ÞRETTÁNDABLAÐIÐ
2023
Þrettándagleði ÍBV verður loksins haldinn með hefðbundnu sniði föstudaginn 6. janúar. Kl. 19:00 kveikt á kertunum á Molda.
Flugeldasýning, blysför, álfabrenna, jólasveinar, tröll, tónlist og margt fleira
Gangan hefst við Hánna og gengið verður upp Illugagötu, niður Höfðaveg og að malarvellinum þar sem hinar ýmsu kynjaverur heilsa upp á gesti Það myndi gleðja okkur ef þeir sem eiga Þrettándafána myndu flagga þeim þennan dag, ef ykkur vantar einn slíkan þá eigum við nokkra til sölu á skrifstofu félagsins í Týsheimlinu. Hlökkum til að sjá ykkur! Þrettándakveðja ÍBV Íþróttafélag
Þrettándakveðja
Þrettándablaðið
2023 Útgefandi: ÍBV Íþróttafélag - knattspyrnudeild Ritstjóri: Guðmundur Tómas Sigfússon Ljósmyndir: Addi í London // Sigfús G. Guðmundsson Guðmundur Þ. Sigfússon Auglýsingar: Guðmundur Tómas Sigfússon
Ábyrgðarmaður: Guðmundur Tómas Sigfússon ÞRETTÁNDAFÁNI
er til sölu á skrifstofu félagsins í Týsheimilinu, hann kostar
2
ÍBV Íþróttafélag ÞRETTÁNDAGLEÐI ÍBV2023
Þrettándafáninn
8 800 kr
KÓNGUR VILL SIGLA EN BYR RÆÐUR
Við upphaf nýs árs er að sjálfsögðu við hæfi að horfa framá veginn, án þess að ég ætli að koma fram með einhverja spádóma um það hvernig árið verði Gærdagurinn fór auðvitað allur í að gera upp hið liðna Og til að geta notið alls hins besta sem framtíðin ber í skauti sér er nauðsynlegt að læra af fortíðinni Vonandi gera flestir það, en manni finnst reyndar ákveðin speki eiga afar vel við þegar kemur að reynslu og lærdómi hjá fólki Nefninlega að ef sagan kennir okkur eitthvað þá er það að við lærum aldrei neitt af sögunni Kannski er þetta óþarflega svartsýnt, en þó er þarna klárlega einhver sannleikur
Hversu oft hafa foreldrar t d ekki notað sömu aðferðirnar aftur og aftur, við að skamma eða refsa börnum sínum fyrir óæskilega hegðun?
Þetta kannast líklega flestir við, og ekki bara úr uppeldismálum, heldur almennt í lífinu Við beitum sömu aðferðum aftur og aftur og erum að því er virðist alltaf jafn hissa þegar þessar aðferðir bregðast okkur í enn eitt skiptið.
Annað atriði sem sagan kennir okkur er gamla spekin um “að kóngur vill sigla, en byr ræður.” Við getum sett af stað ýmis plön í lífi okkar, og vissulega er það nauðsynlegt, en við verðum jafnframt að vera tilbúin að endurskoða þegar aðstæður breytast
Við ættum auðvitað að kappkosta að lifa lífi okkar lifandi, vera sjálfum okkur til sóma, samferðarfólki okkar til gleði og samfélaginu til heilla Forðast reiði, forðast langrækni, forðast dóma og fordæmingar, sem mér finnst hafa einkennt samfélagslega umræðu undanfarin ár
Við ættum að temja okkur að koma vel fram við samferðarfólk okkar og gera þannig allt sem í okkar valdi stendur til að gera samfélagið sem allra best
Við erum nefninlega öll jöfn þegar öllu er á botninn hvolft “Hér er hvorki gyðingur, né annarrar þjóðar maður, þræll né frjáls maður, karl né kona Við erum öll eitt í Kristi” segir Páll postuli
Kannski ættum við einmitt að hafa þessi orð Páls postula í huga á nýja árinu og tryggja þar með velferð allra jafnt Þannig getum við hugsanlega forðað okkur frá þeim mistökum að beita sömu röngu aðferðunum aftur og aftur við sömu vandamálin og leitað betri leiða, betri aðferða í samskiptum við hvert annað.
Spá mín er sú að þá verði gott að lifa.
Sr Guðmundur Örn Jónsson prestur í Landakirkju
Guðmundur Örn Jónsson sóknarprestur í Landakirkju:
3
ANNÁLL ÁRIÐ 2023
Haraldur Pálsson framkvæmdastjóri ÍBV Íþróttafélags:
Árið hófst með samkomutakmörkunum og áframhaldandi óvissu en endaði á betri nótum, þar sem félaginu tókst að halda bæði Þjóðhátíð og knattspyrnumótin, ásamt handboltamótum Ungmennastarfið heldur áfram að blómstra í félaginu, en margir efnilegir iðkendur félagsins tóku þátt í landsliðsverkefnum á árinu Það eru margir efnilegir iðkendur í öllum flokkum hjá félaginu og er mjög ánægjulegt að fylgjast með þeim vilja og dugnaði sem þau eru tilbúin til að leggja á sig
Janúar
Þrettándagleði ÍBV fór fram með sama hætti og árið 2021 skv. þeim samkomutakmörkunum sem höfðu tekið gildi á nýjan leik fyrir jólahátíðina.
