverð í Ölveri. Það er nefnilega best að vera saddur, slakur og sæll í jólainnkaupunum. Ekkert stress. Glæsibær hefur allt fyrir börnin. Róló býður upp á vandaðan, þægilegan og litríkan fatnað sem er aðallega úr bómull sem er unnin á umhverfisvænan hátt. Í Ólavíu og Óliver eru síðan hvers kyns öryggisvörur vegna barna, auk þess sem þar er eitt mesta úrval landsins af barnabílsstólum. Einnig kerrur, vagnar og leikföng í háum gæðaflokki. Tactical er svo sannar­lega leik­­ fanga­­verslun fyrir stráka á öllum aldri. Þar fæst flest sem þeir þurfa fyrir skot­veiðar, auk þess sem boðið er upp á úrval af fjarstýrðum leik­föngum, til dæmis bílum og þyrlum – jafnvel innanhússþyrlum. Að ekki sé minnst á flugvéla- og skipa­módel og ýmis bráð­skemmtileg „gadget.“ Þar er sko sjón sögu ríkari. Dalía er rótgróin blómabúð í Glæsibæ – með afskorin blóm, pottaplöntur, jólaplöntur, gjafavörur og kort í miklu úrvali – auk þess að bjóða upp á skreytingar fyrir nánast hvaða tilefni sem er, hvort sem um er að ræða brúðarvendi og –skreytingar, eða krossa og kransa vegna jarðarfara.

Í Gleraugnaversluninni í Glæsibæ er mikið úrval gleraugnaumgjörða, sem hver getur borið með glæsibrag. Steinsnar frá fást fallegar gjafavörur, skartgripir og úrval vandaðra úra í Heide. Og fyrst við erum farin að tala um augun – þá má segja að Glæsibær sé „miðstöð“ augnanna vegna þess að í turnbyggingunni er að finna bæði Sjónlag og Augljós, augnlækna- og augnaðgerðarstofur og það er svo sannarlega þess virði að kanna hvaða leiðir þær bjóða upp á til að laga sjónina. Í turnbyggingunni er líka heilsugæsla – og því tilvalið að nýta sér ferðina þangað til að bregða sér á milli bygginga til að gera jólainnkaupin. Eftir vel heppnaða verslunarferð er tilvalið að koma við í 10/11 til að kippa einhverju með sér heim til að elda – og nóg er af brauði og gómsætum kökum í bakaríinu í Glæsibæ. Meira að segja jólabaksturinn fyrir þá sem hafa ekki tök á því að sjá um hann sjálfir. Hreinlætisvörur og lyf eru í apótekinu. Í rauninni er allt sem maður þarf á að halda í Glæsibæ – sem má segja að sé orðinn miðsvæðis í Reykjavík.

www.glaesibaer.is

Fallegir blómvendir á frábæru verði Öðruvísi skreytingar

augl. stapaprent

Gjafavörur og listmunir í stærra og betra húsnæði

Blómabúðin Dalía

Álfheimum 74 104 Reykjavík Símar: 568 9120 - 690 4985

Full búð af nýjum vörum. Barnafataverslunin Róló Glæsibæ. Sími 8948060 • www.rolo.is • Facebook

Frábær verð Gleraugu frá kr. 11.124,Margskipt gleraugu frá kr. 22.124,Eyesland . Gleraugnaverslun . Glæsibæ, 5. hæð . www.eyesland.is


36 HUGVIT OG HÖNNUN 4.TBL 2012

HUGVIT OG HÖNNUN 4.TBL 2012 37

Hvað viltu í jólagjöf ? Jólagjafir eru flestum börnum hugleiknar á þessum tíma árs og því fórum við á stúfana og athuguðum stemminguna hjá þessu yndislega ungviði. Ekki er annað hægt að segja að svörin séu jafn margbreytileg og krílin misjöfn!

Borðplötur – sólbekkir Fanntófell sérhæfir sig í framleiðslu á formbeygðum (e. postforming) borðplötum. Hágæða harðplast HTP (High pressure laminales). Rúnaðir, beinir, viðar, pvc, ál eða stál kantar. Mikið úrval lita og áferða svo sem háglans, matt og yrjótt. Fanntófell býður upp á Rausolid akrílstein frá REHAU, sem er gegnheilt steinefni, byggt á náttúrulegu steinefni, akríl bindiefni og litarefni. Fanntófell býður upp á límtré borðplötur. Þykkt á plötum eru 26 mm, 32 mm og 42 mm. Límtréð er olíuborið og tilbúið til uppsetningar.

Auður Sjöfn

Ólafsdóttir 3 ára

Bíldshöfða 12, 110 Reykjavík • Sími 587 6688 • www.fanntofell.is • fanntofell@fanntofell.is

Ég vil fá trommu og pínulítinn hvítan kettling með blá augu eins og ég og Hello Kitty gítar!

