Hugvit og Hönnun 2. tölublað, 6. árgangur

Page 1

Frítt eintak

3.tölublað, 6.árg. 2012 ● www.LandogSaga.is Skipulag & byggingar

Heimili & arkitektúr

Heilsa

Matur & vín

Hönnun & handverk

Listir & mENNING

Bílar & tæki

FerðIR & þjónusta

Verðlaunaarkitektinn Sigurður Einarsson

Handverk kvenna skemmtilegar hugmyndir

Glæsibær verslunar-og heilsumiðstöð með heilnæmum blæ

Viðtöl


2 HugVit Og Hönnun 1.tbl 2012

hugvit og hönnun þriðja tölublað, tvöþúsund og tólf www.landogsaga.is útgefandi land & saga ehf. / ritstjóri súsanna svavarsdóttir, susannasvava@ landogsaga.is / hönnun sigrún pétursdóttir & svafar helgason / markaðs& sölustjórn erna sigmundsdóttir, erna@icelandictimes.com / sala elín bára einarsdóttir, hrönn kristbjörnsdóttir, elín sigríður ármannsdóttir / ljósmyndarar einar ólason, gabriel rutenberg, súsanna svavarsdóttir prentun landsprent / blaðamenn sigrún pétursdóttir, súsanna svavarsdóttir, vignir andri guðmundsson / próförk guðbrandur siglaugsson / dreifing helgarútgáfa morgunblaðsins / forsíðumynd sérefni

land og Saga hefur um árabil gefið út blaðið land og Saga. blaðið sem upphaflega fjallaði um skipulag, byggingar og orkumál, teygði anga sína smám saman á aðrar slóðir, fyrst til að byrja með í hliðargreinar við þessa meginþætti, síðan hliðargreinar við hliðargreinar og svo framvegis. þegar síðasta blað lands og Sögu kom út í október síðastliðnum varð okkur ljóst að meginflokkarnir þrír voru farnir að standa blaðinu fyrir þrifum. allt í þessum heimi er breytingum háð og við hjá landi og Sögu ákváðum að söðla um, breyta blaðinu landi og Sögu frá upphafi til enda og gefa því nýtt nafn, Hugvit og Hönnun. Við álitum slíkan nafnaaðskilnað frá fyrirtækinu liðka fyrir skilningi viðskiptavina okkar á því að blaðið sem gefið er út er aðeins hluti af útgáfustarfsemi lands og Sögu. þegar hugmyndin að Hugviti og Hönnun varð til, fórum við yfir þau efnistök sem verið hafa í síðustu blöðum lands og Sögu, í ljós kom að það var hvers kyns hönnun og hið undursamlega hugvit manneskjunnar sem blómstrað hefur á krepputímanum, sem vakti áhuga okkar. Við ákváðum því að byggja nýja blaðið á þeim áhuga, því endurmati á lífsgæðum sem þjóðin hefur gengið í gegnum og skoða hvernig fyrirtæki um allt land hafa skynjað og brugðist við því endurmati. Sem fyrr eru skipulag, byggingar og orkumál helsta áhugamál okkar og vonumst við sannarlega til að eiga áfram góð samskipti við þá aðila sem starfa í þeim geira víðs vegar um landið. ný hugsun er áberandi þar með áherslu á umhverfisvernd og endurnýtingu og eiga upplýsingar þar um brýnt erindi við þjóðina. Frá þessum meginþáttum, skipulagi á jarðnæði upp í byggingar og samfélag manna sem vilja skapa betri heim með hugviti, tækniþekkingu og kjarkinum til að takast á við breytingar, er markmið okkar að gefa út blað sem er fullt af upplýsingum sem koma lesendum okkar við, hvort sem það eru konur eða karlar, höfuðborgarbúar eða landsbyggðarfólk.

einar þorsteinsson, útgefandi

Hugvit og Hönnun er blað um málefni sem koma okkur við og fjalla um okkur sjálf sem þjóð. í efnistökum sækjum við í þann skapandi kraft sem hefur gert okkur kleift að komast af í þúsund ár við nyrstu voga. Við viljum fjalla um þær auðlindir sem hafa gagnast okkur til að byggja upp kraftmikið og mannvænt samfélag, það ríkidæmi sem býr í huga og höndum íslendinga, þá þekkingu sem þessi hámenntaða þjóð hefur sótt sér í innlenda sem erlenda skóla – eða hefur þegið að erfðum frá brjóstviti forfeðra og –mæðra. Við viljum standa vörð um náttúru okkar og umhverfi og leggjum því ríka áherslu á að koma á framfæri fyrirtækjum sem hafa slíkt að yfirlýstri stefnu. í þessu fyrsta tölublaði er arkitektúr í forgrunni hjá okkur. Við heimsækjum Sigurð einarsson arkitekt hjá batteríinu – sem var rétt í þessu að hljóta fyrstu verðlaun fyrir skipulagstillögu í bergen. einnig fjöllum við um verðlaunatillöguna og starfsemi batterísins. Við forvitnumst um heilsutengda þjónustu, hvort sem er hefðbundna eða óhefðbundna, gerum úttekt á þjónustunni sem er í boði í glæsibæ sem lengi vel var stærsta verslunarmiðstöð á íslandi og spratt upp úr hugviti Silla og Valda. Við kynnum handverk kvenna fyrr og nú - ekki síst með tilliti til endurnýtingar – skoðum ýmislegt sem gagnast heimilum okkar og brögðum aðeins á mat og drykk. ennfremur forvitnumst við um hvað er að gerast í útflutningi á hugviti og hernig verja skal heimilið fyrir eldhættu. næsta tölublað Hugvits og Hönnunar kemur út 1. desember. megináhersla í því blaði verður jólahaldið í mat og drykk, hvers kyns gjafavöru, hönnun og hugmyndaflóru. þriðja tölublað Hugvits og Hönnunar kemur síðan út 29. desember. í því tölublaði verða orkumál í forgrunni, auk þess sem við fjöllum um heilsu og heilbrigði, námskeiðahald og mannbætandi lífsstíl. með von um að þú njótir þess sem við höfum fram að færa, lesandi góður.

Súsanna Svavarsdóttir, ritstjóri

R U R Ö V NÝJAR DÖMU & HERRA FATNAÐUR FLÍS PEYSUR 3.990,SOFTSHELL PEYSUR 4.990,STRETCH BUXUR 7.990,SOFTSHELL BUXUR 7.990,ÚLPUR 8.990,SNJÓBUXUR 8.990,UNDIRFÖT SETT 3.990,SKYRTUR 4.490,SKYRTUR FÓÐRAÐAR 5.990,KÁPUR 9.990,SKÓR, SMÁVARA OFL.

BARNAFATNAÐUR FLÍS PEYSUR 2.490,SOFTSHELL PEYSUR 3.990,UNDIRFÖT SETT 3.490,REGNBUXUR 1.490,REGNJAKKAR 4.990,FÓÐRAÐAR BUXUR 3.990,SNJÓBUXUR 7.490,ÚLPUR 7.490,SKÓR, SMÁVARA OFL.

IL HJÁ OKKU R MÁ SK

A OG SKIPTA

OPIÐ

VIRKA DAGA 11 – 18 LAUGARD. 11 – 16 SUNNUD. 13 –16

facebook/ utivistogsport

Faxafen 12 S. 533-1550.


4 HUGVIT OG HÖNNUN 1.TBL 2012

Jákvæður boðskapur daglega Texti: Vignir Andri Guðmundsson Ljósmyndir: Aðsendar

Á

ólgutímum í samfélaginu veitir okkur flestum af jákvæðum boðskap annað veifið og hefur Maggý Mýrdal, hönnuður, fundið einstaklega skilvirka og um leið smekklega leið til til þess, en með sérhönnuðum límmiðum hennar er nú hægt að skreyta heimilið á einstakan hátt. Maggý stofnaði fyrirtæki sitt, {fonts} – Hönnun og List, fyrir um ári síðan og segir hún viðbrögðin hafa verið ótrúleg. „Þetta er í raun og veru afskaplega ódýrt og auðvelt að setja upp, en gerir samt svo ótrúlega mikið fyrir rýmið sem verið er að vinna með,” segir Maggý.

Texti sem á erndi við okkur öll Hönnunin er af fjölbreyttum toga, en Maggý segir að svokallaðir bænakrossar og fjölskyldutextar séu hvað vinsælastir. „Þetta eru textar sem virðast eiga erindi við okkur flest og hollt að sjá reglulega. Þannig hafa bænakrossarnir verið mjög vinsælir sem vöggugjafir og líka hjá ömmum og öfum,” segir Maggý. Bænakrossinn er einnig fáanlegur á púðum, sem Maggý segir ekki síður vinsæla. Maggý segist alltaf hafa haft gaman að vinna með bænir og jákvæðan boðskap. „Verkin tengjast ekkert endilega trú, ef til vill frekar að minna okkur á að hugsa fallega og á það ef til vill ekki síst við í þessu árferði,” segir Maggý. Fonts býður einnig upp á sérprentun á

límmiðum og segir Maggý það vera vinsælt að velja texta úr popplögum sem einstaklingar telja að eigi vel við sig eða sína.

Allir velkomnir í bílskúrinn Frá því reksturinn hófst hefur fyrirtækið færst frá eldhúsborðinu yfir í barnaherbergi og þaðan yfir í bílskúr í Kópavoginum þar sem Maggý er alla þriðjudaga og föstudaga milli þrjú og sex við iðn sína. Hún hvetur fólk endilega til að koma og heimsækja sig og fá ráðgjöf um hvernig megi gera umhverfið persónulegra. Hún hefur þannig veitt fólki kennslu og ráðgjöf um hvernig megi stensla texta á veggi og húsgögn og gera þau þar með einstök. Maggý segist svo ætla að setja á laggirnar námskeið í því eftir jól.

Veggjaskrautið er fáanlegt í mörgum litum og útfærslum. Maggý bendir á að í Fonts sé hægt að fá mikið úrval af tækifærisgjöfum við flest tilefni, allt frá pönnukökuuppskriftum í eldhús að íslenskum vísum fyrir börn. Frekari upplýsingar má nálgast á: http://www.facebook.com/ fontshonnunoglist Bílskúrinn hennar Maggýar er við Flesjakór 5 í Kópavogur og í hana má ná í síma 697-5455/562-8001.

www.facebook.com/fontshonnunoglist

Lýsa upp skammdegið með brag Texti: Sigrún Pétursdóttir Ljósmynd: Gabriel Rutenberg

Það hefur komist í venju að aðrar verslanir vísi á Glóey, „Ef það fæst ekki hjá okkur, farðu þá í Glóey“ mætti segja að væri orðið að orðatiltæki hjá samkeppnisaðilunum. Þeir bræður flytja inn vörur sínar að stórum hluta sjálfir frá Evrópu og Ameríku og skipta þá við tíu til tólf mismunandi framleiðendur á meðan margar verslanir skipta aðeins við einn.

S

trákarnir í Glóey þeir Haukur og Baldur eru sannarlega með hlutina á hreinu þegar kemur að bæði hönnun og hugviti. Auk fagurlagaðra ljósapera líkt og Edisonperuna eiga þeir í fórum sínum litríkar tausnúrur sem eru það allra vinsælasta í dag samkvæmt evrópskum hönnuðum. Tausnúrurnar hreyfa við hönnuðum hversdagsins líka en auk þeirra býður Glóey upp á úrval af lampasnúrum, klóm, snúrurofum, snúrudimmum, fatningum og skermahöldum. Allt fyrir þá sem hafa löngun til að hanna og smíða sinn eigin lampa. Ýmis konar minni heimilistæki, viftur, lampar, stækkunarglerslamparnir sem seljast nánast alltaf upp um leið og þeir koma, hreyfiskynjarar, fjarstýrðir dimmerar, dyrabjöllur og rafhlöður í allt mögulegt er aðeins brot af því sem er á boðstólum hjá verslunnini Glóey. Einnig er þar að finna eitt stærsta úrval spennubreyta og breytiklóa, fjöltengja og millistykkja á landinu og ættu ferðalangar að geta notið góðs af. Í versluninni er svo yfirleitt rafvirki sem veitir faglegar ráðleggingar. Það hefur komist í venju að aðrar verslanir vísi á Glóey, „Ef það fæst ekki hjá okkur, farðu þá í Glóey“ mætti segja að væri orðið að orðatiltæki hjá samkeppnisaðilunum. Þeir bræður flytja inn vörur sínar að stórum hluta sjálfir frá Evrópu og Ameríku og skipta þá við tíu til tólf mismunandi framleiðendur á meðan margar verslanir skipta aðeins við einn. Nú eru jólin skammt undan og því komu fyrstu jólaljósin í hús í vikunni. Ný gerð útipera í jólaskreytingar er komin á markaðinn sem endast tí til þrítugfalt lengur en venjulegar perur og kosta ekki nema helmingi meira. „Þær mætti svo sjálfsagt nota sem golfbolta eftir jólin“ segir Haukur stríðnislega um leið og hann fleygir einni jólaperunni í gólfið - enda LED pera og því úr nánast óbrjótanlegu efni. Perurnar fást í gulum og rauðum litum sem eru þeir

litir sem seljast hvað mest. Fjarstýrða tengla er svo vert að nefna sem gleðigjafa, bæði yfir jólin og hversdags. Glóey selur saman í pakka þrjár innstungur og fjarstýringu sem slekkur þau ljós sem stungið er í samband. Þannig er hægt að setja jólatrésseríu í eina innstunguna, aðventuljós í aðra, svo etv. gluggaskreytingu í þá þriðju – og stjórna þeim með fjarstýringunni. Verslunin Glóey í Ármúlanum hefur sinnt viðskiptavinum sínum af alúð í bráðum 40 ár og má svo sannarlega segja að eigendurnir séu sérfræðingar í því að lýsa upp skammdegið.

www.gloey.is


6 HugVit Og Hönnun 1.tbl 2012

Gerðu gæða- og verðsamanburð

Listhúsinu Engjateigi 17 sími 581 3055 hjadudda@simnet.is fa c e b o o k : H j a D u d d a

FINNDU MUNINN

aða 12 mán sar u vaxtala ur* greiðsl

*3.5% lántökugjald

Leiðrétting

ÝMIR, SAGA, FREYJA, ÞÓR OG ÓÐINN

í síðasta blaði lands og Sögu var rangher mt að bók kleópötr u kristbjargar, Hermikrákuheimur, væri draumabók. Hermikrákuheimur er ádeilubók, rétt eins og biðukollur. er kleópatra kristbjörg beðin velvirðingar á þessum mistökum.

Hágæða svæðisskiptar heilsudýnur

Heilsudýnur og heilsukoddar Gerið samanburð - finnið muninn Fullkomin þrýstijöfnun og stuðningur

Skapandi þjóð

BOAS

rafdrifnir leðurhægindasófar og stólar texti og ljósmyndir: Súsanna Svavarsdóttir

Flest allt sem við notum og höfum í kringum okkur er að einhverju leyti hannað af fólki. Hvort sem það er stóllinn sem þú situr á, kertastjakinn á borðinu, bollinn sem þú drekkur úr, fötin sem þú klæðist, hnífurinn sem þú skerð með, húsið sem þú býrð í, bíllinn sem þú keyrir. Þannig væri hægt að telja upp nánast allt sem manngert er í heiminum.

ÝMIR rúm 153x203 aðeins kr. 124.900

Tilboðsverð Valhöll heilsudýna 5 svæðaskipt gormakerfi 153x203 aðeins kr. 89.900

NÝ SENDING AF HÁGÆÐA SÆNGURVERASETTUM

H

andverks- og hönnunarsýningin í ráðhúsinu er nýafstaðin og það er óhætt að fulyrða að hún hafi verið einstaklega glæsileg. alls sýndu 57 hönnuðir verk sín, sem voru bæði fjölbreytt og fallega unnin. Á sýnngunni var fatnaður, skartgripir, gler, leir og postulín, vefnaður, útsaumur, tréskurður, hnífar og ýmsi mataráhöld, kort og kerti, hattar og hárskraut – og það hefði verið lítill vandi að kaupa allar jólagjafirnar þar. Oft er spurt hvað sé hönnun og svarið er einfalt. Flest allt sem við notum og höfum í kringum okkur er að einhverju leyti hannað af fólki. Hvort sem það er stóllinn sem þú situr á, kertastjakinn á borðinu, bollinn sem þú drekkur úr, fötin sem þú klæðist, hnífurinn sem þú skerð með, húsið sem þú býrð í, bíllinn sem þú keyrir. þannig væri hægt að telja upp nánast allt sem manngert er í heiminum. Samkvæmt íslensku alfræðiorðabókinni er hönnun „mótun eða skipulag hluta, mannvirkja eða umhverfis til framleiðslu eða byggingar þar sem sameinað er fagurfræðilegt og hagkvæmt gildi. Hönnun er ferli sem hefst með hugmynd. Hugmyndin er þróuð í gegnum skissuferli og síðan unnið með hugmyndina þar til hún er fullunnin. að því loknu er hugmyndin framkvæmd, framleidd eða byggð. Samt er það augljóst, að hönnuðir sérhæfa sig í og eru sérfræðingar í því að búa til hugmyndir og framreiða þær í hendur annara handverksmanna til smíða og eða framleiðslu. Og það er slík hönnun sem var til sýnis i ráðhúsinu – þótt vissulega hafi einnig verið þar hönnuðir sem framleiða sína gripi sjálfir. en fyrri þá sem misstu af sýningunni er bent á að fara inn á vefsíðuna eða líta við í aðalstræti 10 til að berja dýrðina augum. það er hrein veisla fyrir augað að sjá hversu fallega vöru íslenskir hönnuðir eru að hanna. www.handverkoghonnun.is

STILLANLEG HEILSURÚM

Hægindastóll aðeins kr. 119.900 Hægindasófi aðeins kr. 249.900 Lyftustóll kr. 149.900

BOAS hægindasófar og stólar

Hægindastóll aðeins kr. 89.900 Hægindasófi aðeins kr. 189.900

Verð 2x90x200 frá aðeins kr. 349.900 með okkar bestu heilsudýnu

ÚRVAL AF SVEFNSÓFUM

MINE MENDALE

Baldursnesi 6

Listhúsinu Laugardal

Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 – laugardaga 12.00 - 16.00 Umboðsaðilar: Reynisstaður - Vestmannaeyjum

Húsgagnaval - Höfn í Hornafirði

Lúxus húsgögn - Egilsstöðum


8 HugVit Og Hönnun 1.tbl 2012

1975–2012

Luna Ba-01

Rania „Við getum smíðað flest sem viðskiptavinir okkar biðja um. Við erum ekki svo staðlaðir að við getum ekki breytt út af staðli. Við erum með fjölmargar viðartegundir og liti og allar mögulegar tegundir af borðplötum.“ Eina sem þarf að gera er að skoða úrvalið á www.bjorninn.is og velja.

Úrval eldhúsinnréttinga hjá birninum texti: aðsendur ljósmynd: úr safni

þ

að er alger óþarfi að skipta um alla eldhúsinnréttinguna þegar fólk vill breyta eldhúsinu hjá sér, segir páll þór pálsson hjá innréttingaþjónustu bjarnarins ehf. í Ármúla 29 og bætir við: „það er alveg nóg að skipta út hurðum og borðplötum og þú ert komin með nýtt eldhús. þessu fylgir lítið sem ekkert rask, hvorki í pípulögnum né rafmagni og þú þarft ekki að endurnýja eldhústæki eins og eldavélina og ísskápinn. það er töluvert um að fólk sé að velja þessa leið nú um stundir.“ innréttingaþjónusta bjarnarins er með hefðbundnar eldhúsinnréttingar í öllum útfærslum, bæði nýtísku innréttingar og

G.Á húsgögn Við tökum málin þín í okkar hendur

gamaldags. páll segir þetta allt snúast um að hverju fólk sé að leita. „Við getum smíðað flest sem viðskiptavinir okkar biðja um. Við erum ekki svo staðlaðir að við getum ekki breytt út af staðli. Við erum með fjölmargar viðartegundir og liti og allar mögulegar tegundir af borðplötum.“ eina sem þarf að gera er að skoða úrvalið á www.bjorninn.is og velja. „þegar búið er að velja innréttingu, mætum við á staðinn og mælum allt rýmið nákvæmlega áður en smíði hefst. Við berum ábyrgð á öllum málum,“ segir páll.

Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og fljóta og góða þjónustu. Ef þig vantar falleg húsgögn fyrir heimilið eða fyrirtækið þá eigum við réttu húsgögnin fyrir þig.

www.bjorninn.is Perla

Er húsfélagið í lausu lofti ?

Geitir

Vantar óháðan aðila til að annast málefni húsfélagsins eða rekstrarfélagsins ?

» Eignaumsjón er óháður fagaðili þegar kemur að rekstri húsfélaga og rekstrarfélaga – og því frábær lausn fyrir eigendur atvinnuhúsnæðis. Í okkar umsjá ertu í góðum höndum - við sjáum um fjármálin, fundina, undirbúning framkvæmda og viðhalds og annarra þátta sem þarf að leysa.

Eignaumsjón hf. – Suðurlandsbraut 30 – Sími 585 4800 – afgreidsla@eignaumsjon.is – www.eignaumsjon.is

Ármúla 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn.is | www.gahusgogn.is

Sindrastóllinn


10 HugVit Og Hönnun 1.tbl 2012

HugVit Og Hönnun 1.tbl 2012 11

endurnýting er smart texti og ljósmyndir: Súsanna Svavarsdóttir

V

estast í vesturbænum í kópavogi er kötukot - blómaog vinkonuhús. kot sem hefur mikla sérstöðu að mörgu leyti, ekki síst þar sem gripirnir sem eru til sölu eru hannaðir og framleiddir af handverkskonum sem eru hreinir listamenn á sínu sviði. þar er glervara og prjónles, kort og kerti, fatnaður og skartgripir. Og núna á aðventunni, algerlega ómótstæðilegir aðventukransar. kötukot er ekki aðeins rekið sem verslun, heldur líka vinnustofa fyrir konur. inn af versluninni er vinnustofa sem kata í kötukoti leigir út fyrir saumaklúbba, vinkvenna-, frænkna- og systrahópa sem vilja koma saman til að vinna að einhverjum verkefnum. „núna eru hér oft vinkvennahópar sem eru að búa til alls konar jólaskraut. Ég held líka námskeið hérna þar sem ég kenni konum að búa til aðventukransa eða gera upp gömlu kransana sína. Hér geta þær fengið trjágreinar, köngla, borða og allt sem til þarf. Og ég er alveg ófeimin við þá stefnu mína að hér séu bara konur að vinna og sýna hönnun sína. allt sem fæst hér reynum við að búa til sjálfar. Ég bý sjálf til alla glervöruna og alla kransana sem eru til sölu. Ég fer upp í Heiðmörk til að safna mér efni, sem og út í garðinn hjá mér. Ég bý líka til kertin sjálf.

