e z i r P
Tilnefningar Nominations
Formáli Preface
Helgi Þorgils Friðjónsson
Myndlistarmaður ársins
Artist of the year
Haraldur Jónsson
Margrét H. Blöndal
Libia Castro & Ólafur Ólafsson
Selma Hreggviðsdóttir & Sirra Sigrún
Sigurðardóttir
Hvatningarverðlaun ársins
Motivational Award of the Year
Andreas Brunner
Guðlaug Mía Eyþórsdóttir
Una Björg Magnúsdóttir
Myndlistarmaður ársins
Artist of the year
Libia Castro & Ólafur Ólafsson
Hvatningarverðlaun ársins
Motivational Award of the Year
Una Björg
Magnúsdóttir
Heiðursviðurkenning myndlistarráðs
The Icelandic Visual Arts Council Honourary Award
Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá
Viðurkenning á útgefnu efni um myndlist
Publication Award for Published Material on Visual Art
Ritröð Listasafns Reykjavíkur Reykjavik Art Museum’s publication series
Í einni af bókum mínum um Philiph Guston, segir af samræðum hans og John Cage, þar sem þeir eru á gangi með Hudson ánni í New York. John segir: Sjáðu máfana, hvað þeir fljúga frjálsir um loftið, lausir við allar veraldar áhyggjur. Philiph svarar: Víst er gaman að sjá máfana fljúga um loftin blá, en ekki eru þeir meira frjálsir en það, að þeir eru hungraðir í stöðugri leit að æti. Myndlistin er sem betur fer margbrotin, og fögur í rannsóknareðli sínu, hvort sem hún flýgur frjáls og er engu háð, eða er í stöðugri leit að æti. Þessar samræður sameina tvö sjónhorn í eitt. Í raun er listin frjáls og svífur um loftið, áreynslulaus við fyrstu sýn, en hún er líka stöðug leit. Hún þarfnast leitarinnar, ástríðunnar og forvitninar, staðfestunnar, rannsóknarinnar og þekkingarinnar. Hún virðist ef til villt áreynslulaus. Ætið í þessari merkingu er sú kvika sem lífið allt nærist á. Myndlistin getur kveikt skilning á einhverju sem býr innra með manni, sem hann skynjar og sér, sem jafnframt getur verið erfitt að koma orðum að, en er hægt að nálgast með því að hafa opinn víðan sjóndeildarhring. Þar opnast ný og önnur víðátta.
Manndómsþroski, segir Nietzsche, það er að finna aftur alvöruna sem maður bjó yfir sem barn að leik. Hér er rétt að geta þess að hefðin og reglan er sú að yfirlitssýningar og samsýningar koma ekki til greina þegar kemur að vali á myndlistarmanni ársins. Þær hafa verið nokkrar og mjög áhrifamiklar þetta ár 2020, sem er hér til umræðu, og vel að hverslags viðurkenningu komnar.
In one of my books on Philip Guston there is a story of his conversation with John Cage during their walk along the Hudson River in New York. John says: look at the seagulls, how freely they fly up in the sky, unfettered by worldly worries. Philip answers: of course it’s nice to see the seagulls fly up in the blue sky, but they’re no freer than we are because they’re always hungry and looking for food.
In its exploratory nature, visual art is thankfully both complex and beautiful, whether it is flying freely, dependent on no one, or in a constant search for food. This conversation pulls two different perspectives into one. In reality, art is free, and it floats in the air, effortlessly at first glance, but it is also a constant exploration. It needs that exploration, the passion and the curiosity, the consistency, the investigation, the knowledge.
It may seem effortless. Within that idea there is always present the source that nourishes all life. Visual art can inspire an understanding of the substance that lives within oneself, something one senses and sees, something that can be diffi cult to articulate in words, but which can be approached by keeping a wide-open mind-set. That is where a new and different horizon opens up. Man’s maturity, says Nietzsche, is to have regained the seriousness that he had as a child at play. Here it is proper to note that the tradition, and rule, is that retrospective and group exhibitions are not considered in the selection of the Artist of the Year. 2020 has seen several extremely powerful such exhibitions, all of which merit numerous forms of recognition.
Dómnefndarstörf sem þessi eru erfið. Það er margt áhugaverðra sýninga í boði, og mín einlæg skoðun er sú, að ekki er hægt að vera bestur í listum. Ég tel að dómnefndin sé vel skipuð og þetta hefur verið ánægjuleg vinna. Það hafa farið fram miklar umræður og margir fundir, og við tilnefnum frábæra myndlistarmenn. Niðurstaðan er svo sameiginleg, með því að vega og meta hin aðskiljanlegustu sjónhorn. Með mér í dómnefnd sátu: Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir, Helga Óskarsdóttir, Valur Brynjar Antonsson og Þorbjörg Jónsdóttir.
Það bárust 171 tilnefningar að þessu sinni, sem skiptast á milli tilnefninga um myndlistarmann ársins, þar sem verðlaunin eru að upphæð 1.000.000,- kr og tilnefninga til hvatningarverðlauna sem eru að upphæð 500.000,- kr.
Verðlaunin og tilnefningar eru ætluð til að vera hvetjandi, bæði fyrir verðlaunahafa og tilnefnda. Þau eru líka ætluð til þess að setja lit í listaumhverfið, og þau í raun sett fram til að láta alla njóta. Myndlistin hefur margþætt eðli, og er í raun vísindi til að opna, og er aldrei hægt að loka. Eðli listar er að vera síkvik og leitandi.
Þess skal getið að báðir þessir nefndu listamenn í byrjun erindisins eru frábærir listamenn og falla undir báðar skilgreiningar á eðli flugsins.
The work of a jury like this one is challenging. Many interesting exhibitions are on offer, and it is my sincere opinion that no one can be the best at art. I believe the jury members have all been selected with great care and our collaboration has been pleasant. There has been much discussion and many meetings, and we have nominated wonderful artists. The outcome is the result of that communal effort, of evaluating and balancing different perspectives. My fellow jury members were: Aðalheið ur Lilja Guð mundsdóttir, Helga Óskarsdóttir, Valur Brynjar Antonsson, and Þ orbjörg Jónsdóttir.
The jury received 171 nominations. They are, on one hand, nominations for the Artist of the
Year, carrying a prize of 1.000.000 ISK, and on the other hand, nominations for the Motivational Award, with a prize of 500.000 ISK.
The prize and the nominations are meant to motivate, both the recipients and the nominees. They are also meant to provide colour to the environment of the arts, indeed, to allow everyone to enjoy this celebration. The nature of visual art is complex; the arts are a science used open things up, and never to close. The nature of art is to constantly explore and renew.
It should also be said that the artists mentioned above are great artists and both fit the two definitions of the nature of flight.
Haraldur Jónsson (f. 1961) setti upp einkasýninguna Apertures / Ljósavél í sýningarr ými gallerí Berg Contemporary síðla árs 2020. Sýningin stendur ein og sér en kallast á við fyrri sýningar listamannsins. Í verkum sínum vinnur hann með margvíslegar skírskotanir sem við nánari athugun reynast vera leiðir til þess að alla um sammannleg viðfangsefni á hliðstæðan hátt.
Á sýningunni Apertures / Ljósavél kennir ýmissa grasa og sækir Haraldur í marga miðla svo sem höggmyndalist, tvívíð verk og myndbandalist. Í fremra r ými sýningarsalar blasir við svartur fáni í laginu eins og tunga; efniskennd verksins vekja hughrif um holdleika líffærisins sem manneskjan notar til þess tjá hug sinn í orðum. Nær listamaðurinn á áhrifaríkan hátt að leiða áhorfandann að þeim heimspekilegu hugmyndum sem bregða fyrir í sýningunni. Innar á langvegg r ýmisins er myndaröðin Sónar, silkiprentverk, hvar hending ræður för en vekur upp hugrenningartengsl til ómsjármynda af fóstri í móðurkviði. Hér leikur listamaðurinn sér með andstæður ólíkra skynfæra, hvernig ljós birtist með tæki sem rannsakar hljóð, sem aftur kallast á við titil sýningarinnar. Hver er þessi ljósavél?