Bir

iess járnsmíði

Dalvegi 24 • 544 4884 • iess@iess.is

arín

gnheiður Lóa

RA

Ólafsdóttir 9 ára

Mig langar í hund, kannski svona labrador hund, og trommusett...

bert An

ta M Jóhannsdóttir 11 ára

Ró dri Jóhannsson 13 ára

Ég myndi helst vilja flott skraut í herbergið mitt, föt, Ipad og kannski nýja Pottþétt diskinn ...

Tölvuleiki, North Face úlpu, Mac book og Ipod touch.

Vegleg bók um ferðaþjónustu á Íslandi Texti: Súsanna Svavarsdóttir Ljósmynd: unnin af Icelandic Times

Hægt er að hringja eða senda tölvupóst til útgefanda, og við sendum þér bókina á kynningarverði kr.2900, sendingarkostnaður innifalinn. info@icelandictimes. com, sími: 578 5800

L

and og Saga hefur um árabil gefið út tímaritið Icelandic Times, upplýsingarit fyrir erlenda ferðamenn um ferðaþjónustuna hér á landi. Ritið hefur frá upphafi notið mikilla vinsælda og var því ákveðið að taka hlutina skrefinu lengra og gefa út bók með safni nýrra og áður útgefinna greina, alls 250 greinar. Bókin sem ber heitið Icelandic Times Extra, verður 360 síður og innbundin, prentuð í 10.000 eintökumog dreift á 400 sölustaði víðs vegar um landið. Auk þess fer hún í dreifingu erlendis. Auk greina um ferðaþjónustu-aðila verða í bókinni landshlutakort og fjöldi ljósmynda, greinar um fugla- og gróðurlíf, jarðfræði og jarðsögu – sem gera bókina sérlega eigulega. Líkt og í blöðum okkar mun greinum bókarinnar verða skipt eftir landshlutum og er ætlunin að láta greinargóð kort fylgja hverjum hluta – þá götukort jafnt sem svæðiskort. QR kóðar verða á sínum stað og að venju vel skrifaðar, aðgengilegar og skýrar umfjallanir. Mikil áhersla verður lögð á ljósmyndasíður, umfram það myndefni sem fylgir greinum, eða áætlaðar 50-60 aukasíður fylltar ljósmyndum. Menningarlegar umfjallanir verða á sínum stað auk þess sem vel verður farið í kynningar varðandi hönnun og fyrirtæki. Vinnsla á Icelandic Times Extra er á lokastigi og fer í prentun í desember. Það fer því hver að verða síðastur til að bóka pláss fyrir sitt ferðaþjónustufyrirtæki í bókinni. Þau fyrirtæki sem hafa nú þegar keypt greinar í blöðum Icelandic Times fá endurbirtingu á kostakjörum. Ef fyrirtækið þitt hefur ekki áður keypt greinar í blaðinu okkar en langar að vera með í innbundnu bókinni er verðið töluvert lægra en í fríu tímaritunum.

www.icelandictimes.com


38 HUGVIT OG HÖNNUN 4.TBL 2012

Hjálpræðisherinn með þriðju verslunina Texti: Aðsendur Ljósmynd: úr safni

Þ

að er fátt skemmtilegra en að róta í verslunum sem selja notaðan varning. Aldrei að vita hvað leynist innan um og saman við, kannski peysa, kjóll eða jakki sem mann hefur alltaf langað í, nú eða borð, stóll, skál, bollar eða annað smádót sem mann vantar – og allt á hagstæðu verði. Enda njóta verslanir Hjálpræðishersins sívaxandi vinsælda. Í Garðastræti 6 rekur Herinn verslun með fatnað og á Eyjaslóð 7 verslun með húsgögn smávöru og fatnað.

Hins vegar búa ekki allir í vesturbænum og í október opnaði Herinn þriðju verslunina í Reykjavík. Hún er í Mjóddinni og segir verslunarstjórinn Anita Gerber þá verslun vera nokkuð ólíka þeim sem fyrir eru. „Við skiptum plássinu í tvennt. Annars vegar er verslunin, þar sem við seljum föt og smávöru, hins vegar verðum við með kaffihús og unglingastarf á fimmtudagskvöldum. Markmiðið er að vera þar með lifandi tónlist eins og hægt er á kvöldin en þangað getur fólk líka leitað til okkar eftir félagsráðgjöf og mataraðstoð. Við viljum að þessi aðstaða nýtist unglingum til að koma saman, til dæmis einu sinni í viku til að vinna að listsköpun eða einhverju slíku saman.“ segir Anita.