þetta gengur allt dálítið mikið út á endurnýtingu hjá okkur. Við látum hugmyndirnar flæða og búum gjarnan til úr því sem við eigum. eigum alltaf dálítið til af blómum og flettum þau inn í það sem við erum að gera. þetta eru alveg frábærar handverkskonur og það vantaði hreinlega samastað fyrir konur sem eru listamenn af guðs náð en eiga þess ekki kost að koma hönnun sinni á framfæri. það má segja að kötukot sé miðstöð fyrir þessar konur.“ þegar kata er spurð hvers vegna hún leggi svona mikið upp úr endurnýtingu, segist hún alltaf miða við hvað hún væri sjálf til í að borga fyrir hlutina. „Ég væri aldrei til í að borga 15.000 krónur fyrir aðventukrans og það er furðulegt að þeir skuli vera eins dýrir og raun ber vitni. með því að endurnýta hluti sem við eigum, setja þá í nýtt samhengi, mála þá og úða á þá málniningu, sáldra á þá silfri eða gulli, getum við komist upp með fallega gripi sem eru einstakir. Hér er til dæmis einn hönnuður, sem er að sauma gullfalleg barnaföt upp úr gömlum fötum. það er til fullt af fólki sem á engan pening og býr yfir ótal hugmyndum en hefur ekki aðstöðu til að hrinda þeim í framkvæmd. Og það er miklu sniðugra að endurnýta hlutina heldur en að fleygja þeim. það er kreppa og það er smart að endurnýta.“ auk fjölbreyttrar flóru af fallegu handverki er kata með blóm og auk þess með servíettur, sápur og híbýla-ilmi sem hún flytur inn frá Frakklandi. það er enginn svikinn af því að skreppa á kársnesbraut 114 og líta dýrðina augum.

www.facebook.com/kotukot

Paradís hins skapandi krafts texti og ljósmyndir: Súsanna Svavarsdóttir

Saumanámskeið eru rosalega vel sótt,“ segja þær Björg og Elínborg, „og karlmönnum fjölgar mjög hratt í þeim geira. Það er minna um að þeir séu að prjóna sem ætti þó að liggja vel fyrir þeim. Þeir hittast og hnýta flugur sem er mjög fínleg og nákvæm vinna og það ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að þeir prjónuðu líka.

þ

egar talað er um hönnun og sköpunarkraft gleymist oftast að taka þann kraft sem býr með þjóðinni inn i breytuna; þörfinni og getunni til að fegra umhverfi sitt og líf. Föndra á dalvegi 18 í kópavogi er án efa draumaveröld þeirra sem njóta þess að beisla sinn sköpunarkraft. Verslunin sem var upphaflega á langholtsvegi flutti á dalveginn fyrir átta árum – og fagnar á næsta ári 15 ára afmæli sínu. Við flutningin voru gerðar ýmsar breytingar á versluninni.

réttar umbúðir geta margfaldað sölu texti og ljósmyndir: Súsanna Svavarsdóttir

O

ddi framleiðir og hannar allar gerðir umbúða og eru þær eins ólíkar og vörurnar sem þær vernda. umbúðirnar eru hannaðar bæði úr öskjuefni sem og bylgjupappa en Oddi er eina fyrirtækið á íslandi sem framleiðir bylgjupappa. öskjur eru léttari og henta því mjög vel sem innri umbúðir eða umbúðir utan um minni eða léttari hluti. bylgjur eru þykkari og sterkari og henta því betur til flutnings og utan um brothættari vörur. Hjá Odda nota þeir gjarnan máltækið „Fötin skapa manninn“ og segja að vel megi færa þá merkingu yfir á vöruumbúðir. gæði umbúða, áprentun og áferð séu oft ráðandi þáttur í ákvörðun kaupenda og því beri að vanda umbúðavalið. Hjá Odda starfa tveir umbúðahönnuðir, sem aðstoða við hönnun, útfærslu og tegund umbúða – og veita ráðleggingar varðandi form og val á hráefni. það eru þau Snorri már Snorrason og elísabet Ýr Sigurðardóttir. Snorri lærði umbúðaráðgjöf í noregi og elísabet lærði í Seattle. Hún segist reyndar hafa numið innanhússhönnun og húsgagnahönnum – en starfi við umbúðahönnun einfaldega vegna þess að henni finnist hún skemmtileg. auk þess starfar elísabet við myndilist. en um hvað snýst umbúðahönnun?

Sprenging í handverki kvenna

Það er dýrt að flytja loft

„þegar við fluttum hingað bættum við vefnaðarvörunni, sem við höfum flutt inn í þrjátíu ár, við og tókum inn prjónagarn,“ segja þær björg benediktsdóttir eigandi Föndru og elínborg proppé sem hefur unnið hjá fyrirtækinu frá upphafi. Ástæðuna segja þær vera að hér hafi orðið alger sprenging í handverki kvenna á seinustu árum. „konur eru aftur farnar að sauma og prjóna mikið á sig sjálfar sem og fjölskylduna, búa til skartgripi, breyta gömlum skóm og hanna sjálfar alls kyns fallega gjafavöru og skrautmuni. þegar björg og elínborg eru spurðar hvort kreppan hafi haft mikil áhrif að þessu leyti, svara þær því játandi. „það fyrsta sem við tókum eftir var að fólk fór að gera við föt, kaupa efni til viðgerða á fötum, sem annars var hent. nú setur fólk í rennilása og kaupir bætur á hné. það opnaðist líka heil flóðgátt í prjónaskap eftir hrunið.

„Við hönnum fyrst og fremst umbúðir utan um ákveðna vöru. Við byrjum á því að spyrja hvað umbúðirnar þurfi að gera fyrir vöruna. umbúðir eru verndandi og í því sambandi er margt sem þarf að huga að. til dæmis hvaða efni er notað í þær. þurfa þær að að þola raka, þurfa þær að komast í snertingu við matvæli – eða er fyrst og fremst verið að gera vöruna söluvænni? Form umbúðanna skiptir líka máli. Við þurfum að hugsa um pökkunarþáttinn hjá viðskiptavininum, til dæmis, hvernig umbúðirnar raðast

Skartgripir frá hálsi og niður á tær úrvalið í föndurvörum er slíkt að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. björg og elínborg segja skartgripagerð njóta mestra vinsælda í dag. „konur eru að hanna skartgripi fyrir sig sjálfar og

til tækifæris- og jólagjafa og það eru hreint ótrúlega fallgir gripir sem við erum að sjá hérna. Við leggjum mikið upp úr því að vera með allan grunn fyrir skartgripagerð, alls kyns festingar, keðjur, snúrur, teygjuþræði og leðurbönd – sem njóta mestra vinsælda um þessar mundir. Síðan erum við með mikið úrval af perlum og steinum sem og trékúlum sem hægt er að mála með nýju akríllitunum frá mörthu Stewart. þá er líka hægt að nota á skó – og við erum í auknum mæli að sjá konur taka gömlu skóna sína, mála þá, setja á þá borða og perlur og alls konar skraut. korta- og kertagerð segja björg og elínborg njóta sívaxandi vinsælda og Föndra er með allt sem til þarf ti að búa til kerti og kort fyrir öll tækifæri. Og auðvitað er Föndra með allt í sambandi við saumaskap, mjög góð dönsk snið, OniOn – sem er einföld og allir geta farið eftir. þar er líka að finna sníðablöð, prjónablöð, föndurblöð og heklublöð í miklu úrvali – og síðan er Föndra í samvinnu við hönnuði sem eru með saumanámskeið úti um allan bæ.

www.fondra.is

upp. þar þarf að taka tillit til rýmis sem er nýtt í flutninga og hvers konar flutninga er um að ræða. í upphafi skal endinn skoða er setning sem skiptir miklu máli í okkar fagi. ef, til dæmis, á að flytja vöruna á brettum, getur þetta orðið útreikningur upp á millimetra. millimetri til eða frá í stærð getur gert það að verkum að við getum komið heilli röð í viðbót fyrir á bretti til flutninga erlendis. það er dýrt að flytja loft. þess vegna skoðum við dæmið frá lokapunktinum og fram á byrjunarreit. Við gerum þrívíddar teikningu af stöfluninni og búum síðan til raunsýnishorn til þess að viðskiptavinurinn geti fengið rétta tilfinningu fyrir umbúðunum áður en farið er út í hina eiginlegu framleiðslu.“

Útlit skiptir máli „Vandaðar og fallegar umbúðir gera vöruna mun sýnilegri fyrir neytandann. þær spila sífellt stærra hlutverk í ímynd vöru og framleiðendur eru alltaf að gera sér betur grein fyrir mikilvægi umbúða í kaupákvörðunum viðskiptavinanna. þegar þú ert úti í búð tekur þig aðeins sekúndubrot að sjá vöruna sem þú ákveður að kaupa. Sama varan er kannski til frá mismunandi framleiðendum en það er útlitið á einni þeirra sem grípur augað. Sem dæmi um það hversu miklu máli útlit skiptir, þá þekkjum við einn íslenskan framleiðanda sem breytti útiti umbúðanna hjá sér og tuttugufaldaði söluna og annan sem næstum fimmtíufaldaði söluna.“ Hvað umbúðaráðgjöf varðar, þá snýr hún að mjög mörgum þáttum, til dæmis, burðarstyrk umbúða, hagkvæmni stærðar og í sumum tilfellum að hægt sé að nota þær sem uppstillingu. pappaumbúðir eru hundrað prósent endurvinnanlegar og því umvherfisvænar umbúðir og vernda vöruna vel. til að ýta undir þátt skapandi

hönnunar stóðum við fyrir umbúðakeppni sem hét umbúðahönnun 2012 í samstarfi við Fít og norræna húsið í mars á þessu ári. það barst inn fjöldi skemmtilegra hugmynda sem dómnefnd valdi úr. Skilyrði var að hanna umbúðir sem voru framleiddar úr bylgjueða kartonhráefni. Við framleiddum sýnishorn af fimmtán bestu umbúðunum og verðlaunuðum þrjár bestu. það er gaman að segja frá því að tvær af verðlaunahugmyndunum eru komnar í framleiðslu og eina af þessum hugmyndum erum að nota sjálf utan um myndabækur sem við framleiðum hér í Odda.“ persónuleg hönnun og hreindýrshöfuð Við hönnum einnig standa utan um vörur sem fara í búðir til að gera vöruna mun sýnilegri en ella. Slíkir standar eru orðnir mjög vinsælir þar sem verið er að kynna eitthvað nýtt fyrir neytandanum. Hér skiptir umbúðahönnunin líka miklu máli. Hvernig er standurinn hannaður til að koma vörunni sem best á framfæri? Hvað vill viðskiptavinur okkar fá út úr framstillingunni? Á hvað vill hann leggja áherslu. enn og aftur byrjum við á lokapunktinum og vinnum okkur aftur að upphafsreit. Við styðjum einnig við fyrirtæki sem eru að vélvæða hjá sér pökkunarþáttinn og það er alveg sérhugsun. Samhliða þessu erum við með kassaverslun sem selur kassa í stykkjatali og getum framleitt alls konar útgáfu af kössum eftir óskum. þú getur komið með hugmynd eða skissu eða fullgerða teikningu til okkar og við vinnum kassann í samvinnu við þig. Og ekkert endilega kassa. þetta geta verið alls konar persónulega hannaðar vörur, bækur, kort, dagatöl og nánast hvað sem er. að lokum er það svo það nýjasta hjá okkur. það er skemmtileg útgáfa af hreindýrshöfði sem við hönnuðum úr bylgjpappa. þessi hreindýrshöfuð eru til sölu í versluninni hjá okkur og á vefnum okkar. www.oddi.is


12 HUGVIT OG HÖNNUN 1.TBL 2012

HUGVIT OG HÖNNUN 1.TBL 2012 13

„Við unnum að breytingunum þegar Kringlurnar voru sameinaðar. Þá var þetta parket rifið og átti bara að fleygja þvi. Ég ákvað að hirða það og hér hefur það verið í öll þessi ár. Ég hef alltaf verið mjög ánægður með þetta parket. Það er harðgert og þolir vel allt hnjask. Eina sem hefur þurft að gera, er að lakka það og það eldist mjög vel.“ Sigurður byrjaði að byggja með tvær hendur tómar og sá fyrir sér að hann gæti byggt húsið að mestu leyti sjálfur. „Ég fékk fagmenn til að steypa grunninn, keypti stálgrindur af stálsmiðum og vann sjálfur að því að gera húsið fokhelt. Síðan fékk ég smiði til að ganga frá klæðningu og gluggum og þessu vandasamasta. Að lokum innréttaði ég húsið sjálfur, með hjálp góðra manna. Ég vann að mestu í þessu sjálfur – og það var frábær skóli. Ég er þeirrar skoðunar að það

þaki, en þetta leysti það vandamál og þau útlitslegu markmið mín að húsið ætti allt að standa í bárujárni.“

Umræðan um húsasótt Nýi hluti hússins, sem var byggður eftir að fjölskyldan stækkaði er þó ekki klæddur bárujárni. „Nei,“ segir Sigurður „hann er teiknaður fimmtán árum seinna og ég er ekkert feiminn við að láta það sjást. Þar er ég með slétta álklæðningu.“ Á þeim tíma sem Sigurður var að hanna húsið sitt var mikið talað um húsasótt og hvað orsakaði hana. Menn töldu m.a. að misjafnt rakastig húsa væri orsök

Innlit hjá Sigurði Einarssyni arkitekt, en hús hans er í Setbergslandi í Hafnarfirði

Húsið eldist vel – með okkur Texti: Súsanna Svavarsdóttir Ljósmyndir: Einar Ólason

Þ

að er alltaf forvitnilegt að sjá hvernig arkitektar búa – ekki síst þeir sem hafa náð langt í sínu fagi, unnið fjölmargar hönnunarkeppnir og farið í útrás. Eru þeir alltaf að teikna sér ný hús eða eru þeir alltaf í húsinu sem þeir teiknuðu fyrst? Teiknuðu þeir húsin sín sjálfir? Eru húsin dæmigerð fyrir þá? Skiptir umhverfið máli? Endurnýta þeir efni? Hvað hafa þeir að leiðarljósi þegar þeir teikna hús fyrir sig og fjölskyldu sína? Sigurður Einarsson arkitekt hjá Batteríinu er einn þeirra arkitekta sem teiknaði sitt hús sjálfur fyrir tuttugu árum, þá nýkominn úr námi. Það tók hann eitt ár (með fullri vinnu) að þróa teikninguna og það má alveg segja að fullbúið húsið hafi verið upptakturinn af því sem koma skyldi í hönnun hans; það hafi verið

nokkuð dæmigert fyrir hans stíl og hugmyndafræði. Þar hefur hann nú búið í átján ár, ásamt eiginkonu sinni og fimm börnum.

en einnig stafaði húsasótt frá ýmsum plastefnum; plastdúkum, jafnvel málningu, plastpanelum og drasli sem gaf frá sér eiturgufur. Sigurður segist hafa verið mjög meðvitaður um þessa þætti og áttað sig á því hversu vel gifsið vinnur með raka. „Það gefur og tekur, rétt eins og ómeðhöndlaða timbrið sem ég er með á gólfunum á svefnhæðinn,“ segir hann. „Það er bara sápulútur á því. Ég vildi ekki heldur fá ofna fyrir gluggana og gerði því ofnagryfjur í gólfin, sem var ekkki algengt þá. Þetta virkar mjög vel – en ég er með gólfhita í hluta af húsinu, sem var notað í mjög takmörkuðu mæli á þessum árum.“

Það vildi þó ekki betur til en svo að áður en til þess kom fótbraut ég mig mjög illa í fótbolta og það varð ekkert úr flutningum fyrr en 1994. Þá var húsið nokkuð klárt utan um fimm manna fjölsyldu. Uppphaflega ætluðum við bara að eiga þrjú börn – en þau urðu fimm. Það var því ekki annað að gera en að innrétta bílskúrinn fyrir elstu strákana og láta bílinn standa úti. Seinna meir ákvað ég síðan að ráðast í að byggja nýjan bílskúr og var rétt búinn að láta grafa fyrir honum 2008, þegar allt hrundi. Ég náði þó að klára hann.“

Skógræktaráhugi frá barnsaldri Fékk draumalóðina Hús Sigurðar er í Setbergslandi í Hafnarfirði. Fyrir ofan húsið er uppland Hafnarfjarðar og hinn rómaði Hafnarfjarðarlækur rennur í gegnum forgarðinn. Húsið er stálgrindarhús sem er klætt með gifsi að innan og bárujárni að utan. Lóðina fékk Sigurður árið 1990. „Á þessum tíma var öllu þessu hverfi úthlutað. Okkur hjónin dreymdi um að fá þessa lóð en á þeim tima var dregið um lóðirnar,“ segir hann. „Þegar kom að því að draga, sagði ég við konuna mína að hún skyldi draga, vegna þess að hún væri alltaf svo heppin. Hún dró númer fjögur, sem þýddi að hún var fjórða manneskja til að velja lóð. Það voru þrír á undan henni. Það varð okkur hins vegar til happs að þeir völdu allir þrír lóðir hérna uppi á ásnum, með útsýni yfir Hafnarfjörð. Við völdum auðvitað draumalóðina okkar hérna niðri í hvilftinni og það hefur aldrei hvarflað að okkur að hreyfa okkur héðan.“ Og þá var bara að teikna húsið og byggja það. Lóðin er á stöllum og húsið er hannað inn í það umhverfi. Eftir ár var svo tekið til við að byggja stálgrindahúsið. „Þegar stálgrindin var risin heyrði ég að fólk hér í kringum okkur væri mjög hneykslað á því og spurðu hvort ætti nú að fara að reisa iðnaðarbyggingu hér í miðju íbúðahverfi. Ég var þá þegar farinn að hugsa um umhverfismál – og langaði til að prófa hitt og þetta. Við áttum engan pening og enga eign fyrir. Konan mín er hjúkrunarfræðingur en var heimavinnandi á þessum tíma vegna þess að við vorum þá komin með þrjú börn. En þetta mjakaðist hjá okkur og 1993 ætluðum við að flytja inn.

Lóðin er á stöllum og það má segja að hús Sigurðar sé ysta húsið í dalnum. Hann á ekki sameiginleg lóðamörk með neinum nema bænum, göngustígur skilur hann frá næsta nágranna og það er varla hægt að búa nær ósnortinni náttúrunni í þéttbýli. Sigurður, sem er í stjórn Skógræktarfélags Hafnarfjarðar hefur látið eðli lóðarinnar ráða miklu um það hvernig hún er ræktuð. „Við köllum þetta aldrei garðinn okkar, heldur landareignina. Þetta var bara melur þegar við fengum lóðina en við höfum plantað mörgum trjám hér og nú þegar er byrjaður að koma skógarbotn þar sem við gróðursettum fyrst. Við vildum hafa lóðina sem náttúrulegasta og viðhaldsminnsta. Þetta var spurning um skjól, útsýni og blöndu af sígrænu og laufi.“ Sigurður segist alltaf hafa haft mikinn skógræktaráhuga. „Ég bjó í sömu götu og Jón í Skuld sem rak fyrir mína tíð strætó hér í Hafnarfirði. Hann var einn af sofnendum Skógræktarfélagsins og var með

Sýn arkitektsins

plöntusölu. Hann var svo áhugasamur um skógrækt að sagan segir að þegar farþegar stigu inn í strætó voru þeir spurðir hvort þeir væru ekki örugglega félagar í skógræktarfélaginu. Mamma og systir mín unnu hjá honum í plöntusölunni þannig að ég ólst upp í tengslum við skógrækt. Sem betur fer. Það er mjög öflugt starf í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar; með því öflugasta á landinu.“

Endurnýting og óhefðbundnar leiðir Eins og Sigurður segir, var hann þegar á þessum árum farinn að velta umhverfismálum og endurnýtingu fyrir sér. Það sést best þegar komið er inn í húsið, þar sem endatrésparket er á gólfum á jarðhæðinni. „Þetta er parketið úr gömlu Borgarkringlunni,“ segir hann.

sé öllum sem hanna byggingar mikilvægt að fara að minnsta kosti einu sinni i gegnum það að reisa hús. Ég lærði alveg ótrúlega mikið á því.“ Og áfram hélt Sigurður með aðferðir sem voru óhefðbundnar fyrir Ísland. „Menn eru vanir að nota það sem kallað er vindvörn undir bárujárnið, pappa eða krossvið. Ég notaði útigifs sem var nánast óþekkt hér. Það hefur reynst alveg rosalega vel, bæði sem vindvörn og stífing á húsið. Sá frágangur sem ég notaði á þakið var ekki heldur algengur. Venjulega eru menn með bárujárn sem er neglt ofan í þakklæðninguna en ég er með heilsoðinn pappa og síðan með lista sem ég skrúfa bárujárnið ofan á. Þetta var ný aðferð. Þú máttir ekki vera með bárujárn á láréttu

„Svo voru það arkitónísku pælingarnar á þessum tíma. Megin hugmynd hússins er blái kassinn, mjótt rými sem keyrir í gegnum húsið á jarðhæðinni og skiptir því í tvennt. Inni í þessum kassa er ég með ýmsa skápa, gestasnyrtingu og fataskápa og úti með sorpgeymslu. Hluti af stiganum er klemmdur inn í þetta rými. Á efri hæðinni er ég með rauða veggskífu sem sker húsið í tvennt á efri hæðinni og stingur sér út úr húsinu báðum megin. Þar sem stálgrindin er sýnileg er hún máluð neongræn. Stundum er það fyrir tilviljun en stundum er það meðvitað til að láta hana sjást. Ég hef alltaf verið hrifinn af grunnlitum,“ segir Sigurður og bendir á tvo stóla sem standa í stofunni hjá honum. „Ég smíðaði þessa stóla sem eru hannaðir af Rietvelt. Hann var Hollendingur og hannaði þennan stól „red and blue chair“ 1917. Hann var mjög