Á hnitmiðaðan hátt vakna upp mjög almennar verufræðilegar spurningar, þar sem dregin er upp portrettmynd af manneskjunni; ekki eins og hún kemur öðrum fyrir sjónir, heldur á augnablikinu sem hún verður til og fer að hleypa ljósi inn í vitund sína. Hugtök eins og ljós eru a yggð jafnóðum, því rétt eins og hljóð eru þetta orð sem vísa hvert í annað á meðan verkin vísa aftur í holdið. Til að mynda í verkinu Gátt sem er ferningur í rauðu sem vísar til litarins í blóðvessum listamannsins. Unnið er markvisst að því að spenna bogann yfir andstæður; á milli forms og efnis, tilurð og framsetningu, skynfæra og skilnings. Aðferð Haraldar einkennist af því að fletta ofan af viðfangsefninu, rekja sig aftur til augnabliks uppgötvunarinnar og loks brjóta það upp með nýrri tilvísun. Allir þættir sýningarnar styðja hver við annan ásamt vönduðum, margræðum og frjóum texta er fylgir sýningunni eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttir.
Haraldur Jónsson á að baki langan listferil sem spannar þrjá áratugi og marga miðla en ný verið var haldin yfirgripsmikil yfirlitssýning á Kjarvalsstöðum hvar horft var yfir farin veg. Í sýningunni Apertures / Ljósavél birtast ný verk þar sem helstu höfundareinkenni listamannsins kjarnast á óvæntan hátt, í senn sem úrvinnsla ferilsins og uppbrot nýrra hugmynda.
Haraldur Jónsson (b. 1961) presented his solo exhibiton Apertures in Berg Contemporary’s exhibition space in late 2020. The exhibition stands alone but interacts with the artist’s past exhibitions. In his works, he employs a variety of references that, on closer inspection, turn out to be a means by which he engages with universal issues relating to humanity as a whole.
The exhibition Apertures is wide-ranging and Haraldur utilizes various mediums such as sculpture, two-dimensional work, and video art. In the foreground of the exhibition space, a black flag appears in the shape of a tongue. The textural sense of the work stirs mental images of the physicality of the organ that a human being uses to express her thoughts in words. The artist succeeds in guiding the viewer to the philosophical themes that appear in the exhibition. Further in, on the widest wall of the space, is Sónar, an impulsedominated work in silkscreen that effectively evokes mental connections to foetal ultrasound images. Here the artist is playing with the contrasts between different sensory organs, how a machine can produce light through detecting sound, which again recalls the title of the exhibition. What are these apertures?
In a systematic way, common existentialistic questions are raised, a portrait is drawn of the human being, not as she appears to others, but at the moment she come into existence and begins to allow light into her consciousness. In
the process, concepts like light are deconstructed, since just like sound, these are words that refer to one another, while the works refer back to the flesh. This is, for example, the case in the work Gate, which is a red-coloured square, a reference to the colour of the artist’s blood vessels. We see here a methodical effort to incorporate contrasts: form and material, conception and presentation, sensory experiences and understanding. Haraldur’s method is to unpack the subject matter, to feel his way back to the moment of discovery and finally deconstruct it with a new reference. All aspects of the exhibition interact and support one another, and this is also true of a carefully crafted, multi-layered, living text by Oddný Eir Ævarsdóttir.
Haraldur Jónsson’s long career spans three decades and many mediums, but recently a substantial retrospective of his art curated at Kjarvalsstað ir gave us an overview of his career. With the exhibition Apertures, new work has come into the public eye, where the artist’s common themes and characteristics coalesce in an unexpected manner, both as a processing of his career and the unpacking of new ideas. The result is an exhibition grounded in a great deal of self-confidence. Intelligence, both cognitive and sensory, endows the artworks with meaning, but there is always something unsaid. The artist is looking for the human being and Haraldur Jónsson finds her in this undefined space between organs and beyond.
Úr verður sýning sem er sett fram af miklu sjálfsöryggi. Vitsmunir og skynfæri ljá hlutunum merkingu en ávallt verður eitthvað útundan. Listamaðurinn leitar að manneskjunni og Haraldur Jónsson finnur hana á þessum óræða stað á milli skynfæra og handan þeirra.Haraldur Jónsson Tongue 2020 Rubber, wood 230 × 158 cm
Tilnefning Nomination
Margrét H. Blöndal
Margrét H. Blöndal (f. 1970) setti upp markverða einkasýningu Aerotics / Loftleikur í I8 Gallerí á haustmánuðum. Sýningin er áframhald á vinnu Margrétar í gegnum árin, innsetning með skúlptúrum og teikningum þar sem listakonan vinnur með efniviðinn inn í r ýmið en samtal verka og r ýmis er mikilvægur þáttur í myndlist Margrétar.
Sýningin Aerotics / Loftleikur svífur handan orða og hugsana í léttleika er snertir og hrífur skynsviðið. Smá r ýmisverkin leika sér frá lofti til gólfs, fylgjast vel með hvort öðru en eru jafnframt sjálfstæð og öllu óháð. Hvert og eitt þeirra er hluti af órjúfanlegri heild þar sem lögun og andrúmsloft r ýmisins skiptir sköpum til að leikurinn lifi og gefi. Fínlegar teikningar í römmum eiga í samtali við skúlptúrana en nákvæmt efnisog litaval einkenna þær um leið og smáu abstrakt formin opna fyrir óendanlega víðáttu alheimsins. Rými gallerísins hefur verið umbreytt, stór veggur fyrir miðju þess skapar leikvöll fyrir verkin og gestir sjá aldrei sömu verk þegar farið er um r ýmið. Þannig upplifa áhorfendur stöðugt ný tt sjónarhorn og nýja spennu í leiknum, nýjar skynjanir er snerta augu og líkama. Bakatil í sýningarr ýminu er sjálfstætt bókverk, Fingurbjarg. Verkið er askja með teikningum eða einingum í ýmsum formum og stærðum sem hver og einn getur raðað og sett upp að vild.
Eiginleikar efnisins ráða för í verkunum á sýningunni og skynjun okkar mannvera, næmni fyrir snertingu efnis og r ýmis, lita og áferðar. Verkin lifa á skynsviðinu, handan orða, sem þó er hægt setja í orð að hluta til. Sýningunni fylgja opinberunarorð Margrétar um eigin listsköpun er hún vann í samræðu við Ingólf Arnarsson, myndlistarmann. Textinn er áhugaverður og vandaður, stendur vel með sýningunni.
Sýningin Aerotics / Loftleikur er áhugaverð birtingarmynd listsköpunar Margrétar sem hefur verið að vaxa og dafna í þrjá áratugi í list sinni, ætíð í fullu samræmi við það sem á undan er farið. Ósýnilegur litríkur þráður gengur í gegnum öll hennar verk, allar hennar sýningar. Að þessu sinni tókst hún á við nokkuð hefðbundið sýningarr ými, hvíta kassann, með áhugaverðum árangri en r ýmið er ætíð hluti af verkum hennar. Margrét á langan sýningarferil að baki, hérlendis og erlendis, og hefur hlotið styrki og viðurkenningar fyrir störf sín. Gefin hefur verið út bók með teikningum hennar, Drawings, og greinar skrifaðar um verk hennar.
Sýningin Aerotics / Loftleikur kjarnar að mörgu leyti langt ferli Margrétar á sviði myndlistar. Hún hefur á sínum einstaka ferli unnið mikið á innsæinu og nálgun hennar við efni og r ými er allt að því líkamleg og persónuleg. Hún opnar á einfaldleikan, flæðið og leikinn, um leið og úrvinnsla hennar kemur fram í hárnákvæmri og agaðri heild.
In the autumn, Margrét H. Blöndal (b. 1970) presented an impressive solo exhibition, Aerotics, in i8 Gallery. The exhibition is a continuation of Margrét’s work through the years, an installation with sculptures and drawings defined by how the artist works with her materials as they relate to the space, but the dialogue between artwork and the space it is in is an important element in Margrét’s art.
The exhibition Aerotics drifts beyond words and thoughts in a lightness that touches and enraptures our senses. Small spatial works play between the ceiling and the floor, following one another, yet independent and unaffiliated. Each and every one forms part of an indivisible whole where the shape and ambience of the space is crucial in order that the collection’s playfulness may live and give. Finely wrought, framed drawings engage in dialogue with sculptures of carefully selected colours and materials, while the miniature, abstract forms open up the infinite expanses of the universe. The gallery’s space has been transformed; a large wall at its center creates a playground for the works, leading the exhibition guests through the space in such a way that the same work is never seen twice. Viewers thus constantly experience a new perspective and new tension in the game, new sensory experiences touching the eyes and the body. In the back of the exhibition space is a free-standing bookwork, Thimble. The work is a box containing drawings or units of various forms and sizes, which each guest can arrange or organize as they please.