Eftir áramót verður fleira á boðstólum fyrir fullorðna: Saumanámskeið og íslenskunámskeið fyrir nýja landsmenn. Hægt er að skrá sig hjá Arney í síma 849 0036 á mánudögum milli 11 og 14 eða í tölvupósti hjalp@herinn.is Samverustundir, kaffi og spjall á fimmtudögum kl 13-15.

Fyrir börn og unglinga: Ungbarnatrall - námskeið á þriðjudögum. Hægt er að skrá sig hjá Rönnvu í síma 896 6303. Unglingastarf á fimmtudögum kl 19. Við þökkum öllum sem styrkja velferðarstarfið okkar sem felur í sér aðfangadagsveislu í Kirkjustræti 2, jólagjöf til fanga og þetta velferðarstarf í Mjóddinni. Við tökum líka þátt í jólahjálpinni sem Hjálparstofnun kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndin veita nú í desember. Þú getur gefið þitt framlag í jólapottinn í Kringlunni allan desember og á ýmsum öðrum stöðum líka. Hjálpræðisherinn Reykjavíkurflokkur. Sími 552 1108.

Í Reykjanesbæ, Keflavík, Hafnargötu 30 Nytjamarkaður opinn þri-fös kl. 12-17 og laugardaga 12-14 Símanúmer: 421 70 90

og Hertexlukkupotturinn Vallargötu 14

reyri Á Aku di 1b lun Hrísa inn

Í Reykjavík Garðastræti 6 Fatabúðin opin alla virka daga kl. 13-18

ur op arkað kl. 13-18 m ja t Ny aga l.13-17 Símanúmer: 561 3277 k irka d alla v gardaga 3 3 u 4 la 4 og r: 462 núme Síma

Í Reykjavík Eyjaslóð 7, við höfnina Nytjamarka ður opinn alla virka da ga kl. 13 -18 Símanúmer : 858 5908

www.herinn.is

Í Reykjavík Álfabakka 12 Mjóddinni Nytjamarkaður opinn þriðjudaga,miðvikudaga og föstudaga kl. 13-18 (opið á fimmtudögum frá 20.desember!) Símanúmer: 844 6188

Opinn fim kl. 13 -18 og laugardaga kl. 12-17

Komið og gerið góð kaup til styrktar velferðarog æskulýðsstarfi Hjálpræðishersins! Hjálpræðisherinn • Kirkjustræti 2 • 101 Reykjavík • 552 0788 • Island@herinn.is • www.herinn.is


40 HUGVIT OG HÖNNUN 4.TBL 2012

Látum Varúðarregluna ráða Texti: Andrína Guðrún Jónsdóttir og Jóna Ágústa Ragnheiðardóttir. Ljósmynd: Gabriel Rutenberg

Y

fir 2000 rannsóknir sem sýna fram á mjög alvarlegar afleiðingar örbylgjumengunar þráðlausrar tækni eru hundsaðar og mikil heilsuvá fyrir höndum ef ekki verður þegar gripið til viðeigandi ráðstafana. Geislabjörg, félag fólks sem vill standa vörð um rétt fólks til að lifa án rafsegulmengunar, hefur gefið út bækling sem nefnist Aðgátar er þörf. Þar eru ýmsar upplýsingar um

Jóna Ágústa Ragnheiðardóttir hómópati.

Það að halda því fram við fólk að geislunin sé langt undir viðmiðunarmörkum segir ekkert um þá hættu sem fólk er í sem býr nálægt farsímamöstrum og er með stöðuga geislun innandyra. Vísindamenn eru að mæla mismunandi alvarlegar afleiðingar slíkrar geislunar langt undir viðmiðunarmörkum.

hvers vegna aðgátar er þörf í umgengni við þráðlausa tækni og rafmagn. Þar er varað við afleiðingum rafsegulmengunar, vitnað í skýrslur og rannsóknir óháðra vísindamanna og gefin ráð um hvernig hægt er að draga úr rafsegulmenguninni í umhverfinu. Það sem er þó mikilvægast í þessum málum, er að yfirvöld fari að kynna sér vandann og geri ráðstafanir til að draga úr þeirri hættu sem er verið að setja heilsu almennings í með þessari tækni og slælegum frágangi á rafmagni. Úrræða og aðgerða er þörf, nú, strax í dag. Á meðan farsímamastursskógurinn vex hratt í landinu er engin umræða um afleiðingar þeirrar geislunar sem hann hefur í för með sér. Þó svo margir séu að veikjast og margir finni fyrir verulegum óþægindum vegna rafsegulmengunar virðist hvorki hlustað né tekið mark á þjáningum fólks. Það sem er þó erfiðara að skilja er að ekki er tekið mark á rannsóknarniðurstöðum óháðra vísindamanna, heldur stuðst við niðurstöður rannsókna sem styrktar eru af hagsmunaaðilum, eins og til dæmis farsímafyrirtækjum. Á Norðurlöndum og hér á Íslandi er stuðst við viðmiðunarmörk um leyfilegan styrk sem byggjast á niðurstöðu rannsókna nefndar sem kallast ICNlRP (sem hefur setið undir ásökunum fyrir tengsl við