Þær Ameera Hussen og Sandra Voitane gengu til liðs við knattspyrnulið ÍBV þá framlengdu Eyþór Orri, Eyþór Daði, Tómas Bent, Arnar Breki, Björgin Geir og Sigurnýjas Magnússon samninga sína við félagið.
Þau Íva Brá, Kristján Logi, Ragna Sara, Þóra Björg og Erna Sólveig voru tekin á landsliðsæfingar hjá KSÍ.
Febrúar
Sunna Jónsdóttir handknattleikskona framlengdi samning sinn við ÍBV til þriggja ára.
Haley Thomas gekk til liðs við knattspyrnulið kvenna og var síðar gerð að fyrirliða liðsins.
Jón Jökull og Róbert Aron framlengdu samninga sína við knattspyrnudeild.
Marta Wawrzynkowska, Karolina Olszowa og Birna Berg framlengdu samninga sína til tveggja ára við handknattleiksdeild ÍBV.
Úrtakshópar HSÍ voru tilkynntir fyrir U15, U-16 og U-18 kvenna ÍBV átti þar 13 fulltrúa, en þær Anna Sif Sigurjónsdóttir, Ásdís Halla Pálsdóttir, Bernódía Sif Sigurðardóttir, Birna Dís Sigurðardóttir, Birna María Unnarsdóttir, Sara Margrét Örlygsdóttir voru valdar í U-15 Alexandra Ósk Viktorsdóttir og Herdís Eiríksdóttir í U-16 og Amelía Dís Einarsdóttir, Elísa Elíasdóttir, Katla Arnarsdóttir, Sara Dröfn Richardsdóttir og Þóra Björg Stefánsdóttir í U-18
Ragna Sara var kölluð á æfingar U19 landsliðs KSÍ ásamt því að Rakel Perla og Elísabet Rut voru teknar inná æfingar U15 landsliðs KSÍ.
Leikmenn kvennaliðs ÍBV þær Elísa Elíasdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir og Sunna Jónsdóttir kepptu fyrir Íslandshönd með A-landsliði kvenna
Sunna Jónsdóttir var valinn íþróttamaður Vestmannaeyja af ÍBV-héraðssambandi Elísa Elíasdóttir íþróttamaður æskunnar 16-19 ára og Andri Erlingsson íþróttamaður æskunnar 12-15 ára
Öllum sóttvarnartakmörkunum var aflétt innanlands og létti það undir viðburðahaldi þegar handbolti karla hófst að nýju eftir gott landsleikjahlé
Mars
Handknattleikslið ÍBV kvenna keppti í final-4 að Ásvöllum Í undanúrslitum mætti ÍBV, Knattspyrnufélaginu Val en voru lagðar af velli 28-20
Kristín Erna og Þórhildur skrifuðu undir nýja samninga við knattspyrnudeild félagsins
Arnór Viðarsson og Gauti Gunnarsson voru kallaðir á U-20 landsliðsæfingar
HSÍ 5
Birna María og Erna Sólveig voru kallaðr á landsliðsæfingar U15 ára hjá KSÍ
Vestmannaeyjabær og ÍBV vígðu nýja og glæsilega búningsaðstöðu við Hásteinsvöll
ÍBV hlaut viðurkenningu sem fyrirmyndafélag ÍSÍ
Átta stelpur voru kallaðar í landsliðsverkefni HSÍ, þær Anna Sif, Ásdís Halla, Bernódía Sif, Birna Dís, Birna María, Sara Margrét, Alexandra Ósk og Herdís fyrir U15 og U16 landsliðsverkefni
Bestu deildir karla og kvenna fóru af stað
Olísdeildir karla og kvenna kláruðust og úrslitakeppnir hófust Kvennalið ÍBV endaði deildarkeppni í 4 sæti með 25 stig á meðan karlalið ÍBV endaði í 3. sæti með 31 eitt stig og einungis 3 stigum frá toppliði Vals
Janus Dam Djurhuus gekk til liðs við handknattleiksdeild ÍBV frá H71 í Færeyjum og Hrafnhildur Hanna endurnýjaði samning sinn við handknattleiksdeild til tveggja ára
Miðasala hófst á Þjóðhátíð ársins 2022
Maí
ÍBV hélt fjölmennan upplýsingafund um fótboltagrasvæðingu Hásteinsvallar í Akóges
Ísak Rafnsson gerði þriggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV
Jessiska Pedersen gekk til liðs við kvennalið ÍBV
Úrslitakeppnin stóð í hámæli í handboltanum, kvennalið félagsins sigraði Stjörnuna í undanúrslitum en þurfti að láta í minni pokan fyrir Íslandsmeisturum Fram Karlalið ÍBV fór hins vegar alla leið í úrslitarimmuna og voru grátlega nálægt því að knýja fram oddaleik gegn ógnarsterku liði Vals En úrslit seinustu tveggja leikjanna réðust á loka andartökum þeirra. Niðurstaða rimmunar því 3-1 fyrir Val sem tók við Íslandsmeistaratitli sínum í Vestmannaeyjum
Elvis Bwomono gekk til liðs við karlalið ÍBV í knattspyrnu
Mikið var um landsliðsverkefni hjá HSÍ í maí Elísa og Sara Dröfn voru í lokahóp U-18 landsliðsins í handbolta, þá voru Andrés Marel Sigurðsson, Elmar Erlingsson og Hinrik Hugi Heiðarsson voru fengnir til æfinga hjá U-18 ára landsliðinu Auk þess sem Alexandra Ósk Viktorsdóttir og Herdís Eiríksdóttir voru valdar í lokahóp U-16 landsliðsins Sex iðkendur frá félaginu fóru í hæfileikamótun HSÍ, þau Agnes Lilja, Birna Dögg, Klara, Anton Frans, Gabríel Snær og Morgan Goði
