
1 minute read
Ísland á filmu
from IceDocs 2021
by icedocs
ÍSLAND Á FILMU / ICELAND ON FILM
Á meðan á hátíð stendur munu IceDocs og Kvikmyndasafn Íslands standa fyrir kynningu á vefnum Ísland á filmu. Valin myndbrot af vefnum verða sýnd á Bókasafni Akraness og í Akranesvita, sem og víðar í bænum. Undanfarin ár hefur starfsfólk Kvikmyndasafns Íslands unnið hörðum höndum að því að stafvæða eldri myndbrot sem til eru á safninu. Á vefnum Ísland á filmu sem opnaði nýlega er er að finna sýn inn í fágætan safnkost Kvikmyndasafnsins allt frá árinu 1906 til okkar daga. Vefurinn er sérlega notendavænn en þar geta notendur til að mynda valið að sjá myndbrot eftir landssvæðum. Ísland á filmu er samstarfsverkefni Kvikmyndasafns Íslands og Kvikmyndamiðstöðvar Danmerkur (Dansk Filmistitut/Filmcentralen), sem heldur úti sambærilegum vef.
Advertisement
During the festival IceDocs and The National Film Archive of Iceland will introduction of “Iceland on Film”, the new online film database. Selected clips will play in the Akranes Library and Lighthouse among other places. Over the past years the staff at the Icelandic Film Museum has put a lot of effort into digitalizing the films that are in their care. Their new website “Ísland á filmu” which opened recently gives a rare glimpse into the rare copies they protect for us dating all the way back to 1906 to current days. The web is very user friendly as users can choose to see clips from particular parts of the country. Ísland á filmu is a collaboration between the Icelandic Film museum and the Danish Film Institude/Film Central which offers a similar web in Denmark. 32