farsímaiðnaðinn og afneitar öllum möguleikum á líffræðilegum áhrifum örbylgjugeislunnar. Þær rannsóknir sem þessi nefnd styðst við og voru gerðar í upphafi þráðlausu byltingarinnar, miðuðust mörk til að varna bruna eða hitun við 6 mínútna samtal í farsíma. Nú býr fólk við geislun allan sólarhringinn frá farsímamöstrum, farsímum og þráðlausu neti. Þráðlausir símar og routerar geisla stöðugt á heimilum og fólk er ekki varað við mögulegum afleiðingum þess. Reglur Evrópusambandsins um að gæta skuli þess að hafa farsímamöstur í ákveðinni fjarlægð frá heimilum, skólum, hjúkrunar- og elliheimilum eru hundsaðar og reglugerðir varðandi frágang á jarðbindingum húsa eru hundsaðar. Á meðan eru stöðugt fleiri að veikjast og líða ólýsanlegar kvalir vegna rafsegulmengunar á heimilum og vinnustöðum. Víða erlendis hafa foreldrar og kennarar hafið baráttu gegn því að starfsfólk og nemendur séu útsett fyrir örbylgjugeislun. Börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir rafsegulmengun því geislunin getur haft skaðleg áhrif á ómótað taugakerfi þeirra. Þeir sem leita til yfirvalda og eftirlitsstofnana mæta dónaskap og ekkert er gert úr áhyggjum þess, hvað þá hlustað eða staldrað við og málin könnuð. Nóg er til af rannsóknarniðurstöðum sem sýna fram á að það sé veruleg ástæða til að hafa áhyggjur af þróuninni og afleiðingum þessarar geislunar á lýðheilsu. Það að halda því fram við fólk að geislunin sé langt undir viðmiðunarmörkum segir ekkert um þá hættu sem fólk er í sem býr nálægt farsímamöstrum og er með stöðuga geislun innandyra. Vísindamenn eru að mæla mismunandi alvarlegar afleiðingar slíkrar geislunar langt undir viðmiðunarmörkum. Því er það óskiljanlegt að yfirvöld og þær stofnanir sem eiga að gæta hlutleysis og standa vörð um hagsmuni almennings og þjóna honum skuli skirrast við að skoða málin og taka til greina þær afleiðingar sem núverandi ástand er þegar farið að hafa, og ennfremur áhyggjur vísindamanna af afleiðingum þeim sem eiga eftir að koma í ljós eftir tíu. tuttugu ár vegna þeirrar geislunar sem fólk er að verða fyrir í dag. Það er óskiljanlegt að litið sé framhjá óteljandi rannsóknum sem sýna fram á fylgni á milli ýmissa áhrifa á heilsu fólks, geislunar frá farsímum, farsímamöstrum og rafsegulmengunar almennt, svo sem krabbamein, Alzheimer, ýmissa taugasjúkdóma og rafóþols. Hér eru sett upp mörg möstur í einu og sama hverfinu, þau eru sett á skóla, elliheimili og sjúkrahús. Hér verja Geislavarnir Ríkisins, Vinnueftirlitið og Húsnæðismálastofnun slíka gjörð, og gert er lítið úr því heilsutjóni sem fólk telur sig verða fyrir og bendir því að leita orsakanna annarsstaðar, t.d. væri vert að snúa sér til sálfræðings. Meðan slíkur þvergirðingsháttur og varnarhættir eiga sér stað í þeim stofnunum sem málið varðar, vex vandinn. Þegar fleiri veikjast eru enn minni líkur á að heilbrigðiskerfið geti sinnt vandanum og enn frekari forföll verða á vinnustöðum. Það sem er alvarlegra, er að það er verið að ganga alvarlega á komandi kynslóðir og skaðinn getur orðið óafturkræfur þar sem þessi geislun veldur genabreytingum og genaskaða. Því er það ósk okkar að yfirvöld og almenningur fari að kynna sér þær rannsóknir sem eru þegar til. Varúðarreglan var samykkt í Ríó 1992 á heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og felst í því að náttúran eigi að njóta vafans, að ekki megi nota skort á vísindalegri fullvissu um hugsanleg skaðleg áhrif sem rök til að fresta varnaraðgerðum. Samþykkt Varúðarreglunnar felur því í sér að sönnunarbyrði í umhverfismálum flytjist af tjónþola yfir á meintan tjónvald. Hugsið ykkur ef það væru sett lyf út og svo þegar aukaverkanirnar færu að koma fram, þá væri sagt: „ Já en það er nú ekki ennþá nægilega sannað að þessi lyf séu að valda þessum einkennum.“ Það er það sem farsímaiðnaðurinn og yfirvöld skýla sér á bak við í dag og er bara hreint ekki líðandi. Bæklinginn Aðgátar er þörf má nálgast á neðangreindri vefsíðu félagsins. www.geislabjorg.is