Knattspyrnulið karla jók við liðsstyrk sinn með því að semja við þá Hans Mbongo og Kundai Benyu
Júní
ÍBV sló upp glæsilegu lokahófi fyrir handknattleiksdeildina í Kiwanis, þar voru Rúnar Kárason og Sunna Jónsdóttir valin best ÍBV-arar voru þau Björn Viðar Björnsson og Ólöf María Stefánsdóttir Mestu framfarir fengu þau Arnór Viðarson og Tara Sól Úranusdóttir Fréttabikarinn fengu Elmar Erlingsson og Sara Dröfn Richardsdóttir
Ásta Björt Júlíusdóttir kom aftur heim frá Haukum og gerði 2 ára samning við handknattleiksdeild félagsins
Sigurður Bragason framlengdi samning sinn til tveggja ára sem þjálfari meistaraflokks kvenna í handbolta Ólöf María Stefánsdóttir, Ingibjørg Olsen, Bríet Ómarsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir og Amelía Dís Einarsdóttir framlengdu samninga sína við handknattleiksdeild einnig
Arnór Viðarsson og Gauti Gunnarsson voru valdir í lokahóp U-20 landsliðs HSÍ Andrés Marel, Elmar og Hinrik Hugi voru valdir í lokahóp U-18 landsliðs HSÍ Ívar Bessi og Kristján Ingi voru valin á æfingar með U-17 landsliði HSÍ Andri Erlings, Andri Magg og Elís Þór voru valdir á æfingar æfingar með U-15 landsliði HSÍ.
TM-mót og Orkumót félagsins voru haldin með hefbundnum hætti og annað árið í röð var TM-mótið fjölmennara en Orkumótið
Apríl
6
Sex nemendur voru úrskrifaðir úr
Afreksakademíu ÍBV og FÍV Voru það þau Birta Líf Agnarsdóttir, Magnús Sigurnýjas Magnússon, Ragna Sara Magnúsdóttir, Sara Sif Jónsdóttir, Selma Björt Sigursveinsdóttir og Sigurlás Máni Hafsteinsson sem luku námi í afreksakademíu félagsins Auk þess sem sextán nemendur luku námi í íþróttaakademíu ÍBV og GRV
Felix Örn Friðriksson framlengdi samning sinn við félagið til tveggja ára
Eyjapeyinn Svanur Páll Vilhjálmsson samdi á ný við handknattleiksdeild félagsins en hann hafði áður verið í pásu eftir að hafa verið á mála hjá Fram og Víking
Hilmar Ágúst Björnsson gefði nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild
Aðalfundur félagsins var haldinn 29 júní og var hann heldur fjölmennur, fresta þurfti kjöri til formanns og stjórnar
Júlí
Aðalstjórn félagsins samþykkti að setja á laggirnar sáttahóp til að fara yfir skiptingu milli deilda félagsins
Madison Wolfbauer og Auður Scheving gengu til liðs við kvennalið ÍBV í knattspyrnu, auk þess sem Guðjón Ernir framlengdi samning sinn við félagið til tveggja ára
Þjóðhátíð var sett í Herjólfsdal og haldin með hefbundnum hætti eftir 3 ára langa bið, hún fór vel fram og var hátíðin nokkuð fjölmenn þetta árið Ég vil nota tækifærið og þakka sérstaklega öllum þeim sjálfboðaliðum og velunnurum sem gera félaginu kleift að halda þessa stóru og glæsilegu hátíð
Ágúst
Birna María Unnarsdóttir var valin í hóp U15 ára landsliðs íslands í knattspyrnu
Olga Sevcova framlengdi samning sinn við knattspyrnudeild,
Fjölmennur framhaldsaðalfundur var haldinn í Týsheimilinu í lok ágúst mánaðar þar sem 102 atkvæði voru greidd í kosningu til stjórnar félagsins
ÍBV gerði samning við Nike á Íslandi til næstu 4 ára Það er við hæfi að nota tækifærið og þakka Hummel og Axeló fyrir tveggja áratuga langt samstarf en ÍBV lék fyrst í Hummel árið 2003
Tímabilið í handboltanum hófst á nýjan leik bæði í karla og kvenna Bæði liðin voru skráð í EHF European Cup og var það í fyrsta sinn í sögu félagsins sem bæði karla og kvenna lið félagsins voru skráð til leiks í Evrópukeppni á sama tíma
Fimm stúlkur úr yngri flokkum félagsins, þær Agnes Lilja, Alexandra Ósk, Herdís, Elísa og Sara Dröfn voru valdar til að taka þátt í landsliðsæfingum HSÍ
Elísabet Rut Sigurjónsdóttir var valinn til að keppa fyrir Íslands hönd í U-15 liði KSÍ í knattspyrnu kvenna
Fótboltafundur var haldinn í Týsheimilinu af knattspyrnuráði félagsins
Október
Meistaraflokkur kvenna lauk tímabili sínu í upphafi mánaðarins, eftir frábæra byrjun á mótinu endaði liðið í 6 sæti deildarinnar og voru búnar að tryggja sætið sitt í deildinni löngu áður en henni lauk
Morgan, Andri, Andri, Elís, Andrés, Elmar, Hinrik, Ívar og Arnór voru kallaðir í æfingahópa HSÍ
