Land & saga - Heilsa, menntun og nýsköpun 1. tbl. 3. árg.

Page 1

Heilsa,menntunognýsköpun 2010, 1. tbl. 3. árg.


2 • Heilsa, menntun og nýsköpun

Frá útgefanda Það er ánægjulegt að sjá á þessum miklu óvissutímum að þjóðin situr ekki með hendur í skauti sér og lætur svartsýni og bölmóð ná yfirhöndinni. Þvert á móti virðist fólk nú sem aldrei fyrr hugsa um eigin heilsu og vellíðan, sem sýnir sér í hinum mikla fjölda möguleika sem fólki stendur til boða þegar kemur að því að rækta heilsuna. Sálina þarf líka að rækta og er engin skortur á úrræðum þar eins og lesa má í blaðinu. Hvort sem fólk kýs að sækja sér aukna menntun, hugleiða í jóga eða breyta um lífsstíl þá ættu úrræðin ekki að skorta. Þrátt fyrir að dugnaður og framtakssemi Íslendinga hafi beðið álitshnekki í íslensku útrásinni, eru þetta góðir kostir séu þeir notaðir til góðra og gagnlegra starfa. Stuðningur við nýsköpun er nú mikilvægari en nokkru sinni fyrr og má hér finna viðtöl og umræður sem varpa ljósi á það helsta sem er að gerast í þeim efnum um þessar mundir. Svo dæmi séu tekin má hér lesa um stórhuga sem hyggja á útflutning á vatni í tonnavís til mið-austurlanda, húsmóður sem fylgdi heilsuræktarfyrirtæki úr bílskúrnum í atvinnuhúsnæði, fyrirtæki sem hyggst nýta sérfræðiþekkingu einhverfra í atvinnulífinu og orkubændur

Menntun,námskeiðognýsköpun – 2010, 1. tbl. 2. árg.

Útgefandi: Land og Saga Interland ehf 110 Reykjavík Sími 534 1880 www.LandogSaga.is LandogSaga@LandogSaga.is Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Einar Þorsteinsson Einar@LandogSaga.is 822 0567

víðsvegar um land sem kennt hefur verið að beisla orku heima fyrir. Ljóst er að ný tegund fólks hefur tekið við keflinu og mun leiða þjóðina að bata. Það er sönn ánægja að kynna lesendur okkar fyrir hluta þeirra.

Einar Þorsteinn Þorsteinsson

Auglýsingastjóri: Elín Björg Ragnarsdóttir elin@landogsaga.is Sími: 892 9920

Blaðamenn: Vignir Andri Guðmundsson vignir@landogsaga.is 864 6959 Nanna Hlín Halldórsdóttir nannahlin@gmail.com

Geir A. Guðsteinsson geir@mar.is 898 5933 Forsíðumynd: Ingólfur Júlíusson

Umbrot: Ingólfur Júlíusson auglysingastofa@gmail.com 690 3411 Prentun: Landsprent. Dreifing: Með helgarútgáfu Morgunblaðsins, og um allt land.



4 • Heilsa, menntun og nýsköpun

Traustið byggt upp að nýju

-Þekkingarmiðlun með vinnustofur fyrir fyrirtæki um uppbyggingu trausts með gegnheilum vinnubrögðum. Nú í kjölfar bankahrunsins standa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir á tímamótum. Traust er af skornum skammti í samfélaginu, þörf er á endurskoðun í ljósi gerbreyttra aðstæðna og í ofanálag eru margir vinnustaðir í sárum eftir erfiðan niðurskurð og óvissu um framtíðina. Þekkingarmiðlun sérhæfir sig í námskeiðum til eflingar vinnustöðum og leggur núna áherslu á námskeið sem eru til þess fallin að efla aftur traust sem er forgangsatriði í því að fá hjólin í íslensku efnahagslífi til þess að snúast aftur af krafti. Með fjölda námskeiða, vinnustofa og fyrirlestra, fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki, leggur Þekkingarmiðlun sitt af mörkunum í þeirri ögrandi uppbyggingu sem íslenskt efnhagagslíf stendur frammi fyrir.

„Traustkrísa“ á Íslandi

Eyþór Eðvarðsson, stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, segir að nú ríki traustkrísa í landinu, allar mælingar sýni að stærstu fyrirtæki landsins og opinberi geirinn séu rúin trausti og skapi það mikið óvissuástand um það hvernig skuli halda áfram, „Stærsta ákorun vinnustaða í dag er því að byggja upp traust, en öll viðskipti og allur rekstur þrífst á trausti. Nú þurfa aðilar á atvinnumarkaði virkilega að líta sér nær og ákveða fyrir hvað þeir ætla að standa og hvernig þeir ætla að útfæra það í rekstri sínum.

Traustið skiptir máli

Fyrsta skrefið í uppbyggingu trausts er að átta sig á því að traustið skipti máli. Í orði er enginn á móti því að hafa traust og allir vilja auka það. En fyrirbærið traust er svipað og maturinn, ef nóg er af honum erum við ekki að velta honum fyrir okkur en ef við erum aftur á móti svöng þá skiptir maturinn öllu máli. Svangur maður gæti reynt að bjarga sér eins og sá sem er rúinn trausti með því að ljúga og fegra til að ná árangri. En oft þarf að horfast í augu við harðan veruleikann til að finna að án trausts eru samskipti og viðskipti mjög erfið. Annað skrefið er að ákveða heilindin sem þú vilt standa fyrir, eða sem vinnustaðurinn á að standa fyrir. Það gætu verið atriði eins og að vera traustur, heiðarlegur, gegnheill, ábyrgur, öruggur o.s.frv. Mikilvægt á því stigi er að sameiginlegur skilningur sé á því hvað verið er að tala um þegar við notum þessi stóru orð. Þetta er því gert með umræðum. Þriðja skrefið í uppbyggingu trausts er að koma heilindunum inn í vinnubrögðin. Þannig gæti t.d. gildið „heilindi“ birst í því að mistök eru viðurkennd, við útskýrum fyrir viðskiptavinum áhættu og tökum ábyrgð á að hann skilji málið, að gegnsæi sé í öllu vinnuferlinu o.s.frv. Fjórða skrefið er að sjá til þess að vinnubrögðin skili þeim árangri sem til er ætlast. Þannig eru fyrirbyggjandi aðgerðir t.d. að útskýra fyrir viðskiptavinum áhættu, hafa gegnsæi í öllu vinnuferlinu og ef upp koma mistök að þau séu viðurkennd af einlægni og ábyrgð. Um mikilvægi þess að útfæra gildi eins og fagmennsku þarf ekki að fara mörgum orðum.

Ótti og vantrú standa í vegi fyrir framþróun

Eyþór segir að stór hluti vandamálsins sé skortur á gegnsærri og opinskárri umræðu um þessi mál. „Til að efla traust þarf að rækta heiðarleika og hreinskilni, sem þjóðin er einmitt hvað mest að velta fyrir sér þessa dagana eins og kom fram á Þjóðfundinum á síðasta ári. Þessi umræða er viðkvæm því auðvelt er að missa hana út í sökudólgaleit. Því leggjum við áherslu á að bjóða uppá vinnustofur þar sem við stjórnum umræðum og setjum verkfæri í hendurnar á fólki til þess að gera þessi mál umræðuhæf. Það er áskorun að gera þetta á þessum tímapunkti því vinnustaðir þurfa nú að taka höndum saman og opna umræðuna á þessum einstaklega erfiðu tímum - fólk er jafnvel enn í áfalli yfir hvernig fór og óttast framtíðina. Það er því mjög krefjandi að fá fólk til þess að ræða hluti af hreinskilni, áræðni og hugrekki í þessu umhverfi. En það stendur í vegi fyrir framförum ef starfsfólk fyrirtækjanna okkar lifir í ótta og vantrú og leggjum við því mikla áherslu á að ráða þar bót á. Þó sníða þurfi hvert námskeið eftir þörfum vinnustaðar má segja að ferlið felist í því að gera upp fortíðina á hreinskilinn máta, skilgreina heilindi vinnustaðarins og festa þau í vinnuferla þar sem sérstaklega er hugað að þáttum sem eru traustvekjandi eins og gagnsæi, hreinskilni, gagnkvæmri umhyggju, leiðréttingu mistaka og fleiri slíkum.“ segir Eyþór.

Grunngildin skilgreind

Eyþór segir að öll lifum við eftir ákveðnum gildum sem stýra okkar daglegu aðgerðum og gildi það sama fyrir fyrirtæki og stofnanir. „Ef þessi gildi eru óljós getur það skilað sér meðal annars í ákvarðanatökufælni, vantrú, að fólk þori ekki að takast á við áskoranir og ósjálfstæða hugsun vegna óöryggis í starfi. Gildi eru öflug stýritæki sem hafa áhrif á rekstur fyrirtækja og því er nú mikilvægara en nokkru sinni fyrr að setjast niður og hugsa um hvaða gildi og heilindi fólk vill að einkenni sinn vinnustað. Hafa ber í huga að gildi verða aldrei hirt upp eftir hentugleika, við þurfum að heiðra „gildin“ og meðvitað lifa eftir þeim en aðeins þannig vekja þau upp traust. Gildi hafa ekki verið sérlega áberandi í umræðunni á Íslandi þar til nú, en rannsóknir hafa sýnt að langlíf og árangursrík fyrirtæki heims eiga það sameiginlegt að hafa einhvern kjarna og hugmyndafræði sem þau standa fyrir og víkja ekki frá,“ segir Eyþór.

Gildin útfærð

Íslendingar hafa lært af erfiðri reynslu og tæpast er nóg að velja sér háleit gildi ef ekki stendur vilji til að lifa eftir þeim. Þórhildur Þórhallsdóttir, þjálfari og ráðgjafi Þekkingarmiðlunar, segir að nauðsynlegt sé að velja sér gildi og heilindi sem standa eigi við og að þau séu útfærð í öllum aðgerðum og verkferlum fyrirtækisins. „Hvaða gildi sem fyrirtæki velja sér til að standa fyrir verður það að koma fram í öllu vinnuferli, samskiptum starfsmanna, þjónustu, ímynd og samskiptum við

Eyþór og Þórhildursegja að „traustkrísa“ ríki nú í landinuog þurfi fyrirtæki nú að vinna hörðum höndum við að byggja það upp að nýju. Mynd Ingó viðskiptavini. Þannig þýðir lítið að velja sér heiðarleika sem gildi og sýna svo sviksemi í öllum viðskiptum og ef til dæmis þjónustulipurð er valin sem gildi fyrirtækis verður það að skila sér meðal annars í símsvörun og því verður að skilgreina nákvæmlega hvernig starfsmenn þess fyrirtækis ætla sér að svara í símann. Þegar gildin og heilindin eru kristaltær og ófrávíkjanleg vita allir starfsmenn út á hvað reksturinn gengur og taka afleiðingum þess ef vikið er út frá gildunum. Allar ákvarðanir verða auðveldari, allt vinnuferli skilvirkara, starfsmenn ánægðari og viðskiptavinir öruggari. Þetta útfærum við allt í samráði við stjórnendur og starfsfólk,“ segir Þórhildur.

Gerbreytt starfsumhverfi

Hrunið hefur í mörgum tilfellum gerbreytt vinnustöðum og leggur Þekkingarmiðlun áherslu á að þjálfa vinnustaði í að takast á við nýjar aðstæður. „Þannig erum við búin að vera talsvert með vinnustofur fyrir fólkið sem vinnur í framlínunni og sem þarf nú gjarnan að takast á við erfiðar tilfinningar á borð við sorg, reiði,

pirring, grát og örvæntingu í samskiptum við viðskiptavini. Þetta er hlutverk sem hefur ekki borið mikið á í íslensku samfélagi þar til nú og höfum við því lagt áherslu á að taka sérstaklega á þessum aðstæðum, segir Þórhildur.

Mistökin gerð upp

Eyþór segir að mörg fyrirtæki og stofnanir standi nú frammi fyrir uppgjöri við fortíðina, en uppbygging geti ekki hafist fyrr en það verði gert. „Áður en hægt er að horfa til framtíðar, sérstaklega á tímum sem við lifum á núna, verður fólk að gera sér grein fyrir því að allt upphaf hefst á endalokum einhvers annars. Það verður að ljúka því gamla og gera það upp og liggur það fyrir mörgum vinnustöðum í dag. Ef þetta hagkerfi á að lifa er stóra spurningin sem stjórnendur þurfa að horfast í augu við: „hvernig sköpum við traust?“ Og hér þarf raunverulega að taka meðvitaða ákvörðun því ljóst er að traust verður ekki til af sjálfu sér. Það verður að teljast mjög ólíklegt að við komumst í gegn um þetta tímabil með því einungis að sjá til og bíða og vona.

Traust myndast ekki af sjálfu sér

Ef ekki er unnið að því að byggja upp traust mun þörfin fyrir eftirlit fara sívaxandi og allir verkferlar munu hægjast svo um munar, einfaldlega vegna þess að enginn treystir öðrum til að standa við gefin orð. Á árum áður var hægt að hefja efndir samninga um leið þeir voru handsalaðir, en eins og samfélagið okkar er orðið í dag er það ekki lengur hægt. Vantraust hefur hægt á öllu ferli og nú þarf að finna hugrekki til að taka á vandamálinu, finna það besta í okkur, láta það marka allar okkar gerðir og fá þannig hjólin til að snúast aftur. Það tekur ekki nema örskotstund að brjóta niður traust, en það tekur mun lengri tíma að byggja það upp aftur, en það er þó hægt. Einhverjum kann að þykja traust vera eitthvað sem maður annað hvort hefur eða ekki, en góðu fréttirnar eru að það er hægt að byggja það upp aftur, sýna hvað við höfum að geyma og bæta upp fyrir það sem við höfum gert rangt,“ segir Eyþór.


ALLTAF BETRAVERÐ FARTÖLVA

15,4”

LASERMÚS Ace Laser Gaming

Toshiba Satellite PRO L300D-233

2.1Ghz AMD Athlon X2 Mobile QL-64 örgjörvi • 2GB DDR2 800MHz minni • 250GB SATA harðdiskur • 8xDVD±RW Dual Layer og CD skrifari • 15.4" WideScreen WXGA skjár • ATI Radeon HD 3100 PCI-Express skjákort • Windows Vista Business ásamt XP Pro

99.990

720P

HARÐDISKHÝSING Sarotech Abigs 3.5 FHD354

LEIKJATÓL MSI SyrenePhone Gaming

VEFMYNDAVÉL Logitech WebCam C500

Sex hnappa laser leikjamús með 1600dpi upplausn.

Neodymium Magnet heyrnatól með Clear Voice hljóðnema fyrir leikina. Þægilegir eyrnapúðar ofl.

1.3MP vefmyndavél á skjái og fartölvur. Með innbyggðum hljóðnema og glerlinsu.

4.990

9.990

10.990

HDMI

CARD

MEDIASPILARI

USB FLAKKARI

United HD MMP 9530

SATA harðdiskhýsing í vönduðum ál kassa með USB 2.0 og öflugum afritunarhugbúnaði. Windows, Linux og Mac.

3.5" margmiðlunarspilari með HDMI, Optical og Composite tengi, innb. SD/MMC kortalesara USB Uplink ofl.

6.990

14.990

WD Elements 250GB

Utanáliggjandi 250GB 2.5 harðdiskur.

16.990

FARTÖLVUSTANDUR Logitech Alto Þráðlaust lyklaborð í fullri stærð með fartölvustandi, USB tengipunkti, margmiðlunartökkum og kaplastjórnun. Passar við flestar fartölvur.

16.990

BLEK, DUFT OG PAPPÍR

22”

RVAL MIKIÐ Ú

RÐ GOTT VE

LCD SKJÁR

22 Philips 220CW9FB

22” svartur LCD breiðtjaldsskjár með 1680x1050 dpi, 12000:1 í dynamic skerpu, 2ms og 16,7 milljón liti.

BLEKSPRAUTU PRENTARI Epson S21

LASER PRENTARI

A4 bleksprautuprentari með 5760 x 1440 punkta upplausn og USB. Prentar allt að 26 bls. á mín. Windows og Mac.

39.990

Samsung ML1640

Philips SPA2602

14.990

17.990

A4 laserprentari með 1200 x 600p upplausn og USB 2.0. Prentar 16 bls. á mínútu.

8.990

HÁTALARAKERFI Kraftmikið og nett 45w RMS hátalarakerfi með 5 hátölurum og bassaboxi með Analogue Bass Boost og Bass reflex.

tl.iS www.tolvulistinn.is

Reykjavík NóatúNi 17 S: 414 1700

akuReyRi StraNdgötu 9 S: 414 1730

egilsstaðiR MiðvaNgi 2-4 S: 414 1735

keflavík HafNargötu 90 S: 414 1740

selfoss auSturvegi 34 S: 414 1745

HafnaRfjöRðuR reykjavíkurvegi 66 S: 414 1750


6 • Heilsa, menntun og nýsköpun

-Dale Carnegie á Íslandi

Fyrirtæki þjálfuð til að takast á við breytt umhverfi Ókeypis kynningartími fyrir einstaklinga

Gerbreytt landslag blasir nú við fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi og þurfa mörg þeirra að gera róttækar breytingar á rekstri sínum. Dale Carnegie á Íslandi hefur mætt þessari þörf, en hjá þeim hefur verið um 30% aukning í námskeiðahaldi, þá sérstaklega í sérsniðnum lausnum fyrir fyrirtæki. Unnur Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Dale Carnegie, segir að í þessu árferði sé enn mikilvægara en áður að samskipti fyrirtækja séu traust og að þjónustufólk í framlínunni sé í stakk búið til að takast á við breyttar aðstæður. Því bjóði Dale Carnegie nú stjórnendum fyrirtækja að koma á vinnustofur fyrirtækisins til að kynnast aðferðafræði þeirra. Í kjölfarið er þeim svo boðið fjölbreytt úrval þjálfunar.

Meira haft fyrir árangri

Unnur segir algengt að fyrirtæki þurfi að hafa töluvert meira fyrir því að ná árangri í rekstri í dag og eigi það við á öllum sviðum innan fyrirtækisins. „Því er enn mikilvægara en áður að samskipti séu traust og að samvinna ríki á milli ólíkra deilda. Bakvinnsla vinnur til dæmis markvisst með framlínu og allir stefna að sameiginlegu markmiði. Fyrirtæki sem eiga afkomu sína undir því hvernig t tekst að afla tekna sem komu áður án mikillar fyrirhafnar leita nú til okkar í stórum stíl varðandi söluþjálfun. Sölustarfið hafði áður verið að þróast meira út í afgreiðslustarf en núna reynir á að sölufólk sé hæft í að fylgja söluferli sem hefur sýnt sig að eykur söluna umtalsvert. Í dag reynir meira á að þekkja viðkskiptavininn, þarfir hans og áskoranir og að geta boðið upp á lausn sem nær fram þeim markmiðum sem lagt var af stað með í upphafi,“ segir Unnur.

Reynir á stjórnendur

Nú reynir einnig meira á stjórnendur en áður og segir Unnur að

Unnur Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi. Myndir Ingó nú þurfi þeir að stíga upp í hvatningarhlutverkinu – sem leiðbeinandi þjálfarar með yfirsýn yfir ábyrgðarsvið sem hafi í mörgum tilfellum breyst umtalsvert. Stjórnendaþjálfunin Dale Carnegie byggir annars vegar á því að skerpa á hæfni sem annarsvegar lýtur að ferlum, t.d. þjálfunarferli, áætlanaferli, nýsköpunarferli, tímastjórnun, fundarstjórnun og fleira og hins vegar því sem snýr að fólki til dæmis hvatning, hversu vel við þekkjum fólkið okkar, hvernig við höfðum til þeirra, hversu vel við tökum á mistökum eða viðhorfi sem hefur neikvæð áhrif og fleira því tengt.

Verulegt tekjutap vegna bresta í samskiptum

Unnur segir að víða megi sjá dæmi þess að fyrirtæki verði af umtalsverðum tekjum vegna bresta í samskiptum og verkefnastjórnun. „Það er alls ekki óalgengt að sjá fyrirtæki tapa peningum vegna þess að stjórnendur og starfsfólk hefur ekki sjálfstraust eða kjark til að takast á við breyttar aðstæður, deila verkefnum, eiga hreinskiptin samskipti og að gefa fólki tækifæri

Það segir sig sjálft, að ef gera þarf breytingar í fyrirtæki, að stjórnandinn getur ekki gert þær upp á eigin spýtur. á að eiga hlutdeild í breytingum og verkefnum. Það segir sig sjálft, að ef gera þarf breytingar í fyrirtæki, að stjórnandinn getur ekki gert þær upp á eigin spýtur. Það reynir á að stjórnandinn geti skapað sýn sem fólkið skilur og getur sameigast um og að upplýsingum sé kom-

ið þannig á framfæri að fólk skilji hvers er ætlast til af hverjum og einum,“ segir Unnur.

Raunveruleg verkefni

Hagnaður sem fyrirtæki hafa af stjórnendanámskeiðum segir Unnur að sé margþættur. „Fólk hefur fyrst og fremst talað um að sækja námskeið sem nær yfir talsvert langt tímabil. Þá fái það tækifæri til að þjálfa með sér nýja hæfni á meðan á námskeiðinu stendur. Þannig höfum við meiri áhrif á hvort breytingin sem óskað var eftir næst fram eða ekki. Þannig mun til dæmis stjórnandi sem vill bæta sig í að takast á við neikvæðni á vinnustaðnum raunverulega æfa sig í því áður en námskeiðinu lýkur. Það má því segja að stjónandinn sé að koma sér upp safni af góðum venjum. Verkefnin á námskeiðinu eru tengd raunverulegum verkefnum sem eru upp á borðinu hjá stjórnendunum og eru þá skilyrði um mælanlegan árangur. Við erum alltaf að leitast eftir því að auka tekjur, lækka kostnað eða auka gæði,“ segir Unnur.

Dale Carnegie býður einnig upp á einstaklingsnámskeið og er nú einstaklingum boðið í ókeypis kynningartíma til að fá innsýn í hvaða árangri Dale Carnegie þjálfun getur skilað. Einstaklingsnámskeiðunum er skipt upp í fjóra aldurshópa - 1315 ára, 16-20 ára, 21-25 ára og svo eldri en 25. Markmið einstaklingsnámskeiðanna eru að efla sjálfstaust, bæta mannleg samskipti, efla tjáningarhæfni, læra að stýra eigin viðhorfi og stykja leiðtogahæfileikana. „Í upphafi námskeiðs setur hver þátttakandi sér markmið um hvaða árangri hann vill ná og vinnur að þeim yfir tímabilið. Markmiðin eru eins misjöfn og þau eru mörg. Sem dæmi má nefna: að sækja um vinnu, bæta við sig menntun, efla sig í líkamsrækt eða heilsurækt, láta meira til sin taka á vinnustaðnum, tjá sig á áhrifaríkari hátt, ná meiri árangri í eigin rekstri hvort sem það er að bæta við nýjum viðskiptavinum eða endursemja við birgja og svo mætti lengi telja. Þetta er því mjög fjölbreytt námskeið. Við fáum þverskurð af þjóðfélaginu saman á námskeið þar sem fólk með ólíkan bakgrunn, reynslu og menntun vinnur saman að ákveðnum markmiðum. Allir eiga það þó sameiginlegt að hafa áhuga og vilja til þess að efla sig og ná enn betri árangri á einhverju sviði,“ segir Unnur.

Hæfari atvinnuumsækjendur

Unnur segir að þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á Íslandi um árangur af Dale Carnegie þjálfuninni sýni fram á mælanlega aukningu á þeim sviðum sem markmið námskeiðsins ná yfir. „Það er líka gaman að segja frá því að vinnumiðlanir hafa haft á orði við okkur að margir þeirra umsækjenda sem hafa lokið þjálfun hjá okkur eru frambærilegri og áræðnari í framkomu en aðrir,“ segir Unnur að lokum.


VERTU ...