42 HUGVIT OG HÖNNUN 4.TBL 2012

HUGVIT OG HÖNNUN 4.TBL 2012 43

Drægni nýjustu rafbílanna er komin í 500 km á hleðslu, segir Gísli Gíslason hjá EVEN.

Við viljum fá alla í lið með okkur Texti: Súsanna Svavarsdóttir Ljósmyndir: Gabriel Rutenberg /aðsendar

EVEN – fyrstu orkupóstarnir til að hlaða rafbíla eru komnir til landsins. Póstarnir koma frá þýska fyrirtækinu RWE sem eru fremstir í hleðslulausnum í Evrópu og margverðlaunað. Um er að ræða þrjár gerðir pósta; orkupóst til að nota heima (sem eingöngu bíleigandinn hefur aðgang að; áskriftar-hleðslupósta til að setja upp við fyrirtæki og stofnanir (sem áskrifendur hafa aðgang að) og hraðhleðslustöðvar sem settar verða um land allt, til dæmis við bensínstöðvar (fyrir áskrifendur, en einnig verður hægt að kaupa rafmagn með kreditkorti eða farsíma). Gísli Gíslason hjá EVEN sem flytur orkupóstana inn segir það markmið fyrirtækisins að sem flestir Íslendingar geti átt val um að fá sér rafmagnsbíl, sem fyrst. En til þess að af því verði þurfi þrennt að koma til: Í fyrsta lagi, þurfi allir rafbílaeigendur að eiga aðgang að rafmagni fyrir bílana. Í öðru lagi, þurfi að vera til nægilegt magn af rafbílum á markaðnum og á samkeppnishæfu verði (við bensínbílana) og í þriðja lagi, þurfi hugarfar almennings að breytast – en þó ekki síður, hugarfar stjórnvalda og stjórnenda stórfyrirtækja. „Það er engin spurning að rafmagnsbílar eru framtíðin. Það er alveg út í hött að stinga hausnum í sandinn og afneita því,“ segir Gísli. Það er hins vegar á okkar valdi hversu fljótt þetta gerist. Við getum tekið forystuna, en við getum líka treyst á aðra og fylgt straumnum.

Hvers vegna að flytja inn orku Gísli segir eigendur og starfsmenn Northern Lights Energy og EVEN hafi eytt allri sinni orku síðastliðin fjögur ár í að ganga á milli stjórnvalda, ríkis, borgar og sveitarfélaga til þess að tala máli þess að Ísland verði fyrsta land í heimi til að gera rafbílavæðinguna mögulega um allt land. Einnig orkusölufyrirtæki – og aðra bílainnflytjendur. „Við flytjum inn rafbíla og hleðslulausnir í gegnum fyrirtæki okkar, EVEN – en við höfum engan áhuga á að standa einir að þessu. Við viljum fá alla með okkur“.

Ef við lítum á staðreyndir, þá dygði ein túrbína í Kárahnjúkavirkjun til að knýja áfram allan bílaflota landsmanna. Það liggur í augum uppi að það er mikill gjaldeyrissparnaður fyrir ríkiskassann að kaupa rafmagn á bílaflotann í stað þess að sigla einu risaolíuflutningaskipi í mánuði hingað til lands og slíta svo þjóðvegunum með því að keyra olíu og bensín um allt landið. Við eigum umhverfisvænustu og ódýrustu orku í heimi. Hvers vegna erum við ekki að nýta hana í okkar þágu? Hvers vegna flytjum við Íslendingar inn orku?“ Það sem helst hefur staðið rafbílavæðingunni fyrir þrifum eru takmarkaðir hleðslumöguleikar og skortur á bílum. „Við byrjuðum að leggja inn pantanir fyrir rafbíla árið 2009, en fyrstu bílarnir komu til landsins núna í nóvember og desember. Við fáum síðan fleiri bíla á næsta ári. Hvað orkupóstana varðar, þá vildum við vera vissir um að við værum með besta kostinn sem í boði er og fundum hann hjá þessu þýska fyrirtæki. Það er okkar von að Ísland beri gæfu til að setja upp eina tegund af orkupóstum en falli ekki í sama pyttinn og Norðmenn. Í Noregi fóru mörg fyrirtæki af stað og byrjuðu að setja upp orkupósta án nokkurs samráðs og nú þegar er búið að setja upp um 5.000 orkupósta í Noregi. Vandamálið er að rafbílaeigendur í Noregi þurfa að vera með áskrift hjá mörgum fyrirtækjum til að geta hlaðið bílana sína skammlaust í Osló.“ Þar sem við erum að stíga fyrstu skrefin á Íslandi og erum eingöngu með um 15 rafbíla á landinu og enga orkupósta, þá er sögulegt tækifæri til að gera þetta rétt hér á landi með því að sameinast um eina lausn fyrir alla rafbílaeigendur.