The material qualities of the works are the leading elements of the exhibition, as well as the human beings’ sensitivity to the coming together of material and space, colour and texture. These works live on the sensory plane, beyond words – of which only a part can be articulated in words. The exhibition is accompanied by revelatory remarks by Margrét on her artistic practice, which she developed in collaboration with the artist Ingólfur Arnarsson. The text is interesting and carefully crafted and works well with the exhibition. Aerotics is an interesting expression of Margrét’s artistic practice, a practice that has been growing and flourishing for the past three decades, always in logical sequence to previous work. An invisible yet colourful thread can be traced through all her work and exhibitions. This time she engaged with a comparatively traditional exhibition space, the white box, with interesting results, but space always plays a role in her work. Margrét has had a long career, both here at home and abroad, and she has been the recipient of numerous grants and recognitions for her work. A book of her drawings, Drawings, has been published, as well as articles on her work.
In many ways, the exhibition Aerotics brings together the strands of Margrét’s long career in the field of visual art. In her unique career, she has worked extensively with intuition and her approach to material and space is physical and personal. She opens up to simplicity, flow, and play, while her process results in a finely wrought and disciplined whole.
Selma Hreggviðsdóttir (f. 1983) og Sirra Sigrún Sigurðardóttir (f. 1977) unnu að markverði sýningu Ljósvaki / Æther í galleríi Berg Contemporary í Reykjavík snemma árs 2020. Sýningin samanstendur af litlum og stórum ljósmyndum og myndbandsverkum á skjám. Verkin opna fyrir okkur ljóstöfra og furðuveröld bergkristala er finnast í Helgustaðanámu við Eski örð
Í sölunum eru ljósmyndir af kristöllum sem ræktaðir eru af listamönnunum. Einnig er ljósmynd af hráu silfurbergi og slípaðri silfurbergskúlu sem Bjarni Ólafsson frá Brimnesgerði slípaði með það fyrir augum að það yrði sýnt á Heimssýningunni í Chicago árið 1892. Að slípa silfurberg með þessum hætti er að gera það ómögulega mögulegt sökum kristalabyggingar silfurbergs. Ofurslípaða molann er að finna í stöpli undir gleri í innri sal r ýmisins, en þar eru einnig smásjármyndir á vegg er sýna litadýrð ljósbrots í silfurbergi og myndbandsverk á tveim skjám er liggja skáhallandi á gólfi og gera sýninguna að heilstæðri innsetningu. Annað verkið sýnir bergkristal sem svífur í lausu lofti í r ýminu sem staðið er í og fer áhorfandinn í kringum hann. Á hinum skjánum er ferðast um r ýmið en nú er umhverfið myndað í gegnum kristalinn og hefur yfir sér draumkenndan blæ. Það sem er ólíkt hinu raunverulega r ými er að út um gluggann í myndbandinu sjást öll, áhorfandinn sér austfirskt landslag í stað borgarumhverfis. Í fremri salnum er ólíkt skjáverk við gólf er varpar augnabliki birtuspils í kristalhvelfingu Aðalbygginar Háskóla Íslands.
Með sýningunni fylgir vísindasögulegur texti eftir þau Kristján Leósson og Kristínu Aðalsteinsdóttir er varpar ljósi á sögu efna- og bergkristalsrannsókna og mikilvægi silfurbergsins frá Íslandi í þeim rannsóknum frá 17. öld fram á 20. öld. Sýningin vekur spurningar um mikilvægi hins sjónræna í rannsóknum okkar á heiminum og hvaða vald maðurinn hafi á náttúrunni með þekkingarsköpun sína eina að vopni.
Sýningin Ljósvaki / Æther er ein birtingarmynd af viðameiri listrannsóknarverkefni á náttúrufyrirbærinu silfurbergi. Fyrsta sýning þeirra sem listrænt teymi var á Eskifirði sumarið 2019. Niðurstöður rannsóknarvinnu þeirra, verk og sýningar, vinna þær í sameiningu og eru báðar titlaðar höfundar verkanna. Þær hafa báðar verið ötular við sýningarhald hérlendis sem erlendis utan þessa samstarfs.
Sýning Selmu og Sirru skapar nálægð við annars arrænt fyrirbæri, silfurberg. Nákvæmni rannsóknarvinnu þeirra og birtingarmynda hennar í verkum vekja áhuga og forvitni til að kynnast náttúrunni og alheiminum enn betur, um leið og áleitnar spurningar vakna um getu mannsins til að þekkja og tileinka sér lögmál náttúrunnar. Vísindi og listir mætast í rannsókn á efni sem vekur undrun.
Selma Hreggvið sdóttir (b. 1983) and Sirra Sigrún Sigurðardóttir (b. 1977) created a remarkable exhibition in Gallery Berg Contemporary in Reykjavík in the early months of 2020. The exhibition, Æther, is composed of small and large photographs and video works on screens. The works reveal to us the magical and bizarre light-world of the rock crystals found in the Helgustað ir mine in Eski örð ur.
In the exhibition space we find photographs of crystals grown by the artists. There is a photograph of raw Iceland spar as well as of a smooth Iceland spar globe that Bjarni Ólafsson from Brimnesgerð i polished with the aim of exhibiting at the Chicago World’s Fair in 1892. Polishing Icelandic spar in this manner is making the impossible possible on account of the crystal structure of Iceland spar. The hyper-polished piece is to be found inside of a column, under glass, in the inner area of the exhibition space, but there are also images on the wall that portray the microscopic wonders of the colour spectrum found in Icelandic spar, and a video work on two screens that have been placed at an angle on the floor, uniting the installation into an interconnected whole. One of he video works crystal that floats in the air in the very space the viewer is in, the point of view circling around the crystal. On the other screen one travels through the space, but now the environment is seen through the crystal and therefore takes on a dream-like appearance. What is different from the real space is that through the window in the video the landscape of east Iceland is seen
instead of the urban environment. In the outer hall there is a contrastic video work that displays the moment when light plays on the vaulted crystal ceiling of the main building of the University of Iceland.
Accompanying the exhibition is a text by Kristján Leósson and Kristína Aðalsteinsdóttir that illuminates the scientific history of the research on these rock crystals, and the importance of Iceland spar in these studies ranging from the seventeenth to the twentieth centuries. The exhibition raises questions on the importance of the visual in our studies of the world and what power man has over nature with knowledge creation as his sole weapon. The exhibition Æther is but one expression of a larger artistic research project on the natural phenomenon Iceland spar. Selma and Sirra’s first exhibition as an artist team was in Eski örð ur in summer 2019. The results of their research, works, and exhibitions is a collaborative project, and they are both titled as authors of these artworks. Beyond this collaboration, they have both been active in staging exhibitions here at home as well as abroad.
Selma and Sirra’s exhibition creates intimacy with an otherwise distant phenomenon, the Icelandic spar. The preciseness and character of their research and its expression in this artwork inspires an interest and curiosity to become more familiar with nature and the universe; while in the process challenging questions are raised as to man’s capacity to know and adapt to nature’s laws. Science and art collide here in an exploration of material that provokes wonder.
Libia Castro og Ólafur Ólafsson hljóta Íslensku myndlistarverðlaunin 2021 fyrir verkið Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland, Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús og á götum úti við Stjórnarráð og Alþingi Íslands, 3. okt. 2020 í samstarfi við tónlistar- og myndlistarhátíðina Cycle og Listahátíð í Reykjavík.
Tvíeykið Libia Castro (f. 1970) og Ólafur Ólafsson (f. 1973) sviðsettu stóran myndlistarviðburð Í leit að töfrum –Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland á árinu. Verkið er ölradda tónlistar- og myndlistargjörningur við hundrað og órtán greinar nýrrar stjórnarskrár Íslands sem kosið var um í október 2012 og nær tveir þriðju hlutar samþykktu. Áræðið og úthugsað þátttökuverk sem varpar ljósi á mátt listarinnar og efnir til umræðu um sjálfan grunn samfélagssáttmálans.