... ÖFLUGRI

SÆKTU F RAM Á N ÝJU Á RI SÆKTU FRAM NÝJU ÁRI SÆKTU F RAM Á N ÝJU Á RI SÆKTU FRAM Á NÝJU ÁRI NÝ ÞÞEKKING N Ý Ý SSÝN SSÝN ÝN NÝ TÆKIFÆRI ÆKIFÆRI NÝ ÞEKKING NÝ N Ý Ý Ý TTÆKIFÆRI NÝ ÞEKKING EKKING ––– N NÝ NÝ ÝN –––– NN TÆKIFÆRI Markmið Opna háskólans ar ð v irkja ekkingu til að uka samkeppnishæfni og olg ífsgæði með faglegu Markmið Opna áskólans er er aeð irkja þþekkingu til aað aauka amkeppnishæfni olífsgæði g lífsgæði m eð faglegu Markmið Ohpna háskólans avð virkja þekkingu tail ð uka ssamkeppnishæfni með faglegu og og hagnýtu námi. Opni háskólinn jónar atvinnulífinu með eð fjölbreyttu framboði öflugra námsleiða hagnýtu námi. Ohpni háskólinn þjónar atvinnulífinu ffjölbreyttu framboði öflugra námsleiða og hagnýtu námi. Opni áskólinn þþjónar atvinnulífinu með jölbreyttu framboði öflugra námsleiða undir l eiðsögn i nnlendra o g e rlendra s érfræðinga. leiðsögn innlendra g erlendra sérfræðinga. undir lundir eiðsögn innlendra og eorlendra sérfræðinga. Hér að anð eðan getur að alð íta nokkur þeirra námskeiða sem verða haldin á náæstu vikum: Hér neðan getur líta nokkur þeirra námskeiða sem verða haldin næstu vikum: Hér að neðan getur að líta nokkur þeirra námskeiða sem verða haldin á næstu vikum:

FAGMENNT FAGMENNT FAGMENNT – – fyrir framsækna einstaklinga fyrir framsækna einstaklinga

– fyrir framsækna Lykilatriði í útflutningi e – instaklinga 20. janúar Lykilatriði í útflutningi – 20. janúar Gagnrýnin hugsun:

Gagnrýnin hugsun: Lykilatriði í útflutningi – 20. janúar Ímyndir og fordómar – 21. janúar Ímyndir og fordómar – 21. janúar Gagnrýnin hugsun: Framkoma og tjáning – 25. janúar Framkoma o g t jáning 25. janúar janúar Ímyndir og fordómar – –2 1. Samningatækni -­‐ grunnatriði – 27. janúar Samningatækni -­‐ grunnatriði – 27. janúar Framkoma og tjáning 25. janúar Tímastjórnun – 27. – janúar Tímastjórnun – 27. janúar Alþjóðaviðskipti – breytt heimsmynd – 1. febrúar Samningatækni -­‐ grunnatriði 27. janúar Alþjóðaviðskipti – breytt h–eimsmynd – 1. febrúar Grunnatriði v erkefnastjórnunar – 8 . f ebrúar Tímastjórnun – 27. janúar Grunnatriði verkefnastjórnunar – 8. febrúar Námsbraut í f erðamálum o g þ jónustu febrúar Alþjóðaviðskipti reytt heimsmynd –– 1 1–. 5. Námsbraut –í fb erðamálum og þjónustu f1ebrúar 5. febrúar Skapandi kennsluhættir – 15. febrúar Skapandi kennsluhættir – 15. –f ebrúar Grunnatriði verkefnastjórnunar 8. febrúar Ferðamál og þjónusta – 15. febrúar Ferðamál og þjónusta o–g 1þ5. febrúar – 15. febrúar Námsbraut í foerðamálum Rekstrar-­‐ g fjármálanám – 1jónustu 6. febrúar Rekstrar-­‐ og fjármálanám 16. febrúar Skapandi kennsluhættir – 15. f–ebrúar Vefstjórnun – 22. febrúar Vefstjórnun – 22. febrúar Ferðamál og þbjónusta febrúar Almennir ókarar – – 2. 1m5. ars Almennir bókarar – 2. mars Markþjálfun – 15. mars – 16. febrúar Rekstrar-­‐ og fjármálanám Markþjálfun – 15. mars Túrbónámskeið í eðlisfræði og stærðfræði Vefstjórnun – 22. febrúar Túrbónámskeið í eðlisfræði og stærðfræði Viðskiptasmiðja -­‐ 2 h. raðbraut tækifæra Almennir b ókarar – ars nýrra Viðskiptasmiðja -­‐ m hraðbraut nýrra tækifæra í stofnun g m rekstri fyrirtækja Markþjálfun – 1o5. í stofnun og ars rekstri fyrirtækja Túrbónámskeið í eðlisfræði og stærðfræði Viðskiptasmiðja -­‐ hraðbraut nýrra tækifæra í stofnun og rekstri fyrirtækja NÁNARI UPPLÝSINGAR Á Á NÁNARI UPPLÝSINGAR WWW.OPNIHASKOLINN.IS WWW.OPNIHASKOLINN.IS

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.OPNIHASKOLINN.IS

STJÓRNMENNT STJÓRNMENNT STJÓRNMENNT – – fyrir öfluga stjórnendur fyrir öfluga stjórnendur

– fyrir öfluga tjórnendur Breytingastjórnun – 26. sjanúar Breytingastjórnun – 26. janúar Hvað einkennir árangursríkar Hvað einkennir árangursríkar Breytingastjórnun – 26. janúar liðsheildir? – 12. janúar liðsheildir? – 12. janúar Hvað einkennir Þjónustustjórnun – 9á. rangursríkar febrúar Þjónustustjórnun . febrúar liðsheildir? –– 1 92. janúar Markaðssetning í niðursveiflu og breytt Markaðssetning í niðursveiflu og breytt Þjónustustjórnun 9. febrúar febrúar hegðun neytenda – – 2 3. hegðun neytenda – 23. febrúar Greining og fjármögnun Markaðssetning í niðursveiflu og breytt Greining og fjármögnun fjárfestingartækifæra – –1 8. febrúar hegðun neytenda ebrúar fjárfestingartækifæra – 213. 8. ffebrúar Fjármál s tjórnandans – 1 9. f ebrúar t il 2 6. mars Greining og fjármögnun Fjármál stjórnandans – 19. febrúar til 26. mars Grundvallaratriði í rekstri og fjármálum Grundvallaratriði í rekstri og – fjármálum fjárfestingartækifæra 18. febrúar 19. febrúar 19. febrúar Fjármál stjórnandans 9. febrúar til 26. mars Virðisstjórnun rekstrar – 5. –m 1 ars Virðisstjórnun r ekstrar – 5 . m ars Grundvallaratriði í rsekstri og Verkferlar fyrirtækja og tofnana – 9fjármálum . mars Verkferlar fyrirtækja og stofnana – 9. mars 19. f ebrúar Markmiðssetning og árangursmat í erfiðu Markmiðssetning og árangursmat í erfiðu rekstrarumhverfi – 19. mars Virðisstjórnun rekstrar – 5. mars rekstrarumhverfi – 19. mars Innkaupastjórnun – 26. mars Verkferlar fyrirtækja oars g stofnana – 9. mars Innkaupastjórnun – 26. m Ábyrgð og árangur stjórnarmanna – 2.mars Markmiðssetning og árangursmat í erfiðu Ábyrgð og árangur stjórnarmanna – 2.mars rekstrarumhverfi – 19. mars Innkaupastjórnun – 26. mars Ábyrgð og árangur stjórnarmanna – 2.mars


8 • Heilsa, menntun og nýsköpun

Orkubóndinn

Nýsköpunarmiðstöð Íslands sn Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur þurft að takast á við kreppuna frá því að miðstöðinni var komið á fót síðla árs 2007. Forstjóri hennar, Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor í eðlisfræði og „raðfrumkvöðull“ eins og hann kallar sjálfan sig, brást strax við hruninu og í náinni samvinnu við fagfélög og önnur samtök opnaði Nýsköpunarmiðstöðin fimm ný frumkvöðlasetur víða á landinu. Nú eru starfandi á vegum miðstöðvarinnar sjö frumkvöðlasetur með um 200 manns sem vinna að þróun nýrra hugmynda í vöruframleiðslu eða þjónustu. Síðastliðið haust hóf Þorsteinn mikla herferð með námskeiðum um landið þar sem almenningi er kennt að virkja orku heimafyrir í smáum og stórum stíl. Námskeiðið ber heitið „Orkubóndinn“ og blaðið náði tali af Þorsteini á Egilsstöðum fyrir nokkrum dögum þar sem námskeiðið var í fullum gangi með um 147 manns í troðfullum sal Hótels Héraðs. „Þetta er fjórða námskeiðið á jafnmörgum mánuðum og hefur þetta gengið gríðarvel.“ segir Þorsteinn. „Við hófum leikinn í Árborg með um 120 manns, fórum norður í Ljósvetningabúð þar sem nær hundrað manns sóttu námskeiðið og loks til Ísafjarðar þar sem þrjú hundraðasti nemandinn fékk námsskírteini sitt.“ „Galdurinn er m.a. sá að ég hef fengið til liðs við okkur nokkra af færustu verkfræðingum landsins frá eftirtöldum verkfræðistofum: Mannvit, Verkís og Verkfræðistofa Norðurlands. Þetta eru ungir menn sem hafa komið að byggingu alls konar virkjana og þeir hafa farið á kostum í kennslu sinni og leiðbeiningu. Svo fengum við sterkan liðsafla frá Orkustofnun og ÍSOR auk okkar eigin sérfræðinga. Við kennum fólki heilan dag að virkja allt frá bæjarlæknum til hitareits, vindgnauðina í ásnum og flórinn eða hænsnahauginn“. Seinni dagur námskeiðanna er nýttur til þess að fara yfir hugmyndir fundarmanna. Þannig gefst þeim tækifæri til þess að ræða við sérfræðinga og tengsl eru mynduð við verkfræðistofurnar. „Hugsun okkar er að Nýsköpunarmiðstöðin sé í hlutverki hvatberans; hún beitir sér fyrir því að kynna fyrir fólki möguleikana í orkubeislun, en beinir því svo til verkfræðistofanna að vinna með einstaka aðilum að nánari útfærslu hugmyndanna. Þannig er ríkisstofnunin hvetjandi og aðstoðar einkafyrirtækin við að koma á framfæri ráðgjafaþjónustunni,“ segir Þorsteinn. Orkubóndinn er greinilega Þorsteini hjartans mál. „Og það sem er svo dásamlegt í þessu öllu saman er að hér á Íslandi eru einstaklingar sem hafa hannað og smíðað stórvirki í þessum efnum - listamenn af Guðs náð sem hafa virkjað orkuna heimafyrir og veita henni til heilla samfélaginu með einhverjum hætti. Þessir einstaklingar prýða og auðga námskeiðin. Þegar ég veitti Eiði Jónssyni í Árteigi, sem hefur áratuga reynslu af virkjunum, skírteini í lok námskeiðsins, sagði ég í ræðustól að eiginlega ætti hann að veita mér svona skírteini fyrir viðleitnina

Forstjóri hennar, Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor í eðlisfræði , „raðfrumkvöðull“ og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Mynd RAX

Síðastliðið haust hóf Þorsteinn mikla herferð með námskeiðum um landið þar sem almenningi er kennt að virkja orku heimafyrir í smáum og stórum stíl.

- ég hefði ekkert að gera í svona náttúrulegan verkfræðing á sviði virkjunar vatnsorku!“ Námskeiðin sækir fjölbreytt-

ur hópur fólks. Fólk kemur alls staðar að, einstaklingar, iðnaðarmenn af ýmsu tagi, jarðeigendur, bændur og búalið og

Séð yfir hópinn á námskeiði orkubóndans á Egilsstöðum.

síðast en ekki síst nemendur í verkmenntaskólum og framhaldsskólum. „Kennarar þaðan hafa einnig verið með okkur og


Heilsa, menntun og nýsköpun • 9

nertir hjörtu um allt land „50 kúa fjós ætti að geta framleitt eldsneyti sem svarar 25 lítrum af díselolíu á degi hverjum.“

styrkt námskeiðið með þátttöku sinni,“ segir Þorsteinn. „Við höfum haft hjá okkur fólk sem er þegar að nota margvíslega tækni heima fyrir. Ég skal taka dæmi: Bóndi með 70 kýr hefur byggt árvirkjun fyrir ofan bæinn og sækir þangað 100kW sem er nægilegt rafmagn til þess að leggja nágrannabæ sínum lið. Hann hefur líka samið við RARIK um að selja rafmagn inn á netið/kerfið. Þessi sami bóndi býr á svæði án hitaveitu en deyr ekki ráðalaus. Hann notar varmadælu til þess að hita upp íbúðarhús sitt. Til þess að knýja dæluna notar hann útiloftið en þarf að jafnaði ekki nema um þriðjung til helming af orkunni í formi raforku, hinn hlutann sér varmadælan um. Sami bóndi er nú að huga að því að nýta kúamykju til að framleiða metan. Við erum að skoða þann möguleika að setja upp með honum litla metanvinnslustöð til þess að búa til eldsneyti fyrir landbúnaðar- og farartæki á bænum.“ Við spyrjum Þorstein nánar

En hvaða nýsköpun felst í þessum orkubænda hugleiðingum? „Hér er einmitt á ferð mjög áhugavert svið til nýsköpunar. Við erum að leggja drög að því að stofna fyrirtæki um gerð hverfla fyrir vatnsaflsvirkjanir sem framleiddar yrðu hér heima. Fyrir því er nokkur hefð, en áskorunin nú, í blússandi háu verði á erlendum gjaldeyri, er einmitt að spara gjaldeyri. Það sem við þurfum að gera nú er að koma framleiðslunni á það stig að fjöldaframleiðsla gæti hafist. Svo er að opnast farvegur fyrir slíkar virkjanir í Grænlandi og ef til vill víðar.“ Þorsteinn talar einnig um tækifæri í eldsneytisgerð, en verið er að leggja drög að því að framleiða litlar stöðvar til þess að meðhöndla lífrænan úrgang til gösunar og eldsneytisgerðar. „Við sjáum fyrir okkur einfaldar stöðvar sem gagnast gætu stærri búum og bæjarfélögum. Evrópureglur munu banna urðun lífræns úrgangs frá og með næsta ári og þurfum við að bregðast við með því að nýta þennan úrgang til hins góða. Í mörgum íslenskum bæjarfélögum falla einnig til úrgangsefni úr fisk- eða kjötiðnaði sem auka enn hinn mikla forða hráefnis sem hægt væri að nýta“. Hann bendir á að mikið hráefni til orkuvirkjunar fellur til í landbúnaði. „50 kúa fjós ætti að geta framleitt eldsneyti sem svarar 25 lítrum af díselolíu á degi hverjum, og jafnvel þegar búið er að

Bjarni Ellert Ísleifsson verkefnisstjóri Impru á Nýsköpunarmiðstöð, Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar, Ragnar Ásmundsson ÍSOR, Sigurður Ingi Friðleifsson Orkustofnun, Einar Júlíusson Mannviti, K. Brynja Sigurðardóttir verkefnastjóri Impru á Nýsköpunarmiðstöð, Árni Sigurðsson Verkfræðistofu Norðurlands og Jón Snæbjörnsson Verkís. vinna eldsneytið úr haugnum, þá yrðu eftir verðmæt efni til þess að nota sem grasáburður.“ En hvað með vindmyllur og vindorku? „Vindorka og til dæmis orka sjávarfalla eru ekki tekin mjög mikið inn í námskeiðið enda þótt þessi nýting sé nefnd og rædd nokkuð. Virkjun vindorku á örugglega eftir að aukast mjög á næstu árum og svo hafa menn til dæmis nefnt samspil vindorku og varmadælna. Þekkt staðreynd er, að þegar vindur eykst, þá eykst þörf húsa fyrir hitun, kælingin eykst. Þannig má segja að samspil vindmyllu og varmadælu gæti orðið mjög áhugaverð aðferðafræði hér á landi“. Nú er árið 2010 rétt að hefjast, ætlið þið með orkubóndann víðar um landið? „Já, við verðum með námskeiðið á Hornafirði eftir hálfan mánuð, förum síðan til Sauðárkróks og þaðan til Vestmannaeyja. Þá verður haldið námskeið í Borgarnesi og loks lokanámskeið í Reykjavík þann 19. maí í vor. Þar er gert ráð fyrir að iðnaðarráðherra veiti sérstök verðlaun þeim aðilum sem skarað hafa framúr á sviðinu.“ Þorsteinn vonast til að þegar hringferð Orkubóndans lýkur í vor hafi um þúsund manns sótt námskeiðið og fengið gagnlega fræðslu. „Þetta er fræðsla sem er utan hins hefðbundna skólakerfis, fræðsla og tæknimenning sem gerir hvern borgara þessa lands miklu færari um að framleiða sína eigin orku, miklu hæfari til þess að gera sér grein fyrir samspili orkunnar og tekjustraums síns og í raun miklu frjálsari þar sem þessi tegund dreifðrar orkunýtingar er hluti af auknu frelsi einstaklingsins til athafna sem gagnast samfélaginu í heild,“

sagði Þorsteinn að lokum.

Þetta er mitt líf Námskeið fyrir konur. Meðal efnis: Sjálfsmynd og samskipti Áhyggjur og æðruleysi Hefnd og fyrirgefning

Ásta Kristrún Ólafsdóttir Sálfræðingur og ráðgjafi.

Samviskuleysi og siðblinda Námskeiðið verður haldið í Síðumúla 33, annari hæð., 19.- 21. janúar n.k. Upplýsingar og skráning í síma 694-7997

ÍSLENSKA SIA.IS SFG 42040 04.2008

út í varmadælurnar. „Við höfum séð sprengingu í notkun varmadæla nú á síðasta ári. Ég geri ráð fyrir að nú séu um fimm tugir varmadæla í notkun á landinu öllu. Námskeiðið okkar hefur notið þess að Orkustofnun er mjög vakandi í þessum efnum og á námskeiðinu hefur Sigurður Ingi Friðleifsson hjá Orkusetrinu á Akureyri leiðbeint fólki um varmadælur. Í dag var hjá okkur áhugasamur aðili sem hafði sett upp varmadælu í Breiðdalsvík og var að stilla hana, keyra hana inn. Hann getur sparað meira en tvo þriðju rafmagnsnotkunar til húshitunar. Við veltum fyrir okkur hversu mikið væri hægt að spara við að notast við heita loftið í fjósinu sem heitu hlið varmadælunnar og nýta með enn meiri ávinningi“.


10 • Heilsa, menntun og nýsköpun

Svitnað í jóga -Sporthúsið kynnir jógaæfingar í 40°hita Sporthúsið kynnir nú á nýju ári fjölda spennandi námskeiða - allt frá slakandi jóganámskeiðum í upphituðum sal og til grófra „bílskúrsæfinga“ í svokölluðu Cross fit námskeiði þar sem keyrslan er mikil og árangurinn eftir því.

Eini menntaði Hot yoga kennari landsins

Á meðal vinsælustu námskeiða í Sporthúsinu eru hinir svokölluðu Hot jóga tímar, þar sem sérstakar jóga æfingar eru gerðar í upphituðum sal. Gunnhildur I. Þráinsdóttir, Deildastjóri námskeiða, segir þessi námskeið hafa verið mjög vinsæl í vetur og því hafi verið ákveðið að fjölga námskeiðunum á nýju ári. „Við létum útbúa fyrir okkur sérstakan sal sem er hitaður upp í 40°og má því ljóst vera að brennslan er gríðarleg. Svo þykir heldur ekki amalegt að ganga inn í þennan hita í mestu vetrarhörkunni. Þetta byggir á einföldum æfingum sem allir geta gert, burtséð frá því í hvaða formi viðkomandi er í. Æfingarnar eru allar hugsaðar út frá hryggnum og styrkja þessa kjarnavöðva líkamans maga, bak og þessa litlu vöðva sem eru ef til vill ekki í stöðugri notkun. Um kennsluna sér Jóhanna Karlsdóttir, sem lærði þetta í Tælandi, en hún er eftir því sem ég best veit eini menntaði Hot Yoga kennarinn á Íslandi,“ segir Gunnhildur. Sporthúsið býður nú upp á níu mismundandi Hot jóga námskeið, sem eru ýmist tvisvar eða þrisvar í viku og ýmist 60 eða 90 mínútur í senn,“ segir Gunnhildur.

Líkamsrækt er lífsstíll

Cross fit námskeið Sporthússins hafa einnig notið gríðarlegra

vinsælda og segir Gunnhildur að raunar muni námskeiðin líklega mettast þegar líður á árið. „Allt umhverfið í kring um Cross fit námskeiðin er gróft og þessu má líkja við nokkurs konar bílskúrsæfingar þar sem þú ert sífellt að keppa við sjálfan þig. Við leggjum þó mikla áherslu á að æfingarnar séu gerðar rétt, ólíkt sumum sem ef til vill láta fólk gera 300 armbeygjur og láta gæði æfinganna sig lítið varða. Hjá okkur byrjar þetta á fjögurra vikna grunnnámskeiði áður en gert er nokkuð annað. Á grunnnámskeiðinu er farið yfir allar æfingarnar og rétta tækni á bak við þær.Þetta námskeið hentar í raun fyrir alla og hentar til dæmis fjölskyldufólki einstaklega vel. Það er mikið samfélag í kring um námskeiðin. Það eru jólaböll, fjölskyldudaga, grímuböll og margt fleira. Kennararnir okkar eru til dæmis báðir hámenntaðir í allt öðrum starfsgeirum, en hafa nú snúið sér alfarið að kennslu í Cross fit, segir Gunnhildur. Tímarnir eru um þrisvar í viku, klukkutíma í senn, en svo eru einnig gefin heimaverkefni á netinu.

með nýtt námskeið sem hentar þeim sem ekki hafa sjálfsagann í að fylgja eftir stífri líkamsræktaráætlun. Námskeiðið heitir Hópátak Sporthússins og segir Gunnhildur að því mætti líkja við nokkurs konar einkaþjálfun, nema að það er hópur. „Það eru tveir einkaþjálfarar sem sjá um námskeiðið og veita þeir aðhald sex daga vikunnar. Það eru tveir hóptímar í viku og svo er afhent áætlun um bæði æfingar og mataræði hina dagana. Þannig að aðhaldið er gríðarlegt og hentar þetta námskeið því vel fyrir þá sem hafa átt erfitt með að koma sér af stað í að breyta um lífsstíl. Þjálfarinn leiðbeinir um hvað á að gera og meira að segja hvað eigi að borða,“ segir Gunnhildur.

Gunnhildur I. Þráinsdóttir, Deildastjóri námskeiða í Sporthúsinu. Myndir Ingó.

Rússneskar lóðaæfingar

Á meðal nýrra námskeiða hjá Sporthúsinu er svokallað ketilbjöllunámskeið sem byggir á gamalli hefð frá landbúnaðarhéruðum Rússlands, þar sem menn notuðu vogarlóð sem svipaði til teketils í laginu við þyngdarmælingar á korni og öðru slíku. Æfingarnar byggja upp; kraft, liðleika, þol, jafnvægi og eru í raun alhliða líkamsrækt, en kennararnir eru báðir íslandsmeistarar í bardagaíþróttum.

Sporthúsið hugsar fyrir þig

Þá er Sporthúsið að fara af stað

Eins og sjá má er æfingasalurinn í Sporthúsinu afar vandaður.


Heilsa, menntun og nýsköpun • 11

Sporthúsið með hóptíma fyrir alla -Ný hóptímadagskrá fer í loftið á nýju ári Þann 11. janúar fer Sporthúsið með í loftið nýja og afar fjölbreytta hóptímadagskrá, þar sem allir ættu að getað fundið sér eitthvað við sitt hæfi, enda segir Unnur Pálmarsdóttir, deildarstjóri hóptíma, að Sporthúsið sé ávallt fyrst með nýjungar í hóptímum. Á meðal nýjunga að þessu sinni er hið svokallaða Les Mills æfingakerfi frá Nýja Sjálandi, sem hefur notið mikilla vinsælda um heim allan og þá verða svokallaðir Dirty Dancing og TABATA tímar kenndir á nýrri hóptímatöflu. Unnur segir að Sporthúsið leggi mikinn metnað í að allir viðskiptavinir geti fundið sér hóptíma sem henti þeirra kröfum og að reglan sé einföld hvað varðar aðgengi í hóptíma: „ef þú kemst ekki að, þá fjölgum við tímunum.“ Aðstöðu fyrir hóptímana í Sporthúsinu ætti ekki að skorta, því húsnæðið hefur farið í gegn um miklar breytingar á liðnu ári og er búið að breyta því sem áður var golfsvæði í sex nýja hóptímasali og eru því alls tíu hóptímasalir í húsinu sem hver rúmar allt að 60 manns.

Eitthvað við allra hæfi

Unnur segir að hver hóptími hafi sína sérstöðu þar sem allir geti fengið eitthvað við sitt hæfi. „Nýr hóptími hjá okkur heitir t.d. „Píramýdinn“ og hefur slegið í gegn. En það eru hörku púl tímar sem henta bæði konum og körlum. Þar er unnið með þol, sprengikraft og styrk, sitt á hvað. Teknar eru fyrir þrjár æfingar í hverju setti. Fyrsta æfing er tekin í 30 sekúndur, næsta í 60 sekúndur og síðasta í 90 sekúndur. Sporthúsið býður nú upp á Les Mills æfingakerfin, sem eru sérhönnuð líkamsræktarkerfi fyrir hóptíma. Þar getur þú valið um Body Combat sem er kickboxtími, Body Pump æfingakerfi með lóðastöngum, Body Attack sem er þolfimi á gólfi með hámarksbrennslu og áreynslu fyrir alla, Body Balance fyrir líkama og sál og Body Vive þar sem unnið er með litla mjúka bolta og gúmmíteygjur. Tímarnir eru samdir með byrjendur og þá sem eldri eru í huga.  Í tímunum er blandað saman þolæfingum, styrktaræfingum og teygjum.  Einstaklega skemmtileg tónlist og þetta eru tímar sem koma á óvart, þú verður að prufa. „Þá bjóðum við upp á frábæra Spinning tíma eins og í Iron Spinning sem eru hjólatímar með lóðum og er alhliða þjálfun, brennsla, uppbygging (styrktaræfingar), kviður og teygjur. Í Power Spinning færð þú hámarksbrennslu og mikla keyrsla við fjölbreytta og skemmtilega tónlist. Þetta er tími sem hæfir öllum. Við bjóðum einnig upp á Hot Yoga hóptíma þrisvar í viku sem styrk-

Ég vildi þó gjarnan sjá eldri eða „heldri“ borgara koma og njóta þjónustu okkar í auknum mæli. Við teljum að við getum gert enn betur á því sviði til að höfða til þessa hóps.

ir líkamann, eykur sveigjanleika hans, bætir öndun, róar og slakar. Yogastöður, öndunaræfingar og svo slökun í lokin. Svo það er úr nægu að velja þegar kemur að hóptímum í Sporthúsinu.“

Hámarksárangri náð

Unnur segir að tilvalið sé að sameina hóptímana með einstaklingsþjálfun og námskeiðum. En innifalið í líkamsræktarkorti Sporthússins eru um 50 opnir hóptímar á viku. „Það er því góður kostur fyrir almenning sem vill stunda lyftingarsalinn og vera í hóptímum. Því með því að sameina þessa tvo þætti nærð þú hámarksárangri. Þá má ekki gleyma mikilvægi félagslega þáttarins sem fylgir opnum hóptímum ásamt því að það er hagstæður

Unnur Pálmarsdóttir, deildarstjóri hóptíma. Myndir Ingó. kostur með þeim framúrskarandi kennurum og einkaþjálfurum sem Sporthúsið hefur upp á að bjóða. Unnur segir að Sporthúsið vinni markvisst að því að auka sífellt gæðaþjónustuna í opnu hóptím-

unum og með því móti auka enn betur fagmennsku kennara og þjálfara Sporthússins. „Við höfum verið mjög heppin með það hér í Sporthúsinu að allur aldurshópur sækir hjá okkur opna hóptíma og námskeið. Ég vildi þó gjarnan sjá eldri eða „heldri“ borgara koma og njóta þjónustu okkar í auknum mæli. Við teljum að við getum gert enn betur á því sviði til að höfða til þessa hóps. Stefnan hjá okkur er að bjóða upp á vönduð námskeið fyrir eldri borgara á komandi heilsuári,“ segir Unnur.

Fjölskyldumiðstöð

Fjölskyldufólk þarf ekki að örvænta ef ekki finnst barnfóstra áður en haldið er til æfinga, því Sporthúsið er sannkölluð fjölskyldumiðstöð. „Krílabær er barnapössun fyrir litlu krílin á meðan foreldrarnir stunda líkamsrækt og þá bjóðum við einnig upp á Sportbraut fyrir börn og unglinga,“ segir Unnur.


12 • Heilsa, menntun og nýsköpun

-Fræðslunet Suðurlands

Mikill fjöldi námskeiða í boði Fræðslunet Suðurlands gaf út í vikunni námsvísi vorannar og má þar finna mikinn fjölda námskeiða – allt frá silfursmíði og öðrum handverksnámskeiðum til 300 stunda námskeiða í bóklegum greinum. Ásmundur Sverrir Pálsson, framkvæmdastjóri Fræðslunetsins, segir að meginmarkmiðið sé að auðvelda aðgengi íbúa fjórðungsins að margs konar námi og símenntun þeim sjálfum og svæðinu til framdráttar. Fræðslunetið er sjálfseignarstofnun og starfa þar tveir starfsmenn í fullu starfi og þrír í hlutastarfi. Aðalaðsetur Fræðslunetsins er í Iðu á Selfossi, en námskeið standa til boða á öllu Suðurlandi að Vestmannaeyjum undanskildum, en þar er sérstök símenntunarstöð.

Atvinnulífinu mikilvægt

Að sögn Ásmundar eykur tilvist Fræðslunetsins búsetugæði á Suðurlandi og gerir íbúum kleift að sækja sér menntun á ýmsum sviðum í margvíslegum tilgangi, hvort heldur fólk sækist eftir námi sem tilheyrir viðurkenndum námsleiðum eða óformlegu námi sem tengist vinnu þess eða áhugamálum. Með viðurkenndum námsleiðum er átt við námskeið samkvæmt námskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Fræðslumiðstöðin hefur gefið út margar námskrár sem eru vott-

Útskriftarhópur Grunnmenntaskólans frá síðasta hausti. aðar af menntamálaráðuneytinu fræðslustofnun sem getur veitt og meta má nám samkvæmt þeim þessa þjónustu og að fólk þurfi til eininga á framhaldsskólastigi. ekki að sækja sér aukna menntun Ásmundur segir það skipta afar um of langan veg. „Fyrir atvinnumiklu máli fyrir Suðurland að hafa lífið skiptir það líka miklu máli að

hafa viðurkenndan fræðsluaðila á svæðinu sem getur tekið að sér að halda námskeið fyrir fyrirtækin. Starfsfólk sem hefur sótt námskeið hjá okkur er yfirleitt mjög

ánægt og verður sáttara í starfi sínu auk þess sem það tryggir sig betur í starfi. Nú, sumir verða svo áhugasamir að þeir halda áfram að læra, fara í réttindanám, og það

-Villimey

Hrein kraftaverk úr íslenskum jurtum

Aðalbjörg segir það alls ekki vera sama hvernig og hvenær jurtirnar eru tíndar.