Félagsfundur var haldinn í Týsheimilinu þar sem félagsmenn kusu að staldrað yrði við í frekari uppbyggingu á félagsvæðinu
Birna María og Erna Sólveig voru valdar í U16 landslið KSÍ og Arnar Breki Gunnarson var valinn í lokahóp U21 árs landsliðs KSÍ
Austurríska handknattleiksfélagið Alpla HC fékk Sigtrygg Daða Rúnarsson að láni frá ÍBV til áramóta
Eftir erfiða byrjun sem nýliðar í Bestu deild karla endaði liðið í 2 sæti neðri hlutans og vann 4 af 5 leikjum neðri töflunnar 8 sætið í Íslandsmótinu því niðurstaðan þetta árið og betri niðurstaða en margir þorðu að vona, en þegar leið á mótið fundu strákarnir taktinn
September
7 7
Gleðilegt nýtt ár
Sendumstarfsfólkiokkar,viðskiptavinumoglandsmönnumöllum hugheilarnýárskveðjur
og Arnar Breki Gunnarsson
Nóvember
Viktorija Zaicikova framlengdi samning sinn við kvennalið ÍBV í knattspyrnu um tvo ár
Todor Hristov sem verið hefur þjálfari undanfarin tvo ár hjá félaginu var ráðinn aðalþjálfari meistaraflokks kvenna hjá knattspyrnudeild ÍBV til næstu tveggja ára
Hermann Þór Ragnarsson gekk til liðs við ÍBV frá Sindra, en hann er ættaður úr Vestmannaeyjum
Birna María Unnarsdóttir var valin í æfingahóp U-16 ára landsliðs KSÍ
Markmannsþjálfarinn Mikkel Hasling endurnýjaði samning sinn við knattspyrnudeild og Kristín Erna Sigurlásdóttir gerði eins árs framlengingu á samning sínum við kvennalið ÍBV í knattspyrnu
Desember
Í snjómiklum desembermánuði gerði knattspyrnudeild nokkra nýja samninga Eiður Aron Sigurbjörnsson framlengdi samning sinn til næstu 3 ára við knattspyrnudeild félagsins Sigurður Arnar Magnússon framlengdi samning sinn við ÍBV um eitt ár Ólafur Haukur Arilíusson gerðir tveggja ára samning við félagið
Mig langar að endingu að þakka öllum starfs-, stjórnar, nefndar og ráðsmönnum hjá ÍBV íþróttafélagi fyrir samstarfið á árinu sem leið Félagið er mjög lánsamt að njóta ykkar starfskrafta ÍBV er áfram í fremstu röð í fótbolta og handbolta karla og kvenna, það er gott ungmennastarf sem fer fram hjá félaginu eins og sjá má í samtekt þessa annáls fyrir árið 2022 Það er gríðarlega mikil orka sem býr í félagsmönnum enda þykir þeim annt um félagið sitt og ef okkur tekst að beina þeirri orku í réttar áttir, þá erum við sem félag óstöðvandi afl í íslensku íþróttalífi
Áfram ÍBV
Haraldur Pálsson Framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags
Lokahóf knattspyrnudeildar var haldið í lok mánaðarins í Akóges Best voru valin þau Haley Marie Thomas og Eiður Aron Sigurbjörnsson ÍBV-ararnir þau Guðný Geirsdóttir og Alex Freyr Hilmarsson Fréttabikarana hlutu Thelma Sól Óðinsdóttir
9
11
MYNDIR
SKEMMTILEGAR
FRÁ ÁRINU
Sendumbæjarbúum bestunýársóskir
bestunýársóskir
bestunýársóskir
bestunýársóskir Sendumbæjarbúum bestunýársóskir Sendumbæjarbúum bestunýársóskir 12
Sendumbæjarbúum
Sendumbæjarbúum
Sendumbæjarbúum
Addi í London tók myndirnar
SKEMMTILEGAR MYNDIR
ÞRETTÁNDANUM
FRÁ
13
Eftirtaldir aðilar senda bæjarbúum bestu nýársóskir
NARFIehf.
FRÁR VE 78 14
Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Ég hef alltaf verið grjótharður Hurðaskellis maður
Hvað var það besta sem þú fékkst í skóinn? Bósa Ljósár búningur
Ertu hræddur við Grýlu og Leppalúða? Nei, alls ekki. Persónulega þekki ég þau mjög vel og þau eru bæði skemmtileg
Hvað er skemmtilegast við jólin? Njóta með fjölskyldunni
Hvað er í matinn hjá ykkur á jólunum? Klassíski hamborgarhryggurinn.
Heldur þú að Grýla og Leppalúði séu góð í fótbolta? Já, ég held að þau séu mjög góð, Leppalúði er grjótharður hafsent og Grýla er svona Messi týpa.
Hver er uppáhalds liðsfélaginn þinn hjá ÍBV? Þeir eru allir frábærir.
Hefur eitthvað tröll náð þér á Þrettándanum? Nei, aldrei Þau hafa ekki einu sinni verið nálægt því, þau eru svo hæg.
Hverjir eru uppáhalds leikmennirnir þínir í ÍBV í handbolta og fótbolta?
Þeir eru allir frábærir í fótboltanum og í handboltanum er ég mikill aðdáandi Ívars Bessa.
Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Stekkjastaur því hann kemur þegar ég á afmæli.
Hvað var það besta sem þú fékkst í skóinn? Flottir ÍBV sokkar.