Viðburðurinn hófst í Porti Hafnarhússins þar sem uppi hengu litríkir borðar með áletrunum og slagorðum á borð við; „Nýju stjórnarskrána, takk!,“ „20. október 2012,“ „# Þau eru hjá okkur,“ „Refugees Welcome,“ „Aðgerðir strax“. Á annað hundrað manns tóku þátt; listamenn, innlendir og erlendir, ýmiss samtök, aðgerðarsinnar og almennir borgarar. Tónlistarmenn, flytjendur og tónskáld, fluttu verk við greinar stjórnarskrárinnar, Töfrakórinn söng, hljómsveitir spiluðu og íslenskir myndlistarlistamenn af erlendum uppruna sýndu verk sín á veggjum. Þegar leið á gjörninginn var gengið að Stjórnarráði Íslands og lauk kröfugöngunni á Austurvelli þar sem þátttakendur þöktu meðal annars Alþingishúsið með risastórum kröfuborða og bar fram kröfur sínar í orðum og tónum.
Aðgerðarsinnar listarinnar kenna okkur að myndlistin á erindi við okkur öll og að ekkert sé myndlistinni óviðkomandi. Listamennirnir eru rannsakendur á samfélag manna, sögulegum skilyrðingum, sjálfsmyndum, þjóðerni, samfélagssáttmálum og afleiðingum slíkra fyrirbæra á hugmyndir okkar og atferli. Ólafur og Libia veita okkur hér innsýn í afurð margra ára vinnu sem á erindi við þegna Íslands og annarra lýðræðisríkja.
Gjörningurinn sem um ræðir er sjálfstætt framhald verkefnisins Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands (2008 – 2011), sem þau unnu í samstarfi við tónskáldið Karólínu Eiríksdóttur og RÚV, ásamt Listasafninu á Akureyri og Hafnarborg, og verkefnisins Stjórnarská er ferli (2018) sem þau unnu í samstarfi við tónlistar- og myndlistarhátíðina Cycle, Gerðarsafn í Kópa-
vogi og Þjóðskjalasafn Íslands. Útgáfa af verkinu var einnig sýnt meðal annarra verka á Feneyjartvíæringinum 2011 en þau voru fulltrúar Íslands þar.
Ólafur og Libia hafa unnið saman í myndlist sinni frá því árið 1997. Í verkum sínum hafa þau tekist á við þau samfélagslegu, persónulegu, pólitísku og efnahagslegu öfl sem ráða hversdagslegum athöfnum okkar, jafnvel þannig að mörk listar og lífs þurrkast út með virkri þátttöku gesta eða annarra samverkamanna. Verk þeirra hafa vakið mikla athygli og þau hafa sýnt víða á undanförnum árum, jafnt hérlendis sem á alþjóðlegum stórsýningum, söfnum og sýningum, ásamt því að fá viðurkenningar fyrir ölbreytt samvinnuverkefni. Þau starfa í Berlín, Reykjavík, Rotterdam og Málaga á Spáni og eru meðal fremstu listamanna er vinna á sviði þátttökulistar á undanförnum áratugum.
Listin og töfrarnir geta leyst okkur úr álögum og hvatt okkur til þess að taka þátt. Tvíeykið vill heyra raddirnar, okkar allra sem lifum í ölmenningarsamfélagi, og skapa til þess listrænan vettvang. Verkið Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland er ákall um aðgerðir en jafnframt vandað tónlistar- og myndlistarverk sem snertir marga innan lista sem utan. Heiður er að veita tvíeykinu Libiu Castro og Ólafi Ólafssyni Íslensku myndlistarverðlaunin 2021.
Earlier this year, the duo Libia Castro (b. 1970) and Ólafur Ólafsson (b. 1973) staged in collaboration with The Magic Team a major visual art event, In Search of Magic – A Proposal for a New Constitution for the Republic of Iceland. The work is a multiple-voice music and visual art performance of the hundred and fourteen articles of Iceland’s new constitution, which was put to a vote in October 2012 and voted for by almost two-thirds of voters. It is a daring and carefully crafted participatory art project that illuminates the power of art and opens a discussion on the very foundations of the social contract.
The event began in the courtyard of Hafnarhúsið where colourful banners were presented, bearing texts and slogans such as: “The new constitution, thank you”, “20th of October 2012”, “#Theyarewithus”, “Refugees Welcome”, “Action now”. Almost two hundred people participated; artists, both local and foreign, various organizations, activists, and the general public. Musicians, performers and composers composed and performed work related to the articles of the constitution. The Magic Choir sang, bands played, and Icelandic visual artists of international backgrounds exhibited their work on the walls. As the performance advanced, the group made its way to the Prime Minister’s O ffi ce and ended the demonstration at Austurvöllur where participants, among other things covered the parliament building with a gigantic banner expressing their demands while also articulating these demands in words and music.
Activist artists teach us that the visual arts concern all of us; there is no subject that visual art should not concern itself with. These artists are investigating human communities, historical conditions, self-identity, nationality, social contracts and the impact of these phenomena on our ideas and behaviours. Here, Libia and Ólafur provide us
with insight into the results of work spanning many years, work that should concern Icelandic citizens and citizens of other democratic nations. This performance is an independent sequel to both the work The Constitution of the Republic of Iceland (2008-2011), which they developed in collaboration with the composer Karólína Eiríksdóttir and RÚV, as well as the Akureyri Art Museum, and the project A Constitution is a Process (2018) which Libia and Ólafur developed in collaboration with the music and visual arts festival Cycle, Gerðarsafn - the Kópavogur Art Museum, and The National Archives of Iceland. A version of the work was among other works shown at the Venice Biennale, where the duo represented Iceland in 2011. Libia and Ólafur have collaborated on their visual art since 1997. In their works they have engaged with the social, personal, political, and economic forces that control our daily acts, in such a way that the border between art and life is erased, as they engage the active participation of guests or other collaborators. Their work has drawn a great deal of attention and they have in these past years exhibited widely, both here at home and in major international shows, museums, and exhibitions, as well as receiving recognition for a diverse range of collaborative projects. They work in Berlin, Rotterdam, and Malaga in Spain, and have in the past decades been at the forefront of participatory art. Both art and magic can free us from the spell cast on us, encouraging us to participate. The duo wants to hear the voices of all of us who live in a democratic multicultural society, and create an artistic platform to do so. In Search of Magic – A Proposal for a New Constitution for the Republic of Iceland is a call to action but at the same time it is a well-crafted music and visual artwork that touches many of us, both within the fields of the arts and without.
Ekki brotlent enn Haven’t Crash Landed Yet
Andreas Brunner (f. 1988) er frá Zürich í Sviss en býr og starfar í Reykjavík.
Hann lauk B.A.gráðu í myndlist við Lucerne University of Applied Science and Arts í Luzern í Sviss árið 2016 og stundaði síðar M.A. nám í myndlist við Listaháskóla Íslands, þaðan sem hann útskrifaðist árið 2018.
Andreas hefur verið mjög virkur á sýningarvettvangi hér og landi og erlendis frá því að hann lauk námi í Sviss og tvisvar fengið úthlutað listamannalaunum hér á landi. Í listsköpun sinni endurskoðar hann hugtök og hugmyndir, oft tengd menningarlegri þróun, sköpun merkingar eða skynjun tíma, r ýmis og efnis. Því er samhengi verka hans fremur á sviði hugmyndatengsla og skynjunar en ákveðinna birtingarmynda í verkum.
Sýningin, Ekki brotlent enn, í D-sal Hafnarhúss, Listasafns Reykjavíkur er líkust ljóði. Hún lifir með okkur á óræðu sviði fagurfræðilegrar skynjunar og hugsanabrota er leita að haldbærri merkingu er sleppur ætíð undan. Á miðju gólfinu er myndarleg súla og tveir starfsmenn listasafnsins mála hana linnulaust, hring eftir hring, og sjá aldrei árangur gjörða sinna. Léttur tréfleki úr grindum, tákn björgunar, liggur á glærum stórum uppblásnum æfingaboltum og á honum hvítgráleitar gifsafsteypur af samskonar boltum, sprungnum. Á myndbandi vafrar engispretta fram og til baka á trjágrein, á hana vantar einn fót. Í öðru myndbandi horfum við á hönd listamannsins strjúka íspinna sem bráðnar hægt og rólega undan hand atlinu. Gulleitar silikon slæður með ólæsilegu letri hanga á málmsnögum, brjóstmyndum af konum í kjólum, er vísa í heldri manna vistaverur auk þess sem við innkomu í salinn er að finna aðra málmhentu, hurðabankara, hönd gyðjunnar Persefónu með granatepli, táknmynd ástríðanna. Nákvæmni í uppsetningu þessara um margt ólíku verka er sláandi, fegurð svífur yfir og óræð eða nánast ómöguleg merkingarsköpun opnar ókunnar ljóðrænar víddir. Fagna þarf brotunum, undruninni sem þau vekja, og leyfa þeim að lifa fyrir hugskotssjónum í stöðugri umbreytingu.