Villimey er heiti á smyrslum sem hafa heldur betur slegið í gegn á síðustu misserum. Sjálft fyrirtækið er staðsett á Tálknafirði og var stofnað árið 2006 af Aðalbjörgu Þorsteinsdóttur. Smyrslin eru með alþjóðlega lífræna vottun sem er mikill gæðastimpill fyrir vöruna og öryggi neytenda að varan sé alveg hrein og án allra aukaefna. Smyrslin eru við hinum ýmsu kvillum mannkynsins, t.d hefur Vöðva og liða-galdurinn verið mikið notaður á vöðvabólgu, liðverki, beinhimnubólgu, öll eymsli, áverka eftir slys, íþróttir ofl. Einnig á vaxtaverki hjá börnum, skordýrabit og meira að segja er hann borinn utaná hálsinn vegna hálsbólgu. Aðalbjörg segir virknina í Vöðva og liðagaldrinum vera hreint ótrúlega og að hann hafi hjálpað mörgu fólki. Einnig er Villimey með smyrsl við exem, soriasis og hvers kyns húðvandamálum. „Hann er mjög vinsæll og selst mjög mikið á veturna þegar svokallað kuldaexem hrjáir landann. Sára-galdur er græðandi á brunasár, legusár, fótasár ofl. Og svo Fóta-galdur sem er sveppakrem en hann hefur líka verið notaður á svokallaðar flökkuvörtur á börnum, munnangur, sprungur á iljum ofl. Bossagaldurinn græðir og verndar bleyjusvæði lítilla barna. Og ekki

má gleyma Bumbu-galdrinum sem er nærandi og fyrirbyggjandi á slit hjá óléttum konum en nýtur stöðugt meiri vinsældda sem „body lotion,“ andlitskrem og bara alhliða krem. Vara-galdurinn skýrir sig sjálfur en hann rýkur út og hefur virkað mjög vel á frunsur líka,“ segir Aðalbjörg. Smyrslin eru úr handtíndum íslenskum jurtum. Í þeim eru engir parabenar eða önnur rotvarnarefni né litar- eða ilmnefni. Aðalbjörg hefur um 12.000 hektara af vottuðu svæði til að tína jurtirnar vegna þess að þær vaxa við ólík skilyrði og hafa mismunandi virkni.

Nýtt húsnæði

Villimey hóf starfsemina í fimmtíu fermetra húsi sem Aðalbjörg leigði, en haustið 2007 festi hún kaup á gamla áhaldahúsinu sem hreppurinn átti og er búin að gera það upp. „Húsið var að niðurlotum komið og það tók 9 mánuði að gera það upp en við fluttum inn í það í maí 2008. Það vill svo skemmtilega til að húsið á sér fjölskyldusögu, því afi minn byggði það 1973-1974 og var það í upphafi bifvélaverkstæði.“ Hingað til hafa verið þrír til fjórir starfsmenn hjá Villimey en Aðalbjörg stefnir á að fjölga þeim. „Það tekur þó tíma að þjálfa fólk til þessarar vinnu. Það er alls ekki

sama hvernig og hvenær jurtirnar eru tíndar,“, segir hún. Við höfum verið í þessu öll fjölskyldan og fengið hjálp frá vinum. Ég þyki þó heldur servitur á ferlið, en svona vil ég hafa þetta” segir hún og hlær. „En það er þvílíkur munur á aðstöðu. Gamla áhaldahúsið er 250 fermetrar og framleiðslugetan er mun meiri þegar aðbúnaður og húsnæði er gott. Við önnum eftirspurn en það er líka oft rosalega mikil vinna. Ég er svo heppin að ég á fjórar dætur, ein þeirra er fullorðin og hefur unnið við þetta með mér frá byrjun, þessar þrjár yngri hjálpa oft til og eru níu, ellefu og þrettán ára. Þær alast upp við þetta líka og þekkja orðið flestar jurtirnar sem við tínum.“

Virkni smyrslanna er óyggjandi.

Til Aðalbjargar hringir margt fólk sem staðfestir það og hefur það oft reynst drifkrafturinn til að halda áfram. „Það hringdi í mig skipstjóri á humarbát frá Vestmannaeyjunum, sem sagði að margt hefði komið nálægt sér í kremum en ekkert hefði virkað eins vel á hann og Húð-galdur. Hann hefur verið með exem á bak við eyrum og sagðist oft vera svo viðþolslaus að hann langaði til að rífa af sér eyrun. En Húðgaldurinn hefði virkað svo vel að hann var einkennalaus eftir tvo daga. Hann sagðist langa mest til að


Heilsa, menntun og nýsköpun • 13

Námskeið á nýju ári! Hönnun og handverk •

Gítarsmíði

Brúðarkjólasaumur

Að hanna og prjóna einfaldar flíkur

Að prjóna lopapeysu

Litafræði fyrir bútasaum

Skírnarkjólasaumur

Steinaslípun – vinnustofa

Höggvið í stein

Útskurður

Smíði úr íslenskum við - skál og amboð

Málmur og tré Ásmundur Sverrir Pálsson, framkvæmdastjóri Fræðslunetsins. er fátt ánægjulegra en að fylgjast með fólki, sem vantreysti sér í nám, fyllast sjálfsöryggi og óbilandi námsáhuga,“ segir Ásmundur.

Fjölbreytt flóra handverksnámskeiða

Síðastliðið haust bauð Fræðslunetið upp á fleiri handverksnámskeið en áður. Ásmundur segir aðsóknina hafa verið mjög góða og í sumum tilvikum meiri en hægt var að anna. „Nú á vorönn höldum við uppteknum hætti og hefur fólk úr mörgum handverksnámskeiðum að velja. Við viljum

En Húðgaldurinn hefði virkað svo vel að hann var einkennalaus eftir tvo daga. Hann sagðist langa mest til að borða kremið sem er allt í lagi. borða kremið sem er allt í lagi. Þetta eru lífrænt vottuð smyrsl án allra rotvarnarefna, ilm- og litarefna eða annarra kemískra efna. Það má borða þau og ætti fólk að

kenna fólki að prjóna, hekla og sauma, skera í tré og teikna og smíða úr silfri.Þá stendur mönnum til boða námskeið sem snúast um matargerð, ræktun matjurta og góða heilsu, andlega og líkamlega,“ segir Ásmundur. Tungumála- og tölvunámskeið eru fastir liðir í starfsemi Fræðslunetsins, svo sem námskeið í íslensku fyrir útlendinga, námskeið í ensku og spænsku fyrir byrjendur og tölvufærni ýmiskonar fyrir byrjendur og lengra komna. Ásmundur segir það aldrei bregðast að fólk vilji bæta við kunnáttu sína í notkun tölvunnar. hafa hugfast að það sem sett er á húðina fer í blóðrásina. Allar jurtirnar sem notaðar eru má borða eða nota í te.“

Mýkjandi og græðandi

„Svo er Fótagaldurinn. Hann hefur virkað á frauðvörtur á börnum. Um daginn heyrði ég af manni sem var með vörtu á fingri og hafði reynt allt, farið í frystingu, reynt að skera hana af og prófað öll möguleg krem. Hann hafði sett Fótagaldurinn á vörtuna nokkrum sinnum og plástur yfir og vartan fór af puttanum á honum – en þetta er í upphafi sveppakrem og hefur reynst mjög vel á alls kyns sveppasýkingar. Vöðva- og liðagaldurinn er fyrir fólk sem er með verki og bólgur, bæði íþróttafólk, fólk sem hefur lent í slysum og gigtarsjúklinga. Það notar hann mikið, enda er hann alveg ótrúlegur. Maður nuddar honum vel inní húð-

Vísindi efld

„Auðvitað væri hægt að fjölyrða meira um starfsemi Fræðslunetsins en ég vil að lokum minnast á eitt af markmiðum þess sem er að efla vísindi. Á sínum tíma var stofnaður Vísinda- og rannsóknarsjóður Fræðslunets Suðurlands sem sveitarfélög á Suðurlandi, stéttarfélög, samtök og fyrirtæki styrkja. Úr þessum sjóði er árlega veittur veglegur styrkur til verkefna sem tengjast Suðurlandi,“ segir Ásmundur að lokum. ina og virknin lætur ekki á sér standa, manni líður mun betur. Eins hringdi í mig fullorðin kona á tíræðisaldri frá Hólmavík, sem notar Vöðva- og liðagaldurinn og sagði mér að fingurnir væru búnir að réttast. Hún gæti ekki verið án kremsins. Dæmi um virkni Sára-galdursins er bóndi nokkur sem er lamaður og var með legusár sem var orðið að holu inn að beini. Konan hans fyllti holuna með Sáragaldrinum og setti grisju yfir, lét það vera í tvo daga. Þegar hún tók hana af var komin himna og sárið var að gróa og kremið sjálft var orðið alveg dökkt, hafði dregið í sig óhreinindi. Hálfu ári seinna talaði ég við hann og hann sagði mér að sárið hefði holdgast,“ segir Aðalbjörg. Framundan eru spennandi tímar hjá fyrirtækinu. Meðal annars koma nýjar umbúðir með vorinu.

Málmsuða

Húsgagnaviðgerðir

“Sittu á strák þínum” frá 1940 - kollur með geymsluhólfi

Raftækni •

CanOpen kerf ið

Gítaref fektar

LCD skjáviðgerðir

Leikhúslýsing

MultiSim rafrásarhermir

PIC stýriörgjörvar

Rekstur og stjórnun •

Breytingastjórnun og niðurskurður

Mannauðsstjórnun

Rekstrar- og birgðastjórnun

Starfsmannasamtöl og launaviðtöl

Stjórnun og stefnumótun

Þekkingarstjórnun og fræðslustarf fyrirtækja

Skipstjórn - vélstjórn •

ARPA – ratsjárnámskeið. Grunn- og endurnýjun

Smáskipanámskeið 12 m og styttri

SSO - CSO. Verndarfulltrúi skipa og fyrirtækja

GMDSS GOC - ROC

ECDIS - rafrænt sjókorta- og upplýsingakerfi

Endurnýjun skips- og vélstjórnarréttinda

Hásetafræðsla

IMDG meðferð á hættulegum farmi

Vélgæslunámskeið

Tölvur- og upplýsingatækni •

Final Cut

Revit þrívíddarforrit

AutoCAD teikniforrit

Tungumál •

Enska fyrir starfsfólk í iðngreinum

Lad os snakke sammen

Umhverf i og útivist •

GPS tæki og rötun

Grjóthleðslur - torf og grjót

Vatnajökulsþjóðgarður

Nánari upplýsingar um námskeiðin fást á vefnum www.tskoli.is, í Endurmenntunarskólanum í s. 514 9601 eða á ave@tskoli.is

www.tskoli.is


14 • Heilsa, menntun og nýsköpun

Meiri árangur í fitutapi á skömmum tíma -Hreyfing kynnir snöggálagsþjálfun á nýju ári Líkamsræktarstöðin Hreyfing fer af stað með krafti á nýju ári þar sem fjöldi nýrra námskeiða og annarra valmöguleika verður í boði. Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, segir að allir geti fundið sér leið til að komast í sitt besta form í Hreyfingu. Meðal þess sem Hreyfing kemur til með að leggja áherslu á árið 2010 er svokölluð snöggálagsþjálfun sem hefur hlotið mikla athygli innan heilsuræktargeirans að undanförnu, en Ágústa segir að áherslurnar í alþjóðlega heilsuræktargeiranum séu sífellt að færast meira í áttina að þessari tegund þjálfunar.  „Stuttir og snarpir kaflar á miklu álagi er það sem ber hæst í æfingasalnum í dag . Margir þekkja það að hafa púlað í ræktinni vikum, jafnvel mánuðum saman, en ná ekki þeim árangri sem þeir sækjast eftir og kann snöggálagsþjálfun að vera lausnin fyrir þá aðila,“ segir Ágústa. Snöggálagsþjálfun byggist á því að gera ýmsar æfingar með mikilli ákefð í stuttan tíma, og þess á milli að gera aðrar hreyfingar í smá tíma með minni ákefð.  Fólk hamast af öllum sínum mætti í 30-60 sekúndur og fer svo í rólegri æfingar í 2-3 mín. á milli.  Þetta er endurtekið alla æfinguna, sem varir allt frá 30 mínútum til einnar klukkustundar.

Þolæfingar enn í góðu gildi

Ágústa leggur þó áherslu á að hún sé þó síður en svo að mæla með því að fólk setji hlaupaskóna á hilluna eða hætti að stunda hefðbundna þolþjálfun af ýmsu tagi. „Jákvæð áhrif þolþjálfunar eru enn ótvíræð og skila sér sem áður í auknu þoli, styrkingu hjarta- og æðakerfis, lækkun blóðfitu og blóðþrýstings, þyngdar- og fitutapi svo fátt eitt sé nefnt. Það er þó margt sem mælir með snöggálagsþjálfun - meiri árangur í fitutapi á skömmum tíma. Tíminn er dýrmætur og vissulega kostur fyrir marga að geta stytt þjálfunartíma sinn og náð betri árangri þrátt fyrir það. Skynsamlegt er þó hafa í huga að með því að stunda þá tegund þjálfunar sem hentar best er líklegast að æfingarnar  verði fastur liður í tilverunni og það skiptir mestu,“ segir Ágústa.

Betri árangur á skömmum tíma -samkvæmt nýjum rannsóknum Ágústa segir að lengi hafi verið talið að besta leiðin til fitubruna væri að stunda þolþjálfun að lágmarki í 20 mín. eða lengur samfleytt. Nýjar rannsóknir hafi nú leitt af sér þá kenningu, að snöggálagsþjálfun sé jafnvel enn áhrifaríkari leið til að brenna fitu í líkamanum. Bornir hafa verið saman hópar fólks sem stunduðu annars vegar þolþjálfun í 20 vikur og hins vegar snöggálagsþjálfun í 15 vikur og rýnt var sérstaklega í niðurstöður varðandi fitutap og efnaskipti í vöðvum. Slíkar kannanir hafa sýnt fram á að allt að níu sinnum meira fitutap varð hjá snöggálagsþjálfunarhópnum. Talið er að þar spili m.a. stórt hlutverk hinn svokallaði „eftirbruni“ , þ.e. aukinn fitubruni sem á sér stað eftir að æfingunni lýkur.

Árangursnámskeiðin hafa slegið í gegn

Hreyfing hefur boðið upp á svokölluð árangursnámskeið um

nokkurt skeið og segir Ágústa að þau hafi heldur betur slegið í gegn hjá viðskiptavinum Hreyfingar. „Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt fram á ánægju þátttakenda í 94-97% tilfella. Námskeiðin eru sérhönnuð og úthugsuð með það í huga að þátttakendur nái hámarksárangri. Anna Eiríksdóttir og Guðbjörg Finnsdóttir, báðar íþróttakennarar og miklir reynsluboltar í faginu, hafa hannað æfingakerfi námskeiðanna með mér, og tökum við ávallt mið af nýjustu rannsóknum svo æfingakerfin séu örugg til árangurs“ segir Ágústa. Hreyfing býður upp á tvö ný árangursnámskeið á nýju ári. Annars vegar er það „árangur - eftirbruni,“ sem er sex vikna námskeið, en í hverjum tíma er leitast við að mynda hinn svokallaða eftirbruna.  Þá verður aukinn fitubruni í margar klukkustundir eftir að æfingu lýkur.Námskeiðið er hugsað fyrir fyrir þá sem hafa æft reglulega á árinu og vilja hámarka árangur sinn. „Æfingarnar eru enn erfiðari en á hefðbundnu árangursnámskeiðunum og nú er eftirbruna náð í hverjum tíma. Til að ná eftirbruna vinnum við í snöggálagsþjálfun þar sem álag og hvíld koma til skiptis á skemmtilegan hátt í þolþjálfun, hjólum og styrktarþjálfun. Við höfum þróað æfingakerfið sérstaklega með öryggi í æfingavali að leiðarljósi og samsetning æfinganna er með þeim hætti að fólk er líklegt til að ná markmiðum sínum“ segir Ágústa.

Tækjakostur sem bandaríski herinn notast við

Þá býður Hreyfing upp á nýtt hraðferðar árangursnámskeið sem Ágústa segir vera einfalt, auðvelt og aðeins 40 mínútur í senn. „Þetta námskeið er kjörið fyrir þá sem finna sér aldrei tíma fyrir ræktina. Námskeiðið er styrktarþjálfun sem fer fram í hinum byltingarkenndu Strive

Tíu lítil atriði sem gera heimsóknir viðskiptavina í Hreyfingu enn ánægjulegri: 1. Samtengd yfirbyggð bílastæðageymsla fyrir viðskiptavini Hreyfingar. 2. Úrval sjónvarpsstöðva og iPod tengi við hverja stöð hlaupabretta. 3. Hjól í hjólasal eru þrifin nokkrum sinnum á dag og á hjólunum er samanbrotið, hreint svitahandklæði fyrir hvern viðskiptavin. 4. Allir þolfimisalir eru hljóðeinangraðir og hávaði því í lágmarki. 5. Útigarður með jarðsjávarpotti, heitum potti, eimbaði, gufubaði og útisturtum. 6. Afnot af handklæðum til að þurrka svita, sem Hreyfing sér um að þvo. 7. Rúmgóð sturtuaðstaða með gufubaði og þerrivindu fyrir sundföt. 8. Hreyfing býður upp á að hafa orkudrykk tilbúinn að æfingu lokinni. 9. Rúmgóð snyrtiaðstaða með sérhannaðri snyrtilýsingu, fjölda hárblásara og sléttujárna, bómullarskífa og eyrnapinna. 10. Rafrænir lásar á skápum í búningsherbergjum.

Ráðgjafar taka á móti öllum nýjum viðskiptavinum fara yfir hvað hentar best til að komast af stað í ræktinni. 1,2,3 tækjum sem eru notuð af bandaríska hernum sökum þess hve hægt er að ná góðum árangri á skömmum tíma. Þess má geta að eini Strive tækjasalurinn á landinu er í Hreyfingu. Þetta er í raun áhrifaríkasta og virkasta styrktarþjálfunarleið í heimi, en með henni næst meiri árangur á skemmri tíma en áður hefur þekkst. Vöðvarnir eru þjálfaðir á þrjá mismunandi máta sem skilar hámarksárangri,“ segir Ágústa. Þá eru einnig í boði einkahópþjálfun í Strive fyrir karla. „Þá æfa menn í litlum hópum með einkaþjálfara og fá einstaklingsmiðaða þjálfun. Þarna eru sett markmið til að ná þeim, menn fá ráðleggingar með mataræði, styrktarmælingu í byrjun og í lokin, ítarlegar ummálsmælingar og fitumælingar og umfram allt góða hvatningu. Í lokin er svo þátttakendum gefin áætlun sem þeir geta unnið með áfram,“ segir Ágústa.

Sport fit, Jump fit o.fl.

Fleiri nýjungar eru í boði og má þar nefna Sport fit sem er ætlað að hámarka árangurinn í líkamsrækt. Þar eru æfingar stundaðar ýmist úti eða inni. Þátttakendur etja kappi við tímann eða fjölda endurtekninga. Þar er keppnisandinn ríkjandi. Æfingakerfið byggir á áratugalangri reynslu við þjálfun íþróttafólks þar sem skemmtun og fjölbreytileiki æfinga er hafður að leiðarljósi. Þá er Jump fit námskeiðið sívinsælt, en það er æfingakerfi með sippuböndum. Sport fit og Jump fit námskeiðin eru hönnuð af Valdísi Sigurþórsdóttir, þolfimikennara.

Á meðal nýjunga í opinni tímatöflu í Hreyfingu eru Lóðapallar, þar sem þátttakendur halda á léttum lóðum á meðan þeir gera pallaæfingar.

segir að Hreyfing leggi áherslu á að í Leiklandi sé ávallt ábyrgt og hæft starfsfólk, sem sjái til þess að börnunum líði vel og hafi ánægju af dvölinni. Leitast sé við að ráða starfsmenn til barnagæslunnar sem hafa ánægju af henni og búa að góðri reynslu við umönnun barna. Í Leikland eru allir velkomnir og er ekki aldurstakmark nema á sunnudögum, en þá er tveggja ára aldurstakmark.

Fyrstu skrefin í heilsurækt þurfa ekki að vera erfið

Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar.

Líkami og sál endurnærð í Blue Lagoon spa

Heitu pottarnir í garðinum í Hreyfingu njóta mikilla vinsælda á meðal viðskiptavina. Þar slakar fólk gjarnan á eftir æfinguna í þægilegu umhverfi og endurnærir líkama og sál í eimböðum og gufum. Heitu pottarnir innihalda m.a. hreinan jarðsjó. Í Blue Lagoon spa eru í boði meðferðir byggðar á náttúrulegum virkum efnum Bláa Lónsins, þar sem finna má orkugefandi áhrif kísilsins, nærandi áhrif þörunga sem einnig byggja upp kollagen húðarinnar og styrkjandi og hreinsandi áhrif vikurs úr hrauninu sem umlykur Bláa lónið. Þá er starfrækt barnagæslan Leikland í Hreyfingu í því skyni að auðvelda foreldrum að stunda reglubundna þjálfun. Ágústa

„Við þekkjum það vel að sumum finnst erfitt að koma inn á líkamsræktarstöðvar og hafa jafnvel ákveðnar hugmyndir um að slíkt henti þeim ekki. Það er tekið mjög vel á móti öllum sem koma í Hreyfingu og ráðgjafar taka á móti öllum nýjum viðskiptavinum, sýna þeim heilsulindina og fara yfir hvað henti þeim best til að komast af stað í ræktinni. Í boði eru einnig fríir prufutímar fyrir þá sem hafa ekki prófað að æfa áður í Hreyfingu. Engin ástæða er til að slá því lengur á frest að byrja, það er bara að taka ákvörðunina og hafa samband. Starfsfólk Hreyfingar er boðið og búið til þess að aðstoða,“ segir Ágústa. Fyrir þá sem eru farnir að huga að því að leggja drög að því að bæta heilsu sína á nýja árinu má geta þess að Hreyfing býður upp á sérlega spennandi tilboð, glæsilegar gjafir fylgja með í kaupbæti þegar fólk gerist meðlimur í ár eða lengur. En allar upplýsingar um tilboðin og fjölbreytta möguleika á að komast í gott form er að finna á www.hreyfing.is


Einn tveir og þrír 4.270

Skráning í Skeifunni 8, í síma 580 1808 e›a á heimasí›unni www.mimir.is


16 • Heilsa, menntun og nýsköpun

Flugakademían vill sjá flugnám sem viðurkenndan hluta íslensks menntakerfis.

– Keilir flugakademía

Allt sem viðkemur flugi Flugakademía Keilis hefur starfað með góðum árangri síðan í umbrotamánuðinum október 2008. Nú er kennt á flestum sviðum flugsins og er markmiðið að þar megi finna allt sem viðkemur flugi. Kári Kárason skólastjóri Flugakademíunnar vill sjá flugnám verða viðurkenndan hluta hins almenna menntakerfis á Íslandi. „Strax og Keilir varð til vorið 2007 hófumst við handa við að fá flugskólaleyfi. Eftir að skólinn hófst í október 2008 höfum við verið að stækka við okkur og bæta við flugvélum,“ segir Kári. Í Flugakademíunni eru þrjú stig flugnámsins kennd: einkaflug, atvinnuflug og blindflug. Einnig er um að ræða nám í flugumferðarstjórn, flugfreyju/þjónanám og síðan flugrekstrarfræði frá og með þessari önn. Nú er það þannig að hægt er að fá námslán fyrir bóklega hluta atvinnuflugnámsins en ekki verklega hlutanum, auk þess er nám í flugumferðarstjórn og flugfreyju/ þjónanám einnig lánshæft. „Við viljum breyta þessu,“ segir Kári, „í þá veru að allt flugnám verði lánshæft.“ Hingað til hefur ekki verið í boði nám í flugumferðarstjórn og flugþjónustu hér á landi heldur er aðeins kennt til þessara starfa á tilvonandi vinnustöðum. „Þeir sem leggja stund á þetta nám hér hljóta rétt til þess að fara í framhaldsnám í flugumferðarstjórn í Evrópu og flugfreyjur og þjónar geta sótt um hjá hvaða alþjóðlegu flugfélagi sem er en víðast hvar er gerð krafa um að maður hafi lokið þessu námi,“ segir Kári.

Að læra til atvinnuflugmanns

Ástæða þess að flugnám hefur ekki hlotið meiri sess í íslensku menntakerfi telur Kári stafa af því að hingað til hefur ekki verið vel skilgreint hvers kyns nám þarf til þess að verða atvinnuflugmaður. „Það sem við höfum verið að gera er að skilgreina leiðina frá byrjun til enda og skipta niður í annir.“ Kári bendir þó á að vegna eðlis námsins sé erfitt að skilgreina það jafn vel og margt annað nám þar sem hver og einn hagar flugtímum eftir eigin höfði. „En ef námið er stundað til fulls undir stjórn skóla og flugnemar iðnir við að taka flugtíma þá er námið tvö til tvö og hálft ár.“ Fyrsta skrefið í átt að atvinnuflugmannsréttindum er að ljúka námi til einkaflugs. Sólóprófið margrómaða er á því stigi en það er þegar flugmaður flýgur einn í fyrsta skipti. „Þetta er líklega stærsta stökkið fyrir flugmenn og það sem verður þeim hvað minnistæðast síðar meir,“ segir Kári. Eftir einkaflugn á m s p ró f i ð er leyfilegt að fljúga með Kári Kárason farþega án skólastjóri Flug- þess þó að taka akademíunnar gjald fyrir. Næsta stig er atvinnuflugmannspróf þar sem lært er að fljúga með meiri nákvæmni en áður, en einnig er nauðsynlegt að ljúka blindflugsréttindum vilji maður verða atvinnuflugmaður. Á því stigi er flugmælitækjum algerlega treyst, t.d. í slæmu skyggni, miklu skýja-

Sambærilegt nám í Noregi er þrisvar sinnum dýrara. fari og þoku. „Á þessu stigi verður maður að læra að treysta tækjunum frekar en skynfærunum, en það getur verið erfitt,“ segir Kári. „Stundum er maður að fljúga og manni finnst eins og vélin halli og mann langar að leiðrétta það en tækin staðfesta ekki þessa skynjun manns. Þá verður maður að treysta tækjunum.“

Hagstætt verð í lærdómsríkum veðurskilyrðum

Að sögn Kára hefur fólk erlendis frá verið áhugasamt um flugnámið á Keili. „Það er margt sem mælir með því að læra hér á landi nú, til dæmis kostar sambærilegt nám í Noregi rúmar 15 milljónir

á meðan okkar nám er á rúmar 5 milljónir,“ segir Kári og bætir við að flugkennarar séu allir með góða reynslu, bæði úr millilandaflugi og innanlandsflugi. „Flugumferð er náttúrulega ekki mikil hér á Íslandi og ekki þarf að fljúga langar leiðir til að komast á æfingasvæði. Auk þess erum við ekki þjakaðir af þjónustugjöldum og því er hagstætt að læra flug hér á landi.“ Allt bóklegt nám er einnig kennt í fjarnámi sem hægt er að stunda hvar sem er. Kári bendir einnig á að gott sé að læra í veðráttunni á Íslandi. Varla sé hægt að komast í fjölbreyttari veðurskilyrði, ekki geti aðeins snjóað og hvesst heldur þurfi einnig að læra að varast sjóinn, fjöllin og jöklana.

Fleiri námsbrautir framundan

Í Flugakademíunni stendur til að bjóða upp á flugvirkjanám og diplómanám í flugrekstrarfræði er í þann mund að hefjast. „Flugvirkjun hefur ekki verið kennd á Íslandi í tugi ára svo okkur þykir gaman að geta bráðum boðið upp

á það nám aftur. Síðan er að hefjast diplómanám í flugrekstrarstjórn til 60 eininga í samstarfi við Háskóla Íslands. Það nám er til dæmis ágætt fyrir þá flugmenn sem vilja mennta sig meira í greininni,“ segir Kári. Í flugrekstarfræði er hægt að læra allt sem snýr að starfsumhverfi flugsins, en þar er kennt um reglugerðir, lög og markaðsfræði flugsins svo dæmi séu tekin. Kári telur að það eigi alls ekki að draga úr fólki þó að ástandið í þjóðfélaginu sé almennt slæmt um þessar mundir og bendir þvert á móti á að það skipti máli að vera tilbúin með réttindi sín á rétta augnablikinu. „Nú er náttúrulega niðursveifla í flugi sem og annars staðar. Við, sem og aðrir í greininni, gerum hins vegar ráð fyrir því að árið 2011 verði flugið á uppleið aftur. Þess vegna er kjörið fyrir nemendur að hefja núna nám þannig að þeir séu komnir með réttindi sín eftir tvö til þrjú ár þegar aftur verður komin uppsveifla í greinina og aukinn starfskraft vantar í flugið,“ segir Kári að lokum.