14 HugVit Og Hönnun 1.tbl 2012

HugVit Og Hönnun 1.tbl 2012 15

Það er enginn stikkfrí frá bruna texti: Súsanna Svavarsdóttir ljósmynd: úr safni

„Ég var mikið að stúdera birtuna á þeim tíma sem ég teiknaði húsið – og hún hefur reyndar alltaf verið veigamikill þáttur í minum umhverfispælingum. Húsið er allt meðvitað byggt þannig að tekið sé mið af birtu, að dagsljóðsið sé vel notað. Þetta átti ekki síst við um vinnuaðstöðu barnanna og herbergið sem ég ætlaði að hafa fyrir vinnustofu. Það varð þó að barnaherbergi og er enn – en ég fæ það bara einhvern tímann seinna.“

upptekinn af þessum formpælingum á þeim tíma. þarna er rauð skífa og blá skífa. þetta var formleikur sem heillaði mig mjög og ég vildi halda áfram með.“ þegar Sigurður er spurður hvot hann hafi sótt í smiðju annarra arkitekta á þessum tíma, segir hann það eiginlega ekki vera. „Á þessum tíma var ég dálítið hrifinn af arkitektunum peter eisenman og james Stirling. það má vel vera að rekja megi einherjar hugmyndir til þeirra. þeir höfðu ákveðna nálgun sem heillaði mig í arkitektúr. Hugmyndirnar að hönnun hússins koma héðan og þaðan og það má segja að það sé minn kokteill af hugmyndum.“

nýting dagsbirtunnar enn eitt sem vekur athygli þegar húsið er skoðað, eru stórir gluggar og hin mikla dagsbirta sem fyllir húsið. „Ég var mikið að stúdera birtuna á þeim tíma sem ég teiknaði húsið – og hún hefur reyndar alltaf verið veigamikill þáttur í minum umhverfispælingum. Húsið er allt meðvitað byggt þannig að tekið sé mið af birtu, að dagsljósið sé vel notað. þetta átti ekki síst við um vinnuaðstöðu barnanna og herbergið sem ég ætlaði að hafa fyrir vinnustofu. það varð þó að

barnaherbergi og er enn – en ég fæ það bara einhvern tímann seinna. þar sem húsið er byggt á stöllum vildi ég líka geta gengið út og inn þar sem hentaði best hverju sinni. það er gengið út að þvottasnúrunum austan megin í húsinu, pallurinn er í suður og síðan erum við með annan pall sem snýr í vestur til að njóta þess að borða úti í kvöldsólinni. þar gróðursetti ég skjólbelti til að verja okkur fyrir hafgolunni. Ég var búinn að þaulhugsa þetta og við nýtum þessi nærsvæði mjög vel. meginhugmyndin að húsinu kom á einu augnabliki en svo var útfærslan að þróast í heilt ár. ef þú skoðar til dæmis pallinn, þá endurnýtti ég mótatimbur í hann – og það hefur dugað í átján ár. Ég hef ekkert gert við það og það er fyrst núna sem er kominn tími til að skipta. pallurinn er við svartan bárujárnsvegg og það var mín íslenska tenging við gömlu, tjörguðu timburhúsin. Ég vildi hafa þetta svart með hvítum gluggum. Síðan kom bara í ljós að þessi svarti bárujárnsveggur veitir þennan ágæta yl í bakið þegar setið er við hann í sólinni og það er mikill kostur þegar lofthiti er ekkert alltof hár á íslandi. þegar ég skipti um efni á

m

pallinum ætla ég líka að setja þak næst húsinu og glerskjólvegg að hluta og þá verður ennþá betra að sitja þarna úti.

hvergi bruðlað það er orðið nokkuð ljóst að Sigurður er ekki arkitekt sem bruðlar með hlutina. eldhúsið, eins og annað, ber þess skýr merki. gott vinnueldhús með haganlegri og fallegri innréttingu. „Á þessum tíma var ég byrjaður að vinna með birkikrossvið og ákvað að nota hann í eldhúsinnréttinguna. bróðir minn sem er smiður og hafði búið í Svíþjóð þegar ég byggði húsið, var kominn heim og hann smíðaði fyrir mig innréttinguna. Ég vildi hafa hana í viðarlit til að láta sjást í einhvern viðarlit i húsinu og síðan eru stálplötur á vinnuborðunum, þannig að það er mjög þægilegt og gott að vinna í þessu eldhúsi. Á heimili Sigurðar er mikið af fallegum málverkum og útskornum hlutum sem gefa því afar persónulegan, hlýlegan og sterkan blæ. þegar hann er spurður hvaðan listaverkin koma, klórar hann sér í höfðinu og segir: „ja, ég mála dálítið í frístundum og hef gaman af því að vinna með formteikningar sem kallast á við liti. útskurðurinn kemur svo frá

tengdapabba. Hann var læknir og þegar hann varð sjötugur gáfum við honum útskurðarsett. Hann reyndist svo bara þessi líka flinki útskurðarmeistari.“ en hvernig er það, skyldi aldrei hafa freistað Sigurðar í gegnum árin að teikna sér nýtt hús? „nei, það hefur aldrei freistað mín. Ég er svo ánægður með staðsetninguna og húsið. það var mjög ódýrt og hagkvæmt í byggingu. lofthæðin er góð og það er hvergi bruðlað með rými. Húsið eldist vel – með okkur. Hér líður okkur vel.“

annvirkjastofnun er að stofni til gamla brunamálastofnun með viðbótum frá næstliðnum áramótum. Við fengum allt rafmagnseftirlit til okkar 2009 og 1. janúar 2011 fengum við allan byggingariðnaðinn í fangið. þessu hafði verið dreift út um margar stofnanir og ráðuneyti en var þarna safnað saman á einn stað, segir guðmundur gunnarsson yfirverkfræðingur hjá mannvirkjastofnun. „þessi svið eru svipuð að stærð en vöxturinn mest í byggingum vegna þess að það hafa í sjálfu sér ekki orðið miklar breytingar á verkefnum slökkviliðs og rafmagnseftirlits þessi misserin. það er aðallega vöxtur í byggingunum vegna þess að stjórnsýslan var út um allar trissur en hefur nú verið safnað á einn stað. Síðan vorum við að gera nýja byggingareglugerð og erum að koma henni í notkun. það hafa staðið deilur um að hún sé að auka byggingarkostnað vegna hertrar kröfu um einangrun og það fer mikill tími í innleiðingu á reglugerðinni. í nýju reglugerðinni eru miklar breytingar í sambandi við uppbyggingu hennar, þannig að allir sem vinna í byggingariðnaðinum hafa þurft að byrja að lesa hana upp á nýtt.

Hún gengur lengra en gamla reglugerðin í markmiðssetningu, gerir, til dæmis meiri öryggiskröfur hvað varðar bruna.“

búnaður sem slekkur á eldavélinni

Ódýrasta líftryggingin

„það eru auknar kröfur gagnvart öryggistækjum í húsum, reykskynjara og slíku. Áður var krafa um einn skynjara í íbúð. núna er viðmiðunin sú að það sé einn skynjari á 80 fm.

„í dag er hægt að fá alls kyns reykskynjara, sem hafa jafnvel fengið hönnunarverðlaun. Við höfum heyrt þá afsökun að fólk vilji ekki hafa reykskynjara vegna þess að þeir séu

Tilvalið í bílinn eða ferðavagninn

PIPAR\TBWA • SÍA • 123250

Guðmundur Gunnarsson yfirverkfræðingur.

Eldvarnarpakki 2

Eldvarnarpakki 3

Eldvarnarpakki 4

Eldvarnarpakki 5

Tilboðsverð í netverslun

Tilboðsverð í netverslun

Tilboðsverð í netverslun

Tilboðsverð í netverslun

Tilboðsverð í netverslun

14.668 kr.

20.937 kr.

13.398 kr.

7.205 kr.

14.177 kr.

Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn

reykskynjarar og rafhlöður „eitt af því sem kostar mörg mannslíf, bæði hér og erlendis eru brunar út frá sígarettum. núna þurfa þær allar að vera það sem er kallað sjálfslökkvandi. þetta eru reglur sem koma frá evrópusambandinu. Finnar innleiddu þessar reglur fyrir þremur árum, fyrsta hálfa árið urðu fimmtán prósent færri brunar út frá sígarettum hjá þeim og sú þróun hefur haldið áfram. Samkvæmt þeirra tölum bjargar þetta 10-15 mannslífum á ári það sem er sláandi í okkar úttektum á brunum er ástand reykskynjara í húsum. Á þrjátíu ára tímabili hafa farist fimmtíu manns í brunum í íbúðarhúsum og við vitum fyrir víst um einn stað sem reykskynjari var í lagi, og það leikur grunur um einn annan. í flestum tilvikum er engin rafhlaða í reykskynjaranum. lögreglan rannsakar orsakir bruna, en við skoðum fyrst og fremst hvort eitthvað sé að slökkvistarfinu, eða hvort eitthvað hafi verið að í húsinu, eins og hvort reykskynjarar hafi verið í lagi. ein afsökunin sem við heyrum er að það sé töluvert mál fyrir eldra fólk að klifra upp í stiga og skipta um rafhlöðu. nýja reglugerðin kveður á um að reykskynjarar séu tengdir við rafmagnskerfið. einnig eru til skynjarar sem hafa rafhlöðu sem endist jafn lengi og skynjarinn sjálfur þ.e. í 10 ár.“

Eldvarnarpakkar í miklu úrvali fyrir heimili og fyrirtæki

Eldvarnarpakki 1

en það er sáralítill kostnaður. í íbúðum fyrir aldraðra þarf til viðbótar alltaf að vera viðvörunarkerfi. það hefur sýnt sig að eftir fimmtugt tvöfaldast hættan á því að farast í bruna. Við erum með svo fá brunaslys hér að við sjáum kannski ekki neitt ákveðið mynstur hjá eldra fólkinu og yngra fólkinu, en við sjáum þetta í tölum erlendis frá. þegar svo fólk verður enn eldra sjáum við bruna út frá eldavélum. norðmenn hafa tekið á þessu. þeir setja upp búnað sem slekkur á eldavélinni ef hún verður of heit. alzlheimer sjúklingar, til dæmis, gleyma því að þeir séu að elda, fara að gera eitthvað annað, til dæmis í gönguferð eða bara að sofa. þetta tæki er komið inn í reglugerðir á norðurlöndunum. Við ætlum að gera upplýsingarit um þennan búnað og þeim verður komið á framfæri við Félagsþjónustuna vegna heimaþjónustunnar. þetta er mjög sniðugur búnaður og verður örugglega tekinn upp hér innan ekkert langs tíma.“

svo ljótir. það eru iðnhönnuðir að vinna að því að gera öryggisbúnað smekklegan, bæði reykskynjara og handslökkvitæki. það er auðvitað verið að spila inn á pjattmarkaðinn – en ef það bjargar mannslífum er mér alveg sama. það er sama hvaðan gott kemur. Svo er til fólk sem heldur því fram að þeir séu svo dýrir. en það er hægt að fá ágætis skynjara á 2000 krónur og rafhlaðan kostar þig 500 krónur á ári. það er varla hægt að fá ódýrari líftryggingu – og hún gagnast þér sjálfum. þetta er hálfur sígarettupakki á ári.“ guðmundur segir 40 prósent bruna verða í fjölbýlishúsum en 17 prósent í einbýlishúsum. engu að síður er helmingur fórnarlamba bruna í einbýlishúsunum. þar komi nálægðin sem er í fjölbýlishúsum við sögu. aðrir íbúar í stigaganginum heyri í reykskynjurum, finni brunalykt, og svo framvegis. „reykskynjari , slökkvitæki og dyrnar að íbúðunum er það sem skiptir mestu máli í fjölbýlishúsum. þar eiga að vera hurðir sem þola eld í þrjátíu mínútur. þær eru miklu þéttari, það heyrist miklu minna inn i íbúðina þína og þú finnur miklu minni lykt út úr öðrum íbúðum. þeir sem ekki borða skötu eru til dæmis lausir við skötulyktina. þær eru það þéttar að það verða töluvert minni reykskemmdir í öðrum íbúðum í stigaganginum en þar sem gömlu lélegu hurðarnar eru. Slökkviliðið býður húsfélögum upp á þá þjónustu að koma í heimsókn og gera úttekt á ástandi brunavarna og það kostar ekkert að þiggja þá þjónustu.“

duftslökkvitækin best „það eru mörg sveitarfélög sem hafa ekki efni á að reka fullnægjandi slökkvilið. þar ganga björgunarsveitarmenn í hús og bjóðast til að setja upp skynjara, skipta um rafhlöður og þannig er hægt að auka öryggi fólks verulega fyrir töluvert minni

pening en að kaupa slökkvibíl. þeir gera við slökkvtæki sem eru biluð og setja þau síðan upp aftur. þetta er að skila alveg verulegu öryggi. Sveitarfélögin styrkja björgunarsveitirnar og fá þessa þjónustu í staðinn og björgunarsveitin fær verkefni.“ guðmundur segir að banaslys af völdum bruna og annarra slysa sé mjög lág. „ef við værum með sömu slysatíðni og 1980, værum við að sjá hundrað fleiri dauðsföll á ári. allir þær slysavarnir sem við erum með, eru að spara okkur hundrað mannslíf á ári. það væri eins og mannskaðinn sem varð í snjóflóðunum í Súðavík og Flateyri yrði á hverju ári. þetta eru tölfræðilegar staðreyndir, hrárar og ótúlkaðar. miðað við norðurlandaþjóðirnar erum við hálfdrættingar í manntjónum vegna bruna og þær hafa sett sér það markmið að vera komnar niður í þær tölur sem íslendingar eru með í manntjónum árið 2020. Hvað slökkvitæki á heimilum varðar segir guðmundur mannvirkjastofnun ráðleggja það tæki sem fólki um allan heim er ráðlagt að nota – það er að segja, sex kílóa dufttæki. „það eru vissulega töluverð óþrif fylgjandi notkun þeirra, en þegar þú skoðar óþrifin af þeim ertu að bera þau saman við óbrunnin hús. en ef þú ert ekki með svona tæki og bíður í 10-15 mínútur eftir slökkviliði – þá ertu virkilega farin að sjá óþrif og skaða. þau eru miklu öflugri en froðutækin og þú getur notað þau á allar gerðir elda t.d. gas og eld í rafbúnaði. almennileg heimilistrygging, öflugir reykskynjarar og svona slökkvitæki er það sem fólk á að vera með á heimilum sínum. það er aldrei hægt að hvetja fólk nógu mikið til að vera með heimilið sitt rétt tryggt. það er enginn stikkfrí frá bruna – og svo er mikilvægt að muna 112.

www.mannvirkjastofnun.is


16 HUGVIT OG HÖNNUN 1.TBL 2012

Gamalt olíuborið eða lakkað parket verður sem nýtt fyrir jólin!

P

arketgólf slitna og óhreinkast með tímanum rétt eins og hver önnur gólfefni. Gólfefnaval ehf, fjölskyldufyrirtæki starfrækt frá árinu 1998, hefur um langt árabil boðið upp á heildarlausn í viðhaldi parkets með umhverfisvænum parketvörum. Til daglegra þrifa mælir sölufólk Gólfefnavals með Bona Olíu hreinsi (Bona Oil Cleaner) sem er sérstaklega blönduð feit sápa sem er ætluð fyrir dagleg þrif á olíubornum viðargólfum. Þegar næra þarf olíuborið parket benda starfsmenn á Bona Olíu Refresher, sem ætlað er á olíuborin gólf sem farin eru að láta á sjá. “Með Bona Oil Refresher gerir þú viðhaldið á olíu og vaxbornum (hardwax oiled) viðargólfum að leik einum. Einfaldlega spreyið á gólfið og strjúkið yfir það” segir Gunnar hjá Gólfefnavali. Efnið krefst ekki vélbúnaðar. Lausnin tryggir þér sterka vörn og gefur gólfinu nýjan fallegan ljóma, Bona Oil Refresher er umhverfisvæn vara með mjög lágu leysiefna innihaldi, vatnsleysanlegt og nánast lyktarlaust.

Meistarar í Samtökum iðnaðarins eru með Ábyrgðasjóð sem tryggir þér vel unnið verk. ert þú með skriflegan samning og tryggingu um fagleg vinnubrögð frá þínum meistara?

Sífellt fleiri viðargólf eru nú olíuborin og hafa oft reynst eigendum sínum erfið í þrifum(viðhaldi). Nú eru komin ný efni frá Bona sem auðvelda til muna að halda olíubornu viðargólfi við á auðveldan hátt! Bona Olíu hreinsirinn gerir þrifin auðveld, örugg og árangursrík, bæði hreinsar og nærir olíuborna parketið ásamt því sem hún eykur vörnina á gólfinu.

Texti: Aðsendur Ljósmynd: Úr safni

Hver ábyrgist þinn meistara?

Það er trygging fyrir gæðum og réttum vinnubrögðum að skipta við meistara og fagmenn sem hafa tilskilin réttindi. Innan raða Samtaka iðnaðarins er starfandi Meistaradeild sem hefur á að skipa löggiltum fagmönnum til hvers kyns framkvæmda. Slitin og snjáð lökkuð gólf Hjá Gólfefnavali er einnig fáanlegt efni fyrir lakkað parket. Það heitir Bona Refresher sem fólk getur sjálft borið á parketið til að endurvinna gljáann á parketinu án þess að slípa það. Efnið er ætlað fyrir parket sem orðin eru lúin, rispuð og mött, það er mjög auðvelt í notkun og ætlað fyrir hinn almenna neytenda. “Það kemur fólki mjög á óvart hve árangursrík, einföld og ódýr þessi lausn er” segir Gunnar Þór.

Slípun, lökkun og olíuburður „Eins og áður sagði leggur Gólfefnaval mikla áherslu á heildarlausn á hreinsiog viðhaldsvörum fyrir parket. Við höfum fundið mikið fyrir því undanfarið að fólk velur að endurnýja parketgólfin sín með slípun og lökkun eða olíuburði í stað þess að rífa það upp og leggja nýtt.

Umhverfisþátturinn Gólfefnaval flytur inn viðhaldsvörur fyrir allar gerðir parketa frá Bona í Svíþjóð. “Í dag er Bona fyrirtækið einn stærsti framleiðandi umhverfisvænna viðhaldsefna

fyrir parket í heimi,“ segir Gunnar Þór. Fólk er betur upplýst í dag hvað sé gott fyrir sig og sitt nánasta umhverfi.

Metum gólfið fyrir fólk Í samvinnu við Iðjuna fræðslusetur og Félag íslenskra parketmanna hefur Gólfefnaval boðið upp á fjölda námskeiða fyrir fagmenn. “ Við bjóðum fólki að starfsmenn Gólfefnavals komi í fyrirtæki og heimahús, þar metum við ástand parketsins og leggjum síðan til hvað hægt sé að gera og hvað sé hagkvæmast að nota á parketið” segir Gunnar Þór. Í 90% tilfella eru þau parket sem seld hafa verið á Íslandi undanfarin tuttugu ár slípanleg tvisvar til þrisvar sinnum. Því er upplagt að skoða það hvort ekki sé hægt að slípa upp gamla parketið og gera það sem nýtt, enda mun ódýrari kostur. Bona ræstingarvörur fyrir lökkuð parket fást í Hagkaupum Garðabæ, Skeifunni, Kringlunni og í Smáralind, Einir parketþjónusta á Akureyri sími 821 3923 og Shell skálanum í Hveragerði segir Gunnar Þór að lokum. www.golfefnaval.is

Félag blikksmiðjueigenda www.blikksmidjur.is

meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði www.si.is/mih

Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara www.dukur.is

meistarafélag suðurlands www.mfs.is

Félag skrúðgarðyrkjumeistara www.meistari.is

múrarameistarafélag reykjavíkur www.murarameistarar.is

málarameistarafélagið www.malarar.is

sart - samtök rafverktaka www.sart.is

meistarafélag byggingarmanna á norðurlandi www.mbn.is

meistarafélag húsasmiða www.mfh.is

Kynntu þér málið á www.si.is


18 HugVit Og Hönnun 1.tbl 2012

HugVit Og Hönnun 1.tbl 2012 19

Fáðu virðisaukann endurgreiddan, fresturinn rennur út 31.12.12 texti: Súsanna Svavarsdóttir ljósmynd: úr safni

Hvetjum alla til að velja löggilta fagmenn til að vinna verkin!

a

llir vinna er hvatningarátak um atvinnuskapandi framkvæmdir til að vekja athygli á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði og frístundahús þegar unnið er að viðhaldi eða endurbótum á húsnæðinu á byggingarstað. það eru stjórnvöld í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins sem standa að átakinu. í því felst: • hækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu við eigið íbúðarhúsnæði og sumarhús í 100% úr 60% • áhersla á mikilvægi þess að öll viðskipti almennings og fagmanna séu uppi á borðinu en með því að útrýma svartri vinnu mætti auka skatttekjur ríkisins og þar með fjárveitingar til almannaþjónustu um 40 milljarða króna á ári, skv. mati Samtaka iðnaðarins. ef við íslendingar höfum sama vilja í einhverju einu máli, þá er það viljinn til að viðhalda hér öflugri almannaþjónustu. þess vegna er mikilvægt að við greiðum öll skatta. með átakinu eru landsmenn hvattir til þátttöku í stórum sem smáum verkum og til að beina viðskiptum sínum að innlendri vöru og þjónustu, fjárfesta í viðhaldi íbúðarhúsnæðis/sumarhúsa og leggja þar með sitt af mörkum til atvinnusköpunar á íslandi. 100% endurgreiðsla á virðisaukaskatti vegna vinnu við eigið húsnæði ýtir undir að viðhaldsverkefni af þessu tagi séu uppi á

borðinu en átak til að stemma stigu við svartri vinnu er eitt af sameiginlegum hagsmunamálum stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Stjórnvöld í samstarfi við Samtök verslunar og þjónustu, Vr og Samtök iðnaðarins standa að átakinu. þetta er þjóðarátak til að vekja athygli á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði og frístundahús þegar unnið er að viðhaldi eða endurbótum á húsnæðinu á byggingarstað. Stjórnvöld í samvinnu við Samtök verslunar og þjónustu, Vr og Samtök iðnaðarins. þessir aðilar taka þátt með það að leiðarljósi að leggja sitt af mörkum við að koma hjólum atvinnulífsins í gang. það er sáraeinfalt að sækja um endurgreiðslu á virðisaukaskatti en umsóknareyðublaðið er hægt að nálgast á vef ríkisskattstjóra, www. rsk.is. Skráðu þig inn á þjónustuvefinn og fylltu út eyðublaðið „beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts.“ nauðsynlegt er að halda til haga frumritum af öllum greiddum reikningum vegna vinnu á byggingarstað og þurfa reikningarnir að vera sundurliðaðir í efniskostnað og kostnað vegna vinnu. reikningum og staðfestingu á að þeir hafi verið greiddir, er síðan skilað til ríkisskattstjóra. yfirleitt fæst endurgreiðslan á virðisaukaskattinum innan 15-30 daga, en það getur þó tekið lengri tíma. ríkisskattstjóri sendir þér svo tilkynningu um endurgreiðslu ásamt frumritum reikninganna.Frumrit greiddra sölureikninga þurfa að fylgja umsókninni. ef seljandi þjónustu hefur ekki kvittað fyrir greiðslu á reikninginn sjálfan þarf greiðslukvittun að fylgja með. endurgreiðslan á virðisaukaskattinum er afturvirk og hægt að sækja um hana allt að 6 árum aftur í tímann en þá gildir ekki sama endurgreiðsluhlutfall öll árin. www.allirvinna.is

www.hagaedi.is www.flisalagnir.is www.husavidgerdir.is

Sími 565-7070

tökum að okkur alla almenna málingarvinnu sími 770-1400 vefsíða www.litamalun.is veffang malun@litamalun.is

Vantar þig faglærðan pípara? Mikil reynsla, fagmennska og vönduð vinnubrögð

Allir vinna!

Alhliða málningarvinna Fjarðarmálun ehf.