Sýningartitillinn, Ekki brotlent enn, vísar til óumflýjanlegar framtíðar, þess sem ekki er en verður. Umbreytingar eru í aðsigi hjá okkur öllum og listamanninnum Andreasi
Brunner sem heiður er að tilnefna til hvatningar verðlauna myndlistar 2021. Við munum undrast áfram með honum er við lifum hrun, uppbyggingu og niðurrif í eilífri endurkomu.
Andreas Brunner (b. 1988) is from Zürich in Switzerland, but lives and works in Reykjavík. He completed a B.A. degree of Fine Art from Lucerne University of Applied Science and Arts in Lucerne in Switzerland in 2016 and later enrolled in M.A. studies in visual art at the Iceland University of the Arts, from which he graduated in 2018.
Since completing his studies in Switzerland, Andreas has actively exhibited, both here and abroad and has twice been the recipient of an artist’s salary in this country. In his creative practice he reconsiders concepts and ideas, often connected to cultural development, meaningcreation, or the experience of time, space, and material. Taken as a whole, his work is more related to how ideas associate with one another and to sensory experiences than specific manifestations in the work itself.
The exhibition Haven’t Crash Landed Yet, in the D -gallery of the Reykjavik Art Museum, resembles a poem. It lives with us in the opaque space of aesthetic perception and fragmented thoughts, looking for a tangible meaning that continually escapes us. In the middle of the floor stands a pillar, a permanent feature of the space, that is continually being painted by two staff members of the museum, round after round, without any visible effect of their actions. A light wooden raft made of railings, symbolic of rescue, is held up by three large, inflated and translucent
exercise balls, on top of this raft sit whitish-grey plaster casts of similar balls but which have been punctured. A video portrays a grasshopper, missing one leg, wandering back and forth along a tree branch. Another video shows us the hand of the artist stroking an ice-lolly that slowly and surely melts under his touch. Yellow-toned silicon headscarves covered with illegible lettering hang on metal hooks on the wall, as well as busts of women in dresses, referencing the habitations of the upper class. In addition, at the entry to the space one finds a metal bolt, a doorknocker, the hand of the goddess Persephone holding a pomegranate, the symbol of passions. The precise installation of these works that in many ways are so different from one another is impressive; a sense of beauty drifts through the space and an opaque, almost impossible process of meaning-making opens unknown, poetic dimensions. These fragments and the wonder they evoke should be celebrated and allowed to live in our mind’s eye in a state of continual flux.
The exhibition’s title, I Haven’t Crash Landed Yet, points towards an inescapable future, to what is not now, but will be. Change is coming for us all and for the artist Andreas Brunner whom it is an honour to nominate for the Motivational Award. We will continue to experience a state of wonder with him, as we live through crashing, rebuilding, and destroying in an everlasting cycle.
Guðlaug Mía Eyþórsdóttir
Milli hluta
Guðlaug Mía Eyþórsdóttir (f. 1988) býr og starfar í Reykjavík og Antwerpen
í Belgíu. Hún lauk B.A.gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2012 og og stundaði síðar meistaranám í myndlist við Koninklijke Academie í Gent í Belgíu, þaðan sem hún útskrifaðist árið 2018.
Guðlaug Mía hefur sýnt verk sín víða hér á landi og erlendis frá
því hún lauk námi og verið virk á vettvangi myndlistar. Má þar nefna stofnun og rekstur sýningarr ýma í samvinnu við aðra; Kunstschlager frá
2012 og ABC Klubhuis í Antwerpen í Belgíu frá 2018. Hún stofnaði og hafði
umsjón með útgáfunni Gamli Sfinxinn og upplýsingavefsíðu um myndlist, Blái vasinn. Í verkum sínum vinnur Guðlaug Mía með kunnugleg form, áferðir og gjörðir úr hvunndeginum sem hún efnisgerir í málverk og
skúlptúra. Verkin gætu við fyrstu sýn virst vera nytjahlutir en fara þó inn
á ókunnug mið formrænnar skynjunar og myndrænnar hugsunar.
Sýningin Milli hluta í Listasal Mosfellsbæjar er hrífandi sýning þar sem óvenjulegir skúlptúrar skapa stemmningu sín á milli og vekja
forvitni, nánast eins og að þeir leggi fram óleystar ráðgátur á óræðu sviði skynjunar og minninga. Þeir eru kunnulegir og framandi í senn, áferð, efni og fagurfræði úr manngerðu nærumhverfi okkar. Skúlptúrarnir minna á athafnir og nytjahluti heima við, stiga, skáp, hillur, hald, körfu, stól, o.fl. en eru þó eitthvað allt annað og án notagildis. Í sýningarr ýminu skapa þessir óræðu hlutir stemmningu hlaðna formrænni fagurfræði og vekja efalítið mismunandi spurningar og enn ólíkari svör.
Í tengslum við sýninguna vísar Guðlaug Mía í orð danska sagnfræðingsins Rudolf Broby-Johansen: „Hlutir lifa lengur en fólk og form lifa miklu lengur en hlutirnir sjálfir.“ Orð sem eiga vel við sýninguna er tekst á áræðin hátt við form hversdagslegra og kunnuglegra nytjahluta. Merking sýningarinnar, Milli hluta, liggur á milli hluta. Hún gæti þó lifað í formrænum minningum hvers og eins, í daglegum athöfnum. Guðlaug Mína hefur verið virk í listsköpun sinni sem kristallast vel í þessari frumlegu og vönduðu sýningu. Heiður er að tilnefna sýninguna til hvatningarverðlauna myndlistar 2021.
Guð laug Mía Eyþ órsdóttir (b. 1988) lives and works in Reykjavík and Antwerpen in Belgium. She completed a B.A. degree of Fine Art from the Iceland University of the Arts in 2012 and later studied at the M.A. programme in Fine Art at the Koninklijke Academie in Gent in Belgium from which she graduated in 2018. The exhibition Milli hluta was funded by the Icelandic Visual Arts Fund. Since completing her studies, Guð laug Mía has exhibited her work widely in Iceland and abroad, and has been active in the field of visual art. She has taken an active part in founding and operating various art spaces: Kunstschlager in 2012 and ABC Klubhuis in Antwerpen, Belgium, in 2018. As well as establishing publication platforms such as Gamli sfinxinn and Blái vasinn, which collects various texts and interviews of visual artists. Guð laug Mía uses familiar forms, textures, and daily activities in her work, which she then materializes in paintings and sculpture. At first glance, the works might seem to be practical objects, but they then run into an unknown territory of form perception and visual thinking.
The exhibition Milli Hluta in the Mosfellsbær Art Gallery is a spectacular show where unusual sculptures are brought together to create a certain atmosphere, arousing our curiosity, almost as if they
present us with unsolved mysteries within the tacit space occupied by perception and memories. They are at once familiar and foreign; their substance and aesthetic stem directly from our immediate man-made environment. The sculptures recall daily actions and domestic practical objects, such as ladders, cabinets, shelves, a handle, a basket, chair etc., and yet they are something else altogether and have no practical utility. In the exhibition space, these indefinable objects create an ambience loaded with aesthetic formalism, undoubtedly raising various questions and even more different answers.
Guð laug Mía refers to the words of the Danish historian Rudolf Broby-Johansen: “Objects live longer than people and form lives for much longer than the object itself.” These words go well with an exhibition that in a daring manner engages with the form of ordinary and familiar practical objects.
The meaning of the exhibition Milli hluta lies between the objects. And yet it could live in the formalized memories of each and every one of us, in our daily activities. Guð laug Mía’s active engagement in her artistic practice is synthetized in this original, well-crafted exhibition. It is an honour to nominate this exhibition for the Motivational.Award.
Hvatningarverðlaun ársins Motivational Award of the Year
Una Björg Magnúsdóttir
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús
16.01 – 15.03.20
Mannfjöldi hverfur sporlaust um stund Vanishing Crowd
Una Björg Magnúsdóttir (f. 1990) starfar í Reykjavík. Hún lauk B.A.-gráðu
í myndlist við Listaháskóla Íslands 2014 og stundaði síðar M.A. nám í myndlist við École cantonale d’art de Lausanne í Sviss, þaðan sem hún útskrifaðist 2018.