Öryggi orkupóstanna Þegar Gísli er beðinn að útskýra hvernig orkupóstarnir virka, segir hann: Við ætlum að láta heimastöð fylgja hverjum einasta bíl frá okkur, vegna þess að hleðslan í gegnum þessar stöðvar er miklu öruggari en venjulegar heimilisinnstungur. Heimastöðin getur verið hvort heldur inni eða úti og þolir öll veður. Hún gefur ekki straum nema bíll sé í sambandi við hana. Það er ekki er hægt að taka hann úr sambandi á meðan hleðslan er í gangi. Tengillinn er óvirkur ef ekki er snúra í sambandi þannig að það er ekki hægt að fá straum úr henni. Öryggið er því mikið. Hraðhleðslustöðvarnar stefnum við á að setja upp á næsta ári, fyrir utan stórmarkaði eða við bensínstöðvar – um allt land. Þessar orkustöðvar geta hlaðið rafbílana á 15-30 mínútum. Orkupóstarnir nota meiri orku en venjulegar innstungur (380V), þannig að hleðslan er í flestum tilfellum tvöfalt hraðari en ef hlaðið er í gegnum venjulega innstungu.“

Stórt umhverfisverndarátak

Orkupóstur fyrir heimili

Orkupóstur fyrir fyrirtæki og stofnanir

Aðgangur að orkunni er einnig einfaldur, því orkupóstarnir þekkja bílinn um leið og honum er stungið í samband og vita hve mikla orku og hversu hratt hver bíll getur tekið inn á sig. Það eina sem áskrifandinn þarf að gera er að stinga í samband. Það er auðvitað líka hægt að nýta hraðhleðslustöðvarnar þótt menn séu ekki í áskrift. Þá getur rafbílaeigandinn notað greiðslukortið eða farsímann – það yrði bara dýrara fyrir þann sem ekki er í áskrift þar sem hann er ekki að greiða niður kostnaðinn við hraðhleðslustöðvarnar með áskriftargaldinu og þarf því að greiða hærra gjald í þau skipti sem hann notar kerfið.”

Áskriftarleið Þegar Gísli er beðinn að taka dæmi um hleðslukostnað neytandans, setur hann upp dæmi um einstakling sem keyrir 20.000 km á ári. „Segjum t.d. að hann borgi 8.000 krónur á mánuði í áskrift. Áskriftin innifelur alla orkunotkun bílsins, en einnig yrði settur upp orkupóstur heima hjá honum og hann hefði aðgang að öllum orkupóstum EVEN hvar sem þeir finnast á landinu en hann gæti auk þess nýtt sér hraðhleðslustöðvarnar og hlaðið bílinn á 15-30 mínútum.

Orkupóstur fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Þegar Gísli er spurður hvernig gangi að fá orkusölufyrirtækin með, segir hann: „Þetta er mjög nýtt fyrir alla. Þau eru að skoða dæmið þessa dagana. Vonandi koma þau í lið með okkur vegna þess að þetta er ekki neitt smáræðis umhverfisverndarátak – sem öll þjóðin á kost á að taka þátt í. Við erum öll á bíl hér, við þurfum að endurnýja þá. Núna eru rafmagnsbílar á verði sem er sambærilegt bensínbílum og við eigum að geta valið það sem hentar okkur. Hvað orkufyrirtækin varðar, þá er það versta sem gæti gerst hér, að allir ætluðu sér að fara að flytja inn sína staura. Þá lendum við í því sama og Norðmenn. Best væri að við hefðum eitt dreifikerfi sem allir geta selt orkuna í gegnum.“ Reynslan erlendis frá sýnir að áttatíu til níutíu prósent rafbílaeigenda hlaða bílinn heima hjá sér yfir nóttina. Ísland framleiðir orku allan sólarhringinn, túrbínurnar í gufuaflsvirkjuninni á Hellisheiði snúast hvort sem verið er að nota orkuna eða ekki. Staðreyndin er sú að við notum lítið af henni um nætur,“ segir Gísli. „Engu að síður er mikilvægt að vera með sýnilegar hleðslustöðvar um allt land til að fólki finnist það öruggt um að fá orku á bílinn sinn hvert sem það er að ferðast. Við eigum næga orku. Þótt hingað kæmu allt í einu 50.000 rafbílar, myndi það ekki breyta neinu.“