Sími: 567-6699

Sími 894 1134 - fjardarm@simnet.is

Húsaviðgerðir www.husco.is Smíða og málningarþjónusta

Kristján 692 5735 • Málarameistari Sverrir 847 7425 • Húsasmiður

treogmalun@gmail.com

Múr- og lekaviðgerðir Sveppa- og örverueyðing Vistvæn efni notuð Vönduð vinna Áratuga reynsla

Sími 555-1947

Gsm 894-0217


20 HUGVIT OG HÖNNUN 1.TBL 2012

Össur Skarphéðinsson er hér með John A. Kufuor, fyrrum forseta Ghana sem er formaður ráðgjafahóps Brúarfoss Iceland ehf.

Þekking og verkvit til útflutnings Texti: Súsanna Svavarsdóttir Ljósmynd: Aðsendar

G

átt til útlanda var yfirskrift lokaðrar ráðstefnu sem haldin var hér á landi 16. október síðastliðinn. Að ráðstefnunni stóð íslenska vatnsútflutningsfyrirtækið Brúarfoss og kanadísku fyrirtækin DeSC International og góðgerðarfélagið On Guard for Humanity. Markmiðið var að kynna íslenskum fyrirtækjum þau sóknarfæri sem felast í aðstoð við uppbyggingu í þriðja heims ríkjum og flóttamannabúðum víða um heim. Brúarfoss Iceland ehf. samdi við On Guard for Humanity um útflutning vatns í gámum til flóttamannabúða Sameinuðu þjóðanna. Fyrsti farmurinn fór héðan frá Íslandi 15. október til Panama þar sem einn af fimm vatnsmóttökustöðum flóttamannahjálpar SÞ er staðsettur. Hinir eru í Hong Kong, Dubai, Kanaríeyjum og Kenýa. Hver stöð þjónar ákveðnum landsvæðum. Framundan eru framkvæmdir stórra og smárra verkefna sem íslensk fyrirtæki munu koma að í gegnum Brúarfoss verkefnið. Á ráðstefnuna mættu alþingismenn, framkvæmdastjórar, arkitektar, verkfræðingar og verktakar og nú þegar hafa nokkur íslensk og kanadísk fyrirtæki sýnt verkefninu áhuga og þó nokkur farin að skrá sig til þátttöku. Þar er um að ræða verkfræðistofur, arkitektastofu, einnig fiskverkunarfyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt, sem gjarnan vilja flytja út þekkingu – og þá aðallega til Afríku.

Verið er að leita að fyrirtækjum sem geta lagt sitt á vogarskálarnar til að byggja upp samfélög, þannig að þau eigi þess kost að verða sjálfbær. Helst er um að ræða virkjanir, hafnarframkæmdir, opinberar bygginar, verksmiðjuhús, verkefnastjórnun,ýmsar tæknigreinar, spítala og skóla, auk fleiri verkefna sem breyta samfélögum til betri vegar. Hugmyndafræðin byggir á því að uppbyggingin sé vistvæn og græn og dragi úr notkun jarðefnaeldsneytis. Markmiðið er að hjálpa þessum samfélögum að byggja upp verkþekkingu. Þörfin er gríðarleg, ekki síst í beislun og notkun hreinnar orku. John Agyekum Kofuor, fyrrum forseti Ghana, er formaður ráðgjafahóps Brúarfoss – sem verður að teljast gríðarlega traustvekjandi. Hann er stjórnarformaður Sanitation and Water for All sem er samstarfsverkefni Alþjóðabankans og Unicef. Hann er einnig stjórnarformaður JAK mannúðarstofnunarinnar. Sú stofnun einbeitir sér aðallega að Afríku þar sem möguleikarnir á verkefnum af því tagi sem við veljum eru ótakmarkaðir. Einnig hefur hann veitt fjölda nefnda á vegum Sameinuðu Þjóðanna forstöðu og gegnir þar nú ráðgjafahlutverki. Kufuor, sem kallaður hefur verið „ljúfi risinn“ vegna þess hve hávaxinn hann er, nam hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði í Oxford á yngri árum. Hann sneri aftur til Ghana á valdatíma Nkruma og gerðist mikilvirkur í andstöðunni við hann og hans stjórnarstefnu. Flokk sinn leiddi hann síðan til sigurs árið 2000, undir kjörorðinu „Zero Tolerance for Corruption“ (ekkert umburðarlyndi

gagnvart spillingu) og varð þá forseti Ghana. Fjórum árum seinna náði Koufour endurkjöri og sat því alls í átta ár. Á valdatíð sinni náði hann að reisa Ghana úr öskustónni. Til þess þurfti hann að þiggja lán frá Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum – sem var auðvitað ekki vel séð og var honum legið á hálsi fyrir að hafa steypt þjóðinni í djúpt skuldafen. Kufuor svaraði því til að það hefði hann ekki gert, heldur hefði hann hætt að þegja yfir því hversu illa stödd þjóð hans í rauninni væri. Koufour lagðist í gríðarlegar endurbætur á hagkerfi Ghana, endurreisti fjölda fyrirtæja í námuvinnslu og bætti kjör þjóðarinnar smám saman. Þótt andstæðingar hans heima fyrir létu ófriðlega, lét hann sér fátt um finnast og hélt sínu striki. Á forsetatíð sinni ferðaðist hann til sextíu og þriggja landa – sem þótti sýna hversu sterka stjórn hann hafði í kringum sig. Hann gat alltaf snúið aftur án þess að hafa áhyggjur af því að hafa verið steypt af stóli og án þess að valdarán hefði verið framkvæmt. Kufuor náði eyrum vestrænna ráðamanna betur en aðrir leiðtogar Afríku höfðu gert. Árið 2004 var hann talsmaður þeirra sex leiðtoga frá Afríku sem mættu á G8 ráðstefnuna í Gorgiu. Í hugum vestrænna leiðtoga varð hann þar með fulltrúi hinnar nýju, framsýnu kynslóðar stjórnmálamanna sem leiða endurreisn Afríku. Eftir að valdatíma Kufuor lauk, hefur hann verið óþreytandi að ferðast um heiminn á vegum Sameinuðu þjóðanna

SET er framsækið og vaxandi iðnfyrirtæki með fjögurra áratuga reynslu af framleiðslu og þjónustu við íslenska lagnamarkaðinn. SET framleiðir foreinangruð hitaveiturör og plastpípur fyrir vatnsveitur, fráveitur, raforku og fjarskiptakerfi. Fyrirtækið gegnir mikilvægu hlutverki við virkjun jarðhitaorku og nýtingu ferskvatns til neyslu og útflutnings, ásamt verkefnum á sviði fráveitumála og fjarskiptavæðingar. Gæðamál, þekking og fræðsla skipar veglegan sess í menningu fyrirtækisins sem og öflug nýsköpun og framþróun í tækni. SET á samvinnu við tugi evrópskra fyrirtækja á sviði tækni, hráefna, rannsókna og staðalmála. og Afríkusamtakanna til að vekja athygli á því að 43.6 milljónir manna búa í flóttamannabúðum víðs vegar um heiminn; benda á þá staðreynd að það deyja eitt þúsund og fjögur hundruð börn undir fimm ára aldri daglega vegna skorts á hreinu vatni. Hann hefur lagt metnað sinn í að finna lönd og fyrirtæki, stór sem smá, sem eru tilbúin til að leggja sitt af mörkum til að bæta hag þeirra sem búa í þróunarlöndunum og flóttamannabúðum. Hér á Íslandi er nóg af vatni til að slökkva þorsta þúsunda á dag, hér er til verk- og tækniþekking til að kenna fólki í þróunarlöndum og flóttamannabúðum að nýta auðlindir sem þeir kunna að eiga aðgang að og segjast forsvarsmenn Brúarfoss hlakka til samstarfsins við íslensk fyrirtæki á þessu sviði í framtíðinni.

www.bruarfoss.com

Allar afurðir röraverksmiðju SET eru framleiddar samkvæmt evrópskum framleiðslustöðlum og fyrirtækið hefur vottað gæðastjórnunarkerfi skv. ISO-EN-IS 9001 staðli.

Gæði til framtíðar SET ehf. Röraverksmiðja • Eyravegur 41 • 800 Selfoss Sími: 480 2700 • Fax: 482 2099 • Netfang: set@set.is • Vefsíða: http://www.set.is


22 HugVit Og Hönnun 1.tbl 2012

gaman, alvara og gjafakortin góðu texti: Súsanna Svavarsdóttir ljósmynd: úr safni

Það er vel hugsað um börnin á leikárinu og ber þar hæst Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner, eitt af uppáhaldsverkum allra barna sem aldrei gleymist á langri ævi.

l

eikár þjóðleikhússins er mjög áhugavert að þessu sinni. góð blanda af íslenskum og erlendum verkum – og fullt af sýningum fyrir börnin. Fátt er meira heilsubætandi en leikhúsið, þar sem hægt er að gleyma hvunndagsamstrinu með því að bregða sér í annan heim – sem jafnvel svar spurningum sem á manni brenna. einhver besta gjöf sem völ er á þetta misserið, hvort sem er til tækifæris- eða jólagjafa, er gjafakort í þjóðleikhúsið. Handhafi gjafakortsins þarf ekki annað að gera en að velja sér sýningu og panta sér sæti í miðasölu. það er vel hugsað um börnin á leikárinu og ber þar hæst dýrin í Hálsaskógi eftir thorbjörn egner, eitt af uppáhaldsverkum allra barna sem aldrei gleymist á langri ævi. leitin að jólunum eftir þorvald þorsteinsson og Árna egilsson sem hlaut grímuverðlaunin sem barnasýning ársins þegar hún var frumsýnd verður aðventuævintýri þjóðleikhússins að þessu sinni. í lok desember verður svo frumsýning á hinum ástsælu karíusi og baktusi sem eru miklu skemmtilegri í leikhúsinu en uppi í munninum. leikritið er eftir thorbjörn egner. nýju íslensku verkin eru jónsmessunótt eftir Hávar Sigurjónsson, svört kómedía um íslenska fjölskyldu sem kemur saman í sumarbústaðnum til að fagna hálfrar aldar brúðkaupsafmæli foreldranna. já elskan, nýtt sviðsverk eftir Steinunni ketilsdóttur í samvinnu við leikhópinn. nýjustu fréttir er ómótstæðilegt brúðuleikhúsverk fyrir fullorðna sem enginn ætti að láta framhjá sér fara, eftir Sigríði Sunnu reynisdóttur og Söru marti guðmundsdóttur. Verkið fjallar um áhrif frétta á líf okkar.

Með tifandi hjarta

tveggja þjónn eftir richard bean er nýr breskur margverðlaunaður gamanleikur sem sýndur hefur verið við miklar vinsældir á West end og broadway. Verkið fjallar umFrancis sem er sísvangur og eldfljótur að misskilja, en með óbilandi sjálfsbjargarviðleitni. með fulla vasa af grjóti eftir marie jones er ein vinsælasta sýning þjóðleikhússins á síðari árum. þetta bráðskemmtilega verk var frumsýnt í þjóðleikhúsinu í árslok 2000 og nú gefst leikhúsunnendum tækifæri til að sjá hana aftur. jólasýning þjóðleikhússins verður síðan macbeth eftir William Shakespeare í leikstjórn benedict andrews sem leikstýrði hér hinni svo ógleymanlegu sýningu á lé konungi fyrir tveimur árum, sýningu sem var óskoraður sigurvegari á grímuverðlaunahátíðinni 2011. það er varla til betri jólagjöf en gjafakort þjóðleikhússins á þessa kynngimögnuðu sýningu. www.leikhusid.is

hin mörgu andlit ástarinnar texti: og ljósmynd: Súsanna Svavarsdóttir

l

eikhópurinn artik sýnir einleikinn Hinn fullkomni jafningi eftir Felix bergsson í norðurpólunum þessa dagana, einleik um hin mörgu andlit ástarinnar; leitina að ástinni, ástargleði, ástarsorg, löngunina eftir ástinni, óttann við hana og reiðina sem stundum fylgir henni.

með hlutverkin í einleiknum fer unnar geir unnarsson og leikstjóri er jenný lára arnórsdóttir. bæði hafa þau lokið

námi í leiklist og leikstjórn frá aSad leiklistarskólanum í london og fluttu heim til íslands síðastliðið sumar. „Við erum mjög oft spurð að því hvers vegna við fluttum heim,“ segja unnar og jenný. „Okkur finnst það einkennileg spurning vegna þess að við erum íslensk og eigum heima hérna.“ þau viðurkenna þó að það fylgi því nokkur togstreita að koma heim úr námi frá london vegna þess að skólinn menntaði okkur til að leika í englandi þar sem hugsunin er dálítið frábrugðin því sem hér er en maður hefur visst bakland. „maður er óþekkt stærð í leikhúsinu hér og verður að finna einhver ráð til að sýna sig,“ segir unnar. „Ég þekkti leikhúsheiminn á íslandi og fannst hann meira heillandi en breski leikhúsheimurinn. Hér getur maður gert svo miklu meira sjálfur. það er einfaldara að búa til sitt eigið leikhús hér en í englandi í allri þeirra skriffinsku. það finnst mörgum dálítið einkennilegt að við skyldum koma beint heim úr námi í þessari kreppu. en ástandið er ekkert betra í bretlandi – og þegar upp er staðið er þetta spurning um það hvernig lífið við viljum lifa. Flestir

íslensku krakkarnir sem voru með okkur í skólanum ákváðu að vera áfram úti – og þetta er óttalegt hark hjá þeim.“ „það er ekkert vandamál að skilja sína áhorfendur hér. í bretlandi þurfti maður alltaf að vera að sveigja sig og beygja til að falla inn í eitthvert mót. Ég þurfti hreinlega að breyta mínum hugsunarhætti til að komast að, hvað þá til að hafa einhverja rödd.“ þau unnar og jenný segja leikhúsheiminn í evrópu stöðugt vera að renna meira saman og landamæri leikhússins séu að trosna. „leiðirnar eru svo stuttar og við erum ekkert búin að skera á öll sambönd í london. bækistöðin er á íslandi og héðan viljum við vinna. þetta er einfaldlega spurning um lífsgæði. Hér getum við farið í sund, hér er hreint loft, hlýtt í húsinu, ferskar matvörur og ágæt heilsugæsla. þessi lífsgæði er nokkuð sem ekki allir eru að skilja. í london var ég í 20 mínútur að labba í neðanjarðarlestina. Hér er ég í tuttugu mínútur að labba í vinnuna. þetta eru þau lífsgæði sem við veljum að búa við.“

www.leiklist.is

Amanda er að verða fjórtán og er ástfangin af Davíð, nýja stráknum í skóla hennar. Þegar líður yfir hana er hún flutt með sjúkrabíl á sjúkrahús. Nú ógnar hættulegur sjúkdómur lífi hennar og hann er á góðri leið með að ræna öllu frá henni; ástinni og lífinu. Hjarta hennar er svo skemmt að hún verður að fá nýtt. Hún er hrædd; er ástina að finna í hjartanu? Þetta er ein spurning af mörgum sem vakna hjá Amöndu í tengslum við það að fá nýtt hjarta.

Svartir túlípanar Fyrsta skáldsaga Lýðs Árnasonar, læknis. Umfjöllunarefni sögunnar eru dauðasyndirnar sjö og hvernig þær stýra lífi söguhetjanna. Lýður hefur skrifað handrit af nokkrum kvikmyndum og leikstýrt, einnig gefið út nokkrar smásögur ásamt því að hafa skrifað aragrúa greina um þjóðfélagsmál.

Blekking BLEKKING er sjálfstæð saga en með persónum og ívafi úr bókinni KLÆKJUM eftir Sigurjón Pálsson, sem út kom 2011 og hlaut BLÓÐDROPANN 2012, sem besta íslenska glæpasagan.

www.dsyn.is

566-5004, 659-8449


24 HugVit Og Hönnun 1.tbl 2012

HugVit Og Hönnun 1.tbl 2012 25

Fegurðin, forn og ný

iess

texti og ljósmyndir: Súsanna Svavarsdóttir

járnsmíði

H

eimilisiðnaðarfélagið var stofnað árið 1913 og verður því aldargamalt á næsta ári. Hlutverk félagsins er að vernda íslenskan þjóðlegan heimilisiðnað, auka hann og efla, stuðla að vöndun hans og fegurð og vekja áhuga landsmanna á því að framleiða fallega og nytsama hluti er hæfa kröfum nýs tíma með rætur í þjóðlegum menningararfi. þetta er bundið í lög félagsins og eftir þeim hefur verið unnið markvisst frá upphafi,“ segir Solveig theódórsdóttir verslunarstjóri félagsins sem er til húsa að nethyl 2e í reykjavík. þar er einnig til húsa Heimilisiðnaðarskólinn sem rekinn er af félaginu – og býður upp á alls fimmtiu námskeið á haustönn – og annað eins á vorönn.

Sívinsæl námskeið

Dalvegi 24 • 544 4884 • iess@iess.is

Heimilisiðnaðarfélagið hóf snemma að vera með kennslu og leiðbeinandi námskeið en hlutverk þess breyttist við tilkomu húsmæðra- og verknámsskóla. Heimilisiðnaðarskólinn var síðan stofnaður árið 1967. Solveig segir námskeiðin alla tíð hafa notið mikilla vinsælda en það sé breytilegt hvaða námskeið njóti mestra vinsælda. þegar Solveig er spurð hvað einkenni þjóðlegan íslenskan heimilisiðnað segir hún það fyrst og fremst íslensku ullina og bætir við: „íslenskur heimilisiðnaður hefur alltaf verið fegrandi. Hann hefur verið stundaður til að fegra fatnað og híbýli og þegar handverk frá fyrri öldum eru skoðuð, má finna hreinustu listaverk. það er mikið um fallega ofna boðrenninga og gólfmottur sem og útskorna muni. Síðan eru kniplingarnir, orkerínging, baldýringin og allur útsaumurinn á þjóðbúningunum – að ekki sé talað um víravirkið.“ þegar Solveig er spurð hvort þjóðbúningagerðin sé vinsæl, segir hún það heldur betur vera. „það er fjöldi kvenna hér að vinna faldbúninga, auk annarra þjóðbúninga. Faldbúningarnir eru

Borðplötur – sólbekkir Fanntófell sérhæfir sig í framleiðslu á formbeygðum (e. postforming) borðplötum. Hágæða harðplast HTP (High pressure laminales). Rúnaðir, beinir, viðar, pvc, ál eða stál kantar. Mikið úrval lita og áferða svo sem háglans, matt og yrjótt. Fanntófell býður upp á Rausolid akrílstein frá REHAU, sem er gegnheilt steinefni, byggt á náttúrulegu steinefni, akríl bindiefni og litarefni. Fanntófell býður upp á límtré borðplötur. Þykkt á plötum eru 26 mm, 32 mm og 42 mm. Límtréð er olíuborið og tilbúið til uppsetningar.

einfaldlega svo fallegir og mikil listaverk. til þess að vinna allan búninginn sjálfur, þarf maður að læra baldýringu og orkeringu, jafnvel knipl og margar læra líka að vinna víraverkið sjálfar. Við kennum búninginn frá upphafi til enda og hjá okkur fæst allt efni í hann.“

Útgáfa og félagsstarf að Heimilisiðnaðarfélaginu standa um 800 félagsmenn í dag, viðsvegar að af landinu. Félagið gefur út tímaritið Hug og Hönd sem dreift er til allra félagsmanna, auk þess sem þeir fá tíu prósent afslátt af námskeiðum og vörum. einnig hefur félagið gefið út fjölda rita og bóka í gegnum tíðina, meðal annars hina undurfögru íslensku Sjónabók í samvinnu við þjóðminjasafnið og listaháskólann. þriðja miðvikudag hvers mánaðar er opið hús hjá félaginu. þá er heitt á könnunni, félagsmenn koma margir hverjir með eitthvað gott með kaffinu. Á haustin er svo gorblót, sem er ævagömul hátíð til að fagna því að sláturtíð er lokið.

www.heimilisidnadur.is

Bíldshöfða 12, 110 Reykjavík • Sími 587 6688 • www.fanntofell.is • fanntofell@fanntofell.is

fjölbreytni

GLÆSILEG JÓLALJÓS

þjóðlegt

Mikið úrval jólaljósa frá Svíþjóð

japanskt

Srærðir 90 cm 150 cm 200 cm

íslenskt og evrópskt ítalskt

spænskt

ÞISTILHJÖRTU RISOTTO FERSKT PASTA LAMBALÆRI WASABI KRYDDJURTIR ESPRESSO VILLIBRÁÐ GORGONZOLA TORTILLA OSTRUR ÓLÍFUR ASPAS HÁKARL KÓKOSHNETUR NORI ESPRESSO SNIGLAR FETA DÁDÝR SUSHI TÚLIPANAR PESTO SÍTRÓNUGRAS FURUHNETUR PETITFOUR KRÆKLINGUR BALSAMEDIK ÞISTILHJÖRTU RISOTTO FERSKT PASTA LAMBALÆRI WASABI KRYDDJURTIR ESPRESSO VILLIBRÁÐ GORGONZOLA TORTILLA OSTRUR ÓLÍFUR ASPAS HÁKARL KÓKOSHNETUR NORI ESPRESSO SNIGLSteikur

mexíkóskt

indverskt

Móðir náttúra - lífrænt, íslenskt

persónuleg þjónusta - fjölbreytni - ferskleiki - glæsileg kjötborð amerískt

Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400

Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is

lífrænt

ferskar kryddjurtir

Val sælkerans


26 HugVit Og Hönnun 1.tbl 2012

Mjúkt og ljúft texti: Súsanna Svavarsdóttir ljósmynd: aðsend

S

Eitt vinsælasta vínið í Vínbúðunum síðustu misserin er Kasaura vínið sem kemur frá Abruzzo á Íalíu, héraði sem er austur af Róm. Kasaura er unnið úr Montepulciano þrúgunni sem er einkennandi fyrir héraðið. Það þarf varla að undrast vinsældir þess þar sem það er bæði milt og mjúkt, en hefur samt góða fyllingu.