Una Björg hefur verið virk á sýningarvettvangi hérlendis frá því að hún lauk námi, hlotið styrki, listamannalaun og átt frumkvæði að áhugaverðum samsýningum og uppákomum á myndlistarsviðinu. Hún er hluti af sýningarumsjónarteymi gallerísins Kling og Bang í Reykjavík.
Una Björg vinnur með ýmsa muni og uppstillingar í verkum sínum sem oft á tíðum eru hreyfanleg eða gefa frá sér hljóð. Hið ofur kunnulega birtist oft í innsetningum hennar, skúlptúrískum sviðsetningum og myndverkum, um leið og a ygging á sér stað er ögrar og a júpar, skapar nýja upplifun er vekur undrun.
Sýningin Mann öldi hverfur sporlaust um stund setur fram heillandi en jafnframt a júpandi sjónarspil blekkinga er vekur spennu og undrun í ófyrirsjáanlegri atburðarás. Í r ýminu blasir við formfagur skápur eftir heilum vegg, en á móts við hann er stór mynd í gylltum ramma þar sem sveigður penni teiknar í átt að polli. Hann er hvort tveggja kunnuglegur og óþægilega óraunverulegur. Úr miðju langa skápsins rís hægt og rólega sjónvarpsskjár sem staðnæmist. Á honum kviknar óendanleg víðátta, flögrandi sk ýjahnoðrar fyrir framan alheiminn. Undir himinnhvolfinu er magnþrungin kyrrð. Hendi er veifað og fingrum smellt fyrir framan sk ýin
og þau hverfa, skjárinn er dauður og fer að síga hægt niður í skápinn. Yfirborð skápsins er plastkennt og á honum er kæruleysislegt far eftir kaffibolla og lyklakippu jafn óþægilega óraunveruleg og penninn á myndinni. Allt er nákvæmlega á sínum stað í tómarúminu sem andar og skapar eftirvæntingu um að skjárinn rísi að nýju. Heimur blekkinga heillar jafnvel þótt hann sé a júpaður.
Titill sýningarinnar Mann öldi hverfur sporlaust um stund er fengin að láni frá sjónhverfingarmanninum David Copperfield, er lét fólk hverfa sporlaust á sviði í Las Vegas. Hið ómögulega gert mögulegt í einni sjónhendingu. Una Björg stígur fram á sviðið á áhrifaríkan hátt með sýningu sinni og heiður er að veita henni Hvatningarverðlaunin 2021.
Una Björg Magnúsdóttir (b. 1990) works in Reykjavík. She completed a B.A. degree in visual art from the Iceland Academy of the Arts in 2014, and later studied at the M.A. program in visual art at the École cantonale d›art de Lausanne in Switzerland from which she graduated in 2018. Since she completed her studies, Una Björg has actively exhibited in this country and has been the recipient of grants and the artist’s salary while also taking the lead in organizing various interesting group exhibitions and events in the field of visual arts. She is a member of the Kling & Bang exhibition supervisory team.
Una Björg incorporates different objects and compositions in her works, which are often mobile or emit sounds. The hyper-familiar often appears in her installations, her sculptural stage designs or visual work, while continually being deconstructed in the process, challenging and exposing that familiarity, creating a new experience that evokes a sense of wonder.
The exhibition Vanishing Crowd presents a seductive but also revealing charade of illusions that elicits tension and surprise in an unpredictable plot. In the space, we see a shapely cabinet that covers a whole wall, but across from it is a large
picture in a golden frame of a bent pen drawing in the direction of a puddle. It is at once familiar and uncomfortably unreal. From the center of this l ong cabinet, a TV screen rises, slowly and surely, until it comes to a stop. On the screen appear endless expanses, drifting bolster clouds in front of the universe. Under the celestial vault reigns a magnificent calm. With the wave of a hand and the snapping of fingers in front of the clouds they disappear, the screen goes dead and begins to slowly descend back into the cabinet. The surface of the cabinet is plastic. A ring mark made by a cup of coffee and a keychain is as equally uncomfortably unreal as the pen in the picture. Everything is fixed precisely to its spot in the void that breathes and creates a sense of expectation that the screen will rise again. The world of illusion is seductive, even at the moment it is exposed. The title of the exhibition Vanishing Crowd is borrowed from the illusionist David Copperfield, who made people disappear without a trace on a stage in Las Vegas. The impossible becomes possible in one momentary glimpse. In an impressive gesture, Una Björg steps onto the stage with her exhibition and it is an honour to award her the Motivational Award.
Myndlistarráð veitir nú heiðursviðurkenningu í fyrsta sinn. Með þessari viðurkenningu vill ráðið heiðra listamann sem á að baki langan og farsælan feril og hefur markað spor í sögu íslenskrar myndlistar. Heiðursviðurkenningu árið 2021 hlý tur Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá. Með íhugulum verkum sínum hefur hún vakið okkur til umhugsunar um siðferðileg álitamál í fortíð og nútíð og beint sjónum okkar að tímanum og hverfulleikanum, viðkvæmri náttúru landsins og tjáningarríku tungumálinu. Auk þess hefur Kristín fært menningarsögulega mikilvægan efnivið, ullina, inn í samtímalistina og sýnt fram á hvílíkan ársjóð við eigum í íslensku ullinni.
Kristín Jónsdóttir er fædd á Munkaþverá í Eyjafirði árið 1933. Hún stundaði nám í Handíða- og myndlistaskólanum í Reykjavík 1949 til 1952 og frá 1954 til 1957 var hún nemandi við textíldeild Kunsthåndværkerskolen í Kaupmannahöfn. Árið 1959 var hún við nám í París í École des Arts Italiennes og Atélier Freundlich og veturinn 1963 til 1964 var hún við nám á Ítalíu við Universitat per Stranieri í Perugia. Kristín kenndi við Myndlistaog handíðaskóla Íslands fram til 1975 þegar hún ákvað að helga sig myndlistinni og hefur síðan þá haldið yfir 20 einkasýningar á Íslandi, í Bandaríkjunum og Kanada. Einnig hefur hún tekið þátt í ölda samsýninga bæði hér á landi og erlendis. Verk eftir hana eru í helstu listasöfnum landsins og einnig í söfnum í Evrópu og Bandaríkjunum. Hún hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar, meðal annars silfurverðlaun Alþjóðlega textílþríæringsins í Lódz í Póllandi árið 1992. Kristín hefur verið virkur félagi í Textílfélaginu og var brautryðjandi hér á landi við gerð verka úr þæfðri ull.
Kristín vann í fyrstu tvívíð abstraktverk, einkum sáldþrykk á ullarefni eða striga. Smám saman urðu verkin þrívíðari, oftar en ekki unnin úr óspunninni íslenskri ull með margbreytilegum litbrigðum en blek á margs konar undirlag og vatnslitur á pappír hafa einnig verið Kristínu mikilvægir tjáningarmiðlar. Um 1980 fór hún að vinna með þæfða ull og ullarlagða og móta úr þeim skúlptúra, oft í samspili við annan efnivið, svo sem vax, bambus, plexígler og handskrifaðan texta. Í verkum sínum hleður Kristín ullina merkingu með tilvísun í tónlist og bókmenntir og tengingu við tímann og söguna. Með ölbreyttum verkum sínum hefur Kristín Jónsdóttir bryddað upp á áhugaverðu samtali um eðli og ný tingu ullarinnar, ný tt táknræna eiginleika efnisins og bent okkur á þann auð sem
felst í ull íslensku sauðkindarinnar. Kristín beinir einnig sjónum að tungumálinu og merkingu orða með fagurlega skrifuðum texta sem til dæmis tengist gömlum dulsmálum og runum af mannanöfnum, bæjarheitum eða örnefnum sem vekja hugrenningatengsl og kalla fram myndir í huga áhorfandans. Í verkum sínum vefur Kristín saman orðum og þráðum og býr til eina heild sem er áhugavert í ljósi þess að orðin texti og textíllist eiga sér sameiginlegan latneskan uppruna í sögninni texere, að vefa. Kristín Jónsdóttir á að baki heilsteypt höfundarverk sem einkennist af íhugulum og ljóðrænum verkum sem vekja til umhugsunar um þjóðlegan arf okkar og það sem var en líka það sem er hér og nú og það sem verður. Verk Kristínar eru vönduð og kyrrlát um leið og þau eru full af merkingu og tilvísunum og búa yfir áleitnum undirtón þar sem tími, náttúra og menning kallast á. Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá á heiður skilið fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar.