Gleðilegt nýtt heilsuár!

NÝÁRSTILBOÐ Verð frá 4.800 kr. á mánuði. Veldu þér aðild, 12 eða 24 mánaða og veldu glæsilega gjöf frítt með. 1

2

Mp3 spilari

3

3ja mánaða áskrift af Skjá einum

Settu þig og heilsu þína í fyrsta sæti 2010! Hreyfing kemur þér í þitt besta form með frábærum þjálfurum og góðri aðstöðu. Skoðaðu tíu atriði sem gera upplifun þína í Hreyfingu ánægjulegri. Kíktu á www.hreyfing.is Hafðu samband, sendu okkur póst á hreyfing@hreyfing.is eða hringdu í síma 414-4000

Leirmeðferð í Blue Lagoon spa – fyrir tvo

Fullkominn tækjasalur Fjölbreyttir hóptímar Átaksnámskeið Einkaþjálfun Einkaþjálfun - hópþjálfun Heitir pottar, jarðsjávarpottur, sauna og vatnsgufa Blue Lagoon spa Barnagæsla

Tilboðið gildir til 20. janúar 2010. Allar upplýsingar á www.hreyfing.is

Álfheimar 74 Sími: 414 4000 hreyfing@hreyfing.is www.hreyfing.is


18 • Heilsa, menntun og nýsköpun

Sérfræðingarnir - hinar sérstæðu gáfur einhverfra nýttar Til stendur að koma á fót fyrirtæki á Íslandi að danskri fyrirmynd þar sem hinar sérstæðu gáfur einhverfra, sem lúta oft að nákvæmni og næmni fyrir ósamræmi og villum í hvers kyns kerfum og við hin komum kannski ekki auga á. Þekkingarhópur á vegum Umsjónarfélags einhverfra stendur að verkefninu en síðastliðið sumar hlaut Unnur Berglind Hauksdóttir styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til undirbúnings verkefnisins.

Upphafið

Hið danska fyrirtæki Specialisterne var stofnað af Thorkil Sonne árið 2004 eftir að sonur hans greindist með einhverfu. Thorkil sá fram á að eftir unglingsaldur byðist einhverfum engin tækifæri sem leiddi oft til einangrunar og þunglyndis viðkomandi einstaklinga. Talið er að um 0,6-1,0% mannkynsins sé á einhverfurófinu svokallaða, en einhverfa og Asperger-heilkenni er mun algengari á meðal karlmanna en kvenna. „Raunin er sú að hinir getumeiri einstaklingar á einhverfurófinu eru fullfærir um að vinna ef umhverfið samræmist þörfum þeirra fyrir skipulag, fyrirsjáanleika og er streitulaust,“ segir Unnur Berglind mastersnemi í mannauðsstjórnun. „Í sumum störfum, svo sem prófunum og slíku í hugbúnaðargeiranum geta eiginleikar þeirra raunar nýst betur en annarra þar sem mikil þörf er á endurtekningum og nákvæmni.“ Thorkil, sem hafði um langt skeið starfað í fjarskipta- og tölvuiðnaði, kom auga á þetta og upp spratt fyrirtækið Specialisterne. „Hingað til hafa vinnuúrræði handa fötluðum aðallega beinst að þeim með sýnilega fötlun. Hinir sem virka ekki í streituvaldandi vinnuumhverfi samtímans og uppfylla ekki kröfur um félagslega færni, þeir sem hafa ósýnilega fötlun, hafa að mörgu leyti orðið útundan,“ segir Unnur Berglind. “Vegna úrræðaleysis hafa þessir einstaklingar lent á örorkubótum, einangrast félagslega og orðið iðjuleysi og þunglyndi að bráð.„ Í fyrirtæki Thorkils er skapað umhverfi þar sem einhverfum líður vel. Allir umsækjendur um starf hjá Specialisterne fá fimm mánaða þjálfun áður en þeir hefja störf að sögn Unnar Berglindar. Þó hljóta ekki allir þeirra vinnu hjá fyrirtækinu þar sem ekki öllum hentar að vinna innan þess sviðs sem fyrirtækið starfar. Vegna eðlis þeirra verkefna sem fyrirtækið tekur að sér, við öryggis- og hugbúnaðarprófanir og bilanaleit, þá eru Sérfræðingarnir sendir til starfa á vinnustöðum sjálfra fyrirtækjanna sem skipt er við. Þetta krefst náins samstarfs við viðkomandi fyrirtæki. Fær viðkomandi Sérfræðingur sinn eigin tengilið og gæta þarf þess að umhverfið sé rólegt og streitulaust og að engin tvíræðni sé í skilaboðum né skipunum. „Þau fyrirtæki sem hafa fengið sérfræðing hafa mörg hver tekið upp þessa vinnuhætti sem notaðir hafa verið fyrir Sérfræð-

Unnur Berglind Hauksdóttir og Hjörtur Grétarsson leggja nú kapp við að koma Sérfræðingum af stað í íslensku atvinnulífi. ingana, enda geta allir misskilið tvíræðni í svipbrigðum og skilaboðum,“ segir Unnur Berglind. Laun sérfræðinganna eru samkeppnishæf við laun annarra einstaklinga og lögð er áhersla á að ekki sé um góðgerðarstarf að ræða heldur samkeppnishæft fyrirtæki. Specialisterne er sjálfseignastofnun og hefur verið rekin með hagnaði seinustu tvö ár að sögn Unnar Berglindar. Fyrirtæki Thorkil hefur vakið mikla athygli, innan sem utan Danmerkur enda víðar sem vantar úrræði fyrir fólk á einhverfurófinu. Þegar til stóð að færa út seglin var ákveðið að gera það sem franchise, eða sjálfstætt útibú, það er Specialisterne bjóða þeim löndum sem hafa áhuga á, að fá ráðgjöf eða leiðsögn til að koma á fót slíku útibúi. Á þann hátt verður fyrirtækið stækkað. Um þessar mundir á sér stað þess konar vinna hér á landi.

Að koma á fót hinum íslensku sérfræðingum

Reykjavík er einn af fyrstu stöðunum í heiminum þar sem

Í fyrirtæki Thorkils er skapað umhverfi þar sem einhverfum líður vel. Allir umsækjendur um starf hjá Specialisterne fá fimm mánaða þjálfun áður en þeir hefja störf

ætlunin er að koma Sérfræðingafyrirtæki á fót. Hinar þrjár borgirnar eru Köln, Berlín og Glasgow. Um þúsund manns hafa greinst hér á landi með einhverfu en talið er að allt að þrjúþúsund manns geti verið á einhverfurófinu. Umsjónarfélag einhverfra hefur lengi verið að leita úrræða fyrir einhverfa en ekkert fundið fyrr en nú sem veitir einhverfum stuðning yfir lengri tíma. Skoskt ráðgjafafyrirtæki sem og einn starfsmaður Specialisterne hafa komið hingað til lands til þess að gera fýsileikakönnun að sögn Hjartar Grétarssonar er fer fyrir þekkingarhópi Umjónarfélags einhverfra. „Í fýskileikakönnuninni er verið að athuga hvort grundvöllur sé fyrir þessa starfsemi hér á landi,“ segir Hjörtur. „Hvort hér séu nægileg verkefni, hvort samfélagslegt umhverfi sé gott, hvort raunveruleg þörf sé á starfseminni, semsagt hvort það sé hægt að fara út í þess háttar viðskipti.“ „Við höfum haft samband við marga aðila, svo sem Atvinnu

með stuðningi, Velferðasvið Reykjavíkurborgar og Vinnumálastofnun, höfum talað við mörg hugbúnaðarhús, svo sem Marel og CCP, raunar alla sem myndu komu til með að vera hluti af stuðningsneti. Og það eru allir til!“ segir Hjörtur. Næstu skrefin felast í að stofna sjálfseignastofnun um verkefnið sem verður gert nú í janúar að sögn Hjartar. „Við þurfum að fjármagna þetta því það kostar að koma þessu af stað, en síðan þegar Sérfræðingarnir byrja að vinna mun þetta vera að öllu leyti sjálfbært.“ Þekkingarhópurinn leitar nú að stofnaðilum, öllum þeim sem hafa áhuga á að koma að þessu að einhverju leyti og er hægt að kynna sér nánari upplýsingar á www.sérfræðingarnir.is. „Það er greinilegt að Specialisterne úti í Danmörku er að virka, fyrirtækið hefur hlotið margs konar viðurkenningar. Það er alltaf stuðningur til staðar fyrir Sérfræðingana, þess vegna gengur þetta upp,“ segir Unnur Berglind að lokum.


Heilsa, menntun og nýsköpun • 19

Nú getur þú tekið betri ákvarðanir í alþjóðavæðingunni á grundvelli nýjustu þekkingar Að fanga heiminn er nýstárleg og vel framsett bók með útdrætti úr fræðigreinum um alþjóðamarkaðssetningu á “mannamáli”. Bókin opnar tækifæri fyrir stjórnendur og ráðgjafa til að nýta sér nýjustu rannsóknir og þekkingu til að fá innsýn í hvaða leiðir eru líklegar til að skila árangri í alþjóðavæðingunni. Meðal þess sem fjallað er um í bókinni er: • Menning og umhverfi • Nýting fagsýninga • Markaðssetning á internetinu • Verðlagning á erlendum mörkuðum • Inngönguaðferðir • Samkeppnisumhverfi og samkeppnishæfni • Nýting fyrirliggjandi upplýsinga Bókin fæst í Penninn Eymundsson, á Leifsstöð, og í Bóksölu stúdenta www.avinningur.is


20 • Heilsa, menntun og nýsköpun

-Viðtal við Árna Sigfússon, stjórnarformann EFF, Eignarhaldsfélagsins Fasteignar

Sveitarfélögin ná 20-30% sparnaði í byggingaframkvæmdum Einhverjum kann að þykja það framandi hugmyndafræði að sveitarfélög selji eigin félagi eignir sínar, eða láti félagið byggja fyrir sig og borgi kostnað af eigninni í formi leigu , en út á þetta gengur Eignarhaldsfélagið Fasteign, eða EFF, meðal annars. Fyrir hönd eigenda sinna, sem eru flestir sveitarfélög, tekur EFF að sér stórar framkvæmdir á borð við skólabyggingar, íþróttahús og sundlaugar, og sér svo um viðhald þeirra. Nú síðast mátti sjá afrakstur starfsins þegar nemendur Háskóla Reykjavíkur fluttust í nýja 30.000 þúsund fermetra byggingu í Nauthólsvíkinni, en EFF stendur á bak við þá framkvæmd. Árni Sigfússon, stjórnarformaður EFF, segir að með þessu fyrirkomulagi náist mikil hagræðing, enda skapist mikil þekking og reynsla innan félagsins, sem ekki myndist í litlum sveitarfélögum alla jafna. Árni segir að þar sem eignarhaldsfélag sjái um fjármögnun framkvæmda, gæti mun meira aðhalds í öllu tengdu framkvæmdum. Þannig sé kostnaðaráætlun fylgt og viðhald bygginganna tryggt. EFF hefur að mestu sérhæft sig í skólamannvirkjum – grunnskólum, leikskólum, íþróttahúsum og sundlaugum. Sveitarfélög, sem eiga aðild að EFF, eru nú ellefu talsins, ásamt Íslandsbanka, Háskóla Reykjavíkur og öðrum aðilum.

Veruleg hagræðing

Árni segir að upphafið að EFF megi rekja til byrjunar síðasta áratugar þegar mörg sveitarfélög stóðu frammi fyrir augljósum þörfum um uppbyggingu, þar á meðal Reykjanesbær, þar sem Árni er bæjarstjóri. Stofnendur EFF hafi því velt því fyrir sér hvort unnt væri að ná fram meiri samlegðaráhrifum ef sveitarfélögin ynnu að uppbyggingunni með stærri aðilum. „Við vildum sjá hvort ekki væri hægt að finna leið til að safna meiri þekkingu á bak við byggingu skólamannvirkja. Þessi minni sveitarfélög, Reykjanesbær meðtalinn, byggja skólamannvirki á um 10-15 ára fresti en vegna þess hve langt líður á milli einstakra byggingarverkefna varðveitist þekking innan sveit-

arfélagsins síður og er því í raun alltaf verið að byrja upp á nýtt. Við gerðum okkur ljóst að hægt væri að ná meiri árangri með því að fá fram samlegðaráhrif fyrirtækis sem gæti sérhæft sig á ákveðnum sviðum og tengt sveitarfélögin við fjármálastofnanir. Rannsóknir höfðu að sama skapi sýnt að það gæti verið verulegt hagræði að setja slíkar framkvæmdir í hlutafélagsfyrirkomulag, frekar en að pólitískar nefndir í hverju sveitarfélagi fyrir sig sæju um framkvæmdirnar. Að sama skapi töldum við líka að unnt væri að fá hagstæðari lánakjör, í það minnsta ekki lakari. Þetta er því nokkurs konar samvinnufélag sveitarfélaganna, þótt í hlutafélagsformi sé. Sem dæmi um samstarfið við EFF þá ákveður sveitarfélag að það þurfi að byggja grunnskóla. Það greinir sínar grunnþarfir gagnvart slíkri byggingu og hefur svo samband við EFF. Sérfræðingar okkar , sem hafa þá margoft unnið sömu greiningar, fara yfir málið og meta með hvaða hætti hentar að vinna verkið. Því næst er sett fram áætlað mat um kostnað byggingarinnar og úr verður grunnsamningur. Í þessum samningi er ákveðinn styrkur, en EFF verður að standa við umræddan samning og ekki þarf að óttast miklar sveiflur þar frá. Félagið útvegar svo fjármagn og er það svo greitt niður í formi leigu. Miðað er við að eftir 30 ár sé eignin uppgreidd í Eignarhaldsfélaginu Fasteign sem á þá eigurnar skuldlausar. Þegar samningi lýkur hafa sveitarfélögin alltaf forkaupsrétt á eignunum og þar með möguleika á endursamningum. Þar sem sveitarfélögin eru svo eigendur félagsins geta þau tekið ákvarðanir um framhaldið. Þegar leigutími er liðinn og sveitarfélögin eiga eignirnar skuldlaust í gegn um EFF, getum við áætlað að það sé gríðarlega hagstætt umhverfi framundan fyrir sveitarfélögin,“ segir Árni.

Staðið við gerðar kostnaðaráætlanir

Með þessu fyrirkomulagi segir Árni að unnt sé að ná fram gríðarlegum sparnaði, eða um 20-30% við hverja framkvæmd. „Sparnaðurinn sem þannig næst er ef til vill 200-250 milljónir við byggingu eins skóla og munar nú um minna

EFF byggði þessa glæsilegu slökkvistöð í Fjarðarbyggð árið 2007.

Árni leggur hornstein að Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ sem EFF byggði. fyrir þessi litlu sveitarfélög. Þessi sparnaður fæst að hluta til vegna þess að með aðferðafræði EFF myndast ákveðnir kraftar sem

miða að aukinni hagkvæmni. Þó að sveitarfélögin séu eigendur í EFF, er ákveðin fjarlægð þar á milli. Þannig gera sveitarfélögin ákveðnar kröfur til EFF, sem þau myndu ellegar ekki gera gagnvart sjálfum sér. Það er í raun bara ein niðurstaða tæk: kostnaðaráætlanir sem voru gerðar í upphafi verða að standast. Fjármagnið, sem EFF aflar, er fengið út á leigusamninga við sveitarfélögin og hefur EFF ekki aðgang að frekari sjóðum, líkt og ríkið og sveitarfélögin. Félagið hefur nú séð um einhverjar 18 framkvæmdir og ef þær hefðu ekki staðist áætlanir, væri félagið löngu gjaldþrota. Sem dæmi þá var mikill spenna í hagkerfinu í ársbyrjun 2007 um það leyti sem við vorum að setja framkvæmd á okkar vegum í útboð. Í ljós kom að lægsta boðið var 70% yfir kostnaðaráætlun. Það lá í augum uppi að á því verði væri ekki hægt að hefja framkvæmdina enda var þessi verðlagning ekki raunsæ. Við þurftum því að finna leið til

að klára þetta á því verði sem við höfðum talað um. Í framhaldinu fundum við verktaka sem gat tekið þetta að sér á eðlilegu verði og verkið var klárað. Það er ekki víst að sambærilegt mál hefði endað eins ef sveitarfélag hefði átt í hlut. Þegar sveitarfélög og ríkið hafa staðið í framkvæmdum hefur þessum aðilum hætt til að fara fram úr áætlunum, og í sumum tilvikum verulega langt fram úr þeim. Þetta félag er öðruvísi – áætlanir standast. Stjórn EFF ákvað nýlega að láta utanaðkomandi aðila, KPMG, vinna skýrslu fyrir sig og rannsaka hvort þær áætlanir sem gerðar voru í upphafi stæðust. Það kemur skýlaust fram í þessari skýrslu að sú hefur verið raunin,“ segir Árni.

Viðkvæm umræða

Sumir hafa spurt hvernig það geti verið sveitarfélögum mögulega til hagsbóta að selja frá sér til þriðja aðila samfélagslega verðmætar eignir. Árni segir að mikilvægt sé að fólk átti sig á því


Heilsa, menntun og nýsköpun • 21

Nemendur HR fluttu yfir í nýja byggingu í Nauthólsvíkinni fyrir skemmstu. að það sé einmitt ekki að gerast, enda séu sveitarfélögin sjálf eigendur EFF. „Við hrærumst í mjög pólitísku umhverfi og höfum heyrt óvægnar gagnrýnisraddir sem segja að sveitarfélögin séu að selja frá sér allar eignir og enginn greinamunur er gerður á EFF og öðrum fasteignafélögum. Þetta er viðkvæmt mál og virðast sumir alveg sleppa því í umræðunni að sveitarfélögin eru eigendur EFF og eiga þarafleiðandi eignirnar ennþá. Samsetning EFF er í raun ólík öllum öðrum fasteignafélagi hér á landi og raunar á það sér ekki heldur beina erlenda fyrirmynd, því víða erlendis eru það einmitt einkaaðilar sem reka slík félög.

Liggur vel við pólitísku höggi

Sveitarfélögin leggja hluta eigna sinna inn í félagið eða fela því að byggja og hefja síðan leigugreiðslur sem verða til þess að greiða niður eignir félagsins og við það hækkar rekstrarkostnaður sveitarfélagsins. Þegar sveitarfélög taka hinsvegar lán fyrir byggingarframkvæmdum fer lánskostnaður inn í efnahagsreikninginn, en ekki rekstrarreikninginn. Hjá okkur er rekstarhliðin því þyngri. En á sama hátt er skuldahliðin líka þung, enda er skylda að gera grein fyrir þessum skuldbindingum í ársreikningnum – þannig er verið að reikna upp skuldbindingar sveitarfélaganna gagnvart sínu eigin félagi. Það sem kemur hins vegar ekki fram í ársreikningnum er að sveitarfélögin eignast þetta virði sem myndast innan

EFF. Þetta “eins dálks bókhald” er í raun ákveðinn galli í uppsetningunni, jafnvel þótt þeir sem þekkja til viti betur, en því má segja að þessi tilhögun liggi vel við pólitísku höggi,“ segir Árni. Árni segir einnig að mikilvægur þáttur í fyrirkomulagi EFF sé að þar sem sveitarfélögin eru bæði leigutakar og eigendur, ráðskist enginn annar með þann hagnað sem mögulega skapist. „Þar sem sveitarfélögin eru eigendurnir njóta þau sjálf góðs af þeim hagnaði sem kann að myndast. Þannig að ef mikil arðsemi er af félaginu þá eru forsendur til að lækka leigu og hefur það tvívegis verið gert. Ég tel það vera algera sérstöðu að þegar góður hagnaður er af félagi sé leiga lækkuð. Þetta sýnir skýrast að hér eru önnur markmið en hámörkun arðs að baki - Því segi ég að samanburður á EFF við flest önnur fasteignafélög sé alveg ótækur,“ segir Árni.

Ódauðlegar eignir

EFF sér um allt utanhúss viðhald þeirra bygginga sem eru í eigu þess og segir Árni að þeim sé þar tryggður lengri líftími, enda geri sveitarfélögin kröfu um að viðhaldið sé eins og best er á kosið. „Þarna myndast þessi kraftar á milli félagsins og eigenda þess. Það eru gerðir leigusamningar sem kveða á um viðhald og því gera sveitarfélögin kröfur til félagsins að við þá sé staðið. Eignirnar verða því svo að segja ódauðlegar. Þær eru stöðugt endurnýjaðar og viðhaldið

Sjálandsskóli í Garðabæ hefur vakið mikla athygli, en heildarhúsnæði skólans er skipt í tvennt, það eru tvær byggingar sem munu standa sitt hvorum megin Vífilstaðalækjar og eru tengdar saman með bókasafni og upplýsingarými.

er mun markvissara en flestir þekkja úr opinberum rekstri. Það er óneitanlega tilhneiging stjórnmálamanna að þegar herðir að þá er viðhaldið látið gjalda ástandsins. Í gegnum tíðina hefur þótt flottara að reisa minnisvarðann en að halda honum við. Með þessu fyrirkomulagi er í raun og veru búið að loka fyrir að eignir séu látnar hrörna með tilheyrandi verðmætasóun,“ segir Árni.

Miklir stækkunarmöguleikar

Þar sem sameiginlegir hagsmunir sveitarfélaganna eru mjög skýrir, segir Árni að stækkunarmöguleikar EFF séu mjög miklir. „Við búum í litlu landi þar sem eru óvenju mörg sveitarfélög þannig að aðstæður til að sameina kraftana eru ef til vill einstæðar hér. Það er ekki landfræðilega langt á milli sveitarfélaga og smæð þjóðarinnar gerir okkur þetta kleift. Ég veit ekki um mörg sambærileg dæmi hjá öðrum þjóðum. Eins og er eru áttfalt fleiri sveitarfélög á landinu en þau sem eru nú í EFF og stækkunarmöguleikarnir því miklir. Þessi tækifæri til stækkunar eru fólgin í einsleitnari verkefnum í þágu sveitarfélaganna, síður en að félagið blandist öðrum aðilum með ólíka hagsmuni, en okkar vilji stendur til að sveitarfélögin standi betur saman í þessu verkefni“ segir Árni að lokum.

Íþróttaakademían þykir hin allra glæsilegasta.

EFF hefur byggt fjölda leikskóla og má hér sjá leikskólann Sóla í Vestmannaeyjum.


22 • Heilsa, menntun og nýsköpun

Kjartan segir að með ábyrgri uppbyggingu fyrirtækisins geti Nautilus nú boðið viðskiptavinum sínum upp á afar hagstæð kjör. Myndir Ingó

-Nautilus á Íslandi

Líkamsrækt á bestu kjörum sem í boði eru Alþjóðlega líkamsræktarkeðjan Nautilus rekur nú orðið alls tíu stöðvar víðsvegar um Ísland. Kjartan Már Hallkelsson, rekstrarstjóri og yfirleiðbeinandi Nautilus á Íslandi, segir að fyrirtækið kappkosti að bjóða sem best kjör á líkamsræktarkortum svo allir þeir sem hafa áhuga á að stunda líkamsræklt við bestu möguleguar aðstæður eigi kost á því. Ein af sérstöðum Nautilus stöðvanna er að þær eru allar staðsettar í sundlaugarhúsnæði og er því hægt að skella sér í pottinn eða sund að æfingum loknum, en öll kort sem keypt eru hjá Nautilus gilda bæði í líkamsrækt og sund. Kjartan segir að viðskiptavinir Nautilus kunni virkilega að meta þá þjónustu og nýti sér óspart. Því megi segja að nýtingin á kortum Nautilus sé mun betri en gengur og gerist og afar sjaldgæft að þau standi ónotuð.

Allt innifalið í kortinu

Nautilus stöðvarnar eru allar útbúnar tækjasölum með sérstökum Nautilus æfingartækjum sem og þrektækjum. Þjálfun

Líkamsræktarkort Nautilus gilda einnig í sund og nýtast því oft til fulls.

í tækjum með þjálfara er svo innifalin í verðinu á kortum Nautilus. „Það sem við viljum að allir geri er að panta sér ókeypis prufutíma hjá þjálfara hjá okkur og fá æfingaáætlun sem hentar hverjum og einum. Þjálfararnir okkar taka vel á móti fólki og spyrja hverju sóst er eftir og á hvað skuli leggja áherslu. Æfingaráætlunin er svo sniðin eftir því. Einnig er innifalin fitumæling fyrir þá sem vilja. Eftir tímann er viðkomandi búinn að fá kennslu á tækin og er fær um að stunda næstu tíma sjálfur. Ef svo koma upp einhver vafaatriði þá er haft samband samband við þjálfara okkar, en hann er alltaf á svæðinu og til tals viðkomandi að kostnaðarlausu. Við kappkostum að veita þannig eins persónulega þjónustu og völ er á og höfum við fundið þakklæti viðskiptavina okkar fyrir það,“ segir Kjartan.

Persónuleg þjónusta

Nautilus tækin hafa þá sérstöðu að hafa svokallaða Nautilus skel innanborðs en hún gerir það að verkum að þegar lyft er í tækjunum þá breytist mótstaðan og átakið helst því jafnt

allan hreyfiferilinn. Þetta gerist hins vegar ekki þegar æft er til dæmis með lausum lóðum en þá er mótstaðan til dæmis í bekkpressu mest í byrjun hreyfingar á leiðinni upp en verður svo auðveldari þegar líður á lyftuna. Nautilus skelin gerir því sérhverja lyftu í tækjunum erfiðari og áhrifaríkari. Kjartan segir að það megi þó stýra því hversu erfiðar æfingarnar eru og að aðaláherslan sé lögð á hvernig þær eru gerðar. „Á bak við framleiðslu tækjanna liggja miklar rannsóknir sem miða að því að hámarka árangur og takmarka meiðslahættu. Það má því segja að þetta sé almenn heilsuþjálfun sem hægt er að útfæra á ýmsa vegu. Þetta hentar fólki á öllum aldri og í hvaða formi sem fólk er. Við vinnum bara æfingaáætlunina eftir því hvar viðskiptavinurinn er staddur í þjálfunarferlinu og því er auðvitað mikilvægt að ráðfæra sig við þjálfara áður en haldið er af stað,“ segir Kjartan.

Yfirveguð uppbygging

Kjartan hvetur áhugasama til að koma og skoða stöðvarnar, enda komi það mörgum á óvart hversu vönduð aðstaðan er miðað við verðið. „Við höfum sýnt yfirvegun í uppbyggingu á fyrirtækinu og erum skuldlaust fyrirtæki, sem aftur skilar sér í lágu verði gagnvart viðskiptavinum okkar. Við höfum fundið þakklæti frá viðskiptavinum okkar á þessum síðustu og verstu tímum og hvetur það okkur áfram og munum við því halda áfram að bjóða upp á líkamsrækt á bestu kjörum sem í boði eru,“ segir Kjartan. Nautilus rekur nú tvær stöðvar í Kópavogi, í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði, á Álftanesi, í Vestmannaeyjum, í Vogum, á Hellu og á Selfossi. Spinningtímar eru í Kópavogi og Hafnafirði. Þann 18. janúar næstkomandi mun Nautilus svo opna nýja stöð á Vík í Myrdal. Nánari upplýsingar eru á www.nautilus.is



24 • Heilsa, menntun og nýsköpun

Opni háskólinn í HR - nám fyrir fólk á öllum aldri Í Opna háskólanum í HR má finna menntun af ýmsu tagi, allt frá leiðtogaþjálfun fyrir stjórnendur til AdAstra námskeiða fyrir námsfús börn. Opni háskólinn varð til haustið 2008, þegar þau svið innan Háskólans í Reykjavík, sem lúta að annars konar menntun en hefðbundnu háskólanámi, voru sameinuð undir einn hatt. Skólinn reynir að nýta þá sérfræðiþekkingu sem er til staðar innan háskólasamfélags HR og samstarfsaðila skólans til þess að bjóða fólki fjölbreytta menntun og þá sérstaklega á sviði atvinnulífsins að sögn Halldóru Guðrúnar Hinriksdóttur forstöðukonu StjórnMenntar Opna háskólans.