kilgreiningin á „góðu víni“ er í hugum margra vín sem er hægt að drekka með hverju sem er. þótt uppi séu miklar meiningar um að drekka eigi hvítvín með sjávarfangi og rauðvín með lamba- og nautakjöti, eru það hreint engin lög. Svo drekka sumir aldrei hvítvín, aðrir drekka aldrei rauðvín. það er allur gangur á þessu og auðvitað eigum við að drekka það vín sem okkur finnst best með mat. mjúkt og ljúft rauðvín er til dæmis eðaldrykkur með sjávarfangi sem eldað er með miklum hvítlauk sem og með grænmetis- og baunaréttum af öllu tagi. þetta er ekki endilega spurning um grunnhráefnið, heldur spila kryddin sem notuð eru með því ekki minna hlutverk. milt rauðvín fer vel með hvítlauk og öllum lauk, engifer og öllum hnetum, cumin-, kóríander- og kanilkryddum. það fer vel með indverskum mat og öðrum sterkkrydduðum mat – en bara ef það er mjúkt og ljúft. eitt vinsælasta vínið í Vínbúðunum síðustu misserin er kasaura vínið sem kemur frá abruzzo á íalíu, héraði sem er austur af róm. kasaura er unnið úr montepulciano þrúgunni sem er einkennandi fyrir héraðið. það þarf varla að undrast vinsældir þess þar sem það er bæði milt og mjúkt, en hefur samt góða fyllingu. kasaura er rúbínrautt,með meðalfyllingu. það er þurrt, með ferskri sýru og þroskuðu tannín. í því eru dökk og rauð ber, plóma, krydd, eik og vanilla. það er alveg óhætt að mæla með kasaura víninu sem fékk gyllta glasið frá Vínþjónasamtökum íslands, verðlaun sem samtökin veita á hverju ári. góðu fréttirnar eru þær að nú

Stolt íslenskrar náttúru Íslenskt heiðalamb MEÐ VILLTUM ÍSLENSKUM KRYDDJURTUM

Blóðberg • Birkilauf • Aðalbláberjalyng • Einir

fæst þetta vinsæla vín sem er flutt inn af Víntríó í kössum og verðið er mjög hagstætt. Flaskan af kasaura kostar1890 krónur og kassinn á 5850 hjá Vínbúðunum. að sjálfsögðu er kasaura einnig mjög gott með kjöti og ostum.

www.atvr.is

Fagmennskan fram í fingurgóma

VELDU GÆÐI VELDU KJARNAFÆÐI www.kjarnafaedi.is Síðumúli 16

108 Reykjavík

sími 580 3900

www.fastus.is

verslun opin mán - fös 8.30 - 17.00


28 HugVit Og Hönnun 1.tbl 2012

í kyrrðinni við árbakkann texti: Súsanna Svavarsdóttir ljósmynd: úr safni

g

istihúsið á egilsstöðum er óneitanlega eitt yndislegasta hótelið á íslandi. Staðsett á bökkum lagarfljóts, með yndislegum trjágarði, þar sem öldugjálfur og þytur í laufi leika sín náttúrutónverk og andrúmsloftið minnir á ævintýri um álfaheima. Sjálft hótelið minnir á danskt herrasetur sem ætti ekki að koma á óvart þar sem húsið var byggt á þeim árum sem íslendingar lutu dönum. elsti hluti hússins var byggður 1902-1903 og næstu hálfa öldina var unnið að því að stækka gistihúsið. næstu áratugina var lítið sem ekkert gert fyrir húsið og smám saman lét þetta fallega hús verulega á sjá uns það var hreinlega komið í niðurníðslu. núverandi eigendur, gunnlaugur og Hulda keyptu gistihúsið árið 1997 og hafa allar götur síðan unnið að endurnýjun þess og er gaman að geta þess að gistihúsið var upphaflega stofnað af langalangafa gunnlaugs. endurnýjun gistihússins hefur verið unnin af vandvirkni og smekkvísi í hvívetna og i dag er það orðið að fallegu og rómantísku hóteli sem er vel staðsett miðsvæðis á austurlandi. það er kjörinn staður til að hreiðra um sig og keyra þaðan á daginn til að skoða austurlandið frá fjalli til fjöru. í gistiheimilinu eru átján rómantísk herbergi sem eru sérlega smekklega innréttuð. þeim fylgir öllum baðherbergi, margrása sjónvarp, útvarp, kaffikanna og hárblásari. en fegurðin er ekki bara bundin við herbergin. Hún mætir gestum strax í móttökunni og er einnig að finna í setustofunni og veitingasalnum þar sem þjónustan er fyrsta flokks og enginn verður svikinn af matnum. Áherslan er á gæða hráefni og alþjóðlegri matargerð. en þótt gistihúsið sé tilvalið fyrir óforbetranlega rómantíkera og brúðkaup, er það einnig góður kostur fyrir viðskiptafundi, litlar ráðstefnur og hvers kyns veislur. gistihúsið á egilsstöðum er vel búið tækjum til funda- og ráðstefnuhalds fyrir allt að fimmtíu manns. www.egilsstadir.com

Sjálft hótelið minnir á danskt herrasetur sem ætti ekki að koma á óvart þar sem húsið var byggt á þeim árum sem Íslendingar lutu Dönum. Elsti hluti hússins var byggður 1902-1903 og næstu hálfa öldina var unnið að því að stækka gistihúsið.

þú kemst þaNgað

með okkur!

Njóttu þess að ferðast á eiNfaldaN hátt. áætlunarferðir flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um keflavíkurflugvöll. kauptu miða núna á www.flugrutan.is

alltaf laus sæti.

frí þráðlaus internet­ tenging í öllum bílum

reisulegt hótel byggt á bjargi

Við hjónin rekum hótelið, ásamt einum starfsmanni og þetta er allt ósköp afslappað hjá okkur. Við fórum ekki út í þetta í þeirri von að verða rík,heldur langaði okkur að gera eitthvað spennandi,skemmtilegt og krefjandi – og við höfum óskaplega gaman af þessu.

H

ótel berg í keflavík stendur á stöðugu bjargi með útsýni yfir smábátahöfnina . Hótelið var opnað 1. júlí 2011 og hefur síðan notið mikilla vinsælda. ólöf segir erlenda gesti duglega að láta vita af góðum stöðum á netinu og hingað til hafa 90 prósent gesta Hótel bergs verið útlendinga. „Okkur langar til að fá meira af íslendingum til okkar. Við erum lítið kósí hótel, andrúmsloftið er heimilislegt og við viljum að gestum okkar líði vel. Við rekum fólk til dæmis ekkert út og erum mjög sveigjanleg. Við hjónin rekum hótelið, ásamt einum starfsmanni og þetta er allt ósköp afslappað hjá okkur. Við fórum ekki út í þetta í þeirri von að verða rík,heldur langaði okkur að gera eitthvað spennandi,skemmtilegt og krefjandi – og við höfum óskaplega gaman af þessu. Við vorum 45 ára, áttum smá pening og þetta fína hús. í stað þess að fara bara að halla okkur, ákváðum við að setja allt okkar í þetta. karlinn seldi meira að segja Harley davidson hjólið sitt. það var nú bara alveg heill sökkull. nú, ef þetta gengi ekki, væri það allt í lagi, krakkarnir voru farnir að heiman og við myndum redda okkur. en þetta hefur allt blessast og er óskaplega gaman. gestirnir okkar hafa verið þannig að það er eins og við höfum valið þá sjálf. Við fáum mikið af miðaldra fólki sem er vant að ferðast og hefur gaman af því. þetta er eins og að fá vini sína í heimsókn og það má segja að félagslegri þörf minni sé algerlega fullnægt í vinnuni. mér finnst líka gott að vera minn eigin herra.“ þjónustan á Hótel berg er frábær ef marka má umsagnir þeirra gesta sem þar hafa dvalið. einkum eru gestirnir hrifnir af gestgjöfunum sem þeir segja einstaklega elskulega og – morgunmatnum sem þykir góður. það segir líka yndislegt að vakna við fuglasönginn í bjarginu á morgnana og dunda sér við

að horfa á veiðimennina sigla á sínum litríku smábátum inn og út úr víkinni. einnig eru þeir ánægðir með að vera bæði sóttir og keyrðir i flug ef svo ber undir. auk þess geymir Hótel berg bílinn fyrir þá sem þurfa að skreppa erlendis. Á Hótel bergi eru ellefu herbergi með samtals 22 gistirýmum.öll herbergin eru með baðherbergi, þráðlausu interneti, öryggishólfi, vönduðum rúmfatnaði, kæli, hárblásara og fleiri þægindum. arineldur logar í setustofunni sem prýdd er íslenskum húsgögnum. úr stofunni er ákaflega fallegt útsýni yfir smábátahöfnina, bæinn og hafið.Á pallinum fyrir utan er heitur pottur zzþar sem gestir njóta þess að slaka á. ólöf og eiginmaður henna, arnar, eru meir og minna á staðnum, ásamt hundunum tómasi og Fríðu en tómas er einmitt víðfrægur úr þáttunum andri á flandri sem sýndir hafa verið á rúV.

www.hotelberg.is

EXPO • www.expo.is • REX3299

texti: Súsanna Svavarsdóttir ljósmynd: úr safni

Skannaðu strikamerkið með snjallsímanum þínum

BSÍ - Umferðarmiðstöðin 101 Reykjavík 580 5400 main@re.is • www.re.is

R O


30 HugVit Og Hönnun 1.tbl 2012

HugVit Og Hönnun 1.tbl 2012 31

raun einu takmörkin þar. „það hefur verið bent á að ágangur ferðamanna sé mikill á vinsælustu ferðamannastöðunum, en uppbygging á þessum stöðum hefur einfaldlega ekki verið í samræmi við aukningu heimsókna. Ég er þeirrar skoðunar að landið þoli vel fleiri ferðamenn, en til þess þurfum við auðvitað að standa vörð um náttúruperlurnar okkar. Ferðamálasamtökin eru meðvituð um þetta og reynum við að hafa áhrif hjá stjórnvöldum og öðrum til að tryggja okkar hagsmuni, sem eru auðvitað líka hagsmunir þjóðarinnar. Ég er þeirrar skoðunar að stjórnvöld muni áður en langt um líður grípa til viðeigandi aðgerða, hvort sem það væri í formi náttúrupassa eða eitthvað annað, og þá getum við tryggt áframhaldandi gæðaþjónustu við ferðamenn sem hingað koma,” segir ingibjörg.

fjölda slíkra brúðkaupa. eins segir eva maría að þó réttindi samkynhneigðra séu tryggð víða, þá séu íslendingar sérlega afslappaðir og séu í raun lítið að skipta fólki upp í hópa, en þannig geti viðskiptavinir þeirra notið sín hvað best.

Síminn tekur við ingibjörg segir ljóst að farsímar, þá sérstaklega snjallsímar, muni fá stóraukið vægi í ferðaþjónustu á næstu árum. „aðgengi að upplýsingum um ferðaþjónustu hefur stóraukist og getur fólk nú skipulagt heilu ferðirnar í raun og veru hvar sem er. eins og sjá má á þessari ráðstefnu hafa íslenskir ferðaþjónustuaðilar ekki látið þessi tækifæri fram hjá sér fara og eigum við örugglega eftir að sjá aukningu á því. það hafa vitaskuld heyrst áhyggjuraddir um arðsemi ferðaþjónustunnar samhliða aukinni tæknivæðingu, en þetta er það mikilvægur iðnaður að stjórnvöld hljóta að taka á því með viðeigandi hætti,“ segir ingibjörg.

Út um allar trissur í fjársjóðsleit Hugbúnaðarfyrirtækið locatify hefur tekið snjallsímamarkaðinn með trompi og var að kynna snjallsímaforrit sem bjóða upp á nýstárlegar nálganir við ferðaþjónustu. með forritinu Smartguide er í raun hægt að fá leiðsögumann í símann, en með gpS staðsetningarbúnaði símans er hægt að nálgast leiðsögn með tali, kort og myndir um staðinn sem þú ert á hverju sinni. turfHunt forritið er nokkurs konar fjársjóðsleit, en með forritinu keppast hópar eða einstaklingar við að ná á ákveðna áfangastaði þar sem þeir fá upplýsingar um hvert skal halda næst þar til fyrstur keppenda kemst á endapunktinn.

Ferðaþjónustuaðilar á höfuðborgarsvæðinu hittast texti: Vignir andri guðmundsson ljósmyndir: gabriel rutenberg

í

gegnum árin hafa okkur borist upplýsingar um mikla fjölgun ferðamanna sem sækja ísland heim og hvernig ferðamannaiðnaðurinn verður sífellt stærri þáttur í þjóðarframleiðslunni. það fer ekki eins mikið fyrir því gríðarmikla starfi sem liggur að baki því að taka á móti þessum straumi ferðamanna og að veita þá þjónustu sem þarf til að viðhalda eftirspurninni. Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins hafa þannig unnið ötult starf í að samræma og efla ferðaþjónustuna og gæta hagsmuna ferðaþjónustuaðila – nú síðast með ferðasýningunni Hittumst þar sem fagaðilar hittust og kynntu þjónustu og vörur sínar. þar var af mörgu að taka og má þar meðal annars nefna nýstárleg forrit fyrir snjallsíma, sérsniðnar ferðir fyrir samkynhneigða, hátíðaviðburði og ný gæða- og umhverfiskerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu. ingibjörg guðmundsdóttir, formaður Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins, segir að sérlega ánægjulegt hafi verið að sjá hversu mikið hafi verið af nýjungum og ferskum hugmyndum á sýningunni. „það eru sífellt að koma inn nýir aðilar á þennan markað með spennandi hugmyndir, bæði hvað varðar markaðslausnir og hugmyndir að nýjum ferðum. það er sérlega gaman að sjá hvernig fólk er sífellt að draga fram nýjar náttúruperlur og beina straumnum aðeins frá þekktari viðkomustöðum. það er auðvitað vonandi að sem flestar þessara hugmynda hljóti góðan meðbyr, en það er einmitt mikilvægt að hafa vettvang eins og Ferðamálasamtökin fyrir nýja aðila til að fá þann stuðning og ráðgjöf sem þarf til að fóta sig á þessum markaði. það koma margir nýjir aðilar inn á þenna markað á ári hverju og

er allur gangur á því hvernig málum er háttað hjá þeim fyrirtækjum, en það kemur fyrir að fyrirtæki starfi ekki með tilskyldum leyfum eða eftir settum reglum. Við viljum því fá alla inn í Ferðamálasamtökin og auka vitund um þessar reglur sem við störfum öll eftir og stuðla þannig að bættri ferðaþjónustu,“ segir ingibjörg.

Álfar og Jólaþorp í Hafnarfirði Ásbjörg una björ nsdóttir, verkefnastýra jólaþorpsins í Hafnar firði og lárus Vilhjálmsson, annar eigenda Álfagarðsins í Hellisgerði voru fulltrúar Hafnafjarðarbæjar á Hittumst. Ásbjörg var á fullu við að skipuleggja og kynna dagskrá jólaþorpsins sem hún segir sífellt verða glæsilegri. Hún lofar þægilegu og fjölskylduvænu umhverfi til að m.a. sjá um jólainnkaupin og til að koma sér í hátíðarskapið. í jólabænum má meðal annars týna sér á jólamarkaði, kórsöng, jólaballi og almennri jólastemmningu. Ásbjörg býður utanbæjarfólk sérstaklega velkomið og bendir á að strætisvagnar fara beinustu leið að og frá Hlemmi og stoppa beint fyrir framan þorpið. lárus hefur nýverið, ásamt eiginkonu sinni ragnhildi jónsdóttur, sett á laggirnar Álfagarðinn sem leggur upp úr að kynna fólk fyrir álfunum sem búa í Hafnafirði. lárus segir álfana vera mikið rósemisfólk og að þeir fagni hátíðunum með mönnunum í frið og ró. Hjónakornin hafa nýverið gefið út bókina Hvað þarf til að sjá álf? sem, ótrúlegt en satt, er eftir álf sem kallast Fróði. bókina ritaði ragnhildur sem talar reglulega við álfa og gat þannig fest frásagnir Fróða á blað.

gæði og öryggi út á við alda þrastardóttir og Áslaug briem voru að kynna Vakann sem er kerfi sem er fyrst og fremst hugsað sem verkfæri til að aðstoða þátttakendur við að auka gæði og öryggi í ferðaþjónustu á íslandi með handleiðslu og stuðningi, ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja. Áslaug segir að mikil eftirspurn hafi verið eftir slíku kerfi og áhuginn mikill, enda leggi þjónustuaðilar kapp á að geta sýnt öryggi og gæði sinnar þjónustu út á við. www.ferdamalasamtok.is

mikilvægt að hittast ingibjörg segir það ákaflega mikilvægt fyrir fólk sem starfar í ferðaþjónustu að hittast reglulega og bera saman bækur sínar. „Hugsunin er að fá alla á sama stað reglulega svo við vitum hvað aðrir eru að gera, þannig að við séum ekki öll að vinna hvert í sínu horni. þannig getum við líka styrkt samstarf og bent á hvort annað, en þannig getur aðili sem veitir gistiþjónustu bent á viðeigandi fyrirtæki sem starfar í afþreyingu og öfugt, í stað þess að hafa takmarkaðar upplýsingar um hvað er í boði. með þessu viljum við reyna að gæta hagsmuna ferðaþjónustuaðila og gera iðnaðinn öflugri, bæði þjónustu- og gæðalega séð, og tryggja það að ferðaþjónustan fái þann stuðning sem hún þarf á að halda,“ segir ingibjörg. Samtöking halda þannig reglulega fundi fyrir félagsmenn og svo ráðstefnur á borð við Hittumst, en einnig hafa samtökin boðið upp á ýmiskonar námskeið fyrir ferðaþjónustuaðila.

Vernda þarf þjóðargersemar ingibjörg telur að ef haldið verði rétt á spilunum sé framtíðin björt í ferðamannaiðnaðinum, enda sé hugmyndaflug manna í

brúðkaup samkynhneigðra vinsæl á íslandi eva maría th. lange og Hannes páll, voru að kynna ferðaskrifstofu sína, pink iceland, sem er fyrsta sinnar tegundar sem sérhæfir sig í ferðum fyrir samkynhneigða, tvíkynhneigða og transfólk. eva maría segir að ástæðan fyrir því að ísland henti vel fyrir slíka þjónustu sé hve réttindi þessa hópa séu mikil hér á landi. þannig hafi giftingar samkynhneigðra verið afar vinsælar hér á landi og hafa pink iceland þegar skipulagt

ingibjörg guðmundsdóttir, formaður Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins


32 HugVit Og Hönnun 1.tbl 2012

HugVit Og Hönnun 1.tbl 2012 33

Þrír áratugir náttúrulífsmynda texti: Vignir andri guðmundsson ljósmynd: úr safni

þ

egar vinir eða fjölskylda búa erlendis er fátt betra en að minna á gamla góða ísland með því að hafa það fyrir framan sig á degi hverjum.

pétur Hjálmtýsson, eigandi Snerraútgáfunnar, segir að hann þekki dæmi þess að fólk hafi komið til íslands gagngert til að heimsækja alla þá tólf

Snerrauútgáfa hefur nú gefið út dagatöl með íslenskum náttúrúlífsmyndum síðan árið 1983 sem hafa ratað út um allan heim.

staði sem dagatölin sýna, enda séu fyrir hvern mánuð glæsileg náttúrulífsmynd og upplýsingar á fjölda tungumála.

Vegleg bók um ferðaþjónustu á íslandi land og Saga hefur um árabil gefið út tímaritið icelandic times, upplýsingarit fyrir erlenda ferðamenn um ferðaþjónustuna hér á landi. ritið hefur frá upphafi notið mikilla vinsælda og var því ákveðið að taka hlutina skrefinu lengra og gefa út út bók með safni nýrra og áður útgefinna greina, alls 250 greinar. bókin sem ber heitið icelandic timex extra, verður 360 síður og innbundin, prentuð í 10.000 eintökumog dreift á 400 sölustaði víðs vegar um landið. auk þess fer hún í dreifingu erlendis. auk greina um ferðaþjónustu-aðila verða í bókinni landshlutakort og fjöldi ljósmynda, greinar um fugla- og gróðurlíf, jarðfræði og jarðsögu – sem gera bókina sérlega eigulega. líkt og í blöðum okkar mun greinum bókarinnar verða skipt eftir landshlutum og er ætlunin er að láta greinagóð kort fylgja hverjum hluta – þá götukort jafnt sem kort af svæðiskort. Qr kóðar verða á sínum stað og að venju vel skrifaðar, aðgengilegar og skýrar umfjallanir. mikil áhersla verður lögð á ljósmyndasíður, umfram það myndefnis sem fylgir greinum, eða áætlaðar 50-60 aukasíður fylltar ljósmyndum. menningarlegar umfjallanir verða á sínum stað auk þess sem vel verður farið í kynningar varðandi hönnun og fyrirtæki. Vinnsla á icelandic times extra er á lokastigi og fer í prentun í lok nóvember. það fer því hver að verða síðastur til að bóka pláss fyrir sitt ferðaþjónustufyrirtæki í bókinni. þau fyrirtæki sem hafa nú þegar hafa keypt greinar í blöðum icelandic times fá endurbirtingu á kostaverði. ef fyrirtækið þitt hefur ekki áður keypt greinar í blaðinu okkar en langar að vera með í innbundnu bókinni er verðið töluvert lægra en í fríu tímaritunum.

Fyrirtæki hafa verið dugleg að kaupa sérmerkt almanök og senda erlendum viðskiptamönnum sínum, margir biðja um þau áfram eftir að hafa farið á eftirlaun. almanökin eru meðal annars skreytt einstökum myndum Hauks Snorrasonar ljósmyndara úr íslenskri náttúru, en pétur segir að útgáfan reyni stöðugt að koma fram með nýjungar og nefnir nýútkomið norðurljósadagatal, sem sé reyndar svo vinsælt að það er að verða uppselt. S p i l a s t o k k a r ú t g á funnar segir pétur vekja mikla lukku, en þeir eru fáanlegir merktir með íslensku jólasveinunum, hvalategundum, íslensku sauðkindinni og auðvitað norðurljósunum. www.snerra.is

SÖNN LÍFSREYNSLUSAGA

icelandic times í samstarf við Já texti: Súsanna Svavarsdóttir ljósmynd: úr safni

Hér segir Kleopatra sögu sína blátt áfram og hispurslaust. Nafn bókarinnar segir mikið um innihaldið. Einnig segir Kleopatra frá því hvernig draumar reyndu að vísa henni veginn. Hún hefur oft fengið leið­ beiningar og viðvaranir gegnum drauma, en fór því miður ekki alltaf eftir þeim leiðbeiningum. Sagan er berorð og segir Kleopatra m.a. frá því allra nánasta í einkalífi sérhvers manns – og er það mjög ólíkt henni – sem aldrei hefur viljað ræða sín einkamál opinberlega. Kleopatra segir frá ástum sínum og sorgum. ÁSTIR OG ÖRLÖG KLEOPÖTRU Í þessu verki rekur Kleopatra Kristbjörg örlagaþætti úr ævi sinni. Hún fjallar m.a. um sáran móðurmissi, um grafalvarlega misnotkun í æsku o.fl. Hún lítur yfir farinn veg og rifjar upp æskuminningar, ljúfar sem sárar, og segir aðeins frá uppvaxtarárunum heima á Vopnafirði, foreldrum og systkinum, ömmu og afa. Seinna komu börnin hennar og svo barnabörnin. Í bókinni eru 70 litmyndir. Kleopatra er mjög berdreymin og fær oft leiðbeiningar og viðvaranir í gegnum drauma. Hún segir frá nokkrum draumum og því hvernig þeir komu fram, en því miður fór hún ekki alltaf eftir leiðbeiningunum. Árin eftir að hún varð fertug hefur hún verið búsett í Reykjavík og hún segir átakanlega ástarsögu sína, sem gerðist á þeim árum, á mjög einlægan og opinskáan hátt. Kleopatra hefur lengi spáð í hluti sem fólk spáir almennt lítið sem ekkert í, m.a. tilgang lífsins og draum­ ana sem vísa veginn og segir okkur þar með að okkar innri vitund býr yfir framtíðarvitneskju. Hún hefur uppgötvað engla á jörðinni sem eru með hlutverk sem hún kallar jarðarengla. Það eru myndir í bókinni af sumum þeirra sem eru góðir vinir hennar.