For the first time since its foundation The Icelandic Visual Arts Council is bestowing an honourary award. With this award the Council would like to honour an artist whose long and successful career has made a significant mark on the history of visual arts in Iceland. The recipient of the 2021 honours award is Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá. With her contemplative work she has inspired us to reflect on the ethical issues that have dominated both our past and present, and shifted our gaze to dwell on time and transience, the country’s delicate natural environment, as well as its expressive language. Moreover, Kristin has brought a culturally important resource, wool, into the field of contemporary art and demonstrated what treasures we possess in Icelandic wool.
Kristín Jónsdóttir was born at Munkaþverá in Eyja örð ur in 1933. She studied at the Icelandic College of Arts and Crafts in Reykjavík between 1949 and 1952 and from 1954 to 1957 she was a student at the textile department of Kunsthåndværkerskolen in Copenhagen. In 1959 she studied in Paris at the École des Arts Italiennes and the Atélier Freundlich, and during the winter of 1963 to 1964 she studied in Italy at the Universitat per Stranieri í Perugia. Kristín taught at the Icelandic College of Arts and Crafts until 1975 when she decided to dedicate herself to visual art, and since then she has held over twenty private exhibition in Iceland, in the United States and Canada. She has also participated in numerous group exhibitions, both in Iceland and abroad. Her works can be found in major museums across the country as well as in museums in Europe and the United States. She is the recipient of various prizes and awards, including the silver award at the International Triennal of Tapestry in Lodz, Poland in 1992. An active member of the Textile Association, Kristín was a pioneer in this country in creating artwork from felted wool.
Kristín created her first two-dimensional abstract works, particularly silkscreen, on woolen material or canvas. Slowly her work became more three dimensional, more often than not using unspun wool in various colour hues, but ink on various grounds and watercolours on paper has also been an important medium for Kristin. Sometime around 1980 she began to work with felted wool and wool pieces, creating sculptures that often incorporated other materials such as wax, bamboo, plexiglass and handwritten text. In her works, Kristin loads wool with meaning, referencing music and literature, establishing a connection with time and history. In her diverse works, Kristín Jónsdóttir has opened an interesting dialogue on the nature and use of wool; she has harnessed the symbolic qualities of the material and brought to our attention the treasures we may find in the wool given by the Icelandic sheep. Kristín also turns her gaze to language and the meaning of words in beautifully written text that connects, for example, to old criminal cases involving women and their illegitimate offpsrings, as well as sequences of personal names in the names of farms or place names, all of which form mindful connections and conjure images in the mind of the viewer. In her work, Kristin weaves together words and threads, creating a unified whole, an interesting result considering that the words text and textile both stem from the Latin verb texere, to weave. In her career, Kristín Jónsdóttir has presented a coherent oeuvre characterized by contemplative, poetical works that raise awareness of our national heritage, of what was, but also what is here, now, as well as what will be. Kristín’s work is quiet and carefully crafted while loaded with meaning and references, characterized by a challenging leitmotiv where time, nature and culture engage in a continuous dialogue. Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá deserves the greatest honour for her contribution to Icelandic visual art.
Viðurkenning á útgefnu efni um myndlist
Publication Award for Published Material on Visual Art
Ritröð Listasafns Reykjavíkur Reykjavik Art Museum’s publication series
Nýlega samþykkti myndlistarráð að veita árlega viðurkenningu fyrir útgefið efni, hvort heldur sem er í prentuðu eða stafrænu formi. Viðurkenning verður veitt stofnun, einstaklingi eða fyrirtæki sem staðið hefur að framlagi sem talið er hafa mikilvægt gildi fyrir kynningu og rannsóknir á íslenskri myndlist.
Útgefið efni um myndlist eru vörður sem bæði almenningur og fræðafólk ný tir sér. Þær varða veg sjónmenningar í landinu og eru til þess fallnar að auka hróður myndlistarinnar. Ýmist með því að gefa innsýn inn í það sem er efst á baugi á hverjum tíma eða dýpka skilning okkar á sögu myndlistarinnar; einstökum greinum hennar, framlagi listamannahópa, sýningarstaða eða einstakra listamanna.
Myndlistarráð hefur valið að veita ritröð Listasafns Reykjavíkur viðurkenningu fyrir útgáfu sem fylgir yfirlitssýningum á Kjarvalsstöðum á verkum myndlistarmanna á miðjum ferli.
Þegar hafa verið haldnar órar yfirlitssýningar í þessari sýningaröð og hefur hverri sýningu fylgt bók sem jafnframt er sýningarskrá. Metnaður er lagður í útgáfuna, sem er bæði á íslensku og ensku. Í hverri bók er að finna myndir af verkum listamannsins ásamt vönduðum greinum fræðafólks og listamannsins sjálfs – sem dýpkar skilning á höfundarverki listamannsins. Þetta eru einstaklega vel hannaðir prentgripir sem hver á sinn hátt kallast á við verk myndhöfundarins sem bókin allar um.
Í skrifum Listasafn Reykjavíkur segir að sýningarnar séu hluti af viðleitni safnsins til að skrá og greina íslenska listasögu í gegnum veglegar sýningar og útgáfu. Safnið hefur valið listamenn sem á heilsteyptum ferli sínum hafa skilað markverðu framlagi til þróunar
íslenskrar myndlistar. Bækurnar sem út hafa komið eru um höfundarverk Önnu Líndal (sýningin Leiðangur, 2017), Haraldar Jónssonar (sýningin Róf, 2018), Ólafar Nordal (sýningin Úngl, 2019) og Sigurðar Árna Sigurðssonar (sýningin ÓraVídd, 2020).
Recently, the Visual Arts Council agreed to annually recognize published material, whether in printed or digital form. The recognition will be given to an institution, individual, or a company that has made a contribution considered important to the promotion or study of Icelandic visual art.
Published material on visual art is used for reference, both by the public and academics in the field. Such material catalogues the development of visual culture in this country and adds to the reputation of visual art, either by providing insight into trending issues at each time, or by deepening our understanding of the history of visual art, its individual fields, the contribution of artist groups, exhibition spaces or individual artists.
The Visual Arts Council has chosen to recognize the Reykjavik Art Museum for its publication series that accompanies the midcareer retrospectives of visual artists exhibited at Kjarvalsstað ir.
Four retrospectives have already been curated in this series and each exhibition has been
accompanied by a book which also serves as a catalogue. A great deal of ambition characterizes the publication, which is both in Icelandic and English. Each book contains pictures of the artist’s work as well as high-quality texts by scholars, and the artists themselves, which deepen one’s understanding of the artist’s oeuvre. These are extremely well designed published objects, each one of which connects with the work of the artist who is the subject of the book.
In its writings, the Reykjavik Art Museum notes that the exhibitions form part of the museum’s efforts to record and analyze Icelandic art history through major shows and publications. The museum has chosen artists who in their substantial careers have made a meaningful contribution to the development of Icelandic visual art. The books published are on the oeuvre of Anna Líndal (Expedition, 2017), Haraldur Jónsson (Spectrum, 2018), Ólöf Nordal (Úngl, 2019) and Sigurð ur Árni Sigurð sson (Expanse, 2020).
Ritstjóri
Editor
Björg Stefánsdóttir
Verkefnastjórar
Project Managers
Hera Guð mundsdóttir
Laufey Jakobsdóttir
Texti Text
Aðalsteinn Ingólfsson (Listfræ ðafélag Íslands)
Hanna Styrmisdóttir (fulltrúi safnstjóra íslenskra myndlistarsafna)
Jóhann Ludwig Torfason (Samband íslenskra myndlistarmanna)
Margrét Kristín Sigurðardóttir, formað ur dómnefndar (Myndlistarráð)
Sigurð ur Guð jónsson (Listaháskóli Íslands)
Samræming texta
Text Coordination
Hanna Styrmisdóttir
Prófarkalestur
Proofreading
Ingunn Snædal
Þýð ing
Translation
Ingunn Snædal
Grafísk hönnun
Graphic Design
Studio Studio
(Arnar Freyr Guð mundsson, Birna Geirfinnsdóttir me ð/with Chris Petter Spilde)
Ljósmyndir
Photographs
Vigfús Birgisson (Evolvement, Annað R ými)
Eyþ ór Árnason, (Litla Hafpulsan)
Valgarð ur Gunnarsson (Litla Hafpulsan)
Owen Fiene (Handrit)
Prentun
Printing
Prentmet
Myndlistarráð
Icelandic Visual Arts Council
Margrét Kristín Sigurðardóttir
Dagný Heið dal
Guð ni Tómasson
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Jón Óskar Hafsteinsson
Aðalheið ur Lilja Gu ð mundsdóttir nam heimspeki við Há skóla Íslands og listheimspeki við Université Paris 1, Panthéon- Sorbonne. Frá árinu 2010 hefur hún starfað sem lektor og fagstjóri list fræ ða við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Ásamt kennslu- og fag stjórasarfinu hefur hún sinnt ýmsum verkefnum á fagsvið um listfræ ða og myndlistar, þar á me ðal rannsóknum, skrifum, opinberum fyrirlestrum, sýningargerð og ýmsum nefndarstörfum á Norð urlöndum og í Frakklandi. Rannsóknir Aðalheiðar Lilju er me ðal annars á svið i skrifa og bók verkagerðar myndlistarmanna og kynjafræ ð a.