Stjórnmennt sniðin að fyrirtækjum og stofnunum

Um helmingur starfsemi Opna háskólans snýr að námi fyrir atvinnulífið en menntagáttirnar tvær StjórnMennt og FagMennt, lúta að þeim hluta skólans. Í hinni fyrrnefndu menntagátt er áherslan lögð á menntun fyrir stjórnendur og sérfræðinga fyrirtækja og stofnana. „Okkar markmið er að efla stjórnendur á sviði stjórnunar og leiðtogahæfni, en gera það út frá forsendum fyrirtækisins. Þar af leiðandi hefjumst við ávallt handa á því, þegar fyrirtæki eða stofnun vill mennta starfsfólk sitt hjá okkur, að hitta stjórnendur þeirra og vinna ákveðna þarfagreiningu. Út frá því er unnið að því að bæta faglega þekkingu starfsmanna og efla þá á sviði stjórnunar og rekstrar,“ segir Halldóra. StjórnMennt byggir á grunni Stjórnendaskólans sem hafði verið starfsræktur um tíu ára skeið í Háskólanum í Reykjavík. Mikill áhersla er á að vinna með öllum sviðum atvinnulífsins sem og að nýta um leið þá sérþekkingu háskólaumhverfisins sem Opni háskólinn starfar í. Einnig er leitað út fyrir landsteinana til fremsta fagfólks á hverju sviði fyrir sig. „Þegar við höfum greint þarfir fyrirtækisins útbúum við þjálfunarsetur sem mætir þeim og eru efnistökin sótt inn í deildir háskólans og til samstarfsaðila. Setrin geta verið af mismunandi tímalengdum, allt frá þremur námskeiðum til tíu eða fleiri sem haldin eru yfir eina önn, ár eða lengur. Vinnustaðir leita einnig til okkar um styttri þjálfun í formi eins til hálfdags námskeiðs eða klukkustundar erindis. Eins og gefur að skilja er leiðtogahæfni í sviðsljósinu í setrunum en einnig er lögð áhersla á að halda við og bæta fagþekkingu á sérsviðum HR sem og að gera fólk fært um að takast á við stefnumótun fyrirtækisins, fjármálastjórnun þess, samningatækni og hvernig á að takast á við breytingar í rekstri þess,“ segir Halldóra. StjórnMennt býður einnig upp á fjölmörg opin námskeið fyrir stjórnendur. „Má þar nefna tvö spennandi námskeið í febrúar.“ Þá mun Valdimar Sigurðsson (PhD) halda námskeið um hlutverk markaðssetningar þegar hægist á mörkuðum þar sem reynt verður að komast til botns í því hvort minnka eða auka eigi fjármagn til markaðsmála þegar hægja fer á hjólum atvinnulífsins. Farið verður í hvernig

Halldóru Guðrúnar Hinriksdóttur forstöðukonu StjórnMenntar Opna háskólans og Charlotta Karlsdóttir, forstöðumaður FagMenntar. Myndir Ingó best er að haga markaðsmálum á krepputímum eftir eðli fyrirtækja og markaðar, hvar er skynsamlegt að skera niður fjármagn og hvar ekki. Einnig mun Sverrir Ólafsson (Ph.D) halda námskeið um árangursríkar fjárfestingar sem krefjast sveigjanlegrar ákvörðunartöku, sem byggist á áreiðanlegu verðmati verkefna. Með því að taka tillit til mismunandi fjárfestingavalrétta er

hægt að auðkenna verðmæti ýmissa þátta verkefnis og því skapa betri forsendur fyrir góðri ákvarðanatöku. Greining og magnsetning slíkra valrétta hefur afgerandi áhrif á endanlega ákvörðunartöku um fjárfestingar. Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á heimasíðu Opna háskólans.

Breið fagmennt fyrir starfsfólk

„FagMennt Opna háskólans býður upp á fjölbreytt og öflugt námsframboð fyrir einstaklinga og starfsfólk fyrirtækja sem vilja vaxa og dafna í starfi og einkalífi,“ segir Charlotta Karlsdóttir, forstöðumaður FagMenntar, en flest námskeiðin hjá FagMennt eiga það sameiginlegt að lúta að endurmenntun. Boðið er upp á lengra og styttra nám samhliða starfi, námskeiðin eru allt frá nokkurra tíma kennslu til lengri námsbrauta til ECTS eininga í samstarfi við deildir HR. „Sem dæmi um nýjar námsbrautir FagMenntar má nefna Flutningafræði sem spratt upp úr

þörf flutningafyrirtækja á endurmenntun starfsmanna,“ segir Charlotta. Þar verða kenndar hagnýtar sem og fræðilegar aðferðir sem eru notaðar í flutningum. „Þetta nám hentar bæði þeim sem vilja auka þekkingu sína í greininni samhliða vinnu og þeim sem hafa áhuga á að starfa í flutningagreinininni.“ Fyrir utan hinar ýmsu námsbrautir FagMenntar er þar einnig hægt að sækja lengri og styttri

Fyrir utan hinar ýmsu námsbrautir FagMenntar er þar einnig hægt að sækja lengri og styttri námskeið.

námskeið. Sem dæmi um lengri námskeið er hægt aðnefna rekstrar- og fjármálanám, nám til prófs í verðbréfaviðskiptum, og ýmiss konar stærðfræðinámskeið sniðin að atvinnulífinu. Styttri námskeiðin eru 4-16 klukkutíma löng og eru jafnólík að gerð og þau eru mörg. Þar má finna námskeið í gagnrýnni hugsun, skapandi kennsluháttum, innri endurskoðun, verkefnastjórnun, enskukennslu fyrir atvinnulífið, skattskil einstaklinga svo eitthvað sé nefnt. „Mikil eftirspurn er eftir framsæknum endurmenntunarnámskeiðum enda eru kröfur um endurmenntun og fagþekkingu miklar nú til dags,“ segir Charlotta. Nánari upplýsingar um námskeið FagMenntar er að finna á heimasíðu Opna háskólans.

Frumkvöðlar, bráðger börn og frumgreinar

Stór hluti Opna háskólans brúar bil í háskólanám með háskólagrunni FrumgreinaMenntar sem er undirbúningsbraut til háskólanáms þar sem megináherslan er á undirbúning fyrir tækni- og verkfræði. „Á frumgreinasviðinu eru um hundrað nemendur í hverjum árgangi, oft er svolítið síðan þessir nemendur voru í framhaldsskólum og veitir frumgreinanámið þeim mjög góðan undirbúning fyrir háskólanámið sem hefur með árunum sannað sig í árangir nemendanna þegar í tækni- eða verfræði er komið,“ segir Halldóra. FrumkvöðlaMennt Opna háskólans starfar í nánu samstarfi við nýsköpunarhúsið Klak sem hlúir að nýsköpun og uppgangi sprotafyrirtækja. „Klakið starfrækir Viðskiptasmiðju sem er einskonar hraðbraut nýrra fyrirtækja. Á þessari hraðbraut er boðið upp á námskeið sem skapa nauðsynlega þekkingu, þar sem leiðbeinendur og ráðgjafar vísa veginn og það skapast tengsl við

aðra furmkvöðla og fjárfesta sem veitir mikinn stuðning og orku.“ Börn og unglingar fá einnig sinn skerf af fræðslu og menntun hjá Opna háskólanum en í GrunnMennt má finna námskeið handa bráðgerum og námfúsum börnum. „Í GrunnMennt erum við í samstarfi við fyrirtækið Ad Astra og þar má finna námskeið í heimspeki, arkitektúr og Ólympíustærðfræði svo eitthvað sé nefnt. Oft vill það gerast að þessir nemendur fá ekki nægar áskoranir í skólakerfinu og því getur Ad Astra verið kjörin vettvangur fyrir þá nemendur að spreyta sig,“ segir Halldóra. Einnig er starfrækt menntagátt að nafni FjarMennt á vegum Opna Háskólans, en sú gátt hefur að geyma námskeið úr öðrum menntagáttum skólans, þá aðallega StjórnMennt og FagMennt. „Eins og nafnið gefur til kynna gengur FjarMennt út á fjarkennslu og vill Opni Háskólinn reyna að efla hana til þess að gera sem flestum kleift að mennta sig þótt þeir geti kannski ekki sótt tíma af ýmsum ástæðum,“ segir Halldóra.

Sókn í endurmenntun starfsfólks

Margir halda eflaust að á þessum umbrotatímum sé ekki stór vettvangur fyrir endurmenntun, að þegar niðurskurðahnífurinn er á lofti rúmist menntun starfsmanna ekki fyrir í fjárhagsáætlunum fyrirtækja. Að sögn Halldóru hefur raunin þó þvert á mótið verið önnur :„Við hjá Opna Háskólanum, og þá sérstaklega í StjórnMennt og FagMennt, höfum fundið fyrir áhuga fyrirtækja á alls kyns námi fyrir starfsfólk. Mikill áhugi er á að efla starfsfólk og stjórnendur virðast gera sér grein fyrir því að í breyttu viðskiptaumhverfi er þörf á vel menntuðu og þjálfuðu starfsfólki sem er upplýst um markmið og stefnumótun síns starfsvettvangs,“ segir Halldóra að lokum.


Árskort

í líkamsrækt og sund Á 31.990 kr. Aðeins 2.666 kr. á mánuði. Bjóðum vaxtalausar Visa/Euro-léttgreiðslur

Ókeypis prufutími undir leiðsögn þjálfara.

Bjóðum öllum að panta ókeypis prufutíma með þjálfara. Frítt í sund eftir tímann. 15 ára aldurstakmark (10. bekkur).

Tvö kort keypt í einu

aðeins 29.990 kr. Á mann eða aðeins 2.499 kr. á mánuði á mann í 12 mánuði. Bjóðum vaxtalausar Visa/Euro-léttgreiðslur.

Tilboðið gildir 2.-20. janúar 2010 kortið gildir í líkamsrækt og sund á báðum stöðvum nautilus í kópavogi – sundlaug kópavogs og íþróttamiðstöðinni versölum.

sundlaug kópavogs / sími 570 0470 íþróttamiðstöðin versalir / sími 570 0480 www.nautilus.is


26 • Heilsa, menntun og nýsköpun

-Rope Yoga

Heilsurækt fyrir líkama og sál Fyrir þá sem líða áfram í gegn um lífið án þess að raunverulega vera virkir þátttakendur í eigin ákvörðunum er Rope Yoga hjá Elínu Sigurðardóttur kjörið tækifæri til að gera breytingu þar á. Fyrir utan að styrkja allt stoðkerfi líkamans þá fylgir Rope Yoga rík hugmyndafræði sem kennir að taka raunverulega stjórn á eigin lífi og njóta þess. Rope Yoga eru æfingar sem eru gerðar með aðstoð banda og eru sérstaklega styrkjandi fyrir djúpvöðva líkamans að sögn Elínar. Sjálf segir hún þetta vera öflugustu kviðæfingar sem hún hefur kynnst og hefur hún prufað ýmislegt, enda keppt í sundi í átján ár og keppt á tvennum Ólympíuleikum.

Djúpvöðvarnir styrktir

Æfingarnar fara fram á sérstökum bekk þar sem fætur og hendur eru tengdar saman með böndum. Það hjálpar til við að draga að hnén eða lyfta fótunum á mismunandi vegu. Elín leggur mikla áherslu á að æfingarnar séu gerðar rólega og án allra kasta eða togs frá háls eða baki eins og margir geri í „kviðuppsetum“. „Við drögum saman kviðvöðvana á markvissan hátt með stuðningi frá böndunum, en þau veita okkur aðgang að djúpu kviðvöðvunum sem erfitt er annars að ná í,“ segir Elín.

„Þetta eru öflugustu kviðæfingar sem ég hef kynnst og hef ég nú þjálfað fyrir tvenna Ólympíuleika.“ Allar æfingar eru gerðar í vellíðan

Fólk gerir æfingarnar ýmist liggjandi á bakinu eða hliðinni. Æfingarnar virkja kviðinn, lærvöðva og rass. Í gegn um böndin styrkjast svo upphandleggir, brjóst og bak. „Þessar æfingar eru einnig mjög liðkandi fyrir axlirnar. Einnig leggjum við mikla áherslu á teygjur fyrir aftanverð og innanverð læri, mjaðmagrindarvöðva og alla vöðva sem verka á stirðleika í baki. Við höfum fengið ótrúleg viðbrögð frá fólki sem hefur átt við bakerfiðleika að stríða. Það geta allir gert þessar æfingar, burtséð frá hversu stirt eða liðugt fólk er - ég hef verið að þjálfa bæði okkar besta íþróttafólk á leiðinni á Ólympíuleika og fólk sem getur varla gengið. En ef einhver treystir sér ekki í ákveðnar æfingar þá finnum við alltaf aðra lausn á því

með öðrum æfingum, en við gerum allar æfingar þannig að manni líði vel,“ segir Elín. Hún segir þó ekki aldeilis laust við bruna í þessum æfingum, enda séu þetta miklar öndunaræfingar og öndun er auðvitað forsenda bruna. Æfingarnar geta því bæði verið megrandi og styrkjandi fyrir fólk án þess að það þurfi að hlaupa og hoppa frá sér allt vit, eins og Elín orðar það.

Vaknað til vitundar

Æfingarnar eru þó bara helmingurinn af kerfinu því að baki Rope Yoga liggur heilmikil hugmyndafræði sem byggir á sjö eftirfarandi þrepum: 1. Að vakna til vitundar 2. Að vera ábyrg(ur) 3. Ásetningur 4. Trúfesta 5. Að leyfa framgang

6. Innsæi 7. Þakklæti Elín segir að lykilatriði sé að vakna til vitundar og átta sig á í hvaða ferli og vana við erum föst í. „Við eigum það til að hafna okkur sjálfum og dæma á neikvæðan hátt. Raunar hafa rannsóknir sýnt að við höfnum okkur að meðaltali 800 sinnum á dag. Okkur þykir við ekki nógu góð til að njóta þess sem hugur okkar stendur til. Hugmyndafræði Rope Yoga gengur út á að breyta þessum hugsunum í jákvæðar hugsanir og klappa okkur sjálfum á bakið í stað þess að berja okkur áfram með svipu.

en með því að styrkja þessa óvirkustu vöðva líkamans sem bæta jafnvægi hans, getum við staðið bein og upprétt með sem minnstu viðnámi í tilverunni. „Allt sem þú gengur í gegnum vinnur þú á bæði líkamlega og andlega. Ef þú ert sterkur í kviðnum verður auðveldara að takast á við þau verkefni sem lífið býður upp á,“ segir Elín. Hér er þó aðeins drepið á það helsta í Rope Yoga æfingakerfinu. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér málið á www.elin.is og skrá sig á byrjendanámskeið.

Lífið gert auðveldara

Til þess þurfum við að taka ábyrgð á okkar eigin lífi og hætta að nota umhverfið og aðra þætti til að vorkenna okkur. Líta á allt sem við göngum í gegn um sem tækifæri frekar en vandamál. Það er í raun ekki hægt að gera neinar breytingar fyrr en við tökum ábyrgð og fyrirgefum okkur sjálfum. Ef við tökum ekki ábyrgð á okkar eigin lífi getum við lítið gert annað en að bregðast við eins og dýr,“ segir Elín. Æfingarnar og hugmyndafræðin eru svo vitaskuld samverkandi,

Æfingarnar eru hannaðar þannig að allir geti gert þær.

-Móðir Jörð

Mataræði Íslendinga fært til betri vegar Í um þrjátíu ár hefur Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi og eigandi matvælafyrirtækisins Móðir Jörð, frætt Íslendinga um hollustu þess að neyta lífrænt ræktaðra matvæla. Hefur þar verið mest áberandi íslenskt bygg sem Eymundur kallar Bankabygg og segir meinhollt fyrir Íslendinga, sem og aðra. Á nýju ári er því ekki úr vegi að gera nokkrar grundvallarbreytingar á mataræðinu til hins betra, en Eymundur segir lítið mál að skipta út gömlum hráefnum fyrir ný, enda bjóði Móðir Jörð upp á ótal spennandi uppskriftir með Bankabyggi og öðrum vörum frá Vallanesi.

Hrísgrjón Norðursins

Eymundur segist njóta þess að búa til nýja hluti og markað fyrir þá, en hann er frumkvöðull í ræktun byggs til manneldis á Íslandi. „Þetta byrjaði nú allt samhliða hefðbundnum búskap fyrir um þremur áratugum, en þá var lífræn grænmetisræktun fyrst og fremst ætluð fyrir heimilið. En svo fór þetta að spyrjast út og fyrirspurnir fóru að berast alla leið úr höfuðborginni, þannig að segja má að kallið hafi í fyrstu komið frá markaðnum. Þetta þróaðist svo áfram með árunum, í fyrstu ræktaði ég byggið fyrir kýrnar en þegar dýrahaldi var hætt færðist byggið yfir í baksturinn og svo í stað hrísgrjóna. Þegar ég var að kynna þetta í fyrstu spurði fólk mig hvort bygg væri ekki bara skepnufóður, en margir þeirra eru nú búnir að taka byggið alfarið inn í sína matargerð. Einnig hefur fjöldi matreiðslumanna tekið

ástfóstri við Bankabyggið og Ásgeir Theodórs yfirlæknir og sérfræðingur í meltingarsjúkdómum er einn þeirra sem hvetur fólk til neyslu Bankabyggs vegna hollustu,”segir Eymundur.

Eymundur segir köllun sína vera að kenna Íslendingum að borða bygg. Mynd Ingó.

Þjóðinni komið á bygg

Þó kallið hafi í fyrstu komið frá markaðnum segir Eymundur sína raunverulegu köllun vera að koma Bankabygginu, sem hann segir gjarnan kallað hrísgrjón norðursins, inn sem sjálfsögðum hlut í mataræði þjóðarinnar. „Um átta ára skeið hef ég staðið í verslunum og boðið viðskiptavinum að smakka og kennt fólki að nota Bankabygg og byggmjöl. Þetta geri ég líka af hugsjón um að breyta fæði þjóðarinnar til betri vegar. Sérstaklega núna í ljósi kreppunnar getur maður spurt sig af hverju við erum að flytja inn matvæli langar leiðir, þegar fæði sem er okkur hollara er ef til vill miklu nær. Allir eru sammála um að til dæmis appelsínur séu ríkur C-vítamín gjafi og eru þær einnig kælandi, sem verður að teljast gott fyrir þá sem búa við hlýrra loftslag. Við Íslendingar þurfum hins vegar tæpast á kælingu að halda og eigum sjálf jafnvel enn ríkari C-vítamín gjafa en appelsínur; íslensku gulrófuna. Nákvæmlega það sama gildir um byggið og hrísgrjónin. Hrísgrjón eru ræktuð í allt öðru loftslagi fyrir fólk sem er vant allt öðrum skilyrðum, en byggið þrífst vel hér líkt og við sjálf,“ segir Eymundur.

100% lífrænt

Vörur Móður Jarðar eru vottaðar 100% lífrænar, en Eymundur segir að ekki hafi verið aftur snúið

eftir að hafa bragðað á fyrstu lífrænt ræktuðu rófunni. „ Ég hef tekið þann pól í hæðina að hafa allar framleiðsluvörur Móður Jarðar lífrænt ræktaðar enda vil ég að neytendur geti treyst vörumerkinu Móðir Jörð sem stendur fyrir hreinleika og hollustu. Í upphafi míns búskapar ræktaði ég með tilbúnum áburði, en svo fann ég á bragðinu þegar ég ræktaði án allra aukaefna hvað þetta snýst um og þá var ekki aftur snúið. Þetta heyri ég líka frá viðskiptavinum mínum, t.d. hefur margt fullorðið fólk komið að máli við mig og þakkað mér fyrir að bjóða upp á rófur „sem bragðast eins og þær gerðu í gamla daga.“ En það sem gerir lífrænt ræktaðar vörur betri er að þær vaxa mun hægar og verða því safaríkari og bragðbetri, þær eru ferskari og geymast betur. Þar fyr-

ir utan þykja mér umhverfissjónarmið í hnattrænu samhengi ein og sér nægileg ástæða til að taka upp lífrænt ræktaða fæðu,“ segir Eymundur.

Íslendingar að koma til

Eymundur segir að Íslendingar séu almennt reiðubúnir að prófa nýja hluti, en þó séu margir sem láta viðjar vanans halda aftur af sér og nefnir í því sambandi gamlan skólabróður sem þurfti að fá hjartaáfall tvisvar áður en hann tók sig á í mataræðinu „Vandinn er einfaldlega að fá fólk til að breyta til. Langflestir þeirra sem smakka hjá mér eru sammála um gæði varanna, en eru þó tregari til að gera raunverulegar breytingu á mataræði sínu. En það er í raun miklu minna mál en margan grunar, hrísgrjónum má til

dæmis einfaldlega skipta út fyrir Bankabyggið og á heimasíðu Móður Jarðar www.vallanes.net má finna fjölda uppskrifta sem létta þér lífið.” Kartöflur og fjölbreytt úrval af útiræktuðu grænmeti voru fyrstu vörur Móður Jarðar en síðan kom ræktun byggs til manneldis og fljótlega var farið að huga að frekari framleiðslu úr bygginu. Móðir Jörð framleiðir tilbúin fryst grænmetisbuff sem heita Baunabuff, Byggbuff og Rauðrófubuff. Uppistaða hráefnisins er ræktuð í Vallanesi, s.s Bankabygg, kartöflur, rófur, hnúðkál, rauðrófur og steinselja og það sem er aðfengið svo.sem krydd og baunir er einnig vottað lífrænt. Buffin er best að setja frosin á pönnuna og hita í u.þ.b. 5 mín á hvorri hlið á nánast þurri pönnu þar til þau eru gullin og heit í gegn. Hjá Móður Jörð eru einnig framleiddar 3 tegundir af mýkjandi og græðandi húðolíum og heita þær Lífolía, Birkiolía og Blágresisolía. Fræðast má um þær á heimasíðu Móður Jarðar. Eymundur situr aldrei auðum höndum og kynnir jafnan spennandi nýjungar í vöruúrvali Móður Jarðar, sem hann vinnur í samstarfi við fjölskyldu sína. Fyrir jólin kom á markað Rauðrófugló, sem er bragðmikil grænmetisblanda sem bragðast vel með kjöt- og grænmetisréttum, sem og með ostum. Einnig eru í burðarliðnum nokkrar nýjungar sem munu fljótlega líta dagsins ljós. Nýlega voru gerðar breytingar á vörumerki Móður Jarðar og má sjá það hér á myndum. Tilgangurinn var að einfalda merkið og færa það nær grasrótinni, nær Móður Jörð.


Heilsa, menntun og nýsköpun • 27

- Jafnvægi heilsurækt

Heimilisleg heilsurækt sem skilar sér í okkar daglega lífi Jafnvægi heilsurækt opnaði nýverið nýtt húsnæði að Kirkjulundi í Garðabæ, þar sem boðið er upp á fjölbreyttar leiðir til iðkunnar STOTT PILATES, HATHA YOGA og svokallaðra TRX æfinga. Hrafnhildur Sigurðardóttir, eigandi Jafnvægis, er mikil atorkukona, en fyrirtækið byrjaði inni í bílskúr hjá henni og hefur nú vaxið og dafnað í kjölfar mikillar eftirspurnar og ánægju viðskiptavina. Nafnið segir Hrafnhildur að vísi til þess jafnvægis sem nauðsynlegt sé að finna í öllum hliðum lífsins, jafnt andlegu sem líkamlegu. Til að ná þessu jafnvægi leggur Hrafnhildur mikla áherslu á að hafa allt umhverfið í kringum kennsluna heimilslegt og þægilegt. Þetta jafnvægi er einnig að finna í öllum æfingum sem Jafnvægi heilsurækt býður upp á, þær eru hvort tveggja styrkjandi og liðkandi og ná til allra vöðva líkamans.

Djúpvöðvarnir gleymast

Hið svokallaða STOTT PILATES byggir á hinum upprunalegu pilates æfingum, en í STOTT hafa sjúkraþjálfarar yfirfarið æfingarnar og gert þær aðgengilegri fyrir hinn almenna borgara. Hrafnhildur segir að allar æfingarnar sé hægt að laga að þörfum hvers og eins, t.d. sé notast við ýmis konar aukahluti til að létta eða þyngja æfingarnar eftir því sem á við. „Í grunninn miðast STOTT PILATES að því að þjálfa djúpvöðva líkamans sem standa næst stoðkerfinu. Þessir vöðvar gleym-

ast oft í hefðbundinni líkamsrækt, en þeir hætta einfaldlega að starfa rétt séu þeir ekki notaðir og eykst þá meiðslahætta til muna,“ segir Hrafnhildur. STOTT PILATES hentar öllum aldurshópum og eru í boði bæði kvenna- og karlahópar. Æfingarnar eru styrkjandi og liðkandi fyrir allan líkamann - fyrst og fremst maga og bak, án þess þó að aðrir vöðvar séu undanskildir. Þá þykja æfingarnar kjörnar fyrir íþróttafólk, sem mótvægi við aðrar æfingar.

um sem iðkandinn gerir daglega, hvort sem það er að setjast í stól eða slá með golfkylfu.“ Jafnvægi býður upp á einkatíma, hóptíma og námskeið og geta áhugasamir leitað frekari upplýsinga á www.jafnvaegi.is

Með á nótunum

Líkami, hugi og sál samtengd

Í Jafnvægi heilsurækt er einnig kennd svokallað HATHA YOGA, sem er sú jóga grein sem allar aðrar jóga greinar byggja á. HATHA byggir á ævafornri hefð sem ætlað er að koma á jafnvægi milli orkustrauma líkamans og tengir saman líkama, huga og sál. Hrafnhildur segir að það sé algengt að fólk sé haldið þeim misskilningi að það geti ekki stundað jóga sökum stirðleika. „Þú átt einmitt að fara í jóga ef þú ert stirður, því smám saman liðkast þú við jóga æfingar.” Stærsti munurinn á jóga og pílates er að stöðunum er haldið lengur í jóga, á meðan pílates flæðir meira áfram. Í jóga er meira verið að leggja áherslu á að losa um spennu í vöðvum og auka liðleika. Hrafnhildur segir ótvíræða kosti bæði STOTT PILATES og HATHA YOGA æfinganna vera að þær styðji alveg einstaklega vel við okkar daglegu hreyfingar. Líkamsstaðan verður betri, jafnvægi

Hrafnhildur leggur áherslu á að umhverfi Jafnvægis sé rólegt og þægilegt. Mynd Ingó. eykst og bæði æfingakerfin leggja áherslu á djúpa öndun og mjúkar, langar hreyfingar sem ýta undir tengingu milli huga og líkama.