Fáránlega ódýrt „Síðan erum við með eitt besta dreifikerfi í Evrópu og það eina sem hefur vantað upp á að dreifa rafmagninu á bílana er orkupósturinn – og nú er hann kominn.“ Þegar Gísla er bent á að eitthvað muni það kosta að setja upp heildarkerfi fyrir allt landið, segir hann þann kostnað vera afstæðan. „Við höfum látið reikna þetta allt út fyrir okkur. Þessi samgöngubót myndi kosta svipað og að byggja eina brú yfir litla á fyrir vestan, um 360 milljónir. Það er nú allt og sumt – og allir landsmenn myndu njóta góðs af. Allir gætu hlaðið bílana sína án nokkurra vandamála. Þetta er eiginlega fáránlega ódýrt.“ www.even.is


44 HUGVIT OG HÖNNUN 4.TBL 2012

NÝR CHEVROLET SPARK 2013

Sparnaðarráð fyrir heimilið

Hagstæðari bílatryggingar Texti: Súsanna Svavarsdóttir Ljósmyndir: Gabriel Rutenberg /úr safni

Það munar svo sannarlega um minna. Þegar ökutæki er orðið ódýrara í rekstri, með minni bilanatíðni og lægri tryggingaiðgjöld, en bensínbílar, hljóta þau að vera fýsilegur valkostur – að ekki sé minnst á hvað þau eru hljóðlát og skila lítilli sem engri mengun út í andrúmsloftið.

T

M er fyrst íslenskra tryggingafélaga að bjóða viðskiptavinum sínum hagstæðari kjör á tryggingum fyrir ökutæki sem ganga fyrir vistvænni orkugjöfum. Þar með er stigið enn eitt skrefið í þá átt að fá almenning til að skoða af fullri alvöru kosti þess að reka umhverfisvænni ökutæki. „Eftir að álagningu opinberra gjalda á vistvænum ökutækjum var breytt á síðasta ári fór metan-, tvinn- og rafmagnsbílum stöðugt fjölgandi,“ segir Einar Þorláksson, vörustjóri ökutækjatrygginga hjá TM. „Og þeim fjölgar enn vegna þess að verðið á þeim er orðið mun lægra en áður var. En það spilar auðvitað fleira inn í. Til dæmis hefur síhækkandi olíuverð í heiminum orðið til þess að fólk er farið að skoða vel hvaða valkostir eru í stöðunni. Það er engin spurning að ökutæki sem við getum knúið áfram á orku sem framleidd er hér á landi er hagstæðasti kosturinn. Það hefur mikil þróun átt sér stað í bílaiðnaðinum á seinustu misserum, ekki síst í hönnun umhverfisvænni ökutækja. Sem dæmi má nefna að nýverið var Nissan Leaf, sem alfarið er rafmagnsbíll kosinn bíll ársins 2011 og einnig kaus Bandalag íslenskra bílablaðamanna Volkswagen Passat, sem er knúinn með bensín metan bílvél, bíl ársins 2012.“

Samkvæmt upplýsingum Umferðarstofu eru þessi ökutæki nú þegar orðin 1248 og er u þá ótaldir þeir bílar sem breytt hefur verið hér á landi í bensín/metan eða diesel/ metan. Með því að bjóða h a g s t æ ð a r i k j ö r v i l l TM leggja sitt að mörkum til að stuðla að fjölgun vistvænna ökutækja og sýna samfélagslega ábyrgð þar sem tryggingatökum gefst kostur á að samþætta umhverfissjónarmið og hagstæðari kjör á ökutækjatryggingum. Iðgjaldið getur orðið allt að 10% lægra en það iðgjald sem fæst fyrir sambærilega bifreið sem knúin er áfram af hefðbundnum orkugjöfum eingöngu Það munar svo sannarlega um minna. Þegar ökutæki er orðið ódýrara í rekstri, með minni bilanatíðni og lægri tryggingaiðgjöld, en bensínbílar, hljóta þau að vera fýsilegur valkostur – að ekki sé minnst á hvað þau eru hljóðlát og skila lítilli sem engri mengun út í andrúmsloftið.

TM vill leggja sitt að mörkum

Tesla Model S .

„ TM vildi leggja sitt af mörkum til að koma til móts við þennan ört fjölgandi hóp fólks sem kýs að aka umhverfisvænum ökutækjum með því að bjóða því hagstæðari kjör á ökutækjatryggingum.