Aðalheið ur Lilja Gu ð mundsdóttir studied philosophy at the University of Iceland and philosophy of art at Université Paris 1, PanthéonSorbonne. From 2010, she has been Assistant Professor and Programme Director for art history and art theory at the Department of Fine Art at the Iceland University of the Arts. In tandem with teaching and serving as a programme director she has been active in various projects in the fields of art history and theory and the visual arts, including research, writing, public lectures, curating exhibitions and various committee work in the Scandinavian countries and France. Much of Aðalheið ur’s research focuses on the writing and art-book practice of visual artists as well as gender studies.
Helga Óskarsdóttir er me ð MA í myndlist frá Chelsea College of Arts, BFA frá Myndlista og handíðaskóla Íslands og diplóma í kennsluréttindum frá LHÍ. Hún hefur tekið þátt í ölmörgum myndlistaverkefnum, haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Helga hefur víð tæka reynslu af störfum innan myndlistar og gengt ýmsum trúnaðarstörfum hjá fag félögum innan geirans, m.a. setið í stjórn Nýlistarsafnsins, Myndhöggvarafélagsins, verið varamað ur í stjórn SÍM og setið í úthlutunarnefnd listamannalauna. Helga hefur sinnt kennslu hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur me ð hléum frá 2011 þar sem hún hefur kennt börnum og fullorð num myndlist og margmið lun. Helga hefur stað ið að ýmsum verkefnum innar myndlistargeirans. Frá 2013-2015 rak hún Týsgallerí og var annar af eigendum gallerísins, Artzine, vefrit um samtímalist frá 2016 til dagsins í dag og Multis vefgallerí sem selur upplagsverk eftir íslenska myndlistarmenn frá 2019.
Helga Óskarsdóttir holds an M.A. degree í visual art from the Chelsea College of Arts, a B.F.A. from the Icelandic College of Arts and Crafts and a teaching certification diploma from the Iceland Academy of the Arts. She has participated in numerous visual art projects, staged solo exhibitions, and participated in group shows. Helga has broad experience of working within the visual arts and has served in several confidential roles in professional associations within the field, for example on the board of the Living Art Museum and the Sculptor’s Association, The Association of Icelandic Visual Artists,
and on the Artists’ Salary Committee. Since 2011, Helga has taught intermittently at the Reykjavik School of Visual Arts where she has taught children and adults both visual art and multi-media. Helga has initiated several projects within the field of visual art. Between 2013 and 2015 she ran and co- owned Týsgallerí and from 2016 to the present day the online contemporary art magazine Artzine, as well as Multis an online gallery that sells serialized work by Icelandic artists.
Helgi Þ orgils Frið jónsson er myndlistarmað ur, fæddur í Bú ðardal 1953. Hann nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1971-1976, De Vrije listaskólanum í Hollandi 1976 -1977 og Jan van Eycke listaskólanum
í sama landi 1977-1979. Frá 1979 hefur Helgi verið stundakennari í MHÍ og síðar LHÍ; hann var um tíma deildarstjóri í Nýlistadeildinni, og var í undirbúningsstjórn um Listaháskóla Íslands. Hann hefur verið gestakennari í Stadts-skólanum í Osló, Valand-skólanum í Gautaborg og í Norræna listaskólanum í Kokkola, Finn landi. Helgi var einn af stofnendum Nýlistasafnsins og Gallerís Su ð urgötu 7. Hann hefur rekið sýningarr ýmið Ganginn/Corridor frá 1980 og hefur gefi ð út listabækur eftir sjálfan sig og að ra. Helgi hefur unnið me ð flesta mið la myndlistar og sýnt mjög víða, heima og erlendis, m.a. fyrir Íslands hönd á Parísartvíæringnum 1980 og Feneyjatvíæringnum 1990.
Helgi Þ orgils
Frið jónsson is an artist, born in Bú ðardalur in 1953. He studied at the Icelandic College of Art and Crafts 1971-76, De Vrije Academie in Holland 1976 -77 and Jan van Eycke Academie 1977-79. Since 1979, Helgi has been a part-time teacher at ICAC and then Iceland University of the Arts; he was head of the Modern Art department for a while and sat on the preparatory board of the IUA. He has been a visiting lecturer at the Stadts Academy in Oslo, Valand Academy in Gothenborg and the Nordic Art School in Kokkola, Finland. Helgi was one of the founders of the Living Art Museum in Reykjavík and Gallery
Su ð urgata 7. He has run the exhibition space since 1980 and published art books by himself and others. Helgi has worked in most art media and exhibited extensively, around the world and in Iceland, including representing Iceland at the Paris Biennale in 1980 and the Venice Biennale in 1990.
Valur Brynjar Antonsson er heimspekikennari og rithöfundur. Hann nam heim speki við Université de Nancy 2 og við Háskóla
Íslands, hvar hann lauk MA prófi í heimspeki 2007 og síðar diplómugráð u í kennslufræ ð i. Frá árinu 2006 hefur hann kennt við Listaháskóla Íslands og frá árinu 2016 hefur hann kennt heimspeki og skapandi skrif við Myndlistarskólann í Reykjavík. Valur hefur gefi ð út ljó ðabækur, er einn af stofnendum
Nýhil-forlagsins og stað ið fyrir ljó ðahátíð um og útgáfuvið burð um. Hann hefur fengist við heimildamyndagerð, ritstjórn og sýningarstjórn á svið i skáldskapar og myndlistar, sinnt fræ ð iskrifum og rannsóknum, og sérhæft sig í textagerð fyrir sýningar.
Valur Brynjar
Antonsson is a philosophy teacher and writer. He studied philosophy at Université de Nancy and at the University of Iceland where he completed an M.A. degree in philosophy in 2017 and later a diploma in education. From 2006, he has taught at the Iceland University of the Arts and from 2016 he has taught philosophy and creative writing at the Reykjavik Visual Arts College. Valur has published books of poetry and is one of the founders of the Nýhil-publishing company. He has also organized poetry festivals and publishing events. He has worked on documentary film, editorial and curatorial work in the field of fiction and visual art, academic writings and research and has specialized in writing exhibition texts.
Þ orbjörg Jónsdóttir er kvikmyndagerðarmað ur og myndlistarmað ur sem býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifað ist me ð MFA gráð u í tilraunakenndri kvikmyndagerð frá CalArts árið 2009 og hafð i áð ur lokið BA-gráð u í myndlist frá LHÍ. Frá útskrift hefur Þ orbjörg samhliða listsköpun sinni kennt bæ ð i myndlist og kvikmyndagerð við CalArts, og við myndlistardeild LHÍ. Hún vinnur mest me ð tilraunakvikmyndir og videomið ilinn, og um öllunarefni verka hennar snúa me ðal annars að etnógrafíu, landslagi og abstract formalisma í kvikmyndum þar sem að rar víddir og yfirnáttúruleg svið eru könnu ð Verk Þ orbjargar hafa verið sýnd víða á kvikmyndahátíð um og í galleríum í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum. Þ orbjörg Jónsdóttir is a visual artist and experimental filmmaker from Iceland. She holds an M.F.A. degree in experimental filmmaking from the School of Film and Video at CalArts and a B.A. in visual arts from the Iceland University of the Arts. Alongside her practice she has taught filmmaking and video art at the university level at CalArts and IUA. Her films and videos navigate between ethnography and abstract formalism, exploring preternatural states where oral-mythology and landscape collide. Thorbjorg’s films have screened at film festivals and in galleries in Europe, Asia, and the United States.
Allur réttur áskilinn
All rights reserved