Ertu hræddur við Grýlu og Leppalúða? Já, ekki til hræðilegri hlutur.
Hvað er skemmtilegast við jólin? Að opna pakkana og borða góðan mat
Hvað er í matinn hjá ykkur á jólunum? Hamborgarhryggur.
Heldur þú að Grýla og Leppalúði séu góð í fótbolta? Ég held að Grýla sé betri þjálfari en leikmaður.
Hver er uppáhalds liðsfélaginn þinn hjá ÍBV? Það er erfitt að gera upp á milli þeirra.
Hefur eitthvað tröll náð þér á þrettándanum? Ég og Þríhöfðinn erum miklir óvinir.
Hverjir eru uppáhalds leikmennirnir þínir í ÍBV? Siddi í handboltanum og Alex í fótboltanum.
SPURT & SVARAÐ
A U Ð U N N S I N D R A S O N V I G G Ó V A L G E I R S S O N 15
EITTHVAÐ SÉRSTAKT VIÐ AÐ VERA HANDBOLTAKONA Í VESTMANNAEYJUM
Handknattleikskona ársins 2022
Sandra Erlingsdóttir leikmaður Metzingen
Eyjakonan Sandra Erlingsdóttir hefur hratt skotist upp á stjörnuhimininn og er í dag lykilleikmaður í íslenska landsliðinu Sandra var fyrr á árinu valin handknattleikskona ársins af handknattleikssambandinu Sandra lék átta landsleiki á árinu og spilaði hún alltaf stærra og stærra hlutverk í liðinu þegar leið á árið
Sandra skoraði 29 mörk í fjórum síðustu leikjum ársins sem unnust allir á móti Færeyjum og Ísrael
Átti frábæran tíma í akademíunni Sandra segir það mikla viðurkenningu fyrir sig að hafa verið valin handknattleikskona ársins
„Jú það má svo sannarlega segja það Síðan ég var lítil hef ég horft á frábærar handboltakonur fá þessa viðurkenningu og alltaf verið draumur að fá þá viðurkenningu einn daginn Það er ekki alltaf auðvelt að búa langt í burtu frá öllu fólkinu sínu, geta ekki komið heim yfir hátíðarnar og því var extra sætt að fá þessa viðurkenningu og sjá vinnuna sína vera skila sér “
Handknattleiksferill Söndru er skemmtilegur og hefur hún leikið handbolta í mörgum löndum þrátt fyrir ungan aldur Í yngri flokkunum lék hún einnig á mörgum stöðum, hún segir það hafa hjálpað henni að móta sig sem handknattleikskonu
„Já þá er alveg hægt að segja það! Það sem ég tek mest úr þessu ferðalagi er Þegar við fluttum til Austurríkis fór ég að spila með Hypo NÖ Á þeim tíma var meistarflokks liðið þar allt leikmenn brasilíska landsliðsins sem urðu heimsmeistarar það árið. Það gaf manni mikið að vera umkringdur bestu
leikmönnum heims, horfa á þær æfa, spjalla við þær og leyfa sér að dreyma Svo auðvitað þegar ég kom heim og spilaði fyrir ÍBV í 2 ár aftur þá var ég í akademíunni samhliða framhaldsskólanum sem var alveg frábær tími! Fullt af aukaæfingu þar sem við fengum tíma og æfingu til þess að prófa nýja hluti og æfa allskonar skot sem að er kannski minna gert inn á æfingum með liðinu! Við vorum öll miklir vinir og var alltaf mikið fjör og gaman á æfingu og allir að reyna að verða betri íþróttafólk “
Get ekki beðið eftir að spila fyrir ÍBV aftur Eftir góðan tíma í Austurríki þá var Sandra komin til Þýskalands og lék þar með Fucshe Berlin í efstu deild
„Það var í raun alveg draumi líkast! Ég var algjör kjúklingur í liðinu, sú næsta mér í aldri var 5 árum eldri en ég Ég var heppin að þetta var mjög þunnskipaður hópur svo ég fékk mín tækifæri þrátt fyrir ungan aldur Ég fór í 30 mín í lest á kvöldin á æfingar og svo voru allar ferðir í útileiki yfir 4-5 tíma og margar í 8+ Það var oft sem ég kom ekkert inn á en ef ég hugsa til baka þá kvartaði ég ekki einu sinni Ég var bara í minni drauma handbolta búbblu búin að spotta allar landsliðskonurnar í liðinu hjá mótherjunum og hefði helst viljað fá eiginhandaráritanir eftir hvern leik “
Sandra kom til baka til ÍBV eftir tímann í Þýskalandi en hún segir það hafa verið erfiða ákvörðun
„Þetta var satt best að segja mjög erfið ákvörðun Fjölskyldan var ennþá úti í Þýskalandi og var ég með tilboð frá tveimur þýskum liðum þar sem ég hefði búið á heimavist, verið í skóla og spilað handbolta Einmitt þessi atvinnumanna-
16
draumur sem ungur leikmaður hefur Eftir að hafa farið fram og til baka ákváðum við fjölskyldan að það væri best fyrir mig að flytja heim og klára menntaskólann á Íslandi þar sem ég var aðeins á milli skólakerfa Ég flutti til ömmu og afa og átti ég æðislegan tíma hjá þeim sem ég mun aldrei gleyma Eftir á að hyggja var þetta besta ákvörðunin og átti ég tvö frábær tímabil Þessi tvö ár eru ógleymanleg, það er eitthvað sérstakt við það að vera handboltakona/maður í