Bíll á mynd Chevrolet Spark LTZ

„Eftir að álagningu opinberra gjalda á vistvænum ökutækjum var breytt á síðasta ári fór metan-, tvinn- og rafmagnsbílum stöðugt fjölgandi,“ segir Einar Þorláksson, vörustjóri ökutækjatrygginga hjá TM.

Chevrolet Spark er skynsamlegt sparnaðarráð sem verður að veruleika í minni útgjöldum heimilisins. Hann er sparneytinn, umhverfisvænn og fæst á afar hagstæðu verði. Rekstrarsparnaður með Spark skilar sér því bæði í heimilisbudduna og í betra andrúmslofti.

FRÍTT Í STÆÐI

Mánaðargreiðsla*

22.481kr. Spark LS

Chevrolet Spark LS 1.0 • 2013 • Verð: 1.790 þús. kr. Chevrolet Spark LT 1.2 • 2013 • Verð: 1.990 þús. kr.

Hluti af staðalbúnaði Spark LT: 1.2L / 81 hestafla vél • 14” álfelgur • 8 líknarbelgir Loftkæling • Aksturstölva • Hiti í speglum • Öryggisnemar í aftursæti • Fjarstýrðar samlæsingar með þjófavörn • Rafmagn í rúðum og speglum • Hljómflutningstæki með USB tengi • Aðgerðarstýri • Hiti í sætum o. fl.

*Miðað við Gullvildarkjör Ergo á grænum óverðtryggðum bílasamningi til 84 mánaða og 25% innborgun. Hlutfallstala kostnaðar: 10.53%.

Knúin af umhverfisvænni orku Þegar Einar er beðinn að segja hvernig Tryggingamiðstöðin skilgreinir vistvæn ökutæki, segir hann: „Vistvænt ökutæki er fólksbifreið til einkanota sem knúin er áfram af umhverfisvænum orkugjöfum. Bílar sem falla undir þá skilgreiningu eru fólksbílar þar sem orkugjafinn er eingöngu metan, bensín/metan, dísel/metan, bensín/rafmagn eða rafmagn.“

www.tm.is

Verið velkomin í reynsluakstur kaffi

Tangarhöfða 8 • 590 2000 | Njarðarbraut 9 • Reykjanesbæ • 420 3330 | Bílaríki • Glerárgötu 36 Akureyri • 461 3636 | www.benni.is


46 HUGVIT OG HÖNNUN 4.TBL 2012

Tilvalið í jólapakkann!

15%

Jólafsláttur af þessum frábæru hleðslutækjum

Minilik á flúðum Texti: Sigrún Pétursdóttir Ljósmyndir: úr safni

Á

Flúðum, umvafið íslenskri náttúru, er lítið yndislegt veitingahús sem ber heitið Minilik. Þar gefst gestum og gangandi kostur á að gæða sér á eþíópískum mat og upplifa þá alúð sem sú þjóð leggur í matargerð. Hjónin og eigendur Minilik, íslendingurinn Árni Hannesson og Aseb Kahssay, ættuð frá Eþíópíu langaði að prófa eitthvað nýtt og fengu þá hugmynd að opna veitingahús sem sameinaði þessa tvo menningarheima. Eþíópískur matur gerður úr íslensku grænmeti ræktuðu á Flúðum kemur ákaflega vel út, en einnig er boðið upp á kjötrétti, lamb, naut og kjúkling. Maturinn er borinn fram með eþíópísku brauði sem líkist íslensku pönnukökunum og er brauðið notað í stað mataráhalda til að færa matinn upp í munn

og ofan í maga. Það verður að játast að það er alveg sérstök tilfinning að borða með höndunum. Eigendurnir bera rekstrinum vel söguna og segja enga ástæðu til að loka staðnum þótt komið sé fram á vetur og hinn eiginlegi ferðamannatími liðinn. Áfram verði opið fram til 9. desember fyrir heimamenn og þá sem dvelja í sumarbústöðum á svæðinu. Opnunartímar eru frá 18.00 til 21.00 á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum og frá 14.00 til 21.00 á laugardögum. Hins vegar eru þetta aðeins föstu opnunartímarnir, því hægt er að hringja utan þess tíma í 846-9798 og panta mat, annað hvort til að taka með sér eða til að gæða sér á, á staðnum. Pöntunin verður þó að vera fyrir fjóra eða fleiri.

www.minilik.is

SÖNN LÍFSREYNSLUSAGA

Væntanleg önnur prentun, endurbætt og enn betri Kleopatra segir frá nokkrum draumum sem hana dreymdi og hvernig þeir komu fram. Hún segir frá grafalvarlegri misnotkun í æsku, frá sárum móðurmissi og átakanlegri lífsreynslu í ástamálum. 70 ljósmyndir eru í bókinni en vegna fjölda áskorana verður bætt við myndum í endurprentun bókarinnar.



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.