Unnið með eigin líkamsþyngd

Annað sem er nýtt hjá Jafnvægi er hið svokallað TRX æfingakerfi. -Í TRX er notast við sérhönnuð

bönd sem hanga í loftinu og er unnið með eigin líkamsþyngd. Æfingakerfið byggir á djúpvöðvaæfingum, þol- og styrktaræfingum, æfingum sem auka sprengikraft og liðleika. TRX æfingar henta flestum, jafnt eldri borgurum og íþróttamönnum í toppformi en æfingarnar líkja eftir hreyfing-

Ef allt þetta væri ekki nóg, þá gerir Hrafnhildur einnig út tónlistarnámskeiðið Með á nótunum fyrir börn allt að fimm ára aldri. En til viðbótar við alþjóðleg kennsluréttindi í STOTT PILATES, HATHA YOGA og TRX, þá er Hrafnhildur menntaður grunnskólakennari og hefur lokið námi við söngskólann í Reykjavík. Námskeiðið styðst við bókina Með á nótunum, sem Hrafnhildur skrifaði sjálf. Bók númer tvö er í prenntun og kemur út innan skamms. „Námskeiðið hefur verið mjög vinsælt og er alltaf gaman hjá okkur í tímum. Foreldrarnir koma með börnunum sínum og svo gerum við sitt lítið af hverju - syngjum, dönsum, leikum á hljóðfæri og gerum svo smá jóga og pílates í lokin. Markmiðið með námskeiðinu er að auka mál- og hreyfiþroska barnanna og virkja tónlistareiginleika þeirra. Þá vil ég líka gera foreldra svolítið meðvitaðri um notkun tónlistar í uppeldinu,“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur hefur einnig farið með námskeiðið inn á leikskóla við góðan orðstír, en þá eru það foreldrafélögin sem fjármagna námskeiðið í samráði við leikskólana.

Veitingastaðurinn og verslunin Krúska á Suðurlandsbraut:

Tekur þátt í að efla lífsandann og heilsuna Náttúrulækningafélag Íslands opnaði haustið 2008 ásamt Helgu Mogensen , veitingastaðinn og verslunina Krúsku á Suðurlandsbraut 12. NLFÍ var brautryðjandi í verslun og innflutningi á hollustuvörum sem hófst snemma á síðustu öld og opnaði m.a. matstofu að Skálholtsstíg 7 í Reykjavík árið 1944. Opnun veitingastaðarins Krúsku er mikilvægur þáttur í framþróun félagsins. Helga Mogensen hefur verið leiðandi í að efla lífsanda og heilsu íslendinga frá árinu 1978 og finnst það heillandi starf að vera tengd mat og matarhönnun.. Krúska býður upp á ljúffenga heita rétti dagsins ásamt matarmiklum súpum með nýbökuðu brauði. Kæliborðið er fyllt af góðum salötum og réttum til að taka með heim og lífrænt vottaðar afurðir eru seldar í versluninni.

Í matarborði Krúsku eru margir mjög girnilegir réttir.

Hér fylgir ein ljúffeng uppskrift með sem nefnist salsa með íslensku byggi en í henni er m.a. lífrænt ræktað bygg. • 3 dl bankabygg • 300 gr tómatar skornir í litla bita • 300 gr agúrka skorin i litla bita • 1 stk rauðlaukur smátt saxaður • 2 hvítlauksgeirar saxaðir • 1 búnt ítölsk steinselja söxuð • handfylli af kóríander saxaður • 3 cm ferskur engifer afar smátt saxaður • ólífuolía • salt og pipar eftir smekk • appelsínusafi og safi úr tveimur lime og 2 tsk turmerik og smá salt og pipar.

Helga Mogensen rekstrarstjóri með lífrænt ræktað grænmeti. Gott hráefni er notað í grunninn í matargerðinni og ekki er notað hvítt hveiti, hvítur sykur eða önnur aukaefni í matargerðina. ,,Nafnið Krúska þýðir blandað korn. Krúskan er notuð af flest-

um sem morgunmatur og hana er hægt að fá tilbúna í versluninni. Súpurnar okkar eru mjög vinsælar og daglega seljum við súpu í miklu magni ásamt salati og fleiru góðgæti. Eftirspurn eftir matnum okkar og vörum hefur verið aukast jafnt og þétt allt þetta ár. Við erum að þjóna fyrirtækjum hérna í nágrenninu við okkur og víðar en mikið er um það að starfsfólk geri sér góðan dag og panti mat hjá okkur. Einnig eru atvinnurekendur farnir að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að starfsfólkið fái góða næringu og hafi gott aðgengi að því. Krúska í samstarfi við Heilsuhælið í Hveragerði tekur þátt í að efla fjölbreytni í lífrænni ræktun á Íslandi í samvinnu við bændur og er leiðandi fyrirtæki í þróun og framreiðslu á hollum og góðum mat.

Hristið sósuna saman, skolið byggið vel og látið síðan suðuna koma upp, slökkvið undir, setjið lok á og látið standa í 20 mín. Þá á byggið að vera tilbúið. Kælið niður og blandið öllu út í byggið. Hrærið varlega og skreytið en þessi salsa er best að gera einum degi áður en hún er borin fram því þá ná kryddin ná að brotna betur.

Ég tek ofan fyrir þeim bændum sem hafa verið í ræktun grænmetis öll þessi ár en hafa ekki alltaf hlotið skilning opinberra aðila. Það vantar fleiri bændur í ræktun grænmetis en ég tel það vera mikið hagsmuna- og réttlætismál að þeir fái orku á sama verði og stóriðjan. Það er hægt að auka ræktun verulega á Íslandi til hagsbóta fyrir neytendur og við

eigum mikla sóknarmöguleika nú á þessum erfiðu tímum hjá þjóðinni. Um leið eflum við lífsandann og heilsuna. Lífsstíll Íslendinga hefur breyst mikið á undanförnum árum, vaxandi skilningur er á hollustu lífræns ræktaðrar vöru og þá verðum við að vera í stakk búin til að þjóna stöðugt stækkandi markaði,” segir Helga Mogensen.

Vöruval í versluninni er fjölbreytt.


28 • Heilsa, menntun og nýsköpun

-Viðtal við Dr. Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóra Klaks

Týndur áratugur frumkvöðulsins á Íslandi gerður upp Í kjölfar efnahagsþrenginga á Íslandi hefur orðið nýsköpun sprottið upp í síauknu mæli víða í samfélaginu. Stjórnvöld leggja mikla áherslu á þátt nýsköpunar í þeirri miklu efnhagsuppbyggingu sem Íslendingar standa frammi fyrir. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á uppbyggingu fjölbreytts atvinnulífs og þar er nýsköpun sögð lykilatriði. Í beinu framhaldi af því voru í lok desember samþykkt á Alþingi lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Markmið laganna er að bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja með hagfelldari skattalegum skilyrðum, sem talið er að geti leitt til þess að störfum í rannsóknum og þróun innan íslenskra fyrirtækja fjölgi umtalsvert.

an var lengi vel uppáhaldsdæmi fræðimanna um hvernig áhersla á nýsköpun í víðri merkingu gat flýtt fyrir framförum í þjóðfélagi, en Japan hefur hins vegar staðið í stað frá því á níunda áratuginum. Singapore er annað áhugavert dæmi úr austrinu en við bendum hins vegar oftast á Finnland í þessu samhengi. Vandamálið við finnsku söguna er að hún er í raun of mikið háð árangri eins fyrirtækis sem er Nokia. Mér hefur fundist þessi umræða heldur yfirborðskennd hér á landi. Aðalatriðið er að þegar horft er til lengri tíma þá eigum við í sjálfu sér ekki annan kost en að fara að nýta hugvitið, hugsa hlutina upp á nýtt, byggja á þróun og rannsóknum og endurskapaog nýta það sem við höfum. Við erum komin að endimörkum þess sem við getum virkjað af fossum, það vita allir sem vilja vita, og við önglum ekki miklu fleiri fiska úr sjónum svo að það skipti einhverjum sköpum. Margir binda nú vonir við olíu og vatn en það er hins vegar hættulegt að falla í slíka auðlindagildru enn og aftur, eins og við höfum svo oft gert. Þetta bjargast ekki nema við björgum þessu sjálf,“ segir Eyþór.

Dr. Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks, sem rekur meðal annars Viðskiptasmiðjuna, fagnar þessum nýju lögum en segir þó að enn sé mörgu ábótavant í íslensku nýsköpunarumhverfi og umræðan sé oft og tíðum á villigötum. Hann segir að á góðæristímanum hafi stuðningur við nýsköpun iðulega verið í orði en ekki á borði og talar um hinn týnda áratug frumkvöðulsins á Íslandi.

Auðlindahagfræðin ekki nægileg

Nýsköpun hjá hinu opinbera ekki síður mikilvæg

Þó ljóst sé að nýsköpun sé öllum þjóðfélögum mikilvæg segir Eyþór að það sé hættulegt að vera of bjartsýnn um að nýsköpun sé lausn sem geti fyllt það skarð sem efnahagshrunið hefur skilið eftir sig í þjóðarbúinu. „Engu að síður er Ísland svo lítið hagkerfi að við þurfum ekki mörg góð fyrirtæki til þess að hér verði blómlegt efnahags- og atvinnulíf. Við sáum hvað Nokia eitt og sér gerði fyrir Finna. Það væri aftur á móti hollara fyrir þjóðfélagið ef það væru nokkur frekar en eitt fyrirtæki og ég er á þeirri skoðun að það væri miklu betra að hafa fjölskrúðugan garð áhugaverðra fyrirtækja frekar en nokkur stór. Hitt er í sjálfu sér hagstæðara en áhættan er meiri þegar molnar undan því fyrirtæki en ekkert fyrirtæki lifir eins lengi og þjóðfélag. Ég hef trú á því að mörg þeirra fyrirtækja sem eru að verða til um þessar mundir eigi eftir að vaxa og dafna og skapa mikil verðmæti fyrir Ísland. Hver hefði til dæmis trúað því að Íslendingar ættu eftir að ná slíkum árangri í stoðtækjagerð eða tölvuleikjaframleiðslu? Það hefði enginn stjórnmálamaður getað stýrt peningum í þann farveg. En skarðið sem bankarnir skilja eftir sig er náttúrulega gríðarlega stórt enda var peningaprentunin komin úr öllum böndum og við verðum fyrst að finna einhver eðlileg viðmið og vaxtavæntingar fyrir fyrirtæki og hagkerfið. Það er ólíklegt að sprotafyrirtæki eða aðrar lausnir geti verið grundvöllur fyrir hátt í 30% ávöxtunarkröfu eins og bankarnir sýndu. En minni og eðlilegri ávöxtun er líklegri til þess að vera grundvöllur jafnari hagvaxtar til lengri tíma. En það

Dr. Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks, „Þetta bjargast ekki nema að við björgum því sjálf.“ þarf ekki síður að verða nýsköpun í hinum opinbera búskap til þess að leiða þjóðina á betri braut á ný. Það er afar varhugavert að viðhalda þeirri sjálftökuvél sem ríkið er orðið og hefur blásið upp eins og blaðra á síðustu árum.

Fyrirtækjum framtíðarinnar komið á vaxtarbraut

Nú er jafnvel enn meiri þörf fyrir nýsköpun í þessari niðursveiflu sem við erum nú í, einfaldlega vegna þess að það sem virkaði í uppsveiflu virkar oft ekki í niðursveiflu. Næstum því hver sem

er getur orðið ríkur í uppsveiflu ef hann tekur áhættuna en þegar harðnar á dalnum þá reynir á reynslu og þekkingu og áræðni til að gera nýja hluti. Það þarf oft nýjar og frumlegar leiðir til þess að láta hlutina ganga. Hitt er líka að það er skynsamlegt að nýta hugvit og þrek fólks til þess að skapa eitthvað nýtt fyrir framtíðina þegar fólk er án atvinnu, í stað þess að láta það mæla göturnar eða malbika þær. Við þurfum klárlega ný fyrirtæki, og að koma þeim fyrirtækjum sem eru búin að sanna sig á vaxtarbraut. Þetta eru CCP, Marel og Össur framtíðarinnar,“ segir Eyþór.

Yfirborðskennd umræða

Eyþór segir að erfitt sé að fullyrða að aukin áhersla á nýsköpun eigi eftir að efla til muna atvinnulífið á Íslandi, en það séu vissulega dæmi þess að áhersla á nýsköpun hafi valdið stökkbreytingum í kjölfar erfiðra tíma. „Jap-

Að sögn Eyþórs var Ísland komið á athyglisverðan stað hvað varðar þróunarferli þjóðar í byrjun þessarar aldar. „Við vorum að miklu leyti búin að ná öðrum þjóðum hvað varðar efnahagslega farsæld, umgjörð og framþróun. Það var komið að þeim tímapunkti að við gátum ekki haldið sömu hagsæld til lengri tíma einungis með því að gera það sama og við höfðum áður gert. Auðlindahagfræðin var ekki nægileg til lengri tíma. Við vorum komin á þann punkt að við gátum ekki lengur einungis nýtt auðlindir og hermt eftir öðrum, við vorum orðin ein af þessum þjóðum sem varð að vera leiðandi og til þess að það væri mögulegt var mikilvægt að breytast úr klassísku hráefna- og framleiðsluhagkerfi í hagkerfi sem að byggir meira á nýsköpun. Nú er reyndar hættulegt að benda á þetta vegna þess að það eru ákveðnar rómantískar hugmyndir í þjóðfélaginu um að við eigum bara að lifa gömlu góðu tímana þegar við vorum „hráefna- og framleiðsluþjóðfélag“. Í sjálfu sér getum við það en við lendum fyrr eða seinna í því að lífskjör hér á landi verða smám saman verri en til dæmis á hinum Norðurlöndunum þó að lífskjarakapphlaup ætti í sjálfu sér ekki að vera neitt keppikefli. Það sem við gerðum hins vegar í staðinn fyrir að leggja áherslu á nýsköpun var að við féllum í hina klassísku gildru „ódýrra“ peninga. Það var engin þörf fyrir nýsköpun ef við gætum búið til peninga - hreinlega prentað peninga. Menn voru jafnvel farnir að kalla það nýsköpun að henda miklum peningum í eitthvað fyrirtæki og gefa því þannig andlitslyftingu. Reyndar komu góðar hugmyndir fram á þessum tíma en framkvæmdin


Heilsa, menntun og nýsköpun • 29

var í höndum viðvaninga,“ segir Eyþór.

Ekki vísindi vísindanna vegna

Eyþór segir að vitaskuld myndi það hjálpa gríðarlega í uppbyggingunni ef nýsköpun væri leiðarljósið en þá verði þjóðin fyrst að skilja hvað nýsköpun er. „Stuðningur við nýsköpun hér á landi virðist oft fólgin í því að ríkið færir peninga úr vinstri vasa yfir í þann hægri sem er að mínu viti ekki rétti farvegurinn. Ég er talsmaður þeirra hugmynda, en ég veit að margir eru mér ósammála, að leiðin fram á við er ekki sú að við einbeitum okkur að vísindunum vísindanna vegna. Þegar leiðin áfram er „praktísk“ nýsköpun þegar hægt er að skapa verðmæti á skömmum tíma. Ég held að nýsköpun verði heldur aldrei stofnanagerð eins og margir virðast halda að mögulegt sé. Það virðist stundum vera eins og draumaland sumra sé fólgið í einhverjum gömlum miðstjórnarpælingum. Við erum búin að fara í gegnum þá vitleysu með þeirri hugmyndafræði sem beitt var í refaræktinni og fiskeldinu á níunda áratuginum. Ég held að það sé heldur ekki hægt að búa til einhverja nýsköpunarvél sem breyti öllu. Ég held að við Íslendingar þurfum að læra að taka okkur tíma til þess að hugsa og leika okkur með hugmyndir og hvernig á að skapa verðmæti úr slíkum hugmyndum.

Einfaldara stuðningskerfi

Við hjá Klak – Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins höfum í meginatriðum lagt áherslu á tvennt, annars vegar að vera miðstöð þekkingarsköpunar – og miðlunar fyrir sprotafyrirtæki og hins vegar að vera miðpunktur tengslanetsins. Við komum á fót Viðskiptasmiðjunni – Hraðbraut nýrra fyrirtækja til þess að hjálpa nýjum fyrirtækjum að verða til og til að hjálpa sprotafyrirtækjum að komast á vaxtarbrautina. Ég held að það sé ótrúlega lítill skilningur hér á landi á því hvað þarf til að búa til fyrirtæki og gera því kleift að vaxa. Ansi margir eru fastir í að það sé hægt að stofnanavæða þetta ferli sem mér finnst ansi langsótt. Ég held að það hafi verið góður vilji til þess að gera hluti hér á Íslandi en vandamálið er að við Íslendingar erum litlir kóngar í öllu sem við gerum og þess vegna er orðið til eitthvað opinbert stuðningsumhverfi hér á landi sem enginn veit haus né hala á og í staðinn fyrir að styðja einkaframtak er þetta orðið stofnanastuðningskerfi. Við þurfum ekki meira stuðningsumhverfi, við þurfum einfaldara stuðningsumhverfi. Ég held líka að umskipti þurfi að verða í einkageiranum og það er gaman að sjá að Viðskiptaráð er í auknum mæli að leggja áherslu á þetta. Það þarf líka að búa til öflugra samstarf fyrirtækja – og þá er ekki verið að tala um ólöglegt samráð– vegna þess að smæð markaðarins og lega landsins gerir það að verkum að stórir þröskuldar verða snemma á vegi nýrra fyrirtækja. Ég held líka að það hafi

Við fórum afar illa með þetta tímabil sem við hefðum átt að vera að fjárfesta í rannsóknum og þróun og styðja við ný fyrirtæki.

verið lítill skilnginum hjá áhættufjárfestingarsjóðum, bönkum og ekki síst lífeyrissjóðum á því að það verður að styðja sáningarog ræktunarstarfið betur til þess að sprotar sem þeir hafa áhuga á verði til. Það þarf að skapa fjárfestingartækifærin. Háskólarnir þurfa einnig að fara vinna betur saman og vinna betur með atvinnulífinu og ekki síst sprotafyrirtækjum þar sem það er augljós hagur beggja á samstarfi. Það er líka mikilvægt að við náum miklu betra samstarfi við erlenda aðila, hvort sem eru fjárfestingarstjóðir, fyrirtæki eða stuðningsumhverfi erlendra aðila. Sprotaþing Íslands hefur til dæmis lagt mikla áherslu á að opna dyr fyrir íslensk fyrirtæki erlendis.

Týndur áratugur frumkvöðulsins á Íslandi

Góðæristímabilið fyrir hrunið var nýtt afar illa að sögn Eyþórs og hefði verið betur nýtt í fjárfestingar í rannsóknum, þróun og stuðning við ný fyrirtæki. „Það voru ansi margir sem spiluðu þetta tímabil illa. Hið opinbera hafði takmarkaðan áhuga á að styðja nýsköpun á þessu tímabili og nýsköpunar- eða sprotafyrirtæki voru bara eitthvað fyrirbæri sem var gaman að spjalla um. Bankarnir höfðu afar takmarkaðan áhuga á sjálfbærni eða innri vexti, það var miklu meira gaman að gera góða samninga og kaupa fyrirtæki. Við fórum afar illa með þetta tímabil sem við hefðum átt að vera að fjárfesta í rannsóknum og þróun og styðja við ný fyrirtæki. Upphæðirnar sem lagðar hafa verið í nýsköpun eru smánarlegar fyrir jafnríkt þjóðfélag og við vorum og þjóðfélag sem þurfti eins mikið á nýsköpun að halda og við. Það er sennilega hægt að

tala um síðustu tíu ár sem týndan áratug frumkvöðulsins á Íslandi. Þrátt fyrir að mikið hafi verið talað um nýsköpun að undanförnu eru þær upphæðir sem eru lagðar í nýsköpun eftir sem áður mjög litlar í samanburði við það sem þær þyrftu að vera. Það er þó kannski ekki hægt að ætlast til að það verði aukið mikið um þessar mundir þegar hið opinbera og fyrirtæki eru að skera niður til þess að halda velli. Ég held að það sé mikilvægt að skoða hvernig þessir peningar sem við höfum eru nýttir. Mér hefur stundum þótt afar skrýtið hvernig menn halda að opinberar stofnanir geta verið miðpunktur nýsköpunar á Íslandi. Í því felst einfaldlega þversögn. Það er hins vegar mjög jákvætt að ný lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki hafa verið samþykkt.

Stórt skref í rétta átt

Ég hefði reyndar viljað sjá þessi lög öðruvísi þannig að þau þjónuðu minni fyrirtækjum betur, en þetta er stórt skref í rétta átt. Þetta þýðir vonandi að meiri áhersla verði lögð á rannsóknir og þróun í fyrirtækjum annars vegar og hins vegar að meira fjármagn fáist í

rekstur nýrra fyrirtækja, en ég hef á tilfinningunni að við verðum að spila mjög vel úr næstu árum hvað varðar nýsköpunarfyrirtæki. Rekstur nýrra fyrirtækja er mikill áhætturekstur og þess vegna er mikilvægt að fjárfestingar einstaklinga verði úr sjóðium sem fjárfesta í mörgum fyrirtækjum frekan en að einstaklingar séu að fjárfesta í einstökum fyrirtækjum. En það eru líkur á því að þetta leiði til þess að fleiri fyrirtæki verði til og þau sem eru áhugaverð verði öflugri ef þau draga að sér fjármagn. Í því samhengi má nefna að stærsti munurinn, þó ýmislegt megi telja til, á Kísildalnum í Bandaríkjunum og öðrum svæðum í heiminum er magn áhættufjármagns og þær upphæðir sem fjárfest er fyrir í einstökum fyrirtækjum. Það er nærri lagi að það sé 200 falt meira áhættufjármagn í Kísildalnum „á haus“ en víðast hvar í Evrópu,“ segir Eyþór.

Viðskiptaenglar af skornum skammti á Íslandi

Viðskiptaengla þekkja sjálfsagt fáir, en hér er ekki átt við einhverskonar kaþólska vætti sem slá verndarvæng yfir viðskiptamenn, heldur ákveðna tegund fjárfesta

sem Eyþór segist vera mikill áhugamaður um. „Viðskiptaenglar er í sjálfu sér ekki gott orð, en það er notað til að lýsa einstaklingum sem eru sérfræðingar í að fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Það eru afar fáir slíkir hér á landi og þess vegna stofnuðum við hjá Klak umgjörð sem við köllum Iceland Angels sem er grunnurinn að samtökum viðskiptaengla hér á landi. Aðalávinningurinn af slíku englasamfélagi er að þeir læra að verða betri fjárfestar í sprotafyrirtækjum, vinna saman, sem eykur verulega líkur á árangri þeirra. Þeir hafa aðgengi að góðum sprotafyrirtækjum sem sérfræðingar eru búnir að aðstoða í ferlinu og er grunnurinn að samfélaginu. Ég sé að Viðskiptasmiðjan og Iceland Angels, sem og önnur fjárfestingarfélög, geta unnið mjög vel saman í krafti þessara nýju laga,“ segir Eyþór. Dr. Eyþór Ívar Jónsson, er með doktorspróf í viðskiptafræði frá Henley Management College í Bretlandi og MSc. og Cand.Oecon gráður frá Háskóla Íslands. Hann er forstöðumaður í frumkvöðlafræðslu í MBA- og stjórnendanámi við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.


30 • Heilsa, menntun og nýsköpun

Malbikið rannsakað til hlítar -Með nýjum tækjabúnaði og aðferðum rannsakar Malbikssetur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands meðal annars endingareiginleika malbiks Svifryksmyndun hefur hlotið síaukið vægi í þjóðfélagsumræðunni á undanförnum misserum og þykir mörgum það vera mikið áhyggjuefni. Í þeirri umræðu hefur notkun nagladekkja verið hvað mest áberandi, enda þykir það fullsýnt að notkun nagladekkja hafi mikil áhrif á svifryksmyndun. NMÍ vinnur nú meðal annars ötult rannsóknarstarf undir heitinu: Malbiksrannsóknir í ljósi nýrra Evrópustaðla. Pétur Pétursson, forstöðumaður steinefna- og vegtæknideildar, segir að verkefnið snúi að rannsóknum á íslensku malbiki í víðum skilningi. Með tilkomu nýrra prófunarstaðla og tækjabúnaðar á NMÍ sé nú unnt að mæla ýmsa eiginleika þeirra malbiksblanda sem nú eru í notkun hérlendis með tilliti til hinna nýju staðla. „Nú getum við mælt eiginleika malbiksmassa á borð við viðnám gegn skriði, frostþol, slitþol og fleira og þá getum við borið niðurstöðurnar saman við kröfuflokka evrópsku framleiðslustaðlanna. Einnig er hægt að prófa aðrar gerðir malbiksblandna en þær sem notaðar hafa verið hérlendis, t.d. með harðara biki og breyttum bindiefnum (polymer modified). Árangur verkefnisins felst í lengri endingu malbiks með öllum þeim kostum sem því fylgir – minna viðhaldi, minni mengun, minni hráefnisnotkun og minni óþægindum ökumanna,“ segir Pétur.

Straumhvörf í mælingum á eiginleikum malbiks

Malbikssetrið skapar aðstöðu til rannsókna og mælinga á malbiki með aðferðum sem bjóða upp á nýja möguleika í hönnun nýrra malbiksgerða. „Miðstöðin hefur nú byggt upp aðstöðu til að mæla aflögun og slit á malbiki. Tækin sem um ræðir eru malbiksþjappa

Pétur Pétursson, forstöðumaður steinefna- og vegtæknideildar, við nýja tækjakostinn. Myndir Ingó. til að útbúa sýni, hjólfaratæki til að mæla skrið í malbiki í sumarhitum og slitþolstæki sem mælir þol malbiks gagnvart nagladekkjasliti að vetri til,“ segir Pétur.

En hvað er malbik? Malbik er blanda af steinefni, biki og stundum viðbótarefnum í smáum stíl sem breyta mikilvægum eiginleikum blöndunnar svo sem viðloðun eða stífni. Uppistaðan í malbiki er steinefni, en það þarf meðal annars að vera sterkt og hafa gott slitþol gagnvart negldum hjólbörðum, svo og þolið gagnvart frost-þíðu sveiflum. Hlutverk bindiefnisins er fjölbreytt en fyrst og fremst er því ætlað að binda steinefniskornin saman í einn malbiksmassa. Viðbótarefnin, svo sem trefjar, viðloðunarefni og fjölliður (polymers) eru notuð eftir þörfum, til dæmis til að auka viðloðun bindiefnisins við steinefnið eða til að breyta seigju

Verkefnið er unnið í samvinnu við verkefni Sigurðar Erlingssonar prófessors hjá HÍ/VTI “Performance specification for asphalt concrete in Iceland,” þar sem próf-

eiginleikum malbiksins og þar með að auka viðnám þess gegn skriði og sliti. Malbik er framleitt í sérstökum malbikunarstöðvum. Steinefni er skammtað af ákveðnum kornastærðum, það er þurrkað við um 150 °C og síðan er heitu bikinu hrært saman við ásamt viðbótarefnum, ef einhver eru. Heitur malbiksmassinn er síðan fluttur þangað sem á að nota hann og er algengt að hann sé lagður út í 5 cm þykku lagi með útlagnarvélum og síðan valtaður þar til réttri þjöppun eða þéttleika er náð. Framleiðsla og útlögn malbiks er vandmeðfarin og kostnaðarsöm aðgerð og er því mikilvægt að vel takist til á öllum stigum framleiðslu og útlagnar. Til að svo megi verða er þekking á eiginleikum malbiksmassans og hæfni hans til að standast veðurfarslegar aðstæður og umferð afar mikilvæg.

aðir eru ýmsir álagsháðir þættir, svo sem stífni, þreytuþol, skrið og öldrun á hluta þeirra efna sem prófuð eru í þessu verkefni. Pét-

ur segir að samlegðaráhrif felist í sýnatöku, auk þess sem áhugavert sé að afla gagna með sem flestum mismunandi aðferðum sam-


Heilsa, menntun og nýsköpun • 31

nýjum malbiksblöndum verður unnt að auka endingu malbiksslitlaga á umferðarmiklum vegum og götum og fækka þar með kostnaðarsömum yfirlögnum. Pétur segir að forsendur skapist til að reikna upp á nýtt hvað sparast við það að kosta til, þá ef til vill dýrari, en endingarbetri slitlaga. „Nýr grundvöllur fyrir malbiksrannsóknir og þróunarstarf hérlendis hefur skapast, t.d. í formi framhaldsverkefna sem háskólanemar í byggingaverkfræði eða raunvísindum gætu unnið. Segja má að nú sé verið að stíga fyrstu skrefin í nýju átaki til að auka gæði og endingu malbiks hérlendis. Ég vil þó benda á að slík vinna getur aldrei farið eingöngu fram á rannsóknastofu. Þegar þeim áfanga er náð að hannaðar hafa verið nokkrar álitlegar malbiksblöndur sem vonir standa til að uppfylli óskir um væntanlega endingu er komið að því að leggja út tilraunakafla og mæla og bera þá saman reglulega. Meðal annars þarf þá að mæla hjólfaramyndun sem á sér stað, annars vegar á sumrin vegna skriðs og hins vegar á veturna vegna nagladekkjaslits. Þar með fást mikilvægar upplýsingar um malbiksblöndur framtíðarinnar,“ segir Pétur.