Vestmannaeyjum og get ég ekki beðið eftir að spila fyrir ÍBV aftur einn daginn,“ sagði Sandra en hún lék frábærlega með ÍBV á þessum tveimur árum Hún var næst markahæst bæði árin og skoraði hún 147 mörk seinna árið, sem voru um 7 mörk að meðaltali í leik
Risastórt skref á mínum ferli
Þegar Sandra hafði leikið tvö tímabil frábærlega fyrir ÍBV fór hún í Val þar sem hún stundaði háskólanám í Reykjavík á þeim tíma Hún segist þakklát fyrir tíma sinn þar
„
Það var auðvitað alveg frábær upplifun Valsliðið þetta árið var alveg magnað Við vorum góð blanda af ungum hungruðum leikmönnum og svo eldri reynslukempum eins og Önnu Úrsúlu og Írisi markmanni Ég er ótrúlega þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk í Val Ég átti mínar hæðir og lægðir þar og þroskaðist mikið sem einstaklingur “
Þegar Sandra hafði leikið tvö tímabil með Val og unnið bæði deildina og bikarinn lá leiðin aftur út, nú til Danmerkur
„Ég vissi í raun ekkert hvað ég var að fara út í Það eina sem ég vissi var að Álaborg væri ofarlega í danmörku á landakorti Arna Sif frænka mín hafði verið undir stjórn þjálfarans og hafði bara gott um hann að segja og vegna þess ákvað ég að stökkva á tækifærið Aldrei hefði mér svo grunað hversu frábær þessi 2 ár yrðu Ég fékk mikið traust frá þjálfaranum og eitthvernvegin smellpassaði ég bara inn í liðið það er alveg hægt að segja að þetta hafi verið smá millistökk frá Val sem ég held að sé alveg ótrúlega mikilvægt að taka Ég smellpassaði eitthvern vegin inn í danskan handbolta, eignaðist bestu vinkonur, lærði nýtt tungumál og varð bara hálf dönsk á þessum 2 árum sem ég mun aldrei gleyma
Sandra var valin best í Álaborg bæði tímabilin sem hún lék þar, kom aldrei til greina að taka þriðja tímabilið?
„Það var mikið svekkelsi að fara ekki upp í efstu deild bæði árin Við vorum margar nýjar þegar ég kom í liðið og var tveggja ára vinna að fara af stað Þegar við komumst svo ekki upp annað árið þá var byrjað aftur á 0 punkti og því komin tími til að taka næsta skref Þegar Tussies Metzingen kom svo á borðið þá var bara ekki hægt að segja nei Það gaf okkur Daníel möguleikann á að búa saman eftir þrjú ár í fjarsambandi Í framtíðinni væri svo sannarlega gaman að taka tímabil með Álaborg aftur í efstu deild “
Nú leikur Sandra í Metzingen, sem er eitt af bestu liðunum í Þýskalandi. Liðið er sem stendur í 6 sæti deildarinnar, sex stigum frá toppliðinu, Bietigheim Hvernig sér Sandra stöðu sína þessa stundina í Þýskalandi?
„Þetta var auðvitað alveg risastórt skref á mínum ferli Deildin er alveg ótrúlega sterk Deildin sjálf er aðeins “þyngri” mikið um stóra og sterka leikmenn og því er ég enn aðeins að venjast og finna taktinn til þess að nýta mína styrkleika Auðvitað stefnir maður alltaf hærra en eins og staðan er núna þá er ég er með þriggja ára samning hér og vil ég fyrst og fremst fókusa á að bæta mig hér og verða stærri og mikilvægari leikmaður fyrir liðið með hverjum degi og bæta mig sem leikmann. Svo sjáum við til hvað gerist eftir þessi þrjú ár “
Mikilvægt að standa við sín gildi
Sandra kemur úr mikilli handboltafjölskyldu, báðir bræður hennar eru mjög frambærilegir leikmenn, Elmar í meistaraflokki og Andri í yngri flokkum ÍBV Þá eru foreldrar hennar fyrrum frábærir
leikmenn með meistaraflokkum ÍBV og víðar Hún segir stuðninginn sem hún hefur fengið að heiman vera mikilvægan
„Stuðningurinn frá sínu fólki er alveg óendanlega mikilvægur Lífið sem atvinnumaður í handbolta er ekki alltaf dans á rósum Maður lendir á mörgum veggjum og stundum miklu mótlæti og þá er alltaf gott að hafa sitt fólk til þess að hughreysta Það sem hefur hjálpað mér mjög mikið er að hafa Daníel með mér hérna úti, sérstaklega þegar maður kemur heim á kvöldin eftir langan dag Það er alls ekki sjálfgefið að geta bæði verið að spila handbolta á háu stigi og búið saman, fyrir það erum við þakklát “
Sandra hefur lent í erfiðleikum á hennar ferli, hefur hún einhver ráð fyrir krakka sem lenda í erfiðleikum sem þeir eiga erfitt með að ráða við?