„Við höfum stöðugt verið að bæta við nýjungum, til dæmis GPS staðsetningu fyrirtækja og leiðbeiningum um hvernig best sé að keyra á milli staða. Settar hafa verið inn allar helstu upplýsingar um Ísland, kennileiti og helstu viðburði.

j

á hefur skrifað undir samstarfssamning við land og sögu, sem gefur út tímaritið icelandic times. Samningnum er ætlað að efla enn frekar efnistök á ferðavef já, iceland. ja.is. Vefurinn er sérstaklega ætlaður erlendum ferðamönnum sem hafa hug á að sækja ísland heim og eru öll fyrirtæki sem skráð eru í Símaskránni aðgengileg í gegnum vefinn. „já vildi leggja sitt af mörkum til ferðaþjónustunnar til að hægt væri að nálgast allar upplýsingar á einum stað,“ segir jóhanna dýrunn jónsdóttir, verkefnisstjóri iceland.ja.is. „Við höfum stöðugt verið að bæta við nýjungum, til dæmis gpS staðsetningu fyrirtækja og leiðbeiningum um hvernig best sé að keyra á milli staða. Settar hafa verið inn allar helstu upplýsingar um ísland, kennileiti og helstu viðburði. öll fyrirtæki sem eru með símanúmer í Símaskránni eru skráð á vefinn en einnig hefur fjöldi fyrirtækja skilað inn viðbótarskráningu, svo sem myndum og upplýsingatexta um fyrirtækið.” að sögn jóhönnu mun samstarfið við icelandic times koma sér mjög vel fyrir vefinn og mun gera það mögulegt að birta fleiri nýjar greinar en áður. til að

byrja með mun vefurinn vikulega birta grein vikunnar frá icelandic times en í framhaldinu munu greinar bætast við jafnt og þétt.

iceland.ja.is og Stjörnur.is aðspurð hvort vefurinn komi aðeins til með að vera á ensku, segir jóhanna áhersluna enn sem komið er vera á enskumælandi vef. „það tekur tíma að byggja upp svona vef og markmiðið er að halda því áfram og gera vefinn enn aðgengilegri og betri. það er það sem verður einblínt á til að byrja með.” nýjasta varan frá já er Stjörnur.is appið, sem byggt er á vefnum Stjörnur. is. jóhanna segir að nú sé verið að vinna að því að tengja appið og Stjörnur.is vefinn meira við ferðavefinn. dæmi um þetta samstarf er meðal annars nýleg grein um tíu bestu veitingastaði á íslandi, sem byggir á ummælum íslenskra notenda stjörnur.is.

Finndu þjónustuaðila nálægt þér jóhanna segir sérstöðu iceland.ja.is meðal annars felast í því að vefurinn aðlagist skjástærð. „þú getur jafnauðveldlega skoðað vefinn í spjaldtölvu eða farsíma og í tölvu. þetta kemur sér afar vel fyrir

ferðamenn á leið um landið. Strax á forsíðunni er dálkur sem heitir „locate service near you“ þar sem hægt er að slá inn tegund þjónustu sem verið er að leita að, svo sem gistihús eða pizzustað, og þá finnur vefurinn sjálfkrafa næsta slíkan stað miðað við staðsetningu þess sem er að leita.“ iceland.ja.is opnaði í janúar á þessu ári og hefur því lokið sinni fyrstu sumarvertíð ef svo má að orði komast. notkunin á vefnum hefur aukist hratt með hverjum mánuðinum sem líður og áhugi erlendra ferðaþjónustufyrirtækja sem selja ferðir til íslands er líka greinilega að aukast.

reiknar út vegalengd og aksturstíma jóhanna segir vefinn líka bjóða upp á vegvísun. þá getur ferðalangurinn slegið inn kennileiti eða fyrirtæki og vefurinn reiknar nákvæmlega út vegalengd og aksturstíma fyrir hann. „Á komandi ári stefnum við að því að bæta iceland.ja.is enn meira og við hlökkum til að halda áfram að bjóða ferðamönnum upp á allar upplýsingar sem þeir þurfa og vilja þegar leggja á í ferð til íslands um leið og við aukum áhugavert efni á vefnum með samstarfinu við icelandic times.”

www.ja.is


34 HUGVIT OG HÖNNUN 1.TBL 2012

HUGVIT OG HÖNNUN 1.TBL 2012 35

Góð sjón er lífsgæði sem æ fleiri velja Texti: Súsanna Svavarsdóttir Ljósmynd: Gabriel Rutenberg

H

já Sjónlagi starfa læknar sem hafa sérhæft sig í leiðréttingu hvers kyns sjónvandamála Sjónlag er engin venjuleg augnlæknastofa. Þar starfa fimm auglæknar sem eru sérfræðingar í sjónlagslækningum, augasteinaaðgerðum, augnbotnaeftirliti, barnaaugnlækningu og almennum augnlækningum. Þar er auk þess gleraugna- og linsuverslun sem ber heitið Iceland. Sem sagt, allt sem augun þarfnast á einum stað. Sjónlag var upphaflega í Spönginni en flutti á 5. hæðina í Glæsibæ fyrir fjórum árum. Ólafur Már Björnsson augnlæknir og Kristinn Ólafsson framkvæmdastjóri segja sofuna sjá um alla almenna augnlæknaþjónustu og allt sem henni fylgir, en einnig bjóða upp á sérhæfðari þjónustu. Stofan er búin öllum nýjustu tækjum og býr yfir nýjustu tækni til að takast á við nánast allt nema blindu – þótt vissulega sé þar hægt að leiðrétta ýmsar tegundir af „lagalegri blindu.“

Umhversfisvottun skipulags

vaxandi grein vegna þess að hún nái orðið til eldri aldurshópa. „Við erum bæði með leisertækni til að taka á ellifjarsýninni og augasteina-aðgerðir þar sem við setjum inn fjölfókuslinsur sem gera fólki kleift að sjá frá sér og lesa án gleraugna.“ „Við erum nýbúin að uppfæra öll tækin okkar,“ segir Ólafur. „Samfara því tókum við upp nýja tækni sem er þessi femtolasik tækni, þar sem hnífur kemur hvergi nærri aðgerðinni. Við notum eingöngu leiser, bæði til að búa til flipann framan á hornhimnunni og framkvæma sjálfa meðferðina. Þessi tækni er að skila okkur betri gæðum og minni fylgikvillum svo sem augnþurrki og flipavandamálum, sem og betri nætursjón. Þetta er aðferð sem er orðin ríkjandi erlendis og flestir sem koma til okkar, velja hana vegna þeirra kosta sem fylgja henni, þótt hún sé vissulega dýrasta meðferðin sem við bjóðum upp á. Það hefur orðið mikil breyting á forgangsröðun fólks eftir hrun. Það er farið að líta meira á góða heilsu og hreysti sem lífsgæði og þegar það eldist vill það eyða peningunum sínum í eitthvað sem gerir því kleift að stunda áfram göngur, skíðaíþróttir og aðra útivist án þess að vera alltaf með móðu á gleraugunum. Þú ferð bara einu sinni í svona aðgerð. Eftir það áttu að vera nokkuð laus við gleraugu. Þú gætir þurft lesgleraugu þegar þú eldist enn frekar en það er ekkert vist.“

Mat og ráðleggingar Texti: Vignir Andri Guðmundsson Ljósmynd: Úr myndasafni

N

ú er unnið að skipulagi og hönnun nýs heilsuþorps á Flúðum í Hrunamannahreppi og verður það fyrsta sinnar tegundar í Íslandi. Við val á staðsetningu var stuðst við niðurstöður þarfa- og markaðsgreiningar á innlendri og erlendri eftirspurn eftir heilsutengdri ferðaþjónustu sem nýtur ört vaxandi vinsælda í heiminum. Niðurstöður úr athugun á landnotkunarmöguleikum og aðlögun að núverandi samfélagi voru einnig hafðar til hliðsjónar. Það sem að réði úrslitum við staðarvalið var nálægð við höfuðborgarsvæðið og Keflavíkurflugvöll, nálægð við marga af vinsælustu ferðamannastöðum á landinu, græn ásýnd Flúða, jarðhiti, ræktunarmöguleikar og núverandi þjónusta og mjög jákvæð sveitarstjórn. Þorpið mun rísa í hjarta Flúða á 6,5 hektara lóð á fallegum stað í hvilft við Litlu Laxá sem bugðast meðfram jaðri þess. Í meginatriðum er gert ráð fyrir að í þorpinu muni verða lágreist þjónustubygging sem kemur meðal annars til með að innihalda veitingastað, hótel, heilsurækt og lækningasetur og allt að 200 íbúðir af mismunandi stærðum í litlum íbúðarklösum sem ýmist bjóða upp á heilsársbúsetu eða skemmri dvöl. Mikið verður lagt upp úr vistvænni hönnun bæði bygginga og ytra umhverfis s.s. almennings- og garðrýma og tækifæra til heilsueflingar en auk þess verður einnig hugað sérstaklega að tengingu við núverandi byggð, möguleikum til atvinnusköpunar og notkun heilsuþorpsins til eflingar félagsauðs aðliggjandi byggðar.

Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur er aðalhönnuður heilsuþorpsins en auk hans koma margir aðrir sérfræðingar að mótun þess. Sveitarfélagið er einn aðaleigandi verkefnisins en þar bera menn þá von í brjósti að heilsuþorpið verði raunverulegur hvati til frekari samfélagsuppbyggingar á svæðinu. Stuðningur sveitarfélagsins er mikilvægur og er ávinningurinn eflaust margfaldur, ekki síst hvað varðar aðgengi að íbúum til kynningar og samráðs við tillögugerð. Ætlunin er að þorpið uppfylli sem flest skilyrði um sjálfbærni í manngerðu umhverfi og er gert ráð fyrir að bæði umhverfið og byggingarnar verði vottaðar. Það sem gerir skipulagsvinnuna þó sérstaklega áhugaverða er þátttaka verkefnisins í þróun bandarísks (alþjóðlegs) umhverfisvottunarkerfis fyrir skipulag ytra umhverfis, „Sustainable Sites Initiative“ eða „SITES“, eins og kerfið er jafnan nefnt. Vottunarkerfið hefur verið í þróun í um áratug og er nú í lokaprófun víðsvegar í Bandaríkjunum en einnig í Kanada, á Spáni og loks hér á Íslandi! Hið bandaríska vistbyggðarráð (U.S. Green Building Council) er aðili að SITES og er gert ráð fyrir að kerfið geti orðið hluti af heildarvottunarkerfi Bandaríkjamanna fyrir manngert umhverfi (the LEED Green Building Rating System) sem er nú þegar þekkt hérlendis en slík vottunarkerfi hafa hinsvegar enn sem komið er ekki náð langt út fyrir veggi bygginga. Þátttaka í SITES þykir mikill heiður vestanhafs og hljóta verkefnin töluverða fjölmiðlaumfjöllun. Þótt kerfið hafi ekki verið formlega tekið í notkun er SITES leiðbeiningarritið nú þegar orðið hluti í grunnnámi í landslagsarkitektúr víðsvegar í Bandaríkjunum. Eins og

önnur SITES verkefni þá verður skipulag heilsuþorpsins og framkvæmdir metnar á 250 punkta sjálfbærnimælikvarða sem gerð er grein fyrir í handbók SITES (www.sustainable sites.com). Þátttaka heilsuþorpsverkefnisins í SITES er studd af Umhverfisráðuneytinu o g F r a m k v æ m d a s ý s l u r í k i s i n s . Náttúr ufræðistofnun vinnur nú að heildarúttekt á náttúrufari svæðisins og munu niðurstöður þess verða notaðar til grundvallar mati á gæðum skipulagstillögunnar til samræmis við kröfur vottunarkerfisins og frekari úrvinnslu. Yfirumsjón með mati á umhverfisaðstæðum og umhverfisvottuninni hefur dr. Kristín Þorleifsdóttir, landslagsarkitekt. Í kerfinu er meðal annars gefin einkunn f yrir staðar val, samþættingu umhverfis og mannvirkja, „græna“ landslagshönnun, framkvæmd og viðhald. Sérstök áhersla er lögð á verndun náttúruauðlinda s.s. vatns, jarðvegs, gróðurs, dýralífs og andrúmslofts og skal skipulagið taka tillit til verndunar náttúruminja eftir fremsta megni. Verndun menningarverðmæta skiptir hér einnig miklu máli og má þar t.d. nefna fornleifar, sögustaði, mikilvægt menningarlandslag og aðrar menningarminjar. Jafnframt er lögð áhersla á verndun staða og svæða sem hafa mikið útivistargildi og / eða kunna að gegna mikilvægu hlutverki í virkni, lífsstíl og heilsu samfélagsins. Upplifunarleg gæði umhverfis spila einnig stórt hlutverk og þarf þá m.a. að huga að ásýnd, útsýni, sjónlínum að og frá, fjölbreytileika s.s. í formi, litum og hlutföllum, nærveðri ásamt mörgum öðrum þáttum. Vottunarkerfið miðar einnig að því að draga úr mengun í lofti, láði og legi, draga úr losun koltvíoxíðs með vali á sjálfbærum byggingarefnum,

endurheimta lífríki, flokka úrgang og tryggja sjálfbæra meðferð hans, hvetja til notkunar vistvænna efna, endurnotkunar og endurvinnslu. Í kerfinu er jafnframt lögð áhersla á fjárhagslegan og félagslegan ávinning þeirra sem standa að verkefninu, að verkefnið skapi skilyrði fyrir atvinnusköpun og sjálfbæra starfsemi í héraði. Í hnotskurn mætti því e.t.v. segja að hönnun heilsuþorpsins skuli hvorutveggja í senn ekki ganga á náttúruauðlindir og stuðla að bættri heilsu og vellíðan einstaklinga og samfélaga með gæðahönnun. Tilraunaverkefnið mun standa fram á næsta ár og verður reynslan sem byggist upp notuð til þess að endurskoða matslista SITES kerfisins. Einnig er vonast til að sú dýrmæta reynsla sem af þátttökunni hlýst muni skila sér hér innanlands í endurskoðun á gæðakröfum sem gerðar eru til deiliskipulagsáætlana hér á landi. SITES er þverfaglegt samvinnuverkefni sem er stýrt af Félagi landslagsarkitekta í Bandaríkjunum auk 50 annarra fagaðila til þess að bæta skipulag, framkvæmdir og meðferð á landi með því að þróa fyrsta umhverfisvottunarkerfið fyrir sjálfbæra umhverfishönnun. Þegar kerfið verður tekið í notkun mun það án efa hafa mikil áhrif á það hvernig við meðhöndlum umhverfið og stuðla að betri lífsskilyrðum fyrir komandi kynslóðir. Nú er unnið að því að afla heilsuþorpsverkefninu fjármagns en á sama tíma fer fram ítarleg athugun á náttúrufari, menningartengdum verðmætum og upplifunargæðum umhverfisins en kortlagning slíkra gæða kemur til með að hafa áhrif á skipulag þorpsins og þar með stigagjöf vottunarkerfisins.

www.vbr.is

Bruggðist við ellihrörnun „Við erum með augnbotnaeftirlit sem tengist sykursýki og ellihrörnun í augnbotnum,“ segir Ólafur. „Við sykursýki fær fólk augnbotnaskemmdir sem er mikilvægt að fylgja eftir vegna þess að þá eru líkur á varanlegum skaða. Ellihrörnun er vaxandi vandamál hjá eldri kynslóðinni nú til dags. Ástæðan er sú að fólk nær stöðugt hærri aldri. Meðal þess sem gert er til að bregðast við ellihrörnun eru nú komnar ýmsar lyfjameðferðir sem krefjast mikillar eftirfylgni og eftirlits.“ Þegar Ólafur er spurður hvort Sjónlag bjóði ekki upp á aðgerðir til að leiðrétta slíka hrörnun, segir hann svo ekki vera. Samkvæmt lögum megi aðeins framkvæma slíkar aðgerðir á Landspítalanum. „Við erum með aðstöðu, kunnáttu og tækjabúnað til þess og vildum svo gjarnan fá að framkvæma þær. Á Landspítalanum eru gerðar hundrað slíkar aðgerðir á viku. Þær eru algerlega að drekkja deildinni og við vildum gjarnan hjálpa til, svo spítalinn geti sinnt sínu kennsluhlutverki. Við höfum engan Ólafur Már Björnsson augnlæknir að störfum. áhuga á að taka þessar aðgerðir yfir, heldur létta undir og við erum vissulega að sækja um að fá að framkvæma þær hér, vegna þess að tækjabúnaður okkar er fyllilega sambærilegur þeim búnaði sem er á Landspítalanum, ef ekki betri.“

Fjölfókuslinsur fyrir fólk með tvísýni Skurðstofan hjá Sjónlagi er önnur af tveimur skurðstofum fyrir utan Landspítalann sem gera augasteina-aðgerðir, sem er dálítið sérhæfð þjónusta. Kristinn segir sjónlagsaðgerðir vera

Þeir Ólafur og Kristinn segja hægt að leiðrétt sjónina hjá fólk með allt frá +5 í fjarsýni, upp í -10 í nærsýni. Einnig sé hægt að leiðrétta nánast alla sjónskekkju með fertoleisertækninni. „Við gerum slíkar aðgerðir hjá fólki upp að um það bil sextugu. Eftir það einbeitum við okkur frekar að augasteinsaðgerðunum. Ástæðan er einfaldlega sú að þá er farið síga á seinni hluta ævinnar og líklegt að fólk sé komið með augasteinavandamál og þurfi hvort eð er augasteinaaðgerð fyrr en seinna. Með augasteinaskiptum er auðveldara að taka á ellifjarsýninni, til viðbótar öðrum sjónlagsgöllum.“ „Við leggjum mikla áherslu á að fólk komi hingað með opnum huga,“ segir Kristinn, „fái mat og mælingu á augum og upplýsingar um hvaða leiðir passi þvi best, því þær geta verið æði mismunandi. Við getum þá ráðlagt fólki hvaða leið er hagkvæmust hverju sinni. Því miður veit almenningur mjög lítið um þá möguleika sem eru í boði þegar kemur að þeim lífsgæðum sem felast í góðri sjón. Það er til fullt af nærsýnu fólki sem heldur að nærsýnin gangi til baka þegar fjarsýnin byrjar hjá því á miðjum aldri. Fólk fer til augnlæknis og fær sér ný gleraugu og veit ekki að það getur alveg eins losnað við gleraugun. Hingað kemur líka fólk á öllum aldri og vill fara í leisermeðferð til að bæta sjónina og heldur í alvöru að þar með séu öll sjónvandamál úr sögunni – en hefðbundin leisermeðferð er ekki rétta lausnin fyrir alla. Þegar fólk er að eldast ráðleggjum við því frekar að skipta um augasteina. En lausnin er ekki alltaf aðgerðir eða meðferðir. Sjónlag er bara hagkvæmur kostur vegna þess að við erum með marga sérfræðinga, nýjust tæki og tækni og getum leyst úr nánast öllum sjónvandamálum.

Gleraugnaverslun og heilsutengd ferðaþjónusta Það er auðvitað kostur að hafa gleraugnaverslunina Eyesland i móttökunni á 5. hæðinni. Hingað getur fólk komið og klárað sín mál í einni ferð, hvort heldur það er að fá sér linsur eða gleraugu. Hér er hægt að fara í linsumátun og síðan eru gleraugun á sérlega hagstæðu verði. Þau kosta frá 12.000 krónu og geta farið allt upp í 60-70 þúsund krónur fyrir tvísýnisgleraugu og þar erum við að tala um almenn gleraugu.“ Ólafur og Kristinn segja fjölmarga af sínum viðskiptavinum koma frá Norðurlöndunum, Grænlandi, Færeyjum og Bretlandi. „Augnlæknar eru í fararbroddi hvað varðar útflutning á læknisþjónustu frá Islandi. Við hefðum viljað sjá meiri stuðning frá yfirvöldum við heilsutengda ferðaþjónustu. Þetta er gríðarlega stór markaður um allan heim og við Íslendingar erum mjög samkeppnishæfir þegar kemur að menntun, tækjum og þekkingu.“

www.sjonlag.is


36 HugVit Og Hönnun 1.tbl 2012

HugVit Og Hönnun 1.tbl 2012 37

gott FÓlk í gÓðu hÚSi Verslunarmiðstöðin glæsibær var opnuð í desember 1970 og var stærsta verslunarmiðstöð á íslandi þar til kringlan opnaði árið 1987. alls eru 28 fyrirtæki starfandi í verslunarmiðstöðinni glæsibæ. eigendur hússins eru 18 talsins en sumir hverjir eiga fleiri en eina rekstrareiningu þar.

g

læsibær er mjög skemmtileg eining,“ segir ævar karlsson framkvæmdastjóri. „þetta eru hæfilega stórar verslunareiningar sem hafa haldist vel í leigu og komist vel af í gegnum árin. Starfsemin hefur gengið vel og húsið er í fínum rekstri.“ ævar hefur verið framkvæmdastjóri í glæsibæ frá 2009. Fyrir tæpum tveimur árum stofnaði hann fasteignaumsjónardeild með Sólar ehf sem hefur síðan selt glæsibæ þá þjónustu sem hann starfaði við áður – en Sólar ehf er jafnframt að þjónusta önnur húsnæði.

langlífar verslanir glæsibær varð 40 ára í desember 2010. þetta var stærsta verslunarmiðstöð á íslandi þangað til kringlan opnaði 1987. en á þeim árum sem síðan eru liðin hafa einnig orðið miklar breytingar á glæsibæ. Vesturturninn bættist við árið 2006 og bílastæðahúsið 2008. turninn er núna fullnýttur og mjög lítið um laust pláss í verslunarhúsinu. það losnaði nýlega pláss á 2. hæðinni þar sem læknamiðstöðin var eitt sinn til húsa og glersalurinn í vestur enda hússins verður laus frá áramótum, ásamt gamla danssalnum á jarðhæðinni. Verslunarrýmin hafa verið nánast fullskipuð frá upphafi og enn eru þar fyrirtæki sem hafa verið þar nánast frá byrjun, til dæmis úra- og skartgripaverslunin Heide, Snyrtivöruverslunin og Sportbarinn. ævar segir fjölmörg önnur fyrirtæki hafa verið í húsinu í áraraðir, til dæmis útilíf sem hefur verið þar hátt í 30 ár og sé þeirra langbesta verslun fyrr og síðar.“ en hvernig byrjaði þetta allt?

Ævar Karlsson framkvæmdastjóri.

„Silli og Valdi voru driffjöðrin á bak við byggingu glæsibæjar. Fyrsta verslunin sem opnaði í húsinu var nýlendu- og matvöruverslun Silla og Valda. Á þeim tíma var sú verslun stærsta kjörbúð á norðurlöndum. þeir voru líka með glæsilega snyrtivöruverslun og sögðu blákalt að „vart mun sú vörutegund finnast í heimi hér þar sem lögð er jafn mikil rækt við að

þóknast viðskiptavininum.“ Hér var líka Hans petersen, sem auglýsti tilboð á filmum með flasskubbum, andersen & lauth fataverslun, Húsgagnaverslunin dúna, Heilsuræktin og læknastöðin sem flutti af klapparstígnum hingað inneftir og var á 2. hæðinni til 2008 þegar hún flutti í turninn. Svo var hér blómaverslunin rósin og í húsinu hefur alltaf verið starfrækt blómabúð. Hér var líka skóverslunin Skóhornið, bókabúð glæsibæjar og útvegsbankinn og í kjallaranum veitingastaðurinn útgarður og hársnyrtistofan Salon Veh.“

Hér er notaleg stemning, þetta er heimilisleg verslunarmiðstöð, enginn glymjandi og lýsingin er þægileg. Hér er mjög gott andrúmsloft og samstarf á milli þeirra einstaklinga sem eru með rekstur í húsinu er gott. það skilar sér alltaf. í rauninni er glæsibær í miðborg reykjavíkur í dag og á bara bjarta framtíð fyrir sér. þetta er hús í góðum rekstri, með gott fólk í stjórn. það er gott að vinna með þessu fólki í alla staði og andrúmsloftið jákvætt.

www.glaesibaer.is/

Samsetning fyrirtækja svipuð „það voru gerðar töluverðar breytingar á húsinu og þeim lauk 2002. þá var þriðja hæðin byggð ofan á húsið sem og viðbyggingarnar framan við það og glerhýsinu í miðjunni bætt við og eins vestan megin. þá var opnaður nýr inngangur inn í 10/11 sem snýr að Álfheimum og einnig opnað út úr því rými sem er Saffran í dag. þótt fyrirtæki hafi komið og farið, er samsetning fyrirtækjanna mjög svipuð. þetta hefur alltaf verið dálítil kvennamiðstöð. Hér hafa ekki verið herraverslanir fyrr en núna með versluninni tactical sem selur skotveiðivörur og leikföng. Samsetningin á verslunum er mjög fjölbreytt í dag. Hér eru fataverslanir, barnafataverslun, barnafylgihlutaverslun, blómabúð og skrautmunir, skatgripir og úr, hárgreiðslustofa, apótek, gjafavara, sportverslun, útivistarverslun, tískuvöruverslun, bakarí og verslun með fæðubótarefni. Stærsta breytingin má kannski segja að sé sú að í húsinu er matarmenningin alltaf að aukast. ölver er auðvitað enn á sínum stað með bæði bar og grill. Síðan eru það Saffran og sushi-staðurinn tokyo, tveir gríðarlega vinsælir staðir. það er alltaf troðið út úr dyrum þar. enda bjóða báðir staðirnir upp á heilsusamlegan mat sem passar vel við glæsibæ. þessi verslunarmiðstöð hefur alltaf verið mjög heilsutengd og hér má finna bæði hefðbundnar og óhefðbundar lækningar. Starfsemi bakarísins hefur einnig breyst mikið. auk þess að vera almennt bakarí, er boðið upp á létta rétti, eins og smurt brauð og súpur.“

hentugar einingar Ástæðuna fyrir því hversu vel verslunar- og fyrirtækjarekstur hefur gengið í glæsibæ segir ævar að í húsinu séu hentugar einingar. „það er erfitt í dag að leigja stór bil; minni aðilar ráða við að vera sjálfir með rekstur í minni einingum. þetta er snyrtilegt og huggulegt hús og er með bæði útibílastæði sem og bílastæðahúsið.

Fallegir blómvendir á frábæru verði Öðruvísi skreytingar Gjafavörur og listmunir í stærra og betra húsnæði augl. stapaprent

texti: Súsanna Svavarsdóttir ljósmyndir: úr safni

Blómabúðin Dalía

Álfheimum 74 104 Reykjavík Símar: 568 9120 - 690 4985


38 HugVit Og Hönnun 1.tbl 2012

HugVit Og Hönnun 1.tbl 2012 39

Í Glæsibæ frá upphafi texti og ljósmynd: Súsanna Svavarsdóttir

Frábær verð

Full búð af nýjum vörum. Barnafataverslunin Róló Glæsibæ. Sími 8948060 • www.rolo.is • Facebook

Gleraugu frá kr. 11.124,Margskipt gleraugu frá kr. 22.124,Eyesland . Gleraugnaverslun . Glæsibæ, 5. hæð . www.eyesland.is

Í Heide má finna mikið úrval af skírnagjöfum, albúmum, baukum, krossum, litlum hjörtum, römmum og stálhnífapörum. Sævar og Nína segir skírnargjafir breytast lítið með árunum. „Þetta eru klassískir gripir. Það kemur alltaf eitthvað nýtt öðru hverju en það sýnir sig að klassísku gripirnir eru alltaf vinsælastir.“

Úra- og klukkuviðgerðir eru stór hluti starfseminnar

Við sjáumst í 10-11

„Slíkar viðgerðir aukast ár frá ári, segja Sævar og nína, og nú er álagið orðið svo mikið í úra- og klukkuviðgerðunum að við sjáum varla út úr augum, við erum jafnvel farin að biðja fólk um að koma með klukkur sínar til viðgerðar eftir áramótin. Síðan er verið að stækka og minnka hringa, gera við slitin armbönd og festar.“ þau Sævar og nína segja sölu á gulli hafa stórminnkað eftir að verð á gulli hækkaði. „Fyrir tíu árum kostaði únsan af gulli 280 dollara en í dag kostar hún um 1750 dollara svo verðið hefur rúmlega sex-faldast. í dag eru vinsælustu skartgripirnir úr silfri og stáli og við erum með mikið úrval af slíkum gripum.

Fáðu þér eitthvað fljótlegt og gott í matinn eða gríptu það helsta fyrir heimilið í næstu verslun 10-11.

Sjónin ekki metin til fjár texti: Vignir andri guðmundsson ljósmynd: gabriel rutenberg

„Ég vildi í raun setja hér upp mína draumaaugnlækningastöð með fullkomnustu tækjum sem í boði eru, þar sem ég gæti nýtt mína þekkingu til fulls. Við keyptum því tæki frá þýsku hágæðafyrirtæki sem heitir Schwind og setur það okkur í flokk með þeim allra fremstu í heiminum,”

Hins vegar hefur okkur tekist ágætlega að halda verðinu á skartgripum í lægri kantinum vegna þess að við flytjum inn alla okkar skartgripi sjálf.“ en það er fleira en úr og skart í boði í Heide. þar má finna mikið úrval af skírnagjöfum, albúmum, baukum, krossum, litlum hjörtum, römmum og stálhnífapörum. Sævar og nína segir skírnargjafir breytast lítið með árunum. „þetta eru klassískir gripir. það kemur alltaf eitthvað nýtt öðru hverju en það sýnir sig að klassísku gripirnir eru alltaf vinsælastir.“ Síðast en ekki síst býður svo verslunin upp á gullfallegar standklukkur frá kanada í þeim er þýskt verk og hafa þær verið mjög vinsælar. Veggklukkur frá sama fyrirtæki voru einnig í boði eru nú allar uppseldar og segja þau Sævar og nína að það gangi býsna hratt á standklukkurnar líka. www.heide.is

Ef einhver getur sýnt leikinn, þá gerum við það!

þ

að eru víst ekki allir sem myndu treysta sér í að beina lasergeislum í augu fólks með það að markmiði að laga sjón þess, en jóhannes kári kristinsson, hornhimnusérfræðingur, hefur gert það yfir sex þúsund sinnum og fjölgar aðgerðunum enn. Hann hefur nú stofnað nýja augnlækningastofu, augljós – laser augnlækningar, sem býr yfir einhverjum fullkomnasta tækjabúnaði sinnar tegundar sem gerir kleift að bæta öryggi og árangur augnaðgerða til muna. með tækjabúnaðinum getur jóhannes nú til dæmis í mörgum tilvikum unnið bug á aldursbundinni fjarsýni, sem hefur verið vandkvæðum undirorpið þar til nú.

texti: Sigrún pétursdóttir ljósmyndir: úr safni ölvers

í fremstu röð jóhannes hafði áður stofnað augnlæknastöð árið 2001, en langaði til að leggja meiri áherslu á laser- og hornhimnulækningar, enda er það undirsérgrein hans frá duke háskólanum í norður karólínu. „Ég vildi í raun setja hér upp mína draumaaugnlækningastöð með fullkomnustu tækjum sem í boði eru, þar sem ég gæti nýtt mína þekkingu til fulls. Við keyptum því tæki frá þýsku hágæðafyrirtæki sem heitir Schwind og setur það okkur í flokk með þeim allra fremstu í heiminum,” segir jóhannes. með tækjabúnaðinum getur jóhannes framkvæmt nýja tegund aðgerða sem kallast preSbymaX, sem með nýstárlegri tækni býr til nokkurs konar lespunkt á hornhimnuna sem hjálpar fólki með aldursbundna fjarsýni að losna við gleraugun. þessar aðgerðir segir jóhannes henta best fólki á aldrinum 45-60, en tekur þó fram að ekki allir geti farið í aðgerðina. úr því fæst hinsvegar skorið með einfaldri forskoðun. jóhannes leggur þó áherslu á að tækjakosturinn einn og sér tryggi ekki góðan árangur frekar en dýrar og vandaðar golfkylfur geri mann að úrvalsgolfara. „í þessu fyrirtæki liggur gríðarleg reynsla og höfum við framkvæmt yfir 6000 aðgerðir með góðum árangri,” segir jóhannes.

e

in af elstu verslununum í glæsibæ eru úra- og skartgripaverslunin Heide stofnuð af paul e. Heide sem fluttist til íslands frá kaupmannahöfn 1947. Hann vann fyrst eftir komuna til landsins á úrsmíðaverkstæði keflavíkurflugvallar og síðar víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu, var meðal annars með ulrich Falkner í miðborginni um tíma. Árið 1972 flutti hann verkstæði sitt og verslun í glæsibæ sem var fyrsta stóra verslunarmiðstöð landsins. úra- og skartgripaverslun Heide hefur verið í eigu sömu fjölskyldu allt frá upphafi. alla tíð hefur verið lögð áhersla á persónulega þjónustu og ríkulegt vöruúrval. þar má finna eitt mesta úrval landsins af úrum og skartgripum, auk þess sem verslunin sinnir öllum úra-, klukku- og skartgripaviðgerðum. í dag er Heide rekin af Sævari kristmundssyni og nínu Heide, dóttur pauls. í versluninni eru eingöngu úr frá Sviss og japan og skargripirnir koma frá ítalíu, þýskalandi og bandaríkjunum. auk þess láta Sævar og nína hanna og smíða íslenska skartgripi, úr silfri og gulli, fyrir verslunina.

Jóhannes Kári Kristinsson, hornhimnusérfræðingur.

losnað við hækjuna einhverjir gætu haldið að slíkar aðgerðir séu óþarfar á meðan aðrir reikna ágóðann af slíkum aðgerðum út frá fjárhagslegum sjónarmiðum. jóhannes segist sjálfur hugsa málið öðruvísi, enda var hann sjálfur með nærsýni upp á mínus 7,5 áður en hann sjálfur fór í laseraðgerð fyrir 9 árum síðan. „tilfinningin við að opna augun í fyrsta sinn og þurfa ekki hjálpartæki til að sjá í kring um mig og sinna mínum daglegu störfum var ólýsanleg. gleraugu hafa auðvitað verið til í hundruðir ára og hjálpað fólki gríðarlega, en þarna er auðvitað um ákveðna hækju að ræða. Sú tilfinning að losna við þessa hækju, frá mínum bæjardyrum séð, verður ekki metin til fjár,” segir jóhannes. Á heimasíðu augljóss má nálgast yfirgripsmikið fræðsluefni um sjón og augnlækningar, meðal annars myndbandsfærslur þar sem jóhannes fer yfir ýmislegt sem tengist augum og sjón.

www.augljos.is

Bjórlíki er blandaður áfengur drykkur sem var vinsæll um stutt skeið á Íslandi á níunda áratug 20. aldar þegar ekki mátti selja þar bjór en kráarmenning var að ryðja sér til rúms að erlendri fyrirmynd. Barþjónar tóku upp á því að blanda kláravíni, vodka og viskýi í léttöl og gera þannig drykk sem var um 5% að styrkleika og minnti á bjór. Barþjónar Ölvers voru að sjálfsögðu með uppskriftina á hreinu, notuðu 12 ára gamalt Glenfiddich viskí í bland við vodkann og kláravínið og betrumbættu svo veigarnar með dash af maltöli!

ö

lver í glæsibæ var fyrst opnaður í kringum 1970, þá sem veislueldhús, kaffi og konditorí - eða veitingahúsið í glæsibæ. nú elsta krá landsins, opnuð þann 16.júní 1984 af Halldóri júlíussyni og Sigurði Sigurðssyni er í dag kölluð Sportbarinn ölver. “Staðurinn var opnaður þegar bjórlíkisæðið stóð sem hæst og er, eftir að gaukur á Stöng lagði upp laupana, elsta krá landsins” segir framkvæmdastjórinn magnús Halldórsson. ölver er þekktur og vinsæll sem karaokestaður frá árinu 1991 og nýtur jafnframt aukinna vinsælda sem sportbar en boðið er upp á

hægt er að sýna allt að 21 mismunandi dagskrá í einu. eigendur hafa látið hafa eftir sér að „ef einhver hérlendis getur sýnt leikinn, þá gerum við það.“

wembley Á Wembley eru tveir salir. aðalsalurinn tekur um 130 manns og inn af honum er minni salur, heppilegur fyrir minni samkomur eða fundi, en hann tekur um 40 manns. Wembley er opnað alla virka daga klukkan níu á morgnana, er opið til klukkan eitt í miðri viku og til klukkan þrjú um helgar. þá er grillið opið í hádeginu og á kvöldin frá kl. 18-21 og lengur þegar leikir eru í gangi.

ölver Salurinn í ölver tekur yfir 200 manns, opinn öll föstudags- og laugardagskvöld frá klukkan átta til þrjú að næturlagi og þá ræður karaoke ríkjum. betur þekktur sem karaokestaður íslands, enda er lagavalið upp á um 7000 lög og vex stöðugt. karaokeunnendur geta einnig komist í míkrafóninn í miðri viku ef pantað er Símon Sigurjónsson, frægasti Fyrstu þrjá dagana eftir að bjórinn var leyfðu naut barþjónn Íslands dælir fyrsta írska hljómsveitin Dubliners góðs af. Magnús Halldórs- fyrirfram. eins er salurinn opinn þegar verið er son framkvæmdastjóri fyrir miðið, í góðum félagsskap. bjórnum þann 1.mars 1989. að sýna beint frá stórleikjum. að auki er rúm mikinn fjölda breiðtjalda og flatskjáa þar sem hægt er að fylgjast fyrir allt að 140 manna árshátíðir og mannfagnaði og nokkuð er um með íþróttaviðburðum frá ýmsum sjónarhornum. einnig hafa þar að salurinn sé leigður fyrir fundi og ráðstefnur á virkum dögum. verið haldnar árshátíðir og mannfagnaðir af öllu tagi auk þess sem Á báðum stöðunum eru svo tilboð í gangi, þegar beinar útsendingar fundir og ráðstefnur eiga á ölveri vísan stað á virkum dögum. eru í gangi. Hægt er að fá frekari upplýsingar um leigu salanna Fjölbreytt starfsemi ölvers býður upp á að kalla sali staðarins með því að senda fyrirspurn á sportbarinn@sportbarinn.is, eða mismunandi nöfnum. Wembley, sportbar og grill og ölver, sporthringja í okkur í síma 533 6220 á milli klukkan níu og eitt á daginn. bar og karaoke bjóða samtals upp á 5 breiðtjöld og 21 sjónvarp og www.sportbarinn.is


Heilsida Omron rautt.pdf

40 HugVit Og Hönnun 1.tbl 2012

1

8/11/12

10:46 AM

Blóðþrýstingsmælar

í heilandi höndum C

M

texti: Súsanna Svavarsdóttir ljósmynd: gabriel rutenberg

sem leiddi mig inn á þessa braut. Síðan leiddi eitt af öðru og núna hef ég unnið sem hómópati í rúman áratug.”

hlustaði á sína innri rödd „Fólk ber fyrst og síðast ábyrgð á eigin heilsu. Það þarf að finna orsökina á bak við hlutina og ef það tekst er eftirleikurinn auðveldari. Það er fleira í boði en að taka lyf en fólk þarf stuðning til þess að breyta lífsstíl sínum, það þyrfti helst að vera í stuðningshópi.“

H

eilsuhöndin var stofnuð árið 2008 af jónu Ágústu ragnheiðardóttur hómópata. nýlega flutti fyrirtækið á 2. hæð í austurbygginu glæsibæjar. Heilsuhöndin er heilsumiðstöð þar sem starfa, auk jónu Ágústu, guðrún einarsdóttir sálfræðingur og kristín Hulda óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur og bowentæknir. Heilsuhöndin býður upp á fjölbreytta meðferðarþjónustu, meðal annars hómópatíu, heilsumælingar, bowen, dáleiðslu, ljósmeðferð, svæðameðferð og sálfræðiviðtöl. jóna Ágústa hafði starfað við eitt og annað og komið tveimur börnum til manns þegar hún ákvað að söðla um og drífa sig í hómópatíunám í london. þegar hún er spurði hvað hafi leitt hana á þessa slóð segir hún að heilsan hafi alltaf verið sitt hjartans mál. “Ég hafði unnið að heilsumálum á einn eða annan hátt lungan úr starfsævinni, en upphaflega var það rafsegulsóþol

jóna Ágústa sér svo sannarlega ekki eftir að hafa skipt um starfsvettvang og segir að núna eigi heilsufrelsið hug sinn allan, ásamt réttindamálum skráðra græðara. “Fólk ber fyrst og síðast ábyrgð á eigin heilsu,” segir hún. Sjálf hefur hún ekki farið varhluta af heilsubresti. Fyrir rúmum tveimur árum fékk hún skjaldkirtilssjúkdóm og var ráðlagt að taka lyf en ákvað að hlusta á innri rödd og fór sínar eigin leiðir. Hún beitti eigin aðferðum á sjálfa sig og náði að snúa heilsunni sér í vil án lyfja. “það þarf að finna orsökina á bak við hlutina og ef það tekst er eftirleikurinn auðveldari. það eru fleiri leiðir í heilsumálum en bara að taka lyf en fólk þarf stuðning til þess að breyta lífsstíl sínum, það þyrfti helst að fara í stuðningshóp.”

mjúka meðferðin þegar jóna Ágústa og kristín eru spurðar hvað bowen sé, segir kristín: “bowen er mjúk meðferð sem gefin er með því að rúlla yfir vöðva, sinar og aðra mjúka vefi. bowentæknir notar handahreyfingar á ákveðin svæði og beitir á þau mildum þrýstingi til að koma hreyfingu á vefina. Hreyfingarnar grípa inn í boð heilans út til líkamans, sem fer svo í að endurskoða og hlaða inn ný boð og leiðrétta. þetta er heildræn og heilandi meðferð sem verkar á allan líkamann. meðhöndlunina má undantekningalítið gefa í gegnum léttan klæðnað og hún veldur ekki skaða á neinn hátt. bowen er meðferðarform þar sem einkenni líkamans eru meðhöndluð en ekki sjúkdómar. bowen jafnar orkuna um líkamann, stuðlar

að verkjalosun og gefur góða og djúpa slökun. ennfremur hefur það mjög örvandi og góð áhrif á sogæðakerfið. þessi tækni er til dæmis notuð eftir slys og áverka og getur flýtt fyrir því að líkaminn komist í jafnvægi og betra ástand. eins hefur bowen hjálpað til gegn astma, síþreytu, gigt, vöðvabólgu, frosnum öxlum, tennisolnboga, undirmigu barna og síðast en ekki síst ungbarnakveisu. Oftast dugar að taka barnið einu sinni í meðhöndlun sem tekur innan við 5 mínútur. það er mælt er með að taka þrjár meðferðir í byrjun með fimm til tíu daga millibili.”

dáleiðsla nýtur vaxandi vinsælda Hvað dáleiðsluna varðar, segir jóna Ágústa hana veita slökun, aukið sjálfstraust, efla sjálfsöryggi, fjarlægja neikvæðar venjur til dæmis allar tegundir fíkna, fóbíur, auk þess að styðja við endurupplifun minninga, svo fátt eitt sé nefnt. “í meðferðinni er dáleiðsluþeginn meðvitaður allan tíman um það sem fer fram og hvorki segir né gerir eitthvað sem hann kýs ekki sjálfur. dáleiðsluþeganum er komið í ástand djúprar slökunar þar sem unnið er með undirmeðvitundina.

heilsumæling og hómópatía jóna Ágústa notar tæki sem les orkuástand líkamans og gefur vísbendingar um ójafnvægi sem það getur svo einnig leiðrétt. Hómópatía öðru nafni smáskammtalækningar, er ævagömul aðferð sem byggir á því að líkt lækni líkt. tekið er ítarlegt viðtal um heilsufar manneskjunnar og í kjölfarið valdar remedíur sem styðja líkamann til að leiðrétta hlutina. “eins og þú heyrir eru allar þessar aðferðir að vinna að því sama, að leiðrétta hlutina”.

Streitan að sliga marga “þegar streitan hefur náð yfirhöndinni er sjúkdóma að vænta og ljósmeðferðin hefur gagnast vel við að draga úr streitu því hún vindur ofan af líkamanum og kemur honum í ástand sem má kalla eðlilegt. þá er hægt að fara að byggja upp að nýju.” Svæðameðferðin er einnig ákaflega streitulosandi og örvar líkamann til þess að leiðrétta hlutina.