Er svifryk úr malbiki ef til vill ofáætlað?

kvæmt nýjum Evrópustöðlum og fá auk þess samanburð við sænskar mælingar. Tilgangur verkefnisins er að rannsaka malbik með aðferðum nýrra prófunarstaðla sem tóku gildi 2008. Pétur segir að haft verði að leiðarljósi að endurskoða kröfur til malbiks hérlendis með tilliti til tengsla endingar og eiginleika malbiksblanda. Mikilvægt sé að öðlast þekkingu hérlendis á nýjum prófunaraðferðum, en ekki síður að prófa nýjar blöndur steinefna og bindiefna með þessum aðferðum. Á þessu stigi verði megináhersla lögð á prófanir á mismunandi malbiksblöndum á rannsóknastofu.

Umræða um svifryk og þátt slits af völdum umferðar á nagladekkjum í myndun þess hefur orðið æ meira áberandi með árunum og segir Pétur að ekki beri að efa áhrif nagladekkja á svifryksmyndun. „Hins vegar er vert að hafa í huga að útreikningar á magni svifryks hafa byggt á mælingum á hjólfaramyndun í malbiki og hafa gert ráð fyrir að hún stafi nánast öll af sliti af völdum nagladekkja. Vísbendingar hafa hins vegar komið fram um að hluti hjólfaramyndunar í malbiki orsakist af skriði í malbikinu vegna umferðar þungra bíla á heitum sumardögum. Ef skrið er ekki tekið með í útreikningana, sem er umtalsvert, jafnvel allt að 25 % af hjólfaramynduninni þar

árdaga malbiksins. Reyndar má gera ráð fyrir að í þá daga hafi allir verið himinlifandi að losna við rykið frá malargötunum þegar malbikið tók við.

Nýjar mælingar á skriði malbiks að sumri til munu varpa nýju ljósi á rannsóknir á svifryki. sem verst lætur, veldur það ofmati á svifryksmyndun vegna nagladekkjanotkunar. Það er því afar mikilvægt að fá nákvæmari gögn um þátt skriðs í hjólfaramyndun hérlendis, ekki bara vegna svifryksmála, heldur líka til að unnt verði að auka endingu malbiks með lágmörkun á skriði.Vonir standa til að á næstunni verði hægt að mæla nákvæmlega hjólfaramyndun í völdum sniðum í malbiki, en með því að mæla bæði vor og haust má fá út hlutföllin á milli skriðs að sumri til og slits að vetri,“ segir Pétur.

Mikilvægur þáttur í umhverfi okkar

Pétursegir að þar sem malbik sé sífellt að verða mikilvægari þáttur í umhverfi okkar leiti NMÍ sífellt eftir auknum skilningi á því. „Malbik hefur ýmsa góða kosti sem byggingarefni, en það hefur á sama tíma talsverð áhrif á umhverfi okkar með ýmsu móti. Eitt af viðfangsefnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er að hafa áhrif á lífsgæði hér á landi með rannsóknarstarfi og er skilningur á malbiki einmitt einn af þeim þáttum sem miðstöðin leitar að með það fyrir augum að bæta það og gera það betur hæft sem hluta af umhverfi okkar,“ segir Pétur. Aðspurður segir Pétur að það

Þess ber að geta að Vegagerðin og Framkvæmdasvið Reykjavíkur tóku stóran þátt í kostun á hinum nýja tækjabúnaði Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og einnig malbikunarstöðvarnar Höfði og Hlaðbær-Colas. Tækjasjóður RANNÍS styrkti kaup á malbiksþjöppunni og hjólfaratækinu og Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar styrkir þau rannsóknaverkefni sem unnin eru á malbikssetrinu um þessar mundir.

Þróun á endingarbetra malbiki

Með þessum nýja tækjabúnaði og nýju rannsóknum verður unnt að fá mun betri upplýsingar en nú er um skrið- og sliteiginleika mismunandi malbiksgerða. Einnig verður hægt að þróa nýjar malbiksblöndur þar sem unnið er með mismunandi steinefni, bikgerðir og viðbótarefni sem breytur. Með

Með tækjabúnaðinum verður hægt að þróa nýjar og hagkvæmari malbiksblöndur.

væri ósanngjarnt að halda því fram að ekki hafi verið unnið að malbiksrannsóknum hérlendis af heilindum og samkvæmt bestu vitund hingað til, en hann bendir jafnframt á að forsendur fyrir hönnun malbiks hafi breyst verulega í tímans rás. „Um og upp úr 1970 fóru fram umfangsmiklar malbiksrannsóknir þar sem leitast var við að þróa og hanna malbiksuppskriftir sem hentuðu íslenskum aðstæðum og umferð. Það tókst með miklum ágætum og eru sumar af þeim uppskriftum sem þá voru hannaðar notaðar enn þann dag í dag, þótt nýjar blöndur hafi einnig komið til sögunnar

Gerbreyttar forsendur

Með tíð og tíma hafa forsendur þessara rannsókna breyst verulega, sérstaklega á umferðarmeiri götum og má benda á að þættir eins og umferðarmagn, þungaflutningar og loftþrýstingur í dekkjum hefur aukist verulega og valdið auknu álagi á götur. Samsetning og gerð nagladekkjanotkunar hefur einnig breyst mikið með tímanum. Þá má nefna að hugsanlega valda breytingar í veðurfari þvi að meiri hætta er á skriði í malbiki en áður. Loks má nefna að umræða um svifryk og skaðsemi þess er tiltölulega ný af nálinni og var ekki áhyggjuefni í

Þetta nefni ég til að undirstrika að eðlilega verða breytingar í ytra umhverfi okkar, svo sem umferðarsamsetningu og veðurfari, svo og í efniseiginleikum og nýjungum varðandi bik og viðbótarefni. Slíkar breytingar kalla á að þróaðar verði nýjar eða endurskoðaðar malbiksuppskriftir til að mæta þeim ytri breytingum sem orðið hafa, auk þess að tileinka sér ný viðbótarefni sem geta bætt endingu malbiks verulega. Jafnframt skapast forsendur til að reikna upp á nýtt hvað sparast við það að kosta til e.t.v. dýrari, en endingarbetri slitlaga,“ segir Pétur.   Samstarf við Norðurlöndin Pétur segir að Ísland sé í svipaðri stöðu og margar aðrar Evrópuþjóðir sem eru um þessar mundir að taka upp nýja prófunar- og framleiðslustaðla fyrir malbik, enda sé Ísland skuldbundið til að nota evrópska staðla hvað það varðar. „Með tilkomu nýju tækjanna á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, auk þeirra tækja sem fyrir voru, erum við nú mjög vel í stakk búin til að taka þátt í evrópskum rannsóknaverkefnum um eiginleika malbiks. Þó tel ég að á þessu stigi gæti verið skynsamlegra að stuðla að samstarfi og samanburðarrannsóknum með hinum Norðurlöndunum sem eru í óða önn að innleiða nýju Evrópustaðlana eins og við. Sérstök Norræn “fagskugganefnd” um Evrópustaðla fyrir malbik er að störfum, en hana sitja helstu malbikssérfræðingar á Norðulöndunum og skynjum við að það er mikill áhugi á frekara samstarfi á þessu sviði. Fjármögnun rannsóknaverkefna er þó oft á tíðum erfiðasti hjallinn, því þótt faglegur áhugi og metnaður sé fyrir hendi þarf líka að finna leiðir til að unnt verði að hrinda umfangsmiklum verkefnum af stað,“ segir Pétur.


32 • Heilsa, menntun og nýsköpun

-Sage Pastel bókhaldskerfin

Notendavænt bókhaldskerfi lagað að íslenskum aðstæðum

Í ljósi nýrra efnahagsaðstæðna hefur sjaldan verið mikilvægara að hafa góða innsýn í reksturinn. Góðar og aðgengilegar upplýsingar geta haft úrslitaáhrif á hvernig fyrirtækjum tekst að nýta þau tækifæri sem eru til staðar og vita hvenær þörf er að grípa til ráðstafana og hagræða í rekstrinum. Á síðasta ári hóf Interland sölu á bókhaldskerfum frá Sage Pastel sem uppfylla þessar kröfur og eru á samkeppnishæfu verði. Um er að ræða kerfi frá einum stærsta framleiðanda í heimi að viðskiptahugbúnaði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, en Gunnar Óskarsson hjá Ávinning hefur haft veg og vanda að því að aðlaga þau að íslenskum aðstæðum.

Hugbúnaður í stöðugri þróun

Sage Pastel er öflugt og sérhæft fyrirtæki í viðskiptahugbúnaði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Fyrirtækið er hluti af Sage samstæðunni (Sage Group Ltd.), sem er leiðandi fyrirtæki í hugbúnaði með 6,1 milljónir notendur um heim allan. Fyrirtækið býður lausnir sem gera allt frá nýstofnuðum fyrirtækjum til stærri fyrirtækja kleift að ná betri tökum á rekstrinum. Gunnar segir með alþjóðlegum hugbúnaði sé stuðlað að stöðugri þróun og lausnum sem byggja á nýjustu þekkingu á hverjum tíma. „Aðgangur að alþjóðlegum hugbúnaði leiðir til þess að þróunar- og uppfærslukostnaður dreifist á mik-

Tímabil: 31. maí 2008

Gunnar Óskarsson hjá Ávinning inn fjölda notenda. Þetta skapar tækifæri til að bjóða uppá lausnir sem eru aðlagaðar íslenskum aðstæðum, á samkeppnishæfu verði,“ segir Gunnar.

Hagstæð verð

Interland er aðal samstarfsaðili Ávinnings, varðandi sölu og tæknilega þjónustu og segir Gunnar að hagsmunir Interlands og Ávinnings fari einstaklega vel saman þar sem bæði fyrirtækin leggi áherslu á notendavænar lausnir á hagstæðu verði. „Á síðustu árum hefur Ávinningur unnið að aðlögun kerfanna frá Sage Pastel að íslenskum aðstæðum. Með samstarfi við Interland gefst okkur kostur að efla sölu- og markaðsstarf og einbeita okkur að áframhaldandi þróun kerfanna, stuðningsefnis og þjónustu.“

„Einn af helstu kostum kerfanna er hins vegar sá, að þeir sem hafa enga þekkingu í bókhaldi eiga auðvelt með að vinna í þeim. Kerfin eru byggð upp með þeim hætti að notendur þurfa ekki að hafa þekkingu á bókhaldi svo sem debet og kredit til að færa bókhald og ganga frá virðisaukaskattskýrslu. “

„Sage Pastel hentar aðilum sem hafa áhuga á notendavænu viðmóti og fjölhæfri virkni. Rík áhersla er lögð á viðmót fyr-

Áætlað

13.327.874 5.598.874 7.729.000 4.353.216 3.375.784

14.575.000 5.150.000 9.425.000 3.850.000 5.575.000

Raunverul.

Áætlað

Vinnulaun Akstur Sími Pappír, prentun Smááhöld

1.603.577 1.270.379 1.140.833 88.286 69.920 4.103.075

1.720.000 1.250.000 1.050.000 100.000 75.000 4.120.000

Stærstu viðskiptamenn Tölvurisinn Heimatölvur Bókabúð Alfreðs Bónus Brauðbær

F.áram. 2.327.279 1.832.117 1.348.697 989.349 168.324 6.665.766

% Flokkar viðskiptamanna 34,9% Fartölvur 27,5% Borðtölvur 20,2% Tölvuíhlutir Viðgerðarþjónusta 14,8% Notendaðstoð 2,5% 100,0%

Mest seldu vörurnar ABC turntölva ABC fartölva, S87 ABC, flatskjáir, 22" ABC flakkari, 250 Gb. ABC hátalarar

F.áram. 553.795 544.364 406.993 373.644 372.360 2.251.156

% 24,6% 24,2% 18,1% 16,6% 16,5% 100,0%

Vöruflokkar (blank)

Minnst seldu vörurnar OR tengi 9013 9000 4003 9012

F.áram. 268 366 471 485 563 2.153

% 12,4% 17,0% 21,9% 22,5% 26,1% 100,0%

Vöruflokkar (blank)

Sala Kostn.verð seldra vara Framlegð I Rek.gjöld Aðrar tekjur Hagnaður/tap fyrir skatta Stærstu útgjaldaliðir

ir stjórnendur og fjölbreytta greiningarmöguleika. Kerfin eru í nokkrum útgáfum og henta annars vegar litlum fyrirtækjum og uppí meðalstór fyrirtæki með allt að 1.000 samtíma notendur. Boðið er uppá lausnir fyrir fyrirtæki sem eru að hefja rekstur og þá sem eru í fjölbreyttum viðskiptum, svo sem fyrirtæki í erlendum viðskiptum, með mörg vöruhús o.fl. Einn af helstu kostunum er að þeir sem taka kerfin í notkun geta ávallt stækkað yfir í stærri og fjölhæfari lausn og unnið áfram með sama gagnagrunninn,“ segir Gunnar.

Notendavænt viðmót

Gunnar segir eina helsta sérstöðu kerfanna vera einstaklega notendavænt viðmót sem henti byrjendum jafnt sem lengra komnum. „Einn af helstu kostum kerfanna er hins vegar sá,

að þeir sem hafa enga þekkingu í bókhaldi eiga auðvelt með að vinna í þeim. Kerfin eru byggð upp með þeim hætti að notendur þurfa ekki að hafa þekkingu á bókhaldi, svo sem debet og kredit til að færa bókhald og ganga frá virðisaukaskattskýrslu. Í þessu sambandi er þó rétt að geta þess að mikilvægt er að bókhaldið sé unnið á faglegan hátt og í samræmi við góða bókhaldsvenju. Við erum einungis að leggja áherslu á að einfalt viðmót og ákveðin sjálfvirkni skapar möguleika fyrir þá notendur sem hafa tíma að vinna þá þætti bókhaldsins sem þeir treysta sér til og sem stuðla að skilvirkari upplýsingagjöf og stjórnun,“ segir Gunnar. Fyrir utan myndrænt og einstaklega notendavænt viðmót segir Gunnar einn helsta eig-

Mælaborð - Tölvugúru ehf. Raunverul.

Hagnaður/tap

Í Sage Pastel er boðið uppá tvennskonar viðmót. Myndin sýnir aðalvalmynd í leiðsagnarviðmóti sem flestum notendum finnst þægilegt að vinna með.

Frávik (1.247.126) (448.874) (1.696.000) (503.216) (2.199.216) Frávik 116.423 (20.379) (90.833) 11.714 5.080 16.925

Raunverul. F.áram. 21.076.645 9.011.488 12.065.157 10.315.084 1.750.073

Áætlað F.áram. 23.750.000 8.530.000 15.220.000 9.585.000 5.635.000

Raunverul. F.áram. 3.645.133 2.767.033 1.315.130 343.316 266.702 8.070.612

Áætlað F.áram. 3.850.000 2.850.000 1.275.000 395.000 300.000 8.370.000

Frávik

Frl. 2.312.419 1.885.154 1.377.223 46.031 13.112 5.633.939

Frl. % 41,0% 33,5% 24,4% 0,8% 0,2% 100,0%

Magn

Magn

Frávik (2.673.355) (481.488) (3.154.843) (730.084) (3.884.927)

204.867 82.967 (40.130) 51.684 33.298 299.388

-

Meðalverð 113 -

-

Meðalverð 113 -

Mælaborð stjórnandans gefur gott yfirlit og innsýn í reksturinn. Ómissandi stjórntæki í hröðu viðskiptaumhverfi.

Hæstu útgjaldaliðir 4.000.000 3.500.000 3.000.000 2.500.000 2.000.000 1.500.000 1.000.000 500.000 Vinnulaun

Akstur

Sími

Raunverul. F.áram. Áætlað F.áram.

Pappír, prentun

Stærstu viðskiptamenn 3% 15% 20%

35% 27%

Tölvurisinn Heimatölvur Bókabúð Alfreðs Bónus Brauðbær

Mest seldu vörurnar 600.000 500.000 400.000 300.000 200.000 100.000 ABC turntölva ABC fartölva, ABC, flatskjáir, ABC flakkari, ABC hátalarar S87 22" 250 Gb.


Heilsa, menntun og nýsköpun • 33

Yfirlit yfir helstu viðfangsefni í bókhaldi, nauðsynlega bókhaldsþekkingu og verkaskiptingu inleika kerfanna vera gott aðgengi að upplýsingum. „Gott aðgengi að upplýsingum um reksturinn er einn af helstu kostum kerfisins. Í þessu samhengi má m.a. nefna að boðið er uppá greiningarkjarna sem skilar yfirliti (mælaborð stjórnandans) um reksturinn á myndrænan hátt og skýrslum beint í Excel. Þessi kostur gefur stjórnendum gott yfirlit yfir reksturinn hvar og hvenær sem er. Sambærilegir eiginleikar standa venjulega ekki til boða nema í mun viðameiri og

dýrari kerfum. Annar eiginleiki er möguleikinn á að „bora“ ofan í skýrslur á skjánum og kalla fram allar færslur á bak við fjárhæðir í yfirlitinu,“ segir Gunnar.

nýta kerfið á fjölhæfan hátt með góðum árangri, svo sem Ávaxtabílinn sem er með margbrotinn rekstur og gerir kröfur um sérhæfða eiginleika.

Lagað að íslenskum aðstæðum Gunnar segir að mikil vinna hafi verið lögð í að laga kerfið að íslenskum aðstæðum. „Á þessum tíma höfum við ekki sóst eftir miklum fjölda notenda, heldur aðallega lagt áherslu á smærri rekstraraðila. Við erum þó með nokkur meðalstór fyrirtæki sem

Góður stuðningur við notendur er grundvallaratriði í því að notendur njóti ávinnings af kerfunum. Þar erum við ekki einungis að tala um tæknilega þjónustu, heldur ekki síður leiðbeiningar um notkun, skipulagningu vinnuferla sem stuðla að markvissri notkun og nýtingu

kerfanna. Við bjóðum fyrirtækjanámskeið sem eru skipulögð út frá þekkingu notenda, þjónustusamninga sem innifela leiðbeiningar í tölvupósti, símaþjónustu og fleiru. Þá bjóðum við uppá ítarlegar notendahandbækur á íslensku,“ segir Gunnar.

Mikil reynsla að baki Gunnar er rekstrarhagfræðingur (MBA) og hefur töluverða reynslu af þróun og innleiðingu upplýsingakerfa. Hann vinnur nú jafnframt að doktorsritgerð

og rannsókn um nýtingu upplýsingatækni. „Ég hef unnið við bókhald og m.a. séð um bókhald og uppgjör fyrir nokkur fyrirtæki. Síðast en ekki síst, hef ég öðlast reynslu af því að aðlaga og þróa kerfin frá Sage Pastel, hönnun á greiðsluseðlakerfi og fleiru. Á grundvelli þessarar reynslu er ég fljótur að átta mig á þörfum notenda, en það stuðlar að því að notendur fá lausn sem hentar þeirra rekstri, markvissri notkun og fljótlegri innleiðingu,“ segir Gunnar.

WWW.DALE.IS

SETTU ÞÉR MARKMIÐ OG NÁÐU ÞEIM! Allt í kringum þig eru einstaklingar sem skara fram úr, í viðskiptalífinu, íþróttum, fjölmiðlum eða á sviði menningar og lista. Fjölmargir þeirra hafa sótt þjálfun Dale Carnegie. Þú getur slegist í hóp þeirra sem eru stöðugt að auka velgengni sína.

Dale Carnegie kvöldnámskeið

18. jan

18:00 - 22:00

Dale Carnegie framhaldsnámskeið

20. jan

17:30 - 21:30

Dale Carnegie 3ja daga á Akureyri

29. jan

08:30 - 17:00

Dale Carnegie morgunnámskeið

11. jan

08:30 - 12:00

Viltu........... ...ná forskoti? ...efla sjálfstraustið? ...verða betri í samskiptum? ...efla leiðtogahæfileikanna? ...draga úr áhyggjum og streitu? ...setja þér metnaðarfull markmið? ...bæta tímastjórnun?

,,Eftir að hafa verið við hliðina á mér um nokkurt skeið stimplaði ég mig inn í lífið að nýju með því að fara á Dale námskeið. Mér fannst ég vera búin að vera gangandi ísskápur í fæðingarorlofi en strax í fyrsta Dale tímanum fann ég að þetta yrði mín stund; tími til að eiga samskipti við sjálfa mig, kafa inn á við og setja mér krefjandi markmið. Dale varð svo sannarlega minn tími og á útskriftadaginn fann ég einnig að ég var komin með enn fleiri tól fyrir lífið í verkfærabeltið."

Andrea Róberts

Ó! - 13070

// NÆSTU NÁMSKEIÐ

Forstöðumaður þjónustu- og sölusviðs Tals.

// SÍMI 555-7080 // Ármúli 11 ,,Beinum athyglinni að einstaklingnum á ný með Dale Carnegie þjálfun – uppprunalegu og enn bestu leiðinni til að þróa mannlegu hliðina í viðskiptum“


34 • Heilsa, menntun og nýsköpun

-Viðtal við Auðunn Snævar Ólafsson, framkvæmdastjóra H2O WATN

Frá Berufirði til Ísrael Í þeirri óvissu sem blasir við í íslensku efnahagslífi er ekki vanþörf á framtakssömum einstaklingum með stórar hugmyndir. Hugmyndirnar gerast varla miklu stærri en útflutningur á tugum þúsunda tonna af vatni í gríðarstórum tankskipum í viku hverri frá Berufirði að botni miðjarðarhafs. Einkahlutafélagið H20 WATN hefur einmitt uppi hugmyndir um slíkt og eru viðræður komnar langt á veg og ef allt gengur eftir gæti útflutningur hafist núna í sumar. Auðunn Snævar Ólafsson, framkvæmdastjóri félagsins, tekur þó fram að ekkert sé enn fast í hendi í þessum efnum, en viðræður standi nú yfir við fjárfesta og kaupendur. Þá þurfi framtakið að fara í gegn um ýmsa stjórnskipulega ferla hér á landi. „Þetta lofar allt mjög góðu og við höfum ekki fengið nein rauð ljós ennþá. Ætli megi ekki segja að eina gula ljósið sem við höfum fengið sé að við vildum gjarnan sjá meira fjármagn koma inn í verkefnið. Við eigum þó í viðræðum við fjárfesta í Bandaríkjunum og eins eru fjárfestar hér heima sem hafa lýst yfir áhuga,“ segir Auðunn.

Berufjörðurinn gæti tekið á móti 2-4 150 þúsund tonna tankskipum á viku.

Gríðarlegar tekjur í þjóðarbúið

Aðrir eigendur H20 WATN (Worldwide Aqua Transport Network) ásamt Auðunni eru Ólafur S. Ögmundsson, yfirvélstjóri, Djúpavogshreppur og svo segir Auðunn að þeir hafi alla tíð ætlað ríkinu hlut sem fjórða eiganda. „Viðtökur yfirvalda hafa verið afar jákvæðar. Málið er nú fyrir nefnd sem niðurstöðu er að vænta úr og höfum við enga ástæðu til að ætla annað en að hún verði jákvæð. Þetta myndi skapa ríkinu og sveitarfélaginu umtalsverðar tekjur nái þetta fram að ganga. Það er auðvitað erfitt að nefna einhverjar tölur í þessu samhengi, en við erum að tala um marga milljarða,“ segir Auðunn.

Íraelsmenn heitir

Félagið á nú í viðræðum við ráðamenn í Ísraelsríki um kaup á vatninu. Aðspurður um hvernig í ósköpunum lítið einkahlutafélag á Íslandi komist í viðræður við ríki sem er jafn fjarri Íslandi og Ísrael segir Auðunn svarið vera að finna á internetinu. „Við byrjuðum einfaldlega að leita á netinu að þjóðum sem glíma við vatnsskort og skoðuðum í því samhengi meðal annars Marokkó, Túnis, Egyptaland, Lýbíu og Vestur-Sahara, en langbestu viðbrögðin fengum við frá Ísrael. Það stafar líklega af því

að þeir eru í bráðri hættu við að Galíleu vatnið deyi einfaldlega í höndunum á þeim. Vatnið er ein af stærstu ferskvatnsuppsprettum þeirra og það er nú á góðri leið með að snúa sér, það er að segja að breytast varanlega í saltvatn, verði ekkert aðhafst. Við erum því nú að reyna að sannfæra þá um að íslenska ferskvatnið geti komið þeim til bjargar.“ Vatnið væri selt sem iðnaðarog landbúnaðarafurð, en ekki sem neysluvatn. Því segir Auðunn að líta megi á fossinn í Berufirði, þaðan sem vatnið yrði sótt, eins og námu. „Þetta væri ein af bestu námum sem í boði eru,

því í venjulegri námu er á bilinu 30-40% málmur í hverju tonni af grjóti, en hjá okkur væri það um 90%. Því erum við nokkuð vongóðir um að Ísraelsmenn sjái að þetta sé raunverulegur kostur fyrir þá,“ segir Auðunn.

10-13 ný stöðugildi myndu skapast

Verkefnið er hugsað sem svokallað FOB verkefni, en þá er í raun aðkomu seljandans lokið um leið og varan er komin um borð í skipið. „Þá myndu starfsmenn á vegum h2O WATN sjá um hleðslu og þjónustu skipanna. Ljóst er að þar er talsverð vinna, enda yrði skipið hlaðið á öllum tímum

„Við byrjuðum einfaldlega að leita á netinu að þjóðum sem glíma við vatnsskort og skoðuðum í því samhengi meðal annars Marokkó, Túnis, Egyptaland, Lýbíu og VesturSahara“

sólarhringsins á meðan það lægi við viðlegukant. Við höfum áætlað að í byrjun myndu skapast um 10-13 stöðugildi og svo afleidd störf í framhaldi af því. Ef allir samningar ganga svo eftir gætum við byrjað að hlaða fyrsta skipið í júli á þessu ári,“ segir Auðunn. Verkefnið krefst engra raunverulegra hafnarframkvæmda, aðeins viðlegubúnaður sem H20 WATN mun reisa. Siglingastofnun Íslands mun svo setja vinnureglur varðandi siglingar í firðinum, en ákveðin takmörk eru fyrir því við hvaða skipum fjörðurinn getur tekið. Hámarks stærð tankskipa er 150 þúsund tonn, en þyngri skip myndu rista í botn fjarðarins. Miðað við þann vatnsskort sem blasir við Ísraelsmönnum á Auðunn ekki von á öðru en

að þeir muni fullnýta afkastagetu fjarðarins ef samningar nái fram að ganga, en það eru um 2-4 skip á viku.

Lítil umhverfisáhrif

Dælingin segir Auðunn að virki á mjög svipaðan hátt og gert sé í olíuvinnslu, nema að í þessu tilfelli sé engin mengunarhætta á ferðinni. „Fyrir neðan fossinn er um 20-30 þúsund rúmmetra hylur, þaðan sem vatninu yrði dælt í gegn um dæluhús út í pípur sem liggja niður að höfn. Áin er það vatnsmikil að það er ekki möguleiki fyrir okkur að tæma hylinn -það sér í raun ekki högg á vatni. En vitaskuld fer þetta í umhverfismat. Þetta svæði er reyndar nýbúið að fara í umhverfismat þegar þjóðvegurinn var færður hér fyrir nokkrum árum. Það liggur fyrir að þetta verkefni mun ekki valda meiru raski en þessi vegur. En auðvitað þarf þetta að fara í gegn um þetta ferli og mun Umhverfisstofa koma til með að setja okkur ákveðnar vinnureglur sem við munum lúta,“ segir Auðunn.