„Já þetta hefur ekki alltaf verið dans á rósum Ég glímdi semsagt við átröskun frá 2014-2016/17 Að vera unglingur er ekki alltaf auðvelt og samfélagið auðveldar okkur ekki fyrir Það sem er mikilvægast í öllu er að fylgja þínum gildum og markmiðum það er verið að draga í okkur úr öllum áttum og því mikilvægt að standa við sín gildi og markmið Það sem hjálpaði mér í gegnum mín viðmið var að leggja áherslu á að finna mér fyrirmyndir sem voru á þeim stað sem ég vildi vera á og minna mig á hverjum degi hvað þarf til þess að verða eins og þær/ þeir og svo auðvitað bara að leyfa sér að stefna hátt!“
Sandra og félagar hennar í landsliðinu eiga umspilsleiki fyrir HM í handknattleik gegn Ungverjum í apríl
17
17
bæjarbúum
HARÐAR
Bylgja VE 75 18
Eftirtaldir aðilar senda
bestu nýársóskir HELLUGERÐ AGNARS Bílaogvélaverkstæði
OG MATTA
JÓLAGJÖF SÍÐUSTU
Viðtal við tröllið Rauðskegg!
Það er aldrei að vita nema að tröllin láti sjá sig á ný á Þrettándanum á föstudag. Þau hafa látið lítið fyrir sér fara á dögum mannasjúkdómsins eins og þau kalla Covid-19. Það mun þó allt vera að breytast og hlakka þau greinilega til að hitta krakkana á ný.
Við höfðum samband upp í efstu byggðir og fengum að spjalla við tröllið Rauðskegg sem segist vera mikill aðdáandi Arsenal en kvartar undan því að hafa ekki fengið jólagjafir síðustu ár frá foreldrum sínum.
Hvar áttu heima? Grýluhelli.
Hvað finnst þér um jólasveinana og Grýlu og Leppalúða?
Óttarlegir stríðnispúkar en góðir á köflum þessir sveinar. Hvað varðar Grýlu og Leppa þá er erfitt að segja annað en að þetta eru yndisleg hjón.
Færðu jólagjöf frá þeim?
Er ekki búinn að fá neitt frá þeim síðustu þrjú ár útaf einhverjum mannasjúkdómi, en vonandi fæ ég eitthvað frá þeim næst því við munum öll loksins fá að hitta alla og öll börnin.
Eru tröllin orðin vegan eftir að Grýla varð vegan um árið?
Já, það eru sum tröllin að reyna að gangast í augu Grýlu en ég held mér í sama mataræði og öll mín ár sem ég hef verið hér, það er kjöt og það mega aðrir giska á hvernig kjöt það er.
Hvað er skemmtilegast við þrettándann?
Að fá að hitta allt fólkið og börnin.
Hvaða tröll ertu hræddastur við?
Gaui litli er óþarflega stór, svo eru það Þríburarnir sem eru alveg óþolandi bara því Grýla mamma elskar þá mest.
Þurfa börnin að passa sig á þér á Þrettándanum? Já, sérstaklega því það er svo langt síðan ég sá þau síðast.
Er ÍBV besta félag í heimi?
Allavega það næst besta á eftir TÝR.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í liðunum hjá ÍBV? Í kk eru það bræðurnir Eiður Aron og Theodór Sigurbjörnssynir, hvað varðar kvennaboltann þá eru það Siggi Braga (Harpa) og Kristín Erna Lásadóttir.
Með hvaða liði heldur þú í enska?
Langbesta liðinu í dag, Arsenal!
Hvað viltu segja við börnin að lokum?
Mikið sem ég hlakka til að hitta ykkur öll og reyna mitt besta til þess að vera „góður við ykkur öll“ en við skulum ganga hægt um gleðinnar dyr um helgina og koma öll heil heim.
HEYAHEYAÞRETTÁNDI!
19 EKKI FENGIÐ
ÁR
MAÐUR ER GEÐBETRI HÉRNA Í EYJUM
Alex Freyr Hilmarsson ÍBV-ari meistaraflokks karla
Hvað kom til að leið Alex Freys lá til Eyja?
Alex Freyr Hilmarsson er þekkt nafn í íslenskri knattspyrnu en hann lék með KR-ingum í mörg ár í fremstu röð og varð Íslandsmeistari með liðinu á sínu fyrsta ári með þeim, 2019
Meistaraflokksferill Alex Freys byrjaði þó hjá Sindra þar sem hann var ungur byrjaður að spila með meistaraflokki Þaðan lá leið hans í Grindavíkur-lið Guðjóns Þórðarsonar árið 2012 en í Grindavík lék hann til 2015 þegar Víkingar náðu í hann
Þegar Alex lenti í meiðslum hjá KR var hann lánaður í Kórdrengi og lék með þeim í Lengjudeildinni seinni hluta árs 2021 Stuttu seinna hafði ÍBV tryggt sér Alex og reyndist hann mikil styrking
„Það var að blunda í okkur að flytja út á land síðustu árin Vestmannaeyjar hentar mjög vel bæði út frá íþróttalífi og atvinnutækifærum “
Hvernig hefur verið að vera með fjölskylduna hér? Er þetta öðruvísi en í Reykjavík?
„Það hefur verið vonum framar, frábær staður til að vera með fjölskylduna á Töluvert rólegra en að vera í Reykjavík og það eru sjálfsagt margir sem tengja við það að maður er geðbetri og lífið skemmtilegra ef maður þarf ekki að sitja fastur í traffík endalaust “
Hvað hefur komið þér á óvart?
„Það hefur mest komið mér á óvart hversu vel krakkarnir hafa tekið því að flytja “
2023
Hvernig er félagið/liðið frábrugðið öðrum sem þú hefur verið hjá?