Y

CM

MY

CY

G

CMY

www.heilsuhondin.is

i

t

r

ð

K

Þegar heilsan er annars vegar þá skipta gæði tækisins mestu máli.

lífrænar heilsuvörur Heilshöndin er með hómópatíu-netþjónustu í boði fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. “Fólk annaðhvort hringir til okkar eða sendir tölvupóst og fær heimsendar remedíur með leiðbeiningum”. þá sendum við heilsuvörurnar okkar einnig í pósti til þeirra sem þess óska, hvert á land sem er. Við erum eingöngu með lífrænar og góðar heilsuvörur t.d. linol olíu sem er lífsnauðsynleg því líkaminn býr hana ekki til sjálfur. Cla innihald hennar er 78% en það efni auðveldar niðurbrot fitu og eykur orku. Olían jafnar blóðsykur og hefur góð áhrif á húðina; lífræna ristilþrennu sem hreinsar ristilinn og byggir hann upp með lífrænum jurtum; Húðlausn sem eru þrjár tegundir af lífrænum íslenskum kremum fyrir alls kyns húðvandamál; ilmolíur gegn eyrnabólgu, vöðvabólgu, liðverkjum og sveppasýkingu í holdi t.d. í leggöngum, nöglum og húð. jóna Ágústa er bjartsýn fyrir hönd heildrænna meðferða á íslandi og segir að endingu: “öfugt við það sem almennt er álitið, þá hafa læknar verið mjög jákvæðir gagnvart hómópatíu vegna þess að hún getur unnið með hefðbundnum lækningum.”

i tt h m e s f ö j

in e b r

ja h í

ta s ta

Omron blóðþrýstingsmælar fá hæstu einkunn í klínískum rannsóknum og eru viðkenndir af ESH, BHS og WHO. Omron blóðþrýstingsmælar fást í flestum apótekum.

Omron M6 Comfort

Omron M2

www.hbv.is


42 HugVit Og Hönnun 1.tbl 2012

hugað að mikilvægasta skilingarvitinu texti: Vignir andri guðmundsson ljósmyndir: úr safni

þ

eir sem þjást af náttblindu hugsa vafalaust með miklum kvíða til skammdegisins sem er nú að skella á, en hægt er að koma í veg fyrir þær áhyggju því nú er hægt að nálgast fæðubótarefni fyrir augun sem hafa sýnt undraverðan árangur við náttblindu sem og þurrki, þreytu og ertingu í augum. efnið kallast bellavista og inniheldur blöndu af náttúrulegum efnum sem öll stuðla að bættri sjón, að sögn þuríðar Ottesen, framkvæmdastjóri heilsufyrirtækisins gengur vel. eitt af virku efnunum í bellavista er bláberjakjarni, sem hefur lengi þótt hafa góð áhrif á sjón. þannig hefur til dæmist heyrst af því að orrustuflugmenn forðum daga hafi gleypt í sig bláber fyrir flugferðir í myrkri. þuríður bendir á að gagnsemi bláberjanna hafi síðan verið sannreynd af vísindamönnum, en bláberin hjálpa við endurnýjun efnis í augunum sem heitir ródopsín sem gerir okkur kleift að sjá þar sem ljós er lítið. bellavista inniheldur einnig klæðisblóma, eða lútein, sem nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á, að gegni mikilvægu hlutverki þegar kemur að sjóninni. þannig segir þuríður að efnið dragi verulega úr sjónskerðingu sem oft fylgir hækkandi aldri og verndi í raun augun fyrir skemmdum sem svokölluð sindurefni geta valdið. þó við hér á íslandi þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur af of miklu sólarljósi yfir vetrarmánuðina þá má einnig geta þess að lútín virkar sem eins konar sólarvörn fyrir augun og kemur í veg fyrir hrönun sjónubotna vegna of mikils sólarljóss. í bellavista eru einnig efni unnin úr bókhveiti og gulrótum auk fjölda vítamína og steinefna sem öll hafa góð áhrif fyrir sjónina. Selen, C- og e-Vítamín eru þannig í ríku magni í bellavista, en öll eru þau andoxunarefni og hjálpa til við að viðhada heilbrigðri starfsemi líkamans með því að fanga sindurefni, sem ekki síst er þörf á í augunum.

þuríður segir því að bellavista sé gríðarlega mikilvægt fæðubótarefni fyrir eitt mikilvægasta skilningarvitið - sjónina. „Við skynjum veröldina að stórum hluta með sjóninni og því mikilvægt að gæta vel að henni. bæði tekur sjónin breytingum með aldrinum og svo geta umhverfisáhrif haft mikil áhrif á sjónina, til dæmis of mikið sólarljós og þurrt loft, en með réttu efnunum er hægt að sporna við þessum breytingum, “ segir þuríður. bellavista fæst í öllum helstu apótekum, heilsubúðum og í heilsuhillum stórmarkaða. www.gengurvel.is

urtasmiðjan, andblær íslenskrar náttúru texti: Sigrún pétursdóttir ljósmynd: úr safni

í

slenskar villtar jurtir vaxa í sínu náttúrulega umhverfi, í hreinu loftslagi og ómenguðum jarðvegi. þær eru því sérlega kraftmiklar og hafa sérstöðu hvað varðar gæði og virk efni. undir grösugum heiðum í austanverðum eyjafirði hefur verið starfrækt í tuttugu ár fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir hágæða lífrænar snyrtivörur úr íslenskum jurtum og lífrænt vottuðum hráefnum.öll þróun og framleiðsla fer fram frá grunni í urtasmiðjunni.

í urtasmiðjunni á Svalbarðsströnd við eyjafjörð hafa eigendurnir, gígja og fjölskylda hennar sérhæft sig í að framleiða krem, áburði og olíur úr heilsujurtum, sem þekktar eru fyrir áhrifamátt sinn gegn margskonar húðvandamálum. jurtirnar eru handtíndar þegar þær opna sig á móti sól, þá er virkni þeirra og kraftur hvað mestur og er sérhver jurt meðhöndluð af alúð og nákvæmni til að eiginleikar hennar komi að sem mestu gagni. Ásamt jurtunum er allt hráefnið í framleiðslunni lífrænt vottað s.s. vítamínauðugar omega3 og 6 olíur, býflugnavax, rotvörn og þráavörn, engin kemísk ilm- eða litarefni eru notuð í framleiðsluna. lífræn vottun er eftirsóttur gæðastimpill sem sannar að varan sé hrein lífræn náttúruvara án allra kemískra efna. meðal vinsælustu framleiðslutegunda urtasmiðjunnar má nefna Fjallagrasa- andlitskrem, handkrem, fótaáburð, græðandi smyrsli-brunaáburð, nuddolíur, vöðva og gigtarolíur. Vörurnar eru fáanlegar í helstu náttúruvöruverslunum og á netverslun urtasmiðjunnar www. urtasmidjan.is náttúruleg húðvernd og heilbrigð húð er það sem urtasmiðjunnar hefur haft að leiðarljósi við þróun og framleiðslu vörunnar. megi viðskiptavinir hennar njóta vel og lengi.

www.urtasmidjan.is


44 HUGVIT OG HÖNNUN 1.TBL 2012

HUGVIT OG HÖNNUN 1.TBL 2012 45

Allt veltur á góðri hugmynd Arkitektastofan Batteríið sneri vörn í sókn þegar kreppan skall á og sigraði á dögunum tvo norræna risa í samkeppni um hverfiskjarna í Bergen.

Texti: Súsanna Svavarsdóttir Ljósmyndir: Sigurður Einarsson

S

trax eftir hrun settum við fram þessa spurningu: Annað hvort verðum við að gera það sem við erum vön að gera einhvers staðar annars staðar, eða við verðum að gera eitthvað annað en við erum vön að gera. Við getum ekki verið í bygginga- og skipulagshönnun á Íslandi vegna þess að hér er enginn markaður fyrir það. Við verðum að baka flatkökur eða flaka fisk í staðinn fyrir að hanna byggingar, segir Sigurður Einarson arkitekt hjá Batteríinu, þegar hann er spurður hvernig hann og félagar hans hafi farið að þvi að stýra fyrirtæki sínu til sigurs á krepputímum. „Niðurstaðan varð sú að við myndum sækja út, halda áfram að gera það sem við erum vön að gera annars staðar. Við höfðum talsverða“ cross-border“ reynslu. Við höfðum unnið í Montreal í Kanada, með Henning Larsen í Hörpunni og með aðilum í Noregi. Við þekktum því hvernig menn unnu, reynslan var til staðar í fyrirtækinu til að gera þetta. Þá var fyrsta spurningin: Hvert eigum við að fara. Norðmenn eru reiðir út í okkur, Svíar eru reiðir út í okkur, Danir þola

okkur ekki – og við skulum bara ekki tala um Bretland og Icesave... Það var alls staðar sviðin jörð eftir útrásarvíkingana.“ Það er greinilegt að Sigurður lítur á sókn sem bestu vörnina vegna þess að í dag er Batteríið líklega stærsta arkitektastofan á Íslandi og hefur tekist það með mjög markvissri útrás og markvissri markaðsöflun í Kanada og síðan í Noregi.

Velkomnir í Kanada Í október nóvember 2008 þegar allt hrundi, hafði Batteríð veður af arkitektastofu í Kanada sem vantaði arkitekta. „Við fengum Atla Ásmundsson ræðismann Íslands í Winnipeg í Kanada á fund með okkur. Hann sagði okkur frá aðstæðum í Manitoba en við spurðum hvort Kanadamenn væru ekki brjálaðir út í okkur eins og allir aðrir. Hann sagði það af og frá, Kanadamenn bæru Íslendinga á höndum sér. „Mér fannst ég kominn til himnaríkis – á launum. Ég get lofað ykkur því að það verður ekki litið niður á ykkur,“ sagði hann. Fyrir orð og með hjálp Atla byrjuðum við að vinna í Manitoba. Hann reyndist

sannspár. Við þreifuðum á fjölmörgum stofum og fundum eina sem vildi vinna með okkur – og smullum algerlega saman. Við sóttum fyrst um og fengum verkefni í Gimli sem enn er ekki komið á framkvæmdastig en síðan gríðarlega stórt verkefni við Manitobaháskóla í Winnipeg sem er núna í útboðsferli. Þetta er risastór íþróttamiðstöð, eða það sem þeir kalla „Active Living Centre,“ með líkamsræktarstöðvum, ólympískri hlaupabraut og öllum tegundum af sölum fyrir boltakeppni.“ Þótt vel hafi gengið að afla verkefna í Kanada, komust forsvarsmenn Batterísins að því á þessum tíma að mun auðveldara er að vinna á Noregs/Svíþjóðar markaðnum en á Kanadamarkaði.

Brjálað að gera í Noregi „Í Kanda lendum við í eilífu basli með atvinnuleyfi,“ segir Sigurður. „Í tengslum við verkefni þar, höfum við stöðugt fært okkur meira yfir í að nota netið, vinnum í gegnum internet samskipti og höldum skypefundi. Á sama tíma byrjuðum við að þreifa á teiknistofum í Noregi. Þar var svo brjálað að gera að þeir óskuðu eftir aðstoð við hin

og þessi verkefni. Í dag erum við í samstarfi við eina stærstu teiknistofu í Noregi, auk tveggja annarra. Auk þess erum við farnir að vinna beint fyrir verktaka í Noregi. Fyrsta verkefnið var alútboðs-samkeppni á íbúðablokkum fyrir þennan verktaka sem við unnum og síðan höfum haldið áfram að teikna fyrir hann. Við höfum líka verið að vinna með teiknistofum í Bergen. Þar unnum við samkeppni strax eftir hrun og vorum hálfnaðir með að klára hönnunina þegar skipt var um sveitarstjórn þar, sem hætti við allt saman. Þetta gerist alveg eins í Noregi og á Íslandi.“ Þótt vissulega sé fúlt að láta fleygja verkefnum út af borðinu, hefur Sigurður og hans fólk ekki skap til að setjast niður volandi með hendur í skauti. Batteríð er núna að hanna þrjá leikskóla í Þrándheimi og hefur opnað útibú í Helsingborg í Svíþjóð. „Við erum að hefja samstarfsverkefni á Skáni vegna þess að sænski markaðurinn hefur sín sérkenni. Kanada vinnur á einn máta, Noregur á annan máta og Svíþjóð á þriðja mátann og Svíar vilja að fyrirtækið hafi sænska kennitölu.“ En hvað með Danmörku? Þegar Sigurður er spurður hvers vegna fyrirtækið hafi ekki haslað sér völl þar, segir hann: „Ég lærði í Danmörku og við þekkjum mjög vel danska markaðinn. Þar eru slíkir hákarlar, sem reyna allt hvað þeir geta til að ryksuga upp Noreg og Svíþjóð, að við ákváðum að fara ekki inn á þann markað.“

Davíð fellir Golíat Engu að síður hefur Batteríinu núna tekist að fella einn stærsta danska risann, BIG, í samkepppni í Noregi, auk þess að leggja

einnig Snøhetta, þekktustu arkitektastofu í Noregi í dag sem hannaði Óperuhúsið í Osló, að velli. Það má því segja að Davíð hafi enn einu sinni sigrað Golíat. Fyrir fáeinum dögum var opinberuð niðurstaða úr sameppni um hönnun hverfismiðju í úthverfi Bergen. Þar er áætlun um að hafa sjálfbæran kjarna með blandaðri byggð, það er að segja íbúðir, þjónustu og atvinnustarfsemi, 140.000 fermetrar. „Við vorum í samstarfi við Link Arkitektur í Noregi,“ segir Sigurður. „Samkeppnin var um skipulagsverkefni og ef við hönnum byggingarnar í kjölfarið, þá er þetta með stærstu verkefnum sem við höfum fengið. Álverið í Reyðarfirði og Harpa hafa hingað til verið stærstu verkefnin okkar. Þegar maður byrjar að keppa við þessi nöfn, sem eru með gífurlega samkeppnisreynslu, með mikla reynslubolta í samkeppnisteymi sínu – og vinninga í röðum, þá fallast manni næstum hendur. En svo segir maður bara: Þetta snýst allt um góða hugmynd og við duttum niður á réttu hugmyndina og góða útfærslu.“

Sóknarfæri á krepputímum Við höfum alla tíð verið mjög tæknivædd. Allt sem við höfum gert frá 1990 hefur verið tölvuvætt og við höfum lagt okkur fram við að tileinka okkur nýja tölvutækni.“Auk þess að fara í markaðsöflun erlendis notuðu starfsmenn Battarísins tímann eftir hrun til að byggja upp mjög góða BIM-kunnáttu (Building Information Modelling) í fyrirtækinu og vinna öll sín verkefni í slíku þrívíddarupplýsingalíkani í dag. „Samtímis því höfum

við verið að byggja upp gæðakerfi í fyrirtækinu,“ segir Sigurður. „Stór hluti af okkar verkefnaöflun er að taka þátt í forvölum og þar skiptir máli að fyrirtæki sé með vottað gæðakerfi. Við fengum vottun á okkar kerfi í fyrra. Við höfum því verið með það í ár. Í beinu framhaldi erum við nú að fá umhverfisvottun og erum að einbeita okkur meira að umhverfismálum. Sem liður í því var mér boðið að vera með í verkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, undir lógóinu Nordic Built og var í því að móta þann sáttmála, bæði á upphafsfundi og í ritnefnd landanna sem þróuðu sáttmálann.“ Sigurður er einn af sendiherrum verkefnisins á Íslandi, en verkefninu er ætlað að stuðla að því að sem flestir byggingaraðilar, verktakar og sveitarfélög vinni eftir þessum sáttmála. Liður í því er að Batteríið vinni mjög meðvitað með umhverfismál í allri hönnuninni. Þrátt fyrir allt hefur þessi krepputími verið áhugaverður og spennandi að mati Sigurðar. „Launakjörin hafa verið bág. Við eyddum upp öllu eigin fé í markaðssetningu árið 2009 – en teljum okkur komin fyrir horn í dag. Við brenndum upp allt sem við áttum til að geta söðlað um og í dag eru verkefni erlendis um áttatíuogfimm prósent af okkar veltu. Sumarið 2008 vorum við með 35 manns í vinnu, fórum alveg niður í átta þegar fæst var 2009. Núna erum við með 25-30 manns í vinnu.

Síharðnandi kröfur „Fyrirtækið býr yfir mikilli breidd. Við hönnuðum Hörpuna sem er menningarbygging og við höfum líka teiknað iðnaðarbyggingar, til dæmis, Álverið á Reyðarfirði.

Við höfum lagt áherslu á sérþekkingu okkar á því sviði. Við höfum verið að sýna þessa breidd okkar í samstarfi Tark og Landslags undir dótturfyrirtækinu TBL Architects og höfum verið að vinna allt frá iðnaðarbyggingum til hátæknispítala, meðal annars í Bandaríkjunum, með góðum árangri. Í framhaldi af opinni samkeppni í Kaliforníu, þar sem við náðum inn í sextillagna úrtak af yfir hunrdað tillögum, var óskað eftir því að við tækjum þátt í forvali í Halifax á stórum hátæknisjúkrahúsi sem á að reisa þar. Við erum nýbúin að senda okkar gögn til Halifax. En Batteríið hefur sérstöðu á fleiri sviðum. Á 10. áratugnum vann stofan handbókina „Aðgengi fyrir alla,“ auk þess að vinna rannsóknarverkefni sem fékk heitið „Gjóla.“ Það verkefni gekk út á að rannsaka áhrif verðurfars á byggingar og skipulag á Íslandi. „Við komum okkur upp vindhermi sem við getum notað til að herma í líkönum áhrif og hegðun vinds í kringum byggingar. Þessa vindviftu höfum við notað í gerð okkar eigin bygginga, auk þess að gera skýrslur og úttektir fyrir aðra. Núna erum við að færa þetta inn í tölvuforrit,“ segir Sigurður. Öryggismál í byggingum eru nýjasta sérstaðan sem Batteríið er að tileinka sér. „Við erum að vinna mjög markvisst með öryggi, bæði við byggingu og rekstur þeirra bygginga sem við hönnum. Menn eru sífellt að gera ríkari kröfur til okkar hönnuða um að uppfylla ákveðin skilyrði um það sem er kallað „Health and Safety“ sem hluta af hönnuninni – og þá er bara að mæta þeim kröfum.

www.batteriid.is


texti: Súsanna Svavarsdóttir ljósmynd: úr safni

northern lights energy er ungt og framsækið fyrirtæki sem er að hasla sér völl á sviði orku og samgöngutækni. megináhersla er lögð á að fjárfesta í verkefnum sem hafa samfélagsleg áhrif og skipta máli í sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Verkefni þurfa hinsvegar að vera arðvænleg og hafa vaxtarmöguleika. Það er skýr stefna fyrirtækisins að stofna til eigin verkefna og er það rauði þráðurinn í verkefnavali. eitt helsta verkefni nle er rafbílavæðing íslands, sem er drifkrafturinn í framtíðarsýn eigenda fyrirtækisins. Heildstæð rafbílavæðing felur í sér fjölþættar lausnir á öllu sem varðar innleiðingu á notkun raforku fyrir samgöngur. til að koma slíku á þarf einn aðila sem sér um alla þætti slíkrar innleiðingar og hefur hagsmuni af öllum þáttum. nle skilgreinir eVen hf. eitt af dótturfyrirtækjum sínum sem slíkan aðila og hefur byggt sínar lausnir í samræmi við það. Framleiðsla og uppbygging rafpóstakerfis til sölu á rafmagni fyrir rafbíla, innflutningur og sala rafbíla, uppbygging þjónustu og eftirmarkaðar og endurvinnsla ásamt víðtæku samskiptakerfi fyrir notendur er hluti þessarar rafbílavæðingar. northern lights energy telur það skyldu sína að leggja sitt að mörkum í samfélaginu og sýna hug í verki. grunnhugsunin er að stofna til, koma að eða styrkja verkefni sem skipta máli í íslensku samfélagi. þetta er rauði þráðurinn í verkefnavali fyrirtækisins og leiðarljós við ákvarðanatöku. merki þess má glöggt sjá í samfélagsverkefnum á borð við þjóðarátaki um rafbílavæðingu íslands, Vox naturae og green iceland. Og rafbílavæðingin er ekki einhvern tímann á næstunni – heldu er hún nú þegar brostin á. nle flytur inn ýmsar tegundir rafbíla og eru sumir þeirra nú þegar komnir á markað og von er á fleiri tegundum á næsta ári.

TM býður nú fyrst tryggingafélaga á Íslandi, viðskiptavinum sem eiga vistvæna bíla, betri kjör á ökutækjatryggingum. TM styður við umhverfisvæna hugsun með því að bjóða nú hagstæðari kjör á tryggingum fyrir vistvænar bifreiðar. Þannig vill TM leggja sitt af mörkum til að fjölga vistvænum ökutækjum á Ísland. Hvað eru vistvænir bílar? Vistvænt ökutæki er fólksbifreið til einkanota sem er knúin áfram að hluta eða öllu leyti af umhverfisvænum orkugjöfum. Undir þá skilgreiningu falla fólksbílar sem nota eingöngu metan, bensín/metan, dísel/metan, bensín/ rafmagn eða rafmagn.

Ánægðustu viðskiptavinir tryggingafélaga Gott samband TM og viðskiptavina er byggt á trausti og öflugu samstarfi. Við vitum að góð ráðgjöf er forsenda fyrir réttri tryggingavernd og þekkjum mikilvægi þess að bregðast skjótt og rétt við ef til tjóns kemur. 1

>

Tvinnbílar Fólksbílar með tvískipta vél sem gengur fyrir bensíni/rafmagni.

>

Metan- og rafmagnsbílar Fólksbílar sem ganga fyrir metangasi eða rafmagni í venjulegum akstri.

>

Aðrir orkugjafar Tvíorkubílar sem nota til dæmis bensín/ metan eða bensín/etanól.

Tryggingamiðstöðin Síðumúla 24 Sími 515 2000 tm@tm.is afhverju.tm.is

1

1

1 1

2

1

1

1

1

2

1

1

99 00 01 02 03 04 05 06 07 08 09 10 11

Á síðustu 13 árum hefur TM 11 sinnum verið með ánægðustu viðskiptavini tryggingafélaga.

Á afhverju.tm.is getur þú séð fjölda umsagna viðskiptavina sem hafa lent í tjóni og notið þjónustu TM. Ef eitthvað kemur fyrir, þá viltu vera hjá TM.

• jl.is • Jónsson & Le’macks

Í FARARBRODDI RAFBÍLAVÆÐINGAR

Betri kjör á tryggingum fyrir vistvæna bíla

sÍa

46 HugVit Og Hönnun 1.tbl 2012


PIPAR\TBWA • SÍA • 121822

Jákvæðar fréttir fyrir barnafjölskyldur á Íslandi Tannlæknafélag Íslands fagnar því að Velferðarráðuneytið hafi ákveðið að nýta þær fjárheimildir sem hafa verið til staðar til að auka endurgreiðslu, þannig að nú lækkar hlutur barna yngri en 18 ára í tannlækningakostnaði. Undanfarinn áratug hefur endurgreiðslugjaldskrá ráðherra ekki fylgt verðlagi og löngu tímabært að úr verði bætt.

Tannlæknafélag Íslands vill vekja athygli á að tímabundin hækkun endurgreiðslu vegna almennra tannlækninga barna yngri en 18 ára gildir til áramóta. Það er von félagsins að sem flestar barnafjölskyldur njóti góðs af hækkuninni og því vill félagið minna á að tímar tannlækna eru fljótir að fyllast.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.