Jákvæð samfélagsleg áhrif

H20 WATN hefur notið góðs af stuðningi Impru - Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands við að koma verkefninu af stað í formi bæði styrkja og sérfræðiaðstoðar. Auðunn segir aðkomu þeirra mjög góða og kann Þorsteini Inga Sigfússyni, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, sérstakar þakkir fyrir gott samstarf. „Þeir hafa verið okkur innan handar með alla sérfræðiþekkingu og ráðleggingar. Þarna er mikið af sérmenntuðu fólki sem er gríðarlega mikilvægt að geta nýtt í verkefni eins og þessu. Það er auðvitað nauðsynlegt að veita nýsköpunarfyrirtækjum þann stuðning sem þau þurfa til að komast af stað. Það sem mér finnst svo sérstaklega skemmtilegt við nýsköpunarverkefni af þessari stærðargráði er að okkur finnst það færa svo jákvæð áhrif inn í samfélagið í heild sinni og ekki veitir nú af í þessu umhverfi sem við búum við í dag,“ segir Auðunn.



36 • Heilsa, menntun og nýsköpun

„V6 er ákveðinn pakki þar sem frumkvöðull getur fengið allar þær upplýsingar, ráðgjöf og úrræði sem hann þarf.

Birgir Grímsson framkvæmdastjóri hjá V6 sprotahúsi

V6 sprotahús:

Úrræði og ráðgjöf fyrir frumkvöðla Vilji maður koma hugmynd í framkvæmd er að mörgu að huga. Að stofna nýtt fyrirtæki og standa í frumkvöðlastarfsemi er enginn hægðarleikur heldur flókið ferli þar sem þarf að gæta að mörgum þáttum. Þetta veit Birgir Grímsson framkvæmdastjóri hjá V6 sprotahúsi fullvel en markmið sprotahússins er að hjálpa frumkvöðlum við allar hliðar þess að koma hugmynd til framkvæmdar og út til fólksins.

Af hverju sprotahús?

„Við hófum starfsemina fyrir rétt tæpu ári þegar hugir manna fóru að opnast fyrir ýmiss konar nýsköpun og vöntun var á úrræðum svo allar þessar hugmyndir fengju

að líta dagsins ljós,“ segir Birgir. Frumkvöðlastarfsemi er ekki ný af nálinni á hans bæ, en upp úr árinu 2003 fór hann að koma hugmyndum sínum í framkvæmd út frá MA námi í iðnhönnun. „Þá rak ég mig á að upplýsingar, ráðgjöf og úrræði væru ekkert sérstaklega aðgengileg ef maður vildi koma hugmyndum í framkvæmd og þyrfti til dæmis að gera viðskiptaáætlun.“ Þessi braut leiddi Birgi síðan í mastersnám í frumkvöðlafræðum í Malmö í Svíþjóð. „Þegar ég kom svo aftur heim menntaður sem iðnhönnuður og í frumkvöðlafræðum voru margir sem hváðu við, en það gjörbreyttist núna eftir hrunið þegar fólk fór að átta sig á því að það væru fleiri möguleikar en að einblína á bankana. Við í

ráðuneytinu vorum að leita okkur að húsnæði og fundum eitt í Mosfellsbæ og áttuðum okkur á að þar væri kjörið að opna frumkvöðlasetur og úr varð V6 sprotahús í samstarfi við Tölvukerfi ehf.“ segir Birgir. V6 sprotahúsið var þó einnig rökrétt framhald af því starfi sem Birgir hafði staðið í á frumkvöðull. com þar sem hann hafði verið að skrifa um frumkvöðlastarfsemi, og boðið upp á ráðgjöf og námskeið fyrir frumkvöðla. Sprotahúsið gekk aðeins skrefinu lengra í að aðstoða frumkvöðla.

Mikilvægi vel þróaðrar hugmyndar

Með þessa reynslu sína áttaði Birgir sig á því að það væri mjög mikilvægt að hafa vel þróaða hugmynd og gera sér vel grein fyrir

hvað þyrfti til þess að koma henni til framkvæmdar, hvort sem um væri að ræða framleiðsluferlið, viðskiptahliðina eða notagildi hugmyndarinnar. Viðskiptaáætlunin sjálf þyrfti ekki að vera stærsti þátturinn ef hún byggðist á vel þróaðri hugmynd, hún yrði raunar mun skýrari og einfaldari því þróaðri sem hugmyndin væri. Vel þróuð hugmynd hefði líka í för með sér minni áhættuþátt auk þess sem skýrara væri hverjir styrkleikar og veikleikar hugmyndar væru. „Það er samt sem áður mjög mikilvægt að gera viðskiptaáætlunina rétt og að tengja hana réttu viðskiptaumhverfi sem henni er ætlað að starfa innan,“ segir Birgir.

Möguleikar sprotahússins

„V6 er ákveðinn pakki þar sem frumkvöðull getur fengið allar þær upplýsingar, ráðgjöf og úrræði sem hann þarf. Þannig á viðkomandi frumkvöðull að eiga mun auðveldara með að fara í gang og geta selt þjónustuna sem hann er með.“ Birgir bendir einnig á að ýmis atriði geti vafist fyrir fólki við upphaf fyrirtækjarekstrar. Til dæmis ef framleiða þarf ákveðinn hlut, hvert á þá að leita? Hvaða markaði er best að fara út á með hugmyndina eða vöruna? Þess lags ráðgjöf getur frumkvöðull fengið hjá V6. „Sparnaðurinn er umtalsverður fyrir þann sem er að fara í gang. Bara bókhaldshugbúnaðurinn kostar hundruði þúsunda króna,“ segir Birgir. V6 er auk þessum að


Heilsa, menntun og nýsköpun • 37

V6 Sprotahús Þjónustuframboð, samstarfsaðilar og tækifæri. A. Leiga á borði, stól. (leiga er ekki vsk skyld).

28.000 kr á mánuði

B. Hægt er að gerst áskrifandi að auka pakka fyrir 19.920 kr (án vsk) til viðbótar (þjónustupakkinn er vsk skyldur) sem innifelur í sér: • dk bókhaldshugbúnaður a.m.k. í 6 mánuði í boði dk hugbúnaðar. • Frí grunnheimasíða í boði Ráðuneytisins. • Frí tölvuráðgjöf, aðgangur að IP símkerfi í boði Tölvukerfa ehf. • Frí ráðgjöf varðandi verðmætamat fyrirtækja, kaup og sölu og aðkomu fjárfesta í boði INVESTIS. • Frí lögfræðiráðgjöf – Í boði LOGOS, ÁRNASON FACTOR, TAX LEGAL. Á eftir að semja um: • Frír ljósleiðari og niðurhal á internetinu ásamt hagstæðri símaáskrift.

• Frítt ársuppgjör hjá endurskoðunarskrifstofu. Gerður er minnst 6 mánaða leigusamningur. (Hér sparar viðkomandi hundruði þúsunda króna í stofnkostnað á nýja fyrirtækinu).

Lífrænar mjólkurvörur

C. Hægt er að gerast rétthafi að V6 pakkanum úti á landi í gegnum fjarsamning. Þannig getur fyrirtæki úti á landi boðið sínum viðskiptavinum þjónustupakkann í gegnum samning við V6. Hafa skal samband til að fá nánari upplýsingar um þetta. D. Einnig er mögulegt að einstaklingur í Reykjavík eða úti á landi hafi möguleika á að gera beinan saming við V6. fyrir 19.920 kr + vsk. á mánuði Hafa skal samband til að fá nánari upplýsingar um þetta. E. ENGLANET V6 Sprotahúss : Milliliður milli fjárfesta og frumkvöðla.

úrtm n jógðg Lífrfeæ tegundu rskum bra með 6

Biobú ehf. • Sími: 587 4500 • Netfang: biobu@biobu.is • www.biobu.is

semja við aðila sem koma til með að sjá um ársreikningana fyrir þá sem leigja hjá þeim um þessar mundir. „Fólk sem kemur til okkar er að læra af okkar eigin frumkvöðlareynslu, við höfum þurft að rekast á alla þessa veggi sjálf, vitum kannski ágætlega sjálf hvað það er að vera frumkvöðull,“ segir Birgir.

Frumkvöðlasetrin vinni saman og styrki hvert annað

Birgir leggur áherslu á að hin ólíku frumkvöðlasetur eins og V6, Hugmyndahús háskólanna, Innovit og fleiri geri ekkert nema að styrkja hvert annað og að mikilvægt sé að fólk vinni saman. „Það er augljóst að nóg er af sprotum að minnsta kosti.“ „Öll þessi frumkvöðlasetur hafa náttúrulega sinn styrk og okkar styrkur er kannski að hvaða Jón og Gunna sem er, og eru kannski að þróa einhverja hugmynd í bílskúrnum, geta komið til okkar. Sprotafyrirtæki þurfa ekkert að vera svo hátæknileg, þau geta bara verið þjónustufyrirtæki. Sem dæmi má nefna McDonalds, sem er mjög vel skilgreint og hannað þjónustufyrirtæki þrátt fyrir allt það neikvæða sem hægt er að segja um það fyrirtæki,“ segir Birgir. Mikilvægast sé að frumkvöðlar finni sér ákveðna sérstöðu og skilgreini vöru sína og þjónustu vel.

kvöðlar að geta brennt peningum í einhvern tíma áður en þeir fara að skila hagnaði,“ segir Birgir. Gagnstætt því sem margir halda telur Birgir fjárfesta nú viljugri en áður til að setja fjármagn í nýsköpun. „Okkar hugmynd er að búa til tengslanet fjárfesta og frumkvöðla og hjálpa þessum aðilum að mætast á miðri leið. Þannig viti fjárfestarnir hvaða kröfur þeir geti gert sem eru ekki þær sömu og kannski á verðbréfamörkuðum, þeir þurfa að sýna meiri þekkingu, skilning og þolinmæði við sprotafyrirtækin.„ Frumkvöðlarnir þurfa svo að átta sig á því hvaða kröfur fjárfestarnir gera, að sögn Birgis og útbúa kynningarefni sem fjárfestar skilja. „Fyrir hrunið voru fjárfestar þeir sem gátu sett einhverjar 200 milljónir í verkefni. Núna getur frumkvöðull kannski náð ansi langt á 10 milljónum, getur þannig unnið að hugmynd í tvö ár sem skilar svo hagnaði eftir nokkra mánuði, vegna þess að hugmyndin er vel útfærð„ segir Birgir.

Næstu skrefin

„Við höfum fengið yfir 100 fyrirspurnir á þessu ári, ég hef haldið 30-40 fundi með tilvonandi frumkvöðlum og við höfum hjálpað einum sjö fyrirtækjum,„ segir Birgir. V6 sprotahús er að leita sér að nýju húsnæði núna og koma nokkrir staðir nær miðbænum til greina. „Hluti þess sem við lærðum var að fólki þótti of langt að fara upp í Mosfellsbæ. En við viljum líka leggja áherslu á að fólk getur starfað með okkur og notið góðs af V6 þjónustunni, líka utan af landi, eða hvaðan sem er. Nú til dags gerist náttúrulega svo margt á netinu, öll þjónustan og ráðgjöfin getur allt eins farið þar fram eins og augliti til auglits. Sprotahús er hægt að hafa hvar sem er,“ segir Birgir. Þegar rétta húsnæðið er fundið hyggst sprotahúsið halda fleiri frumkvöðlanámskeið og einnig kynningarkvöld fyrir fjárfesta. Allar nánari upplýsingar má nálgast á www.v6.is/.

ÚTLIST- OG FÖRÐUNARSKÓLI

VILTU VERÐA STÍLISTI? The Academy of Colour and Style er skóli sem kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á helstu atriðum útlitshönnunar og er meðal annars tekið fyrir litgreining, fatastíll og textill. Eftir nám fá nemendur diplóma í útlitsráðgjöf (fashion consultant). Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi og geta nýst á ýmsum sviðum og atvinnugreinum. Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja öll kennslugögn með náminu. Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22.

1. Önn

2. Önn

Fatastíll Fatasamsetning Textill

Litgreining Förðun út frá litgreiningu Litasamsetning

Erna, stílisti

Starfsmöguleikar: Innkaupastjóri Útlitsráðgjafi Stílisti Verslunarstjóri

Skjöldur Mio, tískuráðgjafi

Ég hef unnið við förðun á Stöð 2 í 6 ár, þar á meðal við förðun keppenda í Idol og annarra sjónvarpsþátta hjá 365. Einnig vinn ég við auglýsingar, mynbönd og myndatökur. Það er óhætt að segja að námið hefur hjálpað mér mikið í starfi mínu í förðun og stíliseringu.

Ég taldi mig vita flest allt um tísku og útlit áður en ég fór í skólann. En annað kom á daginn. Ég hef lært heilmikið um fatasamsetningu, textil, litafræði, líkamsbyggingu og flest allt um útlit. Námið nýtist mér frábærlega í því sem ég er að gera.

UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533-5101

www.utlit.is

Rope Yoga

„Viljum koma saman fjárfestum og frumkvöðlum“

Það tekur tíma fyrir nýjar hugmyndir að festa sig í sessi á mörkuðum. Markaðir eru íhaldssamir í eðli sínu og því þarf að eyða púðri í að sannfæra neytendur um að ný vara sé álitleg. Einnig getur verið erfitt að fara í samkeppni við stór og rótgróin fyrirtæki. „Þess vegna þurfa frum-

Rope Yoga; er heildrænt kerfi og styrkir bæði líkama og sál, styrkir alla vöðva líkamans sérstaklega kvið, rass og læri. Gott við bakverkjum, eykur brennslu og meltingu. Eykur líkamsvitund og liðleika. Hjálpar til við að losa um streitu, verki og spennu í líkamanum, eykur orku, hu hugrekki og sjálfsvirðingu.

V6 er m.a. í samstarfi við: Ráðuneytið – ráðgjöf í vöru- og þjónustuhönnun, gerð markaðsrannsókna og markaðsefnis, þ.m.t. grafísk vinna, heimasíða, branding, frumkvöðlaráðgjöf, verkefnastjórnun og hugmyndavinnu. Job.is – útvegar starfsfólk og vinnu fyrir þá sem leita að aukaverkefnum. Tölvukerfi – IP Símkerfi, sala á tölvubúnaði, almenn ráðgjöf, hýsingar o.fl. Ritari.is – símsvörun og bókhaldsvinna. Orkusetrið – ráðgjöf varðandi orkunýtingu. Íslensk Nýorka – Ráðgjöf varðandi orkunýtingu, umhverfismál og markaðsmál. Koma ehf. – framleiðsla á vörum í Kína. Koma orðum að – þýðingar. Markó – auglýsingagerð. Dk hugbúnað útvegar leigjendum V6 dk bókhaldshugbúnað á samning. Investis – verðmætamat fyrirtækja, aðkomu

fjárfesta o.fl. TAXLEGAL – Lögfræðiráðgjöf í tengslum við stofnun fyrirtækja og skattamálum bæði á Íslandi og í Evrópu. Logos – Lögfræðiráðgjöf í gerð samninga, einkaleyfisverndun og stofnun fyrirtækja. Árnason Factor – Lögfræðiráðgjöf við einkaleyfisvernd PWC – Ráðgjöf í enduskoðun, bókhaldi, stofnun fyrirtækja, skattamálefnum og öðru tengdu. ANNAÐ Í BOÐI: • Fyrstu 5 skiptin eru frí, svo framarlega að fríborðin séu laus (kynnast þjónustu V6). • Sérhæfð frumkvöðlaleiðsögn • Leit að fjármagni til sprotafyrirtækja; Englanet V6.

Elín Sigurðardóttir Rope Yoga Meistarakennari Íþróttarfræðingur

Rope Yoga • elin.is • Bæjarhrauni 2 Hfj. • Sími: 696 4419


38 • Heilsa, menntun og nýsköpun

Umslag ehf. í Lágmúla:

Frá hugmynd til viðtakanda - leiðandi fyrirtæki í prentun og pökkun gagna Umslag ehf. var stofnað árið 1991 og er nú leiðandi á sínu sviði sem eitt stærsta fyrirtækið hérlendis í prentun gagna, í fararbroddi í pökkun kynningarefnis og annarra gagna fyrir fyrirtæki og stofnanir, þ.e. í gagnavinnslu. Fyrirtækið er með stóran hluta af markaðinum í pökkunarþjónustunni. Áralöng reynsla og fagþekking gerir fyrirtækinu kleift að bjóða víðtæka þjónustu á sviði prentunar, hönnunar, gagnavinnslu, pökkunar og útsendinga. Þessi reynsla tryggir viðskiptavinunum meiri skilvirkni og aukna hagræðingu í vinnslu fjölþættra verkefna. Fyrirtækið er með fullkominn búnað til merkingar, áritunar, prentunar umslaga og pökkunar. ,,Við erum mjög stórir dreifingaraðilar hjá póstinum, við fáum gögn í hús t.d. reikninga í rafrænu formi, sjáum um að prenta þá, koma þeim í umslag og loks í dreifingu. Hingað kemur póstbíll tvisvar á dag til að sækja þennan póst. Reikningaþjónustan, yfirlit og markpóstur er mjög stór hluti í okkar starfsemi” segir Sölvi Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri sem segir að fyrirtæki geti jafnframt komið með til þeirra nánast alla aðra prentun. Við erum mikið að árita á markpóst alls kyns úrtakalista sem teknir eru úr þjóðsrká. Við getum t.d. unnið svoleiðis efni ef

sem gott um það að segja en aftur á móti þá er það ekki mjög öflugt markaðstól og er vel hannaður markpóstur með réttum upplýsingum mun öflugra ef fyrirtæki vilja koma sér á framfæri „ sjáðu t.d umslagið, góð auglýsing utan á það er það fyrsta sem blasir við, hvort sem það er svo opnað eða ekki“ segir Sölvi og brosir. Við erum einnig með lausn sem við köllum E-box og er svokölluð „vefprentun“ eða „web to print“ sem stærri fyrirtæki eru að nýta sér í auknum mæli og henta mjög vel fyrir fyrirtæki með starfsmannaveltu frá 15 og uppúr. Þetta sparar fyrirtækjum töluverðan kostnað í formi uppsetningar. Það er mjög einfalt að nota Ebox og engin þörf er á sérhæfðum hugbúnaði, eina sem þú þarft er nettenging og tölva. Á Ebox eru öll prentgögn notandans gerð aðgengileg á vefnum t.d. nafnspjöld, umslög, markpóstur og fleira. Þannig hefur hann aðgang að þeim hvar og hvenær sem er. Notandinn fær aðgangsorð og skráir sig inn, annað hvort á eigin heimasíðu eða á www.ebox.is þar velur hann þau gögn sem hann ætlar að panta, gerir nauðsynlegar breytingar á texta og/eða myndum, skoðar nýja skjalið, samþykkir breytinguna og sendir skjalið af stað. Skjalið fer svo beina leið til prentsmiðjunnar tilbúið til prentunar. Þarna hefur allur hönnunarkostnaður verið tekinn út og notandinn sparar sér tíma, auk þess sem þitt svæði er beintengt við prentsmiðju allan sólarhringinn.

Starfsmenn hvattir til að mennta sig

Í upphafi voru þrír starfsmenn hjá fyrirtækinu, en í tímans rás hefur fyrirtækið stækkað og dafnað og í dag eru hjá fyrirtækinu 17 manns í fullu starfi. Árið 1997 flutti starfsemi Umslags úr upphaflegu húsnæði sínu, í Lágmúla 5, bakhús. Þar er staðsett öll starfsemi fyrirtækisins sem er nú leiðandi á Íslandi í prentun og pökkun gagna. Fyrirtækinu hefur haldist einstaklega vel á starfsfólki og segir Sölvi Sveinbjörnsson eina skýringuna á því vera menntunstefnu fyrirtækisins. Starfsfólk er hvatt til að mennta sig meira, t.d. með þátttöku í námskeiðum, t.d. hjá Iðunni - prenttæknisvið sem oft býður upp á mjög góð og metnaðarfull námskeið og fyrirtækið greiðir fyrir fólkið kostnaðinn, og kostnaður vegna stærri námskeiða er greiddur niður. Fyrirtækið er með mjög metnaðarfulla menntastefnu og fyrirtækjamenningu, sem m.a. má sjá á veggjum fyrirtækisins. ,,Við leyfum starfsmönnum að sækja námskeið á vinnutíma ef þess gerist þörf án þess að draga þann tíma frá í launum og ef þekkingin sem þannig fæst nýtist fyrirtækinu í framhaldinu. Við höfum þó ekki gert kröfu til þess starfsmaðurinn verði hér áfram ef hann vill nýta sér þá þekkingu hjá

Sölvi Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri. Myndir Ingó. senda á bréf eða upplýsingar til allra fermingarbarna í landinu, til allra sem eru fæddir ákveðið ár, til húsfélaga, 100 stærstu fyrirtæki landsins og þannig mætti lengi telja. Okkar slagorð er ,,frá hugmynd til viðtakanda” og þannig geta okkar viðskiptavinur komið með hugmynd til okkar sem hönnunardeildin vinnur úr, síðan erverkið prentað og nafnamerkt skv.úrtakalista, því pakkað og komið í dreifingu til allra viðtakendanna. Auðvitað eru reikningar í dag sendir í auknu mæli inn á heimabanka í bönkumum og er allt svo

annars staðar á vinnumarkaðnum, en þess eru þó dæmi að fólk hefur menntað sig frá okkur.” Sölvi segir að starfsfólk sé hvatt til þess að fara í göngugreiningu hjá Flexor því þeir sem standa hér mikið við vélar og tæki þurfa að vera vel skóaðir, og við greiðum almennilegan skófatnað fyrir starfsmennina. ,,Auk þess gefum við íþróttastyrk á hverju ári til að auðvelda fólki að stunda alls kyns heilsurækt, m.a. í heilsuræktarstöðvum. Nýlega opnuðum við barnaherbergi hér í fyrirtækinu með sjónvarpi, sófa og fleiru en hér er mikið af ungu starfsfólki sem á ung börn og ef fólk lendir í vandræðum með börnin t.d. ef leikskólinn er lokaður getur það komið með börnin með sér í vinnuna og leyft því að una sér í barnaherberginu meðan foreldrið er að sinna sinni vinnu.

Eftirtektarverð umhverfisstefna

Umslag er meðmjög sterka og meðvitaða umhverfisstefnu í fyrirtækinu og er allt rusl, pappir og annað flokkað og fyrirtækið hlaut Umhverfisverðlaun Reykjavíkurborgar árið 2003 fyrir það framtak. Einnig hlaut Umslag forvarnarverðlaun Tryggingamiðstöðvarinnar árið 2001, Varðbergið, fyrir framúrskarandi framgöngu í forvarnarmálum. Í umsögn um þessa viðurkenningu sagði m.a. að þrátt fyrir að slysahætta í fyrirtækjum sé mismikil eftir umfangi þeirra og eðli reksturs, skipta forvarnir miklu máli í rekstri allra fyrirtækja. Góðar forvarnir lágmarka tjónatíðni og stuðla almennt að auknu rekstraröryggi. Forvarnir skipta starfsmenn fyrirtækja einnig mjög miklu máli og geta ráðið úrslitum hvað varðar öryggi þeirra og um leið haft áhrif á líðan þeirra á vinnustað og tengst vinnuframlagi einstakra starfsmanna. Vátryggingaiðgjöld taka mið af þeirri áhættu sem til staðar er hverju sinni og því hafa forvarnir talsvert mikið vægi við útreikning iðgjalda. Einnig hefur Umslag verið verndari Unicef frá byrjun.

Fyrirtækjamenning

Litla ljóta myndgalleríið er staðsett í Umslagi, en er alls ekki eins ljótt og nafnið gefur til kynna. Í upphafi var Umslag í litlu en notalegu húsnæði við Veghúsastíg en þar var tekið upp sú stefna að hafa frekar málverk á veggjum en dagatöl. Í fyrstu var keypt lítil mynd eftir upprennandi myndlistarmann en mjög skiptar skoðanir voru um fegurð listaverksins. Þaðan kemur nafnið. En fleiri verk voru keypt eftir listamenn víða úr heiminum og fjölbreytnin jókst og nú má sjá þessi listaverk víða í Lágmúlanum. Einnig má sjá þarna ljósmyndir, grafík og fáeina skúlptúra. Galleríið skapar þægilegt andrúmsloft í fyrirtækinu og fyrirtækjamenningu.


50%

VIð geFUm

afsláttur HUnDRUð

af öllum vörum ÞÚSUnDA Í AFSLÁTT

RISA-lagersala á poolborðum, börum, húsgögnum og tölvuspilakössum. Ti T É R eR eRa G a nún Til að uP! Ka inn R m í T BÆ Á R F

Hobby Room er með allt fyrir fjölskylduherbergið: Pókersett, poolborð, skákborð, fótboltaspil, píluspjöld, húsgögn, bari og fleira.

uR

ð su uR eG sv

li mú

nd la

ÁR

GR en

sv

eG

uR

li

u síð

Opnunartímar: Mán - fös. 14:00 -18:00 Laugardaga 12:00 -15:00

Símar: 5655200 / 8965828

Hobby Room · ÁRmÚLI 38, SeLmÚLAmegIn · ReyKJAVÍK · HobbyRoom.IS


Landsins mesta úrval tölvunámskeiða Skrifstofuskólinn • Skrifstofunám • Tölvu og bókhaldsnám • Bókhald grunnur • Bókhald frh. • Navision fjárhagsbókhald • Tollskýrslugerð

Almenn námskeið • Tölvan og byrjandinn • Almennt tölvunám • ECDL tölvunám • Word 1 og 2

• Excel • Excel í stjórnun og skipulagi • PowerPoint • Outlook póstur dagbók og skipulag

PRENTUN.IS

Sérfræðinám • CISCO- CCNA • Kerfisfræði MCITP & Windows 2008 R2 • MS SQL 2008 • MS Office Sharepoint 2007 • Exchange Server 2010 • Windows 7 þekkingaruppfærsla • MCTS Active Directory • Power Shell • MCDST • Tölvuviðgerðir – CompTIA A+

Fjarken n í beinn sla i!

Vefur, grafík og myndvinnsla • Grafísk hönnun • Vefsíðugerð grunnur • Vefsíðugerð frh. • Dreamweaver • Dreamweaver frh • Flash

• Illustrator • InDesign • Photoshop n • Photoshop ljósmyndun • Stafrænar myndavélar og Picasa • Einföld myndbandavinnsla

Eldri borgarar 60+ • Byrjendur 60+ • Framhald 60+ • Stafrænar myndavélar og tölvan 60+

Fjarkennsla í beinni Nemendur tengjast beint inn í kennslustofu heiman frá sér á einfaldan hátt.

Allt sem þarf er tölva og sæmileg nettenging, heyrnartól með hljóðnema og þú ert komin/n á námskeið sem fullgildur staðarnemi. Nemendur sjá og heyra allt sem fram fer í kennslustofunni og geta tekið beinan þátt í umræðum og með fyrirspurnum sem svarað er strax. Sl. önn vorum við með nemendur í „beinni“ á ýmsum námsbrautum m.a. frá Danmörku, Hellissandi, Ólafsvík, Bíldudal, Sauðárkróki, Dalvík, Akureyri, Árskógssandi, Vík, Vestmannaeyjum og Sandgerði. Sjá nánari upplýsingar og umsagnir nemenda á heimasíðu skólans www.tsk.is

Skeifan 11B • 108 Reykjavík • Sími 511-3080 • tsk@tsk.is • www.tsk.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.