„Það sem er náttúrulega sérstakt að vera í liði út á landi er að hópurinn er ekki allur saman nema svona hálft árið Um helmingur liðsins er staðsettur á höfuðborgarsvæðinu og restin hér í Vestmannaeyjum Þar af leiðandi er aðeins meira krefjandi að ná öllum á sömu blaðsíðu fyrir mót, hvað varðar taktík og svo framvegis Það getur hins vegar myndast miklu meiri samheldni hjá liði eins og okkar útaf smæðinni á staðnum, menn eyða oft meiri tíma saman á þeim tíma sem þeir eru á eyjunni Þá er mín upplifun einnig sú að ÍBV sé það félag sem allir í sveitafélaginu hafi mikla ástríðu fyrir og allir hafi skoðun á því hvernig best væri að farið í meistaraflokkunum og yngri flokkum Það er mjög jákvætt að félagið skipti fólki máli en á sama tíma myndi það allt vinna betur saman ef að við værum meira sammála “
20
EKKISETJAÖLLEGGIN ÍSÖMUKÖRFU
Hvernig sérð þú næsta tímabil fyrir liðið?
„Það er hellingur af tækifærum fyrir okkur Ef við náum að taka skref fram á við og halda áfram að spila þennan “hightempo” fótbolta í 90 mínútur þá erum við í dauðafæri að ná góðum árangri í þessari deild Þegar maður horfir á tímabilið sem leið þá er grautfúlt að hafa endað þar sem við enduðum í ljósi seinni hluta mótsins Það sem við vitum núna og höfum sýnt okkur er að við höfum fullt erindi að keppa um eitthvað “
Hvernig var stemningin í liðinu eftir 12 leiki án sigurs?
„Stemningin var alls ekkert slæm, við vorum náttúrlega mjög ósáttir með hvernig var búið að ganga í stigasöfnun en maður fann samt alltaf trú í hópnum Það var stígandi leik frá leik og að hópurinn hafi ekki brotnað eftir hálft íslandsmót án sigur er í raun afrek Finnst það sýna styrk og hvað þetta lið getur gert í framhaldið “
Hvernig náði liðið að snúa genginu svona hressilega við?
„Smá saman fórum við að breyta því aðeins hvernig við nálguðumst leikina Fórum að pressa lið aðeins hærra og vera með meiri læti, það voru ekki mörg lið sem réðu við það og það var svona helsta ástæðan fyrir því að við snérum þessu við að mínu mati “
Ertu með einhver ráð fyrir unga leikmenn sem vilja ná langt og til dæmis verða Íslandsmeistarar?
Ég myndi mæla með því að leikmenn horfi á þetta út frá lífinu og að vera ekki að setja öll eggin í sömu körfu Ég myndi ráðleggja þeim að einblína ekki eingöngu á fótboltann og því skoða eitthvað annað líka, það getur hjálpað til Þá skiptir miklu máli að vera alltaf viðbúnir að vera í toppstandi, þú veist aldrei hvenær sénsinn er að koma Það skiptir ekki máli hversu góður þú ert í fótbolta, því ef þú ert ekki í góðu standi þá gerir það ekkert fyrir þig “
21
22
Sendumbæjarbúum bestunýársóskir Sendumbæjarbúum bestunýársóskir
Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Gluggagægir
Hvað var það besta sem þú fékkst í skóinn? Eldspýtur
Ertu hrædd við Grýlu og Leppalúða? Já, samt bara á Þrettándanum.
Hvað er skemmtilegast við jólin? Pakkarnir klárlega
Hvað er í matinn hjá ykkur á jólunum? Hamborgarhryggur
Heldur þú að Grýla og Leppalúði séu góð í fótbolta? Já ég held samt að Grýla myndi pakka Leppalúða saman
Hver er uppáhalds liðsfélaginn þinn hjá ÍBV? Allar frábærar.
Hefur eitthvað tröll náð þér á Þrettándanum? Já, þríhausarnir hafa náð mér einu sinni
Hverjir eru uppáhalds leikmennirnir þínir í ÍBV? Í handboltanum er það klárlega Herdís, enda er hún einn öflugasti línumaðurinn á landinu. Svo eru öll í fótboltanum geggjuð
Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Alltaf Kertasníkir
Hvað var það besta sem þú fékkst í skóinn? Kerti og spil.
Ertu hrædd við Grýlu og Leppalúða? Já, er skíthrædd við þau
Hvað er skemmtilegast við jólin?
Vera með fjölskyldu og vinum og borða góðan mat.
Hvað er í matinn hjá ykkur á jólunum?
Mamma og pabbi eru með tvírétta á aðfangadag þar sem við erum svo mörg saman, en vanalega er það Wellington og hamborgarhryggur á borðstólnum
Heldur þú að Grýla og Leppalúði séu góð í fótbolta?
Nei held ekki, þau eru svö gömul.
Hver er uppáhalds liðsfélaginn þinn hjá ÍBV? Allar eru í miklu uppáhaldi það er mjög erfitt að velja bara eina
Hefur eitthvað tröll náð þér á Þrettándanum? Já því miður, tóku húfuna mína í leiðinni og hef aldrei fengið hana til baka.
Hverjir eru uppáhalds leikmennirnir þínir í ÍBV? Ungu stelpurnar í fótboltanum allar æðislegar og síðan eru allar í handboltanum uppháhalds
Í V A B R Á G U Ð M
SPURT &
U N D S D Ó T T I R
SVARAÐ
H E R D Í S E I R Í K S D Ó T T I R 23
Sendumbæjarbúum bestunýársóskir Sendumbæjarbúum bestunýársóskir Sendumbæjarbúum bestunýársóskir Sendumbæjarbúum bestunýársóskir 24